Ég er búinn að breyta útlitinu aðeins. Ég byrjaði á þessu í gærkvöld og þá tókst mér í asnaskap að eyða gamla útlitinu, svo að ég varð að byrja frá byrjun.
Helstu breytingar eru að liðsuppstillingin er núna stærri og skýrari. Texti er almennt séð smá stærri og skýrari. Og núna er hægt að svara kommenti beint, þannig að það geta myndast minni þræðir í ummælum við hverja færslu. Þetta gerirðu með því að smella á “reply” undir því kommenti sem þú vilt svara.
Ég ætla að prófa þetta og sjá hvernig þetta reynist, en þetta ætti að mínu mati að hjálpa til að gera umræðuna skýrari, þar sem fólk er oft að tala um ólíka hluti – sérstaklega í opnum þráðum.
Líst vel á þessa breytingu.
Auka kostur er að núna skilar gravatar sér betur, maður sér loksins myndirnar við hvern notanda 🙂
Nei!
Ahh gravatar aftur orðið pínulítið 🙁
Búinn að laga.
Jeyyy : )
Er ekki séns á að fá stikuna hérna hægra meginn á síðunna? Þessa sem að sýndi nýjustu kommentin við hvern þráð og sýndi allar flottu síðurnar og hvenær næsti leikur væri og fl.
Hún er hægra megin, en aðeins á forsíðunni.
Þetta er allt í belg og biðu hjá mér.
Bannerar yfir textum og liðsuppstillingar litlar. Einnig eru nöfnin ekki einusinni á vellinum í liðsuppstillingu, heldur aðeins fyrir ofan og til hægri. Gravatar yfir nöfnum og allskonar leiðindi. Nú sé ekki nema helminginn af því sem ég hef skrifað því Comment hnappurinn er risastór og nær yfir 1/4 af (blaðsíðunni)
Ég er með Windows 7 ultimate N. Og Google Crome 16.0.912.63 m.
Elsku vinur, endilega lagaðu þetta aftur ef þú mátt vera að. Þetta er ekki gott
Ég var aðeins að breyta í þessu. Prófaðu að refresh-a síðuna og sjáðu hvort þetta sé enn í rugli. Ég er að skoða þetta í Chrome og sé allt eðlilega.
Því miður, þetta er enþá eins. Mjög svipað og Magnús nr 5 segir hér að neðan. (skemmtilegt option ;)) Nema Liðsuppstilling er líka alveg off hjá mér. Plús tenglarnir hægra megin á síðunni detta yfir textann eða ss greinarnar.
Nokkrar ábendingar.
Þegar einstaka kommentum er svarað koma myndirnar yfir nafn, says og smá dagsetningu. Eins er Comment takkinn eitthvað stór og nær yfir nokkra hnappa.
Þetta er allt á réttri leið samt!
Mér finst þetta mjög gott og miklu skírara
Það vantar alla linkanna hérna sem voru alltaf i boði fá þá aftur takk !
grvavatar myndin grassar í stafina ef maður þrengir gluggann. Einnig krassar saman hliðardálkarnir við aðal inslögin ykkar ef maður þrengir gluggann.
Væri til í að sjá kommentin koma í númeraröð eins og var, ekki t.d. 37a, 37b.
Ég væri líka til í að sjá könnun hvort menn séu ánægðir með breytingarnar eða ekki