Man.City á morgun

Það er skammt stórra högga á milli þessa dagana, svona á þetta að vera. Varla búið að flauta síðasta leik af og þá er komið að því að flauta þann næsta á. Við eigum eftir að sjá talsvert af liði Man.City á næstunni, þetta er fyrsti leikurinn af þremur í þessum janúar mánuði sem er ný hafinn. Þessi leikur er í deildinni, hinir tveir í deildarbikarnum. Ég verð að segja alveg eins og er að það hefur komið mér á óvart hvað þetta City lið hefur slakað á í undanförnum leikjum. Þeir hafa verið að tapa stigum sem maður var viss um að kæmu í hús hjá þeim, en þetta sýnir það bara og sannar að það getur allt gerst í fótboltanum.

Þetta er ekkert svaðalega flókið mál, við þurfum að hala inn öll þau stig sem við getum til að halda okkur í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Baráttan um þessi sæti verður afar hörð og nú erum við að halda á líklegast erfiðasta útivöllinn í deildinni á þessu tímabili. City hefur unnið alla 9 leiki sína á heimavelli og hafa verið að skora mörk að vild. Þarna liggur stór munur á þessum tveimur liðum, þar sem okkar menn hafa virkilega verið að ströggla við að setja boltann í netið á sínum heimavelli. City hafa skorað heil 53 mörk á tímabilinu á móti aðeins 24 hjá okkar mönnum. Vörn Liverpool hefur verið afar traust, en ekki hefur hún verið mikið síðri hjá City, fengið einu marki meira á sig en okkar menn.

Risa munurinn á þessum tveimur liðum er ekki bara sóknarleikurinn, heldur einnig breiddin í leikmannahópnum. Menn eins og Nasri og Dzeko teljast ekki vera meðal þeirra sterkustu 11 leikmanna, menn sem myndu vaða í öll önnur byrjunarlið í deildinni. Þetta verður því gríðarlega erfitt á morgun og það verður að segjast eins og er að jafntefli væru góð úrslit fyrir okkur. En það er ekki þar með sagt að menn stefni ekki á sigur, síður en svo, við sýndum það gegn City á Anfield að við getum vel unnið þetta lið. Reyndar vantar einn okkar albesta leikmann, Lucas, sem átti hreint út sagt frábæran leik gegn þeim síðast, en til þess að geta unnið á morgun, þá þurfa menn að halda uppteknum hætti frá síðasta leik og nýta færin sín.

Ég býst ekki við breytingum á vörninni okkar, enda algjör óþarfi að hreyfa neitt við henni. Ég reikna svo með því að þeir Henderson, Spearing og Adam verði áfram á miðsvæðinu, halda svæðum og reyna að koma í veg fyrir spil City manna. Þannig að ég tel að aðal spurningin verði um það hverjir verði í kant hlutverkunum hjá okkur. Bellamy er ekki með skrokkinn í að spila 2 leiki á stuttum tíma, þannig að mér finnst líklegt að hann droppi á bekkinn. Downing er búinn að vera með góða vinnslu undanfarið og ég ætla að tippa á að hann verði engu að síður settur á bekkinn. Mín ágiskun er sú að Kuyt og Maxi komi inn í liðið fyrir Downing og Bellamy. Suárez er kominn úr banni og ég á von á því að hann komi inn í liðið fyrir Carroll. Gerrard verður ekki hent í djúpu laugina strax, menn vilja væntanlega fara varlega í sakirnar með hann.

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Kuyt – Henderson – Adam – Spearing – Maxi

Suárez

Bekkur: Doni, Kelly, Carragher, Gerrard, Bellamy, Downing, Carroll.

Þrjú stig í boði, myndi sætta mig við eitt, en þetta lið okkar getur alveg á góðum degi sigrað þetta City lið. Það hefur verið auðkennandi fyrir okkar menn undanfarið að menn hafa náð að gíra sig all svaðalega upp í þessa stóru leiki og vonandi verður það raunin á morgun. Ég get allavega ekki beðið eftir þessari rimmu og býst við hörku skemmtilegum leik tveggja vel spilandi liða. Eigum við ekki að segja að þetta endi 1-1 og það verður Suárez sem setur markið fyrir okkar menn.

83 Comments

  1. Mest hlakka ég til að sjá hvernig varnarvinnan okkar verður.

    Í undanförnum leikjum hafa okkar menn verið um 60% á sóknarhelmingi hið minnsta en nú verðum við að verjast töluvert.

    Er feginn að þurfa ekki að tippa á byrjunarliðið á morgun, held þó að Dalglish langi mikið að hvíla Adam og setja Gerrard inn fyrir framan Spearing og Henderson, spila þá 60 mínútur.  En við skulum sjá hvað verður í því.

     

    Held að þessi leikur verði svakalegur, en við endum með eitt stig eftir 1-1 jafntefli.

  2. Vona að Gerrard taki seinni hálfleikinn, þar þurfum við hann mest. Í flestum leikjum okkar í vetur höfum við alltaf verið minna sterkir í seinni hálfleik.

  3. úff.. við eigum eftir að sakna Lucas í þessum leik!
    Nokkuð sammála liðinu nema Bellamy á vinstri fyrir Maxi.
    Spái 1-3 fyrir okkar mönnum. Bellamy, Suarez og Gerrard(innf. Belló) með mörkin í snargeðveikum leik.
     
     

  4. Er Kuyt ekki sjálfvalinn í svona leiki. Reikna með að Daglish stefni á að halda þessu í 0 0 framyfir hálfleik og setja svo Gerrard, Carroll og/eða Bellamy inná síðustu 30 mín. 

    PS: Fulham flottir. Ótrúlegt hvað deildin er skemmtileg í ár og “stóru” liðin ganga ekki að neinu vísu lengur ! 

  5. Gunners töpuðu og þrjú stig í þessum leik setur fjórða sætið í head 2 head.

    Það er ekki líklegt en allt er hægt. Oft betra að vera útiliðið eftir stórhátíð þar sem heimalingar verða stundum værukærir á meltunni. Á reyndar varla við núna þar sem City spiluðu á sunnudag svekkjandi leik. Vonandi verða þeir ekki búnir að ná mjólkursýrunni eða tapsýrunni úr sér og verða á pirruðum hælum skreyttum með rauðum spjöldum. 

    0-1 Gerrard 89 mín, City einum færri. 

  6. Fyrsti leikur af þremur við city í janúar.  Þessi er í deild og ég er að vonast eftir allavega stigi í þessum leik.  Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi leikur spilast því city hefur ekkert gengið of vel að skora í síðustu leikjum.  Ætlar KK að liggja tilbaka og beita skyndisóknum eða þá verður þessi leikur hraður þar sem bæði lið sækja á víxl. , ég býst ekki við miklu svona fyrirfram, en við skulum vona það besta.

    Þori ekki að spá.

    YNWA  

  7. Eg vil óbreytt lið. Hafa Suarez og Gerrard til að henda inn á á 60 mín ef þess gerist þörf.

  8. Nú er tækifærið – Nánast öll liðin fyrir ofan okkur að tapa mikilvægum stigum! Það styttist í 4. sæti!
     
    1-3 fyrir Liverpool.
     
    Að öðru – Er eitthvað vitað hvenær Suarez mun hugsanlega byrja bannið ef við áfrýjum? Mun þetta bara dragast áfram endalaust?
     
     

  9. Ég ætla að segja að leikurinn fari 1-2, í tilefni þess að það sé komið árið 2012.

    Vinur okkar Ballotelli kemur city yfir snemma, svo jafnar Suarez í byrjun seinni hálfleiks. Síðan kemur Carroll inn á á 75min og skorar sigurmarkið í uppbótartíma! Og undirstrikar það að hann ætlar ekki að hafa árið 2012 eins og árið 2011!

    COME ON YOU REDS!! YNWA 

  10. Sælir félegar og gleðilegt nýtt ár ( sem það var með síðasta sigri)

    Langar að byrja á því að þakka fyrir frábæra síðu, les allt sem kemur hingað inn og opna kop.is líklegast svona milljón sinnum á dag hehe, en er ekki jafn duglegur að commenta en gat ekki annað en hent fram minni spá

    0-2  fyrir LIVERPOOL, Agger með fyrra markið og Carroll með seinna – sáuð það fyrst hér 

    Ef Agger setur hann ekki með vinstri fótar neglu í fjærhornið þá gæti verið að Henderson poti einu inn

    YNWA 🙂 

  11. Ég myndi ekki útiloka sigur. City er að missa flugið og eru að fatta að er ekki nóg
    að kaupa og kaupa. Spila þarf alla leiki og skipuleggja sig. Við kennum þeim lexiu á eigin heimavelli. 

  12. Var akkúrat búin að hafa þessa sömu tilfinningu og gunnarg hérna fyrir ofan. Það hlýtur að vera kominn tími á Agger að skora eitt mark, þó það sé ekki nema pot eða skalli af línu. Búin að vera hugsa þetta í allan dag. Annars er ég voðalega illa stemmdur fyrir morgundeginum. Finn það á mér að við fáum ekki mikið meira en 1 stig. En með smá heppni er allt hægt, ætla spá jafntefli 1-1, Agger skorar okkar mark en Dzeko fyrir heimamenn.
    Vona að Carroll byrji og berji svolítið á Kompany og Toure, þreyti þá almennilega og svo kemur Suarez inn með hraðan og snerpuna.  

    YNWA 

  13. Þetta verður mjög erfiður leikur. Stig væri kærkomið en allt tal um sigur er tæpast raunhæft.

    Fótbolti er hins vegar list hins ómögulega og mér finnst eins og City hafi misst mójóið eftir að hafa verið slegnir úr Meistaradeildinni. Bæði leikmenn og Mancini virðast yfirspenntir og stemmingin ekki mikil.

    Samt efast ég um að okkar menn nái að leggja City að velli og sætti mig við 0-0 jafntefli í þetta sinnið.

  14. Væri til í að sjá Coates inná í staðinn fyrir Spearing fyrir framan vörnina, held að hann yrði mikill styrkur í föstum leikatriðum og er ekki eins villtur og Spearing.

  15. er einhver hérna inni sem sættir sig við jafntefli á móti júnætidd ???  held ekki
    afhverju eigum við þá að sætta okkur við jafntefli á móti sjittí?

    held að við vinnum. 

  16. Grunar að það verði reynt að hanga á þessu með skyndisóknum þangað til Gerrard og Bellamy koma inná á ca. nákvæmlega sama tíma og allar skiptingar kóngsins. Ef það tekst eigum við góðan séns, enda leit Adam út eins og Poulsen þegar kafteinninn var kominn inná. Ég er bara ekki alveg viss hver á að stoppa miðjuspilið hjá City fram að skiptingu,
     

  17. Gerrard á öðrum fæti er skárri en Adam. Vinnum þennan leik 1-2 og kóngurinn með bæði.

  18. 1-1 og alveg hægt að vera ánægður með þau úrslit á útivelli gegn City. Það eru heimaleikirnir sem eru búnir að vera vandamálið í vetur!

  19. Held að þetta verði flottur og spenandi leikur á morgu… enga svart sýni… Völvan spáir strákunum okkar nyðurlægingu… þá var hún samt ekki að meina Liverpool strákunum okkar 😉  tökum þett 0-1 á morgun… og eins asnalegt og það hljómar held ég að Kátur setji bara loksins eitt á morgun….

  20. Eina sem eg segji,það væri geðveikt að vinna þá! við vitum allir að við getum það við höfum synt frabæran fotbolta moti ”Stærri liðinum”

  21. Líst vel á ef Maxi byrjar, hann skorar og við verðum 0-1 yfir í hálfleik, og þá koma Gerrad, Bellamy og Carroll inn, í fyrri leiknum okkar héldum við Silva niðri og það held ég að sé likillin að því að leggja þetta fyrna sterka MC lið… Agger setur eina bombu og Gerrard setur eina góða stungu á kollin á Carroll… Við fáum líklega eitt mark á okkur en lokatölur verða 1 – 3 og allt fer upp í loft…. Já og ekki má gleima því að ég spái því að Man Utd tapi sýnum leik í þessari umferð…

    Áfram LIVERPOOL… YNWA… 

  22. Rúnar Geir: Adam settist reyndar á bekkinn fyrir Gerrard, þannig að…

    En það verður fróðlegt að sjá hvernig Sjittýmenn koma til leiks. Reikna með þeim brjáluðum eftir ósanngjarnt tap fyrir Sunderland. Fengu á sig rangstöðumark eftir stórsókn nánast allan leikinn. Þeir hafa aðeins fengið einn dag til að jafna sig eftir þann leik en við þrjá þannig að þeir verða þreyttari og spurning hvort þeir verði ekki of þreyttir í lið eins og okkar. Helstu lykilmenn þeirra, Kompany, Lescott, Toure, Barry og Aguero spiluðu allan leikinn síðast og verða ekki ferskir. Silva spilaði lítið og Balotelli ekkert þannig að það má reikna með þeim í byrjunarliðið. En ef þeir t.d. stilla Aguero ekki upp þá er töluvert bit farið úr sóknarleiknum þeirra. 

    Ég myndi halda að við ættum að geta haldið vel í þá á miðjunni, svo framarlega sem henni verður stillt upp eins og Ssteinn setur fram hér að ofan. Spearing var fínn í síðasta leik og ef hann passar sig á tæklingum þá getur hann gert miðjumönnum og “holu”mönnum Shittý erfitt fyrir að finna sér pláss fyrir framan vörnina. Þá eiga Kuyt og Maxi eða Downing eftir að hjálpa bakvörðunum að stoppa kantspilið þeirra.

    Síðan er bara spurning um sóknarleikinn hjá okkur. Ég tek undir það sem hefur komið fram hér að ofan að við erum oftar en ekki slakari í seinni hálfleik. Ég hef grun um að það stafi af þreki Adam, hann getur ekki spilað 90 mínútur á fullu gasi. Þar af leiðandi þarf Gerrard að koma inn eins og síðast, jafnvel aðeins fyrr til að taka við keflinu á miðjunni og hamast í miðjumönnum og varnarmönnum Shittý og taka þessi klassa hlaup sín og sendingar. 

    Ég verð sáttur við jafntefli úr þessum leik þótt það sé ansi freistandi að ná þremur stigum og komast upp að hlið Chelsea í 4.-5. sæti.

  23. Sigur eða jafntefli þýðir að Carling Cup mun fara í Liverpoolborg. Þá falla City líklega úr fyrsta sætinu í annað og munu leggja alla áherslu á deildina. 
    Annars hef ég alveg skítsæmilega tilfinningu fyrir þessum leik. 

  24. Ívar 29:

    Kom ekki Aguero inná í seinni hálfleiki?

    Þó að þeir hafi verið að spila í fyrradag þá held ég að þeir hafi alveg gæði í hópnum sínum til að þetta komi þeim ekki að falli.  

    Fyrir leikinn væri ég sáttur við jafntefli en 6-0 sigur yrði líka frábær því hann myndi koma okkur í 4 sætið 🙂 

  25. City hafa ekki skorað í síðustu tveimur leikjum og ég geri því ráð fyrir að þeir mæti dýrvitlausir til leiks í kvöld.  Þeir munu skora, hef ekki trú á því að þetta lið skori ekki mark í þremur leikjum í röð, og við þurfum því að matcha það.  Vonandi tekst okkur að halda þeim í einu marki og við náum að pota einu inn líka, en ég hef því miður ekki trú á jafntefli.  Silva mun leika meira lausum hala nú þegar Lucas er ekki með og hann mun reynast okkur mjög erfiður í kvöld.

  26. Rétt Ívar, Adam fór útaf, en getu- og vinnslumunurinn á milli CA og SG virðist svo mikill að CA virðist mun nær Poulsen en Gerrard. 
    Annars er ég hræddur um að við höfum ekki mannskap til að bæði drepa miðjuna hjá city og að sækja á þá fyrr en fyrrnefndur Gerrard kemur inná. 2-1 plús/mínus eitt mark.  

  27. Spurning hvort að það ætti að setja Carragher(Coates inná fyrir Henderson og hafa hann á miðjunni í leiknum). Svo er þetta kjörinn leikur fyrir bæði Kuyt og Maxi.

    Spái liðinu svona: Reina – Johnson – Agger – Skrtel – Enrique – Carra – Gerrard – Adam – Suarez – Carroll – Kuyt.

    Svo koma Carroll og Bellamy inná í seinni þegar þeir leikmenn City verða alveg búnir eftir að spila leik númer tvö á tveimur dögum og herja aðeins á þá. 
     

  28. Rúnar #33
    Ég var algjörlega búinn að stroka Poulsen út úr Liverpool minninu, takk fyrir að skemma það 🙂

  29. SVONA VERUR LIÐIР

                                           REINA
                        JONSHON    CARRA    AGGER     ENRIQUE

                    MAXI          GERRARD    HENDERSON      DOWNING

                                              SUAREZ
        
                                                               ANDY CARROLL 

  30. Loftur: Mér fannst eins og hann hafi verið inná allan leikinn? Sá leikinn reyndar bara með öðru auganu þangað til undir rest. Rúnar: Get your point, varð bara að skjóta;) 

  31. Loftur það að Carragher verði í DM er bara rugl. Carragher verður ekki í byrjunarliði.

  32. Eina sem ég gæti séð óvænt í stöðunni er að Kenny breyti um taktík og spili með Carra með Agger og Skrtel.

                              Reina

                 Skrtel  Carragher   Agger

    Johnson            Spearing            Enrique

                     Kuyt  Hendo    Adam

                             Suarez

  33. af hverju ætti KK að fara að breyta bestu vörninni í deildinni með því að setja Carragher sem hefur ekki beint verið að brillera upp á síðkastið, þegar þeir mæta besta sóknarliðinu. Getur einhver útskýrt hugsunina á bak við þetta??

  34. Við hljótum að ná góðum úrslitum, er búinn að líta á klukkuna 00:00, 01:01, 13:13 og 13:31… Boðar þetta ekki eitthvað gott ?

  35. ég segi 0-4 bellamy með 2 , kuyt með 1 og gerrard neglir seinast naglan í kistu man city

  36. Ekki ónýtt að fá svona leik í miðri viku þegar jólafílingurinn er að renna af manni. Ég held að leikurinn í kvöld verði leikur Suarez. Hann var í banni í síðasta leik og þá skoruðu okkar menn þrjú kvikindi. Hann vill eflaust sýna og sanna að hann eigi erindi í liðið og sé þar til að skora mörk. Sé í kristalkúlunni að hann muni setja eitt eftir stungu frá Gerrard og síðan öllum að óvörum annað eftir sendingu af kantinum frá Downing. City ná svo að pota inn einu eftir hnoð og hamagang í teignum. Lokaniðurstaða: 1-2.

    Það er í raun óþarfi að horfa á leikinn. Þetta fer svona 😉   

  37. Einar B #41.

    Ástæðan fyrir því að menn breyta óvænt taktík er svo að þeir komi sterkari andstæðingum á óvart og nái taktískum sigri.
    Ég er alls ekki að segja að þetta sé eitthvað líklegra en annað heldur var ég að svara því að sá sem á undan mér var að tala um að setja Carragher i DM.

    Við höfum engan Lucas til þess að verjast besta sóknarliði deildarinnar og því gæti það kannski verið sterkur leikur að setja óvænt Carragher þarna inn með þeim Agger og Skrtel og nota þá Enrique og Johnson sem öfluga vængbakverði. Þannig myndum við geta náð tökum á miðjunni og notað samt breiddina á köntunum með bakvörðunum.

  38.  
    Vona bara að við vinnum!! En hvernig er það, er ekki að koma “podcast” Agalegt að venja menn á þetta, get ekki beðið eftir því næsta.

  39. Hey þið svartsýnishausar!! Gerið þið ykkur grein fyrir því að Sunderland vann City í síðasta leik??
    Þetta er unninn leikur, I rest my case!!

  40. Sæ´lir félagar
     
    Ég fer ekki fram á mikið í kvöld.  Bara sigur.  Þetta er svo einfalt. Sigur, 0 -1, 1 – 2 eða 2 – 3 o.s.frv.  Enga frekju eða nokkuð slíkt, bara einfalt. SIGUR!!!!!
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA
     

  41. Sopcast linkar á wiziwig.tv velja live sports og finna svo réttan leik.

  42. Mike Jones dæmir leikinn.
    Það tryggir að leikurinn leysist upp í vitleysu og við missum menn af velli.

    Afskaplega slappur dómari.   

  43. Núna er Suarez að fara í bann,  gæti haft góð áhirf á hann gæti verið slæm áhrif………….ef við værum í evrópu keppni þá mætti hann spila þar……..en er eitthvað sem bannar það að hann fari í lán til ajax í sex vikur og spili þar til að finna netið aftur?

  44. Smá off topic en flottar aðstæður til að spila fótbolta á bretlandi í kvöld… 24 metrar á sec og rigning, yndislegt alveg.
     

  45. var það ekki Mike Jones sem var að dæma þegar við fengum á okkur mark með sundboltanum ?
     

  46. Vill bara koma því fram að ég elska að koma hérna inn og lesa um ykkar skoðun á byrjuna liðini og hina margar skemtilegu spár Love á þessa síða vel gert hlakka til að sjá byrjunar liðið verður Mister Liverpool í liðinu eða ekki! Takk kærlega fyrir mig allt síðasta ár var frábært hjá ykkur vel gert!

  47. Man. City
    :
    Liverpool

    14.1.2012
    Liverpool
    :
    Stoke

    21.1.2012
    Bolton
    :
    Liverpool

    31.1.2012
    Wolves
    :
    Liverpool

    4.2.2012
    Liverpool
    :
    Tottenham

    11.2.2012
    Man. Utd
    :
    Liverpool

    25.2.2012
    Liverpool
    :
    Everton

  48. Hann verður í banni í Carling Cup líka þannig að þeir hafa greinilega ákveðið að það sé betra að taka tvö eða jafnvel þrjá leiki út í öðrum keppnum en PL. Sammála þessu, tilgangslaust að reyna að malda í móinn og best að ljúka þessu eins fljott og hægt er.

  49. Lesið yfirlýsinguna á offical síðu liverpool en ekki þýdda frétt Fotbolti.net 

  50. Kemur á óvart, LIVERPOOL heldur samt fram sakleysi hans, sem og Suarez sjálfur í sinni yfirlýsingu.  Við þurfum því að sætta okkur við VIÐBJÓÐINN frá FA og þeirra vitleysingum.

    YNWA  

  51. Liverpool: Reina, Enrique, Johnson, Skrtel, Agger, Spearing, Adam, Downing, Henderson, Kuyt, Carroll. Subs: Doni, Gerrard, Maxi, Carragher, Shelvey, Kelly, Bellamy. af hverju byjar bellamy ekki inná?

  52. Liðið: Reina, Johnson, Agger, Skrtel, Enrique, Downing, Henderson, Spearing, Adam, Kuyt, Bellamy

  53. Er mjög ósattur með byrjunarliðið, Fljúgandi hollendingurinn hefur ekki beint náð Flugi þetta tímabilið, inná með Bellamy í stað hans ASAP

  54. Ekkert annað að gera en að sætta sig við þetta óréttlæti og taka undir með klúbbnum að berjast þurfi með kjafti og klóm gegn rasisma. FA munu fá að bera þennan skítakross og þar þyrfti að gera hallarbyltingu.

    Suarez kemur úthvíldur og skapgóður til baka. 

    Ef við komumst áfram í FA cup þá verður fyrsti leikur Suarez á móti Tottenham og annar leikurinn á móti Scums.

    Annars yrði fyrsti leikurinn á móti Scums. Hvað sem verður þá vinnur vonandi réttlætið þann dag.
    YNWA

  55. Þetta er vandræðalegt. Eina rétta í stöðunni hefði verið að biðjast afsökunnar í stað þess að koma með enn eina yfirlýsinguna, þar sem við neitum blákalt að viðurkenna að niðrandi ummæli um litarhátt andstæðings er refsivert og viðbjóðslegt athæfi. Suarez viðurkenndi að hafa notað orðið ‘negro’ á niðrandi hátt um Evra. Liverpool hreinlega samþykir hegðun Suarez og gerir lítið úr allir baráttunni gegni kynþáttahatri. Vel gert.
     
    Svo ég vitni í nýlegt tweet guardian: “Daniel Taylor:

    LFC statement is strong stuff but deeply flawed. Once again, they have not acknowledged Suarez ADMITS using calling Evra ‘negro’.
     
    Segjum að þetta hefði verið:
    question: “why did you kick me”
    answer: “because you’re a negrito”
     
    Hvað af þessu er ekki rangt. Takið af ykkur liverpool-gleraugun. Jæja. City næst.

  56. Ragnar SP, vertu með staðreyndir á hreinu áður en þú talar. Suarez viðurkenndi ALDREI að hafa notað SPÆNSKA ORÐIÐ NEGRO(ekki enska orðið negro) á niðrandi hátt….heldur akkúrat öfugt. 

  57. #73

    Af hverju ert þú að reyna að troða því yfir aðra að þín sannfæring sé rétt?

    Hann kallaði hann negro og viðurkennir það já en sagðist aldrei hafa gert það á niðrandi hátt.

    btw þá er þetta quote hjá þér tekið beint frá munni Patrice Evra, Suarez sagðist aldrei hafa sagt hlutina svona og segir það enn. Því stend ég með honum. Ekki gleyma því að þetta er enn orð á móti orði.

  58. #74 Gunnar.
    Spænska orðið Negro? Á jákvæðan hátt til Evra? Hann er í Englandi og einsog eitthver sagði hérna, ef hann vissi ekki að ‘negro’ væri kynþáttaníð í Evrópu, þá er hann mögulega heimskari en Balotelli.
     
    Ég skil vel að við verjum hann því hann spilar með Liverpool, en jesús.. Hann var vitlaus og þarf að taka út refsinguna.
     
     

  59. Þetta er snilldar lið, vafalaust besta varnarlið deildarinnar þegar Kuyt, Downing og Spearing eru allir inná ætti að vera erfitt fyrir City að skora. Svo kemur twistið á 60.min, skiptingin Kuyt og Adam(rsum) fyrir Bellamy og Gerrard. Gerrard sendir á kollinn á Carroll og hann skorar en býðið við! Það er rangstaða!

    Allt er í járnum og 0-0 virðist vera niðurstaða leiksnins. NEI! Þá er henst með áfrýjun á máli Suarez og hann sendur inná, skorar á lokamínútunni og gefur öllum fuck merkið og kallar Toure svartann og eithvað og hættir svo á Englandi! 

  60. Ragnar SP. Samtalið fór fram á spænsku, móðurmáli Suarez. Hann viðurkennir að hafa kallað Evra svartan(er hann ekki örugglega svartur???) og notaði þar orðið negro….værirðu til í að sýna mér annað orð sem hann hefði frekar átt að nota? Mundu að þó þessi tvö orð(enska negro og spænska negro) séu skrifuð eins þá eru þú borin fram á sitt hvoran háttinn. Evra sagði upphaflega að Suarez hefði kallað hann nigger, breytti því síðar í negro…Suarez viðurkennir að hafa kallað hann negro(svartur) það er orð sem er ekki á nokkurn hátt niðrandi í Uruguay….sem hlítur að vera eðlilegt orðaval þar sem samtalið fór jú fram á því máli sem talað er í Uruguay.

    Annars nenni ég ekki að útskýra þetta fyrir þér, það hafa komið svo mýmargar greinar fram sem hafa hakka þennan dóm í sig, spænsku prófissorinn t.d. kom með frábæra grein þar sem hann sýndi fram á að þessi dómur væri byggður á málfræðilega röngu spænsku máli…sem Suarez neitar einmitt að hafa talað.

    En nóg um það, áfram Liverpool! 

Hvíl í friði Gary Ablett.

Byrjunarliðið á Etihad Stadium – Suarez áfrýjar ekki og er í banni!