Liverpool 5 – Oldham 1

Jæja, okkar menn mættu Oldham í bikarnum á Anfield og eftir dálítið brösuga byrjun þá var niðurstaðan öruggur sigur og meira að segja Andy Carroll og STEWART DOWNING skoruðu. Það er ekki hægt annað en að vera glaður eftir þennan leik.

Kenny stillti upp sterku liði:

Reina

Kelly – Carragher – Coates – Aurelio

Maxi – Gerrard – Spearing – Shelvey

Bellamy – Kuyt

Á bekknum: Doni, Carroll, Henderson, Downing, Adam, Skrtel, Flanagan

Þetta byrjaði frekar brösulega og Oldham menn voru sterkir, einsog mátti svosem alveg búast við enda allir að spila stærsta leik lífs síns. Þeir sköpuðu sér nokkur fín færi og eftir um hálftíma komust þeir yfir með glæsilegu marki.

Þetta kveikti í Liverpool liðinu og mínútu síðar jöfnuðu þeir með marki frá Craig Bellamy, sem skallaði í markið eftir skot frá Jonjo Shelvey.

Stuttu fyrir leikhlé fengum við svo vítaspyrnu þegar að brotið var á Maxi. Þar sem við erum með svona 20% vítanýtingu var ég ekkert að missa mig af fögnuði, en Steven Gerrard sýndi samherjum sínum hvernig á að klára víti og staðan því 2-1 í hálfleik.

Í seinni hálfleik var sigurinn svo sem aldrei í hættu. Jonjo Shelvey skoraði sitt fyrsta mark fyrir klúbbinn, sem var mjög ánægjulegt enda áttu hann og Gerrard fínan leik. Dalglish skipti svo Aurelio (ekki meiddum!) fyrir Flanagan og síðar Downing fyrir Bellamy og Carroll fyrir Kuyt.

Og á síðustu mínútunum skoruðu okkar menn tvö mörk, sem glöddu mig gríðarlega. Fyrst skoraði Andy Carroll frábært mark og var svo næstum því búinn að skora annað mark eftir sendingu frá Stewart Downing. En á síðustu sekúndunum náði Stewart Downing svo loksins loksins loksins að skora sitt fyrsta mark fyrir Liverpool. Frábærar fréttir fyrir Downing og auðvitað Liverpool.

En semsagt, fínn og jákvæður sigur á liði Oldham. Frábært fyrir Carroll, Shelvey og Downing að skora mörk í kvöld. Við getum ekki beðið um meira.

98 Comments

  1. Plúsar: mörk frá Shelvey, Carroll og Downing.

    Mínusar: hvað svo sem gekk á þarna í lokin á milli áhorfenda og eins leikmanns Oldham. 

  2. Þetta sagði ég í upphitun:
     
    Fói says:
    05.01.2012 at 01:40
    Ég vona að Jonjo Shelvey fái tækifæri í þessum leik. Hann hefur sýnt undanfarið að hann er rísandi knattspyrnumaður og að mínu mati miklu betri en dvergurinn með stuttu hendurnar!! Annars væri gaman að sjá Sterling og fleiri unga leikmenn sem hafa slegið í gegn í varaliðinu. Samt má ekki storka örlögunum. Við vitum hvað gerðist fyrra. En ég spái 4-0 sigri og að Carroll setji þrennu og Downing eitt. (kemur inn á og skorar síðasta markið) Ég er ekki á lyfjum!!! 🙂

    Og hvað gerist: Shelvey skorar, Carroll skorar og fokking DOWNING LOKSINS. Ég var ekki langt frá þessu 🙂
    Góður sigur til að byggja á fyrir erfitt leikjaplan framundan!


  3. Flottur sigur og ágætt spil sem sást hjá Liverpool þegar Oldham hætti að hlaupa um völlinn eins og hauslausar hænur. Morale-boosting sigur, lykilmenn hvíldir og Steven Gerrard spilar allan leikinn meiðslalaus. Bara 100% jákvætt.

    Nú get ég svo sagt við barnabörnin mín eftir nokkra áratugi……. “Ég sá Stewart Downing skora fyrir Liverpool!” 🙂 

  4. Fannst lélegt að baula á þennan leikmann þarna. Hann hafði kannski fengið eitthvað í hausinn…

  5. Afsakið að ég C/P það sem ég sagði í síðasta commenti úr fyrri þráði en mér finnst þetta bara einum of gott:

    Mig langar að benda á comment mitt (nr 45 í fyrri þráði) sem skrifað var í hálfleik 🙂
    “En jæja, 2-1. Getum ekki kvartað. Núna væri bara gaman að fá eins og 2-3 mörk og það frá mönnum sem virkilega vantar mörkin. Spearing, Shelvey, Downing og Carroll mættu endilega setja eins og eitt.”
    Ég get ekki sagt annað en að ég sé sáttur með að 3/4 hafi sett hann eftir beiðni 😉 

    Ég er hinsvegar gífurlega stressaður yfir commentum stuðningsmanna okkur í Kop stúkunni og vona svo innilega að þau hafi bara verið e-ð ómerkilegt. Klúbburinn hefur fengið nægilega mikla gagnrýni fyrir að standa með Suarez og var maður farinn að vona að þetta kynþáttadæmi væri bara búið með því að áfrýja ekki. Vona að þessir sauðir í stúkunni hafi ekki verið að kasta olíu á eldinn! 

  6. Ef ég ætti eina ósk thá myndi ég óska mér ad Bellamy væri 5 árum yngri, synd ad hann sé kominn yfir thritugt !

  7. Loksins þegar enginn talar um að þessar helvítis flóðgáttir munu opnast þá loksins opnuðust þær! Húrra!

  8. Mér er skítsama þó þetta hafi “bara” verið Oldham. Ekki nóg með það að liðið skoraði mörg mörk heldur skipti það gríðarlega miklu máli hverjir skoruðu þessi mörk!

    Áhyggjur dagsins…. Vonandi að pirringur stuðningsmanna Liverpool í garð FA hafi ekki valdið þessu atviki í seinni hálfleik. Get ekki samþykkt að Liverpool leggist niður á jafn lágt plan og þeir vilja meina að FA hafi gert.

     

  9. Smá skrölt á vörninni í dag enda hafa þeir enga sameiginlega leikæfingu nema einhvern reitabolti á æfingasvæðinu.  Miðjan ekki tengd við þá sem og markmaðurinn og þess vegna var þetta óþarflega “sóðalegt” svona þarna á því svæðinu.
    Frábært hinsvegar að fá mörk frá Shelvey, Carroll og Downing.  En alveg ljóst að Kuyt er kominn fram að síðasta söludegi.  Setja kallinn á eBay og sjá hvað við fáum fyrir hann.  Hvað eigum við að láta vera Buy Now verð á ‘onum? 

  10. Ætli þetta verði ekki bara “frábært” tækifæri fyir klúbbinn að fordæma þessa framkomu nokkurra stuðningmanna gagnvart þessum dreng þarna. Ekki það að ég sé einhverja tengingu við Suarez málið í þessu.

    Algjörlega frábært að sjá bæði Carrol og Downing skora. Flottur leikur og sýnir okku hvað við erum með miklu miklu miklu meiri breidd í þessu liði okkar en undanfarin ár.

    Spurning svo um hvort Kelly fari ekki að taka stöðuna af Johnson fljótlega.

  11. Var með poker-face á öllum mörkunum nema Carroll og Downing. Loksins sá maður bros á Carroll!

  12. Ef einhver hefði sagt við mig í ágúst 2011 að á þessu tímabili yrði Bellamy heilt yfir besti knattspyrnumaðurinn í Liverpool þá hefði ég undir eins farið að pæla í á hvaða efnum viðkomandi væri. Í dag væri ég síðan að spyrja: “Má ég fá?”

    Grínlaust, það var alveg greinilegt að það kom einhver drulla frá einhverjum áhorfendum í garð bakvarðar Oldham. Þetta leit ekki vel út og að baula síðan á hann á eftir með unninn leik var bara skítlegt.

  13. en mikið ofboðslega er Aurelio slakur í knattspyrnu, mér finnst KKD ekki vera gera honum neinn sérstakann greiða með því að spila….. og mér er slétt sama hvort hann hafi ekki spilað fótbolta í langann tíma hann er slakur. Coates fannst mér ásamt Carragher slakastir í kvöld ásamt ofangreindum Aurelio…

  14. Góður sigur á ágætis liði. Flott að sjá mörk frá carroll og downing. En það merkilegasta við þennann leik fannst mér að við skoruðum úr víti og það sláinn inn 😀 Hefði ekki sett einn krabbapening undir að það myndi bæði gerast í sama leik á þessu tímabili.

  15. Víst að það var ekkert sýnt í endursýningu varðandi þessa uppákomu með bakvörð Oldham að þetta kom frá okkar áhorfendum og meðað við hvað þetta fékk á hann, þá tengist þetta eitthvað litarhátt hans. 

    Fyrirsagnir morgundagsins verða ekki hvað Liv vann stórt eða hver skoraði. Þær munu snúast um þetta atvik og mikið vona ég innilega að klúbburinn taki rétt á þessu. Gengur ekki upp að það sé farið að bendla klúbbinn við kynþáttaníð.

    YNWA 

  16. 2 kóngar að stjórna liðinu í dag.. Það getur bara ekki klikkað.

  17. mín skoðun á framistöðu okkar manna:

    25 Reina          7
    06 Aurelio (Flanagan 71)   5
    16 Coates    5
    23 Carragher   5
    34 Kelly    8
    08 Gerrard   8
    11 Maxi   6
    20 Spearing   6
    33 Shelvey   8
    18 Kuyt (Carroll 87)   6
    39 Bellamy (Downing 74)   9

    maður leiksins að mínu mati er Bellamy, það fór allt í gegnum hann á hægri kanntinum 

  18. Hæ, vona bara að þessir menn haldi áfram að gera góða hluti og skora.

  19. Veit eitthver hvar er hægt að sja mörkin ur leiknum er ekki komið á 101greatgoals

  20. ég lít á það þannig að maður sem er að láta áhorfendur fara í taugarnar á sér er ekki einbeittur og ekki með hausinn í lagi.

    þó einhver fyllibytta kalli inná völlinn eitthvað sem hægt er að teljast til kynþáttaníðar þá á það ekki að taka leikmenn úr jafnvægi, ef hausinn er í lagi.
     

  21. Úff. Við vinnum 5-1. Shelvey, Carroll og Downing setjann og þá þarf eitthvað svona að koma upp. Þetta lítur ekki vel út. Þetta lítur hræðilega út. Fyrirsagnir morgundagsins munu ekki snúast um ágætan sigur Liverpool liðsins, og ég er ansi hræddur um að það að ætla að fara að kenna Oldham stráknum um þetta allt saman sé ekki rétta taktíkin.
     

  22. 100% ósammála hverju einasta orði @25 Bjarni Már Svavarsson. Áfengi er engin afsökun.

  23. Hvað var samt með þennann skalla sem fór yfir frá Carrol, finnst nánast skylda bara að setja þetta allavega á markið frá svona manni, en virkilega flottur leikur. Er btw ekki að skíta yfir Carrol, virkilega gott mark frá honum þarna rétt áður!

  24. Bjarni Már, lestu sögu drengur. Orð eru vopn. Þetta sem þú skrifar er svo ævintýralega heimskulegt að það nær engri átt. Samkvæmt þér á sá sem er svívirtur bara að þola það án þess að segja neitt. Það er sem sagt fórnarlambið sem “ekki er með hausinn í lagi”. Hugsaðu aðeins. Það er val að vera ekki drullusokkur.

  25. Skv Twitter er lögreglan á Merseyside búin að staðfesta að ekkert hafi verið kvartað yfir kynþáttaníði. Heimildir segja að öskrað hafi verið að honum “Manc bastard” og jafnvel kastað peningi í hann og 2-3 ölvaðir hafi verið fjarlægðir úr stúkunni, en þó ekki út af kynþáttaníði.

    Þetta er því ekki kynþáttaníð. Sem betur fer. Mirror-fréttin er helber lygi, enda hefur það blað gengið lengst allra í umfjöllun gegn Liverpool síðustu vikurnar. Skítasnepill.

    Leikurinn var ágætur. Jákvætt að koma Carroll, Downing og Shelvey á blað, jákvætt að skora úr víti, jákvætt að Stevie G og Aurelio næðu að byrja leik og halda sér heilum og við erum leik nær því að fá Suarez aftur. Nú bætist við annar bikarleikur í janúar og því verður hann kominn aftur fyrir leikinn gegn Spurs á Anfield í febrúarbyrjun. Jákvætt.

    Neikvætt: þetta lið okkar í kvöld ætlaði að taka þetta með annarri hendi, vinna þetta í rólegheitunum og það kom næstum í rassinn á þeim. Hvenær ætla menn að læra að byrja leikina af krafti, í stað þess að sóa tímanum í upphafi og blása svo og mása eins og óðir menn þegar mörkin vantar og lítið er eftir? Jú, við jöfnuðum strax í kvöld en það er ekki alltaf svo einfalt og svona hálftíma gauf í upphafi leiks er rándýrt.

    Roll on Man City…

  26. Eigum við von á yfirlýsingu frá Liverpool um að þetta sé orð gegn orði milli leikmanns og stuðningsmanns og að klúbburinn standi 100% á bakvið stuðningsmanninn sinn?Önnur vangavelta:  Ef stuðningsmaðurinn verður dæmdur sekur, ætli hann fái þá nokkuð að sjá næstu 8 fótboltaleiki á Anfield?

  27. Verð að viðurkenna að mér finnst stórfurðulegt að það hafi ekki komið nein yfirlýsing frá Liverpool ennþá. Bara  stöðluð yfirlýsing þar sem viðkomandi leikmaður yrði beðinn auðmjúklega afsökunar, klúbbnum sárni framkoma örfárra einstaklinga sem tákni á engan hátt skoðanir eða viðhorf klúbbsins á nokkurn hátt. Ítrekað yrði að hverskyns óæskileg framkoma á meðal stuðningsmanna verði ekki liðin, málið muni verða rannsakað af klúbbnum og gripið verði til aðgerða gagnvart þeim stuðningsmönnum sem voru með ólæti.
    Nauðsynlegt damage control held ég. Er ansi hræddur um að taktíkin ,,tölum bara ekkert um þetta og vonum að blöðin tali bara alls ekkert um þetta heldur og því síður setji þetta í stærra samhengi” muni ekki virka
     
     
     

  28. nr 28 ég var ekki að afsaka áfengið heldur er ég að segja að góðir leikmenn heyra ekki hvað sagt er úr stúkunni ef einbeitingin er í lagi  

    og einhver fyllibytta er alltaf meiri aumingi en sá sem hann öskrar á. og það á að taka hart á þeim manni.
    sagði aldrei að áfengi afsakaði neitt.

     

  29. nr 39: Þetta er bara endursögn upphaflegu fréttinni, þangað til einhver kemur með staðfesta frásögn þá er þetta bara “seemingly the target of alleged racist  abuse”. Þetta er ekki bara eitt feluorð, heldur tvö.

  30. Fyrst aðalmálið, flottur leikur og mörkin komu á nákvæmlega þá leikmenn sem á þurftu að halda.
    Var mjög ósáttur við uppsetningu liðsins okkar, það voru alltof margir menn að byrja þennan leik sem lítið hafa spilað og það sást vel.  Horfði á fyrsta hálftímann með lýsingu BBC í eyranu og þar var Pat Nevin að lýsa, sá hitti á rétta nótu og róaði mig.  Ræddi einmitt þessa staðreynd, enginn varnarmannanna byrjað leik síðan gegn Chelsea, á miðjunni Spearing með fáa leiki og Gerrard ryðgaður við hliðina.  Maxi búinn að vera inn og út og Shelvey splunkunýr, Kuyt búinn að vera mikið á bekknum í vetur, í raun bara Bellamy og Reina sem verið hafa í lykilhlutverkum.  Hann hins vegar var handviss um það að munurinn í klassanum myndi koma í ljós þegar á leikinn leið.
    Sem svo varð heldur betur og léttirinn á andliti Downing og Carroll var mjög gleðilegur.  Bara flott!
     
    Svo að leiðind unum.  Alveg ljóst að einhverjir vitleysingar hafa drukkið of mikinn bjór fyrir leik og hagað sér eins og fávitar.  Því miður hendir slíkt stundum þegar 45 þúsund manns koma saman og það varð í kvöld.
    Sem betur fer er þó alveg ljóst að þetta mál verður nú seint mikið bitbein því eins og komið hefur fram var framkvæmdastjóri Oldham afar ánægður með viðbrögð leikmanna Liverpool – http://www.football365.com/news/21554/7415746/Dickov-Something-has-been-said – og klúbburinn er að sjálfsögðu í samstarfi við lögregluna á Merseyside.  Þar verður málið leyst og að sjálfsögðu verður þetta mál leyst. 
    En auðvitað verða einhverjir til að reyna að láta eins og þetta sé mórallinn í kringum félagið.  Þeir um það, staðreyndin er allt önnur…
     
    En ekkert afsakar það þegar ráðist er að leikmönnum með skítaorðbragði, vonandi verður þetta atvik bara til að tekið verður betur á því máli, sem GRASSERAR á völlum Englands!

  31. Líður eins og smástrák en er samt að nálgast the big 40…  Var nefnilega að versla mér treyju í fyrradag með 39 aftaná….  get ekki beðið þegar hún lendir í næstu viku…..  jibbbbííííííí.  Nenni ekki að tala um eitthvað helvítis neikvæðnis tal sem tengis klúbbnum þessa dagana.  

    Elska LFC og veit ekki afhverju.  🙂 

  32. Nei þetta er ekki bara eitthvað rugl.  

    Þetta verður núna viðvarandi eftir að llúbbúrinn klúðraði suarez málinu, og stóð þétt bakvið hann.

    Núna verða allir leikir svona.  Leikmenn eða áhorfendur verða kærðir.  Og þetta er útaf umfjöllun fjölmiðla í Englandi sem eru EKKI með Liverpool og Suarez og hafa einmitt gagnrýnt KENNY fyrir að vera auli að leyfa bolina með Suarez fyrir leik.  

    Núna kemur þetta í hausinn á Liverpol og allir dómar munu falla gegn okkur.  Alltaf.  Við þurfum að losa okkur við suarez hið fyrsta, og þá klannski sleppum við undan þessum.  

    Næst verður Gerrard ásakaður og við erum varnarlausir.

  33. Ég er ekkert að verja þessa áhorfendur sem voru með eitthvað skítkast í þennan leikmann Oldham, en munið þið eftir hvað SUAREZ þurfti að þola þegar LIVERPOOL spilaði á móti fulham, ekki var hann að væla þá, þó svo fleiri þúsund áhorfendur væri með ógeðis skítkast í hans garð.   Það var ekki mikið gert út úr því.

    YNWA

  34. Maggi #41.
    ,, En auðvitað verða einhverjir til að reyna að láta eins og þetta sé mórallinn í kringum félagið.  Þeir um það, staðreyndin er allt önnur…”

    Þarna er ég ósammála þér Maggi, við getum ekki hummað þetta af okkur. Klúbburinn verður að bregðast við, og hann verður að bregðast við með allt öðrum og markvissari hætti en hann gerði í Suarez málinu.
    Finnst að það var hægt að gera Suarez málið að svo miklu stórmáli að enskir fjölmiðlar fjölluðu varla um annað í margar vikur þá getum við rétt ímyndað okkur hvað það er hægt að búa til mikinn sensationalisma í kringum þetta mál. Ólíkt Suarez málinu þar sem fjölmiðlar höfðu ekkert haldbært eða myndrænt sem hægt var að sýna til stuðnings umfjölluninni þá höfum við í þessu máli grátandi fótboltamann í miðjum fótboltaleik. Því miður fyrir okkur og burt séð frá því sem raunverulega gerðist þá er það einfaldlega svo ótrúlega sterk fréttamynd að það er gífurleg bjartsýni að halda að myndir af þessu verði ekki á forsíðum blaða og á fréttastöðvunum á klukkutíma fresti næstu daga. Þú þarft ekki einu sinni fyrirsögnina – myndin talar fyrir sig sjálf.

    Ofan á allt saman þá gæti tímasetningin ekki verið verri. Ekki nóg með að Suarez málið hafi sprungið svona gjörsamlega framan í okkur og sett Liverpool á virkilega strangt skilorð hjá almenningsálitinu þá hefur stærsta fréttamálið á Bretlandi seinustu daga verið réttarhald yfir morðingjum Stephen Lawrence sem var myrtur fyrir 17 árum vegna litarhaft síns. Rasismi í hverskonar myndum hefur semsagt verið mikið í umræðunni í Bretlandi seinustu daga, fólk sýnir slíkum málum óvenju mikinn áhuga sem býr til enn meiri ástæðu fyrir fjölmiðla til að blása þetta mál upp enn meira.

    Í ofanálag, og því ver og miður, þá er það óþægilega auðvelt verk fyrir blaðamenn að týna til atriði sem tengja Liverpool FC og Liverpool-borg (réttilega eða ranglega) við rasisma og kynþáttahatur. Ég sé ekki ástæðu til að telja þau atriði upp hér, en ég er hræddur um að breskir blaðamenn muni spara áhugasömum ómakið á næstu dögum.

    Ef slík umræða og slíkar hugrenningatengsl fá að myndast hjá fólki þá gæti það tekið áratugi fyrir klúbbinn að jafna sig á því. Klúbburinn verður fráhrindandi gagnvart hlutlausum, fráhrindandi gagnvart svörtu fólki, og aðlaðandi í augum rasista sem mun gera hann ennþá meira fráhrindandi fyrir hlutlausa og fyrir litaða. Slíkt orðspor gerir það síðan að verkum að auglýsendur vilja síður tengja nafn sitt við klúbbinn, minni peningar koma í kassann, sem þýðir minni peningur í leikmannakaup o.s.fr.
    Er ég paranoid? Já. En því miður þá held ég að það séu einfaldlega nógu margar ástæður til þess að vera skíthræddur við þetta mál.

  35. þetta var mjög skemmtilegur leikur! gaman að sjá Aurelio aftur! og líka gaman að sjá hvað allir leikmennirnir voru góðir! T.d Spearing,BELLAMY! Jonjo Shelvey! Gerrard, AURELIO :), Coates og bara allt liðið! líka mjög gott að Carrol og Downing skoruðu 😀

    Y.N.W.A <3 

  36. Fínn leikur, margt sem hægt er að nýta sér í næstu leikjum.
    Þó andstæðingar Liverpool munu smjatta á atburðinum í seinni hálfleik þá finnst mér að allir sannir Liverpool menn eigi að bera höfuðið hátt. Við vitum alveg fyrir hvað klúbburinn stendur og við vitum líka allt um Suarez málið. Bæði einstaka áhorfendur og einstaka leikmenn munu nýta sér þetta mikla FA klúður.
    FA opnaði þvílíkan ormapitt sem á eftir að grassera í allan vetur og lengur.
    Þeir dældu benzíni á alla vitleysingana sem bíða eftir að geta kveikt í.
    Sérstaklega vitleysingana sem styðja önnur félög en það eru líka vitleysingar í okkar röðum.
    Hættum allri taugaveiklun og stöndum saman í málinu og stöndum saman í anti racism baráttunni.

    YNWA        

  37. Kristinn sigurður slær hér naglann á höfuðið.  

    Og styður það sem ég hef skrifað (jafnvel þótt að sum fíflin hérna hafi púað mig niður) almennings álitið mun fljótlega snúst gegn okkur.  Litaðir menn munu ekki koma til klúbbsins og litaðir menn munu alltaf njóta vafans þegar dæma þarf í leik gegn LFC.

    Og þetta er allt af því að klúbburinn brást rangt við í Suarez málinu.  Menn hjá LFC virðast hafa verið ómugulegt að lesa í almenningsálitið og verið blindaðir af einhverju Fergie hatri.  Að þetta væri herferð hans gegn klúbbnum (sem er svo mikið í samkeppnið við man.utd) og hvað uppskerum við?  

    Jú núna fáum við það í öllum leikjum að heyra söngva um að við (og sérstaklega Suarez) séum rasistar, og það verður aldrei vafaatriði látið falla okkur í vil ef litaður maður á í hlut.  

    Í kjölfarið verður erfiðara að markaðsetja klúbbin, erfiðara að fá menn, erfiðara að gera góða samninga við auglýsendur.  Og við munum hafa í eyrunum, löngu eftir að suarez er farinn til Íatalíu, að við höfum stutt hann. 

    Þetta allt skaðar okkur á næstu árum.  Og svo er það eitt:  hversu lengi þolir Suaraz aðkastið?  Fram að sumri segi ég, bestafalli fram í janúar, þá er hann farinn.  

    Þeir sem segja að hann verði hjá okiur eftir 5 ár eru annað hvort fífl eða svo blindir að moldvörpur hafa betri sjón!

     

  38. Hey muniði þegar við unnum Oldham 5-1? Horfum upp og fram á við.  Ekki vera að tala sjálfa okkur niður í neikvæðni og nöldur eftir fínan sigurleik með getgátum og stórum spurningum sem enginn getur svarað svo stuttu eftir leikinn, þetta verður bara að koma í ljós þegar lengra frá líður og þá skal ég alveg taka þátt í þeirri umræðu.
    Njótum nú sigursins og geymum rausið þangað til eftir næsta tapleik (í Maí sem sagt) eða þangað til einhver sem er persónulega með annað hvort leikmanninn eða áhorfandann á facebooktjattinu tjáir sig.
    Flott mark hjá Carroll

  39. Jæja ég sá ekki þennan leik í kvöld og get svosem ekki dæmt um hann í kvöld,,,, en miðað við viðbjóðinn sem við heyrðum í fulham leiknum þá ætla ég að vona að lið liverpool verði kallað af velli næst þegar svo ógeð er kallað á vellinum….. að kalla menn svikara eða svindlara finnst mér jafn slæmt og að kalla menn “slæmum nöfnum” eða fávita eða annað því allir eru sammála um að kynþáttanýð var ekki notað………… hins vegar ætla ég að segja ef þú ferð að reyna niðra menn útfrá kynþátt mátt þú gista í nyðra og vera þar en ÞAR HEFUR ENGNN LEIKMAÐUR LIVERPOOL VERIÐ EÐA SAKAÐUR UM SLÍKANN VIÐBJÓÐ þótt ógeðsfélagið FA hafi verið með slíkar aðdróttanir en ekki sannað en samt dæmt mann í bann fyrir það………… ef stuðningsmenn okkar hafa verið með slíkar aðdóttanir í kvöld gegn þessum leikmanni eiga þeir helst að sitja með Terry í klefa og hanga þar sem lengst en við vitum allir að það mun aldrei gerast…….

    mér líkar því illa að segja það….. jú auðvitað er slæm epli inn á milli og auðvitað á að banna þá asna sem eru svona miklir fávitar ….EF ÞETTA ER SATT…….  en ég sá ekki leikinn og trúi engu fyrr en ég sé EVRA segja N orðið…….. æjjjj nei það gerist aldrei 😉

    FUCK THAT SHIT………. THEYRE OUT TO GET US…… GUÐ BLESSI FOWLER OG HINIR MEGA SJÚGA ÚLDINN HUND! 

  40. og nei ég samþykki ekki nýð hverskonar hann er hvortsem er af kynþátt eða öðru og mega þeir fara til einhvers sem biblían bíður sem styðja svoleiðis…

    en upp á leikmenn eða stuðningsmenn besta félags LIVERPOOL FC  eða leikmenn þá trúi ég ekki svona tröllasögum sem reynt er að ljúga upp á okkur á þessum tímum…

    YNWA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!11111 

  41. Vona að þannig verði leikirnir teknir alltaf eða þannig

  42. Kæri Siffi nr.55 þú ert örugglega ungur og að reyna þitt besta.

    En ef þú sást ekki einu sinni leikinn og hefur ekkert merkilegra fram að færa hér annað en neikvætt leiðinda CAPS-LOCK TUÐ og lélega hótfyndni, viltu þá ekki bara finna þér annan þráð til að kommenta í? Eða aðra síðu.

    Það eru svona sandkassakomment sem draga þessa síðu stundum niður. Við vorum að vinna sannfærandi 5-1 sigur í FA-bikarnum, spöruðum lykilmenn, sýndum breiddina í liðinu, menn sem hafa átt erfitt í uppdráttar í vetur voru að skora í gærkvöldi, Gerrard í byrjunarliði fær meiðslalausar 90mín og spilar sig í form og liðið fær betra sjálfstraust fyrir komandi leikjatörn án Suarez. Ekkert nema jákvætt.
    Samt eru um 90% af kommentum hér við þennan góða leik leiðinda neikvæðni og væl. Takið ykkur taki drengir og hættið þessu. Þið eruð stundum eins og hópur af áttræðum jarmandi saumaklúbbskellingum sem hafa ekki fengið að ríða í 50ár.
    Í guðana bænum leiðið þessa rasisma-umræðu hjá ykkur, takið henni sem áskorun og gleðjist yfir að halda með besta fótboltaliði í heimi. Rísum yfir þetta FA-samsærisrugl og hegðum okkur eins og sigurvegarar. Þá fer okkar frábæra lið að gera það líka.

  43. Jæja nóg komið. Ef að þú sem atvinnumaður þolir ekki það að einhver svartur sauður sem situr upp í stúku segi eitthvað í áttina að þér finndu þér þá eitthvað annað að gera. Þú heyrir verri hluti í pepsi deildinni hérna heima þar sem 100 manns mæta á völlinn. Þarna eru 40 til 50 þúsund!! manns á vellinum og þú getur alveg átt von á því að einhverjum líki ekki við þig það er bara partur af þessu. Það þarf bara að fara spila fyrir luktum dyrum ef þetta fer að verða svona. Alveg komin með nóg af þessu væli. En annars flottur sigur sérstaklega fyrir sjálfstraust einstakra leikmanna.

  44. Fínn leikur hjá flestum þar sem Shelvey og Bellamy standa upp úr, er gríðarlega spenntur fyrir Shelvey sem leikmanni. En vörnin vinstra meginn var ekki góð sérstaklega í fyrri hálfleik. Coates var mikil vonbrigði þar sem mér fannst hann dæpur í öllum sínum aðgerðum og skilaði boltanum skelfilega frá sér en vonandi fær hann fleiri leiki til að koma sér inn í tempóið sem er á Englandi. Heilt yfir nauðsynlegur sigur þar sem við hefðum getað skorað meira eins og reyndar í flestum okkar leikjum. Einnig fannst mér Liverpool fylla teiginn miklu betur heldur en þeir hafa gert í öllum leikjum sem ég hef séð í vetur.

  45. Jæja þetta var c deildar lið en NB þeir gefa 120% í þennann leik og Carrol og Downing með 1 mark á mann og bara gott mál en þetta er C lið og þar einmitt skora þeir 🙂 :-(. þetta með litarhát manna er gengið út í öfgar og að mega ekki kalla menn RAUÐSKINNA, GULA, SVARTA (NEGRÓ) HVÍTINGA, eða það sem vísar í litarhátt manna er barasta tóm þvæla og vitleysa. En annars djöfull var vítaspyrnan flott hjá GERRARD.

  46. Ég er ekki búinn að mynda mér neina skoðun á hver verður keyptur í þessum janúarglugga, …. En ég samt legg til að hann verði svartur : )

  47. Segjum að eingöngunhafi verið sagt manc bastard. Er það þá í alvöru eitthvað sem menn eru að hneikslast á? Þá má nú bara ekkert lengur

  48. Það er eitthvað mikið að þessu anti-rasista liði, SVAKALEGT púður farið í eitthvað sem gerist
    í skemmtun sem fótbolti er og allt er brjálað.
    Það vantar eitthvað mikið í hausinn á þessu liði að setja Suarez, Terry og mögulega einhverja byttu (ef hann sagði eitthvað þannig) undir sama hatt og ALVÖRU rasista sem beita litaða ofbeldi útaf því þeir eru litaðir.
    Ég er hvítur og hef ekkert á móti lituðu fólki enda er þetta bara fólk. En að mér sé BANNAÐ að nota orð útaf því að ég er hvítur er bara rasismi líka svo fjandinn hafi það reynið að þroskast aðeins og hætta að vera svona miklir aumingjar.
    Og bretinn er algjör hræsnari í svona málum.

  49. Haldiði virkilega að drengurinn hafi verið svona brjálaður og grátandi inn á vellinum út af því að einhver öskraði “Manc bastard”? Það sem var öskrað var eitthvað miklu meira en það (get auðvitað ekkert vitað hvort það var kynþáttaníð eða ekki).

  50. Við ættum ekki að taka þessum “tweets” alltaf sem einhverjum heimildum?
     
    Það fljúga tweet hægri vinstri um að þetta hafi ýmist ekki verið neitt racial, eða þá að einhverjir hafi hrópað “You fu***** black bastard”.
     
    Skilst að þetta sé í rannsókn hjá lögreglunni og verðum við að treysta því að það sem kemur út úr þeirri rannsókn sé rétta sagan.
     
    Það hjálpar ekkert að reyna að fegra þetta með að vitna í einhver tweet, né að reyna að sverta orðspor Liverpool enn frekar með samskonar heimildum.

  51. http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=0sPgGoe0ygI

    Það hljóta allir vera sammála um það að þetta lýtur gríðarlega illa út fyrir okkur. Þetta voru ekki bara nokkrir drukknir aðilar að bulla eitthvað, eins og Maggi vill meina, heldur voru þetta einhver þúsundir sem tóku undir. 
    Fóru að kyrja Suarez söngva (ekki tilviljun) og svo var púað á manngreyið það sem eftir var leiksins.
    Það er alveg ljóst að Liverpool hefði getað gert margt betur í þessu Suarez máli þannig að klúbburinn verður að  taka gríðarlega faglega á þessu. Núna er td ekkert minnst á þetta á heimasíðunni (allavega get ég ekki fundið neitt) sem ég bara get ekki skilið.
    Klúbburinn verður að bregðast strax við því þetta mál (sem og Suarez málið) getur farið svakalega illa með klúbbinn okkar.

  52. Se ad einhverjir hafa af tvi ahyggjur ad eg liti of lettvægt a malin.Thad geri eg alls ekki. Ad sjalfsøgdu verdur tekid a mali gærdagsins a Anfield. Løgreglan var køllud til og klubburinn er ad vinna med henni. Tess vegna er ekkert rætt um malid opinberlegs elskurnar, en malid er i edlilegum farvegi.

    Hins vegar var bara vøllurinn ad lysa studningi sinum vid Suarez med søngvunum um hann.

    Vid bendlum tad ekki vid rasisma-eda hvad? 

  53. Í gærkvöldi skoraði Liverpool í fyrsta skipti á þessu tímabili 5 mörk í leik, Jonjo Shelvey var mjög góður og skorði 1,5 mark í leiknum, Downing skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið og var svo létt að það sást ekki skýhnoðri yfir Anfield í langan tíma á eftir. Andy Carroll skoraði meira að segja og hafa þeir báðir núna skorað meira á þessu ári heldur en Man Utd. Gerrard spilaði heilan leik og skoraði úr víti sem hefur verið Liverpool erfitt í ár og Bellamy var maður leiksins.
    M.ö.o. fínt kvöld á troðfullum Anfield. 

    Það er sorglegt að þetta atvik undir lokin setji svona mikinn skugga á þessa niðurstöðu. Aðallega auðvitað vegna þess að það virðist vera sem svo að einhverjum fávita hafi tekist að eyðileggja stærsta leik lífsins fyrir ungum hægri bakverði í Oldham, en það er líka leiðinlegt að sjá umfjöllum um þetta mál. Ekkert að því að fjalla um málið og fullkomlega eðlilegt ef allar hliðar eru skoðaðar og umfjöllunin hlutlaus, en t.d. The Mirror var búið að dæma í þessu strax eftir leik (breyttu svo upphaflegri frétt), áður en nokkur maður hafði verið handtekin í tengslum við þetta atvik eða almennileg rannsókn hafin. Það er eins og fjölmiðlum og auðvitað stuðningsmönnum annara liða langi að þetta hafi verið alversta form kynþáttafordóma.

    Við vitum ekkert hvað gerðist, flestir sem stóðu næst atvikinu segjast hafa heyrt stuðningsmenn Liverpool örskra “You fucking manc bastard” aðrir segja að kallað hafi verið “you fucking black bastard” Annað hefur ekki komið fram og ennþá höfum við ekki fengið að heyra frá leikmanninum sjálfum hvað hann heyrði svona móðgandi.

    Ég er nokkuð viss um að allir sem halda með Liverpool (sem og öðrum liðum) séu sammála um að áhorfendur sem verði uppvísir af því að öskra kynþáttaníð inn á völlinn eigi ekkert erindi á fótboltaleiki, efast ekkert um að LFC setji þannig menn í viðeigandi bann frá vellinum og jafnvel að lögreglan fái þetta mál inn á borð til sín. Rétt eins og á við um leikmenn sem svonalagað SANNAST á. 

    En umræaðan um þetta atvik í gær snýst bara að hluta um þetta atvik, þetta er olía á eldinn fyrir þá sem hafa reynt að tala Suarez niður í svaðið og klúbbinn fyrir að hafa ekki gagnrýnt Suarez. Þetta eru ekki tengd atvik, Suarez var ákærður og dæmdur án þess að nokkur maður heyrði neitt utan Patrice Evra sem líklega ýkti stórlega hvað hann heyrði og jafnvel misskildi það stórkostlega. Hérna eru þó nokkurhundruð manns í næsta nágreni við grunaða sem líklega geta borið trúverðugt vitni í þessu máli.  

    Félagið tók afstöðu með Suarez, eins og ég held að öll félög í heiminum hefðu gert með sínum manni. Nenni ekki að fara yfir þetta mál aftur en enda þó á að ég hefði verið ósáttari við félagið hefði það trúað öllum ásökunum Evra eins og nýju neti og ekkert gagnrýnt vinnubrögð FA.
    Félagið er nú þegar byrjað að vinna með lögreglu til að upplýsa málið  sem kom upp í gærkvöldi, eðlilega. 

    Ég tek auðvitað undir að þetta var ekki besta tímasetningin fyrir okkur að einhver fari að gráta yfir einhverju sem hann heyrir úr stúkunni og það er nú eitt og sér ansi óvenjulegt á Englandi, enda ansi margt látið flakka á meðan leik stendur. Á móti er þetta ungur leikmaður, líklega yfirspenntur að spila á stóra sviðinu í fyrsta skipti. Hann greyið fær a.m.k. mikla athylgi næstu daga hvort sem hann vildi það eða ekki. Viðbrögð hans gera það að verkum að þetta verður stórmál (sem er að mörgu leyti gott mál ef um kynþáttaníð var að ræða) og því þarf að taka á því og refsa harðlega ef hann hefur orðið fyrir kynþáttaníð. Áður en dæmt er í þessu máli (í fjölmiðlum) er samt ekki alveg hægt að útiloka að leikmaðurinn hafi hreinlega heyrt “manc bastard” sem “black bastard”, eða hvað? Eða er kannski bara málið að dæma alla sem sakaðir eru um kynþáttaníð eins og skot og spá ekkert frekar í það? 

    Ennþá hef ég ekki séð neinn sem heldur með Liverpool halda því fram að hann efist um að það finnist rasistar innan herbúða stuðningsmanna liðsins, þeir eru innan Anfield rétt eins og á öllum öðrum völlum og eiga ekki að ná að skemma fyrir fjöldanum. Refsingin í svona málum er held ég oftast ævilangt bann frá vellinum og vonandi hafa þessir fávitar haft það í huga er þeir voru að öskra að leikmanni Oldham. 

    Reyndar eru viðbrögð leikmanns Oldham kannski gott fordæmi fyrir aðra leikmenn sem eitthvað “skera sig úr”, Suarez hefði kannski átt að stoppa leik gegn Fulham (og fleiri liðum) sem syngja einum rómi að hann sé rasisti, lygari  og þaðan af verra, Lampard líklega að stoppa þegar hann er kallaður “Fat Bastard” o.s.frv. Menningin fyrir níð af hvaða sort sem er fær að lifa of góðu lífi á fótboltavellinum, hvort sem það er á Anfield eða Boundary Park eða bara hvar sem er í heiminum. 

    Reyndar þegar ég hugsa út í það þá brást Suarez við gegn Fulham, hann sýndi stuðningsmönnum Fulham puttann og niðurstaða FA í því máli var bann á Suarez, ekki svo mikið sem áminning á Fulham. Ég er ekki að gagnrýna viðbrögð leikmanns Oldham, en er hann ekki á leið í bann fyrir að ætla að hjóla í stuðningsmenn Liverpool? Hvernig virkar þetta kerfi hjá FA? 
     

  54. Maggi, klúbburinn ætti í raun ekki að syngja söngva um dæmdan mann. Besta sem LFC hefði getað gert væri að þagga þetta niður frá byrjun. Sæuð þið Ara Edwald fyrir ykkur í Gillzenegger stuðnings bol ? Þetta er orðið algjört lose-lose situation hjá Liverpool vegna þess hve allar yfirlýsingar voru til að varpa rýrð á Evra. Skoðið bara hvernig talað er um þetta á spjallborðum hlutlausra liða.

  55. Það sem kom mér mest á óvart voru viðbrögð fjöldans við þessu atviki. Við vorum með unninn leik á móti Oldham, Oldham. Við áttum ekki að púa á þennan unga menn heldur bara klappa fyrir honum. Mér fannst a.m.k. óþægilegt að heyra púið næstu mínúturnar á eftir.

    Að öðru leyti var leikurinn fullkominn. Eðlilegt ryð til að byrja með en svo kláruðum við þetta með stæl. Margir að stimpla sig flott inn.

  56. Mjög áhugverðir punktar hjá Babú, menn bregðast hreinlega misjafnt við ruglinu í áhorfendum.
    Ef þetta er rasista hálfviti í stúkunni eða hálfvitar þá trúi ég því að hann/þeir hafi séð Anfield að innan verðu í síðasta sinn.
    Varðandi Suarez þá á klúbburinn og stjórinn að standa með honum að sjálfsögðu, sá grein þar sem ferguson gerði það sama gagnvart peter smiechel þegar hann lenti í rasista vesini líka man ekkert sérstaklega eftir gagnrýni á hendur honum varðandi þá ákvörðun.
    Mér finnst að LFC sé að tækla hlutina mjög vel úr því sem komið er Suarez er kominn í bann tekur út sína refsingu og EKKERT meira um málið að segja, leifum því að líða hjá.

    YNWA

  57. Áfengi og internetið er ekki góð blanda og því biðst ég afsökunar á þessum skrifum mínum þarna að ofan…..

    Búinn að sjá highlights og ég held bara að Gerrard þurfi að kenna mönnum þetta trick að setja boltann í tréverkið og láta hann enda samt í markinu…. verð samt að segja að ég er eiginlega bara hálf ósáttur með það hve lítinn tíma unglingarnir okkar fá í svona leik þar sem þetta hefði átt að vera leikurinn til að leyfa allavegana einhverjum af þeim að fá nokkrar mínútur…

    Flottur sigur samt vonandi að mörkin hjá Andy og Downing gefi þeim sjálfstraust í næstu leikjum. 

  58. Einusinni var United leikmaður sakaður um kynþáttaníð, sjáum hvernig ferguson tók á því og hvernig flestir virtust taka á því máli, með gríni. Einnig gaman að lesa það sem Gullit sagði í þessari grein.

    “If someone calls me a black so-and-so, I don’t take it as a racist thing because I am black!” said Gullit “When Ajax played in Hungary the crowd made jungle sounds all the time when the black players had the ball. That is abusive,” he said
    http://www.independent.co.uk/sport/ferguson-stands-up-for-schmeichel-1280049.html

     

  59. Ad sjalfsøgdu verdur sungid um Suarez, eins og sungid var um Cantona. A algerlega EKKERT skylt med domsmali i almennum hegningaretti eins og bent er her a!

    En audvitad er tetta umrædan i hnotskurn. I domi FA er serlega til tess tekid ad sambandid og Evra seu handvissir um ad Suarez se ekki kynthattanidingur. Er einhver ad tala um tad? Nei! Tvert a moti!

    Suarez gerdi sig sekan um, i hita leiks, ad nota ord sem honum er edlislægt a sinum heimaslodum. Visa enn og aftur i frabær skrif Einars Arnar og ummæli Gus Poyet og rikisstjornar Uruguay. Hann gerfi tad a ovarlegan hatt og Evra taldi tad vera rasisk ummæli og fekk tann skilning samtykktan. A tvi verdur Suarez ad læra og segist ætla ad gera tad.  Klubburinn unir domnum, osattur vid malaferlin og lysir yfir studningi vid sinn mann. En a næstu vikum verdur Suarez uthropadur rasisti og reynt ad klina rasiskum stimpli a klubbinn. Ut af domi sem fullyrdir ad enginn telji Suarez rasista!

  60. Nei, það er rétt hjá þér að ég held að menn séu ekki á því að Suarez sé rasisti. Í raun vorkenni ég Suarez sem talar ekki ensku, hann er fórnarlamb leiðinlegra aðstæðna, hann er fórnarlamb þess hvernig Dalglish og yfirstjórn LFC hélt á málunum og svo er hann og mun vera fórnarlamb bresku pressunar og líklega aðdáenda allra liða sem Liverpool spila við á næstunni. Þá er spurning, hvers vegna í veröldinni hafði Suarez ekki bara samband við Evra og baðst afsökunar, hvers vegna var reynt að varpa rýrð á Evra í fjölmiðlum og leka að ósönnum sögum varðandi málið.

    Það sem er verst af öllu, er að Dalglish og félagar hafa ekki áttað sig á því að þeir gera Saurez að hetju vanheilla einstaklinga sem aðhyllast British National Party / English Defence League rasisma og enska þjóðernisstefnu, eins og þessir þrír í Suarez bolunum sem mögulega öskruðu “black bastard” í gær, og ýmsir sem hér hafa póstað síðustu mánuði og haldið því fram að það sé í lagi að kalla menn svarta os.frv.

    Þessi hér Liverpool stuðningsmaður segir margt gáfulegt
    http://forums.liverpoolfc.tv/showthread.php?t=290305
     

  61. Smá off topic. Roberto Mancini er að kvarta yfir því að fá ekki nógan pening til að kaupa leikmenn. Maðurinn er orðinn svona eins og krakkarnir í þáttunum “My sweet 16” á MTV hérna áður fyrr ef þið hafið séð þá, haha… ofdekraðir krakkar sem verða brjálaðir ef þau fá vitlausan lit á glænýja blæju BMW-inum í afmælisgjöf…
    Spurning um að styrkja hann og kaupa Adam Johnson af honum? 

  62. #77

    “að sem er verst af öllu, er að Dalglish og félagar hafa ekki áttað sig á því að þeir gera Saurez að hetju vanheilla einstaklinga sem aðhyllast British National Party / English Defence League rasisma og enska þjóðernisstefnu”

    Ég vill ekki vera með leiðindi en hvernig í ósköpunum getur Úrúgvæinn Luis Suarez (sem er af blökkumannaættum) orðið hetja breskra þjóðernissinna?  

  63. Þú ert ekki með leiðindi en málstaður LFC var á þá leið að Suarez hafi ekkert gert rangt með að kalla Evra “negro” sem er málstaður sem rasistar gætu viljað halda uppi. Þessir sem eiga að hafa hrópað að Oldham guttanum voru víst í Suarez stuðningsbolunum. Það að hann sé frá Uruguay er svo algjörlega besides the point, það er mun meira um rasisma í S-Ameríku og S-Evrópu en á okkar heimaslóðum. Fannst mönnum það í lagi þegar Etoo sat undir tugum þúsunda stuðnigsmanna hegðandi sér eins og apar ?

  64. Nei shit, við skulum ekki voga okkru að kalla svartan mann svrtan….ekki frekar en hvítan mann hvítan, feitan mann feitan, síðhærðan mann síðhærðan eða ljóshærðan mann ljóshærðan….það yrði allt CRAZY ef ég myndi síðan í einfeldni minni benda homma á að hann væri hommi og ég tala nú ekki um ef ég myndi benda kvennmanni á að hún væri kvennmaður, SHIT!

  65. Gunnar, það er voða einfalt fyrir hvítan millistéttamann frá Íslandi að segja svörtum að það sé ekkert að því að vera kallaður svartur eða ‘negro’ í landi þar sem þetta er níð. Þar af auki er ekkert eðlilegt að vera kallaður ‘negro’ af andstæðingi inn á fótboltavelli eftir átök. En miðað við skrifin þín, þá hlýtur það að vera í lagi fyrir Terry að kalla Ferdinand black bastard, og þessir stuðningsmenn sem kölluðu Oldham strákinn black bastard og létu hann fara að gráta, þeir hljóta að mega kalla hann svartan ?

  66. Ég er nú ekki LFC maður og því ætti ég kannski ekki að vera að tjá mig mikið hér. En ég verð að segja að mér  framkoma Kenny og félaga í þessu máli gjörsamlega fáránleg! með þessa boli sem þeir hituðu upp í, og það er nú ekki hægt að segja að LFC hafði verið að hjálpa til baráttunni við rasisma! En 8-leikja bannið veit maður svo ekki hvort hafi verið réttur eða ekki en LFC ákvað ekki að gera neitt í banninu það ætti nú að segja einhvað.

  67. Í raun vorkenni ég Suarez sem talar ekki ensku, hann er fórnarlamb leiðinlegra aðstæðna, hann er fórnarlamb þess hvernig Dalglish og yfirstjórn LFC hélt á málunum og svo er hann og mun vera fórnarlamb bresku pressunar og líklega aðdáenda allra liða sem Liverpool spila við á næstunni. Þá er spurning, hvers vegna í veröldinni hafði Suarez ekki bara samband við Evra og baðst afsökunar, hvers vegna var reynt að varpa rýrð á Evra í fjölmiðlum og leka að ósönnum sögum varðandi málið.

    Einfalt svar við þessu, Suarez sakar Evra um að ýkja stórlega og hreinlega ljúga til um þær ásakanir sem hann var með á Suarez, þessar upplýsingar hefur Dalglish og félagið að leiðarljósi þegar málstaður Suarez er varinn af hörku og um leið Evra er gagnrýndur. Gott og vel ef þú ert ósammála vörn Liverpool, sem mér finnst hafa verið mjög öflug, sérstaklega þar sem ennþá hefur ekkert sannast á Suarez. Það að FA hafi kveðið niður sinn dóm breytir engu um skort á sönnunum og flestir eru sammála um að þetta mál næði ekki langt í dómssal, það reyndar náði ekki einu sinni inn í dómssal. 

    Liverpool/Suarez er ekki bara að neita fyrir að Suarez sé einhver rasisti, sem FA og Evra hafi viðurkennt að hann sé ekki. Félagið er líka að gagnrýna manninn sem er að saka Suarez um þetta. Ég tæki því a.m.k. mjög illa sjálfur ef ég væri sakaður um svonalagað verandi saklaus og glætan að fyrsta hugsun væri að biðja manninn sem er “að mínu mati” að saka mig um svona alvarlega hluti afsökunar.  

    Það er margbúið að skýra notkun á orðinu negro í S-Ameríku og það er ekki fyrir það eitt að segja einu sinni negro við Evra sem Suarez er að fá þetta bann, alls ekki. Ásakanirnar sem tekar voru gildar voru mun alvarlegri en það og væri eitthvað sannað af því sem Evra hélt fram þá væri stuðingur Liverpool ekki eins afgerandi. 

    það er mun meira um rasisma í S-Ameríku og S-Evrópu en á okkar heimaslóðum

    Veistu eitthvað um þessi mál í Uruguay? Eru kynþáttafordómar verri þar en t.d. í Englandi? Ertu kannski að byggja þetta á því að þeir segja negro við þá sem eru svartir dökkhærðir o.s.frv. Blanco sem eru hvítir o.s.frv. Negro á spænsku þýðir svartur og alls ekkert endilega á neikvæðan hátt, þetta þýðir ekki niggari eins og Evra hélt fyrst að hann færi kallaður. 

    Þetta er annars mjög góð grein sem ég hvet ykkur til að skoða, sérstaklega fjölmiðlamenn. 

    http://rohankallicharan.co.uk/blog/2012/01/07/racism-not-black-and-white/#.TwhgZDU9XfW

  68. Burtséð frá sekt Suarez í málinu eða ekki, þá er dómurinn ómerkur þar sem FA hyllti öðrum aðila málsins framyfir hinn með því að leyfa Evra að skoða sönnunargögnin og byggja sögu sína á málsgögnum. Evra virkaði þannig trúverðugra vitni, en ekki Suarez sem fékk að sjá sömu gögnin þegar að málið var tekið fyrir , en Suarez var akkurat dæmdur þetta harkalega útaf ótrúverðugleika sínum, sem er útskýrður þarna. 

  69. Leitt að heyra að einhver vitleysingur hafi verið að atyrða Oldham leikmanninn. Ekki þykir sannað að um kynþáttaníð hafi verið að ræða en engin vafi leikur á að ókvæðisorðum var hreytt í strákinn sem er nógu slæmt per se.

    Þetta atvik finnst mér sýna hvað þessi strangi dómur FA er misráðinn. Ekki að nein afsökun finnist fyrir framkomu þessara svokölluðu stuðningsmanna en það var fyrirfram borðleggjandi að FA dómurinn, sem er byggður á líkum og mismunandi mati á trúverðugleika, myndi espa upp hálfvita eins og þennan sem gerði hróp að leikmanni Oldham.

    Dómur sem er klárlega bjagaður í eina átt snýst þannig í andhverfu sína. Í stað þess að senda skilaboð um að kynþáttafordómar séu ekki liðnir ýtir dómurinn undir níðið öllum til bölvunar sem láta sig skipta virðingu fyrir manninum óháð húðlit og uppruna.

    FA hefur með úrskurði sínum gefið fjölmiðlum veiðileyfi á LFC. Gott dæmi er að vefmiðlarnir slá allir upp fullyrðingum um að Oldham leikmaðurinn hafi verið níddur fyrir að vera svartur þrátt fyrir að ekki hafi verið látið uppi opinberlega um hvað var í rauninni sagt.

    En í öllum ógnunum felast einnig tækifæri og nú er lag fyrir LFC að taka forystu á þessu sviði og senda heiminum skilaboð um að misrétti og fordómar verði aldrei liðnir innan félagsins eða meðal stuðningsmanna þess.

  70. Shearer #80

    Af hverju segir þú að þeir sem kölluðu eitthvað á leikmann Oldham voru í Suarez bolum?

    Sástu leikinn eða ertu bara að gleypa við öllu sem æsifréttamennirnir í Bretlandi eru að segja eins og vaninn er hér á landi?

    Stuðningsmennirnir sem voru sýndir í Suarez bolum með trúðshattana voru ekki nálægt staðnum þar sem Adeyemi var að æsa sig yfir.

    En eins og breskum fréttamönnum er einum lagið þá völdu þeir af handahófi tvo gaura í Suarez bolum til þess að krydda fréttina sem mest.

    Kannski fínt að skoða staðreyndirnar áður en þú ferð að tjá þig á spjallborðum um meinta kynþáttaníð sem hvergi er búið að staðfesta.

    Og blaðamenn hér á landi ættu kannski að gera það sama.

    Hér er t.d. frétt á fotbolti.net http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=119704

    Þar segir að leikmaður Oldham hafi orðið fyrir kynþáttafordómum á Anfield. Vil gjarnan vita hvar það er staðfest. Jú það er verið að rannsaka það en nú eru tvennar sögur sem heyrast af því hvað var sagt.

    Fyrst stóð að stuðningsmaður Liverpool hafi verið handtekinn en því síðar breytt. Greinilega algjör óþarfi að tékka á staðreyndum áður en fréttin er sett á netið.

    Síðan segir að leikmaðurinn hafi rifist við tvo menn sem voru klæddir í Suarez bolum – nei þeir voru ekki nálægt atvikinu en látum staðreyndirnar ekki skemma góða frétt.

    Svo segja þeir að Mirror segi að stuðningsmaður hafi verið handtekinn en Merseyside lögreglan segir að það sé ekki rétt – til hvers þá að vitna í Mirror sem er augljóslega að fara með rangt mál. Eru menn ekki vissir hvort þeir eiga að trúa lögreglunni eða Mirror??

    Það er ekki furða að menn hér á landi séu alltaf að hnakkrífast um enska boltann þegar blaðamenn nenna ekki að vinna vinnuna sína og þýða bara beint upp úr enskum slúðursíðum sem gera útá það að búa til fréttir.

    Og þrátt fyrir stórfurðulega grein á fotbolti.net í dag þá gæti mér ekki verið meira sama hvort þeir fjalli um Suarez málið, King Kenny eða atvikið á Anfield í gær.

    Er hinsvegar of mikils til ætlast að þeir komi þá með réttar fréttir en ekki illa þýtt slúður sem er notað sem staðreyndir?

    Ég veit ekkert hvað gerðist þarna í gær nema það að leikmaður Oldham brást illa við einhverju sem hann heyrði úr stúkunni. Ef það var kynþáttaníð þá á að sjálfsögðu að grípa í taumana, banna viðkomandi frá Anfield og svo getur lögreglan metið hvort eigi að kæra hann. Það er ekki LFC að ákveða og ekki stuðningsmanna.

    En þangað til að lögreglan hefur rannsakað málið eigum við þá ekki aðeins að slaka á sleggjudómunum.

    Og til að taka það fram þá er ég ekki í neinni krossferð gegn fotbolti.net, ég er ekki í nenni grúppu á Facebook eða álíka og er ekki að fara að hvetja menn að hunsa þá. Aðrir mega standa í því ef þeir vilja.

  71. Rakst á þessa setningu áðan:

    “Premier League arrests for racist chanting last season: Aston Villa 4, Bolton 4, Chelsea 2, Man United 2, Arsenal 1, Liverpool 0.” 

    Þetta er tekið af hinu geysi áreiðanlega Twitter en hérna er víst einhver tölfræði um svona mál:
    http://www.furd.org/default.asp?intPageID=69  

  72. Ein pæling, hvað má eiginlega segja við leikmann á vellinum í dag? Má kalla hann kellingu, verða þá ekki rauðsokkur brjálaðar og öskra níð!
    Má kalla hann homma? Er það ekki ákveðið níð gagnvart samkynhneigðum að nota það orð til að koma einhverjum úr jafnvægi?
    Má kalla leikmann hálfvita? Hvað með þroskaheftan?
    Ég verð að segja að stundum finnst mér fólk vera aðeins að missa sig yfir því sem er að gerast í hita leiksins. Sérstaklega á klakanum þar sem það verður jú að játast að margir hafa ekki hugmynd um hvað er verið að fjalla þegar er talað um kynþáttaníð heldur þurfa að lesa sér til um hvað málið er í gegnum misgáfulegar fréttasíður og blöð!
    Önnur pæling: er það ekki ákveðið kynþáttaníð að svartur maður má nota n-orðið ógurlega en hvítur maður ekki.

  73. Hann Dalglish á að stilla liðinu upp alveg jafn sterkt í þessari keppni og í deildinni svo við eigum möguleika að vinna eitthvað í ár. Thumbs up sem eru sammála.

  74. Shearer #83

    Hvernig færðu það út miðað við skrif mín að það sé í lagi að kalla einhvern “black bastard”? Og hvernig færðu það út að í stúkunni á Anfield hafi verið kallað “black bastard”?  Ertu bara að geta þér til um eitthvað til að geta gasprað út í loftið? 

    Þú segir að það meigi ekki nota orðið svatur(negro) um svarta menn. Ok, prófaðu að skoða heimasíðu FA, þar er frétt þar sem talað er um þjálfara mál og afhverju svona fáir þjálfarar á Engalndi séu svartir….má sem sagt tala um svara menn sem svara, það má bara ekki segja það beint við þá? Jafnvel þó það sé ekki gert með niðrandi hætti?  Held að þú ættir að hætta bulla útí loftið hérna og fara hafa áhyggjur af kynþáttaníðnum sem Stan Collymore varð fyrir á twitter, manni skilst að það hafi komið frá Tyneside! 

    Hættum þessari helvítis væmnisýki. Ef svartur maður þolir ekki að vera kallaður svartur, en þykist í sömu andrá meiga kalla systir manns hóru, þá ætti þessi ágæti svarti maður að koma sér í annað sport. Hætta þessu helvítis væli og reyna haga sér eins og karlmaður.  Að því sögðu þá eiga kynþáttafordómar ekkert erindi í boltan og EF sannast að einhverjir áhorfendur hafi verið með kynþáttanýð í gær á að taka á því…en ég verð samt að taka undir orðin hjá einhverjum hérna að ofan, hvar er einbeitingin hjá þessum ágæta varnarmanni fyrst hann truflast svona og fer að grenja? Þetta er ljótt já, en hann á bara að tilkynna þetta og halda síðan áfram í stað þess að “make a sceen” og grenja eins og smákrakki. Æji ég veit það ekki, finnst þetta komið út fyrir öll velsæmismörk þessi kynþáttafordómagrátur…allir rosaleg fórnarlömb í stað þess að taka þetta bara á kynnina, tilkynna þetta og halda áfram.

  75. Í gær þegar þetta gerðist urðu miðlar uppfullir af allskonar kenningum um hvað gerðist. Varð maður frekar foj yfir þessum skrifum enda ekki með fullu ljóst hvað hafði gerst og ómögulegt að fullyrða eitthvað. Auk þess birti Merseyside lögreglan í gærkvöldi líka skilaboð á Twitter um að það væri ekkert staðfest um orsakir í málinu. Þá finnst mér það með öllu, líkt og fleirum, það ferlega sorplegt þegar miðlar birta ýmislegt sem ekki er alveg fótur fyrir. Sá ágætis komment á Twitternum í gær þess efnis að fjölmiðlun í dag virðist meira ganga út á að sjokkera heldur en að fréttamennsku. Held það sem margt til í því.
     
    Núna í kvöld birtir lögreglan úti upplýsingar um að tvítugur aðili hafi verið handtekinn vegna meints kynþáttaníðs í garð þessa leikmanns. Fram hefur komið að klúbburinn okkar hefur gert allt það sem þeir geta til að aðstoða lögregluna úti varðandi þetta mál. Því fagna ég ógurlega enda á ekki að líða svona framkomu. Ég bíð bara enn eftir sumum miðlum sem einhvernvegin ætla samt að láta klúbbinn okkar líta illa út vegna þessa máls.

  76. Vá hvað það væri gaman ef við gætum talað um eitthvað annað en þetta Suarez mál… t.d. fótbolta.. eða hverjir eru eiginlega á leiðinni til Liverpool… verður eitthvað keypt í Janúar ? .. hvað er í gangi í þeim málum ?

    Annars flottur sigur hjá okkar mönnum 🙂 

  77. Þessi “pabbi minn er sterkari en þinn” umræða er alveg orðin ágæt.  Það er búið að dæma í Suarez málinu og því verður ekki breytt.   Lets move on and stop dwelling on the past.

Leikurinn í beinni

Opinn þráður – Eitt ár liðið