Er glugginn að vakna?

Miðað við lestur fyrirsagnanna undanfarna daga má vera ljóst að nú virðast leikmannaflutningar standa fyrir dyrum.

Gary Cahill kláraður til Chelsea í gær, þeir ákváðu að greiða 7 milljónir fyrir 5 mánaða tímabil, hefðu getað fengið hann frítt í sumar. Papiss Cissé kom svo til Newcastle staðfest í morgun og Norwich er að ganga frá einum besta leikmanni Championshipdeildarinnar, fyrirliða Leeds Jonny Howson.

Aðeins hefur komið upp umræða um þá leikmenn sem við höfum rætt um að gætu mögulega komið til Liverpool. Aston Villa tala um að fá a.m.k. það sem þeir greiddu fyrir Darren Bent ef á að selja hann (24 milljónir punda) því þeir þurfi engan að selja. Tottenham hefur sett verðmiðann á Jermaine Defoe upp á 20 milljónir, enda hann ekki að renna út á samningi og þeir að reyna að selja Pavlyuchenko. Svo er nú sagt að lágmarkstilboð sem þurfi að gera til að Lille selji Eden Hazard sé 35 milljónir, það hafi verið sett fram sem svar við fyrirspurn frá United og Chelsea í leikmanninn.

Hvað segir fólk, eigum við að punga út þessum upphæðum til að fá þessa leikmenn í liðið? Það eru spurningarnar sem stjórinn og co. þurfa að svara núna. Ég tel okkur þurfa leikmenn af háum klassa til að fara inn í þetta lið og myndi því alveg vilja sjá liðið skella út stórum slumpum fyrir alvöru leikmenn frekar en að finna menn á 3 – 7 milljónir. Þetta verður fróðlegt!

35 Comments

  1. Hópurinn er orðinn flottur og lítið eftir af deadwood og því þarf að styrkja liðið með fáum en virkilega góðum mönnum sem styrkja byrjunarliðið.
    Við höfum undanfarin ár alltaf þurft að kaupa marga leikmenn í hverjum glugga en núna þurfum við menn með þennan x-factor eins og t.d Suarez er með.
    Við getum gleymt þó leikmanni eins og Hazard.
    Og þar sem vandmál okkar er að skora á Anfield þá er einn maður sem er einkar laginn við það http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=120222
     
    (Vil þó ekki sjá hann)
    Leon Britton miðjumaður Swansea á flestar heppnaðar sendingar að meðaltali í Evrópu – fleiri en sjálfur Xavi hjá BarcelonaÉg væri til í að fá þessa 2 frá Swansea og þá kæmu þeir beint inn í hópinn fyrir Kuyt og Maxi. Og svo er Moussa Sow mikið orðaður við okkur, ég hef ekki séð neitt af honum en menn úti eru spenntir fyrir honum.

  2. Sælir félagar.Ætli Defoe yrði það vitlaust? Persónulega er ég ekki spenntur fyrir D.Bent en bæði Defoe og Hazard er eitthvað sem vekur áhuga. Til þess að vera 100% raunsær þá er Hazard ekki að fara að ganga í raðir okkar á þessum tímapunkti en ég gæti séð Defoe koma, þ.e.a.s ef það væri vilji okkar manna. Hann er mjög duglegur að skora og það er nákvæmlega það sem okkur vantar í liðið, maður sem getur klárað þessi færi sem við erum að fá.Ég væri hinsvegar rosalega til í Tiote hjá Newcastle, sama hvað hver segir þá held ég að hann myndi koma fyrir rétt verð en DM er, tel ég, staða sem við þurfum að brúa. Lucas er ekki að fara að koma til baka í bráð og Spearing er ekki þessi leikmaður sem getur tekið þessa stöðu að sér 100% út þetta tímabil. Henderson er, jú, alveg mögulegur kostur en það væri mun betra að geta notað Hendo á miðri miðju og einhver reyndur og góður DM komi til liðsins.Mit mat ;)Af hverju var engin samkeppni um þennan Cisse sem Newcastle voru að krækja í? Held að hann verði rosalegur við hlið Demba Ba og óttast maður það hreynlega ef þeir tveir raða inn mörkum!YNWA – King Kenny we trust!

  3. Held að Leon Britton vær ekki endilega einhver stórkaup, Swansea spilar bilaðann fram og tilbaka einnarsnertingar sendingabolta sem skilar þeim í stórkostlega miklum sendingum per leik. Reynadar eru Britton og Allen með mjög gott pass success rate en ég er ekki endilega viss um að þetta sé lykilkaup fyrir okkur atm.Allen og Sinclair á 10mills saman væri fínn pakki, eigum líka að drullast til að negla Shaqiri fyrir 10 millur, kaupa einn clinical finisher, sama hver það er bara að hann sé með 0.5 mörk í leik í sterkri deild.Eden Hazard og einhver big name striker væri að sjálfsögðu góð kaup, og sýndu að Liverpool ætlaði sér ofar í deildarlok en það er samt miiikill peningur sem þarf að fara í það.

  4. Kaupa engann í janúar, hópurinn er nógu sterkur til að skila liðinu í CL.Þurfa bara að hitta markið (ekki beint á markmanninn og tréverkið)Styrkja svo hópinn í sumar þegar bestu bitarnir eru í boði.

  5. Það er alveg segin saga að janúarglugginn er “out of the ordinary” tími til þess að kaupa leikmenn. Ég hef stundum líkt þessum glugga við skítareddingum fyrir lið, sem kaupa leikmenn til þess að “redda” málunum tímabundið. Af því leiðir að verð á leikmönnum í þessum glugga er alveg galið, enda oft lítill tími til þess að taka ákvarðanir. Sjá til dæmis ónafngreinda 50 milljón punda leikmanninn og hvernig Liverpool brást við því.

    Ég er algjörlega ósammála #1 um að hópurinn sé flottur og aðeins þurfi að fínpússa hann. Ég tel að það sé alltof mikið af meðalleikmönnum í liðinu sem eiga ekkert erindi í lið sem ætlar að gera einhverja flotta hluti.

    Hinsvegar er ég ekkert viss um að það sé sniðugt að ætla að redda sér fyrir horn með einhverjum kaupum fyrir stjarnfræðilegar upphæðir í þessum glugga. Ég vil sjá bara ákveðið jafnvægi í þessu, selja leikmenn og kaupa aðra í staðinn. Persónulega myndi ég ekkert slá hendinni á móti einum óvæntum kaupum á kreatívum miðjumanni/sóknarmanni a-la Suarez. Ég hef enga trú á því að liðið muni ná að “redda” sér í 4. sætið á þessu tímabili, þannig að mín vegna má slíkur leikmaður vel vera ungur og efnilegur, framtíðarefni. S.s. í sama mót steyptur og Suarez eða Henderson.

    Og svo virðist sem Aly Cissokho vilji fara frá Lyon. Hann er vinstri bakvörður og bara býsna góður í því. Og hvað haldiði? Newcastle virðist vera að næla í hann! Það er náttúrulega bara rugl að Liverpool reyni ekki við hann, nema menn telji að það sé nóg af gæðaleikmönnum í Liverpool … (sem er ekki, by the way!) 🙂

    Homer

  6. Mín skoðun er að liðið sé á réttri leið. Það vantar gamla góða herslumuninn og þá erum við farnir að rokka feitt.

    Þessir ensku leikmenn sem Maggi nefnir væru sæmilegasta viðbót en að borga 29m fyrir Bent eða 20m fyrir Defoe er algjört rugl. LFC er búinn að styrkja önnur lið í PL nógu mikið fjárhagslega með því að borga yfirverð fyrir þokkalega leikmenn.

    Ef ég væri Kenny myndi ég halda áfram ótrauður með það sem til staðar er. Þolinmæði er lang mikilvægasta dyggðin í uppbyggingarstarfinu. Þetta kemur allt saman með hækkandi sól.

    Hins vegar, ef LFC ætlar á annað borð að taka upp veskið þá er að freista einhverja þeirra leikmanna sem best eru að spila í dag.
    Sjálfur er ég mikill aðdáandi Robert Lewandowski hjá Dortmund. Þá er Lukas Podolski hjá Köln frábær sóknarmaður. Það er raunar ólíklegt að þessir leikmenn hafi áhuga á að skipta um lið á þessum tímapunkti þar sem þeir munu leggja áherslu landsliðin sín fram yfir EM.

    Af þeim sóknarmönnum sem ég hef fylgst með í vetur er ég samt hrifnastur af Fernando Llorente hjá Bilbao. Hann virðist nánast skapaður til að spila með Suarez. Llorente mun þó væntanalega, eins og hinir, vilja spila með Bilbao fram yfir EM. Llorente er með lausan samning 2013.

    En svona hugleiðingar eru auðvitað jafn gáfulegar og texti eftir Stebba Hilmars.

    Aðalatriðið eru þeir sem við höfum en ekki þeir sem við höfum ekki. Aðalatriðið er að blása lífi í þá leikmenn sem eru að spila undir getu og ef það tekst ekki losa sig við þá.

    Ef það tekur ár í viðbót að komast í fremstu röð þá verður það bara svo að vera. “Þolinmæði strákar mínir, þolinmæði…” eins og Palli skipstjóri á Haraldi Kristjánssyni sagði gjarnan við okkur strákana eftir lélegt kast. Hann fiskaði eitt árið fyrir 2 milljarða allt byggt á kenningu sinni um þolinmæðina.

    Punkturinn er samt sá að flottir leikmenn verða varla í boði fyrir alvöru fyrr en eftir EM

  7. Ef hægt væri að fá einhverja af þessum efnilegu leikmönnum Swansea nú í janúar (Leon Britton, Joe Allen, Scott Sinclair, Nathan Dyer) þá er um að gera að kaupa þá. Þeir eiga bara eftir að hækka í verði með tímanum. Defoe væri líka fín viðbót, en 20 milljónir punda er nú heldur mikið. Hinsvegar, ef okkar menn meta hann á þessa upphæð, og ef eigendurnir eiga peninga í leikmannakaup, þá er um að gera að splæsa bara þessu í hann. Ég yrði mjög sáttur við það. Sama má segja um Darren Bent. Ef menn tíma 24 milljónum í hann, þá bara drífa í þessu og klára málið. Ég hef alltaf verið hrifinn af þeim leikmanni og er viss um að hann myndi raða inn mörkum fyrir Liverpool, eins og hann hefur ávallt gert fyrir öll þau lið sem hann hefur spilað með.

  8. Við eigum ekki að kaupa neinn í þessum glugga. Ef mönnum finnst vanta í hópinn á að gefa yngri leikmönnunum tækifæri.

  9. Eigum við ekki bara að kaupa Berbatov? Efa reyndar að United myndi selja Liverpool hann, en ég held að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af markaleysi ef hann væri til staðar 😉

  10. Homer, til hvers vilt þú fá Aly frá Lyon ? Er stöðugasti leikmaður liðsins á tímabilinu búinn að valda þér miklum vonbrigðum í bakverðinum á tímabilinu ?
    Og varðandi þennan hóp þá er hann klárlega góður og við eigum fullt af flottum leikmönnum. Hvaða lið er það sem sem hefur verið að taka flestu stigin af topp 6 liðunum í deildinni í vetur, ég er nokkuð viss um að það sé Liverpool.
    Aftur á móti þá þurfum við fleiri menn sem hafa ákveðið gæði og það tek ég undir en hópurinn er nokkuð góður, það stend ég fastur á.
    Ef við fáum inn fljótan teknískan kantmann og virkilega góðan sóknarmann þá förum við að sjá allt annað lið og með Gerrard að komast á fullt og Suarez búinn að fá góða hvíld þá förum við að moka inn stigum.

  11. Ekki fleiri breska geldinga á yfirprís í bili takk, þá er betra að vera rólegir í þessum glugga!!!!

  12. Finnst alveg ótrúlega fyndið hvað þið hafið miklaráhyggjur af eyðslunni, eru þið að borga þetta úr ykkar eigin vasa? Ef eigendurnir vilja eyða pening núna alveg sama hvað menn kostar, þá bara um að gera.Ástandið getur ekki versnað allanvega.

  13. Liverpool er aldrei að fara að kaupa Defoe á 20 milljónir punda. Hann er 29 ára. Stefna félagsins er að kaupa leikmenn sem hækka í verði en falla ekki strax um allavega helming á næsta ári. Ég hef ekki ennþá heyrt í umræðunni nafnið sem ég myndi vilja sjá. Ég væri reyndar alveg til í Bent en það er óraunhæfur kostur. En hvar eru ungu strákarnir. Er enginn af þessum 17-18 ára guttum sem á sjéns á bekkinn? Það var mikið talað um að Sterling væri með hópnum sem var valinn fyrir Stoke leikinn um helgina en hann komst ekki í hópinn. Adam Morgan skorar mikið með unglingaliðinu. Flestir þeir sem hafa komið upp í gegnum akademíuna voru byrjaðir að banka á dyrnar mjög snemma. Ég er ekki að sjá það enn hjá þessu topp unglingaliði sem við vorum með. 

  14. Sterling, Morgan og þeir unglingar sem voru að standa sig vel með U18 í fyrra eru núna komnir upp í varaliðið og eru að aðlagast því að spila þar. Þeir hafa átt við sömu vandamál og aðalliðið að stríða, þ.e.a.s. eru að klúðra tækifærum sem ættu að fara inn. Það þarf að gefa þeim meiri tíma,

  15. Ég held að við getum ekki búist við að það sé eitthvað “pakkatilboð” í gangi hjá Swansea, þeir eru ekkert að fara að selja tvo eða þrjá lykilleikmenn frá sér á miðju tímabili.   Það yrði ekki mikið talað um ef LFC keypti einhvern leikmann fyrir 20 mill punda ef sá leikmaður mundi síðan skora eins og 15 mörk fyrir okkur og rífa liðið upp í 4 sæti.  Það yrði þá fjárfesting sem borgaði sig upp á 4 mánuðum.  Menn hafa borgað meira fyrir leikmann sem hefur ekkert getað finnst mér.  Leikmenn eins og Podolski, Defoe, eða þessi Sow, ( hef reyndar ekkert séð hann).  Ég treysti KK og félögum alveg til að velja rétta leikmanninn.
     YNWA

    P.S. Ég vill líka alveg fara að sjá leikmann eins og Sterling fara að fá tækifæri á bekknum.

  16. Finna bara einhvern ungann og góðann miðjumann, markmann, varnamann eða framherja, vinna hann/þá upp svo hann/þeir verði eins og t.d gerrard, suarez, reina. En auðvitað eigum við að kaupa Kun Agüero frá Man City bara að bjóða 60 millur í hann.

    Eþagi

  17. Ég vil ekki leikmenn frá Swansea til Liverpool í þessum glugga því þeir hafa flestir spilað í 6 mánuði í efstu deild og eiga eftir að sanna stöðugleika. Defoe og Bent eru allt of dýrir og eiginlega komnir á aldur til að borga svona mikið fyrir en eru leikmenn sem við gætum notað nú um mundir. Miðað við hópinn í dag, mundi ég stilla upp: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, (DM) Lucas, (MC)Henderson, Gerrard, (LM/RM) Suarez, (LM/RM) Downing og Carroll.En raunveruleikinn er sá að Lucas verður ekki komin í gang fyrr en næsta tímabil verður byrjað. Downing er að mínu viti leikmaður til að eiga á bekknum og koma inn á þegar varnir andstæðinganna eru farnar að þreytast. Carroll á að byrja alla leiki, til að koma honum í gang en það vantar annan góðan target center.Ef eigendurnir, sem gáfu það út að Kenny hefði getað keypt fleiri leikmenn í fyrrasumar, vilja borga það sem til þarf í janúar glugganum er ég mjög sáttur. Ég hef einfaldlega ekki trú á að núverandi leikmannahópur skili okkur í 4.sætið. Enda var það í mínum huga hámarks árangur fyrir Liverpool og mér sýnist á öllu að þeir nái því ekki.Í draumaveröld fengjum við í þessum glugga 1. Mario Gotze 2. Fernando Llorente 3. Tiote. Þá væri hægt að stilla liðinu upp eins og áðan: Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Enrique, Tiote, Henderson, Gerrard, Gotze, Suarez og Carroll. Með menn á bekknum eins og Carra, Adams, Downing, Bellamy, Llorente, Maxi, Coates o.fl.Ég er sannfærður um að þetta gerist ekki en þvílíkur draumur sem að þetta yrði. VIð erum með eigendur sem eru tilbúnir að styðja við stjórann og nýtum okkur það. Vonandi les Comolli þetta blogg.

  18. #11 Ásmundur.

    Þegar þú talar um stöðugasta leikmanninn þá átt þú eflaust við um Enrique. Skal ég kvitta undir það að hann er búinn að vera mjög góður í bakverðinum, jafnvel jafnbesti leikmaður liðsins yfir allt tímabilið hingað til (ásamt Lucas). En það er bara með þessa stöðu og aðrar – hvað ætlar Liverpool að gera þegar/ef Enrique meiðist? Það er um þrennt að velja:

    1 – Setja Aurelíó þar í staðinn, sem myndi eflaust plumma sig vel í þær 15 mínútur sem hann getur haldið sér heilum.
    2 – Setja Johnson þangað og Kelly í hægri. Johnson er ekki vinstri bakvörður og miklu betri í hægri heldur en Kelly.
    3 – Setja Robinson þangað. Sem eru litlar líkur á að gerist, því ungu og efnilegu leikmennirnir fá afar fáa sénsa.

    Eins og ég segi, þá er eins með þessa stöðu og allar aðrar á vellinum. Ef liðið ætlar sér að ná á toppinn, þá verður það að hafa 2 toppleikmenn til taks í hverja stöðu. Enrique og Cissokho að berjast um vinstri bakk? Hljómar eins og fuglasöngur í mínum eyrum 🙂 Þá eru bara 10 aðrar stöður eftir á vellinum 🙂

    #13 Liverpoolfan

    Mín vegna mátt þú hlægja þig máttlausan þó að margir okkar viljum ekki eyða fjármunum félagsins í óþarfa.

    Ég þarf ef til vill ekki að minna þig á það, en geri það samt, að það er ekki lengra síðan en rétt ár að Liverpool varð nánast gjaldþrota. Jafngjaldþrota og Ísland í október 2008 – þ.e. ekki beint gjaldþrota en það mátti alls engu muna.

    Og við, þeir sem gleðjum þig svo mikið, höfum líka í huga að við viljum ekkert annað Leeds-dæmi á Anfield. Það lið varð nú bara gjaldþrota í fullum skilningi þess orðs!

    Má ég þá frekar biðja um menn sem hafa eitthvað peningavit (þ.e. hvernig á að græða peninga á fyrirtækjarekstri) til að halda um stjórnina á Liverpool, frekar en menn sem kunna bara að eyða peningum í fullt fullt af leikmönnum!

    Homer

  19. Fleiri miðlar sem tala um að við séum búin að klára Texeira kaupin.

    Kemur mér á óvart að Sporting sé tilbúið að láta þennan strák fara, er AM-C og eins og Portúgölum er von og vísa hafa þeir búið til á hann nafn, “nýji Deco”, sem í raun er nú lítið að marka ennþá.  Sá Sporting Lisbon stúta okkar varaliði í NextGen keppninni og þar skoraði þessi strákur eitt markanna og lék vel.

    Sú deild félagsins sem nælir sér í unga leikmenn er að vinna vinnuna sína, Segura vildi fá þennan.

    Nú er það bara að sjá hvað “fullorðinsdeildin” sér um í kaupunum…

  20. Er einhver búinn að finna eitthvað um þennan 
    Joao Carlos á netinu? Ég virðist ekkert geta fundið um drenginn.. En ánægður með að við séum byrjaðir að versla, vonandi kemur einhver annar líka sem er tilbúinn í byrjunarlið framlínu okkar.

  21. Ég held að þessi umræða um að kaupa Bent á 20+ milljónir og Defoe á 20 millur sé jafn heimskuleg og að ræða það hvort við ættum ekki að ná okkur í Fowler aftur!Er ekki komið nóg af peningaeyðslunni, síðan hvenær hefur það verið gott að versla framherja af liði sem er ofar en þú í deildinni og notar leikmanninn í 10mín í hverjum leik.(Defoe) Jú gott ef þú heitir QPR eða Norwich og ætlar að bjarga þér frá falli. Síðan hvenær virkar að kaupa framherja sem skorar kanski 10-18 mörk á tímabili fyrir lið sem kemst aldrei lengra en 8.sæti í deildinni og svo kemst hann ekki einusinni í landsliðið. (Bent)Ég treysti hvorugum þessum leikmanni, frekar vill ég sjá Carroll byrjar hvern einasta leik og svo kemur Suarez sterkur inn. Eyðum peningum í leikmenn sem eru SPENNANDI :)Annars er skelfilegt að segja það en Liverpool vantar tvo leikmenn frá nýliðum Swansea.. leikmennirnir þar virðast kunna að spila fótbolta og virkilega nenna því að sækja fram á við..Ég vill fá Owen heim hahaYNWA

  22. Homer #22Liverpool er aldrei að verða gjaldþrota á að kaupa leikmenn svo einfalt er það.KD vill aðalega breska menn og þeir eru mikið dýrari en aðrir sambærileigir frá öðrum löndum.Ég tel að Liverpool verði að versla 2-3 leikmenn núna í þessum glugga ef þeir ætla sér í 4 sætið. en það er bara mín skoðum og þeir sem stjórna Liverpool hafa nú aðeins meira vit á því en ég.Hvort sem það er Bent eða Defoe eða einhver annar leikmann sama hvað hann kostar og þeir týma að spandera í þá leikmenn þá hafa KD og félagar aðeins meira vit en við hvað þarf að kaupa eða ekki. Þannig við ættum að hafa litlar áhyggjur af eyðslunni því við verðum ALDREI gjaldþrota á að spreða í leikmenn, þó svo að Liverpool var næstum gjaldþrota þá var það ekkert tengt leikmanna kaupumnum sem varð til þess.

    Og þó svo ég hafi ekkert peninga vit eins og þú segir þá veit ég það samt að þú græðir aldrei neitt nema fjárfesta.

  23. Er ég að verða vitlaus eða?

    Er Adebayor að fá 225 þúsund pund á viku?  Það eru 12 milljón pund á ári.  Auðvitað á maður ekki að skipta sér af því hvað City gerir og menn mega gera það sem þeir vilja með liðin sín.  En að ímynda sér hvað svona launatilboð skekkja markaðinn fyrir lið sem þurfa “alvöru” innkomu úr rekstrinum til að framfleyta sér.

  24. Er eitthvað til í því að David Texeira sé að koma til okkar, hafa menn eitthvað heyrt um það mál?

  25. Hvað með að bjóða í Asamoah Gyan hjá Sunderland? Hann er í láni frá þeim og er sterkur gæðaleikmaður sem vill komast til stærri klúbbs. Hann myndi örugglega henta rosavel með Luis Suarez frammi.Er annars ekki rétt munað hjá mér að Comolli hafi sagt að þessar 12m fyrir Meireles yrðu settar til hliðar fyrir kaupum í janúar-glugganum? Ef við seljum Kuyt núna eigum við þá alveg ágætis pening í góðan framherja + kannski Scott Sinclair.En það er 100% að við erum komnir með ágætan enskan kjarna og attitúd og þurfum engin panic-kaup. Erum ekki að fara kaupa Darren Bent eða Defoe á einhverju “spennandi” rugl verði. Nú eða næsta sumar kaupum við nánast bara byrjunarliðsleikmenn. Samt þurfum við eitthvað nýtt blóð sem gæti lyft liðinu og komið okkur nær 4.sætinu.Legg enn til Loic Remy sem næstu kaup eða að næla okkur í Cavani í sumar. (setja bara Suarez í það mál) Bæði leikmenn sem geta spilað frammi og fljótandi ofarlega á hægri kanti. Það sárvantar miklu meiri hraða og sterka unga fætur á miðju og í framlínuna hjá Liverpool. 

  26. að vntar 2 x factora i þetta lið og þeir fást ekki fyrir 5-10 milljónir…Dæmið er svona kaupa 2 30 milljón punda leikmenn = 60 milljónirborga þeim 200 þús á mann á viku í 4 ár = 19,2 milljónir á ári eða 76,8 millónir punda í laun á 2 leikmenn á 4 árum…Heildin er þá 136,8 milljónir punda kostnaðurinn við 2 ALVÖRU leikmen inní liðið með launum á 4 árum… En hvað getur það gert fyrir klúbbinn ? jú það mundi lyfta félaginu lágmark 1-2 þrep upp, skila kannski nokkrum dollum og meistaradeildarsætinu sem skilar fullt af seðlum, 2 svona kallar væru líka alltaf að fara selja helling af treyjum og öðrum varning sem færi langt uppí að greiða verðið á þeim held eg… Annar þessara kalla má heita Eden Hazard, hinn má svo sem vera Defoe eða Bent en væri meira til í Cavani frá Napoli…Suarez getur ekki verið eini maðurinn í liðinu sem kemur með eitthvað óvænt, erum í vandræðum að stjórna leikjum og vantar bara betri gæði… Liverpool getur keypt hvaða leikmann sem er núna í Janúar ef Henry og félagar eru tilbúnir að borga svo einfalt er það. Þettav lið eins og það er í dag er ekki að fara ná 4 sætinu enda gæðin bara ekki næg til þess, 5-7 sæti er eðlilegt með hópinn sem er til staðar í dag,, Dæmið sem ég setti upp er auðvitað í ýktari kantinum en ef það á að kaupa 2-3 alvöru kalla er þetta bara kostnaðurinn svo einfalt er það og ef við viljum árangur þarf að borga fyrir hann því miður er það staðreyndin í þessum bolta í dag.  

  27. óli prik;) ég sá leikinn hjá unglingaliðinu  okkar á lfc stöðinni og hann(
    Joao Carlos) ásamt einum öðrum sem ég bara man ekki hvað hann heitir en hann var smá dökkur á hörund.. Þeir voru rugl góðir og varnarmenn Liverpools áttu ekki mikið í þá.. En talandi um kaup þá var ég að lesa það einhverstaðar að Napoli væru til að hlusta á tilboð á milli 15-20 kúlur fyrir EDINSON nokkurn CAVANI og það í janúarglugganum og  segji bara að bent og defoe geta hoppað upp í rassgatið á sér ef hann er á lausu.. 

  28. Stór galli við annars þessa ágætis skemmtun sem janúar félagsskiptaglugginn er þá eru oftar en ekki líkurnar á því að ná góðum díl afar litlar. Það er vissulega hægt að fá einhverja ágætis leikmenn á fínu verði en þeir munu þá oftar en ekki kosta töluvert meira en þeir hefðu gert nokkrum mánuðum fyrr eða seinna.Í janúar þá gefst liðum tækifæri á að bæta við sig leikmönnum í þær stöður sem vantar í ýmist vegna meiðsla eða skort á gæðum.

    Þeir leikmenn sem eru yfirleitt í boði eru þá þeir sem kannski teljast hvað mest “gamble”, oftar en ekki leikmenn í “minni” félögum eða leikmenn sem fá ekki spilatíma hjá “stærri” félögunum og vilja leita á önnur mið.Því miður er það oftar en ekki þannig að félög þurfa að ofborga fyrir flest alla leikmenn sem það kaupir í mánuðinum, hvort sem það eru heimsklassa, fínir eða slakir leikmenn – þeir munu að öllum líkindum kosta meira en þeir gera yfir sumarið.Vissulega koma upp dæmi þar sem hægt er að fá nokkra frábæra díla í þessum mánuði, þá dettur mér fyrst og fremst í hug Suarez og Agger voru frábær janúar kaup fyrir Liverpool og t.d. voru Vidic og Evra flott kaup fyrir Man Utd ef út í það er farið.

    Liverpool hafa verið gagnrýndir mikið fyrir að borga of mikinn pening fyrir leikmenn eins og t.d. Downing, Carroll og jafnvel Henderson (sem ég er engan veginn sammála) svo því vaknar mjög spennandi spurning varðandi aðgerðir Liverpool á markaðnum í janúar. Þar sem vel flestir leikmenn sem í boði verða í glugganum munu kosta töluvert meira en raunverulegt virði þeirra ætti að vera, ætti Liverpool því að hlusta á veskið og spara eða hlusta á hjartað og eyða til að ná markmiðum sínum?Báðar leiðir hafa í raun sína kosti og sína galla.

    Verði ákveðið að spara og reyna þá að fá þá leikmenn sem liðið hefur áhuga á á hagstæðara verði í sumar, gott og gilt enda ætti það að teljast fínt “viðskiptavit” en að sama skapi gæti það kostað liðið það að árangur náist. Að eyða svo umfram verðmæti leikmanns gæti náttúrulega skilað liðinu til að ná árangri en meiri peningur fer úr bankabókinni og það er svo auðvitað alltaf hætta á að þannig fjárfesting skili sér ekki (í tæka tíð allavega; sbr. Carroll, Downing osfrv).

    Persónulega finnst mér Liverpool verða að kaupa eitthvað í janúar. Það þarf að auka bitið og breiddina í sóknarleiknum, það er ekkert leyndarmál og ef Liverpool bætir það ekki í janúar þá gæti vel verið að markmið liðsins skili sér ekki. Persónulega finnst mér hópur Liverpool ekki síðri en hópar Chelsea, Arsenal og betri en hópur Newcastle þótt þeir hafi tvo flotta framherja í sínum röðum, svo fyrir mitt leyti á Liverpool sterkan séns á 4.sætinu í deildinni og ég afskrifa Liverpool engan veginn úr þessari baráttu hvort sem eitthvað verður keypt eða ekki.

    Ef einhverjar topp leikmenn sem Liverpool hefur áhuga á séu ekki í boði eða verðmiðinn á þeim út úr öllu valdi þá vil ég ekki sjá Liverpool vera að ofborga 5-10 milljónum punda fyrir leikmanninn núna en ef hann er falur fyrir eitthvað í nálægð við raunvirði sitt þá vona ég að Liverpool stökkvi á hann.

    Það er fullt af áhugaverðum leikmönnum í boltanum sem myndu ekki kosta neitt brjálæðislega mikið og myndu koma til með að styrkja hópinn í liðinu og gefa aðra og fleiri valkosti. Ég vil allavega sjá Liverpool reyna að kaupa einhvern í janúar, taka smá gamble og ef það virkar ekki þá er allavega ekki hægt að sakast út í það að það hafi ekki verið reynt ef markmiðin nást ekki í vor.

  29. #34 flott vídeó, en eru þið að sjá tilþrifin hjá Sterling á 2:20, 6:00, 7:45, 8:54, 10:06 og 10:58. Wisdom er líka að sýna flotta takta. Þessi strákar mega nú alveg fara að detta á bekkinn hjá aðalliðinu og fá nokkrar mínútur.

Völlur í Stanley Park + Nýir búningar (ekki Adidas)

Liverpool kaupa portúgalskan táning