Liverpool kaupa portúgalskan táning

Guardian staðhæfa í dag að Liverpool hafi fest kaup á Joao Carlos, 19 ára miðjumann frá Sporting Lissabon. Hann var víst aðalmaðurinn í þessu Sporting liði, sem að slátraði unlingaliði Liverpool í NextGen mótinu – en Sporting vann liverpool 8-1 í tveim leikjum.

22 Comments

  1. 19 ára gamall strákur sem hefur ekki spilað leik fyrir aðalliðið ennþá? Eru Sportin menn að fara illa með okkur?

  2. uuu…þessi linkur vísar á sænska síðu sýnist mér….en ekki Guardian. Einar minn…við skiljum ekki allir sænsku?

  3. sammála #1.. Fyrsta sem ég hugsaði 19 ára og rosa efni en hefur ekki enn spilað mínutu með aðal liði Sporting! finnst það ekkert sérstakt. 

  4. #1-3-5er til eitthvað í heiminum sem þið eruð ekki neikvæðir út í fyrirfram?segir okkur voða lítið að 19 ára pjakkur sé ekki með aðalliðsleik og ég leyfi mér að staðhæfa að þið hafið engar forsendur til að líta svo á að þetta séu léleg kaup.hef heyrt það sé þvílíkt stuð að halda með city.. eitthvað hugleitt að skipta?

  5. Neikvæðni er þetta hérna, erum að borga undir milljón pund fyrir hann en ekki 7 og Dalglish er amk búin að sjá hann spila

  6. Ef ekki eru góð tíðindi að ungur leikmaður sé kominn til okkar hvað eru þá góð tíðindi segi ég nú bara!
    Meiri bölmóðurinn sem hrjáir suma. Sænska fréttin gefur til kynna að hér sé á ferðinni mikið efni.
    Alla vega mun ég fá mér einn kaldan á eftir og óska Jóa hinum unga alls hins besta undir merkjum LFC.

  7. Ég er nú mjög feginn að við eyddum ekki 10m í hann, hann er hvað 2-3 árum yngri en Carroll og Henderson, hann ætti að vera reddý í byrjunarliðið á næsta tímabili, vonandi verður hann jafn góður ef ekki betri en Deco

  8. Bið stjórnendur um að henda þessu út við tækifæri.

    Vil bara benda á að fyrir okkur IPhone notendur er síðan í ruglinu.
    Hef ekki notað mobile útgáfuna, líkaði hún ekki síðast þegar ég prufaði.

    Vildi bara koma þessu á framfæri.
    Vinsamlegast eyðið eftir lestur.

  9. Iphone síðan er eitthvað funký, Nei contentið kemur eins og ein rönd, svo kemur mikið rautt svæði og svo NAM auglýsing.  Eitthvað spúkí. 

  10. Hún er öll í örmjórri ræmu vinstra megin á skjánum.Er með nýjustu uppfærslu af IOS 5 btw.

    Þetta er reyndar búið að vera svona í svolítinn tíma.
    Get sent skjámynd ef þú vilt.

    P.s.
    Ég er að tala um venjulegu síðuna skoðaða í IPhone, ekki mobile.

  11. Á ekkert að kaup einhvern alvöru framherja en ekki einhverja táninga sem geta ekkert!

    T.d
    Messi
    C.Ronaldo
    Rooney
    Van persie

    Bara pæling…

    (þetta er djók á fyrstu commentin)

  12. #Hafliði, dobbúl klikka á “ræmuna” og þá kemur þetta allt í fína stærð!

    Annars er fínt að fá unga og efnilega stráka til akademíunnar, en hinsvegar verð ég að segja að ég er samt pínu þreyttur á því að heyra alltaf “við vorum að kaupa hinn nýja þennan og hinn” og svo geta þeir ekkert, já eða fá ekki sjénsinn til að stíga upp fyrr en of seint og eru þá staðnaðir. Málið er að baráttan er svo mikil í deildinni, það virðist vera svo mikið í húfi oft að það virðist ekki vera svigrúm til að kasta þessum allra efnilegustu útí djúpulaugina. Ég er nánast viss um það að ef að Steven Gerrard væri í akademíunni í dag þá væri hann ekkert að fá sjensinn endilega eins og hann gerði eftirminnilega 19hundruðogeitthvað.

  13. Já Kalling, ég veit.En þar sem þetta er eitthvað “odd” þá vildi ég bara benda á þetta : )

  14. Það er í góðu lagi að festa kaup á framtíðinna. En staðan er sú að við þurfum að fá framherja sem getur skorað, núna! Andy á eftir að verða betri með komandi tímabilum, en getur ekkert þessa daga sem er staðreynd! Við þurfum að fá einhvern sem getur eithvað í dag. Splæsa 24 mills í alvöru framherja

  15. Mikið vildi ég óska að Raheem Sterling fengi nokkrar mínútur við og við í deildinni, og sjá hvernig það kæmi út..Finnst einhvernveginn svo langt síðan svona unglingur hefur fengið smá breik hjá okkur bara til að leyfa þeim það.. Ekki vegna meiðsla sbr. Flanagan og Robinson..

Er glugginn að vakna?

Liverpool og Warrior Sports í eina sæng.