Ja hérna. Hvað er að frétta eiginlega?!
Ég var svo hissa á þessu öllu saman eftir leik að ég ákvað að fá mér kvöldmat og svæfa dótturina áður en ég reyndi að finna einhvern flöt á þessu. Þetta var svo neyðarleg frammistaða hjá „Liverpool“ að ég veit varla hvar ég á að byrja. Bolton byrjuðu betur, voru komnir yfir eftir þrjár mínútur og voru skrefi á undan í nákvæmlega allt það sem eftir lifði leiks. Um það þarf ekkert að fjölyrða.
Þess í stað ætla ég að deila með ykkur niðurstöðum Stóra Dóms sem hefur tekið sér síðustu tólf mánuðina í að meta ákveðna hluti:
Við söknum Lucas Leiva alveg fáránlega mikið. Mikilvægasti leikmaður liðsins? Ég held það nú bara. Liðið lék miklu betur án Gerrard og með Lucas en það gerir í dag þegar þeir hafa svissað um hlutverk. Ég lýsi því yfir að allur efi um gildi Lucas Leiva í þessu liði er hér með bannfærður. Niðurstaða: Þið hafið ekki lengur leyfi til að efast um Lucas.
Að því sögðu, þá getum við með með fullri vissu horft á liðsuppstillingar Dalglish á köflum í vetur og spurt, einfaldlega: What the fuck?! Í síðustu tveimur leikjum hefur hann stillt upp 5-4-1 á heimavelli gegn Stoke og 4-4-2 gegn Bolton-liði með þriggja manna miðju, á útivelli. Uppskeran úr þeim leikjum? Heilt stig. Eitt. One. Uno. Að Dalglish skuli halda áfram að spila með tvo miðjumenn í fjarveru Lucas hefur bara gert illt verra. Það er eitt að missa Lucas og þurfa að biðja honum slakari leikmenn eins og Spearing eða Adam um að kóvera stöðuna hans. Það er allt annað að sleppa því bara alveg að fylla í þessa stöðu. Miðjan hjá okkur í kvöld var yfirspiluð af Nigel Reo-Coker, Fabrice Muamba og Mark Davies. Tveir þeirra skoruðu mörk með því að rölta upp MIÐJA MIÐJUNA, í gegnum flata varnarlínu og skjóta. Lucas, Mascherano … fjandinn sjálfur, Spearing hefði aldrei einu sinni leyft því að gerast. Niðurstaða: Dalglish er of villtur í taktík á milli leikja og skýtur sig fyrir vikið allt of oft í fótinn.
Þetta lið okkar er vonlaust sóknarlega. Þá er ég ekki bara að tala um nýja leikmenn heldur þá sem fyrir voru. Kuyt hefur enn ekki skorað í vetur, Maxi var fínn í mánuð í haust en hefur svo horfið og Gerrard átti góða innkomu úr meiðslum um jólin en hefur ekki sýnt rassgat í janúar. Bætið svo við skitunni hjá nýju sóknarmönnunum og þá er ekki hægt annað en að gagnrýna Dalglish fyrir þetta getuleysi. Það er hægt að skamma einn eða tvo leikmenn fyrir lélega spilamennsku en þegar einhverjir 6-7 sóknarmenn eru að eiga martraðatímabil verður að líta til knattspyrnustjórans og spyrja erfiðu spurninganna. Niðurstaða: Dalglish er ekki að ná því besta út úr sóknarmönnum okkar.
Þótt Dalglish sé gagnrýnisverður þá verðum við líka að bæta þessari augljósu niðurstöðu við: Andy Carroll og Stewart Downing eru ekki leikmenn í Liverpool-klassa. Carroll er ungur en þótt hægt sé að tala um bjarta framtíð ungra leikmanna verða þeir að sýna eitthvað sem vísar í þessa björtu framtíð. Jonjo Shelvey hefur staðið sig það vel að maður spáir bjartri framtíð. Martin Kelly, John Flanagan og Jack Robinson líka. Carroll? Hann hefur verið ógeðslega ömurlegur í öllum nema svona tveimur leikjum síðan hann kom til okkar fyrir ári síðan. Hann verður ekki afskrifaður strax, sökum aldurs, en hann er ekki rétti maðurinn í framlínuna hjá okkur núna og verður það kannski aldrei. Stewart Downing hefur hins vegar engar slíkar afsakanir. Hann er 27 ára, var keyptur því hann átti að bæta þetta lið strax og hefur bara ekki verið nálægt því einu sinni. Hans dagar eru taldir og þeim fer fækkandi.
Við verðum enn og aftur að horfa á Dalglish og Comolli og spyrja: er þetta innkaupastefnan? Eru þetta öll töfrabrögðin? Á árinu 2011 voru keyptir 9 leikmenn, þar af tveir sem við tölum ekki um núna, varamarkvörðinn Doni og hinn unga Coates. Hina sjö getum við dæmt eftir þetta ár og af þeim getum við bara sagt að þrír hafi staðið undir verði og væntingum: Suarez, Enrique og Bellamy. Carroll, Downing, Henderson og Adam hafa hins vegar engan veginn staðið undir væntingum. Henderson hefur verið þeirra skástur og á (vonandi) bjarta framtíð fyrir sér, á meðan Adam var langódýrastur þeirra og byrjaði tímabilið vel en hefur sópað sjálfum sér í ruslið eftir að Lucas meiddist. Um þá tvo leyfi ég mér að efast en er ekki reiðubúinn að fella neina Stóra Dóma strax. Ég er hins vegar tilbúinn með þessa niðurstöðu: Comolli og Dalglish verða að gera betur á leikmannamarkaðnum í framtíðinni. 72m punda í Carroll, Henderson og Downing og sóknin hjá liðinu hefur farið mörg skref afturábak frá því sem var í fyrra. Það er alls, alls, ALLS ekki nógu gott.
Og að lokum…
Niðurstaða Stóra Dóms: Aðeins kraftaverk á leikmannamarkaðnum næstu tíu dagana getur breytt þeirri (núverandi) augljósu staðreynd að þetta Liverpool-lið er aldrei að fara að ná Meistaradeildarsæti í vor!
Svo við súmmerum þetta upp í eina málsgrein: Dalglish þarf að hætta tilraunastarfsemi sem ringlar liðið og sætta sig við að 4-4-2 virkar ekki með þennan mannskap. Hann og Comolli fá bágt fyrir leikmannakaup ársins 2011 og verða að byrja strax á morgun að gera betur áður en illa fer. Meirihluti leikmannanna sem voru keyptir árið 2011 eru ekki í Liverpool-klassa og of margir af lykilmönnunum sem voru fyrir þurfa að axla ábyrgð á því að hafa brugðist liðinu í vetur. Við söknum Lucas Leiva og Luis Suarez óheyrilega mikið, sérstaklega þar sem breiddin er engin. Ef enginn sóknarmaður verður keyptir í janúar getum við gleymt Meistaradeildinni.
Dómi er slitið. Réttarvörður, handjárnaðu þá seku og leiddu þá afsíðis…
Það er kannski hægt að bæta því við að ég fékk SMS frá þremur mismunandi Liverpool-aðdáendum yfir leiknum í kvöld og þeir sögðu allir það sama: er ekki Rafa Benítez laus þessa dagana? Ekki skjóta sendiboðann.
Og alveg að blálokum skal það tekið fram að ekkert af því sem ég skrifaði hér að ofan gildir um Craig Bellamy. Hann er dásamlegur, maður leiksins enn og aftur í kvöld og hreinlega einn af okkar bestu mönnum í vetur, ef ekki sá besti.
Didier Dechamps á minn disk!
Bíð spenntur að sjá hvað Maggi segir núna. Vona hans vegna að hann nái að koma sér úr þessu költi sem hann datt inn í í síðustu heimsókn sinni í Liverpool-borg.
Bolton var næstneðsta lið ensku úrvalsdeildarinnar fyrir leikinn í dag, þetta lið var með algjöra yfirburði í leiknum í dag. Liverpool mættu alls ekki tilbúnir í þennan leik og það er bara hlutur sem er búinn að gerast alltof oft í vetur. Það er ekki hægt að setja þennan slaka árangur aðeins á leikmennina, að mínu mati er það stjórinn sem þarf að gíra menn upp í alla leiki, stjórinn stillir upp liðinu og Daglish hefur verið langt frá því að vera hugmyndaríkur þar. Kaup Liverpool undir stjórn Daglish mætti líkja við hryðjuverk. Alltof mikið borgað fyrir einhverja meðalbúðinga eins og Downing, Adam, Henderson og Carrol. Kaupin á Carrol hljóta að fara í heimsmetabók Gunnars, ég sjálfur hugsa að ég myndi frekar stilla upp ljósastaur í sókninni en Carrol. Menn tala um að verðinu hafi verið stjórnað af sölunni á Torres. Mér er bara alveg sama, ég myndi ekki kaupa Carrol á 15 milljónir punda eftir þettatímabil.Hlakka til að sjá hver verður stjóri Liverpool á næsta tímabili, því eigendum Liverpool hlýtur að vera orðið það ljóst að Kenny Daglish er ekki gera nokkurn skapaðann hlut fyrir þetta lið!
#1Didier Dechamps.. NEI TAKK
ömurlegasti leikur með liverpool á tímabilinu áttum ekki færi í leiknum fyrir utan markið, skelfilegt, adam og henderson skelfilegir! kalla á breytingar
Mætti halda að Dalglish hafi sængað hjá frú Friend.Annars heimta ég sálfræðigreiningu á liðið eftir þessa skitu, greinilega ekki í lagi með toppstykkin á þeim flestum.
Hugsa með hryllingi að Liverpool eigi að mæta báðum Manchester liðunum í þessari viku. Gæti séð tímabil Liverpool nánast búið eftir þessa viku.
gaman að lesa um leikmannakaup Dalglish hérna núna segja menn að það megi líkja þeim við hryðjuverk en í lok sumars var honum hrósað í hástert fyrir snilld.ég veit ekki með ykkur, en þetta er ekki gott núna en ég hef fulla trú á að þetta lagist mjög fljótlega.ég man eftir því þegar það átti að reka rauðnef frá scum. allir vita hvað gerðist eftir þaðÁfram LIVERPOOL
Listi yfir leikmenn sem skipta má út hjá Liverpool:
Allt liðið!
Markmiðið var meistardeildarsæti – það held ég að flesit átti sig á að verður ekki og sæti í evrópudeildinni fjarlægur draumur – ábyrðin er hjá stjóranum eða er það bannað vegna þess að hann er goðsögn sem leikmaður.
Örn #7
Þú þarft ekkert að óttast með það. Það hefur ekki verið vandamálið hjá Liverpool að mótivera sig fyrir stórliðin. Við vinnum báða leikina við manc-liðin.. sannfærður um það.
Aftur á móti þegar við mætum “litlu” liðunum þurfum við klárlega á Dr.Phil að halda!
Gott vegarnesti fyrir næstu tvo leiki.Alþekkt að menn rífi sig upp á rasshárunum og nái góðri spyrnu við botninn og geri eitthvað skemmtilegt.Vinnum shittí og scums og handboltalandsliðið vinnur þrjá í röð.Ég er bara farinn að hlakka til.YNWA
Hvað á þetta að ganga svona lengi. Það verður að hreinsa til í liðinu og Kenny verður að segja af sér, því miður.
# 11 ég ætla að rétt að vona það, því annars yrði þetta alveg skelfileg vika. En vonandi að Liverpool rífi sig upp vil ekki fara efast um Dalglish en hvað getur maður gert eftir síðustu tvær frammistöður liðsins.
Aaaaa….. mikið er ég feginn. Ég horfði ekki á leikinn. Blóðþrýstingurinn slakur… allar mubblur í heilu lagi. YNWA
Auglýsi eftir Liverpoolliðinu sem gleymdi að mæta í þennan leik, Bellamy ok ,restin var áhorfandi!
Leikmenn og þjálfarar skulda stuðningsmönnum liðsins afsökunarbeiðni eftir þessa frammistöðu í dag og afsala sér launum fyrir þessa viku sem átti að fara í undirbúning fyrir leikinn og láta renna í gott málefni, því í dag unnu þeir svo sannarlega ekki fyrirlaununum sínum ( eins og reyndar alltof oft áður á þessu tímabili).
Stundum velti ég því fyrir mér hvort það sé þess virði að fylgjast með þessu liði. Í stað þess að horfa á leik eftir leik með sömu barnslegu (hlýtur að vera) jákvæðninni og bjartsýninni og verða nánast alltaf fyrir sárum vonbrigðum þá hefði maður getað verið að gera eitthvað uppbyggilegt í staðin. Hvað ætli maður geti t.d. orðið góður á gítar á einu tímabili (ca 75 klst)?Það er kominn tími í að Kenny og leikmennirnir hætti að hafa okkur öll að fíflum.
Maður hefur getað falið sig á bak við það að vörnin hafi verið svo fjandi þétt. Núna er það ekki einu sinni í boði. Johnson og Enrique voru ferlegir í þessum leik. Þetta er bara sama gamla sagan; tapa stigum á móti neðri liðum og spila vel á móti þeim stóru. Er þetta þá ekki bara spurning um lélegt hugarfar hjá liðinu og stjórnendum þess?
djöfulsins aumingjar eru þetta. nota janúar gluggan til að losna við kyut , carrol, adam og maxi og hreinlega orðin spurning hvort kenny ráði við þetta. algjört andleysi og áhugaleysi. menn seinir að bregðast við..lélegt……
Jæja, þetta sýgur. Hið jákvæða er að það eru aðeins sex stig í fjórða sætið. Liðin kringum okkur eru líka að misstíga sig. Veit ekki hvað það varir lengi samt.
Þeim fjölgar hratt slæmu leikjunum hjá okkar mönnum og djöfull sem það vantaði þá Suarez og Lucas í dag.
Það er samt engin, ég endurtek ENGIN afsökun fyrir þessari spilamennsku gegn Bolton. Á pappír eigum við að vera með mikið betra lið og þessi leikur í dag var bara hræðilegur, helber skita hjá leikmönnum liðsins og ég vil meina að stjórinn hafi lagt þennan leik hroðalega upp, Roy Hodgson lélega.
Eftir svona leik er ekki hægt annað en velta því fyrir sér hvað Rafa Benitez er að gera þessa dagana enda býr maðurinn í borginni. Ég er þó ekkert búinn að gefast upp á Dalglish, alls ekki en taktíkin í dag var ömurleg og viðbrögð við leik Bolton voru ótrúlega máttlaus. Þetta í kjölfar eins furðulegasta heimaleiks Liverpool í sögunni gegn Stoke um síðustu vonbrigðahelgi.
4-4-2 kerfið er dáið og sérstaklega þegar þú ert ekki með leikmenn í boði sem geta spilað þetta kerfi.
Vörn og mark ætti að vera í lagi þó það hafi ekki verið þannig í dag en miðja og sókn var hlæjilega léleg í dag.
Henderson lítur undantekningalaust mjög illa út á hægri kantinum en jafnan mjög vel út sem miðjumaður. Steven Gerrard sást ekki í þessum leik og á nánast alltaf í vandræðum þegar hann spilar á miðjunni með einum öðrum leikmanni og þetta er aldrei að fara ganga þegar leikmaðurinn sem hann spilar með er ekki varnarsinnaður leikmaður. Frekar myndi ég hafa Gerrard hægra megin og Henderson á miðjunni.
Charlie Adam var síðan var hræðilegur í þessum leik, einn versti leikur hjá Liverpool leikmanni síðan Heskey var og hét áður en hann var tekinn útaf. Maxi var síðan lítið skárri sem vinstri kantur og hefur alls ekki það sem þarf til að vera þarna, mikið betri framar á vellinum í grend við markið. Allir þessir leikmenn eru að spila of langt frá markinu og nýtast skelfilega illa í sóknarleiknum og spil liðsins hefur verið átakanlega augljóst í fjarveru Suarez.
Í sókninni er Bellamy sá eini sem er að spila af eðlilegri getu, hann er ágætur leikmaður og það sem hann hefur fram yfir allt of marga leikmenn Liverpool í dag er hraði og vilji. Andy Carroll hefur síðan verið þannig undanfarið og nýst okkur það vel í fjarveru Suarez að ég myndi ekki gráta það ef hann yrði seldur núna í janúar. Eins og einn sagði á Twitter, ef þetta væri hestur með þennan hlaupastíl þá væri búið að skjóta hann.
Þetta lið fúnkeraði bara alls alls ekki í dag og við náðum að láta skelfilega lélegt lið Bolton líta stórvel út. Góða er að Dalglish veit af þessu og var sannarlega ósáttur eftir þennan leik og sendi leikmönnum skýr skilaboð.
Comolli þarf hreinlega að réttlæta tilverurétt sinn hjá klúbbnum núna í janúar og versla leikmenn sem geta dottið beint inn í liðið, og það núna strax í þessum glugga. Hann gerði vel í fyrrasumar með að losa okkur við marga farþega, eins fengum við nokkra leikmenn sem virtust vera fín kaup en allt of margir af þeim eru langt frá því að spila að þeirri getu sem þeir voru að spila í fyrra. Þessi leikmannakaup virka í dag eins og kaupin sem við gerðum árið 2002…þau urðu Houllier að lokum að falli hjá félaginu.
Þetta virkar í báðar áttir, við þurfum að fá mikið meira út úr þessum nýju leikmönnum og sjá mikið meiri vilja hjá þeim. En það þarf líka að spila rétt upp á þá leikmenn sem eru í boði. Adam mun alltaf lenda í basli í því hlutverki sem hann átti að leysa í dag. Andy Carroll er ekki miðjumaður en spilar samt sem slíkur og er mjög stöðugur í því að vera ávallt á röngum stað í sóknarleiknum. Hann reyndar er ekki að gera neitt vel því hann skallar aldrei í markið, hann missir boltann alltaf frá sér og hann skorar alls alls ekki nóg.
Það er erfitt að vera ekki mjög pirraður eftir leik eins og þann sem við vorum að horfa á, lið sem er að tapa 3-1 gegn Bolton þegar 20.mín eru eftir á að fara all in á lokamínútunum. Við höfðum ekki einu sinni getu í liðinu til að sækja á Bolton vörnina. Pressuðum varla. Það er til skammar og eftir svona leiki sést meistaradeildin sigla frá okkur.
Comolli og Dalglish, fleiri leikmenn a la Suarez takk og það strax, færri leikmenn sem hafa sannað sig í ensku deildinni, það skiptir augljóslega engu máli hvað menn hafa verið að gera áður en þeir koma til Liverpool, oftar en ekki er það líklega bara betra að koma sem semi óþekktur leikmaður til Liverpool.
Þeir eru bara ekki betri enn þetta drasl leiðinlegt að segja þeð
Kenny gerir eitt rétt og það er að segja þetta eftir leik.Some of those players won’t be in Red shirts much longer if they carry on playing that way. It was disrespectfu
We expect a much higher standard than that.Who do they think they are if they think they can just show up & beat Bolton
Vilja Liverpool menn virkalega sjá Rafa taka aftur við þessu liði? Guð forði okkur frá því.Annars þá má ekki taka það af Carroll í dag að hann lagði upp markið hans Bellamy, svo datt hann aftur í gamla góða Carroll.
Ég var á Górillunni. Þar var jarðarfararstemming og pirringur.Það er með ólíkindum að Liverpool, eitt liða sem vilja kenna sig við topplið í ensku, skuli taka að sér félagslegt hlutverk gagnvart minni og lélegum liðum með því að gefa þeim stig, á heimavelli sem útivelli. Ítrekað! Miðað við frammistöðuna í dag mættum við þakka fyrir ef við næðum 7 sætinu. Það hefði ekki þótt burðugt markmið hjá þessum klúbb hér í den.Stemmingsleysið og baráttuleysið og hugmyndaleysið var allsráðandi í dag. Bellamy er eini ljósi punkturinn með baráttugleði sinni. Bolton gjörsamlega átti miðjuna.Carroll virðist ekki kunna að sparka í bolta eða sýna sóknartilburði þótt ég hafi séð hann verri en í dag (hann átti jú stoðsendinguna á Bellamy). En sóknarmaður er hann ekki. Henderson og Adams kæmust ekki einu sinni að á tréverkinu hjá liðum sem við viljum bera okkur saman við. Sama á um Downing og Maxi.Það er óþolandi að í dag létu Púllarar einhverja annars flokks leikmenn sem heita N´gog, Eagles, Steinsson og M. Davies líta út eins heimsklassa leikmenn. Það er eins og Liverpool hreinlega geti ekki spilað á móti liðum sem leggjast til baka. Getur Liverpool bara varist gegn betri liðum og svo sótt hratt á? Af hverju getur Liverpool ekki stjórnað leiknum geng litlu liðunum?Hvað er að gerast hjá þessum klúbb? Verður kóngurinn ekki fara að axla einhverja ábyrgð? Ég er ekki að segja að það eigi að reka hann en það er eitthvað mikið að og hann er jú bossinn.
Orðlaus! Babu er með þetta!
#24, tja Kenny getur nú ekki skautað svona létt yfir þetta, því hann stillti upp þessu liði. Hann setur 4 sóknarþenkjandi miðjumenn og svo tvo stirkera í liðið. Það skilar okkur að miðjan var aldrei tengd við vörnina eins og fæst með Spearing og Lucas enda sástu hvað gerðist. Það var greinilega ástæða fyrir þriðja hafsentinum á móti Stók þegar hann prófaði aðra útfærslu. Vissulega brugðust lykilmenn og þessi leikur var skita frá upphafi til enda. En Kenny setti upp liðið svona. Tek undir þó að ansi margir leikmenn spiluðu sig inn á sölulistann í dag en því miður er líklegt að það verði enginn eftirspurn eftir þeim. Meistaradeildin fjarlægist hægt og rólega.
Ég ætla að leyfa mér að vera sammála tveimur mannvitsbrekkum í þessum þræði. Annar er Babú (og þá er ég líka sammála þessum eitursnjalla twitter-penna). Og svo Kenny Dalglish. Þegar knattspyrnustjóri lætur slík orð falla strax eftir leik þá er honum augljóslega nóg boðið. Og ég held að flestir hafi séð að Andy Carroll hefur ekki hreðjarnar til að leika með Liverpool. Reyndar falla fleiri leikmenn, sem voru keyptir til félagsins í sumar, í þann hóp…
Slakasti leikur liðsins í vetur án vafa.
Menn hér hljóta að vera að grínast ef að það á að finna sök hjá einhverjum “usual suspects” á tapi dagsins. Martin Skrtel sýndi lélegasta varnarleik vetrarins í kvöld, með Daniel Agger stuttu aftan við hann.
Í marki nr. 1 lætur Slóvakinn stóri stíga sig hreint kjánalega út og Agger fastur í bakkgírnum horfir á leikmann skjóta stöngin inn. Í marki nr. 2 fær Eagles að hlaupa inn á vítateigslínu með Skrtel út úr stöðu og Agger fastur í bakkgír, stígur svo of seint upp og lætur chippa sig.
Í marki nr. 3 lætur Skrtel éta sig í skallabolta og Agger gleymir Siglfirsku stórskyttunni mr. Steinsson.Vandræðalega dapur varnarleikur, í lægsta gæðaklassa.
Enrique var að auki að spila sinn langversta leik í vetur og Johnson litlu skárri. Leikkerfið í þessum leik var aldrei 4-4-2! Bellamy, Henderson og Maxi voru fyrir aftan Carroll sem var einn uppi á topp. Aleinn.
Það var 15 mínútna kafli í lagi hjá liðinu, síðasta kortér fyrri hálfleiks þar sem Bellamy var bestur og hann og Carroll voru að vinna fínt saman.Þeir tveir og Reina eru þeir einu sem geta glaðst með sitt framlag að einhverju leyti í kvöld að mínu viti. Þetta var 90 mínútna tímaeyðsla á fínu laugardagskvöldi og fín áminning fyrir næstu viku.
Ég er óskaplega hræddur um það að einbeiting leikmanna undanfarna daga hafi lítið verið í átt að Reebok vellinum í kvöld, því ef þetta er það sem verður boðið uppá í næstu leikjum verður tímabilið búið um þrjúleytið á laugardaginn.En ég ætla auðvitað ekki að ganga úr költinu mínu. Í dag heyrist mér margir vera tilbúnir að ganga úr költinu en það verður ekki hann ég.
Ég hefði í kvöld pottþétt sungið nafn Dalglish með stuðningsmönnunum og treysti því að liðið rífi sig upp á ný á næstunni. Ég er auðvitað jakkaaðdáandi og get alveg sagt “sagði ykkur það” um ýmis atriði, t.d. það að Gerrard er ekki maður í að spila inni á miðri miðju en á að vera undir senter og að Maxi Rodriguez er ekki einfalt að fella inní leikkerfi. Já og Kuyt er búinn.
En það er ekki til neins.Þetta er búið í dag og á miðvikudagskvöldið er mikilvægasti leikur vetrarins og þá treysti ég að menn verði tilbúnir.Sem þeir alls ekki voru í kvöld!!!
Kaup núna í janúar breyta engu. Við skulum ekki gleyma því – og ég trúi því ekki að ég sé að réttlæta kaupin á síðasta ári, ég sem hef alltaf gagnrýnt þau – að Downing, Adam, Carroll og Henderson voru allir yfirburðaleikmenn í sínum liðum áður en Liverpool keypti þá. En svo bara gerist eitthvað, sem gerir hæfileikaríka leikmenn að algjörum meðaljónum (í besta falli) hjá Liverpool.
Ég veit ekki hvað það er. Kannski eru menn bara sáttir við það að vera loksins komnir til Liverpool og hugsa með sér: ,,Ojæja, þetta er hápunkturinn á ferlinum og þá er þetta orðið gott, ég hef ekkert meira að sanna.”
Og hvernig á það að leysa einhvern vanda hjá Liverpool í dag að kaupa einhverja toppleikmenn í Swansea, Blackburn eða öðrum meðalliðum, þegar þeir virðast allir bara hætta að nenna að kunna eitthvað í fótbolta þegar þeir spila fyrir Liverpool? Það leysir ekkert. Vandamálið er miklu, miklu stærra en það.
Kannski verðum við bara að horfa raunsætt á þetta og viðurkenna það að Liverpool, okkar ástkæra Liverpool, er ekkert annað en meðallið, stútfullt af meðalleikmönnum. Því fyrr sem við sættum okkur við það og hættum því að krefjast þess að Liverpool sé að keppa við stóru liðin, því betra.
Þessi leikur … ég er bara orðlaus. Ég bara á engin orð til að lýsa vonbrigðum mínum.
Djöfull verður næsta sumar mikilvægt, mig er strax farið að hlakka til 🙂
Homer
Spilamennska Liverpool algjörlega til skammar og ekki boðleg stuðningsmönnum neinna stórliða. Það þarf stórlega að hreinsa þennan hóp og koma inn með nýja leikmenn sem hafa getu og vilja til að spila fyrir þetta lið. Til að kóróna þetta var síðan Gaupi “over excited” að lýsa þessum leik, í guðanna bænum Stöð2 fariði að bjóða upp á mute valmöguleika á lýsendum.
Mikið er ég feginn að hafa horft á Danmörk-Macedoniu i staðinn. Það var allavega skemmtun. Það er greinilegt að hugarfarið er ekki rétt hjá leikmönnum liðsins, ef það lagast ekki þá er fokið í flest skjól.
heh… meistaradeildin…. einsog liðið hefur spilað í vetur… þá er ég guðs lifandi feginn að meistaradeildin sé ekki uppá pallborðinu…. nenni ekki að sjá lfc vera niðurlægt af einhverju skítaliði í úsbekistan bottom line…. lfc hefur ekkert að gera í meistaradeildina með þessu áframhaldi
Mig langar aðeins að koma mínum skoðunum varðandi þetta blessaða lið á framfæri.. Keeperinn: í heimsklassa, og sennilega bestu spyrnugeta hjá markmönnum í heiminum.. Vörnin: Johnson og Enrique finnst mér flottir sem sóknarbakverðir, en án almennilegs akkerismiðjumanns (Lucas er okkar almennilegi, reyndar orðinn heimsklassaleikmaður í sinni stöðu, og svo er það spearing greyið)Agger er eini heimsklassamiðvörðurinn okkar, og gef ég honum alla ástæðu þess að Skrtel er að blómstra.. Án Agger er hann ekkert.. Ég verð að segja að hugmyndin um að setja Kelly í hafsent með Agger lítur ekki illa út, en á meðan Martin er að spila svona vel, þá get ég svosem ekki sett út á hann..Svo er það blessaða miðjan.. Jesús.. Eins og áður sagði, erum við háðir varnarsinnuðum miðjumanni.. Adam er það EKKI, Gerrard og Henderson eru það ekki.. Spearing með sitt riiisa Liverpoolhjarta er ekki nógu góður.. Lucas er nógu góður, en það verður að vera annar nógu góður.. Charlie Adam virðist ekkert geta nema sparkað í boltann og brotið af sér.. Henderson er að koma til eftir erfiða byrjun þegar hann er að fá leiki inn á miðjunni, og mér finnst hann vera skárri kostur en Gerrard sem dýpri af 2 fremri miðjumönnunum, því einfaldlega að hann er ungur og ferskari en Gerrard.. Steven hinsvegar er að koma á aldur, og hann er ekkert með sama kraft í fótunum fyrir spyrnur og skot utanaf velli og hann var með, hann er allavega ekki að sýna það að mínu mati.. Kantarnir okkar blessaðir með Downing, Maxi, Kuyt, Bellamy eru að mínu mati miðlungsleikmenn.. Maxi hef ég aldrei fílað neitt sérstaklega, en hann á það til að skora annað en Kuyt sem er bara alveg búinn.. Downing er ekki krossari fyrir leikmann eins og Carroll.. Eini maðurinn af viti, að mínu mati, á köntunum er Bellamy.. Ég gæti talið Suarez þarna með, en þar sem hann er bölvaður einspilari, góður í því engu að síður, en hann er ekkert sérstaklega gjarn á að krossa boltanum.. Kuyt þjónaði Liverpool vissulega vel, enda með eindæmum duglegur leikmaður.. En hann hefur ekkert að gera með að vera þarna á vellinum, orðinn hægari en hann var, og hægur var hann fyrir, og virðist vera að missa touchið sem var sama og ekkert fyrir.. Og svo framherjarnir.. Sko, með fullri virðingu fyrir mögulegum hæfileikum Andy Carroll, þá hefur hann hingað til ekkert sýnt mér sem lætur mig halda að hann eigi eftir að verða eitthvað meira en hann er.. Hann virkar hægur, virkilega hægur, latur, og að horfa á hann rekja boltann minnir á slakann sunnudagsboltaleikmann, sem var ekki aaalveg nógu góður til að spila með 3.deildarliðinu sínu Íslandi.. Ég vona að hann afsanni það fyrir mér, en ég var alltaf á þeirri skoðun að Ngog væri betri kostur heldur en Carroll, og það breyttist ekki eftir leikinn í dag, Ngog getur haldið boltanum, hann er snöggur, duglegur, og eftir að hann byrjaði að fá meiri sénsa, og væntanlega læra af Torres á góða tíma sínum, þá fannst mér hann lofa góðu..Suarez þá að lokum.. Jú, hann er voðalega góður, og sýnir virkilega ástríðu fyrir leiknum.. En horfiði á muninn á honum og Bellamy hvað leikgleði varðar.. Bellamy öskrar og rífst, en stutt er í brosið á stráknum, Suarez virðist halda að hann geti skorað úr öllum færum, sem er svosem jákvætt, því að sjálfstraust er mikilvægt í þessum bransa, en það þýðir ekki að það þurfi að skjóta úr öllum færum.. Hann er góður, en alls ekki sá Guð sem allir vilja titla hann sem..En ég er svosem enginn þjálfari, en ég þurfti bara að koma þessu frá mér..Og mikið vildi ég óska þess að ungu strákarnir fengu tækifæri hjá okkur, menn eins og Sterling, Suso, Silva, Morgan.. Ungir, ákafir í að sanna sig, og vissulega með mikið potential… Frekar vildi ég hafa þá á bekknum en Maxi og Kuyt.. Þó þeir séu vissulega reynslumeiri, en við þurfum hraða á völlinn.. Þegar hafsentar eru að stinga framherjana okkar og kantmenn af, þá er eitthvað ekki að ganga.. Sjáið t.d. áhrifin sem pressan sem Bellamy setur alltaf á varnarmenn með hraða og ákafa.. Það setur þá alltaf í vandræði..Takk fyrir mig.. Reyndi að halda þessu málefnalegu, og tek vissulega við skoðunum annara hvað þeirra álit á leikmannaáliti er…Og þetta allt saman er skrifað án viðhorfs af þessari arfaslöku frammistöðu í dag
Ég held að Kenny hafi ráðið alltof miklu þegar að það koma að leikmannakaupum í seinasta glugga. Ég stórefa það að Daniel Comolli hafi scoutað og keypt menn eins og Henderson, Downing, Adam og Carroll. Einu kaupin sem að ég persónulega held að Comolli hafi komið nálægt voru örugglega Suarez kaupin. Ég held að þetta rugl í Kenny með þennan enska kjarna sé að koma í bakið á honum. Og þessar fréttir um að við séum á höttunum eftir Nikica Jelavic eru hlægilegar og stórefa ég að Comolli færi að eyða púðri í hann en mig grunar að Dalglish langi í hann. Ég vill að Comolli fá að versla einn til tvo menn í þessum glugga óáreittur og að Kenny spili svo úr mönnunum sem að hann kaupir. YNWA
Maggi
Sammála með vörnina, hún var vonlaus í dag rétt eins og rest af liðinu,
Mark númer eitt var eins og auglýsing fyrir varnartengiliði. Þessi hlaup eru ekki í boði gegn liðum með varnartengiliði og þetta gerir vörninni erfitt fyrir. En tek alveg undir að Agger og Skrtel gerðu ekki vel.
Þetta er svo bara ekki rétt. Henderson var klárlega á kantinum í þessum leik. Það er vissulega erfitt að staðsetja Maxi og Carroll í þessum leik enda ávallt úr stöðu en Carroll er framherjinn í liðinu og átti (vona ég) að hafa Bellamy hlaupandi í kringum sig í dag að hirða upp bolta sem hann vinnur frammi (sem hann gerir ekki). Þetta var alls ekki 4-2-3-1 í dag fyrr en kannski þegar Kuyt og Downing komu inná.
og Örn
Já takk, auðvitað.
2009-2010 – Rafa Benitez – Eyddi 40,2 millum í leikmenn – 22 leikir – 37 stig – Rekinn eftir tímabilið
2011-2012 – Kenny Dalglish – Eyddi 114 millum í leikmenn – 22 leikir – 35 stig – ?
Lang stærsta vandamálið í þessum leik: Gerrard og Adam saman á miðjunni í 4-4-2. Báðir þessir leikmenn eru frægir fyrir að skilja svæði eftir fyrir aftan sig og tapa boltanum með óþarfa löngum sendingum (Adam var aðeins með 59% sendingahlutfall í leiknum). Miðjumenn Bolton hreinlega löbbuðu framhjá þeim í fyrsta markinu. Það er ekki hægt að ætlast til þess að vörnin (sem ég minni á að hingað til hefur staðið sig frábærlega) virki sem skildi þegar þeir fá ekki meiri hjálp frá miðjumönnunum en þetta. Þessi leikur var einfaldlega taktískt klúður hjá Dalglish. Við söknum klárlega Lucasar en það á að vera löngu komið á hreint að í fjarveru hans þurfum við að spila með þrjá á miðjunni. Það hefur gengið fínt sbr. sigurleikirnir gegn Aston Villa og Newcastle og óskiljanlegt hversvegna Dalglish ákveður að setja þetta upp svona með Henderson á vængnum.
Edit: Skrifaði þetta áður en skýrslan kom inn. Tek fyllilega undir orð hennar.
Ömurlegt Ömurlegt!!!!!!!
Breytingar takk!!!!
Ég er búinn að uppfæra færsluna með leikskýrslunni. Hún er óhefðbundin og eflaust pirrar það einhverja að ég þykist vera Stóri Dómur en ég reyndi að halda mig bara við hluti sem ég tel ómögulegt að mótmæla. Mín skoðun allavega.
Meistari Babu.
Bellamy var aldrei uppi á topp nema þegar Carroll fór undir hann. Hugsunin var væntanlega að hann og Maxi ættu að detta undir hann til skiptis. Maxi var aldrei með.
Í seinni hálfleik var Carroll að reyna að fá menn framar á völlinn og vissulega reyndi Bellamy, en hann er ekki 90 mínútna maður. Henderson og Maxi voru út.
Svo með Rafa?Nei, alls ekki.
Enginn framkvæmdastjóri í veröldinni nær að breyta liði á minna en 2 árum, nema að það verði eins og þegar Mourinho fékk sjö heimsklassaleikmenn á sama sumri með liðinu í öðru sæti.Fyrir utan það að það er morgunljóst að herra Benitez, sá dásamlegi drengur, var orðinn umdeildur innan félagsins allt sitt síðasta tímabil og mun ekki koma aftur.
Enda vona ég að við séum ekki hið nýja Chelsea, að hafa stjóra í 12 mánuði að meðaltali.Það er beinlínis ömurleg tilvera!!!
Ég viðurkenni það að ég skeit verulega mikið yfir Rafa og það þurfti vitrari menn til að koma því í hausinn á mér að það voru eigendurnir sem áttu mestan þátt í þessu. Enda sendi ég Benitez skeyti á twitter og bað hann afsökunar. (Honum er örugglega drullusama um einhvern sófamann á Íslandi). Það væri gaman að sjá Benitez með sterka eigendur einsog FSG bakvið sig og leyfa honum að fá 100% vald yfir leikmannakaupum.
Maggi (#30) segir:
Ertu ekki að grínast Maggi? Á hvaða leik horfðir þú? Maxi var vinstra megin og Henderson hægra megin allan leikinn. Downing kom inn fyrir Maxi og beint á vinstri vænginn. Adam og Gerrard voru tveir gegn þremur á miðjunni í allt kvöld.
Ég tók engan Stóra Dóm á veru Dalglish í stjórasætinu í færslunni hér að ofan af því að ég er ekki reiðubúinn til þess. Hann var fenginn til að bæta liðið, gerði það á seinni helmingi síðasta tímabils en hefur því miður ekki bætt það enn frekar í vetur. Hann fær að sjálfsögðu sinn tíma en við megum ekki láta ást okkar á Kónginum hindra það að við gagnrýnum hann því hann hefur einfaldlega gert margt illa á síðustu vikum.
Má ekkert vont segja um Dalglish? Má ekkert gagnrýna Carroll af því að hann er ungur og Dalglish hefur trú á honum? Var þetta tap bara einsdæmi um lélegan varnarleik hjá Skrtel og Agger að kenna og á engan hátt því að kenna að við getum ekki spilað sóknarleik?
Þú getur ekki verið bara í jákvæða gírnum og viljað hrista af þér svona leiki þegar þeir eru orðnir fleiri en góðu leikirnir. Það er eitthvað mikið að í þessu liði og Dalglish verður að bregðast fljótt við og laga hlutina, annars fer illa fyrir liðinu og stjóranum. Alveg sama hvað hann heitir, þetta er ekki nógu gott.
það er ömurlegt að horfa á eitt stærsta og flottasta lið í heimi vera komið í meðalmennskuna og bara vegna meðalmennsku kaups. Carrol hefur nú gefið 1 stk stoðsendingu (sem ég hef ekki fattað afhverju þetta heitir stoðsending,, hvað er stoð?? frekar að kalla þetta marksendingu) og það er barasta ekki meðalmennska og langt fyrir neðan það og síðustu kaup KK eru kaup á meðalmönnum sem er bara fúllt. það er talað um að þessir menn séu efnirlegir og þeir verða bara það. Liverpool spilar alltaf með hverjum leik ver og ver og það er dapurt að horfa á skiptingar þegar að verri men koma inná fyrir slæma menn, þetta er virki lega DAPURLEFT LIÐ, fyrir utan SUAREZ, GERRARD, REINA OG BELLAMY sem NB var eini maðurinn sem er virkilega að vinna fyrir liðið. Aumingja Carroll verður að fara að gera eithvað annað en að vera að spila fótbolta ásamt adams, downing hendersson og fl, en ég nenni ekki að gefa þessum mönnum stórann staf eða huga að því hvort þessi nöfn eru rét skrifuð. BÆ BÆ
Áfram LIVERPOOL
Hvað á Suarez marga leiki eftir í banni ?
Eitt enn samt: 4-4-2 kerfið er ekkert dáið ef þú hefur mannskap í það. United og Tottenham spila það t.a.m. reglulega auk Newcastle og fleiri liða. Það sem þarf í það kerfi er varnarlega sterkur miðjumaður sem getur dekkað stórt svæði og sóknarmaður sem getur droppað niður í holuna og linkað upp. Liverpool hefur þessa leikmenn en annar þeirra er meiddur út tímabilið og hinn er í banni. Aðrir leikmenn félagsins hafa síðan ekki þessa eiginleika og virka líklega best í öðrum kerfum. Þessvegna þarf að breyta til, ekki vegna þess að kerfið sem slíkt geti ekki virkað.
Dalglish gerir þó það eina rétta í stöðunni eftir þennan leik: lætur liðið sitt hafa það óþvegið í viðtölum.
Þetta er talsvert betra en krappið sem kom frá honum um Stewart Downing fyrir helgina. Þessir leikmenn hafa brugðist og hann verður að láta þá vita af því, ekki bara klappa þeim á bakið í fjölmiðlum. Stundum getur gagnrýnin vakið menn.
Það vantar bara miklu meiri sköpun í þetta lið það vantar einhvern sem getur búið eitthvað til á miðjuni og farið fram ekki bara nóg að vera með bellamy og suarez sem eru að valda usla þarna á vellinum. Þetta var hörmulegur leikur og eitthvað segir mér að við gætum átt von á meira. Miðjan ekki að gera sig í þessum leik svo eru kantarnir alltaf að valda manni vonbrigðum fyrir utan bellamy auðvitað
Hvernig er það, er ekki hægt að prófa eitthvað af þessum strákum í unglingaliðinu? Það er alltaf verið að kaupa einhverja stráka sem eiga að vera fremstir meðal jafningja en aldrei fær maður að sjá neina af þeim. Flanagan, Kelly og Robinson hafa jú eitthvað fengið sjénsinn en þetta eru allt varnarmenn. Þeir sem fengu sénsinn myndu allavega leggja sig 140% fram myndi maður halda.Annars frábær skýrsla
Tek algjörlega undir leikskýrsluna. Takk fyrir hana Kristján. Við erum auðvitað öll pirruð en þetta bara getur ekki gengið lengur svona.
Einu vil ég bæta við og það er að mér finnst Liverpool vera orðið hrikalega LEIÐINLEGT lið á að horfa. Sóknarleikurinn er ótrúlega hægur þar sem leikmenn taka 3-4 snertingar á bolta áður en þeir geta sent hann frá sér. Hvað eigum við mörg mörk í vetur þar sem við höfum leikið andstæðinginn sundur og saman?
Maður er eins og rispuð plata hérna í athugasemdum eftir leiki:
-Kaupin í sumar hafa alls ekki gengið upp. Adam er langlégasti leikmaður, sem flokka má sem byrjunarliðsmann hjá Liverpool, sem ég hef séð. Hann er hreint út sagt ömurlegur. Henderson var alltof dýr. Við vorum engan veginn í þeirri stöðu í sumar að eyða 16 milljónum punda í efnilegan (samt 21 árs!) leikmann. Downing hefur valdið vonbrigðum.
-Taktíkin hefur alls ekki gengið upp hjá stjóranum. Kristján fer vel yfir það í skýrslunni.
Ég hef miklar áhyggjur af liðinu núna. Eru eigendurnir að missa trúna á stjóranum og fær hann þá ekki peninga til að styrkja liðið? Erum við að festast sem miðlungslið sem keppir við Aston Villa, Newcastle, Everton og þessi lið um 6-8 sætið í deildinni?? Það gæti gerst.Og hvernig fer með okkar bestu menn? Mun Reina sætta sig við þetta og Suarez.
Menn nefna Rafa. Ég er sammála mönnum um að hann myndi gera betur en mér fannst hann búinn með liðið á sínum tíma. Það er kannski að marka því hann var í stríði við vitleysingana sem áttu liðið. Sagði Pepe svo ekki í einhverju viðtali að Rafa hefði misst búningsklefann undir lok stjóratíðar sinnar?
Ein pæling. Þar sem Liverpool er varla lið sem heillar heimskallas leikmenn til að koma og spila fyrir liðið, hvernig væri þá að fara pæla aðeins í að fá nýjan stjóra til liðsins sem laðar svoleiðis leikmenn að sér, það er nú ekki eins og það sé alltaf liðið eða peningarnir sem fá menn til að koma til liðs heldur oft er það þjálfarinn sem heillar, og því miður þá er Kenny Dalglish ekki sá maður, allavega ekki fyrir menn utan Bretlandseyja. Veit ekki kannski er ég bara að leika captain obvious hérna en því miður þá finnst mér kenny ekki vera rétti maðurinn í þetta job til langtíma heldur fannst mér hann frábær sem skyndilausn vegna brottrekstrar Hodgson og Fowler minn almáttugur hvað ég er þakklátur honum fyrir að rífa okkur uppúr þeirri lægð.YNWA
Ég bendi mönnum á average positon kortið hérna: http://soccernet.espn.go.com/gamecast?id=318062&cc=5739 en það sýnir að Bellamy var greinilega fremstur og Carroll dró sig aftar á völlinn til að vinna skallabolta. Þessi uppstilling sést vel í markinu þar sem Carroll stingur inn á Bellamy.
Í mínum huga er markmið tímabilsins einfaldlega breytt í ljósi breyttrar stöðu. Vinnum deildarbikarinn (tveir leikir eftir), sláum United út í hinum bikarnum (eigum heimaleik gegn þeim) og náum Evrópudeildarsætinu (erum einu stigi frá því) og þá er ég heví sáttur úr því sem komið er. Við megum ekki láta eins og tímabilið sé bara búið ef við lendum ekki í 4. sæti, þó að það væri vissulega frábært að gera svo. Við hljótum að vilja frekar ná 5. sætinu en því sjöunda fjandinn hafi það.
Bara svo það komi nú skýrt fram þá er ég ekki að kalla eftir því núna að Dalglish hætti og Benitez komi inn. Ég er langt frá því að vera búinn að gefast upp á Dalglish og vona innilega að hann lendi ekki í þeirri heimskulegu herferð sem Benitez lenti í hjá stuðningsmönnum liðsins. En ég held að Benitez myndi gera betur í leikjum eins og síðustu tveimur og hann var mikið meira sannfærandi hvað alla taktík varðar.
Er ekki búinn að reikna það út sjálfur en sá það á ynwa.tv að við erum 2 stigum verr settir eftir sama leikjafjölda og á sama tíma í fyrra. Mönnum fannst Roy Hodgson tímabilið slæmt en þetta er í alvörunni að stefna sömu leið !Vissulega hefur spilamennskan verið betri á þessu tímabili en þegar upp er staðið er það taflan sem segir sannleikann !
Eftir svona frammistöðu á maður í erfileikum með að tikka á tölvuna. Þetta er sá allra lélegasti leikur Liverpool frá því að hann Dalglish minn tók við liðinu. Nú verður Dalglish og leikmenn að setjast niður og halda fund. Það sást vel í þessum leik að það er stórt vandamál sem er að hrjá liðið, og þetta stóra vandamál er ANDLEYSI!!. Ég er ekki alveg búinn að viðurkenna það að allir leikmenn liðsins séu svona lélegir. Nema kannski Skrtel og hef ég minnst á það áður hér á kop.is. Tel það líka mistök að hafa ekki reynt að fá Cahill í glugganum. (kostaði ekki mikið og er á sömu launum hjá chelskí og Carrager er með hjá okkur, sem er búinn að vera.) Ég vona það bara að Dalglish og félagar kaupi svona 2 leikmenn á sama kaliberi og Suarez til að þrýsta á 4 sætið.(það er algjört möst úr því sem komið er) En ég ætla samt að enda þessa grein á smá bjartsýni. Við erum búnir með báða leikina á móti city og eigum arsenal,chekskí og totenham eftir heima. Þannig að við ættum ekki að kasta þessu 4 sæti frá okkur strax þó svo að við stöndum okkur ekki nógu vel á heimavelli, en ég lifi samt í vonini að það fari að lagast. Og þessi bikarleikur á móti city er lykilleikur til að laga þetta ANDLEYSI sem er að hrjá liðið núna. SLÁUM ÚT city OG KOMUM OKKUR Á BEINU BRAUTINA. ÁFRAM LIVERPOOL.
Meistarinn er verulega ósáttur við sína leikmenn, mjög skiljanlega. Þetta er þó í fyrsta skipti sem hann gagnrýnir leikmenn í fjölmiðlum, og það líka svakalega harkalega. Á það rétt á sér, veit ekki?
http://soccernet.espn.go.com/video?video=channels/339821/1587060&cc=5739
Það er samt þannig að hugarfar og sjálfstraust er svakalegur partur af þessari íþrótt, eins og öðrum. Það er því miður eitthvað verulega mikið að, þetta snýst ekki bara um að kaupa nýja leikmenn. Hópurinn er nógu sterkur til að vera í topp fjögur en það eru alltof margir leikminn Liverpool að spila langt undir getu. Spurning hvað veldur…
Bolton áttu þennan sigur fyllilega skilið, því að andstæðingur leyfði þeim að líta út eins og meistarlið. Það var EKKERT gott við leik Liverpool í dag. Leikmennirnir sem spiluðu þennan leik ættu að skammast sín fyrir þessa framistöðu.
Tölurnar sem Sigurður #38 bendir svo á eru átakanlegar.Liverpool hefur nú aðeins sigrað 9 af 22 leikjum sínum á tímabilinu, þrátt fyrir leikmannakaup uppá rúmar 110 milljónir punda. Skelfilegt!
Það eru 6 stig í eftirsótta 4. sætið, þannig að þetta er langt frá því að vera búið,það eru 48 stig eftir í pottinum. Við þurfum þá hinsvegar að fá meira en 1.59 stig að meðaltali fyrir hvern leik.
Til að liðið nái í þetta 4. sæti þá þarf liðið að gera meira en að girða sig í brók, það þarf að fara í brækur!
Ég er ekkert alltof bjartsýnn á að það gerist.
Mér fannst Liverpool spila fanta vel framan af tímabili, áttu alla leiki fyrir utan Tottenham leikinn sem við töpuðum tveimur færri og í þeim leikjum sem við töpuðum stigum var það yfirleitt fáránleg óheppni. En í síðustu leikjum 6-7 hefur lítið gengið, liðið spilað mun verr og erum að tapa stigum sannfærandi sem ekki gerðist framan af tímabili. Hver er ástæðan fyrir þessu? Er það eingöngu fjarvera Lucas? Er Gerrard svona stórlega ofmetinn leikmaður að hann getur ekki komið í stað Lucas? Eða fór umræðan og bann Suarez svona svakalega illa í leikmenn Liverpool? Rafa er fyrsti kostur fyrir mér ef Dalglish að einhverjum ástæðum dettur út úr þessu, hef alltaf haft mikið dálæti af þeim manni og hann með alvöru stjórn á bakvið sig mun gera þetta lið að STÓRveldi aftur.
http://www.espn.co.uk/football/sport/video_audio/132292.html sáttur með hann !!
Þetta var svo sannarlega átakanlega lélegt. Og örugglega slakasti leikurinn sem ég hef séð í vetur, sá reyndar ekki Stoke á síðustu helgi. Tveir svona ömurðarleikir í röð og það eftir jólatörn sem var ansi slök, maður hlýtur að leita að ástæðum fyrir því.
Vandamálin hafa án vafa breyst. Fyrri hluta tímabilsins nýttust færin ekki, núna koma þau ekki. Við sköpum ekki færi, pressum ekki nógu vel og leysum ekki nógu vel vænlega sóknarmöguleika.
Í þrígang var kostur á að skapa algjört dauðafæri. Fyrst ákvað Adam að skjóta sjálfur í stað þess að koma boltanum á Bellamy sem var dauðafrír í dauðafæri. Svo ákvað Bellamy að skjóta í stað þess að senda á Gerrard ef ég man rétt og í þriðja skiptið ætlaði Gerrard að vaða sjálfur í gegnum vörnina í stað þess að senda til hliðar. Þarna krystallast eitt vandamálið í sóknarleiknum núna. Menn vilja klára sjálfir því þeir hafa ekki trú á samherjum sínum.
Annað vandamál í sóknarleiknum er að miðjan er alveg gjörsamlega, fullkomlega steingeld. Adam hefur ekkert gert af viti síðustu vikurnar. Gerrard kom sterkur inn eftir meiðslin en hefur síðan lítið skapað. Henderson er allt í lagi á miðjunni, gerir ekkert á kantinum en hefur ekki skapað nógu mikið af færum. Allir þessir myndu spila mun betur ef Lucas nyti við. Nema Adam, hann ætti fyrir löngu að vera kominn á bekkinn. Vona að Shelvey komi inn í næsta leik.
Þriðja vandamálið er senterinn. Carroll greyið reynir og reynir, átti vissulega stoðsendingu í dag en annars kemur nánast ekkert út úr því sem hann gerir. Kiksar í fínum færum, hittir ekki rammann þegar hann skallar, boltinn nær sjaldan til hans og svo framvegis. Hann hefur engan veginn náð að fóta sig hjá liðinu, jafnvel þótt hann hafi fengið run af leikjum eins og núna.
Og hvað er þá til ráða? Reka Dalglish, Comolli, Clarke og Keen? Selja Adam, Downing og Carroll? Kaupa Cavani, Neymar, Götze, Barrios og Gomez?
1. Dalglish verður að fá meiri tíma. Við erum núna án tveggja af þremur bestu leikmönnum okkar. Lucas og Suarez eru ásamt Gerrard og kannski Agger og Reina þeir leikmenn sem bera liðið uppi.
2. Kaupa mjög öflugan varnarsinnaðan miðjumann. Veit ekki hvern. Jon Obi Mikel? Stundum þarf að stilla upp tveimur varnarsinnuðum miðjumönnum og stundum einum og Lucas vantar samkeppni um stöðuna.
3. Kaupa senter. Ég veit, þetta vita allir. Það þarf ekki að selja Carroll, hann verður bara að standa sig betur til að komast í lið. Ef nýr senter verður keyptur og Carroll stendur sig vel er hægt að stilla upp í 4-1-3-2, með Gerrard, Suarez og t.d. Bellamy fyrir aftan Carroll og nýjan senter.
4. Selja Kuyt sem fyrst. Gefa Downing annað tímabil til að sanna sig, ef það gengur ekki, þá má selja hann í janúar á næsta ári.
Þetta er til að starta umbótum, Adam má vera þarna á bekknum. Það má alveg nota Shelvey meira. Hann er aggresívur og með svipuð hlaup og Gerrard. Það verður þó að vera varnarsinnaður miðjumaður fyrir aftan þá.
Hrikalega flottur hlekkur í 54 sem sýnir hvernig okkar liði var stillt upp.
Maxi Rodriguez var einfaldlega aldrei úti á kanti í leiknum, kannski var honum stillt þar upp en þar kom hann aldrei.
Ég man allavega aldrei eftir því að hafa séð hann taka Grétar frænda minn á. Aldrei nokkurn tíma. Á sama hátt fór Henderson held ég aldrei fram hjá hinum bakverðinum svo að leikkerfið sem mér fannst vera í þessu var 451 eða 4411.Alla vega eins og það spilaðist og vísa bara í hlekk #54 sem er sammála mér.
Svo sýnir Dalglish mér einfaldlega aftur í þessu viðtali hvers vegna ég treysti honum fyrir verkinu, það er ekki einn Liverpoolmaður ánægður með leikinn í kvöld og þegar svoleiðis er þá fá menn að heyra það. Ekki eftir 1-1 jafntefli gegn Norwich heima sem menn áttu að vinna með því einfaldlega að klára færi.
Í dag áttum við ekkert skilið.Ég ætla svo að fá að halda mig áfram við það að ræða þennan leik og það sem er honum tengt og fá að ræða áfram um þá staðreynd að varnarleikur liðsins í kvöld var kómískur og það styðja held ég hver einasta leikskýrsla blaðamanna í kvöld. Þegar þú gefur þrjú mörk á jafn kjánalegan hátt og í kvöld (og Enrique var bara heppinn að gefa ekki það kjánlegasta) þá einfaldlega vinnurðu lítið.
Ég sagði í hlekknum mínum áðan og styð það bara núna með vísun í viðtalið við kónginn að þessi frammistaða í kvöld var óásættanleg og einfalt mál að leikmenn þurfa að horfa í spegilinn og velta fyrir sér hvort þeir eru farnir að forgangsraða leikjum.Og í stað þess að taka enn eina Lucasar/Kuyt – umræðuna, núna um Carroll (sem átti stoðsendingu) og Downing (sem kom inná á 62.mínútu í steindautt lið) þá væri ég til í að spyrja frekar spurninga þá menn sem mest gerðu upp á bak í kvöld.
Á að treysta Skrtel fyrir að spila á miðvikudaginn eftir svona frammistöðu?
Hversu létt verður fyrir David Silva að spóla sig framhjá bakvörðunum eða í gegnum dauðvona varnarmiðju?
Getum við reiknað með því að kantmennirnir Maxi og Henderson ákveði að taka ALDREI bakvörð á næsta miðvikudag?
Er Adam rúinn öllu sjálfstrausti eftir að hann tapaði alvöru varnartengilið fyrir aftan sig?
Það eru þær spurningar sem brenna á mér í kvöld fyrir mikilvægasta leik tímabilsins og ég heimta að fá góð svör við gegn City og um leið þá leyfa mér að hlakka til Wembley-ferðar. Downing og Carroll umræðan deyr aldrei, kemur hér á 98% pistla, en ég ætla bara að fá að segja pass í bili. Sorry.
Dalglish versus Benitez. Á að fara í hana núna?
Mikið finnst mér það erfitt, dái mennina báða upp í rjáfur og finnst umræðan út í Hróa því ég var töluvert glaðari með Rafa en margir lykilmennirnir í klúbbnum og tel ekki meiri en 1% líkur á að hann yrði ráðinn þó Dalglish hætti.
En við megum heldur ekki dæma þá nema á réttum forsendum. Á fyrsta tímabilinu í deildinni var Rafa með 50,8% árangur og á því leiktímabili keypti hann Josemi, Nunez, Xabi, Garcia, Morientes, Pellegrino og Carson. En það var vissulega Istanbul-árið sem gerir hann ódauðlegan, en deildarárangurinn var skelfing.
Deildarárangur okkar núna er 53%. Og við erum inni í bikarkeppnunum báðum á þessum tímapunkti, nokkuð sem var ALDREI í tíma Rafa 21.janúar held ég. Eftir annað tímabilið hans komumst við ekki nálægt úrslitaleik í bikarkeppni svo ég muni – en auðvitað var hann að vinna fyrir fávita lengst af!
Þeir sem lesa það sem ég skrifa hljóta að sjá það að ég er ekki ánægður með upplegg þessa leiks, ég hefði reyndar ekki breytt miklu í byrjunarliðinu því ég held að þarna hafi 10 af 11 bestu tiltæku leikmönnunum leikið, en ég hefði aldrei haft Gerrard inni á miðju og Henderson úti á kanti.
Það ber Dalglish ábyrgð á. Ég hefði líka viljað sjá hann taka Maxi útaf í hálfleik fyrir Downing og fara í hápressu. Var ekki glaður með hann í kvöld frekar en aðra, en ætla ekki að fara í lítinn dóm, hvað þá stóran fyrr en í lok þessa tímabils í fyrsta lagi.
En ég viðurkenni að vera gamaldags og að hafa verið brjálaður þegar Rafa var rekinn, var kallaður Rafasleikja á mörgum vefsíðum síðasta veturinn hans, m.a. hér. Svo kannski er ég ekki að marka þegar kemur að því að tala um þjálfara.
Enda í “sértrúarkölti” sem ég þarf víst að losna úr. Það mega allir í heiminum vita að ég væri til í að vera í þessu ákveðna költi alla daga, allar vikur, alla mánuði og öll ár.Svo ég held bara áfram að vera sá óraunhæfi gamaldags költ-maður sem ætla að vera ógeðslega pirraður út í leik kvöldsins en treysta því að liðið mitt fari í fyrsta úrslitaleik sinn heimafyrir í sex ár og stíga þá mikilvægt skref í átt að happasælli framtíð.
Til að svo megi verða þarf að vinna verulega öfluga vinnu á æfingasvæðinu þar til á miðvikudagskvöld. Og það þarf að hreinsa til í kolli þeirra sem ekki eru tilbúnir. Sem í kvöld mér fannst mest vera hjá öftustu línu liðsins, Maxi og Adam. En það er bara mín skoðun.
Reiði reiði reiði.Hvers á maður að gjalda að vera stuðningsmaður þessa klúbbs? Helgi eftir helgi finnst mér eins og ég sé Palli einn í heiminum með enginn fjandans svör við neinu hvað er að gerast. Ég vil fá algjört INSIDE INFO hvað er að gerast í búningsklefanum og hvað þjálfara liðið er að hugsa þessa dagana. Þið eruð líka með svo miklar gloryur um að fá bestu framherja heims til liðs við okkur, við höfum nákvæmlega ekki uppá NEITT að bjóða þessa stundina. Við eigum heimsklassa leikmenn í FLESTAR stöður og við eigum að geta strugglað uppí 4 sæti með þessum hóp, þangað til ættum við að vera rólegir að vera orða menn eins og Hazard og Soldado við okkur.En gætum við ekki prufað að henda Suso inní þetta spil? Sterling? Einn leik? Hverju í fjandanum höfum við að tapa? Við skulum samt róa okkur á að vera gjörsamlega jarða liðið okkar fyrir nokkrar ömurlegar vikur, það er sárt að horfa uppá þetta og það er ennþá leiðinlegra að hafa alla vini sína yfir sér á mánudögum vera fagnandi sigrum sinna liða, við hljótum að geta brotist í gegnum þetta og við munum gera það!
Mér er það lífsins ómögulegt að skilja hvernig stjórn Liverpool hélt að það myndi komast í gegnum átta leiki án Suarez, sóknarlega. Andy Carroll,com’on!!! Hann er búinn að hengja haus, gefast upp, það er ekkert fight í honum lengur, enginn eldur. Það hefur bara slökknað á honum og það er oft erfitt að kveikja aftur í markaeðlinu (Torres, Sheva). Liverpool þarf ekkert að skammast sín fyrir að hafa keypt stræker á okurverði; þetta hafa öll stórlið gert. Dalglish þarf bara að viðurkenna það fyrir sjálfum sér. Suarez og Lucas voru mikilvægustu mennirnir í liðinu og knattspyrnustjórinn veðjar á að Gerrard muni draga vagninn…só sorry, maðurinn hefur ekki spilað knattspyrnu í næstum ár og eins og var spáð fyrir um á þessari síðu, fyrstu leikina verður hann góður, svo kemur slæmt tímabil. Og það er að rætast. Hvað gerðist síðan fyrir Charlie Adam, skil ég bara ekki. Henderson hefur staðist mínar væntingar, það er þó kraftur og metnaður hjá honum. En Downing og Carroll, það er eins og þeir séu saddir. Að þeim finnist þeir hafa náð toppnum með því að hafa komið til Liverpool, að hlutirnir muni koma af sjálfum sér.MEnn geta vissulega sagt; Carroll fær ekki boltann í teig. Á hinn boginn má nefna að Carroll er sjaldnast að koma á ferðinni inní teiginn, hann var lullandi allan helvítis leikinn, hitti ekki boltann úr eina færinu sem hann fékk. Com’on, frúin mín-sem hefur ekki hundsvit á fótbolta-sér hversu andlaus og lélegur leikmaðurinn er. Hann þarf að fara í sálfræðitíma, sjálfstraustsmeðferð og gvuð má vita hvað. Maggi, Maggi, Maggi. Jújú, vörnin var ekki að eiga góðan leik. En biddu fyrir þér, sóknin. Algjörlega gerilsneydd öllum frumleika, eftirvæntingu og hinu óvænta…það sem Suarez hefur einmitt boðið uppá. Þar er kraftur, metnaður og eldur….ELDUR sem brennur fyrir félagið og hina félagana. Ágæta stjórn Liverpool; sóknarmann og varnarsinnaðan miðjumann. Og Dalglish, sparkaði Carroll niður í varaliðið og láttu hann skammast sín. Downing, ég myndi taka einn göngutúr um verkamannahverfið í Liverpool og reyna að sjúga að þér andrúmsloftið og hvað það er sem Liverpool snýst um. Ætla að leyfa mér að vitna í orð Nicholas Cage; Loosers do their best, winners go home and…” Þið megið botna rest….. og komið skilaboðunum til þessara “bloddy wanckers” sem klæddust búningi félagsins í kvöld.
Ömurlegur leikur.
En er það til of mikils ætlast að menn sem eru að skrifa hér langa pistla geri einstaka sinnum sinnum greinarskil?
Eða bara línubil?
Maður gefst upp á að lesa oft ágætar pælingar þegar þessu er skellt svona fram í einni klessu.
Like á mig fyrir að pirrast á einhverju öðru en Liverpool 🙂
Maggi (#63) segir:
Spearing bara VERÐUR að vera orðinn heill fyrir miðvikudag. Hann er enginn Lucas en hann er margfalt betri en að vera bara ekki með neinn þarna. Hann er allt í einu orðinn krúsjal fyrir þessa bikarleiki. Hann verður að vera heill.
Það er frábært að vera komnir í þessa stöðu í báðum bikarkeppnum og nálægt því að tryggja okkur í Evrópudeildina strax í febrúar. En við skulum hafa það á hreinu að þessi bikarárangur hefur náðst nær algjörlega án framlags frá Carroll og Downing. Ég skil vel að þú viljir ekki taka þá umræðu á laugardagskvöldi, hún er orðin verulega þreytt, en ég ligg heima veikur og hef ekkert betra að gera. Þannig að ég tók þá umræðu. 🙂
Sammála. Ég er ánægður með viðbrögð hans við þessu tapi. Hann hefði auðveldlega getað reynt að kenna dómaranum um (Kevin “Friend” hatar Liverpool að venju en hafði þó engin stór áhrif á úrlist leiksins í kvöld) eða eitthvað slíkt pólitískt, en þess í stað lét hann liðið bara heyra það og maður treystir því að þeir fái að finna fyrir þessum orðum á æfingasvæðinu á morgun.
Ég styð Dalglish enn fyllilega í starfi. Eins og þú sagðir í eldri ummælum hér að ofan tekur það jafnvel bestu þjálfara meira en 12 mánuði að búa til topplið úr rústum Hodgson/Hicks&Gillett-tímans. Dalglish vinnur í þessu og ég treysti honum og styð hann. Ég studdi Benítez allt til loka á sínum tíma en hikaði samt aldrei við að gagnrýna það sem mér fannst hann gera illa. Hann var ekki fullkominn, Dalglish er það ekki heldur, það er það enginn. Og við hljótum að mega ræða það sem Dalglish gerir illa án þess að heimta að hann sé dreginn út bak við hús og tekinn af lífi. Eins hljótum við að mega styðja Dalglish án þess að láta bara eins og allt sé í stakasta lagi og hann geri engin mistök.
Maxi sótti nær eingöngu upp að vítateignum vinstra megin. Meðalstaða hans í leiknum segir lítið nema kannski það að hann stóð sig illa í að teygja á vörn Bolton, driftaði allt of oft innávið í stað þess að ógna Grétari Rafni og teygja á vörninni. Hann var klárlega lengst til vinstri í fjögurra manna miðju og Henderson lengst til hægri, en þeir voru hvorugur nógu utarlega til að teygja á vörninni og það skilaði sér í endalausu miðjumoði fram á við.
Allar umræður um stöður Maxi og Henderson í leiknum breyta því samt ekki að Gerrard og Adam voru í sífellu tveir gegn þremur á miðsvæðinu og vörnin hafði enga vernd. Ég er til dæmis ósammála þér í því að það sé hægt að skrifa fyrsta markið bara á Skrtel. Hann fer upp í baráttu um bolta og tapar því en það var enginn nálægt til að hirða annan boltann. Ef Lucas hefði verið inná hefði Skrtel annað hvort ekki þurft að fara í þennan bolta, af því að Lucas hefði verið þarna og unnið boltann, eða þá að Lucas hefði staðsett sig til að hirða seinni boltann. Það mark skrifast að mínu mati á það að vörnin hafði enga vernd, Skrtel tapaði einvígi gegn framherja og ÞRÍR miðjumenn komu blússandi, óvaldaðir, í kjölfarið inná teig gegn Agger einum. Kviss bang búmm, mark.
Jæja, farinn að taka verkjalyf. Það á að banna mönnum að fá flensu á laugardögum…
Verð að taka undir með Magga hérna. Allt tal um Benitez finnst mér í besta lagi kjánalegt….hann stóð sig vel á sínum tíma en sá tími er liðin.
Sammàla mörgu í skyrslunni en alls ekki öllu.
Carrol var ad mìnu mati næst besti madur lidsins, tegar hann tarf allann leikinn ad vera ad koma nidur fyrir midju til ad sækja boltann og svo eltast vid endalaust af ònákvæmu boltum frà vörninni bara eitthver fram völlinn. Svo voru fyrirgjafirnar jafnvel enn verri. Fannst hann gera meira en flest allir adrir. Leikskipulag Kenny er bara ekki ad virka.
@ babu #22
Hvad meinardu med ad Comolli turfi ad sanna tilverurètt sinn? Hann losadi okkur vid òtrùlegustu leikmenn og keypti nàkvæmlega tad sem Kenny bad um? Hvar er tad Comolli ad kenna?
@maggi
Alls ekki skrölta ad kenna ad vera stiginn ùt med heppni lengst frá marki og engin hjàlparvörn fyrir aftan hann, t.d. Glen Johnson var alltof utarlega tarna, sem og Agger sem àtti ad valda svædid fyrir atfan hann.
Mark #2 tá lít èg frekar à tàtt Henderson tat.
Mark #3 menn get alltaf tapad skallaeinvígum og er fyrirgefanlegt en ad menn sèu ekki ad pikka upp menn beint fyrir framan markid er òafsaknlegt. #agger
En skv. ESPN stillti Liv upp í 4-3-3 med Gerrard, Adam og Henderson à midjunni og frammi Carrol fremstan med Maxi og Bellamy sitthvorumegin vid sig.
P.s. tetta er bara reidilestur pirrads pùllara og mikid rosalega vildi èg ad èg hèldi jafnmikid med Barca og èg held med Liverpool
Talar um að Downing og Carroll séu ekki í LFC classa,ég lýsi þá eftir LFC classanum hans Adam mér finnst hann hörmung og hef aldrei séð að hann sé frábær leikmaður hann átti eina sendingu gegn chelsea búið. Ef þessi maður er eða hefur einhvertíman verið í LFC classa hefur sá standart hrapað all verulega samt er hann í byrjunarliðinu viku eftir viku.
Af hverju geta ekki allir verið eins og Bellamy?!?
Ég reyni nú alltaf sem stuðningsmaður Liverpool að taka góðu punktana útur leikjunum og horfa á það jákvæða. Nú er mælirinn fullur.
Staðreyndin er þessi; við erum að spila mögulega á móti lélegasta liði deildarinnar og við töpum sannfærandi 3-1. Mér finnst eiginlega sárara að þeir unnu okkur sannfærandi heldur en þeir að hafi unnið okkur. Það getur nefnilega alltaf gerst að lélegri lið vinni leiki á baráttu og seiglu. En að þeir hafi sigrað leikinn sem betri liðið og voru allan tímann líklegra til að bæta við marki heldur en við er þyngra en tárum taki.
Ég er lítið fyrir að tala í fyrirsögnum en guð minn góður hvað er að frétta!? Charlie Adam? Hvað ertu að gera á vellinum? Andy Carroll? Með verri kaupum í sögu knattspyrnunnar í heild sinni. Já, ég held það fari bara að vera staðreynd. Ég hef reynt að verja hann en það er ekki hægt lengur. Hann er á topp 10 lista yfir dýrustu leikmenn sögunnar og ég held að David N´gog sé betri leikmaður. Guð hjálpi okkur. Ég fullyrði að margir í PEPSI-deildinni séu með betri boltameðferð en hann.Að því sögðu finnst mér skrýtið að ætla að gagnrýna Comolli eitthvað sérstaklega fyrir sín störf. Meirihluti Liverpool sáu til að mynda Downing sem kantmann sem myndi koma inn og bæta liðið til muna. Downing skeit, lítið sem Comolli getur gert í því jakkafötum á skrifstofunni sinni. Charlie Adam voru fyrirfram ágætis kaup. Kaupverð undir 10 millum og hann búinn að gera það gott. Hann er ekki að sýna það sem ég getur (vona ég, annars guð hjálpi okkur) og helsta target Kenny. Aftur, ekki Comolli að kenna. Carroll…ég nenni ekki að tala meir um Carroll.
Hins vegar, Suarez góður. Enrique góður. Bellamy góður. Coates efnilegur. Henderson, að mínu mati allavega, mjög efnilegur og mun stimpla sig inn með árunum sem mjög frambærilegur miðjumaður.
Nei, ég sé ekki að þetta sé Comolli eitthvað sérstaklega að kenna heldur bara leikmönnunum og Kenny. Já, það má nefnilega alveg gagnrýna Kenny eins og Rafa, Houllier eða Evans. Staðreyndin er sú að hann er ekki að skila heilt yfir góðu móti það sem af er. Ég vona að það breytist og hef alveg trú á því. En við skulum ekki halda einhverjum hlífiskildi yfir honum frekar en öðrum þegar hann á það skilið.
P.S. Guði sé lof fyrir manninn sem bruggaði fyrsta bjórinn; án hans væri ég í fósturstellingu sjúgandi þumalinn minn þetta laugardagskvöld.
Viðbrögð við mótlæti eiga sér margvíslegar birtingarmyndir. Yfirleitt bregðast menn fyrst við með röklegum skýringum, fari ekki að ganga betur taka við afsakanir og dugi þær ekki hefjast nornaveiðarnar. Ekki vil ég halda fram að Kenny sé dottin í nornaveiðar en giska nálægt samt. Karlinn leit ekki vel út eftir leikinn í dag.
Kenny var mjög harðorður í garð sinna manna í viðtölum eftir leikinn og það með réttu. Hins vegar ætla ég rétt að vona að karlinn horfi í eigin barm og minnist þess hver keypti þessa leikmenn og valdi þá í liðið!
Nú er ögurstund hjá LFC. Allir sjá að þetta er algjörlega fáránlegt. Steindautt jafntefli heima gegn Stoke og láta síðan eitt lélegasta lið í PL rúlla yfir sig í næsta leik.
Þá spyr maður hvar liggur ábyrgðin? Vissulega er það hárrétt hjá Kenny að þegar að menn ganga inn á völlinn í búningi LFC skal sýna merkilegasta fótboltafélagi heimsins þá virðingu að berjast eins og engin væri morgundagurinn. Eða koma sér í burtu ella!
Hin hliðin á peningnum er síðan hlutur þeirra sem völdu þessa meðaljóna og sólunduðu fjármunum félagsins. Kenny og Comolli fjárfestu í leikmönnum fyrir meira en 100m pund! Downing og Carroll kostuðu 55m pund til samans en hafa reynst LFC hræðilega. Þessir tveir eru gott dæmi um farþega sem koma inn á völlinn án eldmóðds eða sigurvilja. Hirða kaupið en nenna ekki, eða geta ekki, unnið fyrir því.
En hver valdi þá til liðsins? Ekki gerðu þeir það sjálfir! Svo annað og óskylt dæmi sé tekið þá sigldi ítalskur skipstjóri risafarþegaskipi í strand og flúði síðan eins og heigull frá farþegum og áhöfn. Engin ábyrgð eða metnaður til að bjarga félögum sínum eða skjólstæðingum. Hann er ömurlegur en hver er ábyrgð þeirra sem völdu lydduna til að stýra dýrum knerri?
Er ekki persónuleiki þessara manna kannaður áður en þeim er falin ábyrgð? Eru ekki menn eins og Carroll og Downing skoðaðir í ljósi þess hvort þeir dugi eða deigni?
Talandi um Rafa þá var það einmitt hluti af hans vinnubrögðum að skoða andlegan styrk leikmanna sinna. Þessir tveir, Carroll og Downing, kostuðu 11 milljarða af fjármunum LFC! Hægt væri að bæta 4 milljörðum við þessa upphæð ef Henderson og Adam væru teknir með. Allir eru þeir meðalmenn eða tæplega það.
Meðalmennska fyri 15 milljarða er eitthvað sem venjulegum kaupsýslumönnum þykir lítið fyndið. Jafnvel oligarka eins og Roman eða Abu Dhabi genginu yrði ekki skemmt hvað þá nöglum eins og eiga LFC í dag.
Kenny verður að girða sig í brók og það strax. Knattspyrnustjóri er rétt eins og skipstjóri á skipi. Fiski hann ekki og sé hann í tjóni með með áhöfnina, sem hann valdi, þarf hann að fjúka.
Viðbrögð Kenny í dag benda til þess að hann sé á síðustu metrunum. Ég hef ekki heyrt hann áður ráðast á leikmenn sína með þessum hætti. Nú verður karlinn að sýna úr hvaða efni hann er gerður. Næstu leikir eru því afgerandi fyrir Kenny. Allt er mögulegt ennþá en tíminn er að renna út.
Nr. 69 Björn Yngvi
Það er talað um að hann stjórni mannaráðningum, sannfæri leikmenn um að koma til liðsins og kaupi þá. Auðvitað í samráði við stjórann ef þetta á að ganga upp. Ef hann á að vera þessi kraftaverkamaður sem talað var um þegar hann kom til liðsins þá þarf að koma mikið meira út úr nýjum leikmönnum. Ef þetta er allt á ábyrgð Dalglish þá spyr ég aftur, hvað er Comolli að gera?
Ég er ekki að afskrifa Comolli, ekki frekar en Dalglish og það gleymist svolítið að Liverpool kom nokkurnvegin út á sléttu fjárhagslega eftir síðasta ár á leikmannamarkaðnum. En við getum ekki tekið marga svona leikmannaglugga, þar sem nýjir leikmenn bæta eins skammarlega litlu við og þeir Downing og Carroll hafa gert ásamt Henderson að einhverju leyti. Eins er liðið augljóslega í miklum vanda núna í nokkrum stöðum og því væri öflugt að sjá yfirmann knattspyrnumála leysa þann vanda.
Auðvitað á Kenny að gagnrýna þessa ógeðslegu frammistöðu leikmanna í kvöld. Ég hef orðið vitni að tveimur gjörsamlega “geldum” frammistöðum LFC í röð núna. Það er bara eitthvað að í hausnum á mönnum. Það vinnur ENGIN leik með því að mæta bara á völlinn, þenn verða að koma dýrvitlausir og leggja sig alla fram í verkefnið. Svona frammistaða er ástæða fyrir að draga af mönnum laun jafnvel ! Ég get alveg talið upp 8-9 leikmenn sem ég mundi ekki borga laun fyrir daginn í dag. Ef þú sem leikmaður Liverpool ( sem er B.T.W. forréttindi) getur ekki mætt í leik og gefið 110% fyrir liðið, þá átt þú að vera hjá einhverju öðru félagi, það er mjög einfalt. Ég vona svo sannarlega að þessi viðbjóðslega frammistaða verði til þess að vekja commoli og kenny upp af “þyrnirósarsvefni” og að þeir kaupi eða fái að láni tvo til þrjá leikmenn sem geta gefið okkur fjölbreytileika og mörk í sóknarleik okkar. Ég verð reyndar líka að segja að ég varð fyrir verulegum vonbrigðum með varnarleik LFC í dag. Ég bara trúði ekki mínum eigin augum. 10 dagar eftir til þess að kaupa leikmenn, (og selja). Núna er bara æfing á morgun, og ég vildi svo vera fluga á vegg þegar Kenny lætur menn heyra það. Leikur á miðvikudag sem þarf að einbeita sér að og ég vona svo innilega að menn komi með hausinn í lagi í það verkefni. YNWA
Dapur leikur í dag hjá okkar mönnum, Maggi segir ég sá aldrei Maxi taka mann á, það er hverju orði sannara því staðreyndin er sú að hann tekur aldrei mann á og mun ekki gera því hann hefur ekki getu til þess, Um Adam þá segi ég að hann er einfaldlega ekki í Liverpool klassa, Carrol á vonandi framtíð hjá okkur ,,,enn er ekki tilbúinn ,,,.Ég man Þegar Dalglish tók við Newcastle liðinu á sínum tíma og breytti skemmtilegu sóknarliði í leiðinlegt varnarlið sem náði engum árangri á einni leiktíð, en við verðum líklega að gefa honum tíma,ég hef smá áhyggjur með þessa stefnu hans að kaupa Enska leikmenn öðrum fremur það hefur ekki virkað hingað, mér skilst að Kelly sé mjög efnilegur sem miðvörður það mætti fara að prufa það dæmi, ég hef alltaf haft áhyggjur með Johnson varnarlega þar er Kelly sterkari, Ég hef alltaf verið hrifin af Bellamy og hann er búinn að vera ljósi púnturinn hjá okkur í síðustu leikjum, vonandi munum við ná góðum úrslitum á móti Manchester liðunum í næstu leikjum og þá lítur þetta betur út, ég hef sagt lengi að við höfum ekki styrk til að ná 4sætinu sem stendur því miður, ég er hræddur um að við eigum eftir að tapa fleirri stigum en Arsenal/ Tottenham/Chelsea á þessu tímabili,,,, en vonin er núna í bikarnum,,,,,Áfram Liverpool.
Ég verð að gefa Kristjáni Atla hrós fyrir pistilinn í kvöld. Í meginatriðum segir hann sem segja þarf. Hins vegar (og n.b. ég er ekki að skjóta sendiboðann), að fá Benitez aftur er skelfileg tilhugsun. Af hverju skyldi hann hafa verið án vinnu síðan í haust? Hvert hefði hans svar verið eftir leikinn í kvöld? ,, We played a good game…blablabla…….”Lucas/Macherano miðjan? Er þetta grín? Höfum við gleymt þessu öllu??? Ok, ef Daglish þarf að fara út þá er ekki séns að Rafa komi aftur. Guð minn góður! Krísa? Já. Rafa sem lausn??? Hell NO!
Þessi Dalglish verður að fara umræða sem er að koma hérna upp er á villigötum finnst mér. Hann er búinn að vera með liðið í 1 ár. Ég vil ekki að Liverpool breytist í Chelsea eða Newcastle eða hvað þessi lið heita sem skipta um stjóra um leið og eitthvað bjátar á. Hann tók við liði sem var í 12. sæti. Með slakan hóp. Þurfti að gera miklar breytingar á liðinu sem síðan hafa augljóslega ekki gengið upp. En að hann eigi að fara strax og einhver annar að koma inn er bara bull. Það tekur tíma að byggja upp lið og það er það sem hann þarf. Ekki að ég telji að það sé nokkur möguleiki á því að hann verði látinn fara eða hætti. Það er óháð nafninu. Þrátt fyrir allt hefur hann náð bærilegum árangri og á honum þarf að byggja.
@babu.
Miín skilning á starfi Comolli er sù ad hann átti ad hreinsa til í leikmannahòpnum og sannfæra tá, menn sem Daglish vildi fà til lidsins um ad koma. Allt tetta gerdi hann nema ad hann missti af tveimur sem fòru frekar til man. Utd.
Í mínum huga er hvergi hægt ad kenna Comolli um àrangurinn af getu nyrra leikmanna… Ekki frekar en hægt sè ad hròsa Kenny fyrir gòdan sòknarleik
Í fyrsta skipti frá því ég man eftir mér skammaðist ég mín fyrir að halda með liðinu sem var að keppa í dag, það er eins gott að okkar menn reyni að taka til í hausnum á sér fyrir miðvikudaginn því að ef þeir mæta svona aftur til leiks á tímabilinu þá fá þeir á sig tíu mörk.Ég hef fulla trú á að okkar menn vinni sig úr þessarri meðalmennsku en við verðum bara að fá ferskt blóð inn í hópinn í janúar því þessir leikmenn sem spiluðu þarna í dag ættu að vera spila í íslensku annarri deildinni miðað við þennan leik fyrir utan Bellamy sem stóð sig vel. Restin spilaði eins og viðvaningar.
Skoðaði linkinn hjá nr. 58. Horfði á viðtalið við tvo Liverpool legend Kevin Keegan og John Barnes. Það er alveg rétt hjá þeim sem þeir sögðu, það þarf 4-5 “top quality players” til að vera topplið, svo getur þú verið með 6-7 góða “team players”. Liverpool hefur þetta ekki í dag. Þeir hafa Suarez (í banni), Gerrard (ekki kominn í leikform) og Reina. Nokkrir eru nálægt þessu eins og Agger en okkur vantar fleiri hágæða leikmenn. Við erum bara ekki betra lið en þetta í augnablikinu.
Þrátt fyrir að vera ógeðslega fúll með tapið og allt það þá verðum við að gefa Kenny tíma í starfi, mér finnst nákvæmlega engin lausn á að fá nýjan stjóra í brúnna.Hann þarf að fá að stilla þennan hóp af eins og hann vill.
Einhverjir 6 nýjir leikmenn á hverju seasoni er ekki lausn sem mér finnst sniðug. Downing voru flott kaup síðasta sumar og
allirflestir sem skrifa inná þessa síðu hafa hugsað það sama, brilliant kaup í Downing thja og líka Carroll, hörku targetsenter. Þeir hafa kannski ekki spilað nógu vel að flestra mati á þessu tímabili og það finnst mér líka. Eigum við þá bara að losa okkur við þá eða hvað… Mér finnst það ekki… Muniði þegar Lucas var keyptur frá Brasilíu, geggjaður leikmaður var að skora screamera og læti skv YouTube, hann mætti á svæðið og gat ekki mikið. Flestir vildu hann burt fljótlega og núna er þetta okkar mikilvægasti leikmaður. Sennilega vegna þess að hann hefur lagt mikið á sig til að verða jafn góður og hann er í dag.Þið megið kalla mig bjartsýnan en innst inni vona ég svo innilega að þetta sé raunin með Carroll og Downing. Þeir þurfa tíma og sjálfstraust þá kemur þetta vonandi, og ég vona að þið séuð sammála mér í því
……dæmi er eins og ef við værum að púsla púsluspil og maður tekur kubb sem passar ekki alveg þar sem maður ætlaði honum að vera, þá hendir maður honum ekki, maður tekur bara annan kubb og prófar úr sama púslinu…
peace out…
YNWA
Kristján V
#80. ‘Eg skammast mín ALDREI fyrir að halda með LIVERPOOL, en auðvitað er maður óánægður með frammistöðu leikmanna, það er allt annað. Ef þú skammast þín fyrir að halda með LIVERPOOL eftir svona tapleik þá ertu ekki að halda með réttu liði. YNWA
Er rétt sem ég las einhverstaðar að Maxi hafi kallað Dalglish “stupid manager” og þessvegna sama og ekkert fengið að spila í vetur? Veit einhver hvort þetta sé rétt? Ef svo er og fleiri ástundað svipað er engin furða að andinn í liðinu sé nánast enginn. Kannski hafa einhverjir leikmenn misst trúna á Dalglish á æfingasvæðinu, hver veit?Þessi þráhyggja Dalglish að koma á þessum enska kjarna og “us against the world – siege mentality” er líka kannski að koma núna í bakið á honum. Hvernig hann spilar hinum skoska Charlie Adam alltaf sama hversu illa hann spilar er t.d. ekki eðlilegt. Kannski kemur hann fram við suma leikmenn sem uppáhöldin sín og öðrum finnist þeir ekki eiga séns. Það í bland við slök úrslit getur skapað mikla togstreitu innan hópsins og eyðilagt liðsheildina. Ég sá allavega ekki einn leikmann hafa trú eða áhuga á að jafna leikinn í seinni hálfleiknum áðan.Þetta Dalglish/Clarke samstarf er kannski ekki að ganga nógu vel. Pjúra sóknarþjálfari hentar kannski ekki með pjúra varnarþjálfara hjá Liverpool. (Minnir mann pínu á Roy Evans/Houllier fyrir 12 árum sem var reynt í 1 ár með algerri meðalmennsku) Stundum finnst mér af undarlegu liðsskipulagi að bara annar þeirra sjái um liðið þann daginn. Það er stundum hrikalega passívt eða næstum naive of sóknarlegt eins og núna gegn Bolton að stilla í 4-4-2 með engan hraða á köntunum. Hélt Dalglish að Bolton myndi bara pakka í vörn og Maxi fengi allan tíma í heiminum að komast í sóknina og Adam fengi nógan tíma á boltanum til að stjórna leiknum? Það er eins og það sé engin heildarsýn yfir hvernig Liverpool eigi að spila, leikkerfi prófuð fram og tilbaka og spilið rosalega hægt og tilviljanakennt. Maður sér ekki mikið um fléttur og kerfisbundið spil beint af æfingasvæðinu. Allir leikmenn einhvern veginn í sínu horni að reyna sóla upp sjálfir eða skjóta þegar aðrir eru í betra færi. Það sem vantar í okkar lið í augnablikinu er auðvitað hraði, hraði og hraði. Liðið er alveg sjúklega hægt og fyrirsjáanlegt. Jafnvel hin hörmulega vörn Bolton sem er míglek og snauð af sjálfstrausti leit frábærlega út á móti okkur. Við bara ráðum ekki við að sækja á hröðum skyndisóknum eða að komast á bakvið bakverði andstæðinga. Við þurfum sennilega að mínu mati að fara í 4-5-1 þangað til Suarez kemur tilbaka og halda okkur þar eftir við varnarsinnað 4-3-3 og gefa hugsanlega aðeins eftir kantana. Núverandi leikmannahópur bara getur ekki spilað með flata 2 manna miðju út tímabilið með joggandi Gerrard þar í sífelldri meiðslahættu hlaupandi úr stöðu hvað eftir annað.Sárt að segja þetta en ég held við verðum bara að afskrifa CL-sætið í ár og einbeita okkur að bikurunum. Nota það sem eftir er af tímabilinu til að búa til eitthvað virkilega jákvætt fyrir sjálfstraust liðsins næsta ár. Clarke er búinn að berja góðan varnarleik í liðið og grunnurinn að virkilega góðu liði er þrátt fyrir allt enn til staðar. Það fá allir leikmenn hreint borð til maí og séns á að sanna sig fyrir næsta season þar sem við setjum stefnuna á topp 3 eða titil. Jafnvel Suarez, Gerrard og Reina eru ekki öruggir með að halda áfram í Liverpool nema þeir séu 100% tilbúnir í stríð. Lærum af mistökum þessa árs, hreinsum hæga og vælandi menn út og fáum sigurvegara með stálvilja inn.
Helvítis eilífðar grenjur í ykkur poolurum. Hvað má ManUnited segja með heilt 11 manna lið á meiðslalista og enginn kvartar? Þið vælið og skælið ef einn eða tvo menn vantar í ykkar jójó lið en nefnið ekki einu orði ef tug manna vantar í önnur lið. Reynið að þroskast og líta raunsætt á stöðu allra liða þegar þið metið árangur liða fávitar. Kenny Dalglish er nákvæmlega eins og þið fastur í fortíðinni og ekki fær um að skilja hvernig ná á árangri í nútímaknattspyrnu. Hann var góður á sínum tíma en það VAR ÞÁ EN EKKI Í DAG.
Sælir félagarÉg skammast mín ekki fyrir að halda með LFC og mun halda með liðinu hvað sem á gengur. En hitt er á hreinu að ég skammast mí fyrir leikliðsins í dag (gær).Af hverju skammast ég mín fyrir liðið? Einfaldlega vegna þess að frammistaða þess var með þeim hætti að það var liðinu, stjóranum og stuðningmönnum til skammar. Það er ekki flóknara. Að koma inn á völl líklega lélegast liðs efstu deildar á Bretlandi og í orðsins fyllstu merkingu “skíta á sig” þegar á fyrstu mínútum leiksins og halda því svo áfram allan leikinn er til skammar öllum sem nálægt því komu.
KK þarf að hugsa sinn gang það ekki vafi. En að vilja reka hann á þessum tímapunkti er í besta falli mikil fljótfærni og í versta falli óímunnberanleg heimska. KK á það inni hjá okkur ollum sem styðjum og höfum stutt þetta lið árum og áratugum saman að fá að klára það sem hann ætlar (ætlaði) að gera með þetta lið. Hann veit það manna best hvort honum hefur tekist það eða mun takast það. Og þá tekur hann ákvarðanir í samræmi við það. Þangað til er hann friðhelgur og það vita allir menn sem eru eldri en tvævetur.
Hann er þó ekki á þeim stalli að ekki megi gagnrýna hann og eins og ég nefndi hér að ofan þarf hann alvarlega að hugsa sinn gang og ekki síst hvað varðar kaup á leikmönnum og hvað á að gera við þá leikmenn sem virðast fullkomlega ónýtir og hvað á að fá í staðinn. Þar verður hann að bæta um betur ef ekki á illa að fara.
Það er nú þannig.
YNWA
Aðeins að öðru. Það er óþolandi að þurfa að laga allan texta og setja aftur inn greinaskil þegar maður hefur póstað kommentin sín. Eitthvað er að hvað það varðar.
Ég átti sannarlega ekki von á því að eiga eftir að segja þetta á þessu tímabili, en ég elska Bellamy.#84 Hvaðan hefurðu þetta? Leit á google að “maxi dalglish “stupid manager”” skilar einni niðurstöðu í kommenti í færslu á http://www.liverpool-kop.com (án nokkurra tilvísana). Það þarf nú aðeins meira kjöt á beinum til að taka því trúanlega.
Þetta er ekki hægt! Þetta er Liverpool!
Þetta er ekki Leichester eða hvernig sem það er skrifað. Það sjá það allir að spilamennska liðsins er skelfileg. Alveg HRÆÐILEG! og mannskapurinn er ekki uppá blautan hund.Sumir hvá og kveinka þegar Rafa Benitez er nefndur aftur í stjórastöðuna, en ég hef alltaf… og ég endurtek ALLTAF verið Rafa maður.
Hvað var það virkilega sem hann gerði svo slæmt?
Að vinna meistaradeildina 2005??
Að vinna FA bikarinn 2006??
Að koma okkur í úrslitaleikinn í CL 2007??
Að koma okkur í undanúrslit í CL árið 2008??
Að koma okkur í 2 sæti í deildinni 2008-09??
OK.. síðasta árið hans var ekki gott en ég kenni alfarið þessum aula eigendum, á þeim tíma, um hvernig fór fyrir Benitez… já hlægið bara.Kenny er bara því miður ekki með þetta.. það sjá það ALLIR sem vilja sjá.. Því miður.
Áfram Liverpool! —- Alltaf!!
Ekki væri ég til í að sjá Liverpool í CL á næsta ári það er allveg morgunljóst.Það væri bara vandræðalegt.En hvað gerðist með mannskapinn í dag er rannsóknarefni því ég held að þettað sé ein sú ömurlegasta frammistaða síða R.H var stjóri.Mín vegna mætti kippa Rafa inn aftur, hann var með ömurlegt starfsumhverfi þarna undir það síðasta og á miklu meir virðingu skilið en margir hérna hafa skilnig á.Dirk Kuyt er allveg gjörsigraður, mætir í viðtöl og segist ekki hafa áhyggjur af markaleysinu og fleiri hafa látið eftir sér allveg óskiljanleg ummæli í pressuni.Það eru sennilega þarna einir 4-5 leikmenn sem að eru varla nógu góðir til að spila í Pepsí deildinni hérna heima.
If
I’m King Kenny, I’m handing Craig Bellamy a Golf club and locking the
team in a room. Whatever happens after that is not my problem.
Gummi #88. Hafði lesið þetta með að Maxi Rodriguez hafi kallað Dalglish “stupid manager” fyrir 3 vikum og sá það aftur í kommentunum hérna. http://www.liverpool-kop.com/2012/01/macca-it-was-another-frustrating.html?
Pepe: Did you not know? Maxi has been dropped for calling Dalglish a stupid manager during one of the training sessions.
Septimus_severus: Pepe can you expand on that I heard the same thing from someone else.
Það er ótímabært að krefjast þess að Kenny hætti. Á hinn bóginn er eðlilegt að snúa hans eigin orðum upp á hann sjálfan. Kenny hjólar í sína menn og hefur uppi stór orð um að menn séu með hausinn í tjóni og leggi þeir sig ekki fram geti þeir leitað annað.
Kenny valdi þá menn sem helst hafa valdið vonbrigðum og það sem meira er hefur valdið því að LFC er líklega stærsti fjárhagslegi bakhjarl liða eins og Newcastle, Sunderland, Aston Villa og Blackpool án þess að fá mikið í staðinn. Í bísniss er þetta eiginlega það versta sem þú gerir þig sekan um; þú styrkir andstæðinginn og veikir sjálfan þig. Þessi mikli peningaaustur kann að skila árangri einhvern tímann, missum ekki vonina, en samt verður ekki þeirri hugsun varist að Kenny hafi ekki staðið sig sem skyldi á leikmannamarkaðnum. Ég tel ekki að byggja eigi liðið upp á enskum leikmönnum eins og stefnan hefur verið. Ekki að ég hafi neitt á móti enskum leikmönnum annað en það að þeir eru hreinlega ekki nógu góðir í dag og fáránlega dýrir. Vel er hægt að virða breska kvótann en samt hafa þá meginstefnu að byggja liðið á bestu fáanlegu leikmönnum án tillits til þjóðernis.
Að sjálfsögðu á að reka eigi Kenny. Það er ekki stíll LFC og verður vonandi aldrei. Allt tal um að fá Rafa til baka finnst mér óraunhæft og nánast barnalegt. Hans tími er liðinn; takk fyrir mig! Nú þarf miklu frekar að þétta raðirnar í kringum Kenny og halda áfram. Allir þurfa að taka til sín ábyrgð og leggja sig sig 110% fram það sem eftir lifir leiktíðar og læra af mistökunum.
Ein pæling svona á sunnudagsmorgni:
Þegar Woy Hodgson var fenginn til félagsins þá var mikið rætt um það að hann væri maðurinn sem gæti stýrt félaginu í gegnum það öldurót sem liðið var að fara í gegnum. Hann væri þessi “bráðabirgðastjóri” sem kæmi ró á hópinn þegar mikið breytingatímabil var í gangi hjá Liverpool. Við vitum öll hvernig það fór – hundurinn minn hefði náð betri árangri!
Við skulum ekki samt rifja það eitthvað upp, enda best gleymt. En ég fór samt að pæla hvort Daglish hefði verið ráðinn á svipuðum forsendum. Ekki misskilja mig, ég algjörlega dýrka manninn og hef ekki verið ánægðari stuðningsmaður Liverpool í mörg herrans ár, og ég mun aldrei nokkurn tímann hætta mínum stuðningi við Daglish. Mín vegna mætti hann keyra félagið í 2. deildina með hraði og ég myndi samt trúa á hann … því hann er Daglish og hann er eini maðurinn í heiminum sem er stærri en Liverpool FC.
En ef maður pælir í því, var það virkilega hugmynd stjórnarinnar þegar þeir réðu Daglish, að hann væri maðurinn til að koma Liverpool aftur á toppinn í Evrópuknattspyrnu? Eða, hugsuðu menn með sér að þarna væri maður sem allir stuðningsmenn geta sætt sig við og munu aldrei snúa bakinu við, maður sem væri búinn að vinna allt og hefði auðvitað talent til að gera betur en Woy – enda ekki mikið mál! Maður sem treystandi væri til þess að taka fyrstu skrefin í rétta átt – en samt ef til vill ekki maðurinn sem keyrir liðið alla leið?
Ég hef bara stundum velt þessu fyrir mér, og hendi þessu hérna fram.
Daglish er samt ekkert að hætta sem stjóri félagins og allt tal um að fá Benítez aftur eru bara draumórar (aftur, það er annar maður sem ég ber mikla virðingu fyrir og var MJÖG ósáttur við að hann skyldi rekinn). Daglish mun aldrei missa stuðningsmennina líkt og Rafa gerði, og hann mun heldur aldrei missa búningsklefann eins og Rafa, því ef leikmenn vilja ekki spila fyrir Daglish þá er bara eitt í stöðunni. Hvort velur maður leikmanninn eða Daglish?
Akkúrat. Daglish er alltaf svarið. Alltaf.
Homer
Ég sem var svo ánægður þegar KK kom og hélt að hann væri maðurinn sem myndi berja sigurvilja í þetta lið en mikið rosalega skjátlaðist mér þar. KK er að breyta um leikaðferðir í hverjum einasta leik liggur við og menn hafa ekki hugmynd um hvað þeir eiga að gera. Þessar endalausu sendingar aftur á Reina eru nú bara eitthvað grín sem er löngu hætt að vera fyndið og þessi ást KK á Adams er grátleg það er alveg sama hversu hervilega hann drullar upp á bak í hverjum einasta leik hann á bara fast sæti þarna og er bara sáttur með það. Henderson og sláninn í sóknini meiga fara í unglingaliði út tímabilið og reyna að heilla einhverja þar. Eitt í lokinn sem mér finnst stærsti ókosturinn við KK hann virðist ekki geta sætt sig við mistök í leikmannakaupum það skiptir engu máli hversu leikmennirnir sem hann keypti leika illa þeir eru alltaf í liðinu. Ég hef enga trú á þessu liði okkar með KK við stjórnvölin því miður.
Höddi B says:22.01.2012 at 01:06#80. Ef þú skammast þín fyrir að halda með LIVERPOOL eftir svona tapleik þá ertu ekki að halda með réttu liði. YNWA
Ég myndi halda að það væri bara eðlilegt að skammast sín eftir svona tapleik því þetta er óásættanleg frammistaða og ég fer ekkert ofan af því, ég hef haldið með okkar ástkæra liði í yfir 20 ár og finnst þetta hlægilegt komment því það er í eðli mannsins að reyna verja það sem maður elskar en stundum fær maður bara nóg þegar mennirnir sem spiluðu leikinn spila eins og andlausir aumingjar.
Ég mun ALDREI hætta að styðja Liverpool en gagnrýni og tilfinningar eru hluti af leiknum og ég hef fulla trú á að liðið muni ekki spila aftur svona andlausir aftur… eða það vona ég allavegana því þá mun ég slökkva á sjónvarpinu og fara skúra í stað þess að eyða tíma mínum í menn sem nenna ekki að spila fyrir laununum sínum……..at the end of the storm 🙂
Shit. Vonbrigði. Getum glaðst yfir einu: erum að spila við ManU, Tottenham og Arsenal í næstu fimm umferðum. Reyndar er Wolfes leikurinn mikið áhyggjuefni og svo veit maður aldrei hvernig gengur gegn Everton.
Satt Rúnar. Þetta er orðið hálf kómískt ástand, maður hlakkar til “erfiðu” leikjanna en kvíður fyrir “léttu” leikjunum.
Djöf* vælukjóar eru þið, kannski betra að þið horfið bara á Idol eða pílukast ef þið hafið ekki hreðjarnar sem þarf til að styðja liðið í gegnum súrt og sætt. Eitt er málefnaleg gagnrýni og umræður, en stöðugt væl og uppgjöf er ólíðandi!!!
Það hlýtur að vera orðið ansi heitt andrúmsloftið hjá stjórninni núna. Lið eyðir ekki 100 milljón pund í leikmenn og sættir sig við 6.sætið. Svo það sem meira er, það er orðið drepleiðinlegt að horfa á liðið spila. Liðið er þungt, kraftlaust og bara í stuttu máli lélegt. Fá einhvern nýjan stjóra. Takk fyrir.
Já sælir,ég gerði gott betur en að vaska upp og svæfa ég stakk pizzusneið upp í konuna og átti mök við örbylgjuofninn,svo ringlaður var ég eftir þennan leik.
Hvað um það maður er farinn að finna til með Dalglish.Hverjum hefði dottið í hug að bolton myndi sýna slíkan leik.En það er áhyggjuefni þegar”litlu” liðin eru farin að mæta Liverpool með fullu sjálfstrausti og baráttuanda fyrir allan peninginn.
Í þessum leik voru þau mistök gerð að hafa Charlie Adam of lengi inn á ég veit ekki hvað er í gangi hjá honum en hann þarf að hvíla sig aðeins ég vona svo sannarlega að hann fari að bounca til baka en þetta er ekki að virka og svo þarf Henderson að fá að spila sína stöðu.Eitt jákvætt við þetta þeir eiga eftir að skammast sín og vinna sincity á miðvikudaginn ÁFRAM LIVERPOOL.!
Menn þurfa ekkert að velkjast í vafa um að það er smá krísa í gangi hjá klúbbnum. Viðbrögð Dalglish í gærkvöldi voru skýrasta merkið um það; hann gaf ákveðnum leikmönnum næstum rauða spjaldið.Vandi liðsins felst í sókninni, þótt vörnin hafi ekki átt sinn besta dag í gær. Það er hreint ótrúlegt að fylgjast með niðurtúrnum hjá Andy Carroll, hvað hann er seinn. Og það er enn ótrúlegra að fylgjast með lægðinni hjá Stewart Downing, sem var búinn að spila sig inní enska landsliðið.Ég trúi því heitt og innilega að Liverpool kaupi sóknarmann fyrir síðustu andartök þessa tímabils. Því maður veit ekkert hvernig Suarez verður þegar hann snýr aftur. Og ég held að það væri farsælast að lána Carroll, leyfa honum að spila og slaka á, finna neistann á nýjan leik.
ÉG ER ÁNÆGÐUR MEÐ UMMÆLI DALGLISH EFTIR HÖRMUNGINA GEGN BOLTON:„Ef leikmenn vilja vera áfram hjá þessu félagi að þá þurfa þeir
að fara að hugsa sinn gang, því með sömu frammistöðu verða þeir ekki
áfram. Við eigum að gera mun betur en við sýndum í þessum leik. Leikmenn
munu ekki komast upp með það hjá þessu félagi að spila stundum vel og
stundum ekki. Þeir geta gert það annarsstaðar,“ sagði Dalglish og hélt áfram:
„Liverpool er ekki þannig félag að það mætir á Reebok Stadium og
sýnir vanvirðingu. Ég veit hreinlega ekki hvað menn halda að þeir séu
með því að mæta hingað til Bolton og halda að stigin þrjú komi bara af
sjálfu sér,“ sagði stjórinn öskuillur.
Það er hægt að skammast sýn fyrir frammistöðu Liverpool,,,,, en sannur púlari skammast sín ALDREI fyrir að vera sutðningsmaður Liverpool,, ég trúi að Siffi skammist sín fyrir frammistöðu liðsins en ekki fyrir að vera Púlari enda búinn að halda með klúbbnum í um 20 ár að eigin sögn. Við verðum að hafa trú á Dalglish áfram þó að hann megi taka til sýn líka það sem hann sagði um leikmenn sína eftir síðasta leik, ef svo færi að Dalglish færi þá eigum við að horfa framm veginn og ráða nýjan topp þjálfara en ekki taka aftur þjálfara(Benítes) sem er búinn með sitt hjá klúbbnum,,ég vil minna ykkur aftur á mjög slæman árangur Dalglish hjá Newcastle,,það er sama hvað maður er frábær leikmaður og mikil dýrðlingur þá er Liverpool miklu miklu stærra en Dalglish,,,Áfram Liverpool.
Þetta er ótrúlega svekkjandi leikur að tapa og frammistaðan var virkilega léleg.Það er samt eitt sem þið svartsýnisseggirnir og hælbítarnir þurfið að koma í hausinn á ykkur. Þið getið ekki haldið því stöðugt fram að Liverpool sé búið að eyða yfir 100m í leikmenn og láta eins og það hafi ekki verið selt fyrir hátt í annað eins á móti. Það er búið að eyða líklega í kringum 30m í leikmenn. Það er EKKI búið að styrkja hópinn um 100 milljónir.
Fyrstu skrefin í uppbyggingunni var að hreinsa út deadwood, styrkja rekstrargrundvöll liðsins og styrkja svo leikmannahópinn. Þetta hefur gengið vel að flestu leyti. Búið að landa mun betri samningum við styrktaraðila, stórt skref hefur verið stigið að losna við ofalda kálfa af spenanum. Það er m.ö.o búið að áorka miklu en það er enn töluvert í land. Breiddin í hópnum er ekki nægilega mikil og það er dagljóst að við stöndum ekki vel að vígi án okkar bestu manna, Suarez og Lucas auk þess að Gerrard er að spila sínu fyrstu leiki eftir heilt ár af meiðslum. Auðvitað vonar maður að í janúar komi einhverjar stórstjörnur til liðsins og hugsanlega einhverjir leikmenn seldir en ég held að menn verði nú alveg að slaka á í væntingunum með það. Liðið er klárlega á mun betri stað heldur en fyrir ári síðan og ég hef fulla trú að í janúar 2013 verðum við á betri stað heldur en við erum í dag. Róm var ekki byggt á einum degi og brunarústirnar sem Dalglish tók við fyrir ári síðan eru nú þegar komnar með ágætan grunn. Vörn liðsins er góð og við höfum stjórnað okkar leikjum ágætlega en miðjan hefur reyndar dalað síðan Lucas meiddist og ljóst er að við söknum hans gríðarlega.
Án Lucas tel ég okkar möguleika á 4. sætinu hverfandi og mér finnst ekki líklegt að við fáum nothæfan staðgengil fyrir hann núna í janúar. Að öllum líkindum verður Liverpool því í Evrpópudeildinni á næstu ári og þá er bara að taka því eins og hverju öðru hundsbiti og treysta á að leikmannahópurinn verði styrktur nægjanlega næsta sumar til þess að gera aðra atrennu að meistaradeildarsæti. Ef við hins vegar fáum góðan varnartengilið í janúar og öflugan hægri kantmann þá tel ég að við eigum alveg ágæta möguleika á meistaradeildarsæti í vor. Það er ekki eins og Arsenal og Chelsea hafi verið eitthvað gríðarlega sannfærandi í vetur heldur.
How does it feel the morning after …. ?
Það er ljóst að Kenny er hrikalega fúll með frammistöðu sumra leikmanna og lét þá heyra það í fjölmiðlum í gær. Greinilegt að það er ekki nóg að skamma þessa gaura inn í klefa, nú er búið að gera það opinberlega. Það er gott og vel, þeir verða að hysja upp um sig og spila á því leveli sem er ætlast til sem og að vanvirða ekki búninginn og liðið. Það er alveg kristaltært!
Hinsvegar er það algjörlega Kenny að kenna að hafa ekki spilað með akkeri á miðjunni, reynt e.t.v. að láta Agger eða einhvern með sæmilegt spila og sendingavit leika þá akkeri. Það kom klárlega í ljós að í 4.4.2 kerfi sem liðið lék í gær er ekki málið að hafa Adams og Gerrard eina á miðjunni. Ef Kenny veit það ekki þá held ég að hann hafi sjálfur gefið sér gult spjald, og fyrir það er ég honum hrikalega fúll. Hann veit klárlega hvaða hóp hann hefur og her aðstoðarmanna í að greina og ráðleggja.
Kenny tók við ruslakistu og gerði gott úr henni, og eini maðurinn sem hann fékk í janúar í fyrra sem skipti máli var Suarez. Gerrard meiddist fljótlega og var ekkert með. Lucas stjórnaði miðjunni og það vantar hann sárlega núna. Kenny breytti liðinu í þennan hóp sinn og keypti …. tja …. já ….. !
En hvað er til ráða?
Það er ljóst að Kenny verður að skipta um kerfi fyrir leikinn á móti City og United ef Spearing kemst ekki til heilsu. Hann verður að fara í 3-5-2 kerfi eða eitthvað svipað, hann á ekki mannskap í kerfið sem Rafa spilaði. Félagið mun ekki bæta við mannskap í janúar sem skiptir verulegu máli, heldur verður að nýta það sem hann hefur. Ég ætla líka rétt að vina að við komumst ekki í evrópudeildina því það er hrikalega léleg keppni sem ég nenni ekki að fara að spá í með einum eða neinum hætti. Ég vil hinsvegar fara sjá endurnýjun í hópnum þá mögulega innanfrá og vona að félagið eigi eitthvað af kjúklingum sem verður hægt að grípa í.
Við þurfum nýjan stjóra Kenny ræður ekki við þetta . Ráða
Brendan Rodgers ámorgun . Hann getur þá vonandi tekið með sér eitthvað af þessum frábæru fóknarmönnun sem hann er með þþar .
Okkur vantar leikmenn sem geta haldið boltanum vel og sýnt smá listir það hefur okkur vantað lengi einhverja með flotta boltameðferð um leið og Suarez kom sást hvað sóknin batnaði til muna eins og sést hversu léleg hún er án hans….hann er nánast sá eini í þessi liði sem getur eitthvað á bolta….ég var að horfa á man c og tott þvílíkur leikur svona á að spila fótbolta! vonandi fer eitthvað að gerast á markaðnum…
Éli #104
Dalglish var eitt og hálft tímabil hjá Newcastle. Hann tók við þeim í janúar í fjórða sæti, stýrði þeim í annað sætið og í meistaradeildina. Árið eftir gekk hins vegar mjög illa í deildinni en liðið lék þá nokkra athyglisverða leiki í Meistaradeildinni, var þar á meðal sigur gegn Barcelona sem og að hann stýrði þeim í úrslitaleik FA bikarsins. Eftir jafntefli í fyrstu tveim leikjunum tímabilið á eftir var hann rekinn. Þetta er ekkert frábært, en ef þetta er slæmur árangur hjá þér, og nb þetta er lang slakasti árangur Dalglish sem stjóra á sínum ferli, þá hlakka ég til góðu tímana með honum!
Er það rétt sem maður heyrir að Evra verði ekki með á móti Liverpool út af gula spjaldinu sem hann fékk núna áðan á móti Arsenal?
Sælir félagarÖmurleg frammistaða liðsins í gær var með þeim hætti að ekkert afsakar hana. Úrslit leikja í umferðinni voru eins og spiluð upp í hendurnar á liðinu. Chel$ea gerir jafntefli, Newcastle tapar stórt og Arsenal liggur á heimavelli fyrir MU. Ef liðið hefði mætt inn völlinn í gær með baráttu og sigurvilja, ef þetta lið væri ekki fullt af slökum meðaljónum, ef hugarfar þessarra meðaljóna hefði verið í lagi ef . . . ef . . . þá ? ? ? Já ef ef, þá væri liðið í nokkuð vænlegri stöðu í baráttunni um meistaradeildarsæti.
Nei í stað þess er liðið í raun enn fjær því að ná markmiðinu um það sæti þar sem leikjum fækkar með hverri umferð sem leikin er og hugarfar leikmanna virðist daprast ef nokkuð er og var þó ekki merkilegt fyrir.Að gera sér hugmyndir um að þetta lið, þetta samsafn meðalmenna geri einhverjar rósir gegn City liðunum í næstur viku er í besta falli mikil óskhyggja og í versta falli geðbilun. Eftir þessa umferð sjá allir sem það vilja sjá að það er nóg að keyra fast á Liverpool-liðið setja á það pressu og gefa því engan frið þá gefst það upp, leggst í grasið og grenjar og lætur eitt lakasta liðið í deildinni rúlla yfir sig. Hvílíkur aumingjaskapur og vesaldómur.
Það er því alveg ljóst að það sem KK sagði eftir leikinn verður að ganga eftir. Það verður að losa liðið við menn sem ekkert geta og hafa ekki siðferðisþrek ná baráttuvilja til að spila í rauða búningnum.Fyrir mér er baráttan um meistaradeildarsæti meira virði en allir bikarar sem í boði eru núna. Sú barátta snýst í raun um að koma liðinum upp á það stig í þróun þess að það geti keppt um alvöru leikmenn við liðin sem eru fyrir ofan það núna. Eins liðið er að spila núna er ekki von að nokkur maður vilji ganga til liðs við það. Enda þarf það að hækka standard sinn úr meðalliðslevel og þar fyrir neðan upp í einhvern af hæstu stigum, þ. E. Meistaradeildarsæti. Þá má ef til vill búast við að liðið geti gert atlögu að titli eða titlunÞað er nú þannig.YNWA
Hvað er að ætlun við ekki að kaupa leikmenn ?
Ég vil Dalglish burt. Hann er ekki með þetta lengur, því miður, taktíkin hjá manninum er bara út að skíta leik eftir leik. Virðist ekki geta mótiverað menn heldur. Eins mikið og ég dýrka þennan gamla kall þá er þetta bara sorgleg staðreynd…..Nútímafótbolti hentar svona risaeðlu ekki!
Rólegir piltar, held að kenny sé ekki nærrum því kominn með liðið sem hann vill hafa, með þessa menn á köntunum og nokkra slaka á miðjuni. Hann sem stjóri þarf allavega 2-3 tímabil til að eiga sitt eigið lið, ekki lið sem er hluti af heimska ríkidæmi þeirra sem má ekki nefna frá texas. Ég sjálfur hafði ekki háar vonir fyrir þetta tímabil, vonaði 4 eða vissi að það yrði í raun frá 7-5 með þennan mannskap og eftir alla þessa hreinsun í sumar. Liverpool á næsta tímabil spái ég 1-3 sæti ef þeir kaupa rétt í sumar
+ okkar vantar allan hraða á kantana, myndi langa að sjá hraða mismun á okkar kantmönnum og t.d. kantmönnum arsenal,manc,manutd og tottenham
Downing og Bellamy eru nú alveg hraðir á köntunum. En þúst, Dalglish náði að stýra liðinu til þess að vera eina liðið sem nær að vinna ManCity á heimavelli þeirra. Hann er alveg með þetta, Bolton eru bara að stíga upp úr lægð og hafa verið að spila vel í seinustu leikjum.
Hef ekki nennt að kommenta hér eftir leikinn, og hvað þá lesa kommentin..
Líður stundum eins og ég sé að lesa manchester united spjallsíðu sem er um Liverpool..
Hef bara eitt annað að segja til ykkar sem vilja skipta um stjóra á klukkutíma fresti og sérstaklega ykkar sem eruð að drulla yfir KING Kenny: Réttast væri að slá ykkur þéttingsfast utanundir með blautri tusku og þrífa kjaftinn á ykkur með sápu.
I’m out….
IN KING KENNY WE TRUST! YOU’LL NEVER WALK ALONE!
Árni Á # 109 Það sem var dapurlegt með Dalglish hjá Newcastle var hvernig hann breytti skemmtilegu sóknarliði í leiðinleg varnarlið á mjög stuttum tíma,en ég vil samt ekki Dalglish burt við þurfum að gefa honum meiri tíma,,,, en áhersla hans á að kaupa enska leikmenn lofar ekki góðu,,, Liverpool á að kaupa gæða leikmenn hvaðan sem þeir koma, ég tek undir að við þurfum leikmenn sem geta tekið menn á ,,,við höfum 3-4 leikmenn í aðal hópnum sem geta þetta ekki sem er frekar dapurlegt,,,eins erum við bara með 3 leikmenn sem teljast í heimsklassa,,,Man City er með 6-7st,,,Man U er með um 5st,,,Arsenal er með 4st,,,Tottenham er með 3-4st,,,Chelsea er með um 4st,,,,,, af þessu má sjá að ef við viljum vera í topp 3 á Englandi þá þurfum við 2-3 heimsklassaleikmenn.
@OliPrik. Finnst þér semsagt KK hafinn yfir gagnrýni? Common, maðurinn er með verri árangur en Roy Hodgson var með eftir 23 umferðir í EPL
#116 þú ferð með rangt mál, Man Utd sigraði Man City 2-3 á heimavelli Man City 8 janúar 2012
Steini, hvernig færðu það út að Dalglish sé með verri árangur en Hodgson? Hann stjórnaði liðinu í 20 leikjum og fékk úr þeim leikjum að mig minnir 25 stig og var í 12. sæti. Liverpool situr núna í 7. sæti með 35 stig eftir 23 leiki. Ekki hafa sigrarnir komið í síðustu leikjum í það minnsta.
Dapurt og óásættanlegt. Dalgish og leikmenn bera alla ábyrgð. Skelfilegt viðhorf til minna liða verður þessum blessaða klúbbi að falli aftur og aftur, þetta hefur verið svona nánast frá því upp úr aldamótonum meira og minna. Eina liðin sem eru hrædd við að mæta á Anfield eru stóru liðin.
Er sammála #8. Hvar eru allir þeir sem hrósuðu sumarkaupunum í hástert núna?
Ég viðurkenni að sumarkaupin voru í rétta átt þótt 72m hafi verið 40m of mikið fyrir þá leikmenn sem komu (30m of mikið fyrir Carroll og 10m of mikið fyrir Henderson).
Það vantar klárlega í hópinn eins og Kristján Atli komst snyrtilega að í pistli sínum. Þeir leikmenn sem KD keypti eru til ad mynda hóp en ekki til að halda uppi liði og því fyrrr sem þeir kumpánar átta sig á því, því betra.
Svo vildi ég lýsa furðu minni á því hvernig liðin nýta sér leikmannagluggann. Núna er 2/3 af glugganum liðinn og EKKERT búið að gerast. Þessi “jólakaupatímasetning” í lok sölugluggans er fásinna og er bara ávísun á “Andy Carroll” verðmiða. KD og Commolli þurfa að hætta að hugsa og fara að gera hluti á undan öðrum til að vera með í topp 10 þetta árið.
@ Steini 119: Nei alls ekki og ég sagði það hvergi..
Finnst samt fáránlegt af Stuðningsmönnum Liverpool að vera að drulla yfir mesta Legend sögu okkar, og að menn geta ekki stutt hann sem stjóra þótt við séum ekki í 4.sætinu.
Vissulega hefur hann gert taktísk mistök (og þá sérstaklega í Stoke leiknum), en er ekki sammála því að rétt ákvörðun væri bara að reka hann eftir hvað 1 ár. Eða réttara sagt 2 hálf tímabil.
Í fyrri helmingnum gerði hann kraftaverk og kom liðinu í baráttu um 5.sætið þegar við héldum að við myndum vera í baráttunni um 10.sætið. Og núna eftir mikla hreinsun í gjörsamlega öllum klúbbnum erum við í 7.sæti, 6 stigum í meistaradeildarsæti og 1 stigi í 5.sætið…
Ekki misskylja mig spilamennskan hefur verið hræðileg í nokkrum leikjum, en í rosalega mörgum leikjum höfum við átt leikinn og átt milljón færi en ekki náð að skora.
Sem ég sé útúr því er að uppbyggingin er í gangi, vörnin er nú þegar orðin gríðalega sterk (fyrir utan einn leik sem var þessi), miðjan er sveiflótt, en sóknin er verst. Vörnin er komin og langt síðan hún hefur verið svona góð, næst er sóknin en hún er ekkert að fara að lagast bara einn tveir og nú.
Svo eru nú svo margir leikmenn að spila undir getu, skjóta framhjá, kunna ekki að senda boltann, léleg hreifing og ekki nógu mikil barátta og gredda. En getum við virkilega sagt að það sé Dalglish að kenna? Hann stjórnar ekki því hvort þeir eru að sparka framhjá eða inn í markið.. Þessir menn eru með ég veit ekki hvaaað margar milljónir á viku, þeir hljóta nú að hafa sjálfstæða hugsun og gert allavega sitt besta.
Gefum þessu aaaðeins meiri tíma, allavega eitt heilt tímabil comm on.. Hélt að menn væru með það á hreinu fyrir þetta tímabil að við værum ekki að fara að brillera á þessu tímabili útaf allri uppbyggingunni og nýjum stjóra, þjálfurum, leikmönnum og eigendum.
Góðir hlutir gerast hægt…
vonandi er nú eitthvað að gerast á markaðnum, og vonandi ýttu þessi úrslit á okkar mann Kenny að bæta við möguleikum og hressa sóknarleikinn sem fyrst.http://www.liverpoolfc.tv/news/media-watch/lazio-join-liverpool-in-chase-for-dutch-striker
http://www.liverpoolfc.tv/news/media-watch/liverpool-determined-to-beat-chelsea-to-krasic-loan
http://www.liverpoolfc.tv/news/media-watch/liverpool-head-chase-for-jelavic
Er ekki bara málið að við þurfum að fara að ráða klassa sóknarþjálfara ?
Hvað gerði Morientes hjá okkur eftir að hafa brillerað bæði hjá Real og svo Monoko ?
Jú hann kom tuðrunni aldrei í markið fyrir okkur.
Sama með Robbie Keane sem að kemur til baka og fer til Villa og skorar 2 mörk í fyrsta leik en drullaði feitt á sig hjá Liverpool.
Núna er Carrol að lenda í þessu sama og það má eiginlega segja það með Suarez líka sem skoraði miklu meira hjá Ajax.
Eini sóknarmaðurinn sem hefur gert gott mót hjá okkur er Fernando Torres en meira segja hann varð lélegri og lélegri með tímanum sem hann var hjá okkur eftir að hafa byrjað frábærlega.
Jæja, er ekki alveg málið að koma með slúður-færslu? Eða er kannski ekkert að ske hjá okkur í þeim málum? Nokkuð ljós að við þurfum sóknarmann, eða yngja Bellamy um svona 5 ár og láta það gott heita.YNWA – King Kenny we trust!
http://en.wikipedia.org/wiki/David_TexeiraPersonal LifeOn January 23 2012 he moved to Liverpool in search of his long lost brother Joao Carlos Texeira and enlisted the help of Damien Comolli who then took him to Brookside Close to reveal that he was really his father.Hehehehe
Slúðrið á fotbolta.net í dag fær mann allavega til að brosa.Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, telur að Stewart Downing geti orðið stjarna hjá félaginu. (Liverpool Echo)
Þú gleymdir alveg að tala um Glen Johnson að mínu mati er hann búin að vera lang versti leikmaður Liverpool á þessu tímabilli í þeim leikjum sem ég hef séð fyrsta snerting oft á tíðum svo slæm að maður hálf vorkennir honum.
Er ekki málið að kaupa Kevin Nolan svo að Carroll hrökkvi nú í gang?
Finnst að sumir hérna inni megi taka þessi orð meistarans til sín,Bill Shankly : “If you can’t support us when we lose or draw,don’t support us when we win”
Góðir stuðningsmenn verða ennþá góðir stuðningsmenn þó að menn gagngrýni liðið og stjóra þess. Þessi spilamennska og þessi taktísku klúður hjá Kenny eru alls ekki yfir gagngrýni hafinn.
Það þarf eitthvað mikið að gerast hjá okkur og ef að Kenny er ekki rétti maðurinn til þess að koma liðinu á toppinn aftur þá verður einfaldlega að skipta honum út aftur.
Það er engin hjá félaginu sem er stærri en félagið sjálft, hvorki Gerrard eða Kenny.
Mér finnst frábært að hafa fengið þennan snilling til þess að taka við liðinu og gaman að sjá hversu gaman hann hefur af þessu, en þegar allt kemur til alls þá er það árangurinn á vellinum sem verður að batna.
Bara svo að ég átti mig á því…
Hvað telur fólk að sé hæfilegur tími fyrir þjálfarateymi að koma Liverpool í þá stöðu að keppa um meistaratitilinn og ganga að því vísu a.m.k. keppa í Champions League?
Ég hafði það sem mínar ítrustu óskir í vetur, því mér fannst við alls ekki geta gert þá kröfu skýlaust í keppni efstu sex liðanna, en mér finnst einhvern veginn eins og stór hópur okkar hafi talið það lágmarkskröfu.
En Dalglish er ekki einn í vandanum, Wenger er víst bara asni – það hlýtur að vera fyrst Piers Morgan segir það – og eins og SúperStjórinn Roy Keane sagði nýlega þá er nú Rauðnefur víst ofmetinn.
En eins og ég segi, ef fólk vill henda Dalglish, fær þá nýi maðurinn fram í desember 2013 til að byggja upp leikkerfi og lið?
Það finnast mér mjög óraunhæfar kröfur…
Stuðningsmenn Liverpool eru farnir að fara í taugarnar á mér margir hverjir, þetta var ekki svona hérna áður þegar þeir þóttir þeir besti á Englandi og þó víðar væri leitað. Þá stóðu menn með sínum mönnum, LÍKA ÞEGAR Á MÓTI BLÉS…í dag hljóma þeir margir hverjir eins og gamlar krumpaðar kellingar að hamra á lyklaborðið inná barnaland.is kvartandi yfir iðnaðarsalti eða stráka/stelpu ís!
Þessi umræða hefur heyrst víða og hún pirrar mig alltaf jafn mikið. Það er ekkert að stuðningsmönnum Liverpool þótt þeir vilji rökræða neikvæðu hlutina á bloggsíðum eða spjallborðum.
Liverpool-menn hafa ekki misst trúna þrátt fyrir 20+ tímabil án titils. Liverpool-menn misstu ekki trúna á meðan Hicks & Gillett keyrðu klúbbinn í jörðina og héldu áfram að mæta svo vel á leiki að fólki brá þegar það var ekki uppselt á nýársleik Hodgson gegn Bolton í fyrra. Liverpool-menn styðja liðið á Anfield, það gerist sárasjaldan að það sé baulað yfir lélegri frammistöðu eða leikmanni sem veldur vonbrigðum á Anfield.
Á netinu rökræða menn það jákvæða og neikvæða og það er eðlilegt að menn einbeiti sér að því sem mætti betur fara eftir slæmt tap. Stuðningur þýðir ekki að menn loki augunum og láti eins og allt sé í stakasta lagi. Stuðningur þýðir að þú hefur áhyggjur af liðinu þegar illa gengur, tekur tapið inná þig, lætur þig varða hvernig liðinu gengur, mætir svo á völlinn þegar þú getur og styður liðið hástöfum á meðan á leik stendur. Yfirgefur svo völlinn eftir leik og heldur áfram að hugsa mikið um liðið fram að næsta leik, þar sem þú mætir aftur og styður liðið.
Það er stuðningur. Gagnrýni á bloggsíðu eða spjallborði gera menn ekki að minni stuðningsmanni. Ef þú vilt sjá lélega stuðningsmenn skaltu tala við Arsenal-menn sem skutu liðið sitt í fótinn í gær þegar þeir ákváðu að baula á stjórann og leikmanninn sem hann var að skipta inná, nýbúnir að jafna metin gegn ríkjandi Englandsmeisturum. Slíkt hefði aldrei gerst á Anfield.
Það er nákvæmlega ekkert að stuðningsmönnum Liverpool.
Hehe, þú ert eins og Steingrímur J. Sigfússon…það var ekki þetta hljóð í þér þegar menn voru að hakka Rafa Benitez í sig 🙂
Það er ÞÍN SKOÐUN(þú ert mjög duglegur að alhæfa) að það sé ekkert að stuðningsmönnum Liverpool sem drulla yfir leikmenn og Dalglish….ég ætla að leyfa mér að vera þér algjörlega ósammála. Þú þekkir muninn á gagnrýni(að rýna til gagns) og að drulla yfir fólk og hluti er það ekki?
Þú skalt ekki reyna sannfæra mig um að yfirdrull, eins og sést mikið á þessari síðu, sé í lagi og sé stuðningsmönnum míns frábæra liðs til framdráttar.
Þú alhæfir, og skammar mig svo fyrir alhæfingar.
Ja hérna.
Hvar var ég að alhæfa?
Annars nenni ég ekki í sandkassaleik við þig. Þú virðist vilja yfirdrull og leiðindi(sem þú vildir reyndar alls ekki þegar elskan þín Benitez var við störf) en ég vil málefnanlega umræðu og gagnrýni. Við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála…
…og svona svo að rétt sé rétt þá skammaði ég þig ekki fyrir að alhæfa heldur sagði orðrétt “þú ert mjög duglegur að alhæfa” ….þú, í einhverri vörn, ákvaðst að taka því sem skömmum
Það barnalegasta af öllu barnalegu er að óska eftir hr. Benitez aftur. vænsti karl en alls ekki rétti maðurinn fyrir okkur hann getur bara verið í fílu á bekknum heima í garði