Capello segir af sér

Landsliðsþjálfari Englands, Fabio Capello, hefur sagt af sér störfum. Þetta í kjölfar þess að hann lýsti yfir óánægju sinni með það að John Terry var sviptur fyrirliðabandinu í landsliðinu.

Eflaust vilja menn ræða þetta fram og tilbaka. Getur FA gert eitthvað rétt? Hver tekur við? Verður það Redknapp eða Uncle Woy? Eða einhver annar? Hversu miklir snillingar eru Englendingar í því að búa til vesen í kringum þetta landslið?

Allavegana, við getum rætt þetta fram og tilbaka og hvílt okkur á umræðu um Luis Suarez og köttinn á Anfield (sem var nota bene ekki kötturinn Torres/Suarez – ég er alsaklaus).

54 Comments

  1. Ekki kemur þetta á óvar, né er þetta leiðinlegt heldur. Flest allt leiðinlegt sem snýr að þessu enska landsliði, hvort sem það eru ákveðnir leikmenn liðsins, athyglissjúkar eiginkonur, gula pressan eða húligans. Ekki bætir að flestir innan FA virðast vera með lægri greindarvísitölu en Anfield kötturinn. Capello var með þeim fáu sem virtist með smá viti í þessum sirkus og var þessvegna alltaf hálf utangátta.

  2. fínar fréttir, breska pressan fókusar á þetta næstu daga fremur en að blása upp fréttir um Suarez í aðdraganda stórleiksins á laugardaginn

  3. FA gróf sína eigin gröf með Suarez-málinu;
    þeir gátu ekki með nokkru móti leyft John Terry að vera fyrirliði landsliðsins
    eftir að hafa dæmt Suarez í bannið, miðað við þær sannanir sem blöstu við öllum
    í Ferdinand/Terry-málinu.
    Ef að þeir hefðu nú sýnt aðeins meiri stillingu, ef þeir hefðu ekki áfrýjað
    banninu hans Rooney, ó boy, ó boy, Það er rétt, Englendingar eru sjálfum sér
    verstir þegar kemur að stórmótum. Ég gæti best trúað því að FA-apparatið yrði
    stokkað upp áður en nýr landsliðsþjálfari verður ráðinn. Og ég held að Roy
    Hodgson muni ekki taka við starfinu; hans árangur með stórstjörnum (LFC)
    skemmir þar fyrir.
    Eini maðurinn, sem hugsanlega er hæfur til að taka við starfinu, er Harry
    Redknapp. En FA mun þurfa að borga Tottenham vel fyrir hann.
    Góðu fréttirnir fyrir LFC; Tottenham-veldið er sennilega að hruni komið því ef
    marka fréttir síðustu félagsskiptaglugga var Redknapp maðurinn sem náði að
    sannfæra Modric og Bale til að vera áfram…

  4. Ég get ekki séð að Rafa fari til Tottenham.  Hann hlýtur að sjá að Mourinho vill ekki vera lengi hjá Real Madrid og það er að ég held nokkuð víst að það er draumur Rafa að þjálfa hjá því liði.

    Breska pressan myndi fríka yfir Rafa sem landsliðsþjálfara.  Þannig að Rafa er hvorki að fara til Tottenham né enska landsliðsins.
  5. Fyrir mér væri nú Rafa Benitez augljós kostur til að koma inn núna en ég vona nú að FA beri ekki gæfu til að leita til hans ATH þetta er mín skoðun, ekki endilega þín. Guus Hiddink hefur líka verið nefndur og hann væri auðvitað mjög flottur kostur fyrir þá líka.

    Englendingar vilja að því er virðist við fyrstu sín alls ekki fá erlendan þjálfara í starfið og mikið djöfull vona ég að þeim verði að ósk sinni. Harry Redknapp væri að mínu mati eini raunhæfi kosturinn enda hefur náð góðum árangri í EPL undanfarin ár og hefur á löngum ferlið sannað sig sem þjálfari sem nær árangri og vinnur til verðlauna….FA Cup… einu sinni… með Pourtsmouth.

    Ef hann er nógu vitlaus til að hoppa úr sínu besta starfi á ferlinum og taka við landsliðinu þá gæti það komið Tottenham í uppnám til skemmri tíma, gott mál.

    Best af öllu væri samt ef breska pressan myndi þrýsta á að fá einhvern reyndan, enskan sem væri flottur í það að rétta skipið af til lengri eða skemmri tíma. Jafnvel einhvern með reynslu af því að þjálfa landslið… Roy Hodgson er algjörlega maðurinn þar. Myndi hlæja upphátt ef hann yrði ráðinn.

    Verður áhugavert að sjá hvernig enskir leysa þetta, kemur ekkert á óvart að enska knattspyrnusambandið klúðri landsliðinu þannig upp korter í stórmót að þeir eru án bæði fyrirliða og þjálfara. Það bara hlýtur að þurfa að stokka þau samtök eitthvað upp.

    En út frá sjónarhóli Liverpool slær þetta vonandi aðeins á fréttaflutning í kringum það hvort Evra og Suarez takist í hendur fyrir leik á laugardaginn eða álíka mikilvægar pælingar. Suarez fréttinn er orðin þreytt og leiðinleg og breska pressan fær þarna næsta stórmál til að smjatta á.

  6. Persónulega finndist mér það glapræði af Redknapp að taka við enska landsliðinu. Það eru spennandi tímar í gangi hjá Tottenham, hann er með frábæra eigendur á bak við sig og enska pressan elskar hann. Við vitum öll hvernig stjórnendur FA eru, svo ég tali ekki um hvernig enska pressan elskar að taka landsliðsþjálfarana sína af lífi.Benitez? Gæti alveg séð það gerast. Gæti líka alveg séð það gerast að hann næði góðum árangri með liðið. Hann er jú meistari útsláttarkeppnanna. 

  7. “Honest” Harry hefur ekki það viðurnefni að ástæðulausu 🙂 Þannig maður myndi ekkert veðja á móti því að hann verði ráðinn. Ég er samt ekki alveg á því, ég held að menn ættu að vera skynsamir og ráða þjálfara tímabundið fram yfir EM, og skoða svo hvaða möguleikar eru í stöðunni.

    Athugið – hér geri ég ráð fyrir því að FA sé stútfullt af skynsömum verum. Sem þeir eru ekki. Þeir hafa sýnt það og sannað í gegnum árin/áratugina jafnvel að FA er … magnað fyrirbæri, svo ég taki ekki dýpra í árinni.

    Gott hjá þeim. Capello er klárlega einn af 5 bestu þjálfurum í heimi. Jafnvel mætti færa rök fyrir því að hann sé einn af bestu þjálfurum allra tíma – árangur hans talar sínu máli. Hann var og er besti þjálfari sem enskir hafa verið með í háa herrans tíð. Og þeir láta hann fara frá sér út af smákóngastælum. Verði þeim að góðu.

    Það hlakkar gríðarlega í mér við þessar fréttir, því ég þoli ekki enska landsliðið. Hef aldrei gert. Mun aldrei gera. #1 er alveg með þetta. Enskir eiga bestu deild í heimi skv. flestum, en bestu leikmennirnir þar eru allir útlendingar. Samt telja þeir sig vera stórveldi í knattspyrnuheiminum. Já, og kúka alltaf á sig þegar mest liggur við. Stórveldi? Enskir eru ekki meira stórveldi en Fram!

    Ef það er einhver sanngirni í þessu lífi þá kemur Rafa ekki nálægt þessu starfi. Þar færi dýrindis biti í hundskjaft. Nei, ef þeir ráða ekki tímabundið þjálfara fram yfir EM, þá mun “Honest” Harry standa undir nafni og yfirgefa Tottenham (besta starfið sem Harry hefur haft um ævina) fyrir landsliðið. Sem hann heldur eflaust í einhverja mánuði, eða alveg þangað til að honum býðst eitthvað betra … eins hans er von og vísa 🙂

    Homer

  8. Mér finnst alveg kominn tími á þetta. Englendingar voru ósannfærandi og leiðinlegir á síðasta HM, og ef þeir ælta sér stóra hluti í framtíðinni er best að nýr þjálfari taki við. Reyndar voru þeir ágætir í undankeppni EM nýverið, en ekki nógu góðir til að vinna mótið. Auk þess getur landsliðsþjálfari ekki unnið starf sitt almennilega ef hann nýtur ekki trausts þarlends knattspyrnusambands (sama þótt framapotandi hagsmunaseggir stjórna því knattspyrnusambandi). Aðdáendur enska landsliðins eiga skilið að sjá liðið spila betur og komast lengra á stórmótum.

  9. Menn eru svo kexruglaðir þarna upp til hópa hjá FA. Ég skil ekki af hverju það er ekki löngu búið að taka þetta Terry mál fyrir hjá FA. Hvaða máli skiptir þó að það sé búið að kæra hann til lögreglu fyrir þetta? Segjum sem svo að leikmaður truflist inni á vellinum og handroti andstæðinginn og sparki svo í hann nokkrum þegar hann liggur í blóði sínu inni vellinum. Viðkomandi leikmaður yrði þá væntanlega kærður til lögreglu, en mætti hann þá bara spila áfram vegna þess að þetta væri lögreglumál? FA myndi væntanlega ekki gera neitt þá heldur eða hvað? Þessir menn eru náttúrulega gufuruglaðir.

    Svo eru þetta væntanlega vinnubrögð beint úr handbók FA, að reka Terry sem fyrirliða og leyfa bara landsliðsþjálfaranum að frétta það í fjölmiðlum. Auðvitað alls ekki að bíða bara aðeins og sjá hvað landsliðsþjálfarinn ætlar sjálfur að gera í málinu, og halda svo bara fund með honum til að fara yfir stöðuna ef mönnum líkaði ekki aðgerðir hans í þessu máli. Miklu betra að æða svona áfram eins og heilalausir hálfvitar og varpa sprengju inn í landsliðhópinn rétt fyrir mót og enda þjálfaralausir.

    Þetta eru eintómir rugguhestar þarna hjá FA og ég myndi ekki treysta þeim til að hella uppá kaffi.

  10. Rafa Benitez er að bíða eftir vinnutilboði frá Real Madrid eða Liverpool. Það myndi fyrr frjósa í helvíti en að FA réði núna annan erlendan prinsipp þjálfara.  

    Á ég að þora segja það……..hvað með að Liverpool bjóði Fabio Capello að taka við í sumar af Kenny Dalglish ef við náum ekki 4.sætinu og þetta yrði þá síðasta djobbið á ferli þessa stórkostlega þjálfara? There, I said it. 

    Capello væri hugsanlega frábær kostur fyrir Liverpool næstu 3-4 ár og hefur sambönd og virðingu innan evrópskar knattspyrnu til að lokka stórstjörnur til okkar þó við séum ekki í CL, eitthvað sem Dalglish hefur ekki tekist. Hrikalega agaður, ofur-skipulagður taktíker og fæddur sigurvegari. Væri ekki vitlausara að gera skoðanakönnun á því á kop.is en sumu öðru sem er kosið um hér þessi dægrin.

  11. Ég er ekki viss um að Mourinho næði árangri þar sem launastefnan er eins og hún er hjá Tottenham. Hann hefur haft valinn mann í hverju rúmi og fengið að kaupa talsvert í þeim liðum sem hann hefur verið í. Ég yrði líka ekkert sérlega spenntur fyrir þessari blöndu 🙂

  12. Spurning hvort trésmiðurinn (úr Hafnarfirði en ekki Nasaret) geti losað sig frá Haukum og tekið við enskum?

  13. Ég held að það sé alveg pottþétt að næsti þjálfari enska landsliðsins verði Englendingur og let’s face it það er í rauninni enginn virkilega góður enskur/breskur stjóri sem tæki að sér þetta verkefni held ég. Redknapp er klárlega besti kosturinn fyrir þá ef þeir ætla enskt en spurning hvort hann sé tilbúinn að henda mjög góðu starfi frá sér fyrir það verkefni. Sama má segja um Alan Pardew sem er að gera frábæra hluti hjá Newcastle.

    Held að eftir standi þá Stuart Pearce og Roy Hodgson, guð forði þeim nú frá því að ráða þá!Hef gut feeling að Redknapp asnist til að hætta hjá Spurs eða taki við að þjálfa landsliðið samhliða Spurs í smá tíma og á eftir að sjá eftir þeirri ákvörðun sinni að hætta/minnka við sig hjá Spurs.

    Enskir ættu að snúa sér að einhverjum eins og t.d. Rafa eða Hiddink.

  14. # 9Homer Fram er stórveldi og vann allt sem hægt varð að vinna einmitt á sama tíma og Liverpool var ennþá að vinna eitthvað sem skipti máli!

  15. off topic….er að horfa á lfctv… og það er einhver markaþáttur í gangi…. og þar á meðal langskot jay nokkurs spearing…..ég ætla að spá því núna að það er alls ekki langt í það að drengurinn fari að setja eina neglu í rammann… hann er ekkert smá góður miðað við aldur þessi drengur…ég held að hann og lucas eigi eftir að berjast um sæti í liðinu sem er mjög jákvætt :):)

  16. ?”So Fabio Capello has resigned from the England job. An Italian abandoning a sinking ship, who would have thought it?”-Stupid football

  17. Það er alveg magnað hvað Englendingarnir ná að klúðra stórmótum áður en þau byrja..

  18. Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ekki veit ég hvað þeir eru að missa sig yfir John Terry, finnst hann hafa verið skugginn af sjálfum sér og fullt af öðrum varnarmönnum til að velja úr. Tími Terrys er löngu liðinn, Capello hefði bara átt að velja einhvern annan fyrirliða…t.d. Gerrard halló!

  19. Menn hljóta að fara að átta sig á því í Englandi að þessir hálvitar sem eru í stjórn FA eru starfi sínu ekki vaxnir, en mér er drullusama, þeir sjá um að grafa gröfina fyrir enska landsliðið með þessum skrípaleik.   Sápuópera af verstu gerð.

  20. Af hverju eru menn að láta eins og Capello hafi eitthvað  verið ljósið í myrkrinu þarna? Hann hefur engu breytt hjá landsliðinu, það var hræðilegt á síðasta stórmóti og leiðinlegt í síðustu undankeppni. Hann hefði fyrir löngu átt að vera búinn að afgreiða Terry og Ferdinand úr miðvarðarstöðunum og Lampard/Gerrard á miðjunni. Það enska landslið er aldrei að fara að gera neitt. 

  21. FA að kóróna frábærann vetur.

    Áfrýjuðu banni Rooney þannig að hann gæti spilað með þeim á HM, þó að hann hefði að sjálfsögðu átt að fara í 3 leikja bann.

    Hentu Suarez í bann á líkum, ekki sönnunum.

    Slepptu því að ákæra John Terry – klárlega vegna þess að hann er landsliðsfyrirliði Englands.

    Taka svo fram fyrir hendurnar á Capello – sem er ekkert nema skrípaleikur þar sem þeir ákveða að ákæra hann ekki fyrir kynþáttaníð en gera Suarez í staðinn sem skotspón fyrir kynþáttaníð á fótboltavelli.

    Niðurstaðan: FA eru hræsnarar og þvælan vellur út úr öllum opum á þessu liði þarna.

  22. Væri ekki ráð að henda nafni Gauja Þórðar í pottinn?
    Vanur maður….

  23. Núna er kastljósið á Capello og vangaveltum um eftirmann ítalans. Þegar sú umræða engur sér til húðar munu fjölmiðlar snúa sér að FA og þeim vinnubrögðum sem þar eru tíðkuð. Á flesta mælikvarða er FA í ruglinu.

    Hvaða heilvita stofnun gerir annað eins rétt fyrir stórmót? Kveður upp dóma á hæpnum forsendum út og suður, breytir dómum eftirá og frestar ákvörðunum allt eftir geðþótta. Tekur loks fram fyrir hendurnar á þjálfaranum. Þetta kallar maður fyrirhyggju eða hitt þó heldur.

    Nú er enska liðið bæði fyrirliðalaust og þjálfaralaust og undirbúningur fyrir EM að nálgast hámarkið. Hver verður síðan næsti þjálfari? Hugsanlega Harry en varla fer hann að þjálfa Tottenham og landsliðið samtímis. Ég tel litlar líkur á að útlendingur verði fengin til verksins. Capello var tilraun sem mistókst og menn muna enn Sven Göran og fá kaldan hroll. Ég hugsa að Harry þurfi líka að hugsa sig vel um. Skoðið hvað hefur orðið um fyrrverandi þjálfara enska landsliðsins. Fyrir flesta er þetta mesta carrier turn off ferlisins. Nánast eins og að menn verði andsetnir f fótboltagetuleysi eftir að koma nálægt djobbinu.

    Þetta er ótrúleg staða sem komin er upp og ég hef fulla trú á að FA takist að klúðra henni eins og öðru sem sambandið kemur nálægt.

  24. hefði viljað sjá þennann hjá okkur tekið af BBC Bayern Munich have signed Switzerland forward Xherdan Shaqiri, 20, from FC Basel on a four-year contract commencing this summer.
    “Xherdan will strengthen our team from next season with his
    football intelligence and dribbling”, said Bayern coach Jupp Heynckes.

    “I have been watching him for some time and I am convinced he can become an important player for the club.

  25. Hér eru nokkar áhugaverðar spurningar sem ég fann á netinu:

    1. If Terry had his armband removed on a principle of guilty until proved innocent, how come Harry’s name wasn’t out of the equation when he was charged?
    2. Why did the FA not consult Capello before removing the captaincy from John Terry?
    3. If Fabio was not shamed of his opinion, why did he only make it to an Italian TV station?
    4. Why did the FA wait two months since Terry was charged to make the decision to remove the armband, rather than four months before a major tournament?
    5. If Terry’s trial had been set for May, would he have kept the armband until after the trial?
    6. Are we the only country to celebrate the removal of the manager with the highest win percentage in our history?
    7. Why do our tabloid media think that Harry Redknapp is the unanimous and popular choice? I, for one, think he’s a moron.
    8. How long will it take for Scott Parker to be made next England captain?
    9. Why is winning the FA Cup once and being English considered better than 9 domestic titles, 4 domestic cups and a Champions League and being foreign?
    10. Has everyone forgotten the last populist choice for England manager? It was Kevin Keegan.
    11. So Luka Modric must stay loyal to Spurs despite a better club coming along? What should Harry do if a better job comes along? He’ll leave, of course.
    12. What happens if the new manager wants John Terry as his captain?
    13. Rio Ferdinand has captained England after being given an eight month ban for failing to attend drugs tests. Is this worse than just being charged (not found guilty) of a racial slur?
    14. If Spurs or Redknapp don’t budge and we want English, who gets the nod? Pearce? Hodgson? Pardew? It all smells of McClaren.
    15. Why do we not feel that international management experience is crucial?
    16. Is there a better man for the job than Guus Hiddink?
    17. Can we really have an England manager that struggles to read, write and send emails? The Germans are already pissing themselves.
    18. Should Chelsea feel a little guilty for their club captain that they asked for the trail to be delayed until after Euro 2012?
    19. If Harry gets the gig, will we see Sandra up front for the first two games of the Euros? Darren Bent is the other option.
    20. If Harry does become the next manager, is Joe Jordan really going to want to be assistant manager of England?
     
    Linkur: http://www.offthepost.info/blog/2012/02/20-questions-raised-from-the-capello-terry-mess/?utm_source=feedburner&utm_medium=feed&utm_campaign=Feed%3A+offthepost%2FTLAa+%28Off+The+Post%29&utm_content=FaceBook

  26. Vona að þeir ensku ráði Rafa þá færu saman allir vitleisingarnir í FA og vitleisingurinn hann Rafa og þá þarf ekki að hafa áhyggjur af því að enskir detti í það að fara að spila skemmtilegan sóknarbolta á Em í sumar ! Best væri ef hann færi að þjálfa United því þá myndi hann klárlega eyðileggja það lið eins og hann gerið hjá LFC og INTER ! Ofmetnasti þjálfari nútímans

  27. #34 Trausti

    Tenerife
    Segunda División (1): 2000–01

    Valencia
    La Liga (2): 2001–02, 2003–04
    UEFA Cup (1): 2003–04

    Liverpool
    UEFA Champions League (1): 2004–05
    FA Cup (1): 2005–06
    FA Community Shield (1): 2006
    UEFA Super Cup (1): 2005

    Internazionale
    Supercoppa Italiana (1): 2010
    FIFA Club World Cup (1): 2010

    UEFA Manager of the Year(2): 2003–04, 2004–05

    Er virkilega hægt að kalla þjálfara með þennan árángur ofmetinn?

  28. Mér finnst það nú frekar fyndið að enska pressan telji upp alla bestu þjálfarana sem arftaka. Hver á að hafa áhuga að vinna með þessum jólasveinum? Það væri ekki nema fyrir ansi háar fjárhæðir að einhver af þeim íhugar það.

  29. Afhverju er Ferguson aldrei nefndur til sögunar sem næsti Landsliðsþjálfari? Er það af því að hann er skoti? Ferguson er klárlega einn best þjálfari sögunar (já ég fæ óbragð í munninn við að segja þetta) og því get ég ómögulega skilið afhverju hann er ekki í þessari umræðu. Nei Englendingar vilja fá enskan stjóra helst Redknapp sem er alveg ótrúlega sigursæll þjálfari eða er það ekki? Eða það sem er enn betra Roy Hodgson sem er náttúrlega heimsklassa þjálfara unnið marga tittla í evrópu #hóst svíðþjóð# og meira að segja þjálfaða landslið á heimsmælikvarða, eða þeir eru það alla vega í íshokkí. Síðan er annar snillingur nefndur til sögunar Alan Pardew jú hann er klárlega maðurinn í þetta starf af því að hann hefur náð góðum árangri með Newcastle í hálft tímabili.

    Mér gæti reyndar ekki verið meira sama hver stjórnar þessum sirkus þarna í Englandi enda ekki mikill aðdáandi Enskalandsliðsins enda get ég ómögulega haldið með liði sem hafa haft leikmenn eins Nevill systur, Tony Adams, Rooney og fleiri innanborðs. En ég get ekki skilið afhverju Ferguson er ekki nefndur á nafn í þessu. Það náttúrlega augljóst fyrir alla nema Englendinga að það er enginn enskur þjálfari að fara að gera einhverja hluti með þetta lið. FA ætti að horfa til þriggja manna sem hafa reynslu, getu og hafa náð árángri áður.
    1. Alex Ferguson unnið 48 titli á sínum ferli (og mig langar líka að sjá hvað verður um United þegar hann hættir )
    2. Guus Hiddink vanur landsliðsþjálfari og náð góðum árangri með lanslið eins Suður Kóreu. hefur líka unnið nokkra titla á Spáni, Englandi og í Hollandi.
    3. Lui van Gaal. Hefur náð frábærum árángri með Ajax, Bayern og Barcelona.

    Rafa Benitez er t.d líka með mun betri árangur en Harry og jafn vel þó lagður sé saman árangur Harry, Roy og Alans þá er Rafa samt með betri árangur en þessir þrír. En Englendingar eru vanir því að ofmeta eigin getu og ég held að það verði engin breyting á því nú. Ég held að Gaui Þórðar gæti náð betri árangri en þessir þrír eða alla vega betri en Roy og Alan.

  30. # 38Auðunn G

    Ég held að Englendingar sé líklegri til þess að gera Sepp Blatter að heiðursforseta enska knattspyrnusambandsins heldur en að ráða Skota til þess að stýra enska landsliðinu.

  31. Ef gerð væri kvikmynd um ManUtd, þá vil ég að Gary Busey leiki Alex Fergusson.

  32. Sælir strákar..
    Mig langar aðeins að tala um Suarez.
    Þið hampið honum eins og manni sem að getur allt, manni sem að er einn af bestu leikmönnum heims. Þegar að ég skoða það sem að hann hefur gert þá bara sé ég ekkert sem að lætur hann standa nálægt þessu.
    Hann er búinn að spila 19 leiki í deildinni, 17 sinnum verið í byrjunarliði og í banni í 9 leikjum..
    Í öllum þessum leikjum þá hefur hann skapað 6 mörk, já heil 6 mörk, skorað 5 og lagt upp 1. Hann hefur skotið 77 sinnum á markið, og hitt það 25 sinnum, ekki góð tölfræði.

    Svo er það andlega hliðin,Þetta er maður sem að er að gera það að vana sínum að vera í banni góðan hluta af tímabilinu, eins og hjá Ajax í fyrra fyrir eitthvað það skrítnasta sem að fótboltaleikmaður getur gert, bíta annann mann..Og svo þetta mál með kynþáttahatrið/eða ekki hvernig sem þið lýtið á það.Svo þegar að hann er í banni þá spilar liðið allveg glimrandi bolta, vinnur Manchester liðin bæði í sömu vikunni, rústar Wolves og meira að segja hesturinn í sókninni virðist allur vera að koma til, Svo kemur okkar maður til baka og liðið dettur aftur í sama leiðindapakkann og 0-0 jafteflin byrja aftur…

    Svo ég spyr er Liverpool ekki bara betur statt að losa sig við hann?
    Selja hann til Madridar og fá í skiptum annan af þeirra framherjum, sem mér finst vera virkilega góð skipti.

  33. Enska pressan er enn og aftur að koma enska landsliðinu í vandræði.  Það er eins og enskir hafi einhverja undarlega þörf að vera alltaf að ýta á self destruct takkann.  Ef að Harry Redknapp tekur við starfinu, þá verða alir ægilega ánægðir í nokkra daga og svo byrjar pressann að reyna að finna leiðir til að rífa hann niður. 

    Ef Redknapp tekur ekki við djobbinu, þá er sannarlega komin krísa hjá enskum því að hver ætti svosem að vilja taka þetta starf.  Það er klárt að næsti manager verður að vera enskur því eins og allir vita eru þeir bestu þjálfarar í heimi.  Ég held að  Big Sam væri besti kosturinn fyrir þessa fávita, kick and run og Tony Hibbert fyrirliði.

  34. Skrýtin þessi tilhneiging Englendinga um að vilja endilega enskan þjálfara. Síðast þegar að enskur þjálfari vann deildarkeppni urðu Leeds meistarar. ‘Nuff said.

  35. #42

    Tölfræði segir ekki nema hálfa söguna. Horfðu til dæmis á sögu Liverpool. Tölfræðin segir að Liverpool sé (næst)sigursælasta félag Bretlandseyja. 18 Englandmeistaratitlar, 5 Evrópumeistaratitlar og fullt af litlum mjólkurbikurum. Flott tölfræði, á því er enginn vafi. Samt sem áður segir það ekki nema hálfa söguna. Á síðustu tveimur áratugum eða svo eru kannski 2, jafnvel 3, tímabil þar sem liðið hefur gert “alvöru” atlögu að titlinum. Að öðru leyti hefur þetta verið meira og minna vonbrigði á vonbrigði ofan.

    Tölfræðin breytir því ekki. Hvorki til hins betra né hins verra. Messi er, skv. einhverju sem ég sá um daginn, sá leikmaður sem tapar ofast boltanum á Spáni. Ef tölfræðin segir það, þá hlýtur hann bara að vera ansi slappur leikmaður. En hann er samt besti leikmaður í heimi og að mínu mati topp 5 allra tíma.

    Sama á við um Suarez – þó ég telji hann ekkert sem einn besta leikmanns í heimi (og enn síður sem einn þann besta allra tíma). Það er hægt að mæla alla heimsins tölfræði hjá honum – hversu mörg skot á hann á, hversu margar sendingar heppnaðar, hversu mörg mörk, hversu mikið hann hleypur o.s.frv.

    Það breytir ekki því, að hann hefur þennan X factor sem bestu leikmennirnir hafa. Hæfileikann til þess að gera hið óvænta, koma andstæðingnum á óvart, setja hann úr jafnvægi og svo framvegis. Það þarf ekkert að fjölyrða um það, hvernig leikur liðsins breytist snarlega til hins betra þegar hann spilar (KAR má hafa það í huga, næst þegar hann heimtar að Suarez spili ekki gegn besta liði deildarinnar!).

    En ef það er tölfræði sem þú vilt, skoðaðu þá hvernig honum gekk í Hollandi að skora mörk. Hann kann það alveg, kallinn. Hann er klárlega að venjast enska boltanum sem slíkum, og læra inn á samherjana sína. Það er kannski leiðinlegt að segja það, en það er allt of mikið af meðalskussum í leikmannahópi Liverpool. Þeir mega fara, og eiga að fara. Suarez er ALLS EKKI einn af þeim.

    Homer

  36. Annað varðandi Suarez, takið öllu með miklum vara sem þið lesið í dagblöðum sem fyrst og fremst hafa það markið að selja sem flest eintök, sama hvað.

    Það er ævintýralegt hvað það er skrifað mikið bull í dagblöð og ýkt upp úr öllu valdi það sem í raun var sagt. Twitter hlýtur að vera agalegt tól fyrir blaðamenn sem hafa komist upp með það í mörg ár og áratugi að þýða eitthvað og snúa út úr því og hagræða sannleikanum til að búa til betri sögu.

    Að því sögðu mæli ég mjög mikið með þessari grein þar sem einn svona fábjáni er opinberaður mjög illa á snillar hátt. Sá hefur farið mikinn í þessu Suarez máli og opinberaði vel í gærkvöldi hverslags blaðamennsku hann stendu fyrir
    http://www.theanfieldwrap.com/2012/02/the-circus-leaves-town-but-forgets-the-odd-clown/

  37. Flott síða hjá ykkur og góðar greinar.Big respect to you sem sjáið um hana. En hafið þið ekki vinnu?

  38. Ef FA tóku fyrirliðabandið af Terry án þess að ræða við Capello fyrst, þá eru það mistök að mínu mati. Það veit hins vegar enginn alla söguna nema þessi furðulegu samtök og Capello sjálfur.

    Ég held að Ferguson gæti verið á pappírnum besti kosturinn fyrir enska landsliðið. Að því sögðu, þá held ég reyndar að Ferguson myndi “droppa” Liverpool leikmönnum úr landsliðinu á sínum eigin forsendum. Það er frægt þegar hann tók við Skoska landsliðinu fyrir heimsmeistaramótið 1986 og tók Alan Hansen úr liðinu. Hafði þess í stað miðvarðaparið hjá Aberdeen (sem Ferguson hafði stjórnað) – Willie Miller og Alex McLeish. Í gegnum tíðina hefur loðað við hann ákveðin andúð á Liverpool. Einnig held ég að Ferguson vilji ekki taka við enska landsliðinu.

    Harry Redknapp er augljóslega áhugaverður kostur. Hann hefur kannski ekki afrekað neitt stórkostlegt ef horft er á fjölda titla. En hann hefur unnið sig upp á við hægt og bítandi. Ég man það alltaf þegar hann var að byrja með West ham – gjörsamlega hörmulegt lið á þeim tíma. Ég held að það hafi verið árið 1995 og West ham voru að fara að spila við Man Utd. og það var mikið skarð í vörn West ham þegar hinn 37 ára gamli Alvin Martin var meiddur. Tveimur árum seinna voru þeir í efri hluta deildarinnar og mig minnir að þeir hafi komist í UEFA cup með því að vinna Inter-Toto keppnina. Í hnotskurn, þá er hann einn af þessum mönnum sem nær miklu úr leikmönnum. Mér þætti gaman að sjá Harry við stjórnvölinn hjá landsliðinu.

    Vesenið á þessu enska landsliði alltaf!!!

  39. Þorkell það hlýtur bara að vera kostur ef Liverpool leikmenn eru ekki að spila með því enska. Þá koma þeir alla vega ekki meiddir eða þreyttir í næsta tímabil. Þannig þeim mun meiri ástæða til að hafa Ferguson sem þjálfara 🙂

  40. Ferguson myndi aldrei nokkurn tíma taka við enska landsliðinu, hann er Skoti og þá þarf ekkert að segja meira!Redknapp er augljós kostur til skamms tíma, fram yfir EM. En ég er ekki viss um að yfirmenn hans hjá Spurs hafi mikinn áhuga á því.

  41. Velkominn  47, mér finnst mjög dapurt hvernig united menn tala um okkur á síðu sinni ekki beint til hrós stuðnings mönnum united.

  42. Sælir félagarHvað á þessi Capello þráður eiginlega að vera hér lengi?  Mér er spurt?Það er nú þannigYNWA

  43. Hvenær kemur leikskýrslan fyrir leikinn á morgun?

    Rútínan eftir hádegi á föstudögum:  jafna sig eftir boltann í hádeginu, vinna smá, fá sér heitt kakó og kex (eða bjór), græja fantasy liðið og lesa leikskýrsluna fyrir leik helgarinnar.Núna er ég búinn með allt nema það síðasta, ég fer ekki heim fyrr en hún kemur, annars verður þetta vond helgi… 🙂

Könnun: Á Dalglish að nota Suarez um helgina?

The bloody mancs á morgun