Við strákarnir á Kop.is ætlum að taka upp Podcast-þátt núna síðdegis og munum (enn einu sinni) reyna að draga einhverja línu undir þetta Suarez-fíaskó allt saman. Sá þáttur kemur á síðuna í kvöld. En á meðan finnst mér í lagi að benda ykkur á nokkrar frábærar greinar sem fjalla beint eða óbeint um atburði helgarinnar og þetta mál allt saman:
To tackle racism, we must tackle ignorance – John Barnes skrifar um rasisma í The Times. Ef þú lest bara eina grein um rasisma þessa vikuna, hafðu það þá þessa.
Handshakes, apologies and storms in teacups – Paul Tomkins gerir þetta mál vel upp frá Liverpool-sjónarhorninu.
When did football become so histerical? – John Nicholson er ekki Púllari eða United-maður en skrifar frábærlega um hysteríuna sem virðist einhverra hluta vegna þurfa að fylgja jafn ómerkilegum hlutum og handaböndum fyrir leiki.
Er ekki komið nóg? – Tryggvi Páll er íslenskur stuðningsmaður sem hittir naglann á höfuðið hér. Það yljar mér um hjartaræturnar að sjá að íslenskir United-aðdáendur geti litið hlutlaust á málið og verið málefnalegir. Frábær grein hjá Tryggva á Nr7.is.
Þetta mál er ekkert nema leiðinlegt og við eigum það öll sameiginlegt að dreyma um þann dag sem við getum lagt þessu endanlega til hliðar og einbeitt okkur að fótboltanum aftur. En við getum ekki lagt þessu máli til hliðar fyrr en öll kurl eru komin til grafar. Tomkins orðar það best í sinni grein:
“If a decision goes your way, you say “that’s it, case closed”. You don’t want to look any deeper; you want to move on. If it doesn’t, you want to find the faults. It’s like when you get too much change from the supermarket – you just carry on. But if you get overcharged, you go through the receipt, item by item.”
Hafið þetta í huga næst þegar einhver segir ykkur að hætta þessu væli, Liverpool hafi tapað málinu og beðist afsökunar, gleymið þessu bara. Það er ástæða fyrir því að við erum enn að reyna að átta okkur á því hvernig þetta gat endað svona.
Þá veit ég hvað ég verð að hlusta á í ræktinni í fyrramálið.
Strákar á Kop.is: hvar væru aðdáendur Liverpool á Íslandi án ykkar?
/boggi
Má ekki alveg sleppa þessu Suarez v Evra í þessu Podcasti þetta mál er búið að fá allt of mikla athygli. Ég er búinn að ræða þetta við nokkra United menn og ég held að flestir geti bara verið sammála um það að þessir tveir einstaklingar eru vitleysingar enda ofdekraðir fótboltamenn. Ég las ekki alla þessa pistla en las hann frá Tryggva og ég held að það segi allt sem segja þarf.
Það getur vel verið að Suarez sé ekki sekur um kynþáttaníð en hegðun hans bæðið fyrir og eftir þetta mál er ekki honum mikið til varnar. Það sama má segja um Evra öll hegðun hans er heldur ekki til fyrirmyndir og fyrir mér eru báðir þessir menn fífl. Þeir eru góðir í fótbolta en þeir eru hvorugur að fara að vinna nein nóbelsverðlaun.
Fyrir mér er því niðurstaðan bara sú að Liverpool aðdáendur verður alltaf illa við Evra og United aðdáendum verður alltaf illa við Suarez og það skiptir engu máli hversu margar greinar verða skrifaðar um þetta efni hvorug fylkingin mun breyta sinni afstöðu.
Reynum frekar að eyða tíma okkur í að fjalla um fótbolta því það er töluvert skemmtilegra.
Frábær grein hjá Barnes og sammála einum lesenda; það væri sterkur PR-leikur að fá Barnes um borð hjá LFC sem einhvers konar sendiherra….
Barnes er skemmtilega vel að sér og vel skrifandi, hrífur mann með og myndi sóma sér vel sem sendiherra Liverpool eins og “Enskir” segir. Maður gerir í grunninn ekki þær kröfur til fótboltamanna að þeir hafi bóklegt vit, þeir eiga jú bara að geta staðið sig á vellinum. En það er greinilega mismunandi hvað menn viðhafast utan vallar. Playstation vs. Bækur.
Allt góðar greinar, las þær allar og get tekið undir með Kristjáni Atla.
Það sem mér finnst vanta svo maður geti hætt að spá í þetta er viðtal við Luis Suarez og Kenny Dalglish þar sem þeir fara yfir þeirra hlið á málinu. Tala um hvað vantaði í skýrsluna eins og Dalglish talaði um og hvað í raun gerðist, bæði í fyrri leiknum sem og núna í handabandinu og í hálfleik. Ég á nú ekki von á að fá þetta viðtal, en það myndi allavega koma þeirra sögu á hreint.
Fyrir mitt leiti þá finnst mér John Nicholson ekki leggja vel út með því að byrja greinina á örgustu karlrembu. Svoleiðis viðhorf finnast mér jafnast á við kynþáttahatur, og dregur í raun fyrir mér allt niður sem hann hafði að segja etir það.
Menn eru margir hverjir óskaplega sárir yfir þessu Suarez/Evra máli en það er ég ekki. Málið sýnir á hinn bóginn veikleika LFC í PR deildinni og vonandi læra menn af því. Til lengri tíma litið tel ég ekki að vörumerkið FC Liverpool hafi skaðast mikið og gæti m.a.s. fært fram rök fyrir að allt þetta mál hafi styrkt LFC frekar en hitt. Markaðsmál eru furðulegt fyrirbæri. Markaðurinn skiptist gróflega í eftirfarandi hluta og hlutföll: Öfgaliðið, (2%), Trúboðarnir (3%), Fylgjendur (35%), Sporgöngumenn (35%), Stendur nákvæmlega á sama liðið (15%). Það er í raun aðeins Öfgaliðið og Trúboðarnir sem láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur og mynda sér afstöðu í raun óháð gögnum málsins.Þessir hópar eru einnig langsmlega háværastir. Hinir líta til þess sem raunverulega gerðist eða stendur slétt á sama. Suarez/Evra atvikið hefur verið rætt um allan heim í margar vikur ekki síst í hinum spænskumælandi hlutum jarðarinnar. Langflestir reyna að sjá í gegnum froðuna þótt að vísu sé þess freistað af blása málið upp bæði af Öfgaliði úr hópi antirasista og rasista. Í þýsku blöðunum, sem ég les, hefur umræðan verið mjög yfirveguð og síst hallað á LFC. El Pais á Spáni hefur umræðan einnig verið mjög hófstillt. Viðbrögð styrkaraðila eru einfaldlega eftir bókinni. Ég hef því nákvæmlega engar áhyggjur af orðspori okkar ástkæra félags enda höfum við góðan málstað að verja. Ég segi bara eins og spámaðurinn “sannleikurinn mun gera yður frjáls”. Hitt er annað mál að “agi verður að ríkja í hernum” eins og Sveik liðþjálfi komst að orði og Suarez hefði auðvitað átt að taka í spaðann á Evra. Ég er hins vegar ánægður með Kenny. Lét eins og hann hefði ekki séð neitt og varði sinn mann. Lék síðan þvingaðan leik og baðst afsökunar en bara síðar. En núna held ég að Kenny geti horft í augun á Suarez og sagt “nú skalt þú læra af þínum mistökum og fara að spila fótbolta því ég get ekki gert meira fyrir þig.” En allt er þetta stórfínt til lengri tíma litið og mun alls ekki skaða LFC heldur miklu frekar styrkja. Tek samt fram að ég hefði líka getað skrifað aðra grein og komist að allt annarri niðurstöðu:-)
Sælir félagar.
Það er fínt að setja strik undir þetta mál í podcastinu og taka það svo alfarið út af dagskrá þessarrar frábæru fótboltasíðu í bráð og lengd. Niðurstaða manna sem reyna að líta á málið hlutlægt er sú að báðir aðilar séu víðáttu heimskir menn sem eru þrátt fyrir það góðir í fótbolta. (Suares er betri en evra, það vita allir menn)
Að því athuguðu er auðvitað ekkert um að tala og þýðir ekkert að ræða málið meira. Þar með nenni ég ekki að eyða meiri tíma né viti í þetta mál. Mun hlýða á í auðmýkt þegar okkar menn gelda það endanlega í dag. Og svo – att bú.
Mér finnst að nú þurfi að snúa sér að leiknum við Arsenal. Í þeirri viðureign er ekki í boði að mæta með sama hugarfari og í síðasta leik. Framlag einstaklinga og liðsins í heild verður að vera þannig að stuðningmenn verði sáttir við sína menn hvernig sem leikurinn fer.
Ef svo verður ekki þarf að fara að senda þá einstaklinga sem leika þennan leik og skila ekki sínu, út úr liðinu og draga inn aðra sem hafa áhuga hafa á að leggja sig fram og vilja bæta árangur liðsins.
Óhætt er að taka menn eins og Downing og Kuyt strax út úr hópi. Downing vegna þess að hann er bara ónýtur liðsmaður og Kuyt vegna þess að hann er á leið niður brekkuna og getur ekki snúið við í þeim halla. Hann hefur það fram yfir nefndan félaga sinn að hann hefur alltaf lagt sig allan fram og gerir enn. Hinsvegar hefur hann bara ekki nóg fram að færa lengur og ég vil því þakka honum fyrir misvel unnin störf sem þó voru alltaf unnin af fullum heilindum.
Hendo og Carroll eru á skilorði og ekki gott að segja hvenær því lýkur. Sumir segja eina leiktíð enn aðrir seg að þeir hafi þegar brotið skilorð og skuli því taka út refsingu sína strax. Ég hallast frekar að fyrra sjónarmiðinu og tel ekki fullreynt ennþá hvoru megin hryggjar þeir leggjast.
Gerrard hefur verið slakur í flestum sínum aðgerðum undanfarið nema vítaspyrnum. Ég veit ekki alveg með kafteininn en það er ljóst að hann hefur ekki náð sínum fyrri styrk hvað sem veldur. Ef til vill gerist það ekki fyrr en á næstu leiktíð því það er alþekkt að afburðaleikmenn sem meiðast í upphafi tímabils eða ná ekki fullu undirbúningstímabili þurfa í reynd alla leiktíðina og næsta undirbúninstímabil til að ná fullum styrk aftur. Ef það tekst þá á annað borð. Við getum skoðað árangur Torres í þessu samhengi.
Vörnin með Reina í búrinu er góð. Það er að segja miðja hennar. Mér hefur fundist Johnson virka betur á vinstri kanti og vil hann þangað sem fyrsta kost. Enrique er fyrir mér annar kostur því ég hefi aldrei verið jafn hrifinn af honum og margir aðrir. Hann á til að missa menn svakalega í vörninni og svo finnst mér hann slakur sóknarlega með slakar fyrirgjafir ef hann á annað borð snýr ekki við og gefur til baka. Ég vil Kelly hægra meginn og tel hann framtíðarmann þar og þegar orðinn nógu góðan til að eigna sér þá stöðu.
Ég tel að í liðið vanti sterkan varnartengilið með Lucas því hann getur meiðst aftur og við höfum séð hvað það getur kostað. Öflugan framherja og öskufljóta kantara báðumegin til framtíðar horft.
Þetta er svona það sem ég sé eins og staðan er í dag. Einhverjir mér kunnugri hafa örugglega hugmyndir um unga leikmenn sem ættu að koma upp í aðalliðshópinn núna strax. Og fá að spila eitthvað eftir arvikum svo sem stöðu í leikjum sem gefur möguleika á að setja inn óreynda leikmenn o.s.frv.
Hendi þessu hér inn til umræðu og niðurrifs eða uppbyggingar eftir atvikum.
Það er nú þannig.
YNWA
Sorry, hef bara ekki haft geð í mér að taka þátt í umræðum hérna inni, sorry “mín síða” og allt það en umræðan hérna hefur verið á fáránlega lágu plani í talsverðan tíma. Nú varð samt breyting á. Las núna í 2 klukkutíma (sitjandi á flugvelli í Amsterdam, bíðandi eftir tengiflugi til freaking Grimsby) allar þessar umræður og ég verð að segja eins og er, mörg hrikalega flott innlegg. Toppnum náði Guderian hér að ofan (þó fyrir minn smekk þá er nafnið hans alltof líkt Guardian fyrir minn smekk) með frábæru innleggi.
Ég mun tjá mig af krafti í dag í podcast (vonandi næ ég upp á hótel í tíma) um öll þessi mál og ætla því ekki að tjá mig neitt sérstaklega um þetta allt saman, en þeir sem vilja henda Luis Suárez í burtu á þessum tímapunkti, ættu hreinlega að klára málið og ganga endanlega til liðs við mesta hræsnara allra tíma þegar kemur að fótbolta. Þið vitið hvern ég á við.
Nuff said.
Ef það drepur þig ekki gerir það þig sterkari,segja vitrir menn og það held ég að eigi við um Liverpool og Suarez núna. Ég vona og trúi því að Suarez eigi eftir að sýna okkur hvað hann kann og getur og hverssvegna Kenny keypti hann.
Hafi einhvertíma verið þörf á því þá er það núna. Það er nefnilega þannig í lífinu að það kemur fyrst í ljós úr hverju menn eru gerðir þegar vandamálin hlaðast upp.
Svo ætla ég ekki að tjá mig meira um þetta mál og megi það hvíla í friði fyrir mér héðan í frá.
Til að draga umræðuna niður svo við losnum aftur við SStein þá er ég hérna með þennan smekk sem hann er að tönglast á (ummæli Nr. 9)
http://www.thebeestees.co.uk/images/user/thumbnails/bib_b2p_liverpool.jpg
Annars flottir pistlar, sérstaklega hjá Barnes og Tomkins. Tryggvi Páll er síðan að mínu mati lang málefnalegasti íslenski stuðningsmaður United sem þið finnið á Twitter og ég mæli að þeir sem nota þann vef fylgi honum og síðunni þeirra (@tryggvipall).
væri við hæfi hjá ykkur að minnast bob paisleys í dag, 16 árum eftir að hann lést með smá pistli
http://www.theanfieldwrap.com/2012/02/us-and-them-time-to-pull-up-the-drawbridge/
Verð að bæta þessum pistli við, fyrir alla þá sem eins og ég eru með óbragð í munninum eftir þetta mál allt saman.
Er algjörlega ósammála þeim sem væla undan framkomu klúbbsins og Suarez fram að afsökunar beiðnunum.
Svo ég vitni í einn úr kommentunum “I’ve heard reports of ‘season ticket holders walking away from the club’. Good. Off you go then.”
það mun taka mig langan tíma að finna innri ró eftir allt óréttlætið sem ég upplifi í kjölfar þessa máls.
Ætla rétt að vona að þetta sé BS en er að sjá þetta allt of mikið á twitter í kvöld: “@thisisanfield: Luis Suarez has Handed in a transfer request. #LFC
Bjössi
Luis Suarez has NOT handed in a transfer request. And won’t be. #LFC – This is Anfield (og fleiri)
Ég er einhvern veginn lost í þessu Suarez/evra dæmi sá aðeins “Handarbandið” í endursýningu fannst þá okkar maður vera sökudolgur svo sér maður mynd t,d visir í dag sem eg skora á ykkur að skoða (tengt sunnudagsmessunni) þar finnst manni þetta öfugt farið en hvað veit ég svosem.
Annað sem saklaus sveitastrákur eins og ég skilur ekki er að af því Suarez tók ekki í hönd evra þá er restinn af bullinu í kringum leikinn t,d á leiðtilbúningsherbergja alltí lagi, þetta er svona ég má stela af því að náunginn gerir það. Bara smá pæling.