Lítið að frétta af okkar mönnum nema að athyglinni hefur verið beint að næsta leik sem er Brighton á sunnudaginn í FA Cup. Upphitun fyrir þann leik kemur á morgun eða hinn.
Höfum þetta opinn þráð þangað til og það er eitt umræðuefni sem búið er að draga mjög skýra línu undir þar til annað kemur í ljós sem bannað er að ræða í þessum þræði. Því verður öllu eytt.
Uppfært (Babu): Til að koma þessu skýrar frá mér þá er komið nóg í bili af Suarez fréttum, sérstaklega neikvæðum. Sambandi hans við Evra sem og aðra innan félagsins og hvað þá hugsanlega sölu í sumar, það er ekkert að fara koma um það núna í febrúar. Það eru svona 40-50 aðrir leikmenn á launaskrá og fullt annað að gerast í kringum liðið við hljótum að geta fjallað um það. Ef ekki þá eru mímargir aðrir þræðir til að nota.
Vonandi verða okkar menn uppteknir þessa viku á næsta tímabili enda fór það líklega ekki framhjá neinum að ensku liðin eru að keppa í evrópukeppninni. Ég ætla ekkert að fela það neitt að ég held aldrei með hinum ensku liðunum í þessari keppni og finnst þetta vera spilast æðislega m.v. að Liverpool er ekki með og það skitkast sem við höfum fengið, karma er að svínvirka. Arsenal vinum mínum fannst t.a.m. ekki leiðinlegt að benda mér á það í gær að Liverpool menn gætu ennþá verið með á Lengjunni, þannig að ég tók þá á orðinu, tippaði á AC Milan og glotti við tönn í dag.
Annars bara til gamans læt ég fylgja með einfalda könnun í restina:
Á Dalglish að láta Suarez spila á Old Trafford um helgina?
- Já. Hann er okkar besti maður og við verðum að taka sénsinn á honum. Við þörfnumst hans. (82%, 926 Atkvæði)
- Nei. Hann er ekki í réttu hugarástandi til að þola níðið sem hann fær í þessum leik. (18%, 200 Atkvæði)
Fjöldi atkvæða: 1,126
Fyrstur
Annar!
Babu afhverju var mínu commenti eytt út? Er þetta ekki opin þráður? Ég fór ekkert að ræða Suarez og Evra heldur bara hvort það væri skynsamlegt fyrir Lfc að selja Suarez. Hvað má ekki ræða? Suarez? Suarez og Evra? Suarez og hugsanleg sala?
Reynið að vera skýrari hvað þið eigið við:
Höfum þetta opinn þráð þangað til og það er eitt umræðuefni sem búið er að draga mjög skýra línu undir þar til annað kemur í ljós sem bannað er að ræða í þessum þræði. Því verður öllu eytt.
Opin þráður my ass!!!!
Sniðugur er gamli rauðnefur að hvíla Evruna í kvöld. Sá hefði fengið að heyra það á hjá stuðningsmönnum Ajax, en hann sér um sína, annað en sumir.
Nú tala menn um að það standi allt of falli með þessu fjórða sæti. Eins og staðan er í dag er ég ekki viss um að þó við náum einhvernveginn því sæti í vor, að við höfum eitthvað í meistaradeildina að gera í haust. Hvað eru Tottenham búnir að gera þar, meira að segja ManU og ManC komust ekki uppúr riðlinum. Þetta skilar nú varla því sem þarf í kassann ? Evrópugaldramaðurinn Benitez er ekki stjórinn okkar í dag.
‘Eg myndi eiginlega vilja sjá þetta svona. Við vinnum Carling Cup nú í feb og komumst þar með í evrópudeildina næsta vetur. Kenny gerir svo áherslubreytingar hjá liðinu, lætur ungu strákana spila mun meira en hann hefur gert, gefur semsagt fleirum séns á að sanna sig á stóra sviðinu. Það skiptir ekki öllu hvort við lendum í 5,6 eða 7 í vor ! Við leggjum svo allt í FA CUP og stefnum aftur á Wembley í ár.
Við styrkjum okkur skynsamlega í sumar, losum okkur við aukamenn, bætum við einum tveim topp mönnnum. Setjum svo stefnuna á topp 3 næsta vetur og þar með Meistaradeildina árið eftir.
Uppbygging tekur tíma, því fyrr sem við sættum okkur við það því betra.
@4 – Það er FA Cup sem gefur Evrópudeildar sæti, ekki Carling Cup.
Annars er ég sammála þér í því að Meistaradeildin gæti verið of stór biti fyrir þann hóp sem við erum með núna, og miðað við hvað hrein útgjöld FSG í leikmannamálum eru mun minni en kaup undanfarna 13 mánuði gefa til kynna, þá erum við ekki að fara að sjá neinar stórstjörnur í sumar (4 sætið eður ei, nema þá kannski ef Suárez verður seldur). Þannig ég græt það ekkert sérstaklega ef 4 sætið næst ekki, enda var það alltaf besti mögulegi árangur sem ég sá fram á þetta tímabilið.
Andsk. ekkert edit lengur…
En þetta er víst vitleysa hjá mér, gleymdi mér aðeins ;P
Fói, Babu tók skýrt fram að þótt þetta væri opinn þráður væri eitt umræðuefni bannað. Þessi þráður var settur inn til að leyfa mönnum að ræða allt annað, það eru nokkrir nýlegir þræðir í gangi þar sem enn er verið að ræða Suarez og Evra. Þú gast alveg sett ummæli þín inn þar.
Ræðið Suarez/Evra-málið í þartilgerðum þráðum en allt annað hér. Þetta er ekki flókið.
Ha, var ég að segja eitthvað? Það er blessuð blíðan úti, ha?
Ef þið hefðuð lesið það sem ég skrifaði þá var ekkert í þessari færslu þar sem Suarez-Evra voru til umræðu. Ég ræddi hvort það væri skynsamlegt fyrir Liverpool að selja Suarez. Ég bar saman tölfræði við Torres en þar nefndi ég að Suarez hafði ekki spilað 9 leiki á þessari leiktíð vegna banns! (rosaleg Suarez-Evra umræða eða þannig)
Það er talað um í all mörgum fjölmiðlum hvort Suarez verður seldur í sumar og ef það er ekki hægt að ræða um málefni líðandi stundar í opnum þræði þá veit eg ekki hvað.
Mér þætti allavegana vænt um að fá þennan texta sem ég setti hér inn til baka svo ég geti rætt hann á öðrum lýðræðislegri vettvangi en hér. Vinsamlegast sendið mér þá textan ef hann er ekki endanlega týndur.
Svar (KAR): Ég sendi þér tölvupóst, Fói.
“Það er talað um í all mörgum fjölmiðlum hvort Suarez verður seldur í sumar og ef það er ekki hægt að ræða um málefni líðandi stundar í opnum þræði þá veit eg ekki hvað. ”
Geturu nefnt einn marktækan miðil sem er með þetta skúbb? Mér þætti vænt um að fá að vita af því
Paló gúgglaðu það bara! Ég sagði aldrei að það væru marktækir miðlar og nefndi það í fyrri færslu sem var eydd út að það væri örugglega mest allt bull. Vildi bara fá skoðun ykkur á þessu málefni hvort það væri ekki annar framherji betri kostur sem væri ekki svona mikill troublemaker. En það má víst ekki í þessum þráði.
hey en spurning.. er að fara á leik í apríl ogvar að spá, hvermig er þetta með skoðurnarferðir á anfield? þarf maður að panta tíma fyrirfram eða mættir maður bara á anfield? er einhver heimasíða sem hægt er að skoða eða panta skoðunarferðir á??
Bragi: http://www.liverpoolfc.tv/history/tour-and-museum
sérð þetta hér, bókuðum tour hérna nýlega, færð afslátt ef þú ert meðlimur í lfc, bókar í gegnum netið og mætir síðan, lítið mál.
Bragi:
Ég var í svona tour fyrir stuttu og ég mætti bara. Þarft ekkert að panta, eru yfirleitt nokkrar ferðir á dag.
Hvar er phil Babb þessa dagana?
Babb hlýtur eiginlega að liggja enn í valnum eftir þetta:
http://www.youtube.com/watch?v=iTzzm4sxAZM
Þetta eru gríðarlega mikilvægar vikur framundan hjá Liverpool.
Við verðum að komast áfram í FA cup og vinna úrslitaleikinn um næstu helgi.Ef það gerist þá fá leikmennirnir að lyfta bikar sem er ný reynsla fyrir fullt af mönnum.Fá smá blóðbragð og klára þetta tímabil og hrifsa þetta 4 sæti og koma Lfc á sinn stað.
Nr. Fói
Ég biðst afsökunar (trúir ekki hvað það er freistandi að setja þessa afsökun sem frétt á síðuna:) á því að hafa ekki verið nógu skýr. Var bara að sjá þetta núna. En gott og vel þetta var ekki nógu skýrt hjá mér og ég er búinn að uppfæra færsluna.
En já, hvílum aðeins eilífar pælingar um Luis Suarez, það er án gríns meira spennandi akkurat í augnablikinu að vita hvað Phil Babb er að gera í dag og hvernig hann hefur það í´onum
Eftir því sem ég best veit sást síðast til Phil Babb við sauðfjárrækt á Suður-Írlandi. Hann gekk um með kælipoka bundinn um nárann…
He he ekkert mál Babu samt lítið að ræða annað Suarez en jú kannski hvernig hann lafir hjá Babb. Ég er samt búinn að finna upp á nýrri afsökunar þegar Liverpool tapar leikjum. Ekki réttur loftþrýstingurinn í boltanum 🙂
Annars enda ég þetta bara á þessari snilld sem ég las í dag:
Arsenal went to Milan four nothing. 🙂
Þar sem að þetta er opin þráður þá langar mig að henda inn vini mínum honum Dimitri sem komst að því um daginn að Carroll hafi loks skorað.
http://www.youtube.com/watch?v=FGP2ABTqfsI
Þetta var góður dagur hjá Dimitri
http://www.youtube.com/watch?v=Km_lW-nXfX8&feature=related
#11 Bragi, ef þú ert að fara í ferð með klúbbnum & VITA Sport þá þarft þú ekki að spá í skoðunarferðarmálum, það er bókað fyrir allann hópinn.
Shiiiit hvað ég hló mikið af þessu videói af honum Dimitri. Topp náungi greinilega. Annars held ég að þetta fari allt að koma hjá okkar mönnum, það er vanalega um þetta leyti á tímabilinu sem við dettum í gírinn og förum að hala inn stigum. Vonum það besta.
ánægður með forsetann í Urugvæ. Svo er bara grein um Suarez í Fréttatímanum sem er ekki á leiðinlegum nótum. Allt að koma, fyrr en varði verður hann orðinn uppáhald allra nema United manna.
Hvaða grein var þetta í fréttatímanum….það fór alveg framhjá mér
Ég biðst afsökunar fyrirfram en mér svelgdist svo á morgunkaffinu áðan þegar ég var að lesa Fréttatímann að ég get ekki orða bundist. Hvaða snillingur er þetta sem skrifaði greinina um Suarez?? Ömurleg uppsetning og fordómafyllri grein hef ég vart lesið um einn fótboltamann. Gjörsamlega fyrir neðan virðingu Fréttatímans. Ég kem til með sniðganga þennan bleðil héðan í frá.
YNWA
Ertu ekki að grínast freyr #24…. !!! Vorum við að lesa sömu grein! Það er undirtónn í þessari grein sem er ömurlegur þar sem Suarez er útmálaður sem óheiðarlegur og skítlegur karakter. Ég bara neita að skirfa undir svoleiðis sleggjudóma.
Ég googlaði þessa fréttatíma frétt og las og tek undir með #26, þessi grein er sorp. Aftur á móti er litla fréttin undir ágæt nema fyrir þá staðreynd að hann notar orðið “negrito” sem allir sem kynnt sér hafa málið vita að kom aldrei fram í umræðum Evra og Suarez og kemur ekki fram í skýrslunni fyrr en aftast þegar Hernandez er spurður um merkingu þess orðs.
En hvernig er það, átti þessi þráður ekki að vera um allt annað en Suarez? Er ekki rétt að snúa þessum umræðum uppí eitthvað annað, t.d. leikinn á sunnudaginn? 🙂
Ef þetta Suarez-E*** mál er lagt til hliðar þá myndi ég telja kjörið að ræða hvað klúbburinn og við ættum að gera fram að vori, þ.e. hvaða væntingar er hægt að gera til liðsins.
Ég er fullkomlega ósammála SB. Það kemur okkur akkúrat ekkert við hvernig hinum klúbbunum gengur í Meistaradeildinni. Það hefur margoft verið rætt hér og færð góð rök fyrir því að sæti í Meistaradeildinni gefur kost á því að fá betri leikmenn en Europa League eða engin Evrópukeppni. Ég stend grjótharður á því að 4. sætið er lykilsæti fyrir uppbyggingu liðsins og við eigum enga “kjúlla” nema kannski Sterling í dag sem geta orðið stór nöfn í þessu liði. Vonandi hef ég þó rangt fyrir mér með það og kannski að einhverjir mér fróðari geti leiðrétt þetta.
Ef við horfum á það sem eftir er, þá er 4.sætið enn mögulegt en ýmislegt þarf að breytast í leik liðsins. Á síðustu 4-5 vikum hefur spilið versnað til muna frá því fyrir jól og færum fækkað mjög. Þetta tel ég vera stærsta áhyggjuefni liðsins og þarf að komast í samt horf á ný.
Það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess að við séum líklegir til að ná þessu 4. sæti annað en að við erum núna loks með Gerrard, Suarez og Carroll alla heila og þeir ættu að geta hrellt varnir andstæðinganna. Þá þarf Charlie Adam að koma sér í gang aftur. Ef þessir leikmenn komast á sæmilegt flug óttast ég ekki nokkurn skapaðan hlut. Ef ekki þá náum við einfaldlega ekki 4. sætinu.
slakið aðeins á drengir og stúlkur. get ekki séð þennann rosalega undirtón sem fólk er að vitna í, fannst bara ágætis tónn í henni, tekið dæmi úr hvernig hann elti ástina til evrópu, hatar og tapa og gerir allt til að vinna. tók alveg eftir negrito/negro mistökunum. En ætli það sé ekki hægt að finna slæman undirtón í öllu sem maður les ef viljinn er fyrir hendi og sama á hinn veginn. fannst allavegna heillt yfir vera jákvæð frétt þó að hægt væri að taka eitthvað út sem var ekki gott.
Ætla að óska besta körfubolta manni fyrr og síðar til hamingju með afmælið Michael Jordan
Þessi grein í Fréttatímanum um Suarez er einmitt alveg ágæt. Virðist vera nokkuð góð lýsing á persónuleika Suarez. Bætir engu við umræðuna enda eiga dagblöð erfitt með það nú á tímum. En aftur á móti hefur sá sem skrifaði greinina greinilega ekki séð leik Liverpool og Tottenham. Ég er nokkuð viss um að enginn sem sá atvikið á milli Suarez og Parker geti samþykkt þá lýsingu að Suarez hafi stigið á Parker.
Við erum enn yfir Man Utd -> http://www.sportingintelligence.com/2012/02/17/liverpool-still-ahead-of-manchester-united-in-all-time-trophy-haul-170201/
Gaman að þessu. Annars góða helgi drengir!
Mér fannst þessi grein fín. Keppnisskapið sterkara en skynsemin á köflum. Er það ekki bara rétt…!
Þessi gerin í Fréttatímanum funkerar á mig eins og eitthvað lélegt uppfyllingarefni í blaðið. Orðaval Óskars (ef ég man nafnið hans rétt) er varla fjölmiðlamanni sæmandi en stundum gera menn ýmislegt til að reyna að vera fyndnir en enda oftar en ekki sem hlægilegir kumpánar.
Að öðru skemmtilegra. Það er föstudagur. Leikur á sunnudag hjá okkur. Stefnir í ágæta helgi.
er það bara ég eða eru spánverjar illa steiktir ??? þar með talinn Reina
http://www.youtube.com/watch?v=okYv9Tbu5OQ&feature=youtu.be
meira skemmtilegt youtube stöff er alltaf teammates… fyrir þá sem hafa ekki séð
http://www.youtube.com/watch?v=gjZr3ggoaXc
http://www.youtube.com/watch?v=q2-dWrwTjFM
http://www.youtube.com/watch?v=A7db3728NZ4&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=pW-KxpCknM8
Og þá að allt öðru. Leikirnir sem Arsenal, Chelsea og við eigum eftir. Spái því að Liverpool vorið hefjist á sunnudaginn og leikirnir á Anfield munu skipta sköpum:
Arsenal v Tottenham x
Liverpool v Arsenal 1
Arsenal v Newcastle x
Everton v Arsenal x
Arsenal v Aston Villa 1
QPR v Arsenal 2
Arsenal v Man City 2
Wolves v Arsenal 2
Arsenal v Wigan 1
Arsenal v Chelsea x
Stoke v Arsenal x
Arsenal v Norwich 1
West Brom v Arsenal 2
Samtals: 23+43=66
Chelsea v Bolton 1
West Brom v Chelsea 2
Chelsea v Stoke 1
Man City v Chelsea 1
Chelsea v Tottenham x
Aston Villa v Chelsea 2
Chelsea v Wigan 1
Fulham v Chelsea x
Chelsea v Newcastle 1
Arsenal v Chelsea x
Chelsea v QPR 1
Liverpool v Chelsea 1
Chelsea v Blackburn 1
Samtals: 27+43=70
Liverpool v Arsenal 1
Sunderland v Liverpool x
QPR v Liverpool 2
Liverpool v Wigan 1
Newcastle v Liverpool x
Liverpool v Aston Villa 1
Blackburn v Liverpool 2
Liverpool v Fulham 1
Liverpool v West Brom 1
Norwich v Liverpool x
Liverpool v Chelsea 1
Swansea v Liverpool 2
Liverpool v Everton 1
Samtals: 33+39=72
Flott að fá þessa leiki upp.
Lykilatriði í þessu að við eigum heimaleikina við Arsenal og Chelsea og erum búnir að spila við öll topp 3 liðin.
Chelsea og Arsenal eiga bæði eftir að spila við Tottenham og City.
Anfield héðan í frá þarf að verða fullt hús. Og eins og ég sagði einhvers staðar áður að ef við sleppum með þrjú jafntefli í útileikjunum þá erum við mjög líklega í fjórða sætinu.
En byrjum á Brighton, sýnd veiði en ekki gefin. Vil fá topp leik sem kickstart inn í lokasprettinn.
#15. Síðast þegar ég frétti af Phil Babb þá komst hann víst að í drengjakórnum í Vín, sem aðalsópran. Þessi skriða á stöngina sem þú ert með í linknum hjálpaði víst eitthvað við að koma honum að þar.
YNWA
# 29
Við erum með fleiri virkilega efnilega “kjúlla” en bara Sterling.
Nýbúnir að kaupa tvo Joao Texeirta og Jordon Ibe og svo bind ég miklar vonir við tvo homegrown gutta sem heita Conor Coady og Adam Morgan
Pepe segir að Carroll sér sá sem leggur minnst á sig á æfingum !!!! Er ekkert í hausnum á þessum dreng, ekki neitt í gangi ? ( þeas Carroll )
Svo tala þeir nokkrir um að Babel hafi verið sá sem lagði minnst á sig á æfingum þegar hann var hjá klúbbnum ? Hæfileikaríkur drengur en greinilega húð latur, hvar væri þessi drengur í dag ef hann hefði nennt þessu ?
En varðandi innlegg 38, þá erum við ALDREI að fara að ná þessum 72 stigum. Samkv þessu þá töpum við ekki einum leik það sem eftir er, við gerum þrjú jafntefli og vinnum rest, þar á meðal Arsenal og Chelsea !!
En ljósið í myrkrinu er að hin liðin, þeas Arsenal og Chelsea eru líka í hálfgerðu rugli, en við náum aldrei 72 stigum í vor, ALDREI !
Reina: “I think Carra doesn´t like me to fist him before the game..” HAHAHAHA!!
#38 ég vona að þetta verði niðurstaðan, en það þarf allt að ganga upp hjá okkur. Meigum ekki klúðra fleiri leikjum.
erum við ekkert með í þessu kapphlaupi?
http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=121800
Ég veit að Tottenham eru fyrir ofan okkur en eru þeir stærri klúbbur en Liverpool?
http://www.visir.is/chelsea-haett-vid-hazard-%7C-fer-liklega-til-spurs/article/2012120219108
Samkvæmtt þessari frétt þá er Liverpool ekki einu sinni með í kapphlaupinu um Hazard.