Eftir sjö ára bið tókst okkar mönnum loks að vinna bikar á nýjan leik í dag þegar liðið lagði Cardiff City í æsispennandi úrslitaleik enska Deildarbikarsins. Þetta er áttundi sigur Liverpool í þessari keppni og hefur ekkert lið unnið þessa keppni oftar. Til hamingju með það!
Þegar ég róaðist aðeins og settist niður til að reyna að skrifa um þessa sturlun alla saman áttaði ég mig á því hvaða mistök ég hafði gert. Ég átti að sjálfsögðu að Live-blogga þennan leik. Þá ætti ég skrá yfir það hvernig það var að fara í gegnum þennan rússíbana sem stóð í á þriðja tíma, því það er nánast ómögulegt að ætla að gera því nógu góð skil eftir á.
En, því miður voru þetta mín mistök og ég verð að reyna að fá eitthvað vit í þetta.
Dalglish stillti upp eftirfarandi liði í dag:
Reina
Johnson – Skrtel – Agger – Enrique
Henderson – Gerrard – Adam – Downing
Suarez – Carroll
Bekkur: Doni, Kelly, Carragher (inn f. Agger), Maxi, Spearing, Kuyt (inn f. Carroll), Bellamy (inn f. Henderson).
Leikurinn var varla hafinn þegar Glen Johnson var búinn að smyrja langskoti í neðanverða þverslána og út. Þar með var tónninn gefinn en ekki alveg á þann hátt sem maður hélt; Liverpool átti eftir að stjórna spilinu og sækja látlaust allan leikinn án þess að ná að brjóta varnarmúr Cardiff-manna niður. Sem hefði svo sem verið skárra ef okkar menn hefðu ekki gefið þeim fyrsta mark leiksins.
Á nítjándu mínútu fékk Kenny Miller boltann fyrir utan vítateig Liverpool. Einhverra hluta vegna voru Agger og Enrique ekki á sömu línu; Agger steig út í Miller og hinn ungi Joe Mason stakk sér frá Enrique og inn í svæðið sem Agger skildi eftir. Enrique elti hann ekki, Agger áttaði sig of seint og Miller renndi boltanum beint í svæðið þar sem Mason var kominn einn inn á teiginn, klobbaði Reina og í markið. Velska liðið komið yfir, þvert gegn gangi leiksins.
Það sem eftir lifði hálfleiks pressuðu okkar menn stíft en náðu ekki að skora. Gerrard skaut tvisvar yfir úr vítateignum, Adam skaut naumlega framhjá, Suarez og Agger áttu lélega skalla úr dauðafærum og ýmis hálffæri fóru forgörðum. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Cardiff og maður var aðeins farinn að svitna aftan á hálsinum.
Seinni hálfleikur hófst eins og þeim fyrri lauk; Cardiff-liðið ógnaði nánast ekki neitt, dró sig aftar og aftar á völlinn og nánast mönuðu okkar menn til að skora mark. Það tókst loks á 60. mínútu. Tveimur mínútum áður hafði lélegasti maður vallarins, Jordan Henderson, verið tekinn út af og Craig Bellamy komið inn í hans stað. Ég ætla ekki að dæma Henderson of hart, hann er yngsti leikmaðurinn í Liverpool-liði sem virkaði mjög taugastrekkt heilt yfir á mig í dag, en hann fann sig aldrei í þessum leik og það var allt annað að sjá hægri kantinn eftir að hann vék og Downing var færður til hægri.
Downing sótti einmitt upp hægri vænginn með Johnson og þeir náðu í hornspyrnu. Hornspyrnuna tók Downing á fjærstöngina þar sem Carroll skallaði boltann inná markteig, Suarez skallaði hann áfram í stöngina og út þar sem Martin Skrtel tók frákastið, lagð’ann fyrir sig og klobbaði Heaton í markinu. Staðan orðin 1-1 og menn gátu andað aðeins léttar.
Eftir þetta sóttu okkar menn enn án þess þó að skapa sér mikið af dauðafærum. Agger fór út meiddur og Jamie Carragher kom inná í hans stað. Á 88. mínútu átti Miller dauðafæri og gat stolið sigrinum fyrir Cardiff en skaut yfir, sem betur fer fyrir okkur. Jafntefli var niðurstaðan og framlenging fyrirskipuð.
Strax í upphafi framlengingar jókst sókn okkar manna. Suarez átti skalla af stuttu færi sem var bjargað á marklínu og undir lok framlengingarinnar átti Carroll góðan skalla hárfínt framhjá. Það var síðasta innlegg hans í þennan leik því hann vék fyrir Dirk Kuyt undir lok fyrri hálfleiks framlengingar. Carroll var góður í dag en á þessum tímapunkti fannst mér hann farinn að þreytast verulega og því fínt að fá ferska fætur inn.
Það var að sjálfsögðu Kuyt sem gerði gæfumuninn en á 18. mínútu framlengingar fékk hann boltann á vallarhelmingi Cardiff, hljóp með hann upp að vítateig og reyndi fyrirgjöf á Suarez. Turner í vörn Cardiff bægði fyrirgjöfinni frá en ekki lengra en beint aftur til Kuyt sem þakkaði fyrir sig og skaut óverjandi skoti í nærhornið. 2-1 fyrir Liverpool og nú hélt maður að þetta væri komið. Aldeilis ekki.
Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum (eða þreytu) lögðust okkar menn alla leið aftur á eigin vítateig og freistuðu þess að halda fengnum hlut. Cardiff-liðið var þegar sigrað, þeir búnir að fjarlægja fresta sóknarmenn sína og helmingur liðsins búinn að fá krampa, en þeim var þarna boðið í pressusókn síðustu tíu mínútur leiksins og það skilaði jöfnunarmarki með seiglu þegar Turner potaði boltanum yfir marklínu Liverpool eftir allmikið hnoð og svona 3-4 hornspyrnur í röð hjá þeim. Þetta mark kom á 28. mínútu framlengingar og allt varð vitlaust á vellinum. Vítaspyrnukeppni fram undan.
Stuttu síðar var flautað til leiksloka og vító staðreynd. Svona upplifði ég hana nokkurn veginn…
Steven Gerrard – varið! Frábær markvarsla, þetta á bara ekki að hafast.
Kenny Miller – stöngin! Hvað er að frétta?!
Charlie Adam – yfir! Þessi bolti lenti einhvers staðar í Frakklandi. Lélegasta víti sem ég hef séð!
Don Cowie – skorar! 1-0 fyrir Cardiff. Þetta er að klúðrast. Ég gæti ælt.
Dirk Kuyt – skorar! 1-1. Kuyt klikkar aldrei. Af hverju tekur hann ekki öll vítin okkar?
Rudy Gestede – stöngin! Þetta er ekki hægt. Sex víti, fjögur klúður. Hvar endar þetta?
Stewart Downing – skorar! 2-1. Ég efaðist aldrei um Downing. ALDREI SEGI ÉG!
Peter Whittingham – skorar! 2-2. Bráðabani héðan í frá.
Glen Johnson – skorar! 3-2. Sett’ann í þaknetið og ég fékk hjartaáfall.
Anthony Gerrard – framhjá! JJJJJJJJJÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!1!
Vítaspyrnukeppnir geta aldrei verið annað en dramatískar. Síðast þegar við unnum bikar, vorið 2006, var Pepe Reina hetjan sem varði 2-3 spyrnur. Í dag hlupu allir samherjar hans aftur til að gleðjast með Pepe en hann varði þó ekki eitt víti. Þeir settu tvö í stöng og eitt framhjá og þar með urðu okkar menn Deildarbikarmeistarar, þrátt fyrir að tvær af okkar spyrnum hafi klúðrast.
Ég veit eiginlega ekki hvað meira maður getur sagt. Við erum Liverpool FC – við spilum ekki bikarúrslitaleiki á hverju ári, en þegar við spilum þá eru þeir alltaf hádramatískir. Það var bara týpískt fyrir Liverpool að vinna sannfærandi útisigra á Stoke, Chelsea og Man City í þessari keppni og þurfa svo gjörsamlega að skríða afturábak yfir endalínuna í úrslitum gegn neðrideildarliði. Það er bara ekkert gaman að þessu ef þetta er ekki hádramatískt!
Maður leiksins: Sko, liðið lék ekkert sérstaklega vel í dag. Vörnin var taugaóstyrk og gerði mistök í fyrsta marki Cardiff, miðjan stýrði leiknum en gekk illa að skapa og Carroll og Suarez reyndu en voru allt of einangraðir á löngum köflum. Mér fannst þrír menn standa upp úr í dag og ég ætla að veita þeim þessa nafnbót saman:
Martin Skrtel – fyrir að jafna leikinn, vera algjör kóngur í vörninni hjá okkur og bara fyrir að vera almennur snillingur í vetur!
Stewart Downing – fyrir að vera langmest ógnandi leikmaður okkar í 120 mínútur í dag. Vonandi heldur þetta áfram hjá honum.
Dirk Kuyt – Kúturinn kom til Liverpool sumarið 2006, eða rétt eftir að síðasti bikar vannst, og hefur mátt bíða í heil sex ár eftir að fagna loksins titli með Liverpool. Hann skoraði í dag, setti vítið sitt í lokin og átti þetta bara skilið eftir að hafa verið algert legend hjá okkur í rúmlega hálfan áratug! Kuyt skorar alltaf í stórleikjunum!
Ég ætla að enda þetta á viðeigandi pælingu: fyrir sextán mánuðum tapaði Liverpool FC á heimavelli gegn Northampton Town í Deildarbikarnum. Í dag fagnaði liðið sigri á Wembley og eru meistarar í þessari sömu keppni. Það eiga margir mikið hrós skilið fyrir að hafa lyft félaginu þetta hátt á aðeins sextán mánuðum, en það besta við þessa endurreisn er …
… AÐ ÞETTA ER BARA BYRJUNIN! RISINN ER VAKNAÐUR!
Takk fyrir mig, og góða nótt. 🙂
Til hamingju með titilinn öll. Nú er bara að bryðja róandi það sem eftir lifir dags til að jafna sig á þessu.
Gott að fá dollu, en spilamennska okkar manna og skipulag Kenny til skammar
ein setning lýsir þessum leik best: “aldrei í hættu”
Til hamingju félagar! Blóðþrýstingurinn hefur sjaldan verið hærri. Í dag er gaman að vera púlari,…
Nú er bara að nýta kvöldið í að fagna!
Jáááááá Til hamingju kæru félagar. YNWA. Við vorum að vinna bikar plís þið þarna neikvæðu veriði úti.
Spurning um að uppfæra bannerinn með góðri mynd af Gerrard að lyfta bikarnum?
En eins og skáldið sagði: það er betra að spila illa og vinna frekar en að spila vel og tapa.
Til hamingju allir Púlarar nær og fjæar, það reindi mikið á hérna, gat ekki horft á leikinn en fylgdist með á http://www.activescors.com, við vorum fimm saman ég Púlari og fjórir Man Utd menn, þvílíkur léttir að hafa náð þessu…. Enn og aftur til hamingju allir, nú er bara að vona að þetta kveiku neist hjá okkar mönnum upp á framhaldið, erfiður leikur næst, og sem betur fer verð ég komin heim og næ að sjá hann….. Love you all….
Áfram LIVERPOOL…YNWA….
GZ
LiverpOOL
ÚFF, 6 bollar af kaffi er ekki góð blanda með svona háspennuleik. Bikarúrslitaleikir með LIVERPOOL eru sko algjörlega PRICELESS ! ! !
Til hamingju allir púllarar nær og fjær. Vonandi er þetta byrjunin á einhverju rosalegu.
YNWA
Þetta var svakalegt! Hvenær fáum við úrslitaleik þar sem við vinnum í venjulegum leiktíma, svona úrslitaleikir fara fyrir hjartað á manni. Vörnin hefði geta verið betri í leiknum en þegar úrslitaleikir eru annars vegar þá getur allt gerst. Sem betur fer unnum við í dag og mun það skila sér í góðum móral fyrir liðið. Liðið þarf að vita hvað þarf til þess að sigra úrslitaleiki.
Maður leiksins að mínu mati Skrtel. Stóð sig frábærlega í vörninni og skoraði gott mark þegar hann jafnaði leikinn.
ég hélt að ég fekk hjartaáfall í vítóinu
Gott að vinna, en Jesús minn hvað Adam og Henderson voru miklir farþegar. Þeim tókst engan veginn að setja tempóið á miðjunni, og leyfðu Cardiff að spila allt of mikið.
Skrtel sofandi í fyrsta markinu, en vann á. Ótrúlegt að setja svo ekki meiri pressu með öll þessi horn.
Veit ekki hvern ég tel mann leiksins, en Downing var út um allt í venjulegum leiktíma, og hefðu framherjarnir verið á tánum hefði hann verið með 1-2 stoðsendingar.
það sem daníel (#6) sagði um það sem skáldið sagði…
Downing var bestur í dag!
Til hamingju með þetta drengir, ekkert nema snilld!
Það er alltaf gaman að vinna bikar, jafnvel hálfgerðan framrúðubikar.
Leikur okkar manna svona la la og mjög baráttuglatt og ákveðið Cardiff lið sem má sannarlega halda hausnum hátt eftir sinn leik í dag.
Nenni ekki að koma með neitt neikvætt þó það sé klárlega til fyrir því. Njótum augnabliksins, bikar kominn í hús.
SKÁL!
11.
Sammala. Skrtel klarlega madur leiksins og er heldur betur ad koma sterkari og sterkari inn enda grjothardur leikmadur sem eg myndi ekki vilja thurfa ad kljast mikid vid.
Annars eiga Cardiff hros skilid fyrir flottan leik og their gatu hæglega tekid thetta.
Vid hins vegar vorum sterkari thegar a reyndi og unnum deildarbikarinn i 8.skiptid. Mikid langar mig i fleiri bikara a næstunni!
King kenny kominn með dollu í hús á sínu fyrstu tímabili og við erum í góðum sjens í FA bikarnum. Ég hef fullu trú að þetta er byrjunin á einhverju stórkostlegu. Við söltuðum ekki Cardiff en sigurinn er okkar. Þvílíkt stress í vító og maður var farinn að halda að þetta einfaldlega yrði ekki okkar dagur.
Skrtel var magnaður í vörninni og fyrir mér var hann maður leiksins. Downing að spila betur og betur fyrir liverpool og er það mikið gleðiefni.
Er að spá að fá mér Skrtel tattoo á andlitið, þvílíkur fagmaður!
Til hamingu. YNWA
Til hamingju allir, langt síðan maður hefur fengið þessa tilfinningu (gæti alveg vanist henni).
Svona var skot-tölfræðin skv. Soccernet.com, Cardiff 11(7) – Liverpool 39(19), hornspyrnur Cardiff 3 – Liverpool 19. Ef fótboltinn snerist um þessi atriði værum við með yfirburðalið í boltanum.
Je minn eini !!
Hjartsláttartruflanir, öndunarerfiðleikar og fótakuldi. Ég hélt að mitt síðasta værið runnið upp. Þá var gott að vita af henni gömlu minni, tilbúin í hjartahnoð og munn við munn ef þyrfti (ekki amalegt það 😉
Til hamingju öll sömul… 😀
Jæja, ekki var thetta nú slæmt. Skrtel stód sig vel, en Downing var allavega minn MoM. Drengurinn var med algjöra yfirburdi á vellinum, og sagdi bara in your face vid allt thetta anti-Downing lid. En frábært ad fá bikar 🙂
Úff hvað er hægt að segja annað en til lukku allir Liverpool aðdáendur til sjávar og sveita : )
Sigurinn endaði okkar meginn þrátt fyrir að okkar menn kæmust að mínu mati aldrei úr öðrum gír og spiluðu eins og alltaf þegar við mætum liði sem verst vel.
Ég nenni ekki að tína til það sem mér fannst neikvætt við hvernig okkar menn spiluðu, eða spiluðu ekki. Það er óþarfi.
Bikar kominn í hús, King Kenny jafnaði Meistara Shankly í fjölda titla og sonur Carra fékk að ganga upp þrepin 100 (c.a.) á Wembley til að taka á móti bikar, gott að koma honum á bragðið sem fyrst : )
Y.N.W.A. !
Skál!
JÁÁÁÁ, langþráður bikar kominn í hús!!! Ræddi við vin minn sem er man utd. aðdáandi. Sagði að við værum aumingjar útaf því að við unnum bikarinn??? og fyrir þennan bikar værum við ekki búnir að vinna neitt í 6 ár, talandi um það að lifa í fortíðinni !!! Njótiði kæru vinir 🙂
Yeahh!! Downing klárlega maður leiksins, meira af þessu!
CHAMPI8NS!
Að slá út cfc og man city í sömu keppni og ætla að kalla það einhver framrúðubikar eru að tala með rassgatinu ! Til Hamingju Liverpool og King kenny !
Til hamingju allir Liverpool menn og konur nær og fjær!! Þetta var frábær leikur, sérstaklega þar sem úrslitin duttu okkar megin. Þessi góður og þessi ekki nógu góður skiptir ekki máli í dag, frábært að landa þessum titli, gríðarlega mikilvægt fyrir Liverpool FC.
OK til hamingju en hefði alveg mátt taka þetta strax en ekki þessa fokking draslspilamensku, þoli ekki svona spilamennsku.
Erum vid tha komnir i einhverja Evropukeppni?
Úff þetta hafðist! Ekki fyrir hjartveika að horfa á úrslitaleiki með okkar mönnum. En frábært að ná að klára þetta. Downing maður leiksins að mínu mati. Frábær í dag. Titill er titill og vonandi er þetta bara byrjunin. Til hamingju öll!
Ég vil Skrtel í frammlínuna hér eftir…. Nú verður skellt í sig !! skál í botn félagar
Algjörlega frábær sigur. Ég er ótrúlega ánægður með þennan sigur gegn Cardiff.
Cardiff menn börðust, börðust og börðust og voru verðugir andstæðingar í frábærum leik sem líklega gæti ekki átt sér stað annars staðar en á Englandi.
Ég vona að menn skilji að með því að væla um frammistöðu LFC eru menn jafnframt að tala niður til Cardiff. Þeir eiga allt annað skilið að mínum dómi.
Til hamingju púlarar; í dag var stórt skref stigið til að endurheimta þann stað sem við eigum skilið.
Til hamingju. Þetta var engin smávegis rússíbanareið. Ég var á tímabili farinn að halda að þetta hefðist ekki. Eins og oft áður hefðum við átt að skora slatta meira af mörkum en það vantaði samhæfingu á sendingu og box-menn. Þá voru menn líka að taka urmul af slæmum ákvörðunum, litu oft út fyrir að hafa aldrei spilað stórleik áður.
En Skrtel var minn maður leiksins, hann át nánast allt sem kom á vörnina og gerði það öðrum fremur að verkum að Liverpool landaði þessum bikar. Downing var líka góður en Adam var að vanda búinn eftir 60 mínútur og Henderson komst aldrei í takt. Þá finnst mér Carroll og Suarez ekki ná mjög vel saman, það þarf að lagast sem fyrst.
Bikarinn, sá fyrsti af mörgum á næstu árum, er kominn HEIM!!!
Aðeins of gott þegar Carra var nýkominn inn og stoppaði skyndisókn með því að taka upp boltann og leggjast svo með hann í fanginu eins og markmaður ! Beið svo bara eftir því að sínir menn næðu skipulaginu í vörninni áður en hann sleppti boltanum.
Annars segir tölfræðin allt sem segja þarf, Liverpool átti að vera löngu búið að nýta eitthvað af þessum færum og klára leikinn. Carroll hefur bara skilið markanefið eftir í Newcastle og Suarez virðist bara hálfur maður miðað við hvernig hann var fyrir bannið.
Hljótum að þurfa að ná í markaskorara í sumar til að hafa aðra valkosti þegar þessir menn eru ekki að nýja færin.
YNWA!
Já we are back in europe. Vonandi náum við samt 4 sætinu og CL.
Var að horfa á lfctv og fagnaðarhöldunum í búningsherberginu. Greinilega skiptir leikmennina gríðar miklu máli að landa þessum titli. Þetta snýst um að vinna titla og núna skiptir nákvæmlega engu máli að við áttum ekki okkar besta leik.
Menn ættu að vera með enn meira hungur að fara aftur á Wembley og vinna fleiri titla.
Til hamingju öllsömul með þennan langþráða bikar. Er enn í spennufalli með tár niður á kinnar! 🙂
YNWA!
Þetta var rosalegt það var man u maður á vinstri hönd og arsenal maður á hægri á meðan á leiknum stóð þeir voru að vonast til að cardiff tækju þetta.En hvað voru þeir að horfa á þennan bikarúrslitaleik ef hann skiptir engu máli? Gaman að sjá eigenda liðsins kampakátan með sinni spússu vonandi verður veskið rifið upp í sumar til að halda áfram á þessari braut áfram LIVERPOOL !
Til hamingju allir.
Það sýndi sig og sannaði Dirk Kuyt er ómetanalegur í liði Liverpool og allir á barnum sammála um að hann hafi unnið leikinn fyrir okkur. Strax og hann kemur inná á hann 2 eða 3 stórhættulegar og góðar sendingar, skorar svo mark og bjargar á línu, verst að hann náði ekki að gera það í tvígang. Svo eftir að Gerrard og Adam eru búnir að klúðra sínum vítum þá kemur Kuyt og þrumar okkur aftur inn í baráttuna. Sjaldan sem lið klúðra 2 fyrstu vítum sínum og vinna leikinn. Slóvakinn grimmi er samt minn maður leiksins.
Ég var mjög ósáttur með liðsvalið og hefði viljað hafa Kuyt og Bellamy með frá byrjun en við unnum á endanum og þarf ekkert að ræða neitt annað en það.
Vil svo þakka honum Kára fyrir að mæla með góðum stað til að horfa á leikinn hér í Berlín en ég sat með 2 köllum frá Liverpool, sem höfðu ætlað á leikinn en fengu einum miða of lítið og skelltu sér til Berlínar í staðinn.
Til þeirra sem segja að þetta sé lítill bikar ber að horfa á leiðina sem við fórum í þennan bikar, Chelsea, City og Stoke, ekki lítil lið!
Til lukku med bikar med evrópusæti, hvad er nr 23 og fleiri ad afsaka ad skrifa ekki EITTHVAD neikvæt um leikinn. FAGNIÐ OG NÆSTI BIKAR BÍÐUR
Núna er bara að halda genginu uppi og ráðast á Stoke í FA cup, en fyrst deildin. Arsenal og Chelsea eru mjög brothætt þessa stundina (þrátt fyrir góð úrslit þeirra um helgina) og það væri ofursætt að stela af þeim 4. sætinu eftir að hafa lyft FA cup á Wembley.
Frábært að sjá Gerrard lyfta dollu á loft aftur. Alveg sama hvaða dolla það er og hvernig það hafðist þá er þetta ótrúlega sæt sjón því menn eru hreint ansi fljótir að gleyma því að þetta sama lið (nánast) tapaði fyrir Northamton fyrir einu og hálfu ári og félagið í heild fór næstum á hliðina. Við þurfum að byrja einhversstaðar og þetta var flott. Það horfa að ég held allir á þetta sem grunn fyrir eitthvað stærra á næstu árum með þessum kjarna leikmanna.
Liverpool hefur aldrei farið auðveldu leiðina í úrslitaleikjum og á endanum var lukkan með okkur í liði. En róum okkur aðeins í að drulla yfir spilamennskuna og drulla yfir allt og alla strax eftir að við vinnum loksins bikar. Leikmenn Cardiff voru að spila sinn stærsta leik á ferlinum og gáfu sig rúmlega 100% í verkefnið og gerðu það eins vel og þeir gátu. Stoke spilamennskan þeirra var að ganga ágætlega hjá þeim og pirra okkar menn sem nýttu færin illa. Við vorum samt með 34 marktilraunir, 19 horn og 65%posession. Ekki að þetta gefi okkur neitt aukalega en liðið var ekki alslæmt í dag og þetta er vel verðskuldaður sigur.
Downing var verðsluldað valinn maður leiksins að mínu mati, stóð uppúr í liði Liverpool fannst mér með Martin Skrtel rétt á eftir honum. Hver hefði trúað þessu fyrir nokkrum vikum. Suarez og Carroll voru álíka heillandi og mér finnst þetta bölvaða 4-4-2 leikkerfi vera, Suarez ekki alveg í stuði og það er eins og það vanti alla greddu í Carroll. Henderson var skelfilegur í leiknum og spurning hvort þetta hafii verið of stór leikur fyrir hann, smá áhyggjuefni þar. Gerrard og Adam voru fínir á miðjunnu en skotin hjá þeim í leikjum voru herfileg og það kom ekkert á óvart að þeir skyldu klúðra vítunum sínum.
Svo kom einn með góða spurningu á meðan leik stóð, hvort myndir þú velja Kuyt eða Carroll þegar þig vantar match winner mark í svona stórleik. No brainer og Kuyt átti að klára þetta þegar hann skoraði í framlengingunni og gulltryggja þetta þegar hann varði á línu stuttu seinna.
Njótum sigursins og geymum mestu neikvæðnina aðeins á meðan.
Algerlega ljóst að við ætlum að fara Krýsuvíkurleiðir – alltaf.
Líka klárt að það voru mjög margir okkar manna sem hálffrusu í dag. Henderson augljósastur þar, en líka Enrique að mínu mati. Hef trú á því að Agger hafi spilað lengi hálfmeiddur og þetta var með verri leikjum Suarez í vetur.
Það voru því ólíklegu hetjurnar í dag. Stewart Downing var valinn maður leiksins af Carling dómnefndinni og ég er algerlega sammála því, en Skrtel var stutt á eftir. Átti vissulega stóran þátt í að Cardiff komst yfir en eftir það negldi hann þetta. Frá mínútu 20 til mínútu 110 var liðið og leikurinn eins og ég reiknaði með, er ekki viss um að það hafi oft verið tekin 39 skot að marki í úrslitaleik og við áttum auðvitað að klára. En mínúta 111 – 118 var ömurleg og við hleyptum Cardiff inn. Vítakeppni er alltaf vítakeppni og ég viðurkenni það alveg að ég játaði ósigur þegar Gerrard og Adam klikkuðu.
En mikilvægasti leikmaður dagsins var Dirk Kuyt, markið sem hann skoraði var gargandi og hann hleypti lífi í vítakeppnina með því að skora. Downing og Johnson sýndu svo sinn karakter og án gríns þá var ég 7% frá yfirliði þegar Gerrard (Anthony) klikkaði og við unnum þennan rússíbana. Á ýmsu áttí ég von og vissi að þetta yrði erfitt gegn ÓLSEIGU Cardiffliði en að við þyrftum vító og Downing, Skrtel og Kuyt yrðu lyklarnir að sigri??? Hefði aldrei tippað á það.
Fögnuður allra í lokin sýndi hversu miklu máli þetta skipti, félagið og leikmennirnir eru komnir aftur af stað, einungis 16 mánuðum eftir að vera nærri því gjaldþrota og brosin á andlitum allra þýða vonandi að “Liverpool is back”.
Cardiff City munu vonandi pikka sig upp eftir hryllilegan ósigur, það verður ömurlegt að keyra heim og ég er viss um að margir þarna munu eiga erfitt með að spila fótbolta næstu daga. Alveg sama hvernig leikir spilast, þú ert “runner-up” og í þetta sinn í sérstaklega ömurlegum aðstæðum – en þvílíkt sem þeir geta borið höfuðið hátt ef það er hægt að tala um svoleiðis. Þeirra plan gekk upp og okkar lið átti mjög erfitt með að stjórna aðstæðum. Ekki það að eins og oft áður í vetur vantaði gæði á síðasta þriðjunginn og ansi mörg öflug skot voru í og rétt framhjá rammanum.
En allt byrjar þetta og endar á einum stað. Þegar Gerrard lyftir bikarnum og “You’ll never walk alone” glumdi um Wembley og tárið kom í augað.
Dásamleg tilfinning og hana vil ég upplifa sem fyrst.
Með þessu er líka ákveðin pressa að baki með Evrópusæti og að þetta tímabil er klár framför frá því síðasta. Nú er að nota gleðina og gera áhlaup að 4.sætinu, sem vissulega verður erfitt, og vinna Stoke til að bóka næstu Wembleyferð, í undanúrslitum FA Cup.
COME ON YOU REDS!!!!!!!!!!!!!!!!!
Til hamingju allir!
Ótrúlega margt lélegt hjá okkur í dag og vantaði einhvern neista eða kraft í liðið. Bara Skertl og Downing sem voru mjög góðir og Kuyt átti frábæra innkomu. Nokkrir á pari og alltof margir langt undir getu.
Það verður samt ekki tekið af Cardiff að þeir börðust framúrskarandi vel og áttu leik lífs síns. Þeim tókst næstum því ætlunarverkið sitt, pakka í vörn og treysta á lukkuna.
Sýnir þetta ekki bara styrk okkar að spila illa en vinna samt?
En hvað sem hver segir þá er bikar alltaf bikar og bikarinn er OKKAR.
Frábært! Þetta tímabil yrði frábært ef við myndum svo ná fjórða sætinu.
YNWA
Var að skíta á mig þegar Adam skaut yfir en allt fór vel að lokum. Til hamingju allir stuðningsmenn Liverpool!
ÞETTA VAR ERFIÐUR LEIKUR EINS OG SVONA LEIKIR VERÐA GJARNAN. EN LIVERPOOL KLÁRAÐI ÞETTA MEÐ HJÁLP CARDIFF-LIÐSINS. EN ÞEGAR KOMIÐ ER ÚT Í VÍTASPYRNUKEPPNI ER ÞAÐ EINS OG AÐ SPILA Í LÓTTÓI.
EN VIÐ HÖFÐUM HEPPNINA OKKAR MEGIN.
TIL HAMINGJU PÚLLARARA OG ÁFRAM LVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ligg uppí sófa með 40 stiga hita, höfuðverk og hósta.. en brosi samt hringinn !
#42 Af hverju erum við ítrekað að pönkast út í stoke. Spiluðum við ekki með 6 varnarmenn á móti City í semi og 5 á móti United í FA?
Til lukku allir Púllarar nær og fjær og munum að nú er styttra síðan Liverpool vann bikar en nokkuð annað enskt lið… 😉
Er ekki búinn að stoppa með að senda SMS og facebook skilaboð síðan að flautað var af……aðallega skilaboð til ManU trúvillinga….alltaf spennandi bikarleikir hjá Liverpool. mér fannst Downing og Skrtel bestir og Downing átti skilið að vera maður leiksins.
Til hamingju
YNWA
Jæja, ég er loksins búinn að uppfæra þessa færslu með leikskýrslunni. Vonandi náði ég að gera þessu góð skil. Svo ég endurtaki lokaorð skýrslunnar: RISINN ER VAKNAÐUR! 🙂
Liverpool vann titil og ég ætla að njóta sigurvímunar, nú gæti mér ekki verið meira sama hvernig leikurinn spilaðist, Liverpool er Deildarbikar meistari og það er það sem skiptir máli.
YNWA !
Er ekki alveg að skilja stiga gjöf Teamtalk (kannski ekki besta fótboltasíða heldur). Þeir gef Liverpool byrjunnar 11 samtals 58 stig enn Cardiff fær 78!!!! (http://www.teamtalk.com/blog/16129/7550260/TT-s-player-ratings-Liverpool-v-Cardiff)
Erum við að gera þetta ítrekað? Beita löngum spyrnum fram á stóra sóknarmanninn, taka góðan tíma í öll föst leikatriði og vera fastir fyrir með aðaláherslu á þéttann varnarleik. Sama þó það særi þig eða ekki þá hefur komið svokallaður Stoke stimpill á svona spilamennsku, en önnur lið leggjast alveg í vörn líka af og til. Þú náðir því a.m.k hvað ég var að meina.
Verulega góð leikskýrsla Kristján – fullkomlega sammála hverju orði!
http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=Ddfg8a2XLtE
Inn í búningsklefanum hjá Liverpool!
Enn er verið að skrifa söguna. Í sögubókum er ekkert minnst á spilamennskuna. Enn ein dollan í hús og það er allt sem skiptir máli í dag. Til hamingju bræður og systur.
YNWA.
Gaman að sjá Andy taka svona sterklega á víninu.
Ég hef lesið mér til um reglurnar í vítaspyrnukeppni og þær voru allar þverbrotnar í dag. Lið sem jafnar rétt fyrir lok framlengingar vinnur ALLTAF vítaspyrnukeppnina. Lið sem klúðrar fyrstu tveimur spyrnunum í vítaspyrnukeppni tapar ALLTAF. Og Liverpool GETUR EKKI SKORAÐ ÚR VÍTUM Í VETUR nema Gerrard auðvitað… Vegna ofantalins hafði ég engar væntingar þegar við fórum í vítakeppnina, en jesúspétur hvað það var mikil snilld að klára þetta síðan! 🙂
Þetta myndband úr klefanum er náttúrulega snilld. Það þarf bara einhver að passa Carroll í kvöld. Ég myndi setja Bellamy í það verkefni.
Annars var þetta eflaust frábær skemmtun fyrir hlutlausa (einsog allir úrslitaleikir Liverpool eru) en þetta Liverpool lið átti auðvitað að klára þetta. En samt frábært að menn komi aftur eftir að hafa lent undir og líka þegar menn missa niður unnin leik á 118 mínútu og svo klúðra 2 vítum. Kuyt er hetja fyrir að hafa loksins komið okkur á blað í vítakeppninni.
Engin spurning um að Downing var maður leiksins og Skrtel er maður þessa tímabils hingað til.
Frábært að vinna þennan bikar eftir allan þennan tíma. 🙂
Já, og verulega góð skýrsla. Ég er 100% sammála.
Sælir félagar
Þetta er skrifað af gjörgæsludeild hjartaverndar. Ég dó oft í dag og var vakinn til lífsins jafnoft. Þvílik háspenna og það sem maður var búinn að láta út úr sér um menn og málefni meðan á þessu stóð. Það er sko ekki eftir hafandi get ég sagt ykkur.
En núna þegar allt er í höfn og við búnir að leggja Wembley undir okkur þá er allt gott. Kominn bikar í hús og Gerrard, Carra, Reina og Kuyt loksins komnir með titil á þeim velli sem er þúsund sinnum merkilegra en bikarar á Þúsaldarvellinum sælla minninga.
En hvað um það. Liverpool stuðningmenn af öllum kynjum og litum, fjær og nær. Ég óska okkur öllum til hamingju með dásamlegan dag og ég hlusta ekki á neinn sem er að agnúast núna út í liðið eða neitt því viðkomandi. Lífið er yndislegt og því fær ekkert breytt.
Það er nú þannig.
YNWA
Gaman að sjá að Leiva er búinn að losa sig við hækjurnar.
Anyway, frábær úrslit.
Frábært! Virkilega góð tilfinning að hafa unnið loksins bikar eftir alltof langa bið. Leikurinn var fáránlega spennandi og maður var endanlega farinn úr límingunum þarna undir lokin. Þetta gat ekki staðið tæpara en sem betur fer kláruðu okkar menn þetta á endanum. Stewart Downing og Martin Skrtel voru frábærir allan leikinn og Dirk Kuyt átti stórkostlega innkomu.
Alltaf stórkostleg tilfinning að vinna bikar, lengi megi þetta halda áfram.
Loksins loksins BIKAR 🙂 yeah. Liverpool liðið spilaði samt ekki vel í leiknum og það hafði farið illa ef við höfðum mætt sterkari liði. Gerrard gat ekki baun sem og Suarez. Framistaða Henderson var ekki í úrvalsdeildar klassa eða hvað þá 1. deildar klassa. Held meira segja að Babu hefði virkað betur á kantinum. Downing var mjög góður í leiknum og eiginlega sá eini sem var virkilega góður hjá Liverpool en Adam átti líka fínan leik.
En bikar er bikar og það man engin hvernig við unnum dolluna bara að við unnum. Þetta er bara byrjunin á nýju titla safni hjá King Kenny!! sjáið til 🙂
Sæl öll.
Það er núna fyrst sem ég get sest niður að skrifað, ég nagaði neglurnar niður í kviku, ég gekk niður úr parketinu, ég var með háþrýsting og hjartsláttartruflanir nánast frá því klukkan 16 í dag og til rúmlega 19…en Guð minn góður hvað það var þess virði þegar ég horfði á okkar menn lyfta bikarnum þvílík gleði og hamingja ég var bara næstum því skælandi af gleði . Ef okkar menn spila annan úrslitaleik í FA cup ætla ég að horfa á hann frá biðstofu Bráðamóttökunnar þar sem örstutt er í læknishjálp og hjartastuðtækið svona spenna er ekki góð fyrir miðaldra konu sem á að sitja við sjónvarpið með prjónana og horfa á Leiðarljós.Það er allaf gott og gaman að vera Poolari en í dag er það bara FRÁBÆRT.
YNWA
Ja, skyrslan frabær og thessi sida audvitad i heild sinni storkostleg. Thad er eins øruggt ad madur skodi kop.is fyrir og eftir leiki eins og madur hendi ruslinu i føtuna undir vaskinum.
Eg er klar a thvi ad thessi bikar er vendipunktur hja okkar astkæra LFC. Midad vid gengid i vetur tha eigum vid helling inni, ca. 2-3 mørk i hverjum leik midad vid færin og spilamennsku. Nu er bara ad fylgja thessu eftir og audvitad spyta i lofana. Thad er ekki asættanlegt fyrir okkur heitu Poolararna ad vinna titil a 6 ara fresti.
King Kenny er sigurvegari og med Liverpoolhjarta, thad smitar ut fra ser og eg vil fara ad sja meiri vinnu skila ser upp ur akademiunni a næstunni. Thad er besta leidin til ad byggja upp storveldi til framtidar.
YNWA!
Frábær sigur! þrátt fyrir að leikurinn sjálfur var ekki sá skemmtilegasti og sóknarlega séð var Suarez og Carroll báðir lélegir en Downing mjög ferskur. Vantaði alltaf loka sendinguna og sendu menn alltaf boltann annaðhvort tilbaka eða hinummegin. En fyrsti bikarinn af mörgum kominn.
Ég komst að því að Inspector Clouseau var í liðið Liverpool í dag og fór margar hringi um sjálfan sig og spilaði í appelsínugulum eða rauðum takkaskóm. Dolla í hús og einhverjir aurar. Brillíant! Eftir er bara FA-dollan þetta árið.
Sætur silfur söngur Lævirkja ???? 🙂 YNWA King Kenny
Er langt frá því sammála mönnum um að framlínan hafi verið bitlaus; Carroll gerði margt mjög gott í leiknum, tók við boltanum á miðjunni. Menn mega ekki gleyma því að Suarez var heilinn á bakvið jöfnunarmarkið, hann átti marga mjög flotta spretti og bjargað var á línu eftir skalla frá honum. Downing var klárlega bjartasta ljósið á vellinum og það virðist vera að kvikna á perunni hjá honum. Auðvitað voru einhverjir leikmenn sem skiluðu ekki sínu but who cares?! Bikarinn fór á réttan stað….
ps. til þeirra sem finnst Suarez vera breyttur þá tel ég að hann hafi þroskast. Það var ekki mikið um dýfur, hann röflaði lítið í dómaranum og þegar hann bað um eitthvað þá hafði hann sitthvað til síns máls…eins og þegar íslenskur lýsandi leiksins varð að éta það ofaní sig að Suarez væri lygari;)
Fannst viðbrögð Charlie Adam við óþroskuðum Twitter færslum Piers Morgan lýsa tilfinningunni ágætlega við að vinna þennan titil:
“Charlie Adam ? @Charlie26Adam
@piersmorgan ill take carling cup over nothing.”
Það er gaman að vinna titla og það skiptir ekki máli hvort um sé að ræða Meistaradeildina eða deildarbikarinn, titill er titill. Vissulega fóru okkar menn Krísuvíkurleiðina í þetta skiptið eins og svo oft áður í gegnum tíðina sem gerði sigurinn fyrir vikið enn sætari. Ég vona að þetta sé byrjunin á flottum komandi árum hjá Liverpool FC. Við erum komnir með flottann kjarna af leikmönnum sem hafa nú kynnst því í fyrsta lagi að fara á Wembley með félagsliði og í öðru lagi að vinna titil í þessum hóp.
Ég er nokkuð bjartsýnn fyrir komandi ár. Enskir strákar sem eiga eflaust eftir að spila ansi mörg ár með Liverpool, s.b.r. Henderson, Carroll, Kelly, Flanagan og Robinson og ég hef trú á því að það eigi eftir að rætast vel úr þessum strákum sérstaklega þar sem Kenny er óhræddur við að gefa þeim spiltíma. Hann veit hversu mikilvægt er að hafa kjarna af breskum leikmönnum sem finnst erfitt að yfirgefa klúbbinn. Við sáum það best í tíð Rafa þegar Xabi, Arbeloa og Mascherano yfirgáfu Liverpool og hvað það var erfitt að finna leikmenn í staðinn. Með breska leikmenn sem vilja spila á Englandi eru minni líkur á að þeir horfi á braut bara sí svona. Kúltúrinn hefur breyst hjá klúbbnum og til hins betra vil ég meina. Sjáum það best hjá Man Utd með góðan kjarna af breskum leikmönnum sem hafa spilað fyrir liðið í áraraðir, vilja hvergi annarsstaðar vera og ekki sífelld breyting á máttarstólpum liðsins heldur aðeins örfáar breytingar á hópnum á hverju tímabili. Þannig held ég að Kenny sé að hugsa þetta og þannig held ég að sé rétta leiðin til þess að ná árangri mörg ár í röð en ekki eins og hjá Chelsea t.d. þar sem það á að kaupa árangur á fáeinum árum. Þetta er þolinmæðisvinna sem þarf til að mynda sterkan kjarna sem neitar að þekkja annað en að vinna titla á hverju tímabili.
Njótum sigursins í kvöld hinsvegar ekki of lengi þar sem líklega einn mikilvægasti leikur tímabilsins er næstu helgi gegn Arsenal. Þar gætum við fengið að sjá hvort við erum in or out í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni sem ætti að vera forgangsatriði nr. 1 fyrir okkur þetta tímabil ef við ætlum að ná að tæla til okkar heimsklassaleikmenn næsta sumar sem er gríðarlega mikilvægt í framþróun liðsins.
Another Kop of Glory.
Glæsilegt að ná í dollu, mjög sáttur.
En leikurinn var hörmung eins og venjulega. Hvað er eiginlega að frétta af sóknarleiknum í liðinu. Það hlýtur að vera eitthvað að kerfinu.
Menn geta ekki verið sáttir við þennan leik. Cardiff eru virkilega lélegt lið.
Ég er t.d. einn af þeim sem er hrifinn af Henderson, hans hlutverk í liðinu nýtist aftur á móti gjörsamlega ekki neitt. Hægri kanturinn var lamaður í þessum leik. Downing hinsvegar sogar til sín boltann en það kemur ekkert út úr því eins og venjulega. Sama er náttúrulega með Carroll.
Þetta er síðan búið að vera svona allt tímabilið og mikið anskoti eru framfarirnar hægar ef þetta er málið. Við erum 20 stigum á eftir United sem eru með svona 10 leikmenn á meiðslalistanum hjá sér.
Hann George Bush eða hvað eigandinn heitir verður að taka upp veskið og kaupa svona 5 í viðbót í sumar.
Góðan dag, Liverpool er ennþá deildarbikarmeistari!
hvernig getið þið enn verið hrifnir af henderson ? langlélegasti maðurinn í gær , og að halda honum í byrjunarliðinu fyrir bellamy er bara lögreglumál
ok, segið mér , hjálpið mér , hvað hefur henderson, jú fínn án bolta segi ég ( duglegur)
Frábært að vinna titil en samt sem áður kristallaðist vandamál liðsins í vetur í þessum leik. Það á í miklum vandræðum með að stjórna leikjum. Held það þurfi allavega að fjárfesta í tveimur öflugum miðjumönnum og framherja. Adam, Spearing og Henderson eru einfaldlega ekki nógu góðir og það fer að síga á seinni hlutan hjá Stevie G.
Vandamálið sem ég sé við Henderson er að honum er spilað á hægri væng í staðin fyrir miðju. Hann hentar bara enganveginn þarna úti, týnist alltof mikið og með of fáa valmöguleika í kringum sig til að miðjumannshæfileikar hans nýtist.
Ég hefði stillt honum upp fyrir framan Adam og Gerrard í gær í þriggja manna miðju með Suarez hægra megin, Downing vinstra megin og Carroll á toppnum. Ég trúi því allavega að hann virki mikið betur á miðjunni en hann gerði á vængnum í gær.
En hins vegar er æðislegt að vinna titil, sama hvað hann heitir. Þetta var magnaður leikuri í gær og leikskýrslan segir þetta allt. Til hamingju öll sömul, njótum þess að hafa unnið!
#76
Held að vandamálið felist í því hvaða leikmenn hafa verið keyptir. Þó að við keyptum 5 leikmenn í viðbót sem Kenny fær að velja þá er ég ekkert viss um að gæðin í liðinu batni. Þetta yrðu hvort-eð er einhverjir ofmetnir tjallar sem hafa litla fótboltagreind…
En glæsilegur titill hjá okkar mönnum!
YNWA!
Henderson hefur spilað töluvert inn á miðjunni í vetur og verið lítið skárri þar
Þú vilt sem sagt meina að þetta hafi verið svona average leikur hjá honum? Ég held ég fullyrði að ég hef ekki séð hann slappari en í dag, því er ég sammála ykkur um!
frábært að fá loksins bikar aftur, en smá off topic við erum aðeins 3 stigum frá því að hafa fengið 5000 stig í efstu deild… langaði bara að deila þessu með ykkur
Merkilegt að sjá hér hrúgast inn menn sem eru reiðubúnir til að níða skóinn af leikmönnum liðsins eftir fyrsta titil LFC í sex ár. Eitthvað hljóta þessir menn, sem voru keyptir, að hafa gert rétt og það er algjör rökvilla að halda öðru fram.
Vissulega átti Henderson ekki sinn besta leik en það kom ekki að sök; Bellamy kom inná í staðinn. Menn skulu ekki halda eina sekúndu að Cardiff hafi verið auðvelt viðureignar, þeir höfðu engu að tapa, allt að vinna. Og þeir gáfu hundrað og tuttug prósent í leikinn. Þeir eiga eftir að eiga í erfiðleikum með að jafna sig eftir þennan leik, bæði andlega og líkamlega. Það verður erfitt fyrir liðið að rífa sig upp eftir þetta.
Næsti leikur (gegn Arsenal) verður hins vegar erfiður, sem betur fer er hann á Anfield. Þetta er klárlega úrslitaleikur fyrir LFC því sigur í honum setur verulega pressu á skytturnar í fjórða sætinu. Sigur gegn þeim og Chelsea gætu haft úrslitaáhrif á hvort liðið nær hinu margumrædda fjórða sæti eður ei.
Brosið er frosið og fast á mér – dásamlegt að velta sér upp úr enn einum titli fallegasta og besta liðs sögunnar. Fyrsti titill Skrtel, Bellamy, Suarez, Adam, Enrique, Henderson, Carroll og Kuyt í enskri knattspyrnu og mun bara gera þá hungraðri í þann næsta.
Er búinn að horfa á gleðina í búningsklefanum mörgum sinnum og senda vefslóðina víða – frábært að heyra hreina sigurgleði allra sem koma nálægt klúbbnum. Ekki síst eigendanna sem þarna upplifðu sigur í keppni svo stuttu eftir eignarhald sitt – skulum ekki vanmeta þá gleði sem þeir fengu út úr þessum mómentum í London í gær. Þeir verða enn ákveðnari að gera vel.
John W. Henry auðvitað sagði það sem þarf að segja – það er loksins komið að því að tala um árangur liðsins sem knattspyrnuliðs og ekki hægt að draga einhverja umræðu um peninga eða einstaklinga inn í hana, þó það komi mér á óvart hversu margir hér virðast ætla að vera fúlir með gærdaginn, heldur sé liðið komið með titil og því skrefi nær ætlunarverki þeirra að gera það að alvöru stórliði inni á vellinum.
Svo auðvitað þurfa menn að átta sig á því að staða King Kenny Dalglish var í gær endanlega römmuð inn. Kanarnir sögðu báðir að hann væri “an extraordinary man” og ef við förum inn á netið og lesum kommentin frá Merseyside hljóta allir að sjá að það er óþarfi að ræða þetta meir. Kóngurinn á höllina sína, skuldlaust.
En í guðs bænum gleðjist, veifið merkinu sem víðast og brosið sem breiðast. Knattspyrnuliðið Liverpool var stofnað árið 1892 og hefur frá þeim tíma leikið 111 leiktímabil í enskri knattspyrnu. Tekið þátt í 111 FA-bikarkeppnum og 52 deildarbikarkeppnum, 163 sinnum alls. Í gær var þetta sigursælasta lið enskrar knattspyrnu að vinna sinn fimmtánda titil. Að meðaltali gerist það á 10 keppna fresti og þá á maður að velta sér upp og njóta. Við jöfnuðum Óvininn í gær sem það sigursælasta í innanlandskeppnum svo mörg önnur lið þurfa að bíða enn lengur. Það eru t.d. í dag 728 dagar síðan fyrirliði Óvinarins hampaði titli á Wembley og u.þ.b. 2400 dagar síðan Arsenalfyrirliði lyfti þar silfri.
EN ÞAÐ ER EINN DAGUR SÍÐAN LIVERPOOL F.C. LYFTI ÞAR BIKAR!!!
Legg til að síðuhaldarar taki út comment þar sem fram kemur að þessi eða hinn hafi ekki getað neitt!!! Njótum sigursins eins og sannir stuðningsmenn besta liðs í heimi………….
YNWA
Voðaleg viðkvæmni er þetta, þó svo að einhverjir hérna, þar á meðal ég tali um þá staðreynd að Liverpool spilaði illa í gær, þýðir það ekki að viðkomandi sé ekki í skýjunum með að hafa unnið bikarinn, eða séu “minni aðdáendur” en þeir sem kjósa að einblína á endanlega útkomu leiksins sama hvernig liðið spilaði.
Slökum aðeins á gagnrýninni á þá sem fagna öðruvísi, og njótum sigursins.
Y.N.W.A.
Og Torres fór……….til að vinna titla.
Hafliði, ég held að engin hneykslist á gagnrýni sé hún sett fram á málefnalegan hátt. En það hefur kannski eilítið vantað uppá hjá þeim sem vilja gagnrýna. Þeir henda sé bara ofaní sama grautarpollinn, tala um að Henderson sé ekki í Liverpool-klassa og þar fram eftir götunum. Allir sáu að Henderson var lélegur í gær en hann hefur átt mjög góða leiki að undanförnu, verið mjög solid í miðjuhlutverkinu. Hann er leikmaður sem á eingöngu eftir að vaxa (mér fannst raunar Enrique verri en það mynd ekki nokkrum detta til hugar að segja hann ekki í Liverpool-klassa)
Punkturinn er þessi: sigurinn hafðist og það skiptir máli. Án þess að vilja svífa of lengi á bleiku skýi þá er einfaldlega ljóst að liðið er á réttri leið þegar það vinnur bikar, eitthvað sem Arsenal virðist fyrirmunað um þessar mundir. Samt held ég að engin myndi telja Van Persie eða Walcott ekki í Arsenal-klassa. Eða hvað?
Það er nú bara sama glottið á mér eftir þennan leik og á mörgum hérna. Þetta var úrslitaleikur eins og þeir eiga að vera. Mig dreymdi reyndar 9-3 fyrir Liverpool nóttina fyrir leikinn, en ef ég hefði getað valið um annaðhvort þá niðurstöðu eða það sem raunin varð, þá hefði ég alltaf valið það síðarnefnda. Liverpool lendir undir, jafnar, framlenging, Stórleikja-Kátur skorar “sigurmarkið”, hreinsar af línu á síðustu andartökum leiksins, en allt kemur fyrir ekki og Cardiff jafnar á síðustu stundu í framlengningu. Vítaspyrnukeppni. Og Liverpool vinnur.
Leikurinn var ömurlega spilaður en hann var frábær skemmtun í alla staði. Liverpool vann, það skiptir öllu. Ef við ætlum að bölvast út í einhverja leikmenn, sleppum því bara – það kemur alltaf annar leikur eftir þennan leik – og við höfum allt þetta tímabil bölvað hinum og þessum leikmanninum fyrir að vera lélegir. Ef menn ætla að bölva Liverpool eftir að hafa unnið úrslitaleik (reyndar í mjólkurbikarkeppni), þá er menn ansi hreint góðu vanir – og eftir þurrkatímabil síðustu tímabila þá veit ég ekki hvaðan þetta góða kemur til þeirra.
Eitt samt sem ég læt fara alveg ótrúlega mikið í taugarnar á mér, það er þegar menn eru að tala um þennan titil eins og þetta sé bara snjókornið sem kemur snjóboltanum af stað – að framundan sé bara gull og grænir skógar þar sem Liverpool raðar inn titlunum alveg hægri vinstri. Þó ég sé afar ánægður með mína menn, þá skulum við ekki missa allt raunveruleikaskyn. Ef sigur í bikarkeppni á að kveikja einhverja neista í sigurvegurunum, þá gleymdist alveg að segja Birmingham það í fyrra. Eftir flottan sigur á Arsenal, þá kveiktu þeir einfaldlega í sjálfum sér og brunarústirnar eru núna að spila í 1. deildinni 🙂
Þetta var lítill bikar, en bikar engu að síður. Því ber að fagna, en að taka næsta skref – í að verða enn betri og ná betri árangri – er alltaf erfiðara en skrefið sem þú ert búinn að taka.
Homer
@ Enskir.
Eflaust rétthjá þér, þó finnst mér þetta “Samt held ég að engin myndi telja Van Persie eða Walcott ekki í Arsenal-klassa” skrítin samlíking.
Van Persie er einfaldlega laaang besti leikmaður Arsenal, og einn sá besti í Evrópu í dag, og því ekki nokkur ástæði til að telja hann ekki í klassa, en það eru margir aðrir leikmenn þar á bæ sem Arsenal mönnum finnast ekki vera í “Arsenal klassa”.
En ég skil hvað þú ert að meina, ég var vara að tala almennt, enda ekki nokkurn tímann hef ég talað um að hinn eða þessi sé ekki samboðinn Liverpool.
Mitt point var bara það, að það vantar svolítið virðingu fyrir athugasemdum annara í kommentakerfinu oft á tíðum, einn hér fyrir ofan heimtar eyðingu ummæla hjá þeim sem létu spilamennskuna pirra sig, og dirfast að tala um það eftir sigurleik, og svo aðrir sem skilja ekki af hverju má ekki bara gleyma því sem illa var gert og einblína á að þrátt fyrir allt þá unnum við bikarinn : )
Mér finnst þetta bara skrítið, that’s all.
Peace out : )
Glæsilegur endir á erfiðum leik. Nú er bara að halda áfram. Verst hvað Che & Ars stóðu sig vel um helgina.
Ég elska Liverpool
Frábært að vera loksins kominn með einn bikar. En söknin hjá okkur er steingeld. Carroll er lélegasti skallamaður deildarinnar, hann getur skallað fast en að hitta á markað með hausnum er eitthvað sem hann er ekki fær um. Suarez sömuleiðis af hverju skorar hann endalaust af mörkum nema hjá Liverpool. Mikið áhyggjuefni.
http://www.liverpool.is/News/Item/15110
Bellamy sker sig aðeins úr á myndinni í þessari grein…..
Hvaða gutti var þetta sem var með í verðlaunaafhendingunni?
Ég held að þetta hafi verið sonur Carra sem var þarna með þeim. Afhverju hann og bara hann veit ég ekki.
En snilldin ein að taka þessa dollu, fullt af mönnum þarna sem hafa aldrei unnið neitt og vona ég innilega að þeir fái smá blóðbragð í munninn !
ég var svo ósáttur að bestu víta skyturnar klúðruðu úr víti,ég hélt við værum búinn að taba þegar gerrard og adam skoruðu ekki.
Nú er ísinn brotinn og kenny buinn að senda Alex tóninn um hvernig á að géra hlutina!
Núna getur alex farið kveðja tittlana því kóngurinn tekur þá alla.
4 kaup í sumar og sá stóri er okkar á næsta ári ! Verðum einnig fluttir í cl á næsta ári þar sem við tökum 3-4 sætið.
Einnig verður fa cup okkar.
Alex hvað ? Evra hvað?
Frábært,Frábært,til hamingju Púlarar,,,ótrúlega gaman að vinna aftur bikar,,,þegar verið er að byggja upp lið (nýtt) þá er að sjáfsögðu margt sem betur má fara og margir menn ekki (strax) klárir fyrir klúbb eins og Liverpool,ég hef gagnrýnt marga leikmenn okkar og mun líklega gera áfram en vonandi er þetta allt á réttri leið, eitt verðum við að gera og það er að taka tillit til skoðana allra Púlara og ekki fara í einkvað svona hver er meiri stuðningsmaður Liverpool sá sem gagnrýnir eða sá sem alltaf talar jákvætt um liðið,ég er ekkert smá glaður Púlari núna og bíð spenntur eftir næsta verkefni.Dawning fanns mér spila sinn besta leik hingað til og vonandi munum við sjá hann sem oftast svona hættulegan,Áfram Liverpool.
Flottur nýji hausinn á síðunni : )
Njótum þess að hafa unnið þennan bikar ! ! Svo er bara næsti leikur, sem er þokkalega mikilvægur. Arsenal á laugardaginn.
Ég hef aldrei skilið menn sem væla yfir að hinn og þessi var lélegur eftir leik þar sem liðið þitt var að vinna titil. Hvernig væri að njóta þess aðeins að vinna titla.
YNWA
Vildi bara leiðrétta eitt hjá þér Maggi, þú segir að það séu uþb. 2400 dagar síðan Arsenal fyrirliði lyfti silfri á Wembley. Þeir tóku síðast við silfri á Wembley í fyrra þegar þeir töpuðu gegn Birmingham í úrslitum.
Arsenal tók síðast við gulli á Wembley 1998 þegar þeir unnu Newcastle 2-0 í úrslitaleik FA cup. En þeir unnu þá keppni tvisvar í Cardiff einnig.
Það er rosalega gaman að lesa hvað leikmenn liðsins höfðu að segja eftir þennan leik. Menn að upplifa bestu stund ferilsins og tala um að þetta sé eitthvað sem þeir hafi aldrei upplifað áður. Það gerir þennan bikar svo gríðarlega mikilvægan, leikmenn fá blóðbragðið í munnin og hungra í fleiri svona stundir og áhrif þessa leiks hljótum við svo að sjá út tímabilið þar sem menn munu vonandi leggja allt undir til þess að tryggja fleiri titla og þetta 4 sæti.
Þetta var ekki besti leikur tímabilsins en who cares, við unnum dolluna.
Downing er vonandi að finna sitt rétta form og leikmenn farnir að hafa meiri trú á verkefninu.
Las á einhverju útlendu spjallborði að deildarbikarinn væri ekkert lítill bikar þegar hann væri kominn í hendurnar á Spering!!
Það var liverpool LIÐIÐ sem vann þennan leik. Óþarfi og tilgangslaust að taka einhverja menn út og dissa þá. Punktur. Gleðjumst yfir gullinu!
ég held að ég sé undur í augum hjartalækna fyrir að hafa lifað áhorfið af. þetta var mörgum númerum of spennandi.
Liðið ætlaði sér klárlega langt í bikarkeppnum í upphafi tímabils og nú er eitt af aðalmarkiðum náð, og Evrópusæti í kaupauka er gott í geðið. Þótt óraunhæft sé þá væri FA bikar og CL sæti ofan á þetta frábær árangur, og þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið.
Hann gleymdi sér aðeins í gleðinni en hann er ungur og ennþá að læra. Hann verður kominn með þetta þegar við vinnum deildina.
http://www.youtube.com/watch?v=FT1xQOYRXKs
Torres hefur unnið titil síðan hann fór til Chelsea.. Titillinn “mesta peningasóun síðari ára” er klárlega staðreynd hans megin : )
Og hverjir ætli séu besta bikarliðið á Englandi þessa öldina? Kannski bara Liverpool?
http://www.mirrorfootball.co.uk/opinion/columnists/brian-reade/Brian-Reade-column-Liverpool-might-not-have-been-to-Wembley-recently-but-they-re-still-the-most-successful-club-this-century-PLUS-the-injustice-of-Tommy-Smith-article869948.html
Djöfull hefur farið í taugarnar á mér allt þetta “16 ár síðan við spiluðum á Wembley”, því það hljómar eins og við höfum ekki spilað í bikarúrslitum síðan 1996 – ekkert gæti verið fjær sanni!
Hvenær er von á nýju podcasti?
Í kvöld. 🙂
Mér er sama þó þetta hefði verið ReyCup með fullri virðingu fyrir því móti. Titill er titill og það er það eina sem skiptir máli. Til hamingju allir.
Mikið er ég sammála þessu og þetta Wembley rúnk er orðið gott í bili. Það er frábært að Liverpool sé farið að spila aftur á Wembley enda þýðir það að Liverpool er að spila til úrslita. En það gæti ekki skipt mikið minna máli hvort það sé spilað í London eða Cardiff þegar titlasafnið er skoðað. Þeir titlar sem við unnum í Cardiff voru sætari ef eitthvað er en margir þeirra sem hafa unnist á Wembley.
Það eru kannski 16 ár síðan liðið spilaði síðast á Wembley, en Liverpool er núna búið að vinna fleiri bikarkeppnir en nokkurt annað lið í Englandi frá árinu 2000. Brian Reade bendir á þetta.
Þannig að, já, það var gaman að komast aftur á Wembley eftir 16 ára fjarveru og vinna fyrsta titilinn í 6 ár en það er ekki eins og liðið hafi ekki unnið rassgat í sextán ár.
Wembley umræðan er auðvitað bara komin frá okkar drengjum sjálfum, allir í klúbbnum búnir að bíða eftir því að komast á “Anfield South” og í viðtölum við leikmennina sem spiluðu á Millenium segja þeir eiginlega allir “with all due respect to the wonderful times in Cardiff, nothing beats Wembley”.
Svo ég er mjög glaður að við erum búin að vinna fyrsta titilinn á Wembley, sem þó auðvitað tekur ekki neitt frá Millenium titlunum okkar, þá er þetta draumur allra knattspyrnumanna, labba upp þrepin öll og taka við bikarnum þar, sálrænn múr hefur nú verið rofinn, sem er bara frábært!
Sem dyggur aðdáandi þessarar síðu er podcastið eins og fixið mitt, orðið gjörsamlega ómissandi hluti af Liverpool dýrkun minni.
Ég bíð spenntur eftir podcastinu en veit einhver afhverju það var ekki podcast hja þeim snillingum á Anfield Wrap í gær eins og venjan er á mánudögum.
Verður þetta Podcast ekki örugglega helgað umfjöllun um Suarez vs Evra?
Já sammála, væri gaman að heyra hvað okkar menn hafa segja um Suarez vs Evra málið…
…já og almenn umræða um njálg. Hafa símann opinn.
Anfield Wrap podcastið er komið á netið og okkar podcast kemur væntanlega í kvöld. Við erum allavegana búnir að taka það upp. Babú talaði í hálftíma um Evra og Suarez. Ég talaði um pulsur á Anfield.
Þeirra skemmitlegu staðreyndar má njóta, að það er styttra síðan við unnum bikar en scums !