Kop.is Podcast #16

Hér er þáttur númer sextán af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 16.þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Maggi, SSteinn, Babú og Tryggvi Páll, ritstjóri Sjöunnar og United-stuðningsmaður.

Í þessum þætti ræddum við tapið gegn Arsenal, brottrekstur Andre Villas-Boas hjá Chelsea og litum yfir stöðu toppbaráttunnar, Meistaradeildarbaráttunnar og fallbaráttunnar í deildinni.

19 Comments

  1. Ég hef ekki enn hlustað á þetta podcast en fyrirfram er áhuginn á því að hlusta á united mann að tjá sig takmarkaður. Hvað segja þeir sem hafa hlustað er eitthvað vit í þessu.

  2. Alltaf til í að hlusta á málefnalegar umræður sama hvaðan þær koma.

    Hlakka til að hlusta í fyrramálið.

  3. Jóhann endilega hlustaðu, sjálfur hef ég töluvert talað við Tryggva um fótbolta og það eru bara með heilbrigðari samræðum um fótbolta sem ég hef tekið þátt í.

  4. Þetta var barasta fínasta podcast hjá ykkur eins og við var að búast.

    Eftir að hafa hlustað á Tryggva sem var mjög málefnalegur datt mér í hug hvort ekki mætti bjóða fleiri fulltrúum annara liða að sitja með ykkur einstaka sinnum og jafnvel hafa góðar hringborðsumræður í upphafi leiktíðar þar sem fulltrúar þessa helstu liða myndu mæta og fara yfir tímabilið sem er framundan. Síðan væri jafnvel hægt að gera slíkt hið sama eftir jólatörnina og svo í lok leiktíðar.

    En tveir þumlar upp fyrir þetta.

  5. Það er að sjálfsögðu FULLT til af málefnalegum United, Arsenal, Tottenham, Chelsea og Wolves aðdáendum sem hægt er að ræða við. Tryggvi stóð sig afar vel, þó ég sé sannfærður um að Þórs-genin hans ráði meira um það en United-genin ;).

    Það er auðvitað allt annað podcast að ræða um önnur lið og mér fannst það alveg ágætt núna þegar svo stórt var í gangi. En auðvitað eru hrein Liverpool-podcöst mesta snilldin!

  6. Er að horfa á varaliðsleik LIverpool og Everton. Það væri alveg hægt að kippa þessum Sterling inní aðalliðshópinn, leyfa honum að sitja á bekknum og fá smjörþefinn af Úrvalsdeildinni áður en hann fær að reyna sig af fullri alvöru við leik stóru strákanna. Hann og þessi Suso eru allavega frískari en margir af þeim aðalliðspiltum sem eru að spila fyrir erkióvininn (Jaglielka, Jack Rodwell, Leon Osman, Ross Barkley, James McFadden og Anichebe)

  7. Ég er ekki að tala um að fá stuðningsmenn annara liða til að ræða eingöngu um þau lið en þó gæti verið áhugavert í kringum stórleiki að fá gest frá viðkomandi stuðningsklúbbi til að fara yfir viðkomandi leik.

    Samt held að það gæti verið skemmtilegast að fá svona hringborðsumræður í upphafi og lok leiktíðar.

    En vil aftur þakka fyrir þessi podcöst sem eru alveg frábær.

  8. Frábært að geta halað þessu niður, látið í símann og hlustað á í vinnunni á erfiðri og sveittri 12 tíma vakt. Vildi að podcöstin hjá ykkur væru amk 6 tímar! Annars skemmtileg tilbreyting að fá stuðningsmann annars liðs og sérstaklega í þessar umræður sem tengjast ekki eingöngu Liverpool. Gaman að fá sjónarhorn annarra og sérstaklega þegar menn eru svona málefnalegir eins og Tryggvi er.

  9. Snilldar podcast, eins og alltaf .. hef hlustað á þau öll og flest oftar einusinni og sum oftar en tvisvar .. virkilega skemmtilegar pælingar að hlusta á ..

    Annars, þá vona ég að eftir að PSG gaf það út núna að þeit ætli sér að fá Suarez, finnst mér góður tími fyrir hann að koma út m yfirlýsingu um að hann ætli hvergi … má ég vona..

  10. Takk fyrir mig drengir og gaman að fá gesti í þættina. Ég mæli einnig með því að menn nái sér í nýjasta þátt The Anfield Wrap þar sem m.a. Oliver Holt blaðamaður hjá Mirror er gestur þáttarins. Og ef þið eruð nýir í hlaðvarpinu þá mæli ég með því að menn hlusti á nokkur gömul frá þeim líka.
    Ef menn eru með linka á einhver góð hlaðvörp þá meiga þeir endilega linka þeim hingað í kommentum.

    http://www.theanfieldwrap.com/2012/03/the-anfield-wrap-episode-thirty-two/
    https://twitter.com/#!/OllieHoltMirror

  11. Frábært þetta kopkast og þá ekki síður að umsjónarmennirnir eru óhræddir að þróa umræðuformið áfram og fá sjálfan óvininn í heimsókn. Sá virkaði hinn spakasti en var augljóslega svo meðvitaður um að hann var að tala við púllara á þeirra heimavelli að hann þorði eiginlega ekki að segja neitt nema sjálfsagða hluti.

    Annars reynir þessi gaur yfirleitt að vera málefnalegur og á skilið kudos fyrir það.

    Ég ætla að setja pening á að Baskarnir í Athletic Bilbao geri skyldu sína á morgun og sörinn snýti rauðu. Það er bjargföst sannfæring mín að LFC eigi að að skoða Canteruna í Bilbao sem fyrirmynd fyrir unglingaakademíuna og skoða aðalliðið eftir kandidötum í framherjastöðuna.

    Í raun er með fádæmum hvað Athletic og Baskaland framleiðir af frábærum fótboltamönnum. Raunar kemur Baskinn okkar góði, Xabi Alonso, frá hinu Baskaliðinu Soceidad en það breytir engu um skoðun mína að ef LFC ætlar að sækja sér menn úr stáli með hjarta ljónsins er Baskaland staðurinn til að finna slíka menn.

  12. Er ekki hægt að kaupa þennan Messi í sumar? Áður en allir aðrir frétta af honum.

  13. Er ekki tímabært að kalla Guð heim! Robby Fowler er kominn til UK og verið að bjóða honum einhverja skammalega samninga.

    Mér finnst að LFC eigi að kalla á kappan heim til að vinna með liðinu. Fá honum hlutverk með þjálfarateiminu og/eða sem sendifulltrúa. Hann ætti í það minnta kosti að geta miðlað reynslu sinni hvernig koma eigi boltanum yfir línuna.

    Hann hefur áhuga á þjáfun og gæti fengið reynslu með að vinna með Kónginum og Clark.

  14. Glen Johnson ? @glen_johnson
    Just finished the photo shoot for the new kit !!! #Decent

    Jæja, getur ekki verið langt í það að sjá nýja búninginn, er virkilega spenntur fyrir að sjá hvernig Warrior hafa gert Liverpool búninginn að sínum eigin.

Helgin mín

Opinn þráður – Nýr búningur?