Heldur róleg vika eftir þetta gríðarlega svekkjandi tap gegn Arsenal og spurning hvort þetta losi eitthvað um pressu á okkar mönnum enda umræðan svolítið eins og þetta tímabil sé svo gott sem búið (í deildinni).
Charlie Adam er þó ekki búinn að gefast upp og sér fram á að mars mánuður gæti orðið mjög mikilvægur upp á þetta tímabil…eitthvað sem ég held að hafi verið sagt um alla mánuði þessa tímabils.
Glen Johnsons hefur einnig verið að tjá sig óvenju mikið í þessum mánuði og var í mjög áhugaverðu viðtali við Daily Mail sem um eru mjög skiptar skoðanir. Förum ekki að rifja það mál upp aftur enda flestir búnir að segja sína skoðun oft og mörgum sinnum en ef einhver átti svo sannarlega rétt á því að segja sína skoðun og ef það ætti að taka mark á einhverjum leikmanni Liverpool varðandi þetta mál þá er það líklega Glen Johnson. PR deild klúbbsins verður kannski ekki sátt við þetta en það hafa svosem ekki margir verið sáttur við þá deild heldur.
En Johnson var ekki bara í viðtali því hann twittaði því að hann hefði verið í myndatöku fyrir nýjan búninginn. Það er ekki búið að opinbera útlitið á honum ennþá en spekingarnir á twitter bentu á þetta á Twitter, læt hvern og einn um að ráða hvort hann trúi þessu:
Þetta er a.m.k. efnilegur búningur.
KAR hitar svo upp fyrir Sunderland leikinn sem er kl: 15 á laugardaginn.
Flottur búningur, svona “old school”.
Ef kraginn verður svona, þá ætla ég að láta “gamla” búninginn duga, fyrst um sinn.
Ég er með ofnæmi fyrir öllum svona krögum…
Insjallah..
Carl Berg
Já ég er svosem ekki hrifinn af svona kraga heldur en búningurinn lítur vel út að öðru leyti. Maður bíður amk mjög spenntur eftir því þegar hann verður loksins opinberaður.
Er það bara ég, eða er ólíklegt að Hillsborough logarnir og Shankly hliðið verði ekki á nýja búningnum? Höfum við spilað í búning sem að hefur verið án skjaldarmerkisins með hliðinu og logunum síðan í byrjun seinasta áratugar síðustu aldar?
eric F***** cantona eyðilagði polo style búninga fyrir allri heimsbyggðinni og ég mun aldrei, aldrei fá mér búning með kraga. OJ!
kommon… ekki kraga… það er bara ekki fótboltalegt, flott í Rugby ekki knattspyrnu. En annars er þetta ágætlega útlítandi uniform.
Ef að Steven Gerrard og co væru atvinnumenn í golfi þá væri þetta fínn búningur. Finnst polo bolir einfaldlega ekki passa sem fótboltatreyja
Sammála með þenna ljóta kraga. Eiðileggur búninginn.
Er ekki hægt að kaupa einhverja úr þessu Bilbao liði. Þrusulið!
fínasti polo bolur. Ekki fótboltatreyja…
Javi Martinez hefur verið ansi lengi á óskalistanum hjá mér. En þessi Iker Muniain er mikið betri en ég bjóst við. Þetta er þrusu lið og auðvitað með frábæran þjálfara.
Benitez vildi kaupa Lorente og Javi Martinez úr þessu Bilbao liði, alveg eins og með Eden Hazard eftir að Lille kom á Anfield fyrir 2-3 árum. En var svikinn með pening af stjórninni ef ég man rétt. Ansi sárt að vita að allir þessir leikmenn gætu verið hjá Liverpool í dag þegar við erum að nota Spearing, Downing og Carroll.
Mættum líka endilega kaupa Muniain.
Eigum að kíkja meira á þessa Baska, þeir hafa mjög svipaðan karakter og þeir sem alast upp í Liverpool. Xabi Alonso virkaði t.d. vel, skildi og elskaði klúbbinn frá byrjun.
Eins og fleiri þá fíla ég þennan búning vel en kraginn er voða 2007.
Ég bíð bara eftir því að hingað komi menn og lýsi þennan búning svartan eða bleikan eða eitthvað álíka … svona eins og þegar menn töluðu um að HVÍTI varabúningurinn okkar væri í raun everton-blár … 🙂
Homer
Flottur búningur sem maður getur líka verið stoltur í á golfvellinum …..!!
http://fotbolti.net/fullStory.php?id=122715 Ég vil fá þessa fyrirsögn prentaða á boli – held þeir myndu slá í gegn
Hættið þessu væli, kragar eru kúl.
Talandi um Ferguson þá er þetta gott
Mistök þegar verið var að ákveða hversu mikill Fergie time yrði http://www.youtube.com/watch?v=sroqHSJtfOo&feature=youtu.be
Skelfilega ljótur búningur. Liverpool tekur 2-3 ár með flottar treyjur og koma svo alltaf með einn viðbjóðslegan inná milli, hver man ekki eftir gráa óþverranum til dæmis. Vonandi verða treyjurnar skárri en þetta, kannski líta þær betur út þegar maður sér þessa meistara keppa í þeim hver veit.
FLOTTUR búningur. Kragi eða ekki, þið eruð ekki að fara í þessu á ball drengir.
YNWA
Hjartanlega sammála flestum með kragann, hann er algjörlega óþarfur á fótboltabúningi. Þá gætum við alveg eins haft hettu á honum og vasa á stuttbuxum!
Annars er búningurinn flottur utan kragans!
Sammála Dísu hér að ofan með það að ég er ekki viss um að Hillsborough-logarnir og Shanklyhliðin verði ekki á búningnum. Gamla merkið eins og það sést hérna hefur þó vissulega verið fært framar í markaðssetningunni, enda er það í takt við tískuna í markaðsfræðunum sem snýr að einfaldleikanum.
Það er erfitt að slá því föstu en mér sýnist liturinn vera í átt til þess rauða litar sem var á áttunda áratugnum og upphafi þess níunda. Eftir síðasta meistaratitil þegar við hættum að auglýsa Candy og fórum að auglýsa Carlsberg hafa flestir búningarnir okkar verið aðeins ljósar rauðir en þeir gömlu. Það sér maður áberandi vel við að labba um safnið á Anfield þar sem maður sér búningasöguna.
Svo að því leyti líst mér afar vel á það að mér sýnist menn ætla í “old school” útgáfuna. Ég er líka alveg sannfærður um það að kraginn er umdeildur á fleiri stöðum en hér og því er örugglega búið að velta því vel fyrir sér hvort hann er réttur. Ég hins vegar fíla alls ekki hringlaga kragann sem Adidas setti á núverandi búning, vill hafa laust V-hálsmál ef ég fæ að ræða.
Uppáhaldsbúningurinn minn er sá sem startað var 1996 og hægt að sjá í þessu DÁSAMLEGA myndbroti:
http://www.youtube.com/watch?v=MatGamIfkXQ
Alveg er ég glaður að heyra að Babu vinur minn hefur uppgötvað Iker Muniain eftir gærdaginn. Fannst hann miklu meira spennandi kostur en Juan Mata í fyrra, ekki síst þar sem þetta er stálmús sem vinnur gríðarlega vel fram og aftur – grjótharður og ákveðinn, laus við allt “fancy” stöff. Ég dáist að þessu Bilbao-liði, alla tíð byggt á sínu eigin fólki og í gegnum tíðina annað slagið fengið upp heil lið heimamanna sem hafa náð árangri.
Þjálfarinn Bielsa er snargeggjaður en nær frábærum árangri með félags- og landslið í S.Ameríku og er nú að fá tækifærið í Evrópu. Tók við fínu liði Bilbao í haust, gjörbreytti leikstílnum og hefur verið að stríða þeim stóru heimafyrir og hefur nú væntanlega stimplað liðið inn á leiksvið þeirra stóru.
Horfði á leikinn með enskum þul og analýser. Þeir gerðu mikið úr hroka Englendinga gagnvart Europa League, tiltóku auð sæti og litla stemmingu á Rækjuvelli (Old Trafford) gagnstætt því að Bilbao seldi meira en sinn skerf og þegar er uppselt á þeirra velli.
En ekki síður það að ensk lið hafa unnið þessa keppni EINU SINNI á síðustu 25 árum – við vitum hvaða lið gerði það! Á sama tíma sjáum við fimm spænsk lið sem sigurvegara og átta ítölsk lið. Samanborið við CL þá hafa enskir unnið þá keppni ÞRISVAR á síðustu 25 árum. Spænsk lið hafa unnið þá keppni sjö sinnum á sama tíma og ítölsk líka sjö sinnum.
Þannig að af síðustu 50 Evrópukeppnistitlum hafa ensk lið unnið fjóra, spænsk tólf slíka og ítölsk fimmtán. Samt tala enskir alltaf um deildina sína sem þá bestu í heimi! Það er langt síðan sú staðreynd breyttist þó mér finnist ennþá boltinn þar sá skemmtilegasti, þá eru spænsku liðin langt á undan þeim ensku og þau ítölsku eru að færast framúr.
Kannski er það m.a. vegna þess að í enskri menningu virðist það vera lenska að “categoria” keppnir sem mikilvægar, þar raða þeir sinni deild ofar öllum og síðan telja “stóru” liðin sum Europa League ekki merkilega keppni. Sem er jú ágætt fyrir þau þegar þau falla út – þá er hægt að segja, “iss okkur langaði ekkert að vinna þessa keppni, hún er svo ómerkileg”. Sama gera þau þegar þau detta út úr Carling Cup og á tímabili töluðu þeir á svipaðan hátt um FA-cup, þó svo þar sé verið að reyna að draga í land.
Fékk þessa afsökun strax í gærkvöldi frá tapliðsaðdáanda og ég bara leyfði mér að hrauna yfir þá skoðun. United átti skilið að tapa með minnst tveimur mörkum í gær, voru yfirspilaðir á sínum heimavelli af betra liði. Vel má vera að þeir nái að snúa þessu sér í hag á Spáni, en þá þurfa þeir að eiga sinn toppleik og Bilbao að slá af. Þetta er bara birtingarmynd þeirrar stöðu sem er í evrópskum fótbolta og kemur að mörgu leyti (eiginlega eingöngu að mínu mati) af áherslum Spánverja síðustu 15 ár að gefa liðum sínum og landsliðum tíma og fjármagn til að byggja upp sína leikmenn. Það ætlaði Rafa að gera og réð til sín hæfustu unglingaþjálfara Spánar, H & G náðu sem betur fer ekki að hrekja þá frá og Dalglish virðist ætla að bera gæfu til að treysta Borrell og Segura fyrir því að ala upp nýja kynslóð okkar manna. Þar liggur svarið við ofurkaupum mógúlanna sem eru að leika sér með íþróttafélög.
Ég legg það til að við öll sem elskum Liverpool FC látum ALDREI draga okkur ofan í þá gryfju að tala niður keppnir. Carra sagði það vel í viðtali nýlega að hann var glaður yfir því að vera allavega kominn í Europa League, hann hefði saknað Evrópukeppna og hefði gríðargóðar minningar frá því að hafa unnið keppnina 2001. Ég er líka alveg búinn að fatta það að ég sakna ýmislegs úr Evrópukeppnum, t.d. ferðalýsinga Babu vinar míns og vona innilega að við vinnum þessa keppni á næsta ári (þ.e. ef við keppum ekki í CL).
Því kannski væri með nokkurra ára sigurgöngu enskra í þessari keppni að einhverju leyti hægt að réttlæta hroka þeirra fyrir þessum verðlaunum, í dag er það algerlega HEL-kjánalegt.
Vek sérstaka athygli á þessari frétt.
http://liverpool.is/News/Item/15136
Og hvet ykkur til að láta ykkar ljós skína 🙂
Þetta er spurning hvort maður laumi sér í bréfsefni FA, sendi kallinum eitt bréf og segi honum bara að þeygja hér eftir um allt? Nei bara pæling… http://visir.is/ferguson-bedinn-um-ad-thegja/article/2012120308917
Sammála mönnum með kragann á búningnum.
Fynnst að öðru leiti þessi búningur vera flottur, sérstaklega lógóið og liturinn.
Annars er ég búinn að benda á Muniain alltaf þegar rætt er um nýja leikmenn til klúbbsins. Pottþétt strákur sem myndi spjara sig í enska boltanum.
Kraginn er fínn – ef við erum að tala um kjördæmaskiptingu
http://www.redandwhitekop.com/forum/index.php?topic=237505.560
Það er mikið pælt í nýju búningunum á Red and white cop
Þarna eru 3 treyjur sem eru líklega nýju treyjurnar, persónulega vill ég ekki hafa kraga heldur v-hálsmál.
Þetta átti að sjálfsögðu vera Red and white kop
Rafael Benitez í Football Focus:
„Ég hef sagt áður, oft, að ég væri til í að finna topplið sem er nógu gott til að svala titlaþorsta mínum. Ég hef ekki fengið alvöru tilboð frá Chelsea en það er enginn asi. Ég hef bara beðið síðan ég hætti með Inter Milan. Enginn asi, ég er bara að bíða eftir rétta verkefninu. Ég vann Evrópukeppnina með ensku liði. Hvað vill Chelsea? Þjálfara sem getur unnið í Evrópu. En engan asa. Ég get beðið fram á sumar.“