Það er stutt á milli leikja að þessu sinni. Nýstignir upp úr pirrandi heimajafntefli, með annað augað á litla bróður í Everton um næstu helgi en þurfum að skreppa í stutta ferð og spila við Blackburn Rovers á þriðjudagskvöldi.
Mér er sama í hvaða íþrótt það er, atvinnumennska, áhugamennska eða hvað sem er. Það er ekki einfalt að leggja svona leik upp. Deildin er auðvitað búin að vera samfelld hörmung frá miðjum janúar og allir í félaginu telja niður klukkustundirnar fram að kick-off á laugardaginn.
Það er morgunljóst að það er hins vegar önnur staða en stundum áður í svona stöðu. Maður hefði einhvern tíma hugsað bara um það að menn færu heilir í gegnum svona leik og engin rauð spjöld, kannski úrslitin ekki allt. En núna má nú klúbburinn varla við meiri neikvæðni en á okkur glymur og eftir fínt gengi Blánefjanna í borginni að undanförnu væri ansi mikilvægt að fara inn í undanúrslitaleikinn með hökuna uppi.
Las í dag skemmtilega grein eftir Blackburn-legendið Simon Garner, en hann er þar að fjalla um hvernig Kóngurinn brást við svipuðum aðstæðum fyrir töluvert mörgum árum, en veitir okkur væntanlega innsýn í hvernig karlinn vinnur í gegnum svona mál enn í dag. Því karakter í þjálfun breytist yfirleitt lítið. En nóg um það, leikurinn á morgun!
Mótherji okkar þar þarf lítið að hafa fyrir því að mótivera sig, eru á kafi í fallbaráttu og í miklum sveiflum þessa dagana. Ná góðum leikjum og góðum úrslitum, en síðan fallið í slakar frammistöður og slæm úrslit. Stjórinn þeirra er Glasgow-Skoti eins og Kóngurinn Dalglish og hefur fengið á sig meiri neikvæðni en okkar maður, svo mikla að Rauðnefur gamli ákvað að yfirgefa heimavöll þeirra, Ewood Park, þegar dónaskapurinn sem beint var í átt Kean var að hans mati svo svakalegur að kollegi í starfi gat ekki hlustað á.
Kean er búinn að greina frá því augljósa, að nú sé fínn tími til að mæta Liverpool, og stefnir að þremur stigum í þessum leik, sem gæti skipt Blackburn lykilmáli i botnbaráttunni. Liðinu hefur gengið betur gegn liðum sem leggja upp með að spila fótbolta og þeir óttast ekki neitt eftir að hafa náð jafntefli á Anfield í vetur, eitt margra liða.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Dalglish leggur leikinn upp, ég ítreka að ég held að hann ætli að nýta leikinn m.a. til að æfa hluti fyrir leikinn gegn Everton og mér finnst því líklegt að við fáum að sjá Agger spila fleiri mínútur en á helginni, en hefji þó ekki leik. Alveg gætum við séð Bellamy frá byrjun og Johnson á bekk. En svo kannski bara hvílir hann Gerrard og Suarez fyrir helgina, þeir eru lyklar að úrslitum í þeim leik.
En að lokum skýt ég á þetta lið:
Flanagan – Carragher – Coates – Aurelio
Kuyt – Spearing – Gerrard – Maxi
Bellamy – Carroll
Á bekknum verði Agger og Johnson, þeir muni báðir koma inná. Shelvey eða Henderson leysa svo Gerrard af, eða að Suarez verður settur inn til að reyna að vinna leikinn.
Ég viðurkenni það alveg að eftir helgina fannst mér eiginlega vonlaust að átta mig á uppsetningu þessa leiks. Ég er viss um að ef við hefðum unnið um helgina hefði minni pressa orðið á að gera eitthvað á Ewood. Það tókst ekki og það er ekki gott að horfa til þess að okkar drengir fari inn í derby-ið eftir enn eitt tapið.
Svo vonandi kemur liðið tilbúið í að sigra, óháð öllu sem gengur á og setur smá jákvæðni í okkar herbúðir fyrir mikilvægasta leik vetrarins á Wembley. Þar stendur og fellur seasonið held ég…
En ég spái því að í leiknum á Ewood verði skoruð 4 mörk og þau skiptist jafnt, úrslitin sem sagt 2-2. Held að Bellamy karlinn kveikji aftur skorunarneistann en hitt markið komi úr óvæntri átt.
vá hvað ég vona að spá þín um byrjunarliðið verði röng.
Sammála þessari spá, nema markalaust.
Góð upphitun. Ég veit ekkert hvernig byrjunarliðið verður á morgun og mig grunar/ég hef áhyggjur af því að liðið verði valið meira eftir því hverjir eru hressir og hverjir þurfa hvíld fyrir Everton en því hvaða lið sé best til þess fallið að sigra Blackburn. Menn eru nær örugglega með annað augað á Everton-leiknum.
Á móti eru Blackburn-menn í svaðalegri fallbaráttu og þessi leikur er upp á þrjú stig eða ekkert fyrir þá. Þeir munu selja sig dýrt, eftir að við leyfðum Wigan, QPR og Bolton öllum að hirða þrjú stig gegn okkur verða þeir hreinlega að gera hið sama á morgun.
Samblanda af þessu tvennu og þá get ég ekki annað en spáð okkur tapi fyrirfram. Vona að ég hafi rangt fyrir mér, að venju, en ég mun ekki horfa vongóður á þennan leik.
Ég vona að hann fari ekki í leikinn með það í huga að “æfa” sig fyrir Everton leikinn. Blackburn er í þvílíkri botnbaráttu og munu leggja allt í þetta. Það verða tæklingar og eina sem ég vona er að það komi allir heilir út úr leiknum og ekkert rautt spjald. Deildin skiptir engu máli lengur, þetta er fullkominn tími fyrir menn eins og Flanagan, Jack Robinson, S. Coates, Spearing, Shelvey, Sterling, Suso, Adam Morgan og Carroll að byrja (og halda áfram) 6 leikja run-i og fá örlitla reynslu. Leyfa þessum mönnum að klára deildina. Það er ljóst að þeir verða aldrei góðir nema að fá nokkra leikja run og hvenær er betri tími í það en núna?
Ég held að leikurinn verði fínn á morgunn, 2-0 sigur. Carroll og Coates skora.
Þessi leikur skiptir engu máli. Hvíla Gerrard og Suarez og þá er kannski smá von um helgina.
Ahhhh…..Dalglish! Þetta er farið að vera ansi vandræðalegt hjá þér kallinn minn…
http://www.independent.co.uk/sport/football/premier-league/dalglish-fears-conspiracy-talk-over-referees-7628003.html?
Garner-greinin er áhugaverð en ég tel þessa einnig áhugaverð á öðrum forsendum:
http://www.thisisanfield.com/2012/04/dalglishs-liverpool-fc-project-where-is-it-heading/
Þá vil ég bæta við að þó að gengið á þessu ári hafi verið hörmung í deildinni að þá byrjaði hikstið á síðustu mánuðum 2011. Frá 15.október til áramóta þá gerðum við 6 jafntefli í deildinni, af þeim voru 5 þeirra á Anfield og tvö þeirra gegn nýliðum. Markaskorun var orðið vandamál og á sama tíma gerðum við bara 14 mörk í 12 leikjum. Sjúkdómseinkennin voru því til staðar.
Fyrir 6 árum fór ég á Blackburn – LFC á Ewood Park á páskadag árið 2006. Sá Fowler skora sigurmarkið í upprisu Guðs og 0-1 sigri. Ferða-Kop átti heila stúku fyrir sig og fór á kostum með Ring of Fire. Blackburn er ekki merkilegt pleis og enn verra var að vera strandaglópur á lestarstöð í krummaskuðinu Bolton. En það var þess virði til að sjá Fowler skora sigurmark. Halelúja!
http://www.lfchistory.net/SeasonArchive/Game/4964
Því spái ég sömu úrslitum og vona að önnur örfætt og uppalin markamaskína, Adam Morgan, fái sénsinn og setji mark sem varamaður á lokamínútunni.
Skynsemin segir 2-1 fyrir Liverpool, tilfinningin segir 2-0 fyrir Blackburn. Blackburn hefur mun meiru að tapa en Liverpool, þess vegna tel ég að þeir eigi eftir að mæta band vitlausir. Ég vill sjá þetta byrjunarlið:
Doni
Flanagan Coates Agger Robinson
Gerrard Shelvey Henderson Sterling
Carroll Ecclestone
Fínt að hvíla einhverja fyrir Everton leikinn. Ég hef ekki mikla trú á Ecclestone uppá framtíðina, en ég tel hann vera búinn að vinna sér inn að fá að spreyta sig í aðalliðinu
puff !!! enn eitt prumpið á morgun!!!
Þetta er ekkert vandræðalegt hjá honum þetta er bara satt óheppni með eindæmum einnig alltaf með dómara á móti okkur meira og minna dómar okkur í óhag sem hafa kostað okkur mörg stig þessir ensku dómarar margir hverjir eru ekki hæfir til að dæma knattspyrnu t.d. gefa man víti sem var ekki viti leikaraskapur reka manninn útaf brandari auk þess að vera kolrangstæður ,hef ekki heyrt að sá dómari fari í bann bara heyrt að línuvörðurinn sem átti að vera á liverpool leiknum á morgun fær ekki að vera með vegna rangstöðu dóms í leik wigan chelski .En við vinnum loks leik á morgun þetta kemur
áfram Liverpool
Mig grunar að Kanill #6 hafi einfaldlega ekki lesið greinina. Það er ekkert að þessu sem hann segir þarna, í raun bara comon sense.
Mikið vildi ég að mann tæku sig saman og reyndu að tala liðið upp. Ég veit að það er mikil krísa og ég veit að það er erfitt að vera jákvæður en yfirdrullið sem liðið og Kenny fær finnst mér með ólíkindum. Það er erfitt að standa af sér harðan storm eins og núna en við verðum að sýna styrk og reyna….ef við stuðningsmennirnir getum það ekki, hvernig getum við ætlast til að leikmenn gera það? Koma svo Liverpool stuðningsmenn, styðjum liðið í blíðu og STRÍÐU. ÁFRAM LIVERPOOL!
Þessir dómarar eru hreinlega af mínu mati (afsakið orðbragðið) VAAANGEFNIR, þetta er svo mikið rugl með að dæma leikaraskap á Suarez, og að dæma ekki víti fyrir hendur inn í teig í minnir mig tveimur síðustu leikjum, svo rangstöuna og margt margt fleyra…
Er eiginlega bara sáttur með KK að tala við þessa dómara og jafnvel saka þá um “conspiracy”
Spái þessum leik 2-1 fyrir Red’s
Coates með skalla úr horni, og Bellamy skalli með sendingu frá kuyt…
YNWA!!!
Það má líka minnast á það að Rauðnefur er vanur að hrauna yfir dómarana með nokkuð góðum árangri. Þetta virkar bara.
En þessi dómur í ManU leiknum um daginn, það ætti nú bara að spila þennann leik aftur ! Þrjú mistök í einum dómi sem kosta leikinn gjörsamlega. Rangstæður, vítið og rauðaspjaldið, dómt bull bara ! Maður fattar bara ekki hvernig þetta er hægt en Rauður hefði fengið flogakast ef þetta hefði verið dæmt á ManU.
En þessi leikur í kvöld, usss spái þessu 2-0 fyrir Blackburn þó að maður er alltaf að vonast eftir Endurreisninni !
Ég skil ekki röksemdarfærsluna á bakvið það að vegna þess að liðinu gengur illa þá eigum við bara að nota varaliðið í staðinn. Ég er alltaf að sjá þetta hérna í commentum og bara fatta það ekki. Að spila ungum og óreyndum mönnum einmitt núna þegar að mótlætið er sem mest og liðsandinn í algjöri lágmarki er engum til góðs. Ekki ungu mönnunum sem fæstir eru tilbúnir fyrir stórar áskoranir, ekki hinum sem lenda útundan og verða pirraðir og alls ekki liðinu í heild sinni sem mun bara spila enn verr. Efnilegum leikmönnum á að koma hægt og rólega inn í fastan hóp þegar vel gengur, ekki henda þeim öllum inn þegar allt er í rugli og vona það besta. Mér sýnist þetta reyndar hálfpartinn bara vera keppni í að “namedroppa” varaliðsgaura.
Ef ég man rétt þá var síðasti leikur gaursins sem Dalglish leysti af 3-1 tap gegn Blackburn á Ewood Park – spái því 3-1 tapi í kvöld en Dalglish verður auðvitað ekki rekinn, enda mikilvægur leikur á laugardaginn.
Mikið vona ég þó að við vinnum 3-1 og förum því með smá good feeling í leikinn á laugardaginn. Reyndar held ég að það skipti ekki miklu máli hvernig fer í kvöld, menn ættu að ná að gíra sig upp fyrir leik á Wembley, sama hvernig gengið í deildinni er búið að vera. Sigur hjálpar samt alltaf…
Ég las greinina og Dalglish er auðvitað ekki að gera neitt annað en að draga athyglina frá sjálfum sér og slæmu gengi liðsins udanfarið. Liverpool hefur fengið nokkur vafaatriði dæmd sér í óhag undanfarið og jú, nokkrir rangir dómar; Suarez ekkivítið og rangstaðan á Cisse.
Auðvitað er rétt að benda á þegar dómarar gera mistök en þegar liðið er búið að spila einn versta fótboltann í deildinni (ásamt Stoke) þá finnst mér sorglegt að gefa í skyn að ástæðan sé eitthvert samsæri gegn Liverpool. Liðið á auðvitað bara að spila betri fótbolta til að þurfa ekki að hafa áhyggjur af dómurum!
Á Englandi er strangasta eftirlitskerfi veraldar hjá dómurum og auðvitað er galið að óska eftir því að þeir svari fyrir dóma sína eftir leiki. Þjálfari og aðdáendur geta skoðað atvikið 100 sinnum í sjónvarpi en dómarinn þarf að taka ákvörðun á sekúndubroti undir mikilli pressu frá áhangendum og sjónvarpsuttökuvélum. Þeir gera mistök, það hefur áhrif á leiki og mun gera það um ókomna tíð jafnvel þó byrjað verði að notast við myndbandsupptökur í leikjum.
Að gefa sér það að dómarar séu andstæðingar fótboltans og hvað þá að þeir séu sérstaklega á móti Liverpool er auðvitað fáránlegt. Þetta er svipað og þegar litlir krakkar halda að löggan sé vondi kallinn sem bíður eftir tækifæri til að handtaka mann. Þessi hræðsla við lögguna kemur auðvitað ekki frá neinum nema foreldrum….kannski svipað og Dalglish er að gera núna. Og það virðist vera að virka….
#Hjalti 14.
Ég sé ekki rök fyrir því að spila sama liðinu og þá sérstaklega mönnum sem hafa ekkert getað í vetur og fara pottþétt í sumar eins og Kuyt. Ég held að flestir vilja ekki sjá allt varaliðið spila en ef við tökum A.Villa leikin til dæmis af hverju var ekki Carroll og Coates í staðinn fyrir Kuyt og Carra? Ég held að flestir vilja sjá leikmenn sem hafa líklegast framtíð fyrir sér hjá félaginu fá tækifæri.
Ég geri ráð fyrir að þú sért að tala um Sir Alex Ferguson þegar þú vísar til “Rauðnefjans” en hann kom þar ekki að máli. Það voru stjórarnir David Moyes og Tony Pulis sem gengu af velli í hálfleik þegar þeim ofbauð dónaskapurinn í áhorfendum Blackburn. Sjá:
http://www.guardian.co.uk/football/2011/dec/22/everton-david-moyes-steve-kean
#17: Ég á þarna við reserves-leikmenn, ekki Carroll og Coates.
Sigur okkar manna í kvöld, ekki spurning.
Og… ég vil Dalglish áfram. Hann kemur liðunu á réttan kjöl á næsta tímabili. Það er margt í mörgu og það er engin ástæða að kenna KK um allar hörmungarnar í deildinni. Mér finnst liðið hafa oft á tíðum spilað glimrandi bolta, en það hefur oft bara vantað einhvern lokahnykk til að klára leikina (vantar betri framherja). Oftar en ekki dómínerað leikina. Ótrúleg óheppni hefur oft einkennt leiki liðsins, klúðrað dauðafærum þar með talin fjölmörg víti (gæðaskortur í framlínunni), liggur við að boltinn hafi hitt tréverkið oftar en að hann hafi farið inn í markið og dómgæslan hefur oft á tíðum verið okkar mönnum mjög í óhag. Þegar hefur liðið á leiktíðina hefur eitthvað vonleysi gripið um sig og leikmenn hættir að hafa trú á verkefninu. Fara þar af leiðandi að spila verr (Reina, Enrique) og verða fljótt að pirrast. Gott dæmi eru leikirnir á móti Newcastle og svo gegn Aston Villa þar sem í báðum leikjum átti Liverpool að fá víti eða tvö. Á móti Wigan heima skoraði Suarez löglegt mark í stöðunni 1-1 og svona mætti lengi telja. Tapið geng Arsenal var svo gríðarlega svekkjandi.
En tvö atriði standa upp úr. Í fyrsta lagi voru lætin í kringum Suarez og í öðru lagi meiðsl lykilmanna. Dalglish hefur aldrei getað stillt upp sínu sterkasta liði. (Reina, Johnson, Agger, Skertl, Enruiqe, Bellamy, Gerrard, Leiva, Downing, Carroll, Suarez). Vissulega hafa sumir leikmenn ekki (ennþá) staðið undir væntingum og það er enn skortur á gæðum í framlínunni. Gerrard virðist engan vegin vera búinn að jafna sig á sínum meiðslum enda voru þau mjög alvarleg. Mér skilst að sýking sem verða liðum eins og í ökla sé mjög erfitt að meðhöndla en sem betur fer fyrir okkar mann tókst það enda talaði Dalglish um kraftaverk lækna. Gerrard hélt einfaldlega að ferillinn væri búinn. Meiðslin haf gert það að verkum að Gerrard er enn of ragur.
Allt þetta hefur lagst á sálina hjá leikmönnum og þjálfarateymi. Ekki bætir svo úr skák að fjölmiðlar hafa hamast og djöflast í Liverpool í allan vetur og það smitar svo út frá sér. Og yfir í stuðningsmenn liðsins.
Svo má lengi böl bæta með því að benda á annað. Sjáið hvernig er að fara fyrir ManCity. Allt virðist komið í upplausn á þeim bænum og enginn titill hjá þeim þetta árið. Ég myndi nú líta á þeirra tímabil sem enn meira klúður en okkar manna miðað við þeirra kaupstefnu undanfarin ár. Alveg sama þó þeir lendi í öðru sæti og við í því áttunda.
@ Kanill (#16)
Mjög sammála þessu hjá þér og góð skrif. Mér finnst það undarlegur undirbúningur fyrir stórleikinn um helgina að eyða orkunni í svona tal. Allt í lagi að velta dómgæslu og einstökum vafaatriðum fyrir sér en ekki fara í þann pakka að tala um samsæri eða heilindi dómara. Það lítur langverst út fyrir þann sem það segir og skilar litlu. Núna gæti FA tekið upp á því að kæra KK fyrir þessi ummæli sem gæti þýtt hliðarlínubann í versta falli. Væri svo sem áhugavert að sjá hvernig Clarke stýrði liðinu og hvenær hann gerði sínar skiptingar en það er afsakana- og smjörklípubragur á þessu hjá KK.
Skondna er að í gengisfalli síðustu vikna með tilheyrandi afsökunum og fyrirslætti þá flögraði hugurinn aftur um heilan áratug. Prufið að skipta út nöfnum á þáverandi stjóra og leikmönnum fyrir núverandi til að nútímavæða og uppfæra textann:
“The manager was criticised for having too cautious an approach in a match that a confident team should have been capable of winning. It resulted in a 1-0 defeat. Liverpool would not taste victory again in a league match until the 2nd half of January, a terrible run that hadn’t been seen since the relegation season of 1953-54. As the performances and results worsened, so did the criticism. A fortune had been spent in the summer on Diouf, Cheyrou & Diao. None of them proved to be worth a fraction of what the club had paid for them. Apart from that, Gerard Houllier seemed to have a never-ending supply of excuses to explain the latest miserable performance. Anything and everything it seemed was to blame more than his team selection, the players and the tactics they had been asked to employ.”
Og meira:
“What probably saved the manager was another success in the League cup, this time against bitter rivals Manchester United. It is always nice to win a cup, of course it is. But everyone knew that it wasn’t the sort of success the club really craved.”
http://www.lfchistory.net/Managers/Manager/Profile/16
Hljómar kunnuglega??? Pretty scary stuff. Má vel vera að einstaka sinnum endurtaki fótboltasagan sig, en það er ekki endilega alltaf á þann hátt sem við vonumst eftir. Allir vita hvernig þessi sjóferð endaði.
YNWA
#19 Hjalti
Það var það sem ég var að meina líka. Ég held að flestir vilji ekki fullt af Reserve leikmönnum, fyrir utan tvö komment hérna þá hef ég aðalega séð skrifað um Carroll, Coates, Shelvey sem eru ekki reserve leikmenn, svo Flanagan af því að Johnson og Kelly eru meiddir(og enginn vill sjá Carra í bakverði), svo er Sterling nefndur af því að hann á að vera einn efnilegasti leikmaður Englands. Einnig gæti Robinson komið til greina ef hann er heill þar sem Enrique er búin að vera skelfilegur á þessu ári (reyndar held ég að Robinson sé meiddur þannig að hann er ekkert að fara að spila hvort eð er).
Ég held að við séum sammála í flestu, veit ekki af hverju ég fór að skrifa þetta áðan, nema að ég held að lang flestir vilja ekki reserve leikmenn og ég er pirraður á sumum leikmönnum í aðaliðinu sem geta ekkert núna eins og Kuyt, Downing, Adam, Carra, Enrique (ótrúlegt hvað hann varð allt í einu lélegur). Ecclestone og svoleiðis hafa ekkert að gera í liðið.
Hvernig sjá menn það að þessi leikur skipti engu málif fyrir Liverpool, hann skiptir öllu máli, nú verða menn að koma sér í form fyrir Everton leikin og það að það eigi að hvíla menn, jú jú það má eflaust færa rök fyrir því, en þessi leikur verður að vinnast, allt sjálfstraust fyrir Everton leikin byggist á því. Og svo segja menn að ungir leikmenn eigi ekki að fara í svona stóra leiki, held að ungir og hungraðir leikmenn séu ekkert síðri en reindari og slappir leikmenn og enn og aftur þá vil ég sjá Sterling í hópnum… Hversvegna ætti hann ekki að geta gert það sem Fowler, Owen og Gerrard gerðu þegar þeir byrjuðu hjá Liverpool, sé ekki afhverju hann ætti ekki að geta það. En hvað sem því líður þá verður þessi leikur að vinnast, hvernig liði verður stilt upp og hvaða leikkerfi verður spilað, að spá fyrir um það er álíka og að reina við stóra vinningin í lottóinu, það er stöðugt verið að breyta liðinu, nokkuð sem Rafa gerði mikið að og fékk skammir fyrir, en ekki svo mikið talað um það þegar KK geriðr það, bara vegna þess hver hann er… Við vinnum þennan leik 0 – 2, Agger og Skertl með mörkin…
Áfram LIVERPOOL… YNWA…
Góðan dag.
Í upphaf tímabilsins voru þrír titlar í boði fyrir Liverpool. Einn titill er nú þegar í húsi en hann er af flestum talinn sístur af þeim sem í boði voru. Ef að gengið í deildinni helst óbreytt síðustu sex leikina, endar Liverpool með 51 stig. Það er 7 stigum lakari árangur en í fyrra sem kemur til með að skila liðinu í 10.-7. sæti nú í ár. Deildarkeppnin hefur verið ein hörmung í allan vetur og hafa leikmenn og þjálfarar haldið sér á “floti” á bikarkeppnunum.
Í síðustu sex leikjum Blackburn hefur liðið tapað gegn WBA, man. utd. og Bolton. Unnið Sunderland og Úlfana og gert jafntefli við Aston Villa. 7 stig af 18 mögulegum. Liverpool hefur aftur á móti gert jafntefli við Aston Villa, tapað fyrir Newcastle,Wigan og QPR, unnið Everton og tapað fyrir Sunderland. 4 stig af 18 mögulegum.
Markmið Liverpool (fyrir mér sem stuðningsmann) það sem eftir lifir af mótum er: 1) vinna FA bikarinn 2) enda ofar en Everton í deildinni. Þá er grunndvöllur fyrir Dalglish að halda áfram með liðið.
Eins og staðan og gengið í síðustu 6 leikjum er í deildinni í dag að þá er Liverpool “underdog” á laugardaginn, þó ekki í sögulegu samhengi. Það að geta saxað á forskot Everton niður í eitt stig í deildinni í kvöld, eiga möguleika á því að slá þá síðan út úr FA-cup ( og komast þannig í úrslitaleikinn ) á að gera alla leikmenn Liverpool, sem vita hvað það þýðir að spila fyrir þennan klúbb, dýrvitlausa þessa vikuna í að standa sig.
Spearing, Gerrard og Carra eru alltaf að fara spila á laugardaginn og Blackburn kemur til með að tækla allt sem hreyfist á vellinum í kvöld. Þess vegna held ég að fyrrnefndir þrír verði á bekknum í kvöld.
Doni-Enrique, Coates, Skrtel, Flanagan – Maxi, Jonjo, Henderson, Bellamy – Kuyt og Carroll ætla ég að giska á að verði first 11. Bekkurinn er þá Carra, Jones, Agger, Spearing, Gerrard, Downing og Suarez.
Pedersen, Hoilett og Yakubu eru leikmenn sem þarf að stoppa í kvöld og takist það er allt mögulegt og sigur líklegur. 1-3 fyrir Liverpool. N´Zonzi – Jonjo; Carroll; Carroll.
Tapist aftur á móti báðir leikirnir verður Dalglish látinn fara.
Veit einhver hvað Downing og Carroll hafa spilað margar mínútur saman í vetur? Tilfinning mín er að þær eru ekki margar.
Áfram Liverpool
Jahérna, 4 varnarmenn á bekknum og ekki fær Sterling sæti þar þrátt fyrir að hafa verið tekinn úr hóp hjá varaliðinu fyrr í dag!
Doni, Flanagan, Skrtel, Coates, Johnson, Spearing, Henderson, Shelvey, Maxi, Bellamy, Carroll.
Subs: Jones, Aurelio, Carra, Agger, Suarez, Kuyt, Enrique.
Furðulegur bekkur, eiginlega bara aulaskapur að hafa Aurelio frekar en Sterling þarna