Jonathan Wilson skrifar góðan pistil á Guardian um áhrif Steven Gerrard á gengi Liverpool. Hann skrifa um það sem ég hef verið að hugsa mikið um síðustu vikur. The Question: is Steven Gerrard good for Liverpool?
When Gerrard has not started this season, Liverpool have won 48% of games played; when he has started, that drops to 9%.
In the 11 games Gerrard has started, Liverpool have scored an average of 1.00 goal per game while conceding 1.36; without him it is goals for 1.24, goals against 0.90. They have taken 1.67 points per game without him, just 0.73 with. Project that over a season: without Gerrard, Liverpool would get 63 points, which last season would have seen them finish fifth; with Gerrard, they would get 28, certain relegation form.
Fyrir áramót þá var þetta Liverpool lið oft að spila frábæran fótbolta. Margir leyfðu sér að hugsa “vá, ef við spilum svona vel án Gerrard, hvernig verðum við með honum?”. Málið er bara að með Gerrard hefur þetta lið verið umtalsvert verra en án hans.
Þetta er vandamál þjálfarans. Steven Gerrard er frábær leikmaður, án efa einn af bestu leikmönnum allra tíma hjá Liverpool og án efa besti leikmaður síðustu 10 ára hjá liðinu. En Kenny Dalglish verður einfaldlega að finna hvar Steven Gerrard á að fitta inní þetta lið. Að mínu mati er það klárlega ALLS EKKI sem miðjumaður. Gerrard verður 32 ára í næsta mánuði og hann mögulega inni nokkur ár í viðbót í boltanum. Það er alveg ljóst að tími Kenny Dalglish verður að einhverju leyti dæmdur út frá því hvort honum tekst að finna rétt hlutverk handa Gerrard.
Á meðan að þessi mannskapur er í boði þá myndi ég telja að kostir Gerrard myndu nýtast best á hægri kantinum til þess að dæla boltum á Carrol.
Henderson og Kuyt eru verri kostir í þessa stöðu.
Hversu marga leiki af þeim sem Gerrard byrjaði inná spilaði Lucas? Hversu marga af þeim leikjum sem Gerrard byrjaði ekki inná spilaði Lucas?
Ég held að þessi tölfræði sé ekki endilega áfellisdómur á Gerrard, það eru fleiri áhrifavaldar.
Ég gæti ekki verið meira sammála Ásmundi í kommenti nr. 1. Ef við myndum spila 4-3-3 væri hann tilvalinn sem hægri framherji/vængmaður, hann hefur sýnt að hann getur skorað auk þess sem hann er með góða krossa. Ef við myndum spila 4-4-2 væri hann einnig tilvalinn hægra megin þar sem hann hefur mjög góða sendingargetu, en það væri líka spurning með að láta hann spila fyrir aftan framherjann í því kerfi því, jú, hann getur vel skorað þegar sá gállinn er á honum.
Í þeim leikjum sem ég hef horft á í vetur þykir mér sem hann sé að spila aftar en hann hefur áður gert. Tel ég það vera slæmt þar sem hann er (var?) án efa einn af betri framliggjandi miðjumönnum í heiminum. Við þurfum að nýta hans styrkleika betur en gert hefur verið uppá síðkastið, og ekki fyrr en þá munum við sjá aftur hversu góður leikmaður hann er.
Gerrad á spila sömu stöðu og Gylfi gerir hjá Swansea. Spurningin er getur hann það? Líklega best að vera vængmaður en klárlega hans staða er fremsti miðjumaður.
Lucas, Lucas, Lucas er klárlega saknað heldur betur.
Þörf umræða. Ég hef verið að lauma að minni skoðun, hér á KOP, á þátt fyrirliðans undanfarið. Ég er sammála því að hann sé einn af okkar bestu mönnum frá upphafi og framlag hans ómetanlegt. Það sem mér hefur fundist gerast undanfarin ár er að því meiri ábyrgð sem færð er yfir á hann því minna kemur út úr honum. Þetta fannst mér ég sjá undir stjórn Rafa, Roy og núna Kenny, þannig að ég get ekki alfarið skellt skuldinni á Kenny. Þegar hann færist nær því að vera reynslumesti maður liðsins með brotthvarfi annarra þá er eins og það skili sér ekki inn í klefann og út á völl. Það er eins og karakterinn sé ekki sá sem maður hélt. Það hafa flestir okkar spilað hópíþróttir og þekkjum við vel áhrif einstakra leikmanna á leikgleði og baráttuvilja og umfram allt frumkvæði þegar mest á reynir. Sjáið liðið sem vann CL 2005, þar má nefna menn sem stóðust sálrænt álag og höfðu flotta reynslu að ég held, Dudek, Hamann, Carrager, Hyypia, Garcia, Alonso og auðvitað Gerrard sjálfan. Þessi blanda skilað sér vel. Í dag er Gerrard með hóp af nýjum og ungum leikmönnum í kringum sig og hann og Carra einu sem eftir eru af þessum “gamla góða”. Það er eins og hann nái ekki að berja sína menn áfram. Kannski er hlutverk fyrirliða ofmetið í heild sinni en hlutverk leiðtogans er ótvírætt eitt það mikilvægasta í hópíþróttum. Gerrard er að mínu mati ekki leiðtogi sem einkennir bestu liðin í dag sem og bestu lið sögunnar, því miður. Hann kannski var það en virðist ekki ver það í dag. Hver svo sem á sök á því en mér fannst Gerrard vera orðinn mjög áhugalítill hjá Rafa og finnst hann ver það enn í dag. Held að það vanti leiðtoga í þetta lið og máski losnar um einhverjar hömlur hjá Steven Gerrard í kjölfarið og hann stendur sig betur í frjálsu hlutverki með leiðtoga sér við hlið?
Við munum öll hvernig hann var á árunum 2005 og 2006 þegar hann var á kantinum og í mun frjálsara hlutverki þar sem varnarvinna var auka atriði.
Gerrard vill spila á miðri miðjunni. Vandamálið er að þar er hann lélegur.
Stjórar eins og Benitez og Capello vita að hann á ekki heima þar og spila honum í annarri stöðu. Benitez náði mestu úr honum með því að spila honum hægra megin eða fyrir aftan framherja.
Lykilatriðið er að það þurfa einhverjir 2 aðrir að sjá um vinnuna á miðjunni. Leikmenn sem geta haldið stöðunni og látið allt “tikka”. Það er einhver misskilningur í gangu hjá sumum að miðjumenn eigi sífellt að sprengja allt upp og senda Hollywood bolta. Því miður er Gerrard einn þeirra sem hefur þá ranghugmynd. Þegar hann spilar á miðjunni er 80% meiri (skálduð tala) ábyrgð á herðum þeim sem spilar með honum og þarf að sjá um að valda svæðið.
Láta hann skipta um stöðu við Henderson, setja Gerrrard á hægri og Henderson á miðjuna. Fact maðurinn Rafa hefur það svart á hvítu að Gerrard skori og leggur upp fleiri mörk spili hann hægra megin frekar en á miðjunni.
http://www.dv.is/sport/2012/4/6/taeknivaeddi-utlagin/
Rafa myndi falla vel í kramið hjá tölfræðimönnununm í FSG.
Ef ekki er hægt að nýta hann betur en þetta má þess vegna selja hann á meðan hægt er að fá eitthvað fyrir hann.
Þessi grein á DV er stórkostleg. Ég hélt að íslenskir fjölmiðlar ættu þetta ekki til.
Annars tek ég undir með flest allar pælingar hér að ofan. Matti (#7) neglir þetta: Gerrard á það til að gera sjálfum sér grikk. Hann hefur alið með sér lengi þá hugmynd að hann geti verið bestur á miðjunni í þessu Roy of the Rovers-hlutverki sem Englendingar elska svo mikið en hann spilaði sinn besta bolta annað hvort sem hægri kantmaður eða í holunni með tvo aðra fyrir aftan sig. Dalglish og Hodgson hafa látið það eftir honum að vera annar tveggja miðjumanna og það bitnar á frammistöðu liðsins, auk þess að við erum ekki að ná því besta út úr okkar besta manni þar.
Benítez hafði þetta hárrétt. Gerrard, Torres, Alonso, Benayoun, Biscan (!!), Milan Baros, Crouch, Carragher, Sissoko og endalaust margir fleiri sem eiga það allir sameiginlegt að hafa spilað besta bolta ferils síns undir stjórn Rafa. Samt telja sumir hann vera lélegan man manager af því að hann knúsar þessar dekurrófur ekki nóg…
Svo er nú kannski einn flötur á þessu. Kannski var hlutverk Gerrard opnara þegar sísonið byrjaði og meiðsli Lucas þvinguðu Kenny í það að nota hann á miðri miðjunni með Adam. En þá spyr maður sig, ef það er tilfellið þar sem þetta var alls ekki að virka, af hverju var þá ekki keyptur þartilgerður maður í janúarglugganum?
Gerrard ekki miðjumaður?
Sumt verður ekki metið til fjár …
Vissulega þörf umræða, en mér finnst að áður en við ætlum að henda Steven Gerrard á kantinn, þá þurfi að ákveða hvernig bolta ætlum við að spila..
Boltinn sem okkar lið sást spila áður en Lucas meiddist/fyrir áramót var one touch fótbolti.. Virkilega flottur fótbolti og líkist þeim sem við sjáum Barca spila(leiðist að viðurkenna það sem Madrid maður) og svo Swansea sem er að reyna að innleiða þennan bolta í “neðrihlutalið” ef svo má að orði komast. Arsenal líka þekktir fyrir þetta.. Hinsvegar finnst mér alltaf þegar LFC er komið með framherja sem er yfir 180 cm hár, eða í hærra lagi, þá er byrjað að leita eftir þessum powerfótbolta.. Gerðum það með Heskey(Kick and run) Crouch og finnst mér það sama gerast með Carroll.. Sérstaklega finnst mér þetta vera viðloðandi ef Carra er í starting..
Ég skal viðurkenna það, að mér finnst Carroll vægast sagt lélegur fótboltamaður, en hann má eiga það að hafa bætt sig, og hver veit, kannski getur hann það, en skipulagið á að vera betra en þetta, hver og einn á að vita sitt hlutverk og vita hvar sendingarleiðirnar eru..
Ef við ætlum að nýta okkur styrkleika Carroll, þá á Steven að vera á kanntinum.. Hinsvegar ef við ætlum að nota Suarez sem topp, þá á Steven að vera í holunni, því þeir ná vel saman í svona 1-2 spili.. Aquolani sýndi það að hann er virkilega fær líka í svoleiðis spili þá leiki sem ég sá hann spila hjá okkur..
En ég er sammála því að Steven Gerrard er enginn leiðtogi, ekki sem fyrirliði þannig séð, í líkingu við Roy Keane, John Terry, Barton(sem leiðtogi síns liðs er hann framúrskarandi) og Scott Parker.. Það sem hefur verið við Gerrard sem kafteinn er það að hann leiðir liðið með fordæmi og krafti sínum.. Þetta tímabil getur hann það einfaldlega ekki, því hann missti af öllu undirbúningstímabilinu, það situr væntanlega í honum..
Soddan súpa hjá mér, en vona að eitthvað komist til skila.. Frábær síða annars félagar
Af hverju var ekki keyptur leikmaður í janúar?
Hefur engun dottið það í hug að kannski eigi ekkert að eypa neinum stórkostlegum upphæðum í leikmenn. Ég meina við erum jú búnir að kaupa fyrir einhverjar 100mills en erum við ekki búnir líka að selja fyrir einhverjar 80mills.
Menn geta vellt sér endalaust upp úr einhverri fagurri hugmyndafræði þar sem Scouserar eru lykilinn að velgengninni okkar o,s.frv. þ.e.a.s. ef menn eru tilbúnir að sætta sig við að vera miðlungs lið í þessari deild hinna bestu. Ef við ætlum okkur aftur á toppinn þurfum við eigendur sem eru tilbúnir að eyða stórum upphæðum í leikmenn.
Mér finnst þessi tölfræði þarna um Gerrard ansi undrleg, nema menn vilji kenna honum um þetta slæma gengi liðsins undanfarið. Og ekki man ég betur en 90% af púllurum hafi grenjað ansi mikið yfir því að Benitez hafði Gerrard þarna hægra megin (þar á meðal ég).
En Benitez er sennilega bara það besta sem hefur komið fyrir Liverpool lengi hann bjó til lið sem gat keppt um titilinn en það var ekki nóg fyrir menn. Sjáið hvað við höfum nú.
Fyrst þegar þessi eigendur komu dásömuðu menn þá eins og ég veit ekki hveð það átti að versla inn unga menn sem myndu eiga mörg ár hjá liðinu og selja leikmenn síðan þegar sem mest fengist fyrir þá eins og t.d. Meireles menn vörðu það þar sem hann ætti ekki eftir að skila meiru í budduna í framtíðinni. Þetta lyktar svona eins Arsenal kaupa unga efnileg og losa sig síðan við þá þegar þeir eru farnir að geta eitthvað.
Held við ættum að njóta bikarsins sem þegar er komin og vonandi verður séns á öðrum. En njótið það gæti orðið ansi langt í þann næsta.
Þeir sem verja Dalglish enn tala jafnan um þessa tvo bikara. Hefur engum dottið það í hug að kannski eigum við ekki eftir að vinna FA Cup og hvað stendur þá eftir Carling Cup. Og menn eiga ekki eftir að muna eftir Carling Cup í framtíðinni heldur einungis hræðilegu gengi okkar í deildinni,
Dalglish hefur verið frábær fyrir Liverpool en í dag eru hlutirnir ekki að ganga hjá honum og við ættum að losa okkur við áður en skaðinn verður meiri en hann er þegar orðin.
Hver vill koma til iverpool eftir svona season Hazard? Dream on
Jarhead, hvort sem hann er á kantinum eða í holunni, þá á hann a.m.k. ekki að vera á miðri miðjunni, hvort sem stillt er upp 4-4-2 eða 4-2-3-1
> . Virkilega flottur fótbolti og líkist þeim sem við sjáum Barca spila(leiðist að viðurkenna það sem Madrid maður)
Það er ekkert sameiginlegt með þeim bolta sem Liverpool hefur spilað á þessum tímabili og því sem Barca spilar – ekki einu sinni þegar best hefur gengið.
Það sem einkennir spilamennsku Barca er hápressa og þolinmæði í sóknarleik. Þegar liðið tapar bolta er pressað framarlega og þegar liðið er með bolta er gríðarleg áhersla á að halda boltanum. Það er stutt milli fremsta og aftasta manns.
Liverpool gerir hvorugt. Liðið pressar ekki (einstaka leikmenn gera það, t.d. Suárez, en liðið alls ekki) og þegar liðið fær boltann sækir það hratt fram og missir tuðruna yfirleitt fljótt. Það er langt milli fremsta og aftasta manns.
Það má vera að spilamennska Liverpool hafi stundum verið “flott” á tímabilinu, en hún er alveg rosalega “bresk”. Ef við viljum bera okkur saman við eitthvað lið, þá er Liverpool farið að líkjast Tottenham meira og meira – en fjarlægjast Barcelona og fleiri meginlandslið. Það sorglega við þetta er að undanfarin ár hefur klúbburinn verið að byggja upp hápressulið og öll unglingalið Liverpool ásamt varliði spila 4-2-3-1 hápressubolta. Einungis aðalliðið spilara breska Hodgson taktík.
Það er lengi hægt að ræða það hvað hinn eða þessi leikmaður á að spila, Gerrard nýtist Liverpool þó best að ég held í tveimur stöðum, það er á kantinum (vegna frábærra fyrirgjafa) og svo á miðjunni í holunni, en allt fer þetta eftir því hvaða leikkerfi er verið að spila hverju sinni. Persónulega vill ég sjá hann á kantinum…
Þessi grein í DV kom mér nokkuð á óvart og eins og Kristján Atli segir þá vissi maður ekki að Íslenskir miðlar ættu þessa samantekt til. En sýnir þetta okkur ekki bara að Rafa var að gera góða hluti hjá Liverpool og ef hann hefði haft einhverja aðra en G & H til að bakka sig upp þá hefði hann að ég held náð betri árangri. Ekki það að sumt sem hann gerði sé eitthvað til að hrópa húrra yfir, en á heildina litið held ég að hann sé einn af betri stjórum sem við höfum haft og mun betri en KK og RH.
Manni finnst einhvernvegin að hann sé að bíða eftir að komast aftur að hjá Liverpool og spurningirn er, væri það svo slæmt ?
Og svo er það bara dagurinn í dag, við verðum einfaldlega að vinna Blackburn að öðrum kosti held ég að dagar Dalglish séu því sem næst taldir, Því ég sé það ekki vera að gerast að við vinnum Everton um helgina…
Áfram LIVERPOOL… YNWA…
Matti:
Já það er rétt hjá þér, en það sem ég var svosem að líkja saman var þetta skemmtilega stutta spil sem mér fannst orðið algengt í byrjun tímabils..
Sjálfum finnst mér það skemmtilegasti boltinn að horfa á, og því greip ég strax í þetta..
Þakka leiðréttinguna, og þakka fyrir að hún var uppbyggileg og málefnaleg 🙂
Að mínu mati er Gerrard langbestur í holunni fyrir aftan framherja sem er sniðugur að taka hlaup án bolta.
Maður hefur séð það aftur og aftur að hann kann illa að dekka svæði sem miðjumaður.
Varðandi “samantekt” DV er þetta bein þýðing á grein sem birt var á soccernet.com.
http://soccernet.espn.go.com/columns/story/_/id/1041950/richard-jolly:-the-forward-thinking-rafa-benitez?cc=5739
Hver er Jonathan Wilsonog hvað veit hann!? Steven Gerrard er besti leikmaður sem Liverpool hefur alið af sér!
Mjög svo áhugaverð og þörf umræða. Auðvitað er SG frábær fótboltamaður og engum hérna dettur í hug að efast um það. Er mjög sammála #7 og #9 að hann er ekki að spila rétta stöðu á vellinum. Það er líka hrikalega áberandi hvað aðrir leikmenn LFC í kringum SG á vellinum leggja sig extra mikið fram við að koma boltanum á hann, eins og hann sé bara eini maðurinn í liðinu sem getur látið hlutina gerast, í stað þess að velja annan betri kost í stöðunni hverju sinni. Með öðrum orðum, nærvera SG dregur oft úr frumkvæði samherja hans á vellinum. En það er svo sem ekki eina vandamál liðsins. Flestir leikmenn liðsins hafa bara nákvæmlega ekkert sjálfstraust og geta bara ekki beðið eftir að losa sig við boltann þegar þeir fá hann í fæturna.
Maður hefur tekið eftir þessu undanfarin ár, þeas þetta með að liðinu gengur betur án Gerrards. Kannski eru menn bara að leyta of mikið af honum á vellinum. En því má nú ekki gleyma að hann fór á kostum frammi með Torres um árið.
Tókuð þið svo eftir sendingunni hjá Gerrard í síðasta leik er við skoruðum markið. Þetta eru baneitraðar sendingar hjá Gerrard af hægri kanntinum, fastar, lágar og hnitmiðaðar. Setja Gerrard á kanntinn og Carroll í boxið, Downing getur svo séð um hinn kanntinn.
Svo er ég sammála þeim sem vilja gefa Henderson fleiri tækifæri á miðjunni. Ég er algjörlega sannfærður að hann og Lucas eru að fara að eigna sér þessa miðju næstu árin. Þessi drengur er með frábært auga fyrir spili.
Gerrard er sko meira en nógu góður fyrir Liverpool. Það er bara Dalglish sem að er ekki lengur með þetta!
Það er um að gera að ræða frammistöðu SteG í vetur, sérstaklega þar sem að hann er fyrirliði liðsins og einn af máttarstólpum þess. En mér þykir hann ekki njóta sannmælis í greininni þó að öll tölfræði sé að forminu til rétt. Væri sanngjarnt að segja að Doni sé með 0% vinningshlutfall og aldrei haldið hreinu?? Tæknilega satt en bara einn spilaður leikur í byrjunarliðinu.
T.d. hefur SteG bara byrjað inná í 11 deildarleikjum í vetur og næstum alltaf nýstiginn upp úr meiðslum. Hann missti af pre-season útaf meiðslum og byrjaði sinn fyrsta leik um miðjan október en meiddist svo fljótlega aftur og var frá í 2 mánuði. Hans tímabil er því í raun að byrja upp úr áramótum og síðan þá hefur hann meiðst aftur (í landsleik nokkrum dögum eftir framlengingu í Carling Cup Final). Hann hefur því málsbætur fyrir því að ná ekki standard fyrri ára.
Þá finnst mér hann hafa virkað þreyttur í síðust leikjum enda ofspilaður á kafla að mínu mati þegar hann byrjaði inná í 4 leikjum á 11 dögum, einni viku eftir að koma úr meiðslum. Það er erfitt fyrir 32 ára leikmann með hans meiðslasögu og leikstíl að halda dampi í þéttu prógrammi og ég hefði viljað sjá hann byrja oftar á bekknum en koma þá inná ef þörf krefur. Þrátt fyrir þetta hefur hann skorað 5 deildarmörk í 11 störtum og lagt upp 1 mark. Það er meira en margur annar í liðinu og manni finnst hann oft einn af fáum sem sýnir áræðni, djörfung og dug.
Einnig er ég hjartanlega sammála þeim sem nefna að hann sé ekki spilaður í sinni sterkustu stöðu. Hans bestu tímabil hafa verið sem sókndjarfur miðjumaður í holunni eða á hægri kanti. Alltof oft er niðri á miðjunni sem hentar ekki best hans styrkleikum í dag. Manni finnst sem KKD sé ekkert of hrifinn af því að spila með sókndjarfan mann í holunni fyrst að SteG fær sjaldan að spila þar (og ekki Shelvey heldur) og við losuðum okkur við nokkra slíka í sumar (Aquaman, J.Cole, Meireles). Partur af vandamálinu er því einnig uppstilling liðsins en fleiri leikmenn líða fyrir það að vera ekki spilaðir í sínum kjörstöðum (Downing, Henderson) eða vera vannýttir (Carroll).
En mér þótti eðlilegt fyrir forvitnissakir að leggja sömu mælistiku og Wilson gerir á tvo aðra leikmenn og valdi Carragher og Spearing:
Carragher hefur byrjaði inná í 16 deildarleikjum og af þeim hafa bara 5 unnist (W5 – D5 – L6) eða 31% vinningshlutfall og 1,25 stig á leik. Markatalan er 20 skoruð & 20 against sem er 1,25 mark að meðaltali í hvorum flokk og bara 25% clean sheet. Ólíkt SteG hefur Carra ekkert vottorð í leikfimi sem málsbætur og innkoma hans í vörnina fer saman við þetta versta gengi í 59 ár.
Er Carra þá óalandi og óferjandi? Nei, auðvitað ekki. Hann er enn gagnlegur á velli og í búningsklefa og ef notaður rétt þá er hann fínn til síns brúks. T.d. í stöku leiki en ekki sem fastamaður og hefur það komið afar vel út í bikarleikjum. Í bikar hefur hann byrjað í 7 leikjum sem hafa allir unnust, markatalan 21 með en bara 6 á móti. Það þýðir 100% sigur með 3 mörk að meðaltali í leik og bara tæplega eitt á sig en reyndar bara 1 clean sheet. Vissulega þrír mótherjar úr neðri deildum en restin sterk lið úr úrvalsdeildinni (Chelskí, ManYoo, Stoke x2).
Spearing hefur orðið fastamaður eftir meiðslin hjá Lucas og hans innkoma hefur einnig farið saman við arfaslakt gengi liðsins. Hann hefur byrjað í 12 deildarleikjum og þar hafa bara 3 leikir unnist (W3 – 1D – 8L) og heilir 8 leikir tapast eða 67% taphlutfall. Markahlutfallið er neikvætt eða 14 mörk skoruð og 17 fengin á sig. Ekki glæsilegt það.
Er þetta þá wee Jay að kenna? Nei, en hann er að mínu mati alls ekki nægilega góður fyrir Liverpool og ætti í mesta lagi að vera varaskeifa nr.2 í hlutverk varnarsinnaðs miðjumanns. Hann er á 23 aldursári og maður sér hann ekki taka stórstígum framförum úr þessu þó hann geti eitthvað batnað. Það var vítavert kæruleysi að fá ekki leikmann í hans stöðu í janúar-glugganum vitandi að Lucas væri ekki meira með. Það er algert möst að styrkja þessa stöðu í sumar og fá inn mann sem getur bæði spilað með og í staðinn fyrir Lucas. M’Vila er t.d. þesslegur spilari, afar efnilegur og við höfum verið orðaðir við hann áður.
En það er ekki að mínu viti hægt að gera staka leikmenn í hópíþrótt að blórabögglum fyrir heil tímabil. Leikmenn geta gert einstaklingsmistök sem verða til þess að stakir eða nokkrir leikir tapast en þá er það þjálfarans að ná betri frammistöðu úr viðkomandi, setja hann á bekkinn eða kaupa betri mann í staðinn. Stjórinn ber ábyrgð á heildarniðurstöðunni þegar á botninn er hvolft.
YNWA
mjög góð grein…. var að hugsa um þetta í vikunni… ef maður horfði á “gamla daga” 2008-2009 (þegar að við lentum í 2 sæti) þá vorum við með draumabyrjunarlið! eins og #7 sagði þá er hann Gerrard bestur fyrir aftan framherjana eða hægra megin… ef að ég mætti velja þá myndi ég óska þess að þetta væri liðið okkar í dag (blandað tímabilinu 2008-2009 og núna 🙂 )
Reina
Johnson Skrtel Agger Enrique/Aurelio
Lucas/Mascherano/Alonso
Kuyt Gerrard Riera/Downing
Suárez Torres
Shitt þetta yrði sjúkt byrjunarlið! og að hafa Torres (gamla) og Suárez saman frammi!! og annað hvort Lucas, Mascherano eða Alonso sem djúpann!!
Bull.. Tölfræði segir bara ekki alla söguna eins og menn ættu loksins að vera farnir að gera sér grein fyrir eftir að hún var mikið notuð í kaupum á leikmönnum. Gerrard er heimsklassa leikmaður, vandamálið er að það er bara einn annar leikmaður af hans klassa fyrir framan öftustu 5 (markmann og varnarlínu) og það er Suarez.
Að ætlast til þess að klassi Gerrards sé nægur til að draga þennan ömurlega hóp áfram er fáránlegt, þar sem ekki einusinni gæði Messi gætu skilað þessum miðlungsmönnum sem eru þarna í topp 4.
Þannig var staðan líka í fyrra. Eftir að Dalglish tók við fór Gerrard í uppskurð og gengi liðsins skánaði. Vissulega spila líka fleiri þættir sitt hlutverk og ég held að enginn sé að halda því fram að þessi ömurlega tölfræði liðsins með Gerrard innanborð (síðustu 3 ár) sé rótin að öllum vandamálum LFC.
Áður hafa verið skrifaðir póstar hér og víðar þar sem rök eru færð fyrir því að rót vandans hafi legið hjá fyrrverandi eigendum, Benitez, eða Roy Hodgson. Einnig hefur verið bent á margar misheppnaðar fjárfestingar á leikmannamarkaðnum sem nú hafa horfið á braut. Nú með auknu fé og nýjum eigendum og frönsku undrabarni sem menn trúa(trúðu) að viti hvar flestir demantar knattspyrnunar leynast, hefur gengi liðsins aldrei verið verra og floppin á leikmannamarkaðnum aldrei eins rosalega og sl. sumar.
Eitt af vandamálunum held ég að liggi í að hvorki Kenny eða Roy hafi beinlínis þorað að spila fyrirliðanum í annarri stöðu en hann kýs sjálfur. Þeir hljóta að sjá það eins og allir hinir (nema eitthvað sé til í þeim pælinum að Roy Hodgson hafi ekki hundsvit á íþróttinni). Svona í ljósi þess að ef eitthvað er til í þeim sögusögnum um að Gerrard hafi leikið lykilhlutverk varðandi brottrekstur Rafa Benitez þá hreinlega borgar sig fyrir hvaða stjóra sem er að vera ekki að fokka í prinsinum. Menn sáu hvað gerðist þegar Villa Boas tók prins þeirra Chelsea manna úr liðinu og Lampard fékk hálft liðið með sér gegn stjóranum.
Ég þekki United stuðningsmenn sem halda því fram að Gerrard sé fyrir löngu orðinn að vandamáli fyrir Liverpool liðið og þeir hafa í því sambandi bent á hvernig sörinn hefur tekið á sínum málum og látið mikilvæga leikmenn sigla sinn sjó um leið og þeir fara a eitra andrúmloftið hjá liðinu.
Gerrard hefur samt oft reynst okkur vel þegar á móti blæs og hef ég trú á að hann sé farinn að skammast sín fyrir gengi liðsins og leiði okkur til sigurs í kvöld og í FA cup. En baráttuþrek fyrirliðans er lítið og liðið mun halda áfram að droppa stigum jafnt og þétt í deildinni.
Þetta eru flottir pislar hjá flestum hér, ég er alveg sammála þeim flestur, ef tekið er samantekt úr þessu þá er alveg á hreinu að um 80% manna hér telja Gerrard bestan sem djúpan miðjumann eða hægri kantur og þar er ég sammála, hugsið ykkur hvílíkt klúður þetta er búið að vara hjá KK með hægri kantinn í vetur ! að hann hafi ekki annað hvort keypt gæða kantmann eða þá notað Gerrard það sýnir bara að hann er ekki með þetta lengur, við erum hér að ræða um Gerrard og þá bara skín í gegn að líklega sé vandamálið ekki Gerrard heldur KK, hlakka til að sjá okkar menn spila í kvöld,YNWA.
hef lengi sagt að Gerrald verði að fara hann er orðinn of stór í klúbbnum við höfum horft á ferguson selja menn sem eru oðrnir of stórir fyrir klúbbinn Beckham, Stam, nystilroy, Ronaldo .þetta eru allt leikmenn sem ferguson lét fara þegar þeir ætluðu að fara að stjórna. Vandamálið er að Gerrald vill spila í “holunni” king kenny vill spila 442 þar er einginn hola þannig að hægri staðan er best fyrir hann þar var hann líka bestur þegar hann spilaði þar um árið.
#28
Ég sem hélt að Gerrard vildi spila inná miðjunni, frekar en í holunni. Hægri kantinn hefur hann kallað “graveyard position” og til að halda Gerrard góðum er vissara að bögga ekki prinsinn með að spila honum þar, þó svo það komi sér betur fyrir liðið.
#28 Hvenær kallaði hann þetta graveyard posistion?
Er ekki hægt að sýna þessum manni staðreyndir hvar hann spilar best og hvar hann nýtist best í stað þess að sé með einhverja “kónga”stæla og velji sér stöðu á vellinum. Fyrir mér þá má hann bara sitja uppí stúku ef menn er með einhverskonar hótanir og hortugheit.
Það er svo vitlaust að taka mark á þessari tölfræði þar sem að ekkert er tekið með í reikninginn annað en það hvort að gerrard hafi verið inná eða ekki, jújú þetta lítur illa út ég viðurkenni það en ég meina það er hvorki tekið til greina hvaða aðrir leikmenn voru að spila þá, hverjir voru meiddir, hvaða liðum þeir mættu, heima eða úti… get haldið lengi áfram.. gerrard er eins og scholes hjá manutd, stjórnar spilinu og er mikill áhrifavaldur á lið sitt, aðrir líta upp til hans. Það að benda á þessa tölfræði og segja já sjáðu við verðum að taka hann útúr liðinu er ábyggilega það vitlausasta sem ég hef heyrt
#30
Varðandi Gerrard á hægri kanti: “In his autobiography he said he hated playing there[on the right wing] and called it the graveyard shift”
#31
Hver gæti tölfræði Scholes verið eftir að hann tók skóna aftur af hillunni? Vissulega segir tölfræðin ekki nema hálfa sögunna, engu að síður hefur Scholes verið að leika mun betur en Gerrard. Væri t.d. út í hött að bera saman tölfræði Papis Cisse og Dirk Kuyt vegna þess að annar leikur illa og klúrar færum sínum en hinn leikur vel og er með frábæra nýtingu?
Glæsileg sending, flott hlaup og frábær afgreiðsla 🙂