Góðan dag og gleðilegt sumar.
Það er svo lítið að frétta af Liverpool í miðri viku að maður skellir inn eins og einum opnum þræði til að halda lífi í síðunni. En ég mátti samt til með að deila með ykkur dálitlu sem mér fannst allavega mjög fyndið.
Þetta eru nýju Nike-skórnir hans LeBron James og þeir fá innblástur sinn frá Liverpool FC, en eins og menn vita er hann hluteigandi LFC í gegnum Fenway Sports Group og hefur verið að kynna liðið í Bandaríkjunum. En allavega, hér eru skórnir og nú segi ég bara eins og tímaritið Æskan í gamla daga, finnið fimm villur:
Fyrst, 18 deildartitlar á sólanum. Í alvöru? Í ALVÖRU? Næst: síðan hvenær stundar the Liverbird kynlíf með drekum? Þetta hlýtur að vera afkvæmi þeirra.
Ojæja. LeBron er allavega að reyna. Þá fannst mér heyrnartólin hans allavega flottari.
Já, og óstaðfest slúður í Bandaríkjunum segir að Liverpool verði viðfangsefni raunveruleikaþáttar í NFL/Hard Knocks-stílnum og að sú þáttaröð verði tekin upp á ferð liðsins um N-Ameríku í júlí/ágúst. Ég eiginlega bæði hlakka til og kvíði að sjá þá seríu ef af verður. Tilhugsunin um t.d. Gerrard og nýja leikmann X að rífast fyrir framan myndavélarnar, eða Dalglish að hrekkja Pepe Reina, er í senn stórkostleg og fáránleg. Horfið á Hard Knocks-þættina, þá vitiði hvað ég er að meina.
Annars er þetta opinn þráður. Ræðið það sem ykkur sýnist. Allt skítkast út í skóna hans LeBron er að sjálfsögðu bannað. 🙂
Stórir skór : )
Annars má bæta því við að Liverpool voru víst að kaupa unglinginn Dan Smith frá Crewe Alexandra.
Hann leikur á miðjunni og ku vera ansi efnilegur, m.a. höfnuðu Crew tilboði frá Man City í leikmanninn sem er 16 ára gamall.
Vonandi heldur hann áfram að standa sig svo að við getum séð hann í treyunni fallegu eftir örfá ár : )
Hlakka til að sjá þessa þætti, er núna límdur við Jets þáttinn eftir að hafa lesið þetta blogg!
Ég væri alveg til á að sjá Victor Moses koma í sumar:
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2132000/Victor-Moses-Tottenham-Liverpool-alert-Wigan-star-declines-contract-extension-talks.html
Brögðóttur og fljótur kantframherji.
Mæli eindregið með Chiefs og Bengals seríunni af Hard Knocks
Ég skil ekki alveg Kristján, hvaða villur ertu að tala um fyrir utan crestið sem er eilítið bjagað. Liverpool hefur unnið 18 titla. Hvað er svona “Í ALVÖRU?” við það?
Ég sé ekki mikið fleiri villur – ég myndi samt ekki kaupa mér þessa skó einfaldlega af því ég er ekki mikill aðdáandi Lebron.
Staðan 1-2 f. manu gegn lfc á Melwood. Suso gríðarlega spennandi leikmaður. Kannski ekki klár strax meðal hákarlanna og mætti e.t.v. bæta skotin, en mjög efnilegur. Eccleston góður líka.
Gaman að horfa á varalið Liverpool. Þessi Suso lítur helv vel út. Hann lagði upp jöfnunarmark Liverpool með frábærri sendingu. Leikurinn endaði 2-2.
YNWA
Stærsta villan á þessum skóm er náttúrulega að LFC hefur aldrei unnið þennan bikar.
LFC hefur unnið deildina 18sinnum en aldrei síðan þessi bikar kom til sögunar.
Þetta er bikarinn sem LFC vann 18sinnum.
http://www.ltlf.co.uk/logos/comps/div_one_trophy.jpg
Liverpool kom við sögu í American Idol í gær en Hollie er víst mikill Liverpool aðdáandi. Carragher flutti kveðju frá Liverpool og ég held að engin hafi skilið hvað hann sagði. Algjör snilld. Sjón er sögu ríkari:
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2131988/American-Idols-Hollie-Cavanagh-supported-Liverpool-Jamie-Carragher.html
Hvenær verður hægt að kaupa nýju treyjurnar á íslandi sem liverpool taka upp 1 júní?
Victor Moses myndi smellpassa inn hjá okkur. Flottur leikmaður en fáranlega lélega nýtingu fyrir framan markið 🙂
Moses er einspilari af guðs náð 🙂
Ef Móses getur ekki opnað varnir andstæðinganna hver ætti þá að gera það ?
Svar til #5
“The shoe boasts small trophies on the underside, to symbolize 18 league titles. Americans do not pay much attention to soles and look at it as just another part of the shoe. In some cultures, however, the bottom of the shoe is a very disrespectful thing to even show to another person.”
Annars gæti mér ekki verið meira sama hvar þessir bikarar eru staðsettir á skónum.
Móses gat opnað Rauðahafið, þá hlýtur hann að geta opnað varnir auðveldlega.
http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/17769654
hvað finnst okkur um þetta? 8-unda sæti, virði billjón minna en united..
kaupa annað hvort Radamel Falcao eða edison cavani í sumar sama hvað þeir kosta , þá eigum við að ná í meistardeildina
Er ég sá eini sem er kominn með ógeð af þessum “really?” eða “í alvöru?” frasa?
really dúlli?
Flott mark hjá Dan Smith: http://www.youtube.com/watch?v=KyUPqs5EK_E
Einhver sem getur frætt mig um hvort það sé búið að staðfesta hvernig treyjan mun líta út næsta haust? Ég hef bara séð endalaust af slúðri en aldrei neitt staðfest?
Nr. 16. Ekki billjón heldur milljarð 😉
Birkir #21. Ég efast stórlega um að nokkuð verði staðfest fyrir 1. júní þegar það er von á nýju treyjunni
Skórnir eru mmm… efnileg hugmynd en virðast því miður ekki hafa náð lengra en það.
Hlakka geysilega til að sjá nýja treyju og vona að sami hönnuður sé ekki að verki hjá Worrior og Nike.
Geðveikir skór!
Í sambandi við skóna. Þá er það auðvita fáranlegt að þarna séu 18 titlar af enskaúrvaldsdeildarbikarnurm. Liverpool hefur aldrei unnið þann bikar og vil ég þá heldur hafa þarna mynd af rétta bikarnum(ekki síðri í útliti og rétt skal vera rétt).
Smá forvitni í gangi. Var að horfa á það helsta sem gerðist í varaðliðsleik okkar manna gegn Scum rétt í þessu og langar að spurja ykkur sem vita meira en ég að einu:
Hvaða naut brýtur af sér á mínútu 7:07? Svartur og virðist vera í þokkalegu formi, tiltölulega líkur Tawio sem er í láni hjá QPR frá A.C. Milan.
Einhver fróðari maður sem getur frætt mig um þetta? 😉
YNWA – King Kenny we trust!