Byrjunarliðið gegn WBA er svona:
Reina
Johnson – Skrtel – Agger – Enrique
Kuyt – Spearing – Henderson – Maxi
Suarez – Carroll
Bekkur: Doni, Coates, Downing, Carragher, Bellamy, Shelvey, Kelly
Vörnin ætti að vera komin í lag þar sem við höfum endurheimt okkar bestu menn, Agger er kominn í miðvörðinn með Skrtel, Johnson er í hægri bakverði og Reina er auðvitað kominn aftur í markið.
Enginn Gerrard í dag eða Shelvey á miðjunni sem er smá spes, Spearing og Henderson stjórna umferðinni þar með Maxi og Kuyt á vængjunum og ef ég á að vera alveg hreinskilin þá hef ég mjög oft sé meira spennandi miðju hjá byrjunarliði Liverpool.
Það var svo ekki hægt að setja annað en Suarez og Carroll saman upp á topp.
Spái þessu 1-0 í erfiðum leik.
Gerrard meiddur ?
Annars er ég sáttur með að sjá Maxi í byrjunarliðinu en ég hefði kosið Downing frekar en Kuyt.
Er Gerrard meiddur ?
Sáttur að sjá Maxi inni held alveg að við ættum að vinna WBA með þetta lið…
Áfram LIVERPOOL… YNWA…
Kuyt og Maxi leita báðir inn á völlinn, Johnson og Enrique munu því væntanlega sjá um að sækja upp kantana. Ég spái því að bakverðir Liverpool muni verða skæðir í dag.
Er ekki sáttur við Downing á bekknum. Búinn að vera mjög góður í undanförnum leikur og einn af fáu sem geta druslast til að koma með fyrirgjafir frá kantinum OG tekið menn á. Enn og aftur að hvíla Gerrard?! Afhverju?? Það er enn tvær vikur í þennan blessaða úrslitaleik. Well, well, við tökum þetta samt. Frábært að sjá hvernig vörninnni er stillt upp.
Sigur og ekkert annað 🙂 🙂 🙂
AVANTI LIVERPOOL – L F C 4 L I F E
Ég sé ekki mikla ógn hjá okkur upp kantana með þessari uppstillingu, ég held að það passi okkur ekki að hafa bæði Maxi og Kuyt báða inná í einu , en vonandi fáum við þá pressu upp kantana frá Johnson og Enrique , mér líst ágætlega á vörnina og eins gott að sjá Suarez og Carroll saman á toppnum, YNWA.
Gerrard meiddur, hamstring. Lítið getað æft alla vikuna. Út frá því sennilega eðlilegt byrjunarlið.
EN, hefði viljað sjá Shelvey í stað Henderson og Sterling á bekk í stað Coady.
Koma samt svo!!!
Með þessari uppstillingu þá höfum við tvo kantmenn sem geta hvorugir tekið menn á eða búið til einkvað óvænt,þeir nýtast okkur báðir bara í boxinu þannig að við verðum að treysta á bakverðina sem minnkar þá ógn okkar framm á við .
Er ekki búið að kvarta andskoti nógu mikið yfir að Henderson sé alltaf að spila út úr stöðu á hægri kantinum? Ég er ánægður að sjá að Henderson er á miðri miðjunni.
Þetta er sókndjart og flott lið, vinnum þetta 3-0. Carroll með tvö og Suarez eitt.
Maxi!!!!!! hver annar !!!!
Bara að æfa mig fyrir leikinn ; )
Spurning hvaða hugsun býr á bakvið þessa miðju? Sóknin og vörnin er flott, en margar spurningar sem þessi miðja vekur. Kannski mun Henderson þó loksins stíga upp núna og sýna sitt rétta andlit. Margir góðir kostir svo á bekknum.
Koma svo!
Downing fyrir Kuyt og Shelvey fyrir Spearing hefði ég viljað sjá…..og já Sterling allavega á bekk…
3 sigurleikur í röð….Maxi skorar pottþétt…
Vont að Captain Fantastic sé meiddur, vonandi nær hann sér vel fyrir 5.maí!
Geggjað að sjá neverton jafna á móti manjú. Núna þarf bara að fullkomna daginn með góðum 2-0 sigri. Carrol og Suarez með mörkin!
Veit einhver um link á leikinn
http://www.sport24.me/streams/CreepyTV3.html
hmm þetta er city leikurinn, herna eru linkar
http://www.ronaldo7.net/live/sports/watch-sports-live-stream.html
Stóra spurningin er þessi:
Fékk Carroll gel í hárið hjá Henderson?
Vona það : )
Kenny er með Henderson efstan á blaði hjá sér, hann er bókstaflega alltaf í liðinu. Shelvey hefði svo sannarlega mátt vera þarna á miðjunni í dag enda frábær í síðasta leik sem hann spilaði. En nú verður Kuyt að gera eitthvað í dag ef hann á ekki endanlega að kveðja þetta lið okkar. Einmitt………..
Ahhhh Kuyt klaufi !
8: Minnkar það hættu okkar fram á við að hafa Kuyt og Maxi á vængjunum en Downing og Henderson? Hafa mörg deildarmörk komið úr fyrirgjöfunum þeirra? (svar: 0).
Shelvey er sóknarmiðjumaður, hann vill helst ekki spila á miðri miðjunni og alls ekki bara með Spearing. Fínt byrjunarlið miðað við aðstæður.
Ég spái 1-2 fyrir WBA – og allir verða voða fúlir aftur. Reina fær á sig 3 skot og tvö fara inn. Liverpool mun skjóta 27 og hitta rammann 5 sinnum. Maxi skorar, en mun að öðru leyti ekki eiga góðan dag.
Ef þetta er ekki víti er alveg hægt að afnema þau alveg úr reglunum…
Víti samkvæmt Gary Neville.. eða er það bara hjá united?
Kuyt er svo rotinn leikmaður að það er óþolandi að sjá hann í Liverpoolbúning, hvað þá í byrjunarliðinu.
Reina karlinn er mættur! þvílík hetja!
Reina hinsvegar með tvær frábærar vörslur á fyrsta hálftímanum. Hafði hann ekki bara gott af fríinu?
#20 já það minnkar hættu okkar að hafa þá báða á sitthvorum köntunum, við vitur það allir hér að Henderson er eingin kantmaður, en það er Downing og eins er Bellamy alltaf hættulegur , alltaf þegar Maxi er á kantinum þá er út úr stöðu og því verður engin hætta þar nema frá bakverði, Maxi er góður í boxinu en annars skapar hann ekki mikið, núna er liðið um 36 mín og hvorugur kantmaðurinn hefur skapað nokkurt þar, Maxi nítist okkur þegar við bætum mönnum við í boxið en annars ekki.
Hversu slappur getur Kuyt orðið?
Hef ekki miklar áhyggjur enn. Við sækjum á Kop eftir 15 mín og skorum 3 stykki mörk. Suarez með 2 og Skrtel með 1.
utaf með kuyt inna með bellamy
dapurlegt að losa svona comment frá stuðningsmanni Liverpool (#24). Við erum tveimur klössum fyrir ofan þetta lið, en því miður enn eina ferðina þá nýtum við ekki færin okkar. Erum í engum vandræðum með að opna þessa vörn WBA. Þurfum bara að hætta þessum göngubolta og keyra upp hraðann. Hrikalegt að heyra hvað Valtýr Björn sagði um okkar mann, Suarez, í lýsingunni áðan. “Góður fótboltamaður en deila má svo um karakterinn”. Mannorðsmorð í beinni útsendingu! Enn og aftur er maður minntur á hvað klúbburinn gersamlega klúðraði PR-málum í Evra-Suarez vitleysunni. Annars tökum við þetta í seinni, bæði Bellamy og Downing koma inn á eftir c.a. 60 mín.
Valtýr Björn er ömurlegur lýsandi og hefur alltaf verið, við erum búnir að skapa okkur nokkur góð færi, ég trúi að við tökum þennan leik i seinni hálleik, það væri gaman að Bellamy kæmi fljótlega inná , við þurfum að sækja mun hraðar á þá og pressa þá frá byrjun og þá klárum við þennan leik, koma svo YNWA
Það eru sjö menn þarna sem spila með bestu landsliðum heims, þetta á ekki að vera svona erfitt!
Af hverju Valtýr Björn settur á lýsingar. Bullið sem vellur uppúr þessum manni er ekki bjóðandi. Það vildi svo skemmtilega til að ég fékk símtal frá áskriftardeild 365 í lok fyrri hálfleiks sem voru að bjóða erlendan sjónvarpspakka á einhverjum afslætti. Notaði tækifærið og sagði upp áskriftinni á öllum sportpakka Stöðvar 2 frá og með næstu mánaðarmótum. Það er alveg klárt að ég er ekki að fara borga áskrift og láta þennan mann eyðileggja heilu leikina.
Þennan sá ég inni… er ekki hægt að hækka slána á Anfield um tommu?
Hlítur að fara að detta inn !
jæja fariði nú að koma Kuyt útaf! ekki til neins að hafa hann þarna inná.
þetta er hætt að vera fyndið þessi tréverksskot
…og kannski víkka milli stanganna í leiðinni.
Hvað er Spearing búinn að skjóta oft án þess að hitta rammann?
Hefur Spearing hitt á rammann í leik???
INN MEÐ ÞESSA TUÐRU
ha ha ha, þvílíkt rugl að vera ekki búnir að skora !
Suarez er geggjaður og flottur sóknarbolti, vantar bara markið.
Við erum Englandsmeistarar í stangabolta!
Þetta kemur. Er ég eini LFC stuðningsmaðurinn sem finnst kuyt góður?
Koma svo….
Vá þvílík pressa , gott að sjá Bellamy koma inn á koma svo Púlara og klára þennan leik.
Út með þetta Spearing drasl !!!
ótrúlegt !!!
Neiiiiiiiiiiiiii!!!!!
Hvað var Johnson að gera ,,, sáuð þig hvernig Reina stóð í markinu !,,, núna verðum við að sýna karater og skora fljótlega .
Haha sjitt hvað við sjúgum
Þessum leik mátti ekki tapa. Helvítis Hodgson drasl.
Sami skítur, annar dagur
FOOOOOOOOOKKKIIINNGGG AUUMMINGJAR!!!!!!
Það er ekkert eðlilegt við þetta…
Þessi markaþurrð er orðin sjúkdómur. Ótrúlegt alveg því liðið er að spila flottan bolta!
Maður getur ekki annað en hlegið af þessari vitleysu.
Hvað ætlum við að vera lélglegir
Mér er óglatt af því að sjá þetta skor!
ha ha þetta er bara the story so far. Ég held að maður geti ekki einu sinni verið svekktur yfir þessu. Hef sjaldan ef nokkurntíma séð aðra eins yfirburði í einum leik.
Þetta skiptir ekki öllu en liðið er spila vel og eins og staðan er í deildinni í dag þá vil ég frekar sjá liðð spila svona en drullu illa og grísa svo á 1-0 sigur.
Eru ekki stundaðara skotæfingar á Melwood?
Hvað er svona flókið við að koma þessu í netið?
Mér er líkamlega illt.
ég er í hláturskasti hérna megin
30 skot – 0 mörk – tímabilið í hnotskurn.
Það eru bara einhver álög á þessu blessaða liði okkar. Það er alveg sama hversu mikið við yfirspilum flest lið en okkur tekst ekki að skora. Held að Suarez ætti að einbeita sér að því að spia fótbolta og hætta þessu endalausa væli í dómaranum.
Roy er með ‘etta!
Gerðum við mistök þegar að Roy var rekinn?
Þetta er auðvitað bara sorglegt. Verð að segja að mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna sumir hér eru enn þeirrar skoðunar að Kenny sé rétti maðurinn til að stýra þessu liði. Ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur en ég bara skil þetta ekki!
Fáránleg skipting ég er allveg hættur að skilja skiptingar hjá KK bara sorry eftir að bellamy kom inná þá hrundi leikurinn hjá okkur!
Afhverju tippaði ég ekki á West brom Eg er búinn að vera tippa á mótherja liverpool í seinustu leikjum og er í bullandi plús þrátt fyrir að liverpool vann seinstu tvo.
Eg gleymi pottþétt ekki að tippa á næsta leik
Maður verður bara að hafa húmor fyrir þessu – ekki hægt annað. Tímabilið í hnotskurn.
Markvörður WBA er ekki einu sinni að eiga neinn sérstakan leik.
Búúúúúúúúúú
Þvílíkt andleysi allir bara hættir!
Meira að segja Hodgson tekst að vinna á Anfield en ekki Kenny..
Leikurinn hrundi þegar Bellamy og Downing komu inná. Hvað gerðist????
já BÚÚÚÚÚÚÚ!!!
Mér er ekki hlátur í huga, er hálfflökurt. Það er svoooooooooooo sorglegt að sjá hvað sjálfstraustið hjá liðinu er bara ekki neitt. Flott spil á köflum, en þegar kemur að síðasta fjórðungnum þá bara alger skita. Menn farnir að rífast innbyrðis……..úfff….. Einstaklingsframtakið ekki neitt, nema þá kannski Suarez sem djöflast og djöflast með mismiklum árangri.
Er búinn að vera alger geðklofi í afstöðu minni til þess hvort KD eigi að vera áfram. Ef við grísumst til að vinna Chelsea þann 5. maí þá fær hann sennilega að vera áfram, ef hann þá á annað borð vill það sjálfur. Honum líður pottþétt ekki vel núna og er örugglega alvarlega að hugsa um hvort hann sé ekki kominn á endastöð með þetta lið. Þetta er ekki veganestið sem við vildum taka með okkur í Chelsea leikinn. Svo að tapa á móti Roy Hodgson á Anfield, það er eitt og sér bara skandall!
15 hornspyrnur – 0 mörk
Hvernig er hægt að bjóða uppá svona vitleysu endalaust. Þetta nær engri átt. Mér er líkamlegt illt. Helvítis drull!
Leikurinn hrundi ekki við að Bellamy eða Downing komu inná. Vendipunkturinn var klárlega markið sem liðið fékk á sér. Það drap algjörlega liðið. Sjálfstraustið í liðinu er ekki meira en við urðum vitni að í dag.
Það er tvenn ljós numer 1 KK er ekki með þetta numer 2 liðinu hefur skort í allan vetur leiðtoga mann sem dregur liðið áfram , auðvita á Bellamy að vera vinstra megin þar hefur hann skorað og eins komið með nokkrar stoðsendingar, KK hefur aldrei komið með plan B í vetur , það er ekki alltaf nóg að skipta um leikmenn það þarf að skipta um leikaðferð td hefði verið gott að láta Agger og Enrique skipta um stöðu síðustu 10-15 mínúturnar og setja ALVÖRU pressu á mark þeirra.
Glen Johnson og Roy Hodgson eiga
það sameiginlegt að þeim gæti tekist að
láta Liverpool tapa úr gröfinni. FML!!
Þetta var nú vægast sagt vandræðalegt.
Sóknarleikur okkar manna er hugmyndasnauður og ofureinfaldur. Þurfum nýjann hugsuð á bak við þetta.
Er enn flökurt, hvernig var hægt að tapa þessum leik??? Það þarf að ráða sálfræðing í full time job þarna og krukka í hausinn á þeim. Sjálfstraustið er bara ekki neitt!! Hvernig í ósköpunum geta menn ætlast til að við vinnum Chelsea þann 5. maí nk. Enn og aftur, er búinn að vera alger geðklofi þegar kemur að KD og akkúrat núna stórefast ég um að hann sé “meðetta”. Er nokkuð viss um að engum líður jafnilla akkúrat núna og KD. Kæmi ekki á óvart að hann hætti bara eftir tímabilið, burtséð frá því hvort við vinnum þessa FA-dollu eða ekki.
Þetta er komið gott hjá KD. Þurfum að sætta okkur við að hann er bara ekki með þetta lengur því miður.
Þurfum þennan
http://radikal.ru/F/s54.radikal.ru/i143/0910/cf/ce28351077d2.png.html
81…á hvaða leik varstu að horfa á um leið og Bellamy kom inn hættum við að komast í færi.
Ég missti af leiknum í dag sem betur fer. Las á netinu að Kenny Dalglish og Roy Hodgson ættu það sameiginlegt að þeir hafa báðir unnið einn deildarleik á Anfield á þessu ári. Það er bara vandræðilega niðurlægandi!