STAÐFEST: Heimildarþættir um Liverpool í sumar!

Á LFC.tv og NESN.com, fréttasíðu í eigu FSG-manna í Boston, var í dag staðfest að Liverpool FC verður viðfangsefni sex þátta heimildarflokks á FOX í Bandaríkjunum!

Í lýsingu þáttanna segir:

As part of the project, which begins filming in May, Liverpool will open its doors for unprecedented insider access, as FOX Soccer and LFC partner to bring viewers a six-episode documentary entitled, ‘Our Liverpool: Never Walk Alone’.

Þættirnir verða framleiddir og unnir af alvöru fagfólki á FOX þannig að það er nokkuð ljóst að um gæðaefni verður að ræða. Hvort þættirnir sjálfir verða áhugaverðir verðum við bara að bíða eftir svari. Þættirnir verða teknir upp í maí, júní og júlí og þá væntanlega sýndir í aðdraganda byrjunar næsta tímabils til að vekja sem mestan áhuga á liðinu.

Þetta er að mínu mati bæði stórkostlega hugvitssamt framtak af hálfu eigendanna til að vekja athygli á liðinu á heimsvísu, ekki síst í Bandaríkjunum sem elska svona raunveruleikaþætti og í senn mjög varasöm þróun. Ætla menn að fara að leggja Dalglish og co. orð í munn til að reyna að skapa dramatík og selja einhverja ‘sögu’? Verða hlutirnir settir á svið eða fáum við í alvöru að sjá hvað er að gerast á bak við tjöldin? Og verður þetta eitthvað sem leggur áherslu á hversu fáguð og virðingarverð stofnun Liverpool FC er og á að vera, eða gera þessir þættir liðið að athlægi?

Ég veit það ekki. Ég vona að þetta verði ekki bara forvitnilegt fyrir okkur sem fáum aldrei nóg af liðinu heldur líka vel gert og vel afgreitt. En ég finn á mér að gula pressan í Englandi er þegar byrjuð að semja brandara um þetta uppátæki.

19 Comments

  1. Frábærar fréttir, fyrir utan það að FOX (að minnsta kosti Fox News) er skítafjölmiðill sem er álíka ómarktækur og the s**. Áhugavert engu að síður. Má vel vera að íþrótta-umfjöllun þar sé betri en fréttaflutningur þeirra.

  2. Fox og Fox News eru ekki það sama. Fox News eru handabendi djöfulsins, en Fox hafa framleitt þætti eins og Simpsons, American Idol, The X-Factor, So You Think You Can Dance, Mobbed og fleiri raunveruleikaþætti af ýmsum toga. Og Simpsons. Þeir kunna að framleiða sjónvarpsefni og þetta verður a.m.k. faglega gert.

  3. Mér finnast þetta vera frábærar fréttir. Bandaríkin hafa lengi verið ljósárum á undan í umfjöllun og umgjörð í kringum íþróttir.

    Ég hlakka allavega gríðarlega til að sjá þetta og sé ekkert neikvætt. Vonandi mun Liverpool njóta góðs af. Að stressa sig yfir því að gulu pressunni muni finnast kjánalegt að Liverpool geri sinni sögu hátt undir höfði er, tjahh, kjánalegt 😉

  4. Einhvern veginn finnst mér við aldrei vera í fréttum fyrir rétta hluti!

  5. Guð minn góður. Það sem ég elska mest (Liverpool) og það sem ég hata mest (bandarískir raunveruleikaþættir) eru að fara renna saman í eina heild. Hvað næst, tekur Alex Ferguson við Liverpool?

  6. Held að Liverpool geti ekki orðið að meira athlægi en liðið hefur verið í deildinni á þessari leiktíð. Þannig endilega reyna að græða pening á Bandaríkjamönnum og negla þessu í gang 🙂

  7. Ég væri til í að fá BBC til að framleiða þetta í Human Planet og Planet Earth stílnum.

    Bara nógu mörg ultra-slowmotion skot og timelapse til skiptis. David Attenborough sem narrator og þetta er SKOTHELT!

  8. Væri ekki betra ef þetta lið tæki sumar í að æfa bara fyrir næsta tímabil svo maður þurfi ekki að vera þunglyndur heilan vetur enn eitt árið? Neinei förum til USA og leikum okkur í einhverjum raunveruleikadrasli…

    YNWA

  9. Í BNA er markaðsstarfið fyrir fótbolta þannig :

    Treyja Fulham ( Demsey ) 70 USD
    Treyja Man Utd 80 USD
    Treyja Liverpool 86 USD
    Treyja Real Madrid 88 USD
    Treyja Barcelona 88 USD

    Treyja Messi 108 USD

  10. Fox framleiðir Simpsons, sem hlýtur að þýða að þar séu eintómir snillingar á ferðinni. Að minnsta kosti hef ég ALDREI séð betra sjónvarpsefni sem ekki er íþróttatengt, en Simpsons !!! Segi það og skrifa það … SIMPSONS…

    Náðuð þið þessu : Carl Berg fílar Simpsons !!!

    Insjallah….
    C.B

  11. Mér líst vel á þetta. Það er magnað að einhverjir fari alltaf í fýlu þegar að liðið gerir eitthvað nýtt í markaðsstarfi en svekkja sig svo á því að liðið eigi ekki næga peninga til þess að kaupa leikmenn.

    Auðvitað verður eitthvað drama og allt það, en þetta mun gera nafn Liverpool þekktara í USA og það er bara gott. Það skilar sér kannski ekki á næsta ári, en í framtíðinni mun það gera það.

  12. Ef þetta verður í einhveri líkingu við Hard Knocks þættina þá hef ég litlar áhyggjur. Verður gaman að sjá hvernig preseason er háttað í fótboltanum. Drési #10 þeir eru ekki að fara leika í raunveruleikaþætti, það á að mynda alla umgjörðina í kringum æfingabúðirnar og gera þáttaröð úr því. Held þetta verði fróðlegt og skemmtilegt, við megum ekki vera svo lokaðir að hleypa ekki nútímanum inní fótboltaliðið okkar. Þetta verður líka gaman að sjá bandarísku útgáfuna af þessu Carra og Dalglish líklega textaðir….

  13. þetta er fáránlegt! Nú nagar maður bara neglurnar og vonar að enginn þarna verði klúbbnum til skammar. Flestir ef ekki allir raunveruleikaþættir þrífast á drama og almennum rifrildum…..

    Ég er nú ekkert bitur gaur að eðlisfari, en mér finnst LFC vera of gott fyrir reality TV. En það er bara mitt álit.

  14. Skulum samt hafa það á hreinu að “Reality TV” og “Documentary” eru ekki einn og sami hluturinn þegar kemur að gerð sjónvarpsþátta. Fyrir mína parta væru heimildarþættir af æfingaferðalagi liðsins mjög vel séðir en ég vona að þessum tveimur þáttargerðum verði ekki blandað of mikið saman. Ég er allavega ánægður með þetta og bíð strax spenntur eftir að sjá afraksturinn!

  15. Voru Shankley og Paisley ekki sósjlaistar? Spurning hvort þeir séu ekki farnir að snúast í hringi í gröfum sínum yfir allri græðginni sem á sér stað í fótboltanum í dag og að ef hægri öfgamenn eiga að fara gera heimildarmynd um klúbbinn þeirra er bara óvirðing við þá.

Yfirferðarpælingar – opinn þráður.

Norwich á morgun