Fulham annað kvöld & #HodgsonforEngland

Það styttist óðum í stórleik þessarar viku og óhætt að deila því með ykkur að spenningurinn er orðin allt að því óbærilegur. Viðureignir okkar gegn Fulham hafa jafnan verið sögulegar og er það skemmst að minnast síðasta tímabils þar sem meira að segja Maxi Rodriguez raðaði inn mörkum eins og hann fengi borgað fyrir það…oh!

En áður en við gleymum okkur í pælingum fyrir þennan risaslag er ekki úr vegi að óska honum Einari Erni okkar innilega til hamingju en hann spilaði stórt hlutverk þegar Margrét Rós eiginkona hans tók sig til nú um helgina og fjölgaði mannkyninu um einn grjótharðan púllara. Við félagar á Kop (ásamt kettinum hans, Torres) höfum nú þegar ráðið Einari frá því að hafa núverandi leikmenn Liverpool í huga þegar kemur að skírn. Bestu kveðjur til meistarans sem er eins flestir vita búsettur í Svíþjóð.

Óhætt að fullyrða að helgin fór vel í okkur stuðningsmenn Liverpool því það er svo stutt milli leikja núna að maður er ennþá að ræða sigur Suarez á Norwich um helgina. Rest af Kop hópnum ásamt fjölmörgum skemmtilegum lesendum var heldur betur hress á árshátíð klúbbsins á laugardaginn og kunnugir segja að við höfum skemmt okkur mjög vel.

Stemmingin á Górillunni var líka góð yfir Norwich leiknum og það rifjaðist óneitanlega upp fyrir manni fyrri leikur Liverpool og Norwich, en í þeim leik, sem var sá næsti á eftir að Massey Ferguson sagði Suarez dýfa sér út um allan völl, fékk Suarez ekki eina aukaspyrnu. Ég er ennþá með óbragð eftir þann leik og það var því helvíti sætt að sjá Suarez gjörsamlega ganga frá Norwich einn síns liðs.

Þetta er ekki ósvipað með Fulham en fyrri leikur liðana var viðbjóðslegur 1-0 tapleikur. Þið munið eflaust vel eftir þessum leik, þetta er leikurinn sem við sóttum án afláts, settum boltann í tréverkið, áttum að fá víti og skoruðum (Suarez) löglegt mark sem var dæmt af vegna meintrar rangstöðu. Aðeins til að fá mark í andlitið, skorað af manni (Dempsey) sem átti að fá rautt fyrir að skalla Bellamy svipað fast og Reina fékk rautt fyrir um daginn. Þið munið, hann skallaði Bellamy sem fékk líka gult fyrir að láta skalla sig svona fruntalega í andlitið. Svo til að toppa leikinn fékk Spearing rautt á meðan t.d. Senderos var á einhverjum sérdíl.

Ég get svo svarið fyrir það án þess að athuga það að velta allra sálfræðinga hér á landi jókst um svona 20% eftir þennan helvítis leik.

Kalt mat fyrir þennan leik er auðvitað það að hann skiptir nákvæmlega engu máli þannig séð (andið með nefinu), tímabilið í deildinni er búið og það er helsta keppikeflið að maður vill ekki enda fyrir neðan Everton eða fá fleiri miðlungslið framúr okkur. Hvorugt mun skipta nokkru einasta máli svona viku eftir mót og hefur ekkert með næsta tímabil að gera. Ef Everton verður fyrir ofan okkur í deildinni er þetta svona svipað fyrir þá eins og 2005 þegar þeir afrekuðu þetta síðast. Enginn mun muna eftir þessu enda Liverpool þegar búið að vinna bikar, á séns á öðrum og tók Everton í hreinum úrslitaleik um borgina. Þannig að oft hefur maður nú verið töluvert meira stressaður fyrir því að enda fyrir neðan Everton.

Úr því sem komið er hef ég a.m.k. meiri áhuga á því að vinna FA bikarinn heldur en fara af alvöru í baráttuna um 7. sætið, ef það þarf að taka áhættu með liðið núna til að hafa byrjunarliðið í standi um helgina er það eitthvað sem allir stjórar í heiminum myndu gera og Dalglish mun gera.

Auðvitað viljum við vinnan þennan leik og það verður lagt upp með það. Liverpool á hóp sem hægt er að nota og samt vinna Fulham. Eflaust munu einhverjir sem spila annað kvöld líka spila bikarúrslitaleikinn en ég held að þetta verði ansi breytt lið frá leiknum núna um helgina.

Það er a.m.k. andskotanum erfiðara að spá fyrir um byrjunarliðið:

Reina

Kelly – Carra – Coates – Enrique

Maxi – Henderson – Spearing – Downing

Kuyt – Suarez

Tippa á að Reina, Enrique, Henderson og Suarez verði liðinu gegn Fulham og líka um helgina. Johnson og Agger bara hljóta að koma út og fyrst Skrtel var ekki með um helgina efast ég um að hann spili þennan leik þó ég útiloki það ekki. Hef Enrique samt inni enda ekkert heyrst af Robinson eða Aurelio lengi.

Maxi hlýtur að fá séns í þessum leik og sama á við um Kuyt, báðir verða að ég held á bekknum um helgina. Henderson spilar flest alla leiki og Spearing kemur inn fyrir þennan leik. Veit ekki með Downing og Suarez en ég hef það á tilfinningunni að þeir spili báðir frekar en t.d. Bellamy sem spilar ekki tvo leiki með svona stuttu millibili. Suarez er líka sjóðandi heitur og því spurning um að leyfa honum að taka klukkutíma í þessum leik. Andy Carroll var ekki í hóp í síðasta leik og einhver talaði um að hann væri tæpur í nára og hann verður þá klárlega ekki með í þessum leik enda þurfum við hann gegn Chelsea. Sama á við um Gerrard, hans meiðslasaga útilokar hann frá þessum leik enda væri fráránlegt að taka sénsinn með hann svo stuttu fyrir bikarúrslitin.

Dalglish hefur heldur betur verið óútreiknanlegur og þetta gæti þessvegna allt verið vitlaust hjá mér.

Spá: Það er engin pressa á okkar mönnum og þannig virkar Liverpool oft vel, mér er sama hvaða liði við stillum upp, Fulham verður tekið sannfærandi, 2-0.

ATH: Rest af þessari upphitun fjallar ekki um þennan leik allra leikja gegn Fulham heldur fyrrum stjóra beggja liða og besta brandara vikunnar. Ef þú ert ósátt(ur) við það er þér vinsamlega bent á að hafa samband við Þjóðarsálina (biðja um Stefán Jón) og eins er 113 númer sem leysir þinn vanda. Ekki væla yfir þessu í ummælum hér að neðan. Takk.

Að lokum er vert að óska Englendingum og fjölmörgum stuðningsmönnum enska landsliðsins til hamingju með nýjan landsliðsþjálfara. Englendingar hafa þarna fengið gríðarlega reyndan stjóra sem nýtur mikillar virðingar út um alla Evrópu og hefur þjálfað bæði stór félagslið og landslið sem eru í svipuðum gæðaflokki og það enska og ætti því heldur betur að kunna til verka sem stjóri hjá sinni heimaþjóð. Taktík og leikkerfi verður ekkert vesen hjá nýjum stjóra eða misgáfuðum leikmönnum enska landsliðsins og nýr stjóri veit heldur betur hvað hann er að gera enda hefur hann notað sama kerfið í 39 ár, er stoltur af því og árangurinn talar sínu máli og bregst nánast aldrei, ca 35%.

Til hamingju England.

Eins hefur þessi maður, Roy Hodgson ávallt virkað á mig sem andlegur leiðtogi sinna liða og ég efast ekki um að hans persóna og karismi komi til með að skína í gegn hjá enskum í sumar en okkar maður fær ekki lítið verkefni heldur er hann strax sendur í stórmót. Ekki ósvipað Mike Bassett í sígildri kvikmynd, en ég er raunar ekki ennþá búinn að útiloka að þetta sé frábært auglýsinga stunt fyrir framhald af þeirri stórgóðu mynd.

Hann tók við liði Liverpool við erfiðar aðstæður á sínum tíma enda ekki létt að koma inn í stað þjálfara sem er að flestum sem kunna að lesa talinn mikið betri stjóri og hefur gert 17 sinnum meira í fótboltanum á rúmlega helmingi minni tíma. Það þurfti „snillinga“ eins og Hicks og Gillett með Purslow sem strengjabrúðu til að finna út að líklega væri best bola þessum með góða CV-ið út, borga fyrir það og fá The Hodge í staðin.

Þetta tókst svona líka ljómandi hjá Liverpool og ég bara spyr, eftir þennan vetur sem stuðningsmaður Liverpool, kemur það einhverjum á óvart að jú, enska knattspyrnusambandið nái að afreka það að leika nánast því nákvæmlega sama leik og fyrrum eigendur Liverpool gerðu? Hakan fór ekkert í gólfið hjá mér a.m.k. enda álit mitt á enska knattspyrnusambandinu eftir þetta ár ekki ósvipað áliti mínu á Hicks, Gillett og Purslow. Virka svipað miklir vitleysingar og enginn þeirra ætti að fá svo mikið sem horfa á fótbolta.

Allavega þeim tókst að endurtaka leikinn nánast 100% því ekki bara var síðasti stjóri Englendinga með besta vinningshlutfall landsliðsþjálfara Englendinga í guð má vita hvað langan tíma þá var síðasti landsliðsþjálfari Fabio fokkings Capello.

Hér má sjá viðtal við kappann:

Enn og aftur til hamingju England….áfram Þýskaland og Írland í sumar.

p.s. Þetta þarf svo ekki að koma neinum stuðningsmanni Liverpool á óvart, það var byrjað að syngja um þetta fyrir einu og hálfu ári síðan.

41 Comments

  1. Amen Babú.

    We’re not English, we are Scouse. Spái því að þetta heyrist á Anfield annað kvpd. En það er það eina sem ég spái í bili. Leikur morgundagsins er eitt stórt spurningamerki í allar áttir.

  2. Rakarinn spurði: “Viltu láta taka eitthvað af toppnum?”

    ….”Já takk, Manchester United”

  3. Mér finnst punkturinn um hvaða sæti við lendum í góður. Ég held ég geti talið upp alla bikara sem Liverpool hefur unnið síðan ég byrjaði að fylgjast með fótbolta en ég man ekki einu sinni hvaða sæti LFC endaði í í fyrra, hvað þá lengra aftur í tímann. Ég verð án efa búinn að gleyma hvort við lentum í 7,8 eða 9 sæti í byrjun júní og farinn að hlakka til næsta tímabils.

  4. Er ekki maí?!

    Líður smá eins og þetta sé gamall 1.apríl brandari sem menn eru að ofnota!

  5. Ætli Woy geri ekki Heskey að landsliðsfyrirliða og spili honum og Zamora saman frammi?

  6. Fergusoninn fékk heldur betur á lúðurinn í kvöld og á sjálfsagt eftir að hrína eins og stunginn grís um allt og alla

  7. Innilegar hamingju óskir til Einars Arnar með krílið.

    Já er ekki bara málið að vinna Fulham, spái 2-1.

  8. Skrýtið að horfa á fótboltaleik og halda með öðrum en mínu ástkæra liði. Í kvöld horfði ég á leiðinlegan fótboltaleik þar sem ekkert ,ekkert var að gerast en “mitt” lið vann þó leikinn og stjórinn þeirra sýndi Sörnum hvar Davíð keypti ölið. Kannski mun Sörinn kæra hann fyrir kynþáttníð eða eitthvað annað álíka gáfulegt. En ef þetta eru 2 ” bestu” lið Englands þá er ég ekki hissa á nýja landsliðslþjálfaranum.
    Mér er nokkuð sama hvar við endum úr þessu en mig langar alveg rosalega í bikar um helgina og óska þess heitar en alls að það gerist. Ég skal fyrirgefa bæði Torres og Meireles fyrir svikin bara ef við fáum bikarinn þá skal ég meira að segja halda með Chelsea í úrslitaleiknum….bara ef við fáum þenna bikar. Ég þarf að vinna annað kvöld og verð því enn og aftur að treysta á Kop.is með lýsingar og ég veit að þeir bregðast mér ekki.
    Að lokum óska ég Einari Erni og Margréti Rós til hamingju með nýja Poolarann það veitir sko ekki af því að fjölga þeim. Eitt nafn verður alltaf tengt Liverpool og það er Bill…fínt að skýra barnið Bill eða Billy eftir Bill Shankley…

    Þangað til næsta YNWA

  9. Innilega til hamingju. Þarna fjölgaði um einn harðan Liverpool aðdáenda.

  10. Innilega til hamingju Einar Örn og trúi ekki öðru en að Liverpool vinni eins og einn leik af þessu tilefni svona eins og 2-0.

  11. Ef Kenny er búinn að ákveða hvaða leikmenn spila á laugardaginn á að hvíla þá á morgun. Þessi leikur skiptir engu máli og mikilvægast að hafa mennina sem spila FA Cup final sem ferskasta.

    Þeir leikmenn sem ættu að koma til greina gegn Fulham; Doni, Kelly, Carragher, Coates, Maxi, Kuyt, Sterling, Flanagan, Morgan, Ngoo, Suso, Coady. Lykilmenn eiga að vera bara á bekknum.

  12. Grobbi. Nicol.Hysen.Hansen.Burrows.Whelan.Mcmahon.Barnes.Houghton.Beardsley.Rush… Venison og Molby varamenn…

  13. Sælir poolarar ég er á leiðinni á LIVERPOOL chelsea 8 maí og var að spá hvernig maður kemst í skoðunar ferð á anfield fer út núna 4-9 maí vantar einhverjar upplýsingar um þetta?

  14. Svakalega kemur þetta á óvart með Hodgson. Ætli Redknapp taki svo við eftir mótið í sumar?

    Annars er karlanginn búinn að endurheimta eitthvað af þessu skítsæmilega orðspori sínu hjá WBA, fer svo í þetta starf og verður aftur hataðasti maður á Bretlandseyjum í sumar. Ja hérna.

  15. Eftir að hafa horft á City vinna UTD ansi auðveldlega i gær þá verð ég bara að segja að Barry var langbesti maður vallarins og svo að sennilega hafði Rafa rétt fyrir sér allan tímann með hann,því að líklega var það allaf vitað að Alonso færi til Real Madrid. Barry er alla vega maður sem hefði gert Liverpool að betra liði.
    En einhven veginn er mér allveg sama um leikinn í kvöld og vona bara að okkar drengjum takist að vinna á laugardaginn og svo aftur nokkrum dögum seinna á Anfield og tryggja Chelsea þar með fimmta sætið.Ég er nefnilega nokkuð viss um að Bayern vinnur úrslitaleikinn á Allienz Arena og hverssu sætt væri það ekki að sjá hvorki UTD eða Chelsa ná í titil á ár meðan Liverpool fengi tvo eftir að hafa unnið þau bæði á leiðinni á Wembley.

  16. Ég held að H***son sé réttur valmöguleiki fyrir Englendinga, því að hann spilar þann fótbolta sem Englendingar geta spilað.
    Englendingar eru miðlungsþjóð (af þeim sem komast á stórmót) í fótbolta en halda alltaf að þeir séu bestir í heimi.
    Woy er akkúrrat rétti maðurinn til að tala niður væntingar og láta þá spila effective/leiðinlegan fótbolta.

  17. Eigum við ekki að tileinka UncleWoy leikinn og spila upp á jafntefli til að verja 8. sætið?

    Annars er ég komin með ofnæmi fyrir Fulham og vil sigur, 1-0 dugar mér og það væri fínt ef markaskorarinn væri kolrangstæður en markið dæmt gilt.

    Já og meiri gaurinn þessi Mancini…

  18. til lukku með erfingjann 🙂

    mín spá er 3-0 og ekkert kjaftæði!

    En ég er mikið að spá í hvort að það væri ekki bara betra ef Liverpool tapi þessum leik. Okkar menn eru ekki búnir að sigra 3 leiki í röð allt tímabilið ekki satt? Og það myndi þýða að ef við vinnum Fulham, þá eru tveir sigurleikir komnir í röð. Sem þýðir að Chelskí leikurinn yrði sá þriðji…….

    Þetta er bara pæling, að sjálfsögðu óska ég þess að Liverpool fari inní alla leiki með hugarfar sigurvegara og reyni að vinna alla þá leiki sem þeir spila.

  19. Það er greinilega þjálfarakreppa í gangi á Englandi. Fólkið vill Redknapp, en mynduð þið ráða mann í vinnu sem kann ekki á tölvu, getur ekki svarað tölvupóstum og fer fyrir framan dómara af því hann getur ekki skilað skattaskýrslunni sinni.

    Held það komi bara ekki aðrir enskir til greina í bili. Núna geta þeir uppfyllt loforðið um að ráða enskan þjálfara, taka seinni kostin af 2 sem koma til greina. Allt fer í skít og skömm og þeir geta ráðið einhvern almennilegan útlenskan þjálfara. Nokkuð viss um að hann mætti vera franskur eftir þetta mót.

    Þetta er eiginlega bara snilldarlega gert hjá þeim í þeirri stöðu sem þeir eru í. Verst fyrir Roy sem greinilega fattar ekki hvað er í gangi og trúir því enn að hann sé góður stjóri.

  20. Ledder.

    Þú getur bæði hringt á Anfield og sent tölvupóst upp á að panta miða. Hins vegar skaltu skoða verulega vel hvenær túrinn hættir á leikdegi, það er örugglega mjög snemma. Svo ég myndi mæla með því við þig ef þú getur að fara ekki á leikdegi, þ.e. ef þú getur. Hins vegar held ég að þú komist nú nokkuð örugglega samdægurs, þetta er farið svo ört. Svo auðvitað getur hótelið þitt hjálpað þér, með því að hringja inn bókun. Þetta er möst-ferð, en ef þú getur fundið henni annan tíma en leikdag skaltu gera það.

    Þú skalt miklu frekar gefa þér góðan tíma í að drekka stemminguna í þig á The Park (beint á móti búðinni) eða The Albert (stuttu ofar við götuna), spjalla við lókalana og læra söngvana áður en þú ferð á völlinn. Ef (þegar) liðið okkar vinnur bikarinn á laugardaginn er ég viss um að það mun þýða MONSTER stemmingu á svæðinu.

    Skemmtu þér.

  21. Maggi það er ekki ef, heldur þegar liðið okkar vinnur bikarinn á laugardaginn. Eins og Sammy sagði, þá var nafn liðsins skrifað á bæði Carling og FA Cup 🙂

  22. og enn og aftur byrja fulltrúar þessarar síðu að níðast á Roy Hodgson. Voru menn kannski að vona fyrir hönd Rafa að honum yrði boðið starfið?

  23. Það má alveg níðast á Roy Hodgson. Hann vann sér það inn blessaður. Skammarleg ráðning á mínu mati sem sýnir metnaðarleysi. Hvað eru menn að reykja þarna hjá FA?

  24. Mér finnst eins og Roy hafi aldrei stýrt Liverpool. Mitt valkvæða minni er þar örugglega að verki. Ég nenni ekki einu sinni að hugsa um færni þessa manns eða þessa ráðningu. Megi honum bara vegna vel og vonandi nær hann góðum árangri með enska landsliðið. En þó ég nenni ekki að velta mér upp úr manninum þá skil ég alveg þá sem hafa áhuga á því. Við erum bara misjöfn og höfum áhuga mismunandi hlutum og allt gott og blessað við það.

    Það sem ég hef hinsvegar mestan áhuga á núna er þessi bikarleikur framundan og að fylgjast með hvort að Riise nái að þruma eitthvað á markið í kvöld. Og já, ég hef líka mikinn áhuga á þessum sögusögnum um leikmenn eins og Rasmus (ekki í Görðum), Giroud, Gylfa Þór o.fl. Ég vona að það verði komið inná leikmannaslúður í næsta pod þættinum hér…sem ég hlakka mikið til að heyra!

  25. Er það ekki öruggt að Roy Hodgson er fyrst fyrrverandi framkvæmdarstjóri Liverpool til að verða stjóri hjá Englandi??

  26. Ja hérna. Er til eitthvað sem heitir maígabb? Það er alveg ótrúlegur andskoti að Roy Hodgson sé að taka við landsliði Englands. Þetta er masókismi og sjálfseyðingarhvöt á svo háu stigi að yfirmenn enska knattspyrnusambandsins hljóta að vera með feita leðurklædda konu í fastri vinnu við að berja sig með svipu.

  27. Ég bíð spenntur eftir því þegar Hodgson fer að kalla Liechtenstein og Andorra “formidable opponents”

  28. Talandi um feita leðurklædda konu þá var ég að enda við að unfollowa Henry Birgi á twitter, hvernig getur þessi maður verið íþróttafréttamaður hjá jafn stórum fjölmiðli og vísir.is ?

  29. A meðan menn hrauna yfir Hodgson og hans getu, hvort sem menn eru sammala þessari raðningu eða ekki.

    Þa ma geta þess að siðasti þjalfari þeirra enskra het Fabio Capello sem nb. hefur unnið allt sem hægt er að vinna i boltanum, og hvað gerði hann með liðið? Tja ekki gerðu þeir neinar rosir a stormotum en gekk agætlega gegn miklu minni þjoðunum i riðlakeppnunum.

    Hinn maðurinn sem flestir bjuggust við og vonuðu (yfirleitt þeir sömu og hrauna yfir Hodgson nuna) að tæki við landsliðinu hefur ekki unnið mikið meira en Hodgson en er reyndar skemmtilegur og goður stjori að morgu leyti.

    Menn hafa nefnt i sambandi við Hodgson að hann kann vörn en ekki sokn. Harry Redknabb er einmitt andstæðan, kann sokn en ekki vörn. Siðan er hægt að rifast um hvort er betra þegar/ef lið eru að keppa i utslattarkeppini…

    Eg er svo sem ekkert að hefja Hodgson upp til skyanna, en menn eru svolitið að tala i andstæðu við sjalfa sig bæði herna og annarsstaðar.

    En við vitum það lika að það er nanast pottþett að lið na ekki miklum arangri ef stuðningsmennirnir eru endaluast neikvæðir og eru með leiðindi. Hodgson þekkir það fra sinum tima hja Liverpool og virðist ætla að upplifa það lika nuna, en það lysir kannski bara best stuðningsmönnunum!

  30. Hjálmar ertu í gríninu? horfðirðu á einhvern leik þegar hann stýrði Liverpool leifi mér að efast um það

  31. Tvö fyrrverandi Hodgson lið mætast daginn sem sá gamli er ráðinn landsliðsþjálfari. Nú er ég ennþá spenntari fyrir þessu móti í sumar. Hodgson er, eins og menn vita alltof vel, er frægur fyrir umdeildar ákvarðanir í leikmannamálum. Miðað við hvernig liðin hans spila þætti mér ekki ólíklegt ef Carroll okkar fengi að fara með. Nema hann taki góðvin sinn Bobby Zamora. Sjitt þetta verður eitthvað.

  32. Hvort er betra piss eða kúkur ?….Hodgson er alveg jafn slæmur / góður / ömurlegur og Redknapp, þetta eru báðir ekta Breskir þjálfarar sem hafa allt það sem fylgir þannig þjálfurum, ég held samt að það ömurlegasta sem ég hef orðið vitni af með landliðsþjálfara hafi verið þegar aulinn fabio Capello stillti útbrunnum Emile Heskey á toppinn hjá Endlindingum í síðasta stórmóti,þetta er ein mesta heimska sem ég hef upplifað með nokkurn landsliðsþjálfara, Endland þarf landliðsþjálfara af nýja skólanum ,mann sem byrjar með einkvað nýtt og spennandi.
    Mikið væri nú gaman að vinna Fulham í kvöld til að hita upp fyrir stóra leikinn, ég vil trúa því að við vinnum þennan leik, spái 2-1 fyrir okkur .

  33. Einhverjir á RAWK að tala um þetta byrjunarlið: doni, kelly, coates, skrtel, aurelio, henderson, spearing, shelvey, kuyt, maxi, caroll.
    Allavega ánægður að sjá Shelvey fá fleiri sénsa ef rétt er.

  34. Doni, Kelly, Aurelio, Skrtel, Coates, Henderson, Shelvey, Spearing, Maxi, Kuyt, Carroll. Subs: Sterling, Downing, Robinson, Enrique, Flanagan, Carragher, Jones.

    Liðið í kvöld.

  35. Miðlungs landslið ræður miðlungs þjálfara. Ekkert óeðlilegt við það.

Norwich 0 – Liverpool 3

Byrjunarliðið komið