Hér er þáttur númer nítján af podcasti Liverpool Bloggsins!
Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.
Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Maggi, SSteinn og Babú.
Í þessum þætti ræddum við m.a. deildargengið sl. tvo mánuði, sigurinn á Everton á Wembley og bikarúrslitaleikinn um helgina.
Afhverju er þetta alltaf svona á eftir á iTunes?
Þetta er komið hjá mér á iTunes. Prófaðu að refresh-a hjá þér.
Komið bæði í iTunes, apple TV-ið og iPhone-inn hjá mér.
Hlakka til að hlusta!!
Það fyrsta sem ég hugsaði: hver í fjáranum er að sjá um þetta?
Skrítið. Það er ekki enn komið hjá mér. En það hlýtur að koma bráðlega.
Jæja, þetta er komið
Frábært og gaman að fá þetta svona rétt fyrir leikinn… Og mjög góður þáttur!
Eiga einhverjir aðrir í vandræðum með spilarann? Hann hreinlega virkar ekki hjá mér.
JÁÁÁÁ ég var að leita að einhverju að gera!!
Menn mættu ekki í vinnuna á móti fulham, það er bara þannig og það er ekki ásættanlegt. Væruð þið sem atvinnurekendur sáttir við að borga mönnum himinhá laun fyrir að mæta ekki einu sinni í vinnuna ? ? Atvinna leikmannana er að spila fyrir Liverpool football club, ekki bara í einni eða tveimur bikarkeppnum.
Næturvaktin mætti ekki í leikinn í gær, því miður.
Vonum bara að við verðum glaðari eftir leik á laugardaginn strákar.
YNWA
Flottur þáttur strákar. Hef góða tilfinningu fyrir leiknum á laugardaginn. 🙂
YNWA
Góður þáttur.
Finnst mjög absúrd að ræða um Dalghlish á næsta tímabili. Það er einhvern veginn ekki að stimplast inn í hausinn á mér að hann verði áfram með liðið okkar miðað við deildargengið.
godur tattur 🙂 eg tek mer alltaf svona helgitima tegar nytt podcast kemur ut og hlakkar alltaf til !
nu er eg ut a sjo og tetta var mer mjøg kærkomid 😀
Alltaf gaman að hlusta á ykkur drengir.
Eitt sem ég verð þó að nefna en það er óánægja ykkar með Enrique. Mér finnst framsitaða hans bara hafa dalað í takt við liðið en ekkert umfram það þannig séð. Fyrir áramót var talað um hann sem bestu kaupin þannig að það er ekki eins og hann sé alveg vonlaus. Það eru bara svo margir sem hafa dalað og sjálfstraustið ekkert. Hreyfing og staðsetningar alveg út úr kortinu og það lætur hann líta illa út að mér finnst. Ég held að við ættum aðeins að anda með nefinu því um leið og liðið fer að spila að eðlilegri getu þá er þetta klassa leikmaður. Það efast enginn um getu Reina þó svo að hann sé búinn að vera hrikalega dapur í vetur, sömu sögu má segja um downing… djók hehehe..
Áfram kop.is
Þegar þið minntust á Pýþógoras og reikninga á skotinu þá varð ég að kíkja á Norwich þráðinn, en ég reiknaði þetta út og setti útreikninga á Norwich skírsluna, en ég fékk það út að skotið nær ekki að vera 50 metrar, en er er um 46.5 metrar. Glæsilegt mark samt.
En ég er samt á því að þó að það sé frábær árangur í bikarkeppnunum, þá er deildinn það lélegt að ég tel að það væri best að Daglish segi af sér í sumar, sama hvernig FA leikurinn fer.
Án þess að vera með neitt bögg þá ber að líta á svona löng skot í þrívíðu því að í þrívíðum heim eigum við heima. Það má auðveldlega frá út frá aflfræðilegum jöfnum fá góðá nálgun á lengd skotsins. Þá er ljóst að skotið er án efa lengra en 50 metrar ef að lengd ferilsins sem skotið spannar frá fætinum á Suárez í markið er reiknað. Magnað hjá Suárez en Papiss Cisse markið var samt flottara, það var algjörlega magnað.
Afskaplega brothætt ástand á klúbbnum okkar þessa dagana og þarf lítið til að sveifla mönnum frá framtíðarvon og í svart vonleysi. Stuðningsmenn eru tvístígandi á milli hollustu & trúrækni eða heilbrigðra efasemda.
Ástæðurnar eru nokkrar og krossgöturnar margar:
– Efasemdir um gæði spilamennsku og leikmanna
– Er Kenny að virka til framtíðar?
– óvissa með nýjan völl eða endurbættan Anfield.
– tóm staða director of football og uppstokkun mannauðs.
– Pjéningar, monningar eða skortur á þeim.
– Cup vs. League.
Staða Dalglish gæti skýrst eitthvað eftir þessa helgi og óháð skoðun manna á hans gæðum sem stjóra þá vonast auðvitað allir Púlarar eftir bikarsigri sem gæti reddað tímabilinu fyrir horn. En mér finnst samt eitthvað bogið við það ef að starf KKD eigi að hanga á Chelskí-bláþræði í úrslitaleik. Bikar er bónus en deildin er brauð og viðbit. Annað hvort hefur FSG trú á Dalglish sem stjóra í núinu og framtíðinni eða ekki. Punktur. Upphrópunarmerki!
Eins frábærir og bikarsigrar geta verið þá eru þeir oft blekkjandi um gæði eða getu liða. T.d. á síðust 10 árum hafa eftirfarandi lið komist í FA Cup Final: Southampton, Millwall, West Ham, Portsmouth (x2), Cardiff, Everton, Stoke. Ekki glæsilegur listi og nokkur liðanna féllu stuttu síðar. Auðvitað vinna samt toppliðin oftast FA Cup en þó að það sé afrek að komast í úrslitaleikinn er það samt ekki sannanlegur mælikvarði á getu liðsins eða framtíðarhorfur þess. FA Cup Final þýðir bara sigur 5 leikjum, sumir gegn neðri deildarliðum og aðrir gegn PL-liðum. 38 deildarleikir á 10 mánuðum, heima og úti gegn sterkum mótherjum eru hins vegar sá alvöru mælikvarði sem nota á til að meta gæði leikmann og stjórnun þjálfara. Raunverulegar framfarir þarf að sanna í deildinni.
Þar hefur þetta verið upp og ofan eins og allir vita. Eins og við getum verið flottir með Suarez í stuði gegn Norwich á útivelli þá getum við sokkið á botninn heima gegn Fulham og fleiri lægra skrifuðum. Ég er sáttur við kerfisbreytinguna yfr í 4-2-3-1 (eða 4-3-3 eftir meiningum) og tel hana vænlegri til árangurs en 4-4-2.
Í síðustu viku horfðum við á tvö af bestu liðum álfunnar eigast við á Santiago Bernabeu í frábærum fótboltaleik og bæði Madrid og Munchen keyra á því kerfi með góðum árangri. Auðvitað skipta gæði og tegund leikmanna líka máli í því hvort taktík virki en það þarf enginn að segja mér að það sé tilviljun að flest topplið notast mikið við þessi kerfi. Vonandi heldur KKD áfram að notast við nútímakerfi sem hafa þróast á þann stað sem þau eru í dag.
En ágætis podcast þó að maður heyri að efasemdarnar eru farnir að smitast um hópinn. Æ fleiri með vantrú á KKD, Downing, Spearing o.s.frv. Ég er sammála því flestu og tel breytinga þörf, óháð niðurstöðu úrslitaleiksins um næstu helgi. Í sumar er þörf á framhaldstiltekt í leikmannahópnum og margir ellismellir á útleið (Kuyt, Maxi, Aurelio) ásamt endurmati á floppkaupum (Downing, jafnvel Adam). Leikmenn með svigrúm til framfara fá annað ár til að sanna sig (Carroll, Henderson, Enrique, Coates) en það þarf klárlega að styrkja hópinn fyrir þátttöku Evrópu.
Treystir maður KKD í þær styrkingar miðað við síðasta sumar? Ég sé ekki Dalglish lokka stórstjörnur utan Bretlands eða að mikil efni frá meginlandinu séu að koma útaf honum. Til þess þarf mjög öflugan director of football (Txiki?) eða klassa stjóra með góð sambönd í heimalandi sínu og sterkum deildum. Við sáum hvernig margir leikmenn völdu sérstaklega að koma til LFC frá La Liga útaf Rafa Benitez og ef réttur stjóri væri valinn þá er möguleiki á álíka byltingu og ekki á uppsprengdum Tjalla-prís.
En best að tjá sig ekki of mikið um framtíðina þegar hún er óráðin og stór vendipunktur býður okkar á Wembley um helgina. Með von í hjarta vonar maður það besta 🙂
YNWA
Skemmtilegur þáttur eins og venjulega.
Ein spurning til ritstjóranna (Magga, SSteinn, Babú, KAR og Einar Örn): Hvaða leikmaður sem keyptur var síðasta sumar haldið þið að verði seldur í næsta sumarglugga ef það verður þá einhver?
Veit að það er snemmt að spurja en glugginn er á næsta leyti og maður er mikið að spá í hverjir koma og fara.
Legend#16
Það sem ég reiknaði var vegalend boltans miðað við völlinn.
En það er rétt hjá þér að ef ferill boltans er reiknaður þá er hann örugglega lengri en 50 metrar. En til þess að reikna ferill boltans þá þarf meiri upplýsingar, sem ég held að ég nenni ekki að nálgast.
Samt er ég nokkuð viss um að þegar talað er um lengt á skotum þá er talað um þá vegalengt sem þau ferðast miðað við völlinn, ekki ferill skotsins. Sama og er í langstökki.
Nr. 18
Efast um að neinn þeirra fari, ef það kæmi sæmilegt boð í Downing held ég að hann sé samt alveg til sölu, hann er bara ekki að ganga upp hjá okkur virðist ekki hafa trú á sér í þessu liði. Ég býst við bætingu hjá öllum hinum á næsta ári.
Svo varðandi lengdina á skotinu á skoti Suarez þá sá ég að þetta er komið á topp 10 yfir það leiðinlegasta sem er til umræðu á internetinu í dag.
Sælir félagar
Frábær þáttur og alltaf gaman að heyra í þeim félögum. Ég er sammála Magga með Enrique. Ég vil ekki sjá hann í byrjunarliðinu. Frekar vil ég Agger í bakvörðinn og Carra og Skertl í hjarta varnarinnar. Það er annars merkilegt hvað það gengur illa að manna þessa vinstri bakvarðarstöðu svo í lagi sé. Vonandi verður það leyst í sumar ásamt kantmanni/mönnum.
En hvað um það. Leikurinn á laugardaginn er það sem skiptir máli í augnablikinu og ég ætla að mæta á Górilluna til að vera með massívum hópi púllara í gleði eða sorg eftir atvikum. Hefi eins og Maggi og SSteini trú á verkefninu en það verður hund- helvíti erfitt. Þangað til þeim leik er lokið kemst ekkert annað að en styðja stjórann og leikmenn við lausn þess. Spennan hleðst upp jafnt og þétt og líklega sefur maður lítið á aðfararnótt laugardagsins.
Það er nú þannig.
YNWA
Að hlusta á þetta og spila Fifa eða FM er tær snilld.
Menn eru mikið að spá alltaf hvaða leikmenn munu koma. hverjir geta styrkt liðið og hverja við eigum að losa okkur við sem ekki eru nógu góðir fyrir Liverpool ! Eru menn hérna ekkert smeikir við að pæla í hverjir munu fara fram á sölu í sumar ! ?? Vil minna menn á að Alonso, Arbeloa, Torres, Meireles, Mascherano, og jafnvel fleiri fóru allir fram á sölu og vildu losna frá þessum klúbbi klárlega því þeir vildu spila með stærra liði. Allir þeir sem ég nefndi voru að spila í undanúrslitum CL !! Liverpool var ekki nógu stórt/gott lið fyrir þá og ekki lentu þeir í 8-9 sæti á meðan þeir voru hér. Ef við vinnum ekki þennan FA leik eru einhverjir að fara sem við viljum ekki missa ! Reina, Lucas, Agger, Suarez ! 1-2 af þessum fara ef við vinnum ekki Chelsea og lendum í 9 unda sæti
Ef menn vilja ekki spila fyrir Liverpool þá verða bara fundnir aðrir sem vilja það. Það er miklu betra að vera með ódýrari og graðari leikmenn heldur en dýra og áhugalausa leikmenn. Besta dæmið um þetta er real madrid sem keypti upp stjörnufansinn um árið og gátu ekki blautan.
Kæri Peter Beardsley. Þú ert frábær penni sem ég er oft sammála en nú er ég algerlega ósammála þér með tvennt í færslu þinni að ofan:
1. Af hverju ætti KD ekki að gera lokkað til sín stórstjörnur utan Bretlands? Maðurinn er gríðarlega virtur í veröld fótboltans. Mér finnst þú vera að gera lítið úr einum besta þjóni okkar ástkæra félags með ummælum þínum. Ég tel að ef stórstjörnur utan Bretlands muni ekki vilja spila fyrir Liverpool þá er það ekki út af KD heldur einhverju öðru.
2.Bikarinn er ekki bónus að mínu viti. Auðvitað verðum við að gera miklu betur í deildinni og það vita allir og KD örugglega manna best. En FA bikarinn er risastór bikar og okkur mun ekki líða eins og að við höfum verið að vinna ,,bónus” bikar þegar leikmenn okkar krúsa um Liverpool borg í opnum strætó með gljáfægðan og glæsilegan bikar…og allir með bros á vör 🙂 Þessi stund mun gera stuðningsmenn Liverpool um allan heim stolta og…vekja upp öfund meðal erkifjenda Liverpool. FA bikarinn er risastór bikar ekki ,,bónus” bikar!
Vegna þessara tveggja þátta er ég í raun shocked að færsla #17 sé komin með alla þessa þumla upp.
Ég ætla allavega að fagna eins og við höfum orðið heimsmeistarar þegar við lyftum bikarnum á laugardag 🙂
Já og takk fyrir flott podcast. Þið eruð snillingar!
Comment nr 25 fellur um sjálft sig !! Spearing-Macherano. Adam-Alonso. Kelly-Arbeloa. Meireles-Henderson. Aquilani-J.cole. Carroll-Torres ! Leikmannakaup Liverpool á þessum mörkuðum verða alltaf verri og verri! 4 af 5 er eru drasl !
Lóki, dæmir þitt komment sig ekki svolítið sjálft líka fyrst þú nefnir Kelly og Spearing sem slæm leikmannakaup???
Takk fyrir magnað Podcast… og já… leikurinn er á morgun!!!
Leikurinn er á morgun og ég er að pissa á mig úr spennu, spurning um að fá sér bara Guinness!
@ Diddinn (#26)
Ég veit ekki hvort þetta andsvar sé á misskilningi byggt hjá þér en ég sé enga forsendu fyrir því að gera mér upp vanvirðingu við Dalglish eða FA Cup þó að ég bendi á það sem liggur í augum uppi.
Tvíþættar vangaveltur þínar sem við erum ósammála um. Mín svör við því:
1. Aðdráttarafl Dalglish. Ég tel það nokkuð augljóst mál að styrkleiki KKD og hans helsta tengslanet sé á innanlandsmarkaði. Þrátt fyrir gríðarlega virðingu sem hann nýtur þá er ég ekki viss um að sú virðingi skili sér til erlendra stórstjarna þessarar kynslóðar, sérstaklega þar sem að Kenny hafði verið “óvirkur” í bransanum í áratug áður en hann snéri aftur. Það er eitt að finna leikmenn sem maður vill en annað að sannfæra þá um að koma til þín umfram önnur lið.
T.d. er Eden Hazard eins og hálfs MÁNAÐA gamall þegar KKD segir af sér sem stjóri LFC í febrúar 1991. Einnig stýrði Kenny í fyrsta sinn liði í Evrópukeppni í Europa League í fyrra og státar því ekki af árangri þar sem stjóri. Það er ekki gert lítið úr Kenny með því að horfa afstætt á hlutina og með augum knattspyrnumanns um tvítugt sem er alinn upp utan Englands og aldrei haldið með Liverpool. Hvaðan ætti vitneskja hans og virðing fyrir Dalglish að koma? Youtube og Wikipedia? Af hverju að velja KKD umfram Wenger eða Mancini?
Það hefur sjaldan verið jafn mikil samkeppni um hæfileika og nú, bæði á Englandi og yfir alla Evrópu. Í PL eru a.m.k. 3 lið sem geta boðið betur en LFC í kaupum og kjörum og önnur 3 sem geta boðið sambærilegan pakka (stórt lið með öfluga áhorfendur og í keppni um CL-sæti).
Ef við ætlum að næla í bestu bitana utan Englandsstranda þá þurfum við eitthvað ögn meira til að standast andstæðingunum snúning. Stjóri sem skorar hátt á megilandinu og hefur náð eftirtektarverðum árangri líkt og t.d. Rafa gerði gæti gert gæfumuninn milli þess að landa mönnum eins og Torres eða Alonso í stað þess að aðrir stórlaxar gleypi þá. Innsýn og tengslanet erlendra þjálfara eða football director getur verið gulls ígildi. Þekking Kenny á breska markaðnum er ágæt en þú færð oft mun meira fyrir peninginn utan hans.
2. Bónus. Til að taka af allan vafa að þó ég segi að bikarinn sé bónus þá er ég ekki að segja að hann sé Bónus-bikar. Tvennt ólíkt. Mér fannst þetta ekki óskýrt orðað upphaflega en orðum það samt skýrar. Að vinna bikar er óvænt ánægja og hrein viðbót við venjulegt tímabil. Og FA Cup er stór bikar og frábært að vinna hann. Alsæla augnabliksins. Ég er alltaf hrikalega glaður þegar Liverpool vinnur bikar eins og götin í loftinu á húsi foreldra minna sannar eftir kampavínstappaskothríðina árið 2001. Poppuðum tappa fyrir hverjum bikar það árið og dældirnar eru minnisvarði um það.
Það sem ég er að segja varðandi það að bikar sé bónus er að ég telji velgengni á þeim vígstöðvum ekki vera sá mælikvarði sem ættum að nota þegar við metum störf Dalglish. Tveir bikarar væri vissulega mjög glæsilegt en deildin hefur verið það ósannfærandi að fram hjá því verður ekki horft þrátt fyrir silfrið. Forsenda framfara LFC er háð því að við komumst sem fyrst í CL.
Orð Shankly var það sem ég var að gefa í skyn og þau eiga því afar vel við í dag þegar hann talaði um að “the league is our bread and butter”. Ég vil því dæma Dalglish af heilhveitibrauðinu en ekki súkkulaðikökunni en vonandi fáum við hnallþóru á morgun með þeyttum rjóma 🙂
YNWA
mig sarvanntar upphitun :D:D:D
Here you are 🙂
Við erum aðeins nær hvor öðrum Peter Beardsley en samt ekki alveg sammála og það er bara í góðu lagi. En tek undir með þér með hnallþóruna og þeytta rjómann! Við tökum Chelsea á morgun og fögnum eins og vitleysingar!!! 🙂