Einn leikur eftir af tímabilinu og einhvern veginn bara allt í biðstöðu.
Margir leikmenn hafa að undanförnu rætt um þá skoðun sína að félagið sé í framför og/eða að nú verði að byggja áfram upp í sumar og gera atlögu að endurkomu í Meistaradeild. Það er nú eitthvað sem við höfum áður heyrt hér…
Leikmannaslúðrið er ekki neinum hæðum – ekkert nýtt sem ég finn allavega. Það er bara eins og menn ætli að klára að spila á móti Swansea og síðan fari eitthvað í gang.
EN. Helst er þó að frétta að á miðnætti að enskum tíma (kl. 23 að íslenskum) þá mun nýtt útlit Liverpool Football Club koma í ljós. Þá verða nýju Warriors búningarnir frumsýndir á lfc.tv og samkvæmt öruggum heimildum verður það töluverð breyting frá því sem við nú þekkjum og þá til hins betra.
En, opinn þráður. Endilega koma með djúsí sögur ef þær finnast!
Mig langar aðeins að minnast á Gerrard. Mikið hefur veri rætt um hvort hann sé búinn, eða a.m.k. kominn yfir sitt besta.
Mér finnst Souness koma með góða greiningu á honum. Að hann eigi að skapa sér nýtt hlutverk sem varnarsinnaður miðjumaður. Hann hafi ekki sama hraðan og yfirferðina eins og hann hafði, vegna meiðsla og aldurs. En sem sitjandi miðjumaður getur hann nýtt sendingagetu sína og yfirsýn, auk þess sem hann getur nú vel tæklað. http://www1.skysports.com/football/news/12040/7741400/Move-with-the-times
Ég er alveg sammála honum, Gerrard er ekki sami leikmaðurinn og hann var fyrir nokkrum árum (þó ég voni að ég hafi rangt fyrir mér), en hann getur orðið afburða defensive miðjumaður. Margir sem hafa gert þetta í gegnum tíðina, sem dæmi færði Lothar Matthaus sig fyrst aftur á miðjuna og endaði svo sem miðvörður.
http://www.talksport.co.uk/sports-news/football/premier-league/120510/exclusive-carroll-much-better-player-liverpool-claims-comolli-171754
Er það ekki morgunljóst að ef liðið ætlar að fá nýjan stjóra, að þá verði það tilkynnt eins fljótt og hægt er eftir Swansea leikinn?
Ég verð að viðurkenna að ég er bara þrælspenntur yfir komu nýja útlitsins.
Það er löngu kominn tími á að endurhanna skjaldarmerkið og færa það nær nútimanum, ég er að vonast eftir álíka breytingu og Arsenal gengu í gegnum fyrir nokkrum árum, nánar tiltekið 2002.
Ég vona að okker “badge” verði nútíma útfærsla á merkinu með príddi búningana á sjöunda og áttunda áratugnum
Allavega verður spennandi að sjá hvaða stefna verður tekin : )
Áhugaverð tölfræði sem ég sá áðan…
Points gained in the first 50 games a LFC manager:
Dalglish 76(first term), Benitez 80, Houllier 82, Evans 80, Souness 76, Dalglish 102 (2011/2012).
Samkvæmt RAWK slúðrinu þá verður merkið á búningnum Liverbird með L.F.C. undir. Svo 96 eternal flames merki aftan á kraganum(já það verður kragi).
Hljómar vel.
Eftir frétt frá Fótbolta.net í dag langar mig að minna á hvað við vorum heppnir að kaupa ekki Sylvain Marveaux síðasta sumar. Hann var næstum kominn til okkar, en hefur ekki getað neitt hjá Newcastle þegar hann hefur spilað, en er annars alltaf meiddur.
Í slúðrinu sem lfc.tv póstar er verið að orða okkur við serban Milos Krasic hjá Juve, sem ég er nákvæmlega ekkert spenntur fyrir. Einnig Bojan Krkic og Rasmus Elm sem ég er ögn spenntari fyrir. Þeir tveir síðastnefndu eru tiltölulega ungir, flokkast undir þá stefnu sem FSG virðast hafa í huga, og eru flottir fótboltamenn. Ég vona þó að við munum leitast eftir einhverju meira spennandi í sumar.
Ég set inn færslu um þetta um leið og myndir af nýju treyjunni hafa verið birtar í kvöld en ég mæli með að menn bíði með að panta sér nýju treyjuna á netinu frá LFC TV. Merkjavörur eru með söluréttinn á Warrior-vörum á Íslandi, á bak við það fyrirtæki standa gallharðir Púllarar sem munu selja treyjuna hér á Íslandi strax í byrjun júní (sami tímarammi og ef þú myndir panta að utan) og þeir ætla að selja hana ódýrt. Þannig að menn græða ekkert með því að panta þetta að utan og um að gera að styðja íslenskt fyrirtæki sem er rekið af íslenskum Púllurum.
Við munum hjálpa þeim að kynna söluna á treyjunni þegar nær dregur en eins og ég segi, ef einhver er að pæla í að panta sér treyjuna að utan mæli ég með að sleppa því og kaupa hana bara hér heima á góðu verði í staðinn, strax í byrjun júní. 🙂
Það verður gaman að sjá hvernig nýju búningarnir líta út – en það er nú spurning hvort maður dressi ungana upp í þetta. Er búinn að styðja þennan klúbb í hartnær 30 ár – það hefur verið þrautaganga lengstum – óskar maður börnum sínum þess??
En að öllu gamni slepptu, þá vonast ég til þess að það verði hreinsun á Melwood (hversu mörg sumur hefur maður óskað þess) – er á báðum áttum varðandi stjórann. Líklega er það einhver nostalgía og takmarkalaus virðing fyrir Dalglish sem gerir það að verkum að manni getur vart hugsað sér að yfirstandandi tímabil verði lokaspölurinn hjá honum. En raunveruleikinn gefur ekkert svigrúm fyrir svoleiðis tilfinningasemi – líklega er best að hann hverfi frá.
Henderson, Shelvey og mögulega Enrique gætu fengið næsta tímabil (þarf ekkert að ræða Carroll og Suarez) – en Adam, Spearing, Maxi, Kuyt hljóta að vera á útleið (Downing á líka heima þarna, en verður örugglega ekki seldur í sumar). Bellamy er spurningamerki – pay as you play væri fínt.
Hvað okkur vantar get ég ekki sagt til um – frekar en þeir sem hafa verið við stjórnvölinn hjá LFC síðustu 20 ár – en okkur vantar meiri gæði á köntunum og einhvern til að keppa við C og S frammi. Ef Lucas jafnar sig og nær fyrri hæðum – þá erum við góðir þar. Miðverðirnir okkar eru nokkuð góðir – en líklega of fáir. Enrique mætti líka fá alvöru samkeppni um vinstri bak, við erum betur settir í hægri bak. Miðað við þetta erum við að horfa á minimum 80 milljóna eyðslu í sumar, og þá er verið að miða við að einhverjir þessara nýju séu algjört bargain, og fáum kannski 20 – 30 milljónir tilbaka.
En auðvitað dressar maður litlu kvikindin upp í lfc búninga ef þeir lúkka sæmilega og leggur þannig sitt af mörkum til leikmannakaupa.
Voðalega er þetta einkennileg tímasetning á að koma fram með treyjuna. Allt miðað við Ameriku bara eða hvað ?
Glæsilegt… verð á Íslandi uppúr miðjum Júní. Kem klárlega til með að bíða þangað til að kaupa búninginn heima á famelíuna. Styrkja íslenskt! Vonandi verður svo búningurinn með glæsilegra móti!
http://www.football-shirts.co.uk/fans/new-liverpool-warrior-home-shirt_15597
http://www.youtube.com/watch?v=vWqXQl9eOgk&feature=g-u-u
Lítur bara asssskoti vel út
Og hér er video auglýsingin: http://www.youtube.com/watch?v=vWqXQl9eOgk&feature=g-u-u
Mér finnst hann lýta bara helvíti vel út, hlakka til að sjá hvernig varabúningarnir verða.
Sáttur við nýja búninginn
Djöfull er ég ánægður með þetta “nýja” gamla lúkk!
Þetta er svo miklu meira en fótboltatreyja finnst mér, og frábært að losna við þetta tight fit, kemur sér vel fyrir magann minn : )
Hef ekki keypt treyju í mörg ár, en þessi verður keypt for sure : )
En hvenær koma varabúningarnir?
Er svona á báðum áttum hvað mér finnst um búninginn. Get samt ekki annað en brosað hringinn með að sjá Suarez promotaðan með þessum hætti. Les á milli línanna sem svo að hann sé ekkert á förum þrátt fyrir erfiðleika vetrarins 🙂
Varabúningurinn kemur í verslanir úti fyrstu vikuna í júlí og þriðji búningurinn í fyrstu viku á ágúst samkvæmt starfsmanni í Liverpool búðinni úti.
Ian Cotton, fjölmiðlastjóri Liverpool, hefur misst vinnuna.
Þetta kemur minnst í heimi á óvart. Suarez-málið var hörmung frá A til Ö hjá PR-deild klúbbsins og þessi maður var aldrei að fara að tolla í starfi eftir veturinn.
Hreinsunin heldur áfram og munu örugglega fleiri missa vinnuna innan tíðar. Þessi fjölmiðladeild hjá félaginu var vægast sagt með skituna í Suarez málinu og vonandi munum við sjá alvöru fólk koma í liðið í staðinn fyrir þá sem munu fara frá félaginu í sumar.
The cull continues. Cotton núna. Á ekki Dalglish pantaðan viðtalstíma hjá Henry í næstu viku? Spurning hvort þumallinn verður upp eða niður. Erfitt að spá í leikmannamál fyrr en því uppgjöri er lokið þar sem svo margt þar að lútandi felst í stjóranum. Augljóst að Maxi og Aurelio fara og líklega Kuyt líka. En í bili sér maður fáa aðra á útleið enda margir rétt á sínu fyrsta tímabili hjá LFC og fá líklega annað til að sanna sig.
Ég sé t.d. Dalglish aldrei losa sig við Adam eða Downing í sumar ef hann ræður ríkjum. Ef eitthvað er þá er markmið KKD frekar að fá hægri vængmann til að geta notað 4-4-2 með ógn beggja vegna vallarins. Slúðrið um Krasic, sem passar ekki inni Conte-kerfið hjá Juventus, fittar við þetta enda er hann svona klassískur winger. Sama með Junior Hoilett sem ódýrari option. Kannski kæmi meira út úr Downing þannig en vítaklúðrið og enn eitt stangarskotið gefur veru hans hjá Liverpool einhvern vonleysisblæ. Ég myndi vilja selja hann áður en aldur lækkar verðið of mikið og reyna að fá pening upp í betri mann.
Við hljótum svo að styrkja “hrygginn” á liðinu, sérstaklega á miðri miðju (Gerrard oft meiddur og Lucas að stíga úr meiðslum) og jafnvel leiðtoga í vörnina (getum ekki treyst á heilsu Agger og Carra er of gamall). Ég hef mikla trú á Henderson og Shelvey og þeir voru frábærir gegn Chelskí. Verða að fá fleiri leiki á miðri miðjunni, hvort sem þeir er bara tveir saman eða með þriðja miðjumann með sér. Ég hef hins vegar enga trú á Spearing sem byrjunarliðsmanni nema í algerri neyð. Verðum að fá betri mann sem getur bæði spilað með og í staðinn fyrir Lucas. M’Vila er að mínu viti þannig leikmaður en aðrir munu örugglega landa honum (Arsenal). Skrugguflottur og minnir mig rosalega mikið á Xabi Alonso á þann hátt hvernig hann er bæði frábær varnarlega og lætur boltann ganga vel á miðjunni. Ég er lítið spenntur fyrir þessum Elm sem ódýran valkost í þessa stöðu en hver veit.
Við verðum líka að fjölga flinkum, hröðum og sókndjörfum mönnum. Markaþurrðin sannaði það í vetur. Veðjum á Carroll og Suarez frammi en gefum þeim betri marktækifæri til að vinna úr. Til þess þarf svona Silva, Modric, Mata týpur. Marko Marin var í sérstöku uppáhaldi hjá mér og ég var alltaf að vonast eftir honum til okkar til að leysa þá stöðu. Svo fór hann til Chelskí á skitnar 7 millur! Góður biti í hundskjaft þar. Bömmer. Kannski að þessi Belhanda sé góður kostur en ég hef aldrei séð hann spila utan Þúvarpsins. Eriksen hjá Ajax væri æðislegur kostur ef hægt væri að sannfæra hann að koma til okkar en það er full mikil bjartsýni. Gaston Ramirez er reyndar raunhæfur útaf Úrugvæ-tengslunum. Hann er flinkur og flottur.
Það er gaman að spá í þessu en stefnan mun mest af öllu markast af niðurstöðu uppgjörsins í næstu viku. Ef Dalglish verður áfram þá virðir maður þá þó maður sé því ósammála og bakkar hann til góða verka LFC í hag. Ef hann fer þá vonanst maður eftir spennandi og hæfum stjóra í staðinn og líka director of football. Það myndi kannski auka óvissuna um hvert ferðinni væri heitið en áfangastöðum og ferðamátum myndi fjölga (háfleygt bull er þetta).
All in good time. Hoping for the good times.
Nú þegar allir eru að (p)æla í nýja búningnum, sem mér finnst lítið gaman að gera, þá langar mig að minnast á Gerrard og hans hlutverk á næstu leiktíð(um). Í samtölum við Liverpool aðdáendur hafa komið fram skiptar skoðanir á honum, sumum finnst hann vera búinn á meðan aðrir segja hann eigi eftir að koma aftur jafn sterkur, jú og svo allt þar á milli.
Ég var að lesa greiningu frá Souness gamla akkúrat varðandi þetta. http://www1.skysports.com/football/news/11096/7741400/Move-with-the-times
Souness telur að Gerrard eigi að tileinka sér nýtt hlutverk á miðjunni, sem varnarsinnaður miðjumaður. Hann telur Gerrard ekki hafa sömu yfirferðina né hraðan og áður, aðallega vegna meiðsla en einnig vegna aldurs. Gerrard hefur hins vegar þá yfirsýn sem þarf til að stjórna spilinu, hann hefur góða sendingagetu og jú hann kann að tækla og verjast. Þannig getur hann aftur orðið einn mikilvægasti leikmaðurinn í liðinu.
Ég er algjörlega sammála honum. Gerrard er ekki sami leikmaður og hann var fyrir nokkrum árum. Margir leikmenn hafa þurft að gera það sama, færa sig aftar á völlinn með mjög góðum árangri. Dettur strax í hug Lothar Matthaus, þar sem hann byrjaði á að færa sig aftur á miðjuna sem varnarsinnaður miðjumaður og endaði svo sem einn besti miðvörðurinn í boltanum.
Ég vona a.m.k. að Liverpool fari ekki að festa kaup á varnarsinnuðum miðjumanni í sumar heldur einbeiti sér að skapandi og teknískum leikmanni með mikinn hraða. Og svo vantar okkur alvöru finisher frammi með Suares og Carrol.
þessir búningar eru bara flottir.En poolarar þið megið vera vissir um að kóngurinn verður áfram.Menn eru fljótir að gleyma en ég vil minna ykkur á að fyrir áramótt og alveg fram að Suares málinu þá var liðið að spila frábæran bolta.Og svo þetta stóra EF, ef Arsenal leikurinn hefi dottið okkar megin sem var frábærlega spilaður af okkar liði hvað þá?Eftir Suares og krónu málið þá fór allt úr skorðum hjá okkur, það þarf ekkert að ræða það.
Vissulega hafa margir verið að spila undir væntingum en kom on gefum strákunum smá breik þetta er nú bara fyrsta tímabilið hjá þeim og það getur tekið lengri tíma að slípa þetta saman.Vissulega verða einhverjir seldir og aðrir koma í staðin en það verða engar stórar breytingar.Ég er viss að kallinn á eftir að gera góða hluti, liðið spilaði oft skemmtilegan bolta á tímabilinu. Það var ekki svo slæmt þegar allt er skoðað,hefðu menn verið sáttari við fimmta sætið og komist kannski bara í undanúrslit í annari bikark?
ÁFRAM LIVERPOOL
http://www.goal.com/en-us/news/69/transfer-zone/2012/05/12/3097456/skrtel-to-stun-liverpool-by-asking-for-anfield-exit-this
eins gott að þetta reynist ekki rétt ..
Hvað er málið með LFC online store. Bara get ekki keypt nýju treyjuna 🙁
Já það er orðið ansi hátt slúðrið um að Skrtel vilji fara frá félaginu, vonandi ná menn þó að landa handa honum nýjum samning enda algjör lykilmaður í vörninni hjá okkur.
Ég er allveg sammála Tryggva#23 þessu varðandi Gerrard. Hann á draga sig aftar og Liverpool á fjárfesta sókndjörfum miðjmanni til að mata Carroll og Luis.