Skiptingar Brendan Rodgers í fyrra?

Tek það strax fram að þetta verður ekki beint færsla ársins en ég dundaði mér við það af gamni að skoða aðeins hvernig Rodgers var að nýta skiptingarnar sínar á síðasta tímabili og reyna þannig að sjá hvort hann væri með eitthvað fyrirfram ákveðið ferli þegar kemur að því.

Það er auðvitað ekki alveg hægt að bera saman hvernig skiptingar eru hjá Swansea og Liverpool enda vonar maður nú að hjá Liverpool hafi hann fleiri möguleika á að breyta leikjum heldur en hjá Swansea. Þetta gefur samt smá hugmynd um hvernig hann hugsar þetta og blessunarlega (að mínu mati) virðist hann bara fara eftir tilfinningu í leiknum hverju sinni. Hann er óhræddur við að skipta 2 og janvel þremur inná í einu og þó eðlilega séu skiptingarnar ekki fyrr en undir lok leikja er það ekkert algild regla. Skiptingar koma seinna í sigurleikjum en fyrr í leikjum þar sem liðið þarf að skora.

Hann var fastheldin á liðið hjá sér í fyrra og skipti oft sömu mönnum inná. Vængmennirnir í liði Swansea virðast hafa fengið að hlaupa mikið og var oft skipt af velli.

Umf.   Andst. Úrslit Skiptingar Leikmenn inná
1 A Man City 0-4 65 65 81 Routledge, Allen, Lita
2 H Wigan 0-0 74 74 84 Dobbie, Allen, Lita
3 H Sunderland 0-0 71 80 80 Lita, Dobbie, Allen
4 A Arsenal 0-1 65 76 86 Gower, Dobbie, Moore
5 H WBA 3-0 70 70 86 Moore, Routledge, Bessone
6 A Chelsea 1-4 46 59 71 Routledge, Graham, Dobbie
7 H Stoke 2-0 66 90   Moore, Lita
8 A Norwich 1-3 60 69 74 Dobbie, Lita, Richards
9 A Wolves 2-2 74 83 85 Orlandi, Routledge, Moras
10 H Bolton 3-1 93     Moore
11 A Liverpool 0-0 74 90   Sinclair, Agustien
12 H Man Utd 0-1 46 79   Allen, Dobbie
13 H Aston Villa 0-0 26 53 82 Richards, Lita, Routledge
14 A Blackburn 2-4 46 61   Routledge, Moore
15 H Fulham 2-0 69 76 89 Agustien, Graham, Dyer
16 A Newcastle 0-0 45 77   Agustien, Dyer
17 A Everton 0-1 45 46 74 Rangel, Agustien, Lita
18 H QPR 1-1 57 57   Dyer, Moore
19 H Tottenham 1-1 45 62 68 Rangel, Agustien, Graham
20 A Aston Villa 2-0 58 78   Allen, Sinclair
21 H Arsenal 3-2 45 82 90 Gylfi, Routledge, Lita
22 H Sunderland 0-2 66 79   McEachran, Routledge
23 H Chelsea 1-1 67 78   Agustien, Moore
24 A WBA 2-1 87     Routledge
25 H Norwich 2-3 64 73 73 Gower, Routledge, Lita
26 A Stoke 0-2 71 71   McEachran, Moore
27 A Wigan 2-0 63 75   Tate, Moore
28 H Man City 1-0 79 88   Moore, Monk
29 A Fulham 3-0 90 90 90 Tate, Moore, Gower
30 H Everton 0-2 72 72 72 McEachran, Lita, Moore
31 A Tottenham 1-3 71 78 90 Dyer, Moore, Gower
32 H Newcastle 0-2 67 67   Sinclair, Graham
33 A QPR 0-3 45 45 62 Dyer, Tate, Moore
34 H Blackburn 3-0 68 85 89 Gower, Lita, Monk
35 A Bolton 1-1 31 80   Moore, Lita
36 H Wolves 4-4 45 82   Taylor, Moore
37 A Man Utd 0-2 45 71 90 Britton, Moore, Tate
38 H Liverpool 1-0 79 90   Routledge, Gower

Hef ekki sambærilegan samanburð á t.d. Hodgson eða Dalglish en ég vona og trúi að þetta verði ekki eins oft þrætuefni eftir leik. Fannst skiptingarnar oft mjög illa nýttar undir stjórn þessara manna og allt allt of seint brugðist við.

Þetta er annars semi opinn þráður. Gylfa málið er ekki á dagskrá hér, ef það er ekki útrætt þá eru eldri þræðir ennþá virkir fyrir þær umræður. Sama á við um einnar línu skoðanir út í bláin sem hljóma svipað og þessi hér “leiðin er búin að vera á niðurleið frá því 2008-09 þetta verður ömurlegt síson” hvað þá frá einhverjum sem kallar sig fuck this. Svipað á við t.d. ef Jón Jónsson segir að hann vilji að LFC kaupi þennan, þennan og hinn en útskýrir það ekkert frekar. Skiljið vonandi hvað ég er að fara.

Verðum kannski aðeins grimmari í ritskoðun á næstunni heldur en undanfarið og gerum smá kröfu á eitthvað innihald í ummælum. Oft er nefninlega betra að þegja eða jafnvel blasta þessum gullkornum bara á twitter.

Fínt að lesa þetta yfir líka ef eitthvað er óljóst http://www.kop.is/reglur/

32 Comments

  1. Hef verið að skoða slúðrið á spáni og englandi og er hann Callejon frá Real Madrid orðaður við okkur á ansi mörgum síðum
    http://www.football.co.uk/liverpool/liverpool_make_15_7m_offer_for_real_madrid_attacker_rss2636114.shtml

    Persónulega veit ég ekkert um þennan leikmann og finnst verið á honum ansi hátt miðað við það að hann hefur ekki enn neina reynslu og ekki slegið í gegn þannig séð, væri spenntari fyrir Tello hjá Barca hann er skruggu fljótur og leikinn og getur breytt leikjum upp á sitt einsdæmi er svona típískur vinstri útherji sem að ætti að passa vel í hugmyndafræðina hjá honum Rodgers.

    Við vorum í vor orðaðir við T. mulller hjá Bayern hann ætlaði víst eitthvað að skoða sína stöðu eftir Euro hann var ekki lengur fastur maður í Bayern og gæti orðið gríðarlegur fengur fyrir okkur og ætti að geta skorað 15+ fyrir okkur

  2. @honigstein
    Just been told that Marca’s “LFC bid 20m for Callejon” story is inaccurate. no bid from LFC

    legit gaur á twitter og hann vill meina að þessi linkur sé bara bull, en hvað veit maður 🙂

  3. Ég er ennþá alveg pollrólegur og er ekki að farast af áhyggjum yfir því að við höfum ekki keypt neinn sveinstaula.

    Rak þó augun í það að Park hjá Utd er að fara til QPR. Það er nú leikmaður sem minnir um margt á Kuyt. Ekki sá besti en gaf sig allan í leikina sem hann fékk að spila. Komin á aldur (31, þó að á eftir AC Milan man.utd sé frægt fyrir að halda í menn sem spila bæði fótbolta og eru virkir í félagsstarfi aldraðra um leið) en munurinn er sá að við fengum 800k fyrir Kuyt en utd er víst að fá 5m fyrir Park, ári yngri og alls ekki betri leikmann en Kuyt.

    Hvað ætli valdi því? Ég held að 1m væri sanngjörn fyrir Kuyt og fyrir Park ætti þá 2-3m að vera rétt verð. Er Park með betri umba? Var Liverpool að flýta sér að losna við Kuyt meðan utd sagði við QPR að Park ætti 8 ár eftir hjá liðinu?

    Nú ætla ég að taka fram að ég hef svo sem ekki séð marga leiki með Park en þegar ég hef séð hann spila þá virkar hann ekki neitt heimsklassadæmi. Frekar mistækur og ekki beint leikmaður sem máður á von á því að sjá hjá topp 4-5 liðum. Frekar þessi dæmigerði vinnuþjarkur sem blómstrar undir stjórn Big Sam (eins og Kuyt hefði gert).

    Var útsala á Kuyt til að losa hann af launaskrá? Hljómar þannig!

  4. Var það ekki eitthvað í samningnum hjá Kuyt sem gerði þetta að verkum ? Mig minnir það.
    Vitiði hvernar Suarez og félagar koma til baka á æfingar og af hverju mæta þeir seinna en aðrir þar sem þeir voru ekki á EM.

  5. Suarez verður á OL svo hann mætir síðar. Annað hef ég ekki hugmynd um.

    En ok þetta með samning hjá Kuyt maker sens.

  6. Flott færsla babu, er að fyla þetta. Rodgers virðist ohræddur að gera skiptingar snemma og þess vegna i halfleik sem er frabært, man ekki hvenær þjalfari hja Liverpool gerdi siðast skiptingu i halfleik an þess að það væri þa meiðsl. Það hefur verið oskrifuð regla siðustu arin að skipta ekki inna fyrr en a 70 minutu þratt fyrir að leikmenn eða leikmaður a vellinum se bara farþegi, en mjog gott nuna verdi liklega breyting a þessu.

    Stort plus a babu fyrir að koma með þetta

  7. Var buin að minnast a það einu sinno aður og geri aftur nuna. er ekki hægt að laga siðuna fyrir þa sem eru i simanum sinum, eins og nuna ef eg fer inna siðuna þa kemst eg ekki beint i kommentin, eg þarf að yta a næstu bls 5 sinnum og þegar eg er komin a siðustu siðu kemst eg loksins i commentin, þetta er mjog timafrekt þegar upphafsfærslan er 5-6 bls og maður fer inna siðuna að meðaltali 20-30 sinnum a dag làgmark. Eg reyni að yta a commentinn fyrst en það er ekki hægt….. væri frabært ef hægt væri að laga þetta: )

  8. Ein albesta hálfleiksskipting allra tíma er þegar Rafa skipti Didi Hamann inn á í Istanbul……….. holllllí sjittt… fæ bara gúsbömps að minnast á þetta…..
    En það “skiptir” máli að Rodgers “skipti” sér að leiknum og skipti inn á.. 😉

  9. Ef þú átt þetta í Excel gætirðu sett þetta saman og fundið út meðaltal 🙂

    Fínar pælingar hjá þér og ég er ánægður að sjá að fyrsta skipting er oft í hálfleik, alls 10 sinnum sýnist mér. Það er mjög flott, og eitthvað sem vantaði svo oft hjá KKD. Að skipta fyrr.

    Annars er heitasta slúðrið um Gaston Ramirez, að hann komi fyrir um 20 milljónir evra.

  10. Það væri gaman að sjá Ramirez í rauðu treyjunni í vetur. Frábær fótboltamaður sem hefur margt fram að færa.

  11. ef þettta með Gaston Ramirez er satt þá yrðu það GEÐVEIK kaup.. yrði sáttur við að fá hann til okkur..

  12. Góð pæling Babu. Þetta með skiptingarnar er einmitt búið að angra mig síðustu misserin – maður man varla eftir miklum game-changing skiptingum upp á síðkastið (en aftur á móti hefur verið nóg af leikjum sem hefði þurft að snúa við). Skil heldur ekki afhverju það hefur verið beðið með skiptingar þegar 1-2 leikmenn hafa verið að spila áberandi illa.

    Houllier var nokkuð góður í þessu á tímabili. T.d. í FA cup úrslitaleiknum á móti Arsenal snéri hann töpuðum leik í sigur með góðum skiptingum. Síðar meir þegar fór að halla undan fæti hjá honum við stjórnvölinn var maður oft hissa (og ffff pirraður) á skiptingunum hans. Einu sinni var Liverpool undir í leik og hann gerði eina skiptingu, setti Biscan inná á 88. min. Þessi leikur tapaðist vitanlega.

    Sama með Rafa – skiptingarnar í CL úrslitaleiknum björguðu mögulega stofuborðinu mínu frá því að enda sem hrúga af tannstönglum. Eftir að hann tók við fór Liverpool loksins að snúa til baka og vinna leiki eftir að hafa lent undir (Fulham 2 – Liverpool 4, með 2 – 0 stöðu í hálfleik).

    Vonum að Brendan verði ekki ragur við að henda mönnum útaf ef þeir eru ekki að standa sig.

  13. En núna hefur Brendan verið duglegur að hrósa Gerrard og Carragher í viðtölum, ætli hann hafi þor eins og Kenny að hafa Carragher útúr liðinu ef hann hefur betri menn til staðar ?
    Ég vona að hann sé ekki smeykur við player power eins og AVB lenti í hjá þeim bláu.
    Þó virkar BR virkar sem virkilega ákveðin þjálfari og vonandi ræður hann við kóngana á Anfield.

  14. Skemmtileg samantekt og sýnir að Rodgers var ekki ragur hjá Swansea að skipta inná. Vonandi heldur hann uppteknum hætti…

    Auðvitað allskonar slúður í gangi en ef slúðrið með G. Ramirez og Fabio Borini er byggt á öðru en sandi ætti að vera ástæða til að brosa eilítið ef ekki bara heilmikið. Fabio Borini er kornungur en skoraði samt 9 mörk í 24 leikjum fyrir Roma síðasta tímabil…og já, Rodgers þekkir hann auðvitað vel frá Chelsea og Swansea. Ég var síðan að skoða taktana hjá Ramirez skv. link hér að ofan og hann virðist koma úr sama skóla og Suarez þegar kemur að ótrúlegum trikkum og ófyrirsjáanlegum ákvörðunum með mikið skemmtanagildi..verð að segja að mér líkar það vel!

  15. 14 Skrtel og Agger eru miðvarðapar nr. 1. Það sást klárlega síðasta tímabil. Og Carra veit alveg að hann er 3-4 í röðinni.

    Annars flott grein. Notkun varamanna hefur verið gjörsamlega fáránleg síðustu tvö tímabil. Það er allt svona eitthvað sem pirrar mann mest við liðið. Eins og t.d. illa nýtt föst leikatriði og víti auðvitað. Voru oft að spila vel og áttu að vinna fleiri leiki.

    Í síðasta þræði var minnst eitthvað á leikmennina sem komu úr bundesligunni. P. Cisse, Gylfi og Progrynyak or what´s his face stóðu sig allir frábærlega. Þeir komu allir í janúar og skoruðu yfir 20 mörk saman. Hvað segir þetta um ensku deildina? Þeir koma þarna þrír nokkuð frambærilegir knattspyrnumenn úr bundes og slá í gegn í “erfiðustu” deild í heimi. Ok, þetta eru bara þrír gaurar en manni finnst þetta svolítið sérstakt.

    En ég er kominn með nóg af leikmönnum sem eru bendlaðir við LFC. Þetta er fáránlegt hvað margir eiga alltaf hreint eiginlega að vera komnir og tilboð hafi verið lagt fram. Held að það sé bara best að leiða þetta hjá sér þangað til að maður sér þessi kominn til LFC(staðfest) á fotbolti.net.

    Ein pæling aðeins í lokin. Byrjunarliðið með núverandi mannskap. 4-3-3;
    Reina, G.J., Enrique, Agger, Skrtel, Lucas, Gerrard, Aquilani, Cole, Suarez, Carroll. Bara nokkuð gott á pappír, ha? Enrique auðvitað átti eina ótrúlegustu niðursveiflu síðari tíma. Sjáum til með hann, hann verður allaveganna góður fram að jólum.

  16. Þegar ég les þetta aftur mætti kannski álykta að ég sé að gera lítið úr bundesligunni. Alls ekki. Hef mikið álit á henni.

  17. http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/9382716/Liverpool-manager-Brendan-Rodgers-steps-up-negotiations-to-make-Roma-striker-Fabio-Borini-his-first-signing.html

    @tancredipalmeri
    CNN italian correspondent. Gazzetta dello Sport contributor. @SportsTonightTV european correspondent.

    Liverpool talked again with Bologna,hoping the request of 20m € would start to decrease.But Bologna answered again with same price.

    Meanwhile,Napoli (much more than Juventus)asked infos about Ramirez,and showed interest,so Bologna was assured in policy of keeping price.

    But,this time,Liverpool didn’t said no,and asked time – some days to valuate the situation and definitely come next week with a bid.

    That’s because,so far,actually the only official bid received by Bologna for Ramirez is 13m € from Wolfsburg(immediately turned down)

    So,likely next Wed, #lfc should come with first official bid.If – if – will be close to the 20m €,then talks will turn into negotiations.

    Many asking if I think Ramirez will join #lfc .Well,I’m not psychic reader,but-if #lfc don’t waste time,and bid is around 18m €-so,yes

  18. Ben Smith, talinn með þeim áreiðanlegri, á Twitter:
    For those asking, no truth in reports #LFC are currently in talks with Bologna over a deal for Gaston Ramirez.

    Þetta er, og verður, langt sumar…

  19. ?@duncanjenkinsFC
    hearing gaston ramirez to #lfc is on (not done, on) with the fee £16m pound. i first reported interest back in january

    Núna eru Ben Smith og þessi Duncan gaur ekki á einu máli með þetta, ólíkt með GS málið. Verður fróðlegt að sjá hvor þeirra hefur rétt fyrir sér. Grunar að þetta sé réttara hjá Ben Smith …

  20. Sá sami Ben Smith sem ætlaði að leggja ferilinn að veði að Gylfi yrði LFC maður ?
    Það er ekkert að marka þessa rugludalla í silly seasoni. Ég held að ég sé hættur að ergja mig á þessu og ætla bara að skoða kop.is og opinberusíðuna og hætta öllu hinu kjaftæðinu.

  21. @BenSmithBBC
    @jontask @redant__ interest is one thing, not denying that. ‘In talks now’ is something else. Devil in the detail boys. Keep up.

    Hann neitar greinilega ekki fyrir áhuga LFC en vill meina að þetta sé ekki eins langt komið og menn vilja meina.. eða það skil ég útúr þessu hjá honum

  22. Bond #21

    “Ég held að ég sé hættur að ergja mig á þessu og ætla bara að skoða kop.is og opinberusíðuna og hætta öllu hinu kjaftæðinu.”

    Enda eru þetta einu tvær síðurnar sem að skipta einhverju máli, allt hitt er bara tímaeyðsla og vitleysa á sillyseasoninu.

  23. Var ad skoda nokkra midla og erum vid ordadir vid sturridge hja chelsea fyrir 10 m punda ef satt er ta er eg mun spenntarinfyrir tvi en gylfa vegna tess ad okkur vantar striker og er hann godur tar asamt tvi ad hann getur spilad a vaengjunum er miklu hradari en teir sem ad vid eigum og er med svakalegt flair. Held sd hann myndi blomstra hja okkur. Erum einnig ordadir vid hoilett sem ad mer finnst einnig spennandi hann var einn af ljosu punktunum hja blackburn og gaeti ordir frabaer a vaengnu hjanokkur snoggur og araedinn leikmadur

  24. Mikið væri ég til í Ramirez, eftir að hafa horft á youtube myndbönd af manninum þá er maður heillaður. Þvílíkur vinstri fótur en samt góður með báðum, sterkur líkamlega, stórkostlegur leikskilningur, góður í loftinu og flottur að klára færin. Að hugsa sér hann og Suarez saman frammi er eins og vera með konuna í góðum fíling með Al Green undir http://www.youtube.com/watch?v=COiIC3A0ROM – Hæutirnir gerast !!!! http://www.youtube.com/watch?v=1lQ7mjy2CFc

  25. Jamm ef Ramirez er eins og góð kona, afhverju er ekki neitt lið á englandi á eftir honum nema LFC?

    Af því að hann er einhver meðalmenska og á heim í meðal liði. Ég held að hann muni samt hafan okkur og fara til Hamburg eða Roma eða til Malaga. Til liðs sem er á uppleið en ekki á beinni leið niður.

  26. Takk Babu
    Maður bara skammar sín yfir hvað Babu hefur mikin tíma í sólarhringnum en hann getur þakka PULSUVAGNINUM fyrir það. Nr 3 minnir að dures hafi verið klásúlu en djö væri gaman að okkar stjóri horfi á leika okkar manna frá 1 mín til loka í stað þess að bíða til 62-71 mín. Kannski þá að skipta já en afhverju. En hvað veit maður en kannski veit maður það eða hvað?

  27. Númer 28, ef að Ramirez er meðalmennska af því að Liverpool og Napoli eru á eftir honum, er þá ónefndur íslendingur ekki líka meðalmennska þar sem bara Liverpool og spurs voru á eftir honum ?

    En að Brendan, þá var þjálfari Spánar að bjóða honum að koma í æfinabúðir spænska landsliðsins til þess að ræða málin (fótbolti.net)

  28. Ég þakka Babu fyrir að senda mér skjalið, ég reiknaði út meðaltalið hvenær skiptingarnar koma:

    skipting: ( skipting nýtt í 38 leikjum af 38) 60. mínúta
    skipting: (36/38) ) 72. mínúta
    skipting (20/38) 81. mínúta

Rodgers róar mig í viðtali, vonandi ykkur líka!

Ólympíuleikarnir og helgarslúðrið.