Fantasy – Kop.is deildin 2012/13

Kop.is deildin hefur verið endurvakin í Fantasy leiknum og er um að gera að sjóða saman nýtt lið og taka þátt. Fyrir þá sem voru með á síðasta tímabili þá ætti að duga fyrir ykkur að skrá ykkur aftur til keppni og þið ættuð að detta sjálfkrafa í kop.is deildina.

Fyrir þá sem hafa ekki verið með áður eða vilja byrja upp á nýtt þá er kóðinn í deildina 1007026-246254 Hér er slóðin inn á síðuna.http://fantasy.premierleague.com/

Ég gerði sambærilega færslu í fyrra (http://www.kop.is/2011/08/03/02.08.45/#more-9920) og þar er útskýrt betur hvernig hægt er að skrá sig, eins er hægt að spyrja hérna í ummælum.

Ég veit ekki alveg hversu virkir við pennarnir verðum enda strákarnir ennþá í sárum eftir síðustu innbyrgðiskeppni hér á kop.is en þeir koma líklega inn á endanum.

24 Comments

  1. ALDREI!

    Þetta kemur því ekkert við að þú hafðir mig á lokasprettinum Babú (jú ókei svolítið) heldur frekar því að Fantasy var farið að skemma fyrir mér ánægjuna af því að fylgjast með enska. Ég er Púllari og vill halda með mínu liði og hata hin liðin í friði. Það er erfitt þegar maður er t.d. með leikmenn frá Arsenal, Chelsea eða slíkum keppinautum Liverpool. Þá t.d. skorar Van Persie fyrir Arsenal og maður yppir öxlum, innst inni glaður af því að maður er með hann sem Fantasy-fyrirliða, í stað þess að vera brjálaður yfir því að Arsenal gangi vel.

    Ég ákvað að hætta að blanda þessu tvennu saman. No more fantasy hér, bara blákaldur veruleikinn.

    Einnig: allir leikir sem Babú getur unnið hljóta að vera gallaðir. Það er bara þannig.

  2. Þú getur skrifað heila doktorsritgerð um ástæðu þess að þú viljir allt í einu upp úr þurru ekki vera með í fantasy og talið til hinar og þessar ástæður hvernig það er að skemma fyrir þér fótboltann að halda með öðrum liðum, en það verður á endanum alltaf eingöngu út af því að ég hafði þig á síðasta tímabili.

    That said þá er Fernando Torres fyrirliði hjá mér í byrjun móts, meira get ég ekki jinx-að hann 🙂

    • Þú ert bara að reyna að egna mig til að taka þátt og þagga niður í þér. Ég sé í gegnum þig. Þetta tekst ekki.

      Í alvöru, þetta tekst aldrei!

      Aldrei!!!

      Neitaði ég einum of sterklega? Andskotans.

  3. hmmmmmmmmmmm
    This is not a valid league code. Please enter another code or check the code with the league administrator.
    1007026-246254

  4. tek þetta til baka, virðist ekki vera hægt að copy pastea, heldur virkaði þetta þegar ég skráði tölurnar inn sjálfur 🙂

  5. Núna er kominn fílingur fyrir því að veturinn sé að bresta á 🙂

  6. Kanski þið ágætu drengir hendið í eina Head-to-head deild líka svona uppá gamanið ?

  7. Nr. 8
    Við höldum í mesta lagi út september í þessu 🙂 Vorum reyndar óvenju virkir í fyrra.

  8. Dabbusar komnir í þetta í fyrsta skiptið ætla mér að vinna! ekkert bull!

  9. The Red Army mættur til leiks!

    Á síðustu leiktíð notaði ég af og til einn og einn mann frá manutd eða everton, vill meina að það hafi orðið mér að falli.. Því mun ég ekki nota neinn leikmann frá þeim á komandi tímabili!

  10. Ég er búinn að henta mínu liði upp og ákvað að hafa Torres sem fyriliða líkt og Babu (án þess að vita að hann hefði gert það). Ég er bara hræddur um að hann eigi eftir að setja 1-2 í fyrstu umferð….

  11. Rúsínubrúsarnir mættir til leiks, fulltrúar LFC eru Agger, Lucas og Suarez (c).

  12. Paleo’s mættir einnig. Suarez, Allen og Johnson fulltrúar okkar!

    Ætla í eitt skipti fyrir öll að reyna að drullast í gegnum heilan vetur án þess að missa móðinn. Held að áhuginn á þessu síðasta vetur hafi verið í hnignun líkt og frammistaða Liverpool. Vona að bæði áhugi minn á Fantasy og árangur Liverpool verði langlífari í vetur!

  13. innskot;
    Ben smith @GetLFCNews but LFC are pursuing loan deals for both Sahin and Tello.
    Ben smith @GetLFCNews Tello interest is serious. That loan deal is closer than Sahin.

  14. Mættur

    Innskot: Hvernig væri að Liverpool myndi rífu upp um sig buxurnar og gefa það út að Agger verði áfram!

    Áfram KR

  15. Er kominn inn og er að sjálfsögðu með Suarez(C) , Allen og Downing

  16. Getum við hætt að tala um fantasy og talað um Tello og Sahin? Mér ginnst ég vera skilinn út undan.

  17. Hérna er kóðinn fyrir Liverpool.is deildina ef þið hafið áhuga.

    975630-256745

  18. jæja…..þá er maður mættur til leiks, FC Bumba. Getur núna sýnt þessum Kop.is gaurum hver er með þetta 🙂 bahahaha…sénsinn að maður endi eitthvað ofarlega….en höfum gaman af.

Liverpool 3 Leverkusen 1

Nýjir leikmenn og vangaveltur fyrir tímabilið