Oussama Assaidi til Liverpool! Bíddu, hver?

Ja hérna. Ég man ekki hversu mörg ár eru síðan leikmannakaup fóru 100% undir ratsjána hjá ÖLLUM en það gerðist í dag: Liverpool hafa keypt Oussama Assaidi frá Heerenveen fyrir um 3m punda!

Hver í fjandanum er Oussama Assaidi?

Þetta vitum við: hann er 24 ára vængmaður frá Marokkó og bara í gær var hann á leiðinni til Ajax. Í dag fengu Liverpool hins vegar þau skilaboð að Cristian Tello yrði áfram hjá Barcelona í vetur og brugðust fljótt við með því að tryggja sér Assaidi á undan Ajax. Hratt unnið á Melwood og í algerri kyrrþey. Svona á þetta að vera.

Á síðustu leiktíð lék Assaidi 29 deildarleiki með Heerenveen (byrjaði inná í 27 þeirra), skoraði 10 mörk og lagði upp 8 til viðbótar. Fín tölfræði það. Ég læt ykkur um að YouTjúba hann í drasl í ummælunum.

Annars vitum við nákvæmlega ekki neitt um leikmanninn. Ég spurði m.a.s. vin minn frá Marokkó og hann veit mjög lítið um leikmanninn, þannig að ef einhver Íslendingurinn reynir að þykjast vera sérfróður um þennan leikmann vitum við að sá hinn sami er að ljúga.

Allavega, velkominn á Anfield, Oussama. Vonandi stendurðu þig jafn vel og síðasta óþekkta nafnið sem við keyptum frá Hollandi

E.s. Skemmtilegt að segja frá því að Heerenveen hafa þegar keypt leikmann í stað Assaidi. Sá leikmaður? Alfreð Finnbogason. Lekkert.

61 Comments

  1. Vá þetta var svo sannarlega óvænt og meira að segja heyrðist EKKERT um þetta á twitter og þá er nú mikið sagt.
    Hann virkar mjög snöggur, teknískur og kann að skora mörk þannig að ég held að við séum að fá þokkalegan leikmann hérna og fyrir 3 millur þá er enginn pressa á drenginn.

    Welcome to Anfield !!

  2. Það var mikið að það tókst loksins að klára þessi kaup, Ég var farinn að halda að þessi saga mundi aldrei enda.

  3. @ 3 Egill Sverrisson

    Þetta á 1:06 í myndbandinu er þegar það er löngu búið að dæma hann ranstæðan. Þannig að það er lítið að marka það.

    Annars er ég ekki spenntur fyrir þessum kaupum. Væru sennilega mun fleiri lið á eftir honum ef hann væri öflugur. Síðan væri verðmiðinn hærri.
    En maður vonar að hann blómstri drengurinn.

  4. @5

    Væri samt til að sjá hann gera þetta á móti Manutd 😉

  5. Ég er bara ekkert sáttur með þetta. Vildi fá G. Ramirez, Munain eða A. Johnson. Vonandi er þessi keyptur fyrir breiddina og von er á einhverjum öflugri á kantinn. Þessi var greinilega til vara ef Tello dæmið gengi ekki upp. Hann er 24 ára og spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Marokkó í feb 2011. Kannski late bloomer en maður er hálf hvumsa(eins og flestir) yfir þessu. En best að bíða með einhverja sleggjudóma. Vonandi að Sahin bætist við því ekki er innkaupalistinn spennandi so far. Vonandi fæ ég að troða þessum orðum upp í mig eftir tímabilið:-)

  6. Held að þetta verði kaup tímab 🙂 Eigum það inni að fá rúsínu í pylsuenda er það ekki .

  7. Arsenal komnir á fullu inn í Sahin málið skv. Tony Barrett og Ben Smith.

  8. Nr:5

    Merkilegt að þegar við kaupum menn á háu verði kvarta menn stanslaust yfir hversu dýrir þeir séu og svo þegar við fáum mann á lágu verði þá hlýtur hann að vera lélegur vegna þess að hann kostaði ekki mikið.

  9. Persónulega finnst mér spretturinn hans eftir atriðið á 1:06 vera aðal málið í myndbandinu. Sprengir af sér 2 til 3 menn á miðjunni og stingur þá svo af. Hann virkar mjög hraður með bolta og mjög tekniskur. Hlakka til að sjá hann fá tækifæri. Oooooog… Sahin væri velkomin viðbót fyrir fyrsta leik og þá getum við tekið því rólega það sem eftir er af glugganum!

  10. Vonum að þessi gaur sé málið.

    Megum svo ekki missa Sahin. Er orðinn vel spenntur fyrir honum !

  11. Hann er fínn í fifa 12. Hraður og góður. Hef einmitt keypt þennan gæja nokkrum sinnum þar. Ef hann stendur sig jafn vel í alvörunni eins og hann hefur gert í fifa hjá mér, þá verður þetta drullugott mál.

  12. Þetta hlýtur að vera WOW kaup tímabilsins: WOW! Hver er þessi gaur?

    Allavega. Vonandi er þarna einhver kolamoli sem breytist í glitrarndi demant þegar fram líða stundir.

  13. Oussama Assaidi er af mörgum talinn einn besti leikmaður veraldar.

  14. Athyglisverð kaup og tíminn einn mun leiða í ljós hvort guttinn geti stigið skrefið sem Babel tókst ekki að taka. Virðist hafa hraða og getu til þess að taka menn á auk þess að vera nokkuð sparkviss svo maður er bara nokkuð spenntur : )
    Annað mæli með BBC 5LIVE núna. Ian Payne er að fjalla um stöðu Liverpool.
    http://www.bbc.co.uk/5live/

    YNWA

  15. Meinar hverjir vissu hver ronaldo var þegar hann kom ? hann kom fyrir 12,75 miljon pund við erum að fá þennan á 3 miljónir.
    Við skulu spyrja að leikslokum, þessi lofar allaveganna töluvert betur en ronaldo forðum daga.
    Reyndar finst mér ronaldo ekkert frammúrskarandi leikmaður. Bara fínn,

  16. Já, athyglisvert að menn skuli kvarta undan því að maðurinn sé of ódýr… Menn þurfa ekki að vera 15 milljón punda menn til að meika það. Í það minnsta hugsa ég að Newcastle menn séu ekkert að kvarta undan Johan Cabaye (4,5millur.) Koma svo, styðja við bakið á drengnum þangað til hann skorar allavega 2 sjálfsmörk. 🙂

  17. Þar sem enginn virðist vita neitt um þennan strák, ætla ég að skrifa nokkrar línur um hann.

    Fyrst og fremst er þetta er frábær leikmaður. Spilaði hjá Heerenveen á vinstri vængnum (er hins vegar réttfættur) og hefur verið algjör lykilmaður þar. Boltatæknin hans er ótrúleg og hans aðalsmerki. Fáranlega kreatívur – sennilega sjaldan séð jafn skapandi leikmann. Býr til færi og mörk upp úr nákvæmlega engu. Hann er ekkert sérstaklega hraður (hann er mun hraðari MEÐ en án bolta) og er fisléttur.

    Persónulega hef ég fulla trú á að Assaidi geti blómstrað undir stjórn Brendan Rodgers. Hann er þannig leikmaður að hann verður að spila fótbolta á jörðinni, annars lendir hann í vandræðum. Stuðningsmenn félagsins geta búist við því að sjá allt öðruvísi leikmann en þeir hafa áður séð á Anfield.

    Þetta hef ég að segja um hann eftir að hafa æft og spilað með honum veturinn 10/11 – og fylgst með honum síðan þá. Í hverjum einasta félagsskiptaglugga hefur hann verið eftirsóttur af Ajax og PSV, en einhverra hluta hefur það aldrei gengið.

  18. hvað er að frétta? 3m er gjafaprís fyrir leikmann með svona tækni. ajax var að fara að taka hann, nuff said.

    er ég sá eini sem er hrikalega spenntur yfir þessum gaur og raheem sterling saman með suares? niggawuut! frábært skref og ég hef mjög góða tilfinningu fyrir þessum strák. þeir marokkóar sem ég hef fyrirhitt á lífsleiðinni eru grjótharðir naglar. þessi hefur tækni og vonandi mikla grimmd

    YNWA

  19. Jahhhá, vel mælt Ingólfur, gaman að lesa þetta.

    Kannski ertu bara að þroskast og verður jafnvel að leikmanni. 🙂

    Ein spurning handa þér ef þú vildir vera svo vænn, fyrir utan fótbolta hæfileika, er þetta góður og jarðbundinn strákur Assaidi?

  20. Hér er flott grein um Oussama:
    http://www.theliverpoolword.com/2012/08/liverpoolspring-surprise-with-the-capture-of-flying-winger-oussama-assaidi/

    Skemmtileg úr geininni:

    Mohamed Moalim, a well respected writer on Dutch football for the magazine FourFourTwo, who uses the twitter handle @jouracule had the following to say:

    For those asking Oussama Assaidi: dynamic winger, can play either flank but stronger on the right, great dribbler and has an eye for goal.
    Not faraway from being exceptional, dynamic winger can play through the middle, certain he was Ajax bound. A v good signing.
    Back to the football: Assaidi is a v good footballer, only going to get better, will thrive under Rodgers

    plús er hann með skemmtilegt nickname The Ferrari

  21. GJ – haha, maður er vonandi búinn með skitukvótann og lært af mistökunum. Sýnist virka best að setja hausinn undir sig og uppskera eftir því, samanber Assaidi. 🙂

    Svo ég svari spurningu þinni, að þá hef ég ekkert nema gott um hann að segja. Ég kynntist honum ekkert utan æfingasvæðisins, en í hóp var hann yfirleitt mjög hress og góður gæi. Lagði sig fram og hefur gaman að því að æfa.

  22. Vonum bara að hann standi sig betur en síðasti Marakói sem spilaði með Liverpool.

  23. Gætu orðið kjarakaup en gæti líka floppað. Aðeins undir honum komið hvort hann geti tekið næsta skref upp á við eins og Suarez gerði svo eftirminnilega þótt hann sé auðvitað ekki nálægt Suarez í getuu. Fínt potential, verður varla mikið betri en hann er núna en miðað við lestur kvöldsins gæti hausinn klikkað hjá honum. Maður er ekkert yfir sig æstur yfir þessu sko…

  24. Takk fyrir þetta Ingólfur, gangi þér svo vel!

    Kannski sjáum við þig svo á Anfield í framtíðinni 😉

  25. Fyrir þá sem eru að kvarta yfir því að Oussama Assaidi sé of ódýr þá var hann líka á síðasta ári á samninginum sínum. Sem útskýrir verðið.

  26. Held að Alfreð Finnboga sé nú ekki fenginn til að leysa Assaidi af, heldur Bas Dost sem fór til Wolfsburg í upphafi sumars

  27. Ingólfur (#21) – takk kærlega fyrir þetta innlegg. Það gerist ekki meira “inside info” en að heyra í leikmanni sem hefur æft og spilað með kauða. Takk aftur.

  28. ALLTAF gaman að því þegar LIVERPOOL kaupir leikmann sem fjölmiðlar hafa ekki rassgat hugmynd um. 🙂 Það er sagt að hann hafi verið næstum því búin að skrifa undir hjá Ajax, ef að mönnum finnst það ekki nógu spennandi þá má benda þeim á að við keyptum SUAREZ frá Ajax 🙂

    Líst mjög vel á þennan leikmann, ungur, fljótur, teknískur og virðist hafa “nef” fyrir markaskorun.

    Frábært, meira af þessu ! !

    YNWA

  29. Kristján Atli, ætlarðu þá að draga þessi ummæli þín til baka? 🙂

    Annars vitum við nákvæmlega ekki neitt um leikmanninn. Ég spurði m.a.s. vin minn frá Marokkó og hann veit mjög lítið um leikmanninn, þannig að ef einhver Íslendingurinn reynir að þykjast vera sérfróður um þennan leikmann vitum við að sá hinn sami er að ljúga.

  30. Djöfull er þetta rétt hjá Ingó. Ég hef svo mikla trú á að þessi gæji verði okkar van Persie á næsta seasoni! Forza Liverpool!!!

  31. Ingó er hins vegar langt frá því að vera að ljúga, éttu það Kristján Atli 🙂

  32. Þegar ég skrifaði þessa setningu átti ég auðveldlega ekki von á að atvinnumaður í knattspyrnu myndi skrifa hérna inn um fyrrverandi liðsfélaga sinn. 🙂

    Tek þetta á mig. Það er samt óþarfi að skrifa dónaleg ummæli um að ég hafi hlaupið á mig. Fjarlægði ein slík sem innihéldu persónuárásir sem eru bannaðar skv. reglum Kop.is.

  33. Rólegir, held að flestir hafi skilið það sem Kristján A var að meina, það er svona 1 á móti milljón að við fáum eitthvað svona inside info á kop.is. Hrósið frekar ingólfi fyrir skemmtilegt infó!

  34. Vonandi er hann betri en El Zhar sem fór nú frekar hljólega frá klúbbnum einhvern tímann.

  35. okei smá pæling var að horfa á myndbönd af þessum gæja og líst bara vel á eeeeen … er það bara óskrifuð regla að þegar maður gerir myndband af leikmanni þarf maður að velja ömurlega og hallærislega tónlist ?

    Annars mjög spenntur fyrir þessum leikmanni 🙂 ódýr og engin pressa á honum … hann á eftir að springa út hjá okkur, sanniði til.

  36. @Gunnarg 41, Tengist örugglega copyright dóti, hef lent á mörgum myndböndum þar sem það er búið að fjarlægja tónlistina.

  37. Nr. 38 vá, óþarfi að henda þessu frá mér! 🙂

    Nr.21 Takk kærlega fyrir þetta, fagmannlega gert að deila þessu með okkur. Lýst ágætlega á þennan leikmenn, kemur í stöðu þar sem vantar leikmenn, kemur mjög ódýrt enda með lítið eftir á samning og á réttum aldri til að stíga næsta skref á ferlinum. Ekkert víst að þetta klikki.

  38. Ef ég á að líkja honum við einhvern þá kemur bara einn upp og hann er kallaður INIESTA,,,, svo hvet ég menn til að vera ekki með neinar væntingar!

  39. Við verðum að vona að þessi lítt þekkti leikmaður verði álíka success hjá Liverpool og annar lítt þekktur leikmaður sem BR fékk til Swansea og stóð í markinu hjá þeim. Ég held að fæstir hafi þekkt til Worm þegar hann kom í ensku deildina en hann var án nokkurs vafa einn af bestu markmönnum á Englandi allt síðasta tímabil.
    Hann var keyptur á 1,5 milljónir punda að mig minnir. Segi eins og Babu, ekkert víst að þetta klikki. Vonandi getur hann fært okkur einhvern X-factor inní liðið á tímabilinu.

  40. Þetta kom eins og vatnsgusa úr heiðskýrum himni!

    Ákaflega spennandi leikmaður miðað við það sem maður hefur jútjúpað hann á nokkrum mínútum og kaupverðið er snilld!

    Hlakka mikið til að sjá þennan tekníska og öskufljóta leikmann spila fyrir okkur.

  41. Ég er satt að segja bara mjög spenntur þó ég þekki nú ekki til þessa leikmanns (nema ég held að ég hafi keypt hann í einhverjum FM leik og hvernig hann reyndist mér þar man ég nú ekki!).

    Það sem gerir mann svona rosalega spenntan er að heyra hvernig þeir sem þekkja vel til hollensku deildarinnar tala um hann. Segja hann mjög góðan og að á þessu kaupverði þá er þetta einfaldlega rán um hábjartan dag.

    Lang mesta spennan felst í því að þetta er algjört surprise. Kemur algjörlega án vitneskju nokkura fjölmiðla, “itk” og í líklega engri umræðu sem ég hef fylgst með á mörgum vígstöðum hefur verið stungið upp á þessum strák sem möguleg kaup Liverpool. Hann kemur inn sem algjört surprise, á næstum engan pening, litlar væntingar en samkvæmt mörgum sem þekkja til hans þá er þetta flottur leikmaður sem á eftir að verða töluvert betri.

    Ég hlakka til að sjá hann í action og vona að hann geti fest sig í sessi og orðið flottur leikmaður fyrir okkur – það eru allavega engar brjálaðar væntingar eða stór verðmiði á honum sem setja einhverja óþarfa pressu á hann.

    Sömuleiðis þá erum við að kaupa hann á “rétta tímanum”, hann er ekki hár í verði, lítil barátta, “óþekktur” leikmaður með fullt af hæfileikum. Núna erum við að taka þessi kaup sem margir hafa verið að hæla t.d. Newcastle fyrir að gera með leikmann eins og t.d. Tiote.

    Flott. Ég er spenntur. Assaidi gerðu eitthvað spennandi!

  42. Fyrir þá sem ætla að dæma hann fyrir fram bara af því hann kemur ódýrt….Hvað hét aftur ljóshærði finnski varnarmaðurinn sem kom fyrir slikk fyrir u.þ.b. áratug?

  43. Nú keppast stuðningsmenn Liverpool FC um allan heim við að “Googla” nýja leikmanninn, því afar fáir hafa heyrt af honum, hvað þá séð. En við hérna á Kop.is? Nei, við fáum komment inn frá leikmanni sem hefur æft og spilað með viðkomandi.

    Geri aðrir betur. Ingólfur, ég vil bara þakka þér fyrir þitt innlegg inn í umræðuna og tek ég meira mark á því heldur en einhverjum myndbrotum. Í alvöru, sjáið þið þetta gerast annarsstaðar 🙂

    Líst vel á þessi kaup, engin upphæð, lág laun og greinilega mikið potential.

  44. Hver þekkti Skrtel þegar hann kom til Liverpool??? og hann kom nú á mun hærra verði svolítilli harðinda stöðu með miðverði, (agger meiddur, hyypia orðinn gamall og gat ekki spilað alla leiki). Hef trú á þessum kaupum og treysti ég BR þar sem hann virðist hafa gott auga fyrir leikmönnum, og ná miklu út úr þeim.

  45. Hefði alltaf viljað þennann frekar: http://www.teamtalk.com/news/2483/7997266/Saints-agree-Ramirez-swoop

    Ég er varla að trúa því að G.Ramirez sé að fara að enda hjá Southampton……! Jæja, frekar þeir en t.d. Man C, Celsea eða e-ð annað af stærri liðunum í deildinni. Og kaupverðið á honum í kringum 12 mills samkvæmt þessari frétt, kjarakaup.

    En maður fær víst ekki allt sem maður vill og að sjálfsögðu býð ég velkominn og styð minn mann Oussama Assaidi

    YNWA

  46. Flott kaup og það besta er að það er ENGIN pressa á Oussama Assaidi þar sem hann er ódýr og lítt þekktur 🙂 Hef grun um að hann eigi eftir að gefa okkur mikið og svo mikið í kassann þegar þar að kemur 🙂

  47. Íslogi, hver segir að Rodgers hafi viljað Ramirez ?
    Þetta var allt saman slúður og ég trúi ekki öðru en að ef það hefði verið áhugi frá Liverpool þá hefðum við fengið þennan leikmann.

  48. BenSmithBBC
    Ramirez to #LFC was generated by his agent & Bologna. Old #LFC regime were keen, not Rodgers #itson

  49. eru einhverjar heimildir fyrir því að Ingólfur sé að segja satt??? Getur þetta ekki bara verið einhver að trolla í okkur öllum…..látum samsæriskenningarnar flakka!!!

  50. 56:
    Ingólfur Sigurðsson var hjá Heerenveen 2010-11, svo þetta er allavegana alveg mögulegt, og mér finnst allavegana það sem hann skrifaði trúverðugt

  51. Hann er reyndar hollenskur, fæddur og uppalinn þar, foreldrar hans eru fæddir í Marokkó og því getur hann spilað með landsliði Marokkó. Heerenveen er einn af minni klúbbunum í hollensku deildinni en hann var rétt ókominn í byrjunarlið Ajax þegar LFC keypti hann. Oussama þarf því sterkar taugar til að standa sig í Englandi en líst vel á hann, hann er víst mjög vinnusamur…

Kop.is Podcast #25

WBA á morgun