Þá er komið að því að skoða efri hluta deildarinnar samkvæmt spánni okkar.
Eins og sést í fyrri pistlinum teljum við ekki mikið muni skilja milli neðri liðanna og sovleiðis má segja að haldi áfram allt upp í 10.sætið og spáin bendir til þess að mörg lið getið dregist niður í fallbaráttuna. Þau efstu níu teljum við munu skera sig úr og þrjú efstu nokkuð afgerandi.
Lítum á:
10.sæti: Q.P.R.: 49 stig
Eftir að hafa bjargað sér frá falli á lokasprettinum í fyrra teljum við Mark Hughes ná að sigla Suður-Lundúnaliðinu upp í miðja deild. Með kaupum á reynslumiklum leikmönnum eins og Park, Green, Bosingwa Nelsen og Andrew Johnson ætlar hann að reyna að stabílisera liðið í efstu deild. Það að Joey Barton verði ekki í kringum þá með vitleysislátum ætti að hjálpa til. Hughes verður ekki í fallbaráttu en mun ekki blanda sér í efri hlutann heldur.
Lykilmaður: Adel Taarabt (sóknarmaður)
9.sæti: Sunderland: 60 stig
Hér skiptir töluvert um gír, 11 stigum munar í spánni okkar á liðinu í 10. og 9.sæti. Martin O’Neill er sjóaður í átökum Úrvalsdeildarinnar og við teljum hann hafa það sem þarf til að skila sínu liði í efri hluta deildarinnar. Hann er varnarsinnaður þjálfari og meistari í að búa til lið sem erfitt er að vinna en ná þó aldrei afburðaárangri. Eitt slíkt tímabil er framundan, liðið siglir lygnan sjó en nær ekki að blanda sér í baráttu um Evrópusæti heldur. Þeir hafa lítið styrkt sig í sumar en við teljum að svo muni verða áður en glugginn lokar.
Lykilmaður: Sebastian Larsson (sóknarmaður)
8.sæti: Everton 62 stig
Rétt ofan við Sunderland, litli bróðir á Merseyside og smáliðið Everton. Það er ekki með mikilli gleði í hjarta sem við stillum Blánefjunum svo ofarlega og það er bara vegna framkvæmdastjórans, David Moyes, sem við höfum á þeim trú. Hann virðist alltaf ná að jaxlast með liðið í efri helminginn, daðra við Evrópusæti en ná því svo ekki. Gleðiefni er að Tim Cahill er farinn en í staðin mætir Pienaar aftur til leiks. Viðbúið er að þeir eyði söluvirði Jack Rodwell í nokkra minni spámenn, tudda jafnvel, sem munu falla að leikstílnum. Sleggjuspáin er svo í boði KAR sem telur Jelavic vinna gullskóinn í ár!
Lykilmaður: Nikica Jelavic (sóknarmaður)
7.sæti: Newcastle 66 stig
Riinn í Norðaustri fær sjöunda sætið í spánni okkar eftir slag við liðin rétt neðan við þá. Newcastle er risaklúbbur sem náði í marga knáa leikmenn fyrir og á síðustu leiktíð, en þeir eru ansi margir tæpir á höfði svo að það gæti brugðið til beggja vona þar sem þeir búa ekki yfir mikilli breidd. Þó reiknum við með að þeir fjárfesti meir fyrir 1.september og verði með svipaðri frammistöðu og í fyrra í baráttu um Evrópusæti fram að lokum, auk þess sem þeir muni ná langt í einni bikarkeppnanna.
Lykilmaður: Yohan Cabaye (miðjumaður)
6.sæti: Tottenham 75 stig
Svo magnað sem það er þá erum við félagarnir allir sammála um lokastöðu Tottenham, setjum þá allir í 6.sætið. Liðið er samt eitt stóru spurningamerkjanna. Mikið mun ráðast af því hvernig Modric-málið fer auk þess sem Spursarar verða að fá minnst einn alvöru senter inn í hópinn. Þeir ættu að hafa gert góð kaup í Gylfa Sig og Vertongen en betur má ef duga skal. Vilas Boas er undir stóru stækkunargleri og þarf að læra af mistökum sínum frá Chelsea-verunni. En skothelt 6.sæti nokkuð örugglega fyrir ofan Newcastle – sem yrði vonbrigði á White Hart Lane þar sem stefnt er að meistaradeildarsæti.
Lykilmaður: Rafael Van Der Vaart (sóknarmaður)
5.sæti: Arsenal 82 stig
Arsenal lendir í fimmta sæti, töluvert ofan við nágranna sína, en missa af Meistaradeildarsæti. Allt mun standa og falla með því hvort áhættan með að selja Van Persie til United og kaupa Podolski, Giraud og Cazorla í staðinn mun ganga upp. Wenger hefur aldrei leikið þennan leik áður, að kaupa marga reynda leikmenn, og það eitt og sér bendir til að pressa sé á að ná árangri á Emirates. Þrátt fyrir allt þá hefur Frakkinn knái alltaf skilað árangri og við erum því nokkuð djarfir að telja það klikka í vetur, en það teljum við verða engu að síður, skarð lykilmanna síðustu ára sé of stórt að þessu sinni!
Lykilmaður: Santi Cazorla (sóknarmaður)
4.sæti: Liverpool 83 stig
Meistaradeildarséns á markatölu! Er það ekki málið? Strax sést að við höfum ekki allir trú á þessu sæti og töldum einhverjir Arsenal myndu troðast yfir okkur. En bjartsýnin er við völd, við höfum allir trú á Rodgers og að liðið eigi ýmislegt inni frá í fyrra. Mikið mun ráðast á því hversu hratt menn ná að laga sig að nýjum áherslum og að okkar bestu leikmenn nái heilu tímabili. Við treystum á að svo verði og við grátum gleðitárum í maí yfir því að vera aftur komin heim í Meistaradeildina!
Lykilmaður: Luis Suarez (sóknarmaður)
3.sæti: Chelsea 92 stig
Evrópu- og FA-bikarmeistarar Chelsea enda í þriðja sæti hjá okkur. Þeir hafa verslað all rosalega í sumar og viðbúið að þeir séu ekki hættir. Við höfum trú á því að Di Matteo skríði upp úr skotgröfunum og nýti þessa fáránlega góðu sóknarlínu sem hann býr yfir og droppi Stoketaktíkinni. Þó er viðbúið að þeir byrji hægt þar sem nýir menn þurfa tíma og liðið átti ekki auðvelt í deildinni heima fyrir undir vorið. Um leið og stöðugleiki næst í mannskapinn tikkar vélin í gang og endar í 3.sæti en liðið mun vinna bikar, hvort sem það verður í Evrópu, HM eða heimafyrir. En Di Matteo heldur ekki djobbinu nema að skila EPL eða CL-titli!
Lykilmaður: Juan Mata (sóknarmaður)
2.sæti: Manchester United 93 stig
United svíður 2.sætið í deildinni í fyrra. Það skulum við öll átta okkur á! Gríðarleg fjárhæð lögð út til að kaupa Robin Van Persie í framhaldi af klókum kaupum á Kagawa sýnir að Rauðnefur gamli ætlar sér ekki að standa áreinslulaust hjá! En við teljum að þetta muni ekki duga þeim gamla þó að viðbúið sé að þeir eigi eftir að versla meira í ágúst. Stóra spurningin verður varnarleikurinn, Rio er að verða bestur á twitter og Jones og Smalling ekki alveg tilbúnir, Evans ekki nógu góður. Þeir munu því þurfa að reiða sig á að Vidic karlinn muni koma heill til baka úr meiðslum og stjórna varnarleiknum af festu. Það teljum við ekki munu duga þeim til sigurs heimafyrir, en sjáum þá alveg ná árangri í Evrópu, því miður!
Lykilmaður: Nemanja Vidic (varnarmaður)
1.sæti: Manchester City 100 stig
Fullt hús stiga! Segir allt sem segja þarf. Besti leikmannahópur í Englandi sem braut ísinn í fyrra og kemur reynslunni ríkari inn i mótið. Lið stútfullt af gæðum og Mancini að ná að fóta sig sem stjóri. Eina sem gæti vafist fyrir þeim er ef Meistaradeildin þvælist fyrir þeim og pressan að vera meistarar. Við aftur á móti erum allir á því að það muni ekki gerast, stórstjörnurnar muni stilla saman strengi og endurheimta titil sinn nokkuð auðveldlega, knúnir af varnarleik Hart, Kompany og Toure og sóknarleik Silva, Tevez og Aguero.
Lykilmaður: Yaya Toure (miðjumaður)
Þannig fór það, nú er bara að bíða spennt eftir kickoff á eftir og sjá svo í vor hvort eitthvað vit var í þessari spá okkar!
BRING IT ON!!!!!
Ég er frekar svartsýnn á tímabilið. Finnst vanta allt kjöt á beinin í liðinu, sérstaklega vængjunum. Frábær kjarni er í liðinu Reina, Skrtel, Agger, Lucas, Gerrard, Suarez…en restin er klössunum fyrir neðan. En fyrst að tímabilið er ekki byrjað tippa ég á 3-0 sigur í dag og 1.sæti í vor…ekki spurning!
ps. finnst ennþá grátlegt að ekki eigi að nota Carroll í byrjunarliði. 35 milljóna króna maður settur út í kuldann útaf nýju leikkerfi. Veit að það er ömurleg vinnsla í Carroll en Suarez getur spilað allstaðar frammi og þarf ekki að taka stöðuna hans.
Eg er smmala öllu en samt held eg ad Liverpool fara i 3 sœti og sem falla er West Ham og Norwich og Reading
Ætla að spá Norwich, Reading og WBA falli þetta tímabilið. Liverpool endar í þriðja sæti ásamt velgengni í UEFA keppninni. Man City tekur fyrsta með trompi og Chelsea dettur í annað.
Ætla að spá að van Persie verði flopp og skori ekki fyrsta mark sitt fyrr en í nóvember. Hann mun svo meiðast eftir áramót og verður frá í þrjá mánuði. Samt sem áður fer Utd í fjórða sæti á markatölu og sitja Arsenal menn eftir með sárt ennið.
Spútnikliðið verður Souhampton sem mun enda í sjöunda sæti enda alvöru lið þar á ferð.
Virkileg góður pistill um hinu fallna undrabarn Liverpool og virkilega sárt að sjá svona efnilegan leikmann sem hefði orðið stjórstjarna hjá Liverpool hefði hann ekki farið en í stað þess er hann með þessa ömurlega stat:
Owen has not once started on the first weekend in the eight seasons since Liverpool sold him to Real Madrid.
http://www.guardian.co.uk/football/blog/2012/aug/18/michael-owen-premier-league
?2 tímar í kick off, nýtt tímabil, nýr þjálfari, nýjir leikmenn. Liverpool í fyrsta sæti allveg eins og hin 19 liðin, clean slate.
Ekkert nema bjartir tímar framundan. Meistaradeild að ári.
Im game!
sælir,ég get ekki séð leikinn beint, getur einhver sett hann fyrir mig á deildu.net ?
Moli minn, madur sleppir ekki fyrsta LFC leik nema ad tu sert ad fara ad gera eitthvad gridarlega merkilegt !
Djíses. Voðalega eru kollegar mínir bjartsýnir á gengi Liverpool. Ég setti Liverpool í 5. sæti en þeir hafa sett það í 4. sæti og einhverjir enn ofar til að lyfta liðinu upp fyrir Arsenal overall. Hér er mín spá, svo henni sé haldið til haga:
Og hana nú!
E.s. – Ég vona að reverse-jinxið mitt virki. Jelavic skoraði óþarflega mikið fyrir Everton í fyrra þannig að ég ákvað að spá honum gullskónum í ár til að slökkva endanlega í honum, enda þekktur fyrir að hafa ekki hundsvit á framherjum og markaskorun. 🙂
Svona hljóðaði póstur frá mér um þessi sæti
1.Man City
Búnir að brjóta ísinn og líklega með besta liðið og róta hvað minnst í hópnum hjá sér. Tevez ruglið er líklega búið og hann sem leikmaður styrkir þá gríðarlega. Hreyggsúlan, Hart, Kompany, Toure og sóknarlínan eins og hún leggur sig er ein sú besta í boltanum og þá á eftir að telja upp alla hina leikmenn liðsins. Meistaradeildin gæti truflað þá aðeins og þjálfarinn röflað yfir litlum leikmannahópi en þeir eru of sterkir í dag.
2.Man Utd
Rétt á eftir City og það er í raun erfitt að spá svona áður en leikmannaglugginn lokar. Á síðasta ári voru þeir þrátt fyrir mikil meiðsli í hópnum mínútu frá því að vinna titilinn. Stærsta bæting þeirra í ár verður endurkoma Vidic í vörnina en á móti er Ferdinand ekkert að verða yngri og óvíst hvort Smalling eða Jones fylli skarð Rio strax. Cleverley kemur líka aftur sem eru góðar fréttir fyrir þá og jafnvel Fletcher meira að segja. Kagawa gæti verið púsl sem þá hefur vantað og tekur (ásamt Cleverley) líklega margar mínútur af Scholes og Giggs . Svo eru þeir að landa Van Persie og ef hann heldur uppteknum hætti frá því í fyrra geta þeir hreinlega unnið allt sem þeir keppa um. Engu að síður fleiri breytingar á United liðinu og ekki eins góðir í öllum stöðum eins og City.
3.Chelsea
Þeir eru bara búnir að eyða of miklu og með of gott lið til að enda neðar, hef samt mjög litla trú á stjóranum og get alveg séð þá enda neðar. Sóknarlínan hjá þeim er út úr kortinu fáránleg jafnvel þú Drogba sé farinn en ef RDM ætlar að fara spila sóknarbolta í ár er það mikil breyting frá þessum Stoke bolta sem þeir enduðu tímabilið í fyrra með.
4.Liverpool
Fuck it verum bjartsýn. Tippa á að Rodgers takist ætlunarverkið smá af óskhyggju frekar en trú. Það þarf þó margt að ganga upp og styrkja þarf hópinn sem ég hef alveg trú á að gerist fyrir lok gluggans. Hef trú á þessu leikkerfi sem verið er að innleiða og held að það verði fjandanum erfiðara og orkufrekara að ná af okkur boltanum.
5.Arsenal
Byrjaði með þá í þriðja sæti í þessari spá en enda hér. RVP farinn og Giroud og Podolski fylla það skarð ekki. Carzorla held ég að passi vel inn í Arsenal en ég held engu að síður að þetta sé smá ofmetinn leikaður og langar að sjá hann sanna sig á Englandi. Risarnir á Spáni létu hann a.m.k. vera. Song gæti farið eins og RVP og þá er hola á miðjunni. Wilshere er einnig frá fram í Okt. Hef engu að síður ekki einu sinni trú á þessari spá hjá mér sjálfur því Wenger skilar alltaf sínu.
6.Tottenham
Þetta er risa tímabil hjá Spurs, krafan er meistaradeild og ekkert annað. Þeir eru á svipuðu róli og við og ef eitthvað er held ég að Liverpool sé ansi nálægt því að ná Spurs aftur eftir dífuna sem kom í kjölfar endaspretts fyrri eigenda. Hef ágæta trú á AVB en ég held að hann nái ekki að toppa Redknapp, ekki á þessu tímabili a.m.k. þó ég sé nokkuð viss um að Spurs sé ekki að tjalda til einnar nætur með hann eins og Chelsea gerði.
7.Newcastle
Held að þeir séu að gera ansi margt rétt í rekstri klúbbsins sem hljómar fráránlega og stimpli sig inn í efri hluta töflunnar.
8.Everton
Moyes eins og Wenger skilar sínu liði á sinn stað. Hann er með góða sóknarmenn og ég held að hann fylli skrað Rodwell mjög fljótt og fari létt með að nýta þann aur sem hann fær fyrir hann.
9.Sunderland
Martin O´Neill er eina ástæðan fyrir því að ég spái þeim svona „ofarlega“. Hann er miklu ferskari og betri stjóri en Steve Bruce og nær að blása lífi í þetta lið eins og hann gerði í fyrra. Sunderland er með góðan hóp sem er spes enda bara 11 að fara spila allt þetta season.
10.QPR
Huges nær að koma QPR liðinu á nokkuð lygnan sjó og þeir bæta síðasta tímabil verulega. Búnir að skipta um markmann sem verður það mikilvægasta hjá þeim í ár.
Hvaða eruð þið a spá utd fyrir ofan chelsea arsenal,city og okkur ? ekki með vitund betri mannskap en þessi lið. Ég er að segja ykkur það að núna er sá gamli búinn með sýna heppni og sitt vald á FA. allir farnir að lesa hvernig hans árangur er til kominn !
Núna verður þetta ár okkar þó svo að byrjunin hafi ekki verið góð. en af botninum er spyrnan best !