Þá er komið að öðrum deildarleik Liverpool og eftir áfall í fyrstu umferð fær liðið tækifæri til að rétta úr kútnum á heimavelli. Gegn ensku meisturunum í Manchester City. Ojæja, illu er best af lokið.
Af okkar mönnum er það helst að frétta að Joe Cole er frá vegna meiðsla, Daniel Agger er í leikbanni og þeir Jose Enrique og Andy Carroll eru tæpir fyrir leikinn og þegar þetta er skrifað er óvíst hvort þeir geta verið eitthvað með. Þá kemur nýi leikmaðurinn Oussama Assaidi væntanlega inn í leikmannahópinn á morgun og það er spurning hversu stórt hlutverk hann leikur. Nuri Sahin hefur enn ekki verið formlega kynntur og því klárlega ekki gjaldgengur á morgun en það er þó víst bara spurning um hvenær það verður endanlega staðfest.
Ég hef pælt aðeins í byrjunarliðinu og er klár með spá. Ég ætla að gera ráð fyrir að Enrique sé til í tuskið en annars verður væntanlega Kelly inni og Johnson áfram í vinstri bak. Ég spái hins vegar eftirfarandi liði á morgun:
Reina
Johnson – Skrtel – Carragher – Enrique
Gerrard – Lucas – Allen
Downing – Suarez – Borini
Bekkur: Jones, Coates, Kelly, Henderson, Adam, Assaidi, Carroll/Sterling.
Ég veit því miður ekkert um Assaidi og því erfitt að spá hvort hann sé reiðubúinn að koma beint inn í byrjunarlið þannig að ég spái því að Downing haldi stöðu sinni. Assaidi og Sterling verða þó líklega báðir á bekk þannig að sénsar Downing á að slá í gegn með þessu liði verða ekkert mikið fleiri ef hann vill ekki fá sér sæti á bekkinn í lengri tíma.
Um mótherjana þarf lítið að fjölyrða. Þeir rétt unnu fyrsta leik á heimavelli gegn Southampton, 3-2 eftir að hafa lent undir í seinni hálfleik. Vörn meistaranna virkaði frekar ótraust í þeim leik og þeim gekk illa að stjórna leiknum, sem er vonandi merki um það sem koma skal gegn Allen & co. á morgun.
Hins vegar eru þeir með stórskotalið sem smánar öll önnur lið og þótt Sergio Aguero sé meiddur verða þeir ekki beint fátæklegir á morgun enda aðeins hægt að velja í stað Aguero menn eins og Edin Dzeko og Mario Balotelli við hlið Carlos Tevez, Samir Nasri og David Silva. Úff. Gareth Barry er víst eitthvað meiddur líka en þeir eiga nóg af miðjumönnum líka.
Ég spái þessu byrjunarliði hjá City á morgun:
Hart
Zabaleta – Kompany – Lescott – Clichy
Milner – Yaya Toure – Rodwell – Nasri
David Silva – Tevez
Ef þetta lið gengur upp eiga þeir samt menn eins og Balotelli, Dzeko, De Jong og Kolarov á bekknum. Einfaldlega best mannaði leikmannahópur Englands, sem ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart.
MÍN SPÁ: Þetta verður bara hrikalega erfitt. Okkar menn verða vonandi grimmir og vilja hirða sigur, sérstaklega eftir afhroð síðustu umferðar, en við erum að mæta besta liði Englands á morgun og jafnvel þótt mér lítist ágætlega á okkar lið og geri ráð fyrir hörkustemningu á Anfield er ekkert öruggt á morgun. Þetta er í besta falli 50/50 séns fyrir okkar menn á morgun og ég hugsa að hlutlausir myndu nú telja City sigurstranglegri, þótt leikið sé á Anfield.
Ég spái því að þessi leikur endi með 1-1 jafntefli en þó kæmi mér ekkert á óvart ef annað hvort liðið stæli sigri í jöfnum leik. Segi 1-1 en vona að okkar menn nái að innbyrða sigur. Við erum nú þegar sex stigum á eftir Everton og níu stigum á eftir Fernando Torres, við þurfum sigur á morgun.
Að lokum minni ég á opinberan sálm Kop.is þessa dagana:
Þolinmæði, þolinmæði,
anda djúpt þótt illa gangi.
Þolinmæði, þolinmæði,
Róm var ekki byggð á degi.
Raulið þetta hálfum hljóðum fram að leik á morgun og þá verður spennan bærilegri. 😉
Áfram Liverpool!
Þetta verður svaka erfiður leikur en ég spái að Liverpool nái að stela 2-1 sigri.
Af hverju hef ég meiri áhyggjur af því að það þurfi að raula þennan sálm eftir leik en fyrir?
Úfff ég meika ekki annan tapleik í röð í deildinni og því er hrikalega mikilvægt að ná í stig í þessum leik og fyrirfram þá væri ég sáttur með stig en þó ekki. Við eigum að sigra alla heimaleiki þó svo að það hafi bara tekist 5 sinnum í fyrra.
Ef að menn ætla sér ekki að missa toppliðin langt í burtu strax þá verður að berjast um alla bolta og ekki spila á hálfum snúning eins og á móti WBA í seinasta deildarleik.
úfff þetta verður létt 2-1 shitti laumar einu á 90.. og veldur smá spennu..;) suarez með eitt mjög efnilegt og gerrard skorar úr aukaspyrnu..enda komið að því.. er það ekki annas:) herra bjartsyni
Það eina sem eg fer fram á morgun er að allir leggi sig 110% fram hvort sem um ræðir leikmenn eða aðdàendur felagsins. Ef menn gera það fara 3 stig inni buningsklefa Liverpool a morgun. Jamm við verðum að vinna þennn leik svo einfalt er það.
Vonandi sjaum við Assaidi og Sterling eitthvað a morgun. Væri lika mest af öllu til i að sja Carroll inni liðinu a kostnað Borini en það er aldrei að fara gerast hvort sem Carroll er heill eða ekki svo það er oþarfi að pæla i þvi.
Vonandi er svo Enrique heill, nenni. Ekki meira Johnson þarna vinstra megin.
Spai 2-1 fyrir okkur. Suarez og Assaidi skora
Sahin fékk treyju nr 4 🙂
Þetta verður hrikalega erfiður leikur. Ég sé ekki að okkar menn séu tilbúnir í það leikkerfi sem Rodgers vill spila. Þannig að mín spá er því miður þannig að Shitty tekur okkur nokkuð auðveldlega og ég segi 0-3.
please proof me wrong.
Sælir félagar
Spái sigri í drulluerfiðum átakaleik. Veit ekki af hverju ég er með þessa sigurspá en þessi leikur leggst bara þannig í mig.
Það er nú þannig.
YNWA
Mér finnst virkilega gaman að horfa á fótbolta og bíð spenntur eftir leiknum á morgun en mér finnst þessar medical photos af nýkomnum leikmönnum bara klám og ekkert skilt fótbolta.
Ég býst við því að þessi leikur verði kennslustund í knattspyrnu þar sem að City á eftir að dóminera Liverpool og vinna 0-4.
Ég tippa á stór úrslit 3-0 fyrir okkur.
Mín spá= Liverpool – Man City 1-2. Liverpool mun klúðra mörgum finum færum.
Bæði lið eins og kálfar að vori en við höfum heimavöllinn dásamlega.
Held að sjénsinn liggi í því að vera compact til baka, miðverðirnir okkar og bakverðir verða að fá mikla hjálp frá Lucas og Allen. Höfum ekki bestu varnarlínuna tiltæka í leikinn og backupið er því miður ekki nógu gott.
Góð skyndisókn eða fast leikatriði færi okkur svo markið sem við þurfum.
En BR with balls er vís til að ýta liðinu upp og reyna að ná posession. Það bíður hættunni heim á þessu stigi eins og við sáum á móti WBA. Tapaður bolti á miðjunni skilur miðverðina okkar eftir óvarða fyrir góðum framherjum City.
En eitt er víst … þetta verður spennandi.
YNWA
má shain vera með á morgun ?
Vitið þið kl hvað þessi leikur er á morgun ?
Áhugaverð pæling frá Michael Cox á zonalmarking.net um að Coates eigi að byrja leikinn frekar en Carragher: http://pickourteam.com/premierleague/tactics-corner/24-08-2012/coates-over-carragher-for-liverpool-2
Það á eftir að reyna mikið á Leiva á morgun.Carrager er líklegri en Coates einfaldlega af því að hann þekkir vel þessa stórleiki.Aftur á móti þá þarf að fara að henda Coates í djúpu laugina.Veit bara ekki hvað ég á að segja með úrslitin annað en þau verða góð Y.N.W.A koma svo scousers and REDS!
SB15= 14:45 eða 15:00
helginn #11
Ertu til í að gefa mér smók af þessu 🙂
Vonandi er þessi leikur byrjunin á því að gera Anfield að virkinu sem hann á að vera. Ég vona svo innilega að það eigi EKKERT lið eftir að sækja sigur á þennan völl allt þetta tímabil. Til þess að það gerist þurfa leikmenn að leggja sig 100% í hvern einasta leik.
YNWA.
SB #15 Leikurinn sjálfur klukkan 3 upphittun korter í.
Sammála. Vil fá gamla Anfield heimavöllinn minn í gang aftur!
Er þokkalega bjartsýnn á þennan leik og tel að hver dagur sem líður sé okkur til tekna, öfugt t.d. miðað við manjúr og arsenic því framkvæmdastjórar Þar eru að renna út á dagssetningu eins og jógúrt með lakkrísbragði.
Segjum 2-1 með mörkum frá Gerrard og Borini.
YNWA!!
Oft hefur það verið þannig að Liv, hefur tekið stótu liðin og pakkað þeim og held ég að sú verði raunin og engin breyting þar á bæ nema að litlu liðin verða líka pökkuð og spái ég 2-0 sigri og hana nú.
3.stig er það sem skiptir öllu máli.
ynwa
Er alveg feykilega stressaður fyrir þessum leik. Vonast eftir góðum úrslitum en að sama skapi þá er ég ekkert voðalega bjartsýnn. Vonandi fáum við 3 stig á Anfield í dag.
Ég vill ekki sjá Carra gamla í vörninni, vill heldur hafa Coates því hann er jú sterkur og góður skalli í föstu leikatriðin. Og Man City eru jú sterkir þar eins og annar staðar. Miðað við síðasta leik hjá miðjunni okkar þá held að ég stutta spilið fái meiri séns í dag. Og menn verði fljótari að koma sér í svæði til að fá boltan. Þetta kerfi hans Brendans færist nær skilningi mann eftir hvern leik og ég vill meina að þetta verði betri leikur hjá okkur í dag en á móti WBA. En hvort það sé nóg er soldið strembin spurning. En ef maður tippar ekki alltaf á sigur sinna manna þá er maður ekki stuðningsmaður! Bjartsýnin út í gegn hjá mér! 3-1 heimasigur skal það vera heillin!
Markarskorarar verða þá Suarez með eitt og leggur upp hin tvö á Borini…. já ég held það bara. Áfram Liverpool!
Jæja, fínar fréttir. Enrique er í hópnum í dag (m.v. twitter síðuna hans).
Ætti að þýða að Kelly verður geymdur á bekknum og Johnson fær að leika sér á hægri kantinum.
Ef allt er í lagi með strákinn tel ég að Brendan eigi að taka áhættuna og tefla Coates fram. Ef hann sleppur vel frá leiknum yrði það gífurleg upplyfting fyrir sálarlíf stráksins. Þess utan á Carra í erfiðleikum með einföldustu sendingar út úr vörninni á meðan Coates er spyrnumaður góður. Meikar ekki mikinn sens að spila gamla manninum gegn jafn fljótum mönnum.
Aðalatriðið er samt að Brendan verður að sýna í verki að hann treysti sínum vonarstjörnum á ögurstundu.
tek undir hvað varðar Coates, drengurinn er 22ára gamall.
Rodgers verður að hafa kjark til þess að henda þessum dreng í liðið í staðin fyrir gamallt legend sem er því miður að verða búinn á því.
Ég held að Carra hafi skilning á því að hann er orðinn af góðum manni í hóp sem gæti komið inn í algjörði neyð.
Ef menn mæta á Anfield dýrvitlausir og pressa leikmenn City út um allan völl eigum við möguleika á góðum sigri. Fyrsti heimaleikurinn og það á móti ríkjandi meisturum, ég veit ekki um betri vettvang fyrir menn að koma og vilja sanna sig fyrir stjóra og aðdáendum.
Venjulega þegar ég er bjartsýnn á úrslit þá kemur það í bakið á mér. Ég ætla þó að spá 2-1 baráttusigri í skemmtilegum leik. Vona bara að hasarinn komi í seinni hálfleik þar sem ég missi af þeim fyrri. 😉
Það er eitthvað verið að ræða það í hinum stóra twitter heimi að bæði Sterling og Coates muni byrja leikinn í dag, sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Coates kæmi með styrkleika í loftið og Sterling með hraða í sóknarleikinn.
smá pæling.. hversu langt fyrir leik koma staðfest byrjunarlið?
það er svona oftast 45 mín fyrir kickoff, en reyndar hefur liðið oft lekið fyrir þann tíma.
PS ég vil fá sterling í byrjunarliðið, aðeins að mixa þetta upp og Coates fyrir Carra.
Ætla vera bjartur og spá 2-2 þar sem við stelum stigi með marki stöngin INN!!!! á lokamínútu.
Hér er góð grein fyrir leikinn í dag, þó hún sé eftir Gary Neville.
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2193610/Gary-Neville-Will-Brendan-Rodgers-able-curb-enthusiasm.html
According to the “Bib Theory” the line up for today will be ;-
Pepe,Johnson,Enrique (if ready/or Kelly), Skrtel, Coates, Lucas,Allen,Stevie G,Borini,Suarez & Assaidi/Raheem
but so far rumours going about claiming that Raheem will be starting, so we’ll have to wait and see if the ‘Bib Theory’ stands.
Jahá er Sterling að fara fà sæti í liðinu? Það væri þà eitthvað. Viðurkenni að það væri otrulega spennandi að sja þann dreng fà sensinn i dag. Mundi helst vilja sja hann þa i liðinu a kostnað Borini en það yrði nu sennilega a kostnað Downing. Kemur lika i ljos i dag hvað Rodgera ætlar ser með Assaidi, hann fekk allavega treyji numer 11 svo hann hlytur að eiga að spila mikilvægt hlutverk i vetur.
Þetta verður spennandi. Hvernig væri svo i dag ef boltinn færi stöngin inn en ekki stöngin út?
4-0 fyrir Liverpool heyrðuð það fyrst hér
Atli 37, fyndið að þu segir 4-0, eg get svo svarið það að àðan þegar eg fór ut með barnið mitt a róló og var að studera leikinn þa skaust uppi huga mer að við mundum bara vinna 4-0 og slatra city. Var snoggur að bæla þessar hugsanir fra en engu að siður væri frabært ef við mundum svo vinna 4-0.
Eg væri samt sàttur við 1-0 2-1 3-2 eda bara 6-5 svo framarlega sem 3 stig koma til okkar i dag.
Þessi tala poppaði upp í kollinum á mér 🙂 vonum það besta!
ættla að skjóta á að það verði sterling ,Borini og suarez frammi …. Sterling á það skilið eftir harts leikinn …. vonast til að sjá coates en trúi því ekki fyrr en ég sé það…. 3-1 koma svo!!!
Liverpool FC ?@LFC
Official #LFC line-up v #MCFC: Reina, Kelly, Johnson, Coates, Skrtel, Lucas, Allen, Gerrard, Borini, Suarez, Sterling.
Liverpool FC ?@LFC
LFC subs: Jones, Enrique, Carroll, Henderson, Carragher, Shelvey, Downing.
mcfc: Hart; Zabaleta, Kolo Toure, Kompany, Kolarov; De Jong, Yaya Toure; Milner, Tevez, Nasri; Balotelli. Poss 3-5-2 via @mcfc
Þetta verður eitthvað rosalegt
Þetta er alvöru stjóri tekur sénsa með unga og efnilega.ÁFRAM LIVERPOOL!