Afskaplega lítið að frétta þessa dagana enda landsleikjahlé í gangi. Helsta frétt dagsins er einmitt tengd enska landsliðinu en þeir ákváðu í dag að kalla inn 17 ára gutta sem hefur spilað 205 mínútur í úrvalsdeildinni. Sterling hefur val á milli Jamaíka og Englands og tjallarnir eru greinilega svona mikið hræddir við að hann velji að spila fyrir hönd Jamaíka.
Brendan Rodgers var einmitt að biðja FA um að fara varlega með Sterling og ekki kalla hann of fljótt upp í U21 árs liðið og því eðlilegt að hann sé valinn í A landsliðið!
Pressan á honum á lítið eftir að minnka við þetta og er bara óskandi að hann höndli þetta.
Annars var flott grein á opinberu síðunni frá Tomkins um hvaða aldursflokkur er verðmætastur. Áhugaverð lesning þar sem m.a. kemur fram að afskaplega fáir leikmenn sem hafa verið keyptir eftir að þeir urðu 28 ára hafa náð almennilegum árangri hjá Liverpool síðan úrvalsdeildin var stofnuð. McAllister er líklega sá skásti en hann átti nokkra frábæra mánuði eftir að hann kom 35 ára gamall til Liverpool.
En þetta er opin þráður á Liverpool tengd málefni.
Mér finnst þetta bara mjög gott þar sem ég tel að hann sé ekki að fara að spila, bara backup. Ég held að þetta eigi bara eftir að gefa guttanum búst en þetta á eftir að koma allt í ljós.
Enska landsliðið er djók. Hefur alltaf verið það og verður það alltaf.
Mörgum finnst skrítið að enska landsliðið kúki alltaf upp á bak þegar mest á reynir. Hér er komið gott dæmi um af hverju það gerist. Því menn missa sig í gleðinni yfir því að eignast loksins gæðaleikmann (ég myndi þó fara varlega í að telja Sterling gæðaleikmann á þessu stigi).
Staðreyndin er sú að enskir eignast fáa heimsklassaleikmenn á hverjum tíma, og það líður langur tími iðulega á milli. Og þegar það svo gerist, þá spilað þeir almennt séð alltaf sömu stöðurnar.
Bætum svo ofan á það smákóngastæla í stjórn FA, sem virðast sannfærðir um að þeir hafa allt á hreinu þegar kemur að knattspyrnu, en flest bendir til hins gagnstæða.
Eins og það sé ekki nóg, þá eru þeir vinsamlegast beðnir um að fara varlega með ungan og efnilegan leikmann.
En svo að við gefum Brendan tækifæri á að líta ekki út eins og ,,,,,nutcase,,,,, í þessu máli, þá bað hann FA vinsamlegast um að velja Sterling ekki í U21-liðið. Brendan tók nákvæmlega ekkert fram varðandi aðalliðið!
Ég þoli ekki enska landsliðið. Mér er pínu skemmt við þessar fréttir, en vildi miklu frekar að það kæmi leikmanni Liverpool ekkert við, því þetta er svo tvíeggjað sverð að það er ekki einu sinni fyndið.
Homer
hann ffær að spilla nokkrar mínótur í blálokinn enda er hann ekkert síðri ein þeir sem eru köntunum hjá englandi..
Nota þeir hann ekki bara í þessum leik einhverja 10 mín þá má hann ekki spila með Jamica?
Ég vona að hann hafni báðum og spili bara með U17 england
En það eru örruglega bara draumórar í mér….ég 17 ára og beðin að koma í A landslið myndi hoppa á það vonandi er hann skynsamari en ég 🙂
Vonandi verður þetta bara þvílíkt búst fyrir sjálfstraustið hjá Sterling og hann kemur til baka í fimmta gír. Og varðandi aldurinn á honum… – ég meina Owen byrjaði líka svona snemma í landsliðinu og ekki hefur það skemmt hann neitt…engar áhyggjur
Annars hefur mér sjaldan verið jafn sama þó það sé landsleikjahlé. Þá er bara styttra í að meiðslapésarnir snúi aftur í annars þunnskipaðan hópinn og hægt að þjappa taktíkinni hans Rodgers betur inn í þá sem ekki eru í landsliðsverkefnum á æfingasvæðinu
Egill #6
Hefur það ekki skemmt Owen neitt? Sást þú manninn ekki spila fyrir United?
Birkir Örn:
Lestu þetta yfir og svo aftur comment númer 6.
http://en.wikipedia.org/wiki/Sarcasm
Uppfært: allt að 41 hefði verði hægt að bjarga ef allt hefði verðir eins og það vera…