Opinn þráður

Höfum þetta opin þráð til þess að halda þeim er kemur hér að ofan eingöngu um það umræðuefni. Skrítin staða hjá okkur núna enda liðið ekki byrjað verr í 111 ár en engu að síður er maður ekki nálægt því að vera að fara á taugum strax. Stíft prógramm annars framundan, Young Boys Bern á fimmtudaginn og United á Anfield um helgina.

7 Comments

  1. Má ekki alvega smá áhyggjur að liðið skuli einungis búið að vinna einn leik undir stjórn BR? Það er ekki eins og þeir séu að keppa í annarri íþrótt. Þeir eru jú að spila fótbolta. Ég er alveg tilbúinn að gefa BR séns og hans hugmyndafræði er áhugaverð en það er lámarkskrafa fyrir klúbb eins og Liverpool að liðið getið unnið lið eins og Sunderland, WBA og Hearts. Jú það tókst að ná að vinna Hearts með herkjum á útvelli en rétt náði að merja jafntefli á heimavelli með sitt sterkasta lið. Ég verð að viðurkenna að ég er bara búinn að sjá einn leik á þessari leiktíð (Heimaleikinn gegn Hearts) og eru ýmsar ástæður fyrir því en ég verð að viðurkenna að ég hef ekki verið að leggja mikið mikið fram um að sjá þessa leiki.

    Ég hef kíkt hingað inn og lesið leikskýrslurnar og ég verð að segja að miðað við það sem maður hefur lesið þá er þetta bara copy paste frá því á síðust leiktíð. Þá var Liverpool oftast betri aðilinn í leikjum var meira með boltan, átti fleiri skot að marki, fleiri hornspyrnur osfrv. Þannig að það er þá ekki nema von að maður spyrji hvað hefur breyst frá því að KD var rekinn.

    BR er að byrja töluvert verr heldur en uppáhaldsstjórinn okkar hann Roy Hodgson sem kom líka með nýja hugmyndafræði inn þegar hann tók við liðinu. Meira að segja var leikjaprógrammið mjög líkt. Fyrstu fjórir leikirnir voru gegn Arsenal, City, Bimingham og WBA og útkoman 5 stig. Liverpool var þá líka í Evrópukeppninni og stóð sig bara þokkalega þar fór létt í gegnum fyrstu umferðinni. Og ef mig misminnir ekki þá var nú líka RH alltaf að segja réttu hlutina í fjölmiðlum á þessum tíma þó það hafi síðan farið fljótlega að halla þar undir fæti.

    Ég er ekki tala um að mér finnist BR vera jafn lélegur og Roy langt frá því en það er samt alveg hægt að gera kröfur á það að BR stýri liðinu til sigurs jafn vel þó hann sé að kynna liðinu fyrir nýrri leikaðferð sem ætti nú ekki að virka eins og eitthvað stjarneðlifræðidæmi fyrir fótboltamenn. Leikkerfið gengur út á það að halda boltanum og gefa hann stutt og pressa um leið og boltinn tapast. Meira að segja svipað kerfi og Benitez spilaði og menn eins og Gerrard ætti að þekkja nokkuð vel.

    Útaf þessu öllu er ég bara mjög pirraður og svartsýnn fyrir hönd okkar Liverpool aðdáenda. Mér finnst ekki ólíklegt að Liverpool verði að berjast um miðja deild í vetur svona miðað við hvernig þetta byrjar og halda menn virkilega að menn eins og Suarez, Agger, Skertl ofl séu tilbúnir að bíða eftir því að Liverpool komist í CL. Ef eigendurnir tíma ekki eða hafa ekki efni á að kaupa almennilega leikmenn þá erum við ekki að fara að sjá the good old days neitt á næstunni.

  2. Mér finnst að allir kjúklingarnir eigi að fá sjéns á fimtudaginn og þeir sem standa sig fái kannski mínótur á móti manpú

  3. Svona vil ég sjá liðið gegn ungu drengjunum:

    Pepe

    Flanagan Carra Coates Robinson

    Sahin Coady

    Gerrard Shelvey Assaidi

    Morgan

  4. @ Auðunn. Liverpool er búið að vinna 3 leiki á þessari leiktíð. Ekki einn.

  5. Já mikið rétt Sindri ég gleymdi Gomel biðst velvirðingar á því.

Sunderland 1 – Liverpool 1

Heysel & Hillsborough