Komiði sæl og gleðilegan laugardag. Ég set upphitun fyrir United-leikinn inn núna síðdegis en fyrst verð ég í hringborðsumræðum útvarpsþáttarins Fótbolta.net á X-inu 97.7 kl. 13:15 í dag. „Mótherji“ minn í spjallinu verður Tryggvi Páll, tíður gestur í podcasti Kop.is og einn af pennum hins nýja Manchester United-bloggs á Íslandi.
Talandi um þá síðu, þá sat ég fyrir svörum hjá þeim fyrir helgina varðandi leikinn. Menn geta lesið skoðanir mínar þar og heyrt í mér í útvarpinu á eftir, þannig að menn þurfa sennilega ekkert að lesa upphitunina sem kemur svo inn síðdegis. 😉
Heitir hann ekki Tryggvi Páll?
Hlakkar annars til að hlusta á þáttinn.
Getur einhver gefið mér góð rök fyrir því að Enrique verði haldið alfarið út úr liðinu í næstu leikjum?
Ég vil sjá Carra koma inn í liðið á kostnað Enrique, þó ekki nema bara til þess að gefa þeim síðarnefnda skýr skilaboð um að hann verði að gjörasvovel að bæta sinn leik. Strax, ef hann ætlar að eiga afturgengt í liðið í nánustu framtíð.
Carra er kannski kominn yfir sitt besta, en reynslan er þarna til staðar, sem og gæðin – þótt fæturnir séu frekar seinir til aðgerða. En það er ekki eins og okkar eigin Sami Hyypia hafi verið fljótur – en reynslan og gæðin leyndu sér aldrei.
Reina
Johnson – Carra – Skrtel – Agger
Vil sjá þessa varnarlínu gegn ManUtd. Það gefur einnig möguleika á 3 manna varnarlínu ef breyta þarf í miðjum leik.
Bara pæling 🙂
Homer
Sigur i þessum leik getur gert svo rosalega mikið fyrir liðið og þetta tímabil.
Menn verða að taka 3 stig í þessum leik, fyrsti heimaleikur eftir dag sannleikans.
Það er verið að spila við fórna mótherja.
Svo ekki meigi gleyma að sigur kæmi okkur 4 stigum frá United.
Og kannski möguleika að koma okkur aftur í baráttu sem menn vilja fylgjast með hérna.
Swansea tapaði 3 heimaleikjum undir stjórn Rodgers.
Og hann vill byggja upp álíka vegg á Anfield.
Ef við spilum eins og við gerðum gegn Mancity þá vinnum við United.
Homer#
Eins hættulegt og það er að hafa Enrique í bakverðinum þá er án efa hættulegra að hafa Carragher inná í miðverðinum …
Eru menn að sjá Stoke leikinn? Hann Adam okkar sendir helminginn af öllum sínum sendingum beint á þá bláu. Hrikalegur.
Adam okkar? Eigum ekkert í honum.
Sem betur fer.
Er eh staðar hægt að hlusta á upptökuna af þættinum?
lubbi – venjulega kemur upptakan af þættinum inn á Fotbolti.net síðdegis á laugardegi. Hún virðist vera að tefjast eitthvað núna en þú ættir að finna hana þar á síðunni fljótlega.