Norwich 2 – Liverpool 5

Í dag er 29.september og sjötta umferð í ensku deildinni. Það er afar jákvæður dagur í alla staði, þar sem fyrsti, en alls ekki síðasti deildarsigur Brendan Rodgers sem stjóri LFC vannst!

Byrjum á liðsuppstillingunni:

Reina

Wisdom – Skrtel – Agger – Johnson

Gerrard – Allen – Sahin

Suso – Suárez – Sterling

Bekkur: Jones, Carragher, Henderson, Downing, Assaidi, Coates, Borini.

Ég var stressaður um hversu mikið sjálfstraust væri í liðinu okkar, en eftir 65 sekúndur varð manni strax ljóst að það væri til staðar! Allen og Johnson unnu sig upp vinstri kantinn og sendi bakvörðurinn inn í teig þar sem Sahin átti flott hlaup, varnarmaðurinn pikkaði boltanum frá honum í fæturnar á Luis Suarez sem tók eina snertingu á vítateigslínunni og klíndi boltanum í markið. Leikurinn varla byrjaður og við strax yfir.

Næstu tíu mínúturnar held ég að Norwich hafi verið 15% með boltann, við einfaldlega stýrðum allri traffík en náðum ekki að skapa mörg færi. Þá kviknaði smá lífsmark hjá heimamönnum, fengu m.a. eitt dauðafæri sem Reina vel. Eftir um hálftíma leik skallaði Gerrard að marki eftir frábæra sendingu frá Suarez en Ruddy varði svakalega vel.

Á 38.mínútu komst svo Suarez einn í gegn og klúðraði framhjá við mikinn fögnuð heimamanna sem létu hann heyra það. Norwich tók útsparkið, varnarmaður þeirra gleymdi sér augnablik, Luis Suarez stal boltanum af honum, klobbaði viðkomandi í ofanálag og klíndi hann utanfótar í markið – talandi um að vera svalur!!! Bara hlýtur að verða til að Norwichaðdáendur hugsi sig um áður en þeir bulla yfir hann – eða hvað?

Þannig lauk fyrri hálfleik.

Á fyrstu 90 sekúndum síðari hálfleiks fengu Norwich tvö dauðafæri sem þeir nýttu ekki en þá var komið að stoðsendingu fyrir Úrúgæjann okkar magnaða, fékk flotta sendingu að vítateig, vann sig framhjá vörninni og eftir að varnarmenn stoppuðu fyrstu sendingu hans sendi hann aftur inn í markteig á Nuri Sahin og staðan 0-3. Á 57.mínútu var svo komið að því að Suarez fullkomnaði þrennuna sína annað árið í röð á Carrow Road þegar hann skrúfaði boltann í fjærhorn enn af vítateignum.

Því miður gáfum við svo mark á mínútu 61, Reina kastaði illa út á bakvörð sem komst í skotfæri, Reina varði boltann illa út í teig þar sem Morrison klíndi hann í markið og staðan 1-4. Norwich ætluðu að pressa áfram og gera eitthvað en á 68.mínútu kláraði Steven Gerrard leikinn eftir vel útfærða skyndisókn. Verulega góð afgreiðsla. Þaðan fórum við bara að halda boltanum en því miður gerðum við enn varnarmistök, nú á 87.mínútu þegar Martin Skrtel missti boltann klaufalega undir sig og Grant Holt kláraði það færi.

En leiknum lauk með okkar sigri, 2-5 í afar góðum fótboltaleik.

Liðið okkar lék afar vel allan tímann. Mér fannst sérstaklega miðjan frábær, þeir Sahin, Gerrard og Allen algerlega stýrðu öllu sem þeir vildu. Kantmennirnir héldu vídd, þó Sterling hafi átt betri leiki, og Suarez var algerlega magnaður.

Varnarleikurinn er enn ekki nógu góður, Reina átti fyrra markið að mínu mati og Skrtel það seinna. Agger og Johnson voru frábærir, Wisdom stressaður í byrjun en vann sig vel í leikinn. Varamennirnir sem inn komu, Assaidi, Hendo og Carra komu inn þegar leikurinn var búinn.

En maður leiksins er einfalt val í dag, Luis Suarez var stórkostlegur. Punktur og pasta.

Leitt að enda neikvætt, en það varð algerlega ljóst (ef einhver var í vafa) að Luis Suarez þarf að láta lífið inn í teig til að fá víti. Það að Leon Barnett var ekki rekinn útaf og við fengum víti er svo hlægilegt að meira að segja allir lýsendur Setanta í dag bentu á þetta, kölluðu það “Stonewall penalty”. Rodgers hringdi í Mike Riley í vikunni til að kvarta, veltið fyrir ykkur vítunum sem WBA og United hafa fengið gegn okkur í vetur, berið saman við þetta og svarið svo hvort að deild sem krefur ákveðinnar línu af dómurum sínum og talar um samkvæmni eigi ekki aðeins að skoða málin.

En nóg um það, brandarnir þessa helgina verða ekki um okkur, nú erum við með frábært tækifæri til að virkilega ramma sjálfstraustið inn hjá okkar mönnum, fjórir leikir á Anfield eru einmitt það sem við nú þurfum!

95 Comments

  1. Þetta var kennslustund í boði Brendan Rodgers.
    Frábær leikur og virkilega gaman að sjá hversu gaman menn höfðu af þessum leik og þá sérstaklega Suarez.
    En ég vona þó að Rodgers öskri vel á varnarmenn liðsins sem gáfu enn og aftur ódýr mörk.

    En fyrsti sigurinn staðreynd og megi þeir verða sem allra flestir.

  2. Frábær leikur og frábært að sjá Suarez upp á sitt besta. Ekkert röfl – bara klassa fótbolti. Klárlega maður leiksins.
    Nú þarf bara að þétta vörnina vel fyrir næsta leik og fer þetta að verða nokkuð gott.

  3. Vel gert, en það þarf að fara sparka í rassinn á þeim í vörninni fáum alltof ódýr mörk á okkur alltaf og sömuleiðis Reina.

  4. Frábær sigur. Suarez er snillingur, 3 mörk og ein stöðsenging + víti sem var ekki dæmt. Sahin lítur svo skuggalega vel út. Vonsvikin hvað Reina er eitthvað shaky og hvernig Skrtle virðist missa einbeitingu leik eftir leik. Ungu strákarnir allir flottir. Assaidi komst ekki alveg inní leikinn, en það kemur bara vonandi í næstu leikjum. Framtíðin er björt!

  5. Fràbært, nú þurfum við bara að fara að halda hreinu 🙂 Luis Suarez er bara alltof góður fyrir lélega breska dómara.

  6. 3 Stig í hús góður leikur Sahin er flottur:) en svekjandi að sjá kæruleysið í restina

  7. Naut þess að horfa a norwich hlaupa oghlaupa og elta og elta boltann, mjog gaman að sja þetta kerfi þegar það virkar.

    Suarez magnaður og anægður með að hann hafi ekkert verið að æsa sig td með að fa ekki augljosa vitaspyrnu heldur helt afram og endaði með 3 frabær mork og lagði upp eitt. Mögnuð frammistaða hja mognuðum leikmanni.

    Fannst við dala þegar sahin for utaf fyrirHenderson og algjor oþarfi að gefa þeim serstaklega annað markið.

    Suzo vil eg svo sja a miðjunni en ekki uta kanti…

    Annars voru hofðingjarnir þrir frabærir a miðjunni i dag….

    Nu er bara að halda afram að hala inn stigum og na stoðugleika i þessa spilamennsku asamt þvi að fækka þessum faranlegu varnarmistokum og þa er utlitið bjart.

    Ps, eg sagdi ykkur i morgun að eg vildi sja Liverpool gera 3-5 mork i dag og sagdi Sahin og Suarez eru alltaf að fara skora i dag, endaði svo a að segja spai 1-4, var ansi nalægt þessu það er bara þannig.

  8. jájájájájájájá… og þar með hófst deildin

    Og ekki verra að hafa Suarez, Torres og Ba í fantasyleiknum

  9. Skemmtileg tölfræði úr leiknum.
    Liverpool made 734 passes today, which is the most by LFC in the history of PL.We also had 67% of pos.Tiki-taka.

    Þetta er vonandi eitthvað sem við fáum að sjá reglulega í vetur og ég hef trú á því ef við fáum að hafa Allen, Sahin og Gerrard saman á miðjunni. Þetta er farið að minna mig á miðjuna sem við vorum eitt sinn með.
    Alonso, Gerrard og Mascherano.

    Núna eru það 4 heimaleikir í röð þannig að vonandi heldur þetta áfram.

  10. Upphaf seinni hálfleiks finnst mér vera töluvert “breakthrough” – Norwich klúðrar tveimur góðum færum og þar á meðal á línu, svo í næstu sókn þá refsum við, 0-3 og leikurinn búinn. Hefðu þeir minnkað í 1-2 á fyrstu mínútu seinni hálfleiks þá hefði þetta orðið allt annar leikur og sennilega ekki endað 2-5.

    Er lukkan að snúast okkur í hag?

    Það ætla ég rétt að vona. Hins vegar hef ég svo mikla trú á BR og liðinu í dag að við þurfum ekki mikla lukku. Hver er sinnar gæfusmiður og allt það…

    Þetta var frábært í dag!

  11. talandi um miðjuna, þá er merkilegt að hugsa til þess að fyrr á þessu ári báru Jay Spearing og Charlie Adam miðjuspilið í flestum leikjum, með óvirkan Henderson til hægri og 0 goals, assist manninn Stuart Downing vinstra megin,

    Nú verða Sahin, Allen, Lucas, Gerrard, Shelvey, Suso og Henderson að berjast um 3 stöður.

  12. dreymdi draum í nótt að Liverpool hefði skotið 5x í röð í tréverkið í sömu sókninni, en í staðinn fengum við 5 mörk í netið!! 🙂

  13. Magnað og nú fara mörkin að rigna inn í ramma andstæðinga, það er bara þannig.

  14. Virkilega gott og gaman. Sahin hörkuleikmaður og vonandi kaupum við hann eftir leiktíðina. Luis algerlega geggjaður. Nú er bara að halda áfram og byggja á þessu.
    Held ég fari með rétt mál, eru ekki nánast öll mörkin sem við erum búnir að fá á okkur tilkomin eftir einstaklingsmistök og klaufagang? Minnir það og það mun hætta, vonandi.
    En Pepe Reina að afhjúpa sig enn og aftur sem veikasti hlekkurinn í þessu liði og að mínu mati nauðsynlegt orðið að skipta um markmann. Spurning að gefa Jones tækifæri, setja smá pressu á Reina um að fara að drullast til að fara að spila eins og maður.
    Frábært og þetta er allt að koma.

  15. Nr. 16

    Erum við í alvöru að fara taka Reina af lífi fyrir þetta? Hann hélt ekki mjög föstu skoti og það endaði sem mark. Mistök en enginn skandall. Fannst hann einmitt vera góður í dag og sýna gamla takta.

    Alls ekki afskrifa hann strax. Skrtel hinsvegar er kominn með alvöru samkeppni frá Coates held ég.

  16. Ekki skrítið að menn hérna kenni Reina um þetta mark sem er mjög hæpið að skrifa alveg á hann þegar að mannvitsbrekkan Maggi segir mönnum að gera það. Sem markmaður þá áttu að vita betur en að kenna honum alfarið um þetta mark, fastur erfiður bolti, jú fyrir nokkrum árum síðan þá hefði hann notað hnefana á hann og kýlt hann í burtu, erfiður mjög fastur bolti sem sveigði mikið.

    Myndi frekar highlight-a reflex vörsluna hans, þrátt fyrir að um rangst. hafi verið að ræða þá eru ekki margir sem hefðu tekið þennan bolta. Sópar upp öllu áður en það verður að dauðafærum vegna þess hversu framarlega hann stendur, en menn halda að þetta sé bara gefins að hafa þessar staðsetningar í sér vegna þess að hann hefur séð um þetta frá því hann kom (sást í UEFA leiknum þegar að Jones beið á hælunum eftir boltanum í marki nr 2 minnir mig).

  17. Frábær leikur. En enn og aftur náum við ekki að halda hreinu. Þó það sé svo sem hægt að horfa framhjá því í 5-2 sigri.

    Vonandi vandamál sem Rodgers á eftir að leysa sem fyrst!

  18. When he scores a volley or when he scores a head

    I just cant get enough, I just can’t get enough

    He scores a goal and the Kop go wild

    And I just can’t seem to get enough Suarez

    Do-do-do-do-do-do-do

    Do-do-do-do-do-do-do

    Do-do-do-do-do-do-do

    Luis Suarez!

    Allt sem ég hef að segja um þennan leik. Takk fyrir.

  19. Flottur leikur! við megum gera nokkur varnarmistök á meðan við skorum fimm mörk í leik 🙂

  20. hoddij vill draga upp Reina, sem er ekki það sem var skemmtilegt í dag.

    Pepe Reina ætlar að hefja hraða sókn en hendir ömurlegum bolta beint í fætur Norwichbakvarðar sem hleypur inn í teig og á skot beint á Reina. Hann hélt ekki boltanum, hann átti einfaldlega annað hvort að halda boltanum eða kýla hann í horn. Hvað þá ef þú vilt vera heimsklassarankaður. Enda var hann alveg hundfúll út í sjálfan sig

    Dái Reina út í eitt, en þetta mark skrifa ég alfarið á hann, og er þar alveg sammála lýsendum Setanta og þeim sem greindu leikinn að honum loknum.

    En shit hvað það er mikið smáatriði í dag – við unnum elskurnar!!!

  21. Flottur leikur að baki, hellings jákvætt að sjá í leiknum. Fyrsti leikur sem Reina er að standasig vel (er kanski að fatta að hann er með samkeppni). Sammála með að Skrtl, Annars heild yfir flott frammistaða hjá bara flest öllum.
    greinilegt að Gerrard skoði kop.is allavegana hefur hann átt fína 2 leiki í röð.

    Hlakka bara til fimmtudagsleiksins á móti Udinese

  22. En samt hvað það eru fá komment svona eftir jákvæða leiki, er nokkuð viss um að það væru komin 80 plús komment ef við hefðum tapað hehe

  23. Flottur fyrsti sigur en drullu svekkjandi að fá á sig tvö skítamörk.

    Þar er ég alveg sammála skýrslunni; Reina átti fyrsta og Skrtel seinna.

    Er það bara ég eða eru þeir tveir alltaf í rugli í leikjum okkar?

  24. Já ég dreg hann upp þar sem aðrir apa þetta upp eftir þér, halda greinilega að þú hafir eitthvað vit á markvörðum sem ég efast stórkostlega um sjálfur reyndar.

    En burtséð frá því þá var þetta frábær leikur og auðvitað á ekki að pæla í einum hlut, enda spilaði þessi ákveðni leikmaður mjög vel fyrir utan þetta eina atvik.

  25. Framlínan í fantasy hjá Bjössanum: Suarez (captain), Crouch og BA. sjitt hvað þetta er næs fótboltahelgi. Að fá frábæran sigur hjá LFC og 78 stig í fantasy league. Ég ætla að fara og henda einum köldum í grímuna og svo strax öðrum.

    Góða helgi
    kv. Bjössi

  26. Frábær leikur hjá Liverpool. Héldu boltanum vel allan leikinn og stjórnuðu honum gjörsamlega. Gerrard, Sahin og Allen mjög góðir og Luis Suarez stórkostlegur. 5 mörk komin í deildinni hjá honum, mjög gott, meira af þessu Suarez.
    Ég verð samt að tala um 2 neikvæða hluti:

    Nr. 1 Pepe Reina, þessa maður er að breytast í eitthvað djók. Frábær markmaður í 4-5 ár með Liverpool, en síðasta season var hörmung hjá honum og á þessu tímabili hefur hann verið enn verri. Ég verð stressaður í hvert einasta sinn sem andstæðingur kemst í vonlaust hálffæri. Hversu lengi hafa Liverpool efni á því að bíða eftir því að Pepe Reina hysji upp um sig og vakni upp úr þessu óskiljanlega og óþolandi einbeitingarleysi?

    Nr. 2 Dómgæslan í leikjum Liverpool. Nú fer maður hreinlega að spyrja sig ýmsa spurninga. Þetta er fyrir löngu byrjað að vera útúr kortinu fáránlegt. Ég sá dómara í fyrra gera hluti sem ég átti mjög erfitt með að skilja og þá byrjaði ég hreinlega að efast um hvort það væri allt með felldu. En á þessu tímabili, þau atriði sem andstæðingurinn fær víti á gegn okkur, og það sem andstæðingurinn kemst upp með í eigin vítateig gegn okkur. Ef þetta fer ekki að lagast strax þá fer ég að halda að það sé einhver maðkur í mysunni.

  27. United að tapa í fyrsta sinn í 24 ár á heimavelli fyrir Tottenham.
    Alltaf batnar þessi helgi 🙂

  28. Hló upphátt núna.

    En ekki svaravert…áfram Liverpool FC. Hver einasti leikmaður!

  29. Og svo endar maður góðan dag hérna í Kanada með því að horfa á þriðja þátt af “Being Liverpool” . Bara gaman 🙂

  30. Bara glæsilegt misti reyndar af leiknum getur einhver bent mér á hvar ég get séð mörkinn og til hamingju félagar 🙂 YNWA

  31. Pepe Reina er ekki nógu góður, og hefur ekkert getað í meira enn ár, við þurfum betri markvörð!!!

  32. Mér persónulega er alveg sama þótt við fáum á okkur 2 mörk í hverjum leik, svo lengi sem við skorum fleiri mörk en andstæðingurinn.

    Tvö ’93 módel og eitt ’94 voru í byrjunarliðinu
    Skoruðum 5 mörk í deildarleik í fyrsta sinn í 1 og hálft ár (og það á útivelli í þetta sinn!)
    Suarez var GEÐVEIKUR í dag – og þar að auki kominn með 5 mörk í 6 deildarleikjum, ekki slæmt það…
    Liðið setti persónulegt met í fjölda sendinga í dag frá stofnun PL, 734 heppnaðar sendingar (90% sendingahlutfall!)
    Andre Wisdom var með 100% unnin einvígi í dag, bæði tæklingar og skalla og einnig 96% sendingarprósentu – spennandi leikmaður!

    ég held að Rodgers viti alveg hvað hann er að gera

    kannski er það bara ég en ég sé ENGA ÁSTÆÐU til þess að kvarta í dag , Gunnar Nelson heldur áfram að brillera, Scum töpuðu og Liverpool með glæsilegan sigur…

  33. Ég vil hrósa Joe Allen, algerlega frábær leikmaður og ein bestu kaup BR
    Flottur leikur, áfram Liverpool,

  34. Reina gerdi ein SMÀ mistok i dag en annars oruggur i ollum sinum aðgerðum og atti mjog goðan leik. Suarez klikkaði lika 2 færum en skoraði 3 og fær maður leiksins, suarez gerdi i raun 2 mistok i dag en Reina ein mistok. Otrulegt hvað markmenn fa miklu meiri drullu en aðrir leikmenn. Reina er ennþa einn af 3 bestu markmonnun deildarinnar og framarlega i heiminum. Það hafa Allir markmenn deildarinnar verið að gera mistok i upphafi þessa seasons. Hættiði þessu bulli um Reina og þakkiði fyrir það að eiga einn besta markvorð heims.

    Eg vil að Reina fài fyrirliðabandið.þegar Gerrard hættir enda à Reina eftir að standa i rammanum hja okkur i 10 àr i viðbot.

  35. Hvernig var það àtti ekki að sýna þennann þàtt um Liverpool i isl sjonvarpi? Veit einhver eitthvað um þa og þa hvenær og hvaða stoð?

  36. 🙂 Mikið er nú gott að geta brosað og finna þessa góðu sigurtilfinningu. Ætla að njóta… er á meðan er!

    YNWA

  37. Sérdeilis frábær leikur í dag. Get ekki kvartað yfir einu né neinu. Nema að Suarez fékk ekki verðskuldaða vítaspyrnu. Tókuð þið eftir því að viðmótið hans hefur snarlagast, hann kvartar ekki þó hann fái ekki augljós brot dæmd á sig og var bara til fyrirmyndar á allan hátt í dag? Ef hann heldur þessu áfram þá á hann eftir snúa dómarastéttinni á sitt band og við förum að sjá dóma falla með okkur.

    Wisdom átti stórgóðan leik, Glen Johnson var frábær vinstra megin. Sahin og Allen áttu einfaldlega miðjuna. Suso frábær, það voru allir frábærir.. Meira af þessu takk.

    Áfram Suarez og Liverpool!!

  38. Glæsilegur leikur og virkilega gaman að horfa á liðið með boltann. Sahin er virkilega spennandi leikmaður og virðist vera mjög klókur. Ég tók sérstaklega eftir því að allir 50/50 boltar og allar tæklingar sem hann á… boltinn beint á samherja. Hann á bara eftir að verða betri og það á örugglega við um meiripartinn af liðinu. Þó ég átti mig ekki alveg á því hvernig er hægt að vera betri en Suarez var í dag.

    Hins vegar er smá downside að í þau fáu skipti sem við náðum ekki að vinna boltann aftur með hápressu… þá gerðist yfirleitt eitthvað hættulegt upp við okkar mark. Þá var Johnson t.d. oft einn á moti einum á stóru svæði þar sem hann er ekki nógu sterkur eða þá bara að þeir koma keyrandi 3 á 3. Þetta þarf að loka á og ef við hefðum verið að spila við meira clinical lið í dag þá hefðu þeir skorað fleiri mörk.

    Hjartanlega sammála með mann leiksins. Mér fannst Sterling aðeins vera kippt niður á jörðina í dag eftir góða leiki undanfarið og einnig er greinilegt að Suso á betur heima á miðjunni en samkeppnin er hörð þar. Hann fær örugglega þá stöðu í evrópukeppninni og deildarbikar til að bæta sig.

    Svona að lokum verð ég að lýsa pirringi mínum á leiknum eftir að Assaidi kom inná. Ég var gríðarlega spenntur og hélt að nú myndi hann rústa þreyttum Norwich mönnum en neeee… þá fór allur leikurinn bara fram á hægri vallarhelmingi okkar og hann nánast sást ekki í mynd. Það fannst mér synd enda sýndi hann í síðasta leik hvað hann getur.

    Áfram Rodgers! Þetta er á réttri leið!

  39. Úff hvað Luis Suárez er stórkostlegur knattspyrnumaður! Það var unun að sjá liðið spila í dag, miðjan er grjóthörð og loksins náum við að búa til eitthvað úr possessioninu. Ég hef gríðarlega trú á BR eftir að verða vitni að uppstillingunum í síðustu leikjum. Það verður seint sagt að hann skorti kjark!

    Auðvitað væri MJÖG sterkt að fá einn góðan slúttara fremst, en það er ekki eins og Gerrard, Suárez og fleiri séu neinir amlóðar í þeirri deild. Frábær sprettur og stunga hjá Agger á Suárez by the way!

  40. Rúv og Stöð2 að skíta á sig með því að sýna ekki úr Liverpool-leiknum í fréttunum

  41. Eg er sammala með ruv og stoð 2 að þeir eru með skitu að hafa ekki synt þrennu suarez i frettatimanum. Eg horfði a baða frettatimana til að sj morkin hja kallinum eina ferðina enn en fekk ekkert fyrir minn snuð. Er hræddur um að ef persie hefdi gert þrennu gegn norwich hefdu þeir gefið ser tima til að syna það.

    Annars er being liverpool þatturinn a dagskra stoðvar2sport2 a fimmtudagskvoldið kl 21. Hlakka til að sja þessa þætti

  42. Hér má sjá mörkin: http://www.101greatgoals.com/gvideos/norwich-2-liverpool-5/

    Og þarna er líka talað um að í markinu hjá Reina hafi verið smá snerting hjá varnarmanni sem lét boltann breyta um stefnu. Tók ekki eftir því í dag, en tók einmitt eftir því að Reina virtist vera undarlega staðsettur miðað við hvar boltinn kom á hann, þurfti að teygja sig til hliðar til að ná honum. Varla hægt að álasa honum eins mikið ef þetta er raunin, að halda ekki föstum bolta sem breytir snögglega um stefnu vegna snertingar…

  43. Reina búinn að vera drullu lélegur undanfarin 2 ár, er langt frá þeim stað sem hann var fyrstu árin sín hjá Liverpool, það sjá allir sem vilja. Kemst ekki á topp 10 yfir bestu markmenn í heimi í dag og er ekki einn af 3 bestu markvörðum í úrvalsdeildinni. Fyrra markið í dag á hann skuldlaust frá a-ö.
    Vonandi fyrir hann og okkur að hann nái fyrri getu en hann er með veikleika sem gerir það að verkum að hann mun aldrei ná því að vera meðal þeirra allra bestu.

  44. Brynjar, eg er bara ekki sammala þer með Reina, hinir markverðirnir eins og chech, hart og fleiri hafa lik gefið mork siðustu 2 àrin. Hvaða markmenn eiga að vera betri en Reina i þessari deild? Kannski Hart jú se ekki fleiri betri en Reina… ma lika kannski taka með i reikninginn að varnarleikur okkat manna hefur dalað mikið siðustu 2 arin…

  45. Þið sem drullið yfir Pepe Reina aðalmarkvörð Livepool, 30 ára gamlan.

    Markmenn sem hafa lélega vörn fyrir framan sig eru lélegir markmenn. Þeir fá á sig mörk! Undantekningalaust. Þeir eru aldrei heimsklassa.

    Það er ástæða fyrir því að Reina var frábær í gamla daga, frábær vörn fyrir framan!

  46. Getur einhver sagt mér hvort Morgan sé meiddur? Hann virtist vera nokkuð framarlega í goggunarröðinni fyrir nokkrum leikjum síðan en er svo bara horfinn

  47. Brynjar H , Reina var akkurat á meðal bestu markvarða heims í tíð Benitez hjá liðinu .. þú kannski misstir af þeim tímabilum eða ?

  48. Þegar Rafa var stjóri þá eyddi Reina mörgum klukkutímum í að stúdera sóknarmenn í deildinni, efni sem þáverandi markmannsþjálfari tók til fyrir hann. Sennilega ekki tilviljun að Reina hafi dalað síðan hann hætti (markmannsþjálfarinn).

  49. Skoðið flugið á boltanum í þessu skoti,hann hefði leikandi geta farið af hendinni á honum og beint inn.Það er ekkert nema boltinn sem spilað er með í dag sem er langstæðsti örsakavaldur “markmannsmistaka” hjá ÖLLUM markvörðum í dag ekki bara Reina.

  50. Þriðji búningurinn er geggjað flottur, spurning um að spila bara í honum í vetur fyrst að mörkunum rignir inn 🙂

    Vá, hvað það eru spennandi tímar framundan… liðið er að spila skemmtilegasta boltann í mörg ár og það alvöru sóknarbolta!

  51. hoddij – Ég er búinn að setja þig í sóttkví vegna dónaskaparins sem þú sýnir Magga í ummælum #18. Framvegis þarf ég að samþykkja ummæli frá þér áður en þau birtast á síðunni. Bara svo þú vitir af því. Þessi ummæli hefðu aldrei fengið að standa ef við Einar Örn hefðum verið eitthvað á síðunni í dag.

    Annars var ég bara rétt núna fyrst að horfa á mörkin og klippurnar úr þessum leik á LFC TV. Suarez er snillingur og mikið vona ég að hann haldi áfram svona. 5 mörk í 6 deildarleikjum, ójá. Fyrst hann fékk ekki vítið í fyrri hálfleik fær hann það aldrei. Maðurinn lemur hann viljandi aftan frá, snýr sér svo við og heimtar spjald á Suarez fyrir leikaraskap. Og áfram halda menn að hata Suarez á meðan þessi „varnarmaður“ Norwich sleppur væntanlega alveg með allar refsingar þótt brot hans og skítleg hegðun sjáist klárlega á myndbandi.

    Um stuðningsmenn Norwich þarf ekki að fjölyrða. Ég horfði á 15 mínútna pakka með því helsta úr leiknum og það eina sem ég heyrði til þeirra var Suarez-lagið. Þeir eiga skilið að hann skori þrennu í andlitið á þeim í hvert skipti sem hann mætir þeim.

    Annars er mig farið að gruna svo ískyggilega að Brendan Rodgers sé málið að ég ræð mér varla fyrir spennu. Udinese á leið á Anfield, það verður áhugaverður leikur og svo kemur kannski stórt test þegar þetta litla og léttleikandi lið okkar mætir Stoke. Þegar liðið er að spila svona vel er erfitt að bíða eftir næsta leik.

    Já og sagði ég ykkur ekki að Sahin væri góður? Hvað þurfum við að gera til að sannfæra hann um að vera áfram á Anfield til frambúðar? Segið bara hvað þarf til og við látum það gerast. Frábær leikmaður.

    Talandi um Sahin. Sáuð þið hvað Dortmund-stuðningsmenn gerðu á Westfalenstadion í dag? Þeir gáfu okkur Berger, Degen og núna Sahin (óbeint), þeir syngja YNWA á heimaleikjum og í dag minntust þeir fórnarlamba Hillsborough: http://instagram.com/p/QLDmozyZON/

    Er ekki orðið nokkuð klárt að Dortmund og Liverpool eru vinaklúbbar?

  52. 51# ekki samkv. þessari síðu. Spurning samt hvort hún sé nógu góð heimild.

  53. Ég er vissulega þakklátur fyrir sigurinn og mörkin, og ánægður með margt í okkar leik. En ég hef áhyggjur af því að Norwich (af öllum liðum) hefði hæglega getað skorað 6 mörk á okkur í dag (og þá teljum við bara dauðafærin). Á móti sterkari andstæðingi, eða á degi þar sem Suarez skorar ekki þrisvar fyrir utan teig, hefðum við auðveldlega getað tapað þessum leik. Eitthvað í varnarleik liðsins eða jafnvægi milli sóknar og varnar var vanstillt í dag og því þarf að kippa í lag sem fyrst.

    Og gagnrýnin á Reina er farin að minna mig á ofsóknir áhangenda annarra liða gagnvart Suarez. Af því að Reina hefur átt erfitt uppdráttar í 2 leikjum í haust og sumir komnir á þá skoðun að hann sé að spila illa, er eins og mönnum finnist þeir þurfa að finna tilvik í hverjum leik til að staðfesta skoðunina sína (Hliðstæða: Af því að Suarez kastaði sér niður og reyndi að fiska víti 1-2x í fyrra leita menn að dæmum í hverjum leik þar sem Suarez á að vera að fiska). Reynum frekar að meta hvert tilvik fyrir sig á hlutlægan hátt. Í dag gerði hann mistök í útkasti (sem er alls ekki dæmigert fyrir hann – þvert á móti), sem ættu undir venjulegum kringumstæðum alls ekki að kosta mark. En í framhaldinu er Norwich manninum hleypt upp að vítateig óáreittum, hann fær frítt skot, sem var fast og boltinn hreyfðist til í loftinu. Reina gerði það sem hann gat til að verða fyrir boltanum, varði skotið en var óheppinn með hvert boltinn skoppar. Harkalegt að tala um þetta eins og Reina einn og sér hafi kostað okkur mark.

  54. Ég elska Reyna, ekki nóg med thad ad madurinn sé frábær markmadur tha er hann líka svo fínn gaur og mikill karakter í klefanum. Vá hvad eg væri samt til ad fá ter Stegen frá Gladbach eins og slúdrad er um, thad væri svo mikill fengur. Jafnvel ad fá Howedes frá Schalke líka, Thýskaland og Belgía eru sko algjörlega málid í dag og Liverpool er ad missa af thar.

  55. MOTD um leikinn í dag
    http://www.mysoccerplace.net/video/norwich-vs-liverpool-2-5-motd

    Þetta annað mark er gjörsamlega æðilslegt hjá Suarez. Nýbúinn að klúðra dauða dauðafæri við mikla kátínu viðbjóðslegra aðdáenda Norwich sem sungu líkt og í fyrra meira um Suarez heldur en sitt eigið lið. Það er ekki liðin hálf mínúta þegar hann stelur boltanum, klobbar varnarmanninn og afgreiðir mun erfiðara færi í bláhornið og treður sveittum íþróttasokk upp í inbreed liðið í stúkunni. Eitthvað sem hann gerði svo nokkrum sinnum til viðbótar í leiknum…eins og í fyrra.

  56. Frábær leikur og eins og ég hef svo oft sagt þá er framtíðin björt 🙂
    Being LIVERPOOL þættirnir eru frábærir (búinn að sjá 2 fyrstu þættina) Þeir eru bara til að auka vellíðan og bjartsýni á framhaldið hjá okkar mönnum og shitt hvað BR er mikill snilli í þessum þáttum 🙂
    Það sem mér finnst best við BR er að hann segir það bara hreint út að menn verði að leggja á sig til að spila fyrir þennan yndislega klúbb annars geta þeir bara farið , það skiptir ekki máli hvað þú heitir eða á hvað þú varst keyptur ….

    Nú sjá unglinarnir loks að þeir eiga séns og leggja því meira á sig til að verða að betri leikmanni .. Svo áfram LIVERPOOL og áfram VIÐ 🙂

  57. Sahin 4 leikir, 3 mörk, 3 stoðsendingar. Er hægt að biðja um eitthvað meira? Ég hef ekki verið jafnspenntur fyrir leikmanni síðan Stevie G var að stíga sín fyrstu skref.

  58. @59 Liverpool hefði líka hæglega getað gert hátt í 10 mörk, miðað við það sem ég sá úr leiknum. Tek það þó fram að ég sá ekki allan leikinn.

  59. Verð að segja að á tímabili hafði ég ekki mikla trú á verkefninu. Fannst ekki líklegt að sýn BR myndi nást með mannskapnum sem hann hafði. Síðan hef ég séð Suso, Sahin, Assaidi og Wisdom koma sterkari inn, auk þess sem Sterling virðist ætla að halda dampi. Nú hef ég meiri trú á þessu. Ef við ætlum að spila Barcelona bolta, þá er ekki nóg að spila hratt á milli manna. Þú þarft líka Messi og Iniesta týpurnar sem geta tekið menn á og sótt hratt á andstæðingana. Mér sýnist Suso komast næst því, auk þess sem Suarez gæti gert þetta líka ef hann yrði “false 9”. Assaidi lítur líka vel út, og verður fróðlegt að sjá meira af honum.

  60. fyrirgefið mér ef ég virka dónalegur eða fer fyrir brjóstið á einhverjum hér inni.. en þeir sem halda því fram að Reina sé lélegur markmaður eru einfaldlega HÁLVITAR… Og voru greinilega ekki að horfa á sama leik og hinir voru að horfa á, hann var nokkuð magnaður í þessu leik burt séð frá þessu útkasti sem er mjög sjaldgæf mistök hjá honum.. og markið sem komi í gjölfarið getur jafn mikið skrifast á vörnina þar sem ekki nokkur maður mætti á móti til að loka á norwich manninn…

    (Svar (Kristján Atli)): Ég ætlaði að ritskoða þessi ummæli en ákvað að láta þau standa. Ef þú ætlar að kalla einhverja hálfvita er lágmark að stafsetja orðið rétt. 🙂

    Svo veit ég ekki til þess að nokkur maður hafi verið að kalla Reina lélegan markvörð hér inni. Hann er frábær markvörður en hann hefur átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið og gert of mörg mistök. Fyrra mark Norwich í gær er algjörlega honum að kenna, það er engin leið að snúa því öðruvísi, og hann var sýnilega mjög reiður við sjálfan sig í kjölfar marksins.*

  61. Tekið af sport.is
    http://www.sport.is/enski-boltinn/2012/09/29/enski-boltinn-suarez-med-thrennu-i-fyrsta-sigri-liverpool-tottenham-vann-i-haspennuleik-a-old-trafford/

    Blockquote
    Undur og stórmerki áttu sér stað þegar Liverpool sótti Norwich heim. Suarez skoraði þrennu í 2-5 útisigri Liverpool. Fyrsti sigur liðsins á tímabilinu staðreynd og þetta hlýtur að gefa liðinu byr undir báða vængi í framhaldinu. Brendan Rodgers ætti að geta andað örlítið léttar en lið hans og hann sjálfur hafa fengið sinn skerf af gagnrýninni að undanförnu. Nú þurfa poolarar bara að líta fram á veginn og stefna þangað sem stórlið af þeirra stærðargráðu ætti að vera á.
    Blockquote

    Þessar fyrstu tvær setningar fara í mínar fínustu. Vonlaus umfjöllun sport.is um glæsilegan sigur Liverpool. Fyrsti deildarsigur Liverpool en alls ekki fyrsti sigurinn á tímabilinu, fyrir utan það, að það kemur nkl ekkert á óvart að vinna Norwich. Þeir eru kannski hissa á að Suarez setti þrennu en það vita allir að hann er frábær fótboltamaður og það var bara tímaspurmál hvenær hann myndi setja þrennu á þessu tímabili.

  62. Algjörlega frábær sigur og nokkur atriði sem mig langar að nefna:

    Suarez var frábær og hann mun skora mun meira í framhaldinu því hann er greinilega búinn að fá skipanir að skjóta meira á rammann. Hann virðist eiga betur með að skora úr erfiðum færum heldur en dauðafærum. Það er allt í lagi á meðan hann er að skora tæpt mark í leik að meðaltali. Markið sem hann sletti framan í guluna þarna í stúkunni var stórkostlegt, hann er eins og minkur!

    Reina var flottur í þessum leik og sýndi að hann er enginn meðalmarkmaður. Þessar vörslur hjá honum t.d. þegar rangstæðan var dæmd og hvernig hann lokar markinu snemma leiks á nærstöng sanna það að hann er flottur markmaður.
    Hann er gullmoli fyrir þennan hóp og vonandi höldum við honum sem lengst.

    Eineltið á hendur Suarez er hér með staðfest! Þetta var algjörlega ótrúlegt að dæma ekki víti á þennan Barnet asna!
    Þvílíkur viðbjóður að fylgjast með þessu máli. Það verður spennandi að fylgjast með því hvað gerist á næstunni því Suarez er ekkert að hætta að fá hættuleg færi inn í teig. Framkoma þessa leikmanns hjá norwich í kjölfarið á þessu broti segir meira en ýmislegt, það er opinbert að Suarez detti auðveldlega og þarna vildi þessi asni fiska spjald á hann og fría sig sjálfan. Þvílíkur skítakarekter og hans framkoma sýnir okkur og sannar að Suarez er ekki að fá sömu meðferð og aðrir.
    En ekki gleyma því að þetta orðspor er í boði ferguson.

    Það eru ekki nema 7 stig í fjórða sætið og með svona spilamennsku + betri varnarvinnu að þá munu stigin halast inn. Það er klárt!
    Yndislegt að sjá manjú tapa í dag en þeir hefðu átt að gera það líka síðasta sunnudag!

  63. Sælir félagar, og afsakið þráðránið. Ég veit ekki hvort að það sé eingöngu vegna þess hvað þetta var góður leikur en ég er fallinn fyrir þessari Liverpool treyju. Veit einhver hvar ég get fengið fjólubláu treyjuna og einnig hvað varð um laegraverd.is, eru þeir hættir með Liverpool treyjurnar?

    Með fyrirfram þökk
    Baldur

  64. Efst á þessari síðu, til hægri, er banner sem auglýsir bolinn til sölu. Klikkaðu á hann og þá kemstu inn á sölusíðu fyrir hann.

  65. “We’re going to have a party,
    we’re going to have a party,
    we’re going to have a party,
    when Suarez gets a pen,
    when Suarez gets a pen,
    when Suarez gets a pen.”

  66. Sælir félagar

    Frábær leikur, ekki nokkur vafi og niðurstaðan eins og BR hefur sáð til. Þó enn sé ýmislegt að laga þá liggur brautin greinilega upp á við. Menn verða þó að gera sér grein fyrir að það geta komið dældir í þá götu þar sem liðið tapar leik eða leikjum.

    Greinilegt er að allir leikmenn eru að ná betra valdi á að framkvæma hugmyndir BR og er þar enginn undan skilinn. Þó á greinilega eftir að laga sumt í varnarleik liðsins. Það er að færslan á liðinu þegar liðið vinnur boltann og sækir að skilja ekki eftir of miklar glufur þegar það tapar boltanum.

    Þetta er spurning um hvernig sóknarfærsla liðsins fer fram og skipulagning á liðsheildinni í framhaldi af því. Ég efast ekki um að BR hefur svör við þessu öllu en leikmenn eiga eftir að tileinka sér það.

    Allir leikmenn liðsins stóðu sig vel í gær. Án undantekninga, athugið það, án undantekninga. Því vil ég biðja menn og konur að gefa liðinu það andrúm sem þarf til að tileinka sér allar þær hugmyndir sem nýtt leikskipulag krefst.

    Það er nú þannig

    YNWA

  67. Takk fyrir linkinn Babu #61
    sá ekki leikinn en vörnin hjá Norwich virðist vera í sama ruglinu og í fyrra.
    Gaman að sjá tæknina hjá Suso og Sterling, svona guttar með Luis og Gerrard gera gæfumuninn.
    Hvað var Skrtel að gera í marki 2 hjá Norwich? Inn á með Coates!

  68. Var að klára að horfa á klippurnar úr MOTD. Sterling á þarna skýran þátt í tveimur mörkum liðsins. Á key-sendingu þegar Sahin skorar og stoðsendingu á Gerrard í fimmta markinu. Ég myndi kalla það dágott fyrir 17 ára dreng á hverjum degi. En kannski eru menn orðnir svona agalega góðu vanir. Varðandi varnarleikinn þá er þetta erfiðasti parturinn í tiki-taka (ættum við ekki að fara að kalla þetta eitthvað annað?). Þess vegna er liðið að leka inn fullt af mörkum og mun gera það áfram. Stærsta spurningarmerkið er hvort Skrtel og Agger nái að aðlaga sig þessu og Skrtel virðist gera það töluvert hægar en Agger eins og búast mátti við. Spurningin með Coates er hvort hann sé nógu fljótur til að pressa ofarlega.

    Reina hefur vissulega dalað og átt sök á nokkrum mörkum á þessu tímabili. En ef hann hefur ekki unnið sér inn smá tíma, líka til að aðlagast, þá gætum við hverjum einasta leikmanni eftir hvern slakan leik þeirra. Hef grun um að þeir sem hálshöggva Reina séu þeir sömu og vilja kippa Gerrard út úr liðinu. Bull, bull, bull. Það er alveg ljóst hverjir eru lykilmenn í þessu liði. Þeir heita Reina, Agger, Gerrard, núna er Allen orðinn einn af þeim, Lucas og Suarez. Þessir gæjar verða ekkert teknir út úr liðinu. Hins vegar væri gott að fá ungan og efnilegan markmann til liðsins sem gæti velgt Reina undir uggum á komandi árum.

  69. Kristján Atli: já ég tók eftir að ég skrifaði þetta vitlaust en þar sem að það er búið að taka út mögurleikan að breyta kommetum þá nennti ég ekki að spá í þessu.. en einsog ég tók fram þá var ég ekki að reyna að særa neinn né að reyna að vera móðgandi en vilti bara benta fólki á að þetta var örugglega einn hans besti leikur þetta tímabil..

  70. Frábær sigur hjá okkar mönnum, hlaut að koma að því, sá ekki leikinn en mér finnst að þeir sem vilja Reina út úr liðinu og Gerrard líka og helst selja þá verði að benda á einhverja betri sem við getum fengið í staðinn, (sennilega ansi erfitt). En með þessa blöndu af eldri og yngri mönnum og allt þar á milli er framtíðin björt og spilamennskan er skemmtileg á að horfa svona oftast allavega.

  71. Þetta var frábær sigur og með ólíkindum að sjá hversu vel okkar menn héldu boltanum. Á nokkrum punktum í leiknum velti ég því alvörunni fyrir mér hvort að Norwich hefðu snert boltann síðustu 5 mínúturnar.

    Held að við höfum endað í ca 70% possession, sem er með ólíkindum hátt á útivelli og það að setja þetta sendingamet er frábært.

    Það eina neikvæða er það að við höldum áfram að gera aulamistök í vörninni. Einhvers staðar las ég að ekkert lið hefði gert fleiri varnarmistök á þessari leiktíð en Liverpool. Það er áhyggjuefni og með sama áframhaldi þá fer Skrtel að missa stöðuna sína til Coates.

    En við þurftum svo ótrúlega mikið á þessum sigri að halda. Þrátt fyrir frábært spil að undanförnu höfum við lítið sem ekkert fengið útúr leikjum, svo þetta var lífsnauðsynlegt. Núna eigum við að klára 6 stig úr næstu tveim leikjum áður en við förum svo á Goodison og komum Everton niður á jörðina með hvelli.

  72. Einar Örn:

    Núna eigum við að klára 6 stig úr næstu tveim leikjum áður en við förum svo á Goodison og komum Everton niður á jörðina með hvelli.

    Shit. Nú er ég orðinn fáránlega jákvæður yfir þessu liði okkar. Ég er þegar farinn að hlakka til Everton-leiksins. Takk, Einar Örn. Það verður sérlega gaman þegar Stoke kemur okkur niður á jörðina um næstu helgi eða hitt þó heldur. 🙂

  73. Var staddur fjarri sjónvarps og sá ekki leikinn en eftir að hafa séð bestu punktana í tölvu,þá hríslaðist um mig sæluhrollur að sjá þessi mörk.markið þegar Sterling brunar með boltan og sendir á Suares og hann reynir að senda beint á Sterling aftur en með viðkomu í varnarmanni sendir Suares á Sahin…SNILLD Meira af þessu takk.Áræðni hraði sjálfstraust það er það sem er að koma inn í liðið með Rodgersvæðingunni:)

  74. jæja þar kom að því að við stimpluðum okkur inn og gerðum toppliðunum viðvart að við erum ekki úr leik í baráttunni um Bretland. Að mínu mati eigum við fullt erindi í þessa toppbaráttu enda ekki með síðra lið en t.d united, chelsea og Arsenal og að mínu mati með besta stjórann og hann er ekki orðinn fertugur.
    Hvað suarez varðar þá sannaði hann það enn eina ferðina að hér er um að ræða einn af 3 -5 bestu leikmönnum heims í dag. Mér finst hann koma í rauninni á eftir messi og xavi… spurning með iniesta líka.
    Svo vill ég tjá mig um reina. hvaða lið á englandi hefur betri markmann en reina ?
    Tökum svokölluð topplið.
    City er með joe hart. hann á ekki sjens í reina.
    United er með degea og lindegaard sem eru bara djók markmenn að mínu mati.
    chelsea með chec, hann er svona næst því að ná reina.
    sama hvað menn segja að þá er þetta mín skoðun.
    Takk fyrir.

  75. ég ss ég trúi þessu en aldrei vanmeta beljuna ef hús. scum going down scum going down aldrei drekka miglaðana appelsínu tá

    Hér er á ferð einhver sem telur fyndið að kalla sig nafni og “nicki” annars, sem það er ekki. En nú er kominn tími á þig Siguróli að setja inn mynd, þá er ekki lengur hægt að falsa þig karlinn…

    Maggi.

  76. Steingrímur nei þetta er ekki djók að mínu mati. Ég hef fulla trú á okkar liði og stjóranum okkar. smá hægðartregða í byrjun en þetta er að smella núna. Öndum aðeins og þetta kemur. við verðum pottþétt í topp 4.

  77. Siguróli…hversu fullur ertu núna? Er eitthvað vit í því að bulla hér og draga þitt orðspor lengra niður en það var þegar komið í þessu vefsamfélagi okkar hér?

  78. Já frábær leikur, ungu menninir að standa sig vel og Suarez magnaður. Þó er eitt sem mér finnst vera ánægjulegt að sjá og hef saknað lengi það er að sjá miðjumenn koma inn í teig þegar fremherjar eru að basla með boltann út við vængi. Sá miðjumaðu sem er að gera þetta sérstaklega vel, það er að tímasetja hlaupin inn í teig er Sahin.
    Ég vissi að hann væri magnaður leikmaður, og tel það frumskilyrði hjá BR að að læsa hann hjá okkur. Þetta er leikmaður með frábæran leikskilning og gerir ekki annað en að bæta okkar lið mikið

    .

  79. Það er orðið slæmt þegar það kemur sigurleikur og menn finna samt eitthvað til að tuða yfir. Reina er einn besti markvörður í heimi en hann er líka mannlegur og gerir mistök. Checkinn, Casillas, Friedel, Neuer og fleiri, allir gera þeir reglulega einhver mistök. Verum bara fegnir að við séum ekki með Degea eða Lindegaard í markinu hjá okkur 🙂

    Áfram Reina 🙂

  80. islogi, ég á ekki þessi ummæli, nú er einhver a koma óorði á mig…….. éger innimeð tvo pistla , semhafa ekki verið sýndir… en þetta no 86 á ég ekki og skil engan vegin……..Krisján Atli getur vonandi staðfest það

    Innskot (KAR): ég get staðfest að hinn efri er ekki rétti Siguróli. Maggi hefði í raun átt að henda þeim ummælum út til að forðast þessa umræðu.

  81. vil sjá þessa pistla Siguróla sem ekki hafa verið sýndir.

    Innskot (KAR): Þeir voru ritskoðaðir. Það þarf ekkert að ræða það frekar.

  82. Það eina sem mér finnst hægt að tuða um er það að Suarez hefur verið brennimerktur sem divari af ákeðnum einstakling og allir virðast trúa því, ég gerði eina leit á Google til að finna difur hanns síðasta árið og það eina sem ég fann voru tvær, en í báðum tilfellum var snerting, og svo helling af vídeoum úr tölvuleikjum. það þarf að koma fólki í skilning um að hann stendur af sér fleiri tæklingar en þegar hann dettur og það er alltaf snerting. það er ekki einsog dómar dæma þegar brotið er á manni sem ekki dettur, þannig að auvitað verður maður að detta til að fá aukaspyrniur eða víti þegar vissulega er bortið af manni, það væri heimskulegt að standa það af sér verandi komin í verri stöðu en fyrir brotið og fá ekkert.

Liðið gegn Norwich

Mánudagspælingar – Opin umræða