Kop.is Podcast #28

Hér er þáttur númer tuttugu og átta af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 28.þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Einar Örn, SSteinn, Babú og Maggi.

Í þessum þætti ræddum við leikina gegn Norwich, Udinese og Stoke og fárið í kringum Luis Suarez.

83 Comments

  1. Vel gert.
    Elska þessi hlaðvörp nú fer maður að verða svo frekur að krefja síðuhaldara um kop.is app hvernig sem það svo yrði.

  2. Varaforseti FIFA að tjá sig um að Suarez sé svindlari

    Er ekki frekar furðulegt að hann tali um þetta einmitt núna og um þennan leikmann þegar þetta hefur verið gert í mörg mörg ár?

    Eða er þetta kannski ekkert skrítið? Er þetta kannski bara afþví að þetta er hann?

  3. Hvað er furðulegt við það?
    Suarez er að taka þessar dýfur á nýtt plan, leik eftir leik…
    Hrikalega leiðinlegt að horfa á hann henda sér niður öskrandi með hendina uppí loftið..
    Það er að verða að hans “múvi” eins og Shearer með hendina uppí loftið eftir mark….

  4. Það sem er furðulegt við þetta er að maðurinn sé að minnast á þetta núna þegar allir eru að drulla yfir Suarez. Af hverju sagði hann ekkert þegar Ashley Young tók margar fáránlegar dýfur í fyrra?
    Og það er ekki rétt að hann sé að taka dýfur á nýtt plan, þetta eru nú ekki verstu dýfur í heimi hjá honum.

  5. Mér hefur fundist ég vera undanfarna daga í einhverjum Twilight Zone þætti. Það er með ólíkindum að horfa uppá kerfisbundið eineltið á Suarez og enn ótrúlegra að viðbjóðurinn er farinn að fá örfáa púllara til að taka undir viðbjóðinn.

  6. Varaforseti FIFA, einmitt. Ég held að hann ætti að einbeita sér að spillingunni innan FIFA. Af hverju er hann að koma fram núna, en ekki þegar blökkumaðurinn hjá manure lét sig detta ÁN SNERTINGAR og fékk víti dæmt. Það er hypað upp í flestum breskum fjölmiðlum þegar Suarez ýkti snertingu varnarmanns stók.

    Suarez á vonandi eftir að standa þetta einelti af sér, vona það allavega fyrir hönd okkar Liverpool aðdáenda. Sammála strákunum með Wisdom, mér finnst hann bara spila eins og úrvalsdeildarleikmaður með nokkra ára reynslu.

    Okkur vantar samt sóknarmann, eins og við flestir vitum hér.

  7. Ein spurning samt, hvað þarf lið að fá mörg gul spjöld í leik til þess að FA sekti það ?

  8. Eins leiðinleg og landsleikjahlé eru þá verður þetta landsleikjahlé ennþá leiðinlegara með þessa Suarez umræðu fram að næsta leik. Sæll vinur hvað ég nenni því ekki.

  9. Já maður er kominn með stífkrampa í puttana eftir að hafa varið Suarez á netsíðum heimsins!
    Þetta er óþolandi einelti og djöfull ætla ég að vona að hann muni aldrei falla í þessa gryfju aftur og muni standa sig áfram í að skora, það er besta lausnin fyrir hann enda er Suarez hinn nýji Maradona í mínum huga!

  10. 8, held að Stoke hafi fengið 25.000 punda sekt fyrir sjöldin sex. En… Suarez er búinn að svara fyrir sig og gerir það bara vel. Hann ætlar sko ekki að láta þetta fara með sig og það sama skulum við gera.

  11. Goggurinn vill, um leið og hann hrósar góðu podcasti (þumall upp), koma því á framfæri að hann er gallharður stuðningsmaður Liverpool fyrir allan peninginn! Þrátt fyrir að vera orðinn þreyttur á dívum sjöunnar (sem hann að öðru leyti elskar og dáir).

    Bitte

  12. Frábært! Mér líður alltaf eins og ég sé að opna jólapakka þegar ég sé það er komið nýtt podcast.

    Nú fylgist ég ekki nógu mikið með unglinga/varaliðinu og var þess vegna að pæla, er Wisdom hægri bakvörður að upplagi og búinn að vera að spila sem slíkur upp “yngri flokkana” eða er hann miðvörður fluttur í bakvörð eins og svo margir?

    Og smá leiðindapunktur. Ég veit að stundum verður mönnum heitt í hamsi og þá er erfitt að hemja sig en það er rosalega óþægilegt að hlusta á menn tala hvor ofan í annan í svona þáttum. Ég þurfti að ýta á pásu í miðri Stoke-umræðunni til að hvíla eyrun, þetta var orðið svo mikið áreiti og ég heyrði ekki orðaskil. Leyfa mönnum að klára 🙂

    Takk Takk

  13. Ein pæling varðandi Suarez og Bale. Það er etv ekki gert jafn mikið úr Bale og úr Suarez af því að stjóri Villa úthúðaði Bale ekki í viðtali strax eftir leik. Eins og þið töluðuð um, man ekki hver það var, en þá verður Rodgers einfaldlega stundum að hafa pung í að vera stórorður í þessum viðtölum. Af hverju hraunaði hann ekki yfir Huth, og almennt yfir Stoke? Er það ekki “The Liverpool Way?”

    Þessi yfirlýsing daginn eftir er alls ekki sama fréttaefni og þegar stjórinn segir þetta strax eftir leik. Þetta missir pínulítið marks.

    Ég nennti ekki að kíkja á td Match of the Day til að skoða umfjallanir þáttarins um Suarez og svo um Bale. Ég vænti þess samt að þeir hafi tekið bæði dæmin fyrir og talað um það.

  14. Egill (#13) – Ég er sammála þér. Það er erfitt stundum þegar samræðurnar verða heitar að forðast að menn tali ofan í hver annan. Þetta stafar að miklu leyti til af því að við erum ekki í sama herbergi, tökum upp á Skype, og því erfitt að meta hvenær menn eru hættir að tala og við lendum líka stundum í því að tveir byrja að tala á sama tíma.

    Ef við gætum hist fyrir þætti væri þetta ekkert mál.

    Annars er rétt að taka fram að það voru smávægilegar nettruflanir í eitt eða tvö skipti á fyrsta hálftíma þáttarins. Ég biðst velvirðingar á því. Nettengingin heima hjá mér var á flökti í gær og því duttu strákarnir út í eitt eða tvö skipti.

    Þetta er work in progress. Það er alltaf hægt að gera betur. 🙂

  15. Snilldar Podcast eins og venjulega. Mjög svo sammála því að vilja sjá BR vaða í Stoke eftir leikinn og benda á fólskuháttinn í þeim. En meðan dómarar virðast hafa skoðað bringutrampið á myndbandi eftir leik og sjá ekkert athugavert við þetta að þá er þeim ekki viðbjargandi held ég.

    Varðandi það að fá app fyrir podcast að þá nota ég nú bara podcast appið frá apple og geri subscribe á kop.is. Uppfærist sjálfkrafa og og syncar á milli tækja þannig að það skiptir ekki máli þó ég byrji að hlusta í iPhone að get ég skipt yfir í iPod, appleTV eða iMac og haldið áfram þar sem frá var horfið. Alger snilld og óþarfi að hlaða niður þættinum þar sem þetta streamar án vandræða.
    Vildi bara benda mönnum á þennan möguleika.

  16. Það er til slatti af podcast forritum fyrir Android líka, en þau eru misgóð og ég hef ekki rekist á neitt sem mér hefur þótt virkilega gott. Ég hef svo sem ekki gert dauðaleit að því heldur.

    Ég nota hinsvegar Google-Reader appið í Chrome til að vera áskrifandi af feeds eins og kop.is, enda hlusta ég oftast á podcastið frá Kop.is í tölvunni.

  17. Steini um Robert Huth: “Hvaðan úr Breiðdalnum kemur sá maður?”. Sem fulltrúi nágrannasveitarfélags Breiðdælinga er ég ánægður með þessi ummæli. Alltaf flott podcast hjá ykkur btw.

  18. Fínt Podkast drengir en í gvuðs bænum hættiði að tala svona mikið um Stók.

    Og meðan ég man, stjörnurnar eru alltaf umdeildar. Það er enginn að fara að selja eða gefa Suarez.

  19. Takk fyrir podcastið, eg er ekki að grínast en þegar kemur podcast það eru sennilega uppahaldskvold manaðarins hja mer.

    Mjog sammala Steina þegar hann talar um suarez, eg hef bent monnum lengi a það að það er ALLTAF brotið a honum þegar hann dettur, eg hef stórar ahyggjur af þvi að monnum takist að fótbrjota drenginn fljotlega ef menn fa svona skotleyfi a drenginn i hverjum einasta leik.

    Hvernig væri að Rodgera mundi biðla til blaðanna að taka saman og syna mönnum allar þessar dyfur sem menn eru að àsaka suarez um? Þessar dyfur eru ekki til. Það þarf að fara að syna dómurum einnig öll brotin sem menn sleppa með þegar þeir brjota a honum.
    Eg hef miklar ahyggjur af Suarez og held að enska knattspurnusambandið og blaðamenn muni fljotlega na að hrekja hann ur enska boltanum.

  20. fínn þáttur.. en vill bara benda ykkur á að suso átti ekki stoðsendinguna á móti man utd.. það var Glen Johnson… en suso átti stóran þátt í því

  21. Gaman að þessum pod köstum. Ég verð samt að koma aðeins inná þessa Suarez umræðu. Mér finnst að menn séu komnir á ansi hálan ís þegar menn eru farnir að réttlæta þessar dívur eins og mér heyrðist sumir vera að gera í þessu podkasti. Suarez er sjálfum sér verstur í þessu. Ég man nú ekki betur en leikmenn eins Ronaldo, Nani og Drogba hafi verið úthúðað hér sem og víðar fyrir leikaraskap og óíþróttamanslega framkomu en núna þegar þetta er Liverpool leikmaður þá er þetta einelti og nánast eðlilegt að hann geri þetta þar sem hann fær hvort sem er ekkert frá dómurunum. Menn hljóta að sjá þversögnina í þessu.

    Afhverju fær Suarez ekkert dæmt? Er það af því hann er frá Úrugvæ? Eða afþví að hann kallaði Evra Negro? Eða ætli það sé af því að hann er Liverpool leikmaður? Nei hann fær ekkert dæmt því hann er trekk í trekk að láta sig detta í jörðina við minnstu snertingu eða jafnvel við næstum því snertingu. Þetta er ekkert einelti í einum né neinum heldur bara orðstýr sem hann hefur sjálfur komið sér upp.

    Ég get örugglega fundið mörg ummæla um Drogba hér á þessari síðu þar sem það er verið að drulla yfir hann og það gerði enska pressan líka. Drogba var gjörsamlega óþolandi leikmaður einmitt útaf þessum að vera alltaf að detta þykjast meiddur, nákvæmlega eins og Suarez er að gera trekk í trekk.

    Ég er ekki taka undir með Pulis og miðað við þessi myndbrot sem maður hefur séð úr þessum leik(sá ekki leikin) þá ætti umræðan líka að vera um Stoke og leikstíl þeirra.

    En gerum okkur greiða og hættum að verja svona leikaraskap alveg sama þó hann sé leikmaður Liverpool þetta á ekki að líðast. Einn besti fótbolta maður heims gerir þetta nánast aldrei og er mun hættulegri fyrir vikið. Það er nefnilega stundum unun að horfa á Messi hlaupa upp úr tæklingum og skilja varnarmennina eftir á rassgatinu. Suarez á það til að fleygja sér niður í staðinn fyrir að halda áfram og komast í enn betra færi. Fótbolti er ekki eins og körfubolti þar sem þú mátt ekki snerta mannin með boltan.

    Ég er hins vegar alveg sammála strákunum að það þarf að vernda hæfleikaríka leikmenn betur og svona fantaskapur eins og leikmenn Stoke komast upp með á heldur ekki að líðast í nútímafótbolta. Ég er líka sammála Kristjáni Atla að B. Rogers hefði átt að taka smá rispu á spilamensku Stoke en það er hins vegar spurning hversu mikið hefði verið hlustað á það. Ekki eins og Wenger sé ekki búinn að vera að kvarta yfir þessu í mörg ár og hefur verið hlegið að honum hér inni fyrir vikið t.d.

  22. Það sem er búið að snúa umræðunni. Þessi háttsetti UEFA maður setur út á dýfu Suarez en minnist ekki á skófarið sem Huth skyldi eftir sig á bringu Suarez. Eru skilaboðin sémsagt þau að það sé hræðilegt að dýfa en ekki eins hræðilegt að beita mann ofbeldi?

    Þessi dýfa hjálpaði ekki Suarez, en að einhverju leyti skil ég hann. Huth átti að vera kominn með rautt spjald eftir 3 mínútur. Suarez er ekki dýfari en hann gerir hinsvegar mikið úr brotunum einsog flestir Suður-Amerískir knattspyrnumenn og ég get nefnt helling af nöfnum sem gera það en þið vitið þau líklega.

    Ég er gríðarlega þakklátur Suarez og allri hans hollustu í garð Liverpool. Hollusta sem hann fékk ekki frá klúbbnum þegar hann fékk bannið. Suarez er þannig leikmaður að hann á að vera spila með þeim bestu og þótt hann hafi dýft sér einu sinni að þá eiga Liverpool aðdáendur ekki að ráðast á hann, því hann hefði auðveldlega geta farið í heimsklassa lið í stað þess að hjálpa Liverpool upp úr meðalmennskunni.

    Skapbrigði Suarez inn á vellinum er ekki fyrir minn smekk, en þetta einelti gagnvart honum er komið út fyrir öll velsæmismörk. Ég tel að maður þurfi að vera ansi sterkur karakter til þess að koma út með bros á vör úr öllum þeim aðstæðum sem Suarez hefur þurft að glíma við. Menn hafa framið sjálfsmorð fyrir minna.

    Annars var þetta ágætis podcast.

  23. En gerum okkur greiða og hættum að verja svona leikaraskap alveg sama þó hann sé leikmaður Liverpool þetta á ekki að líðast. Einn besti fótbolta maður heims gerir þetta nánast aldrei og er mun hættulegri fyrir vikið.

    Sammála þessu að mestu leyti en ég bara verð að viðurkenna að á meðan dómari lítur ekki á það sem brot ef leikmaður fellur ekki eftir augljóst brot þá er bara betra þegar menn láta sig falla. Það eru allir sammála því að dýfa eins og hann tók í Stoke leiknum er eitthvað sem á ekki heima í þessari íþrótt en eins og ég sagði að ég held í þessum þætti þá myndi ég persónulega ekkert leggja mig sérstaklega fram við að standa af mér tæklingar eins og Stoke bauð uppá í leiknum, af hverju ættu leikmenn að gera það? Hvað er á því að græða? Oftar en ekki er það nú bara stórhættulegt þegar menn hoppa ekki upp úr slíku.

    Held samt að línan hjá okkur hafi verið sú að meðferðin á Suarez eftir þessa dýfu var langt fram úr hófi m.v. önnur brot á fair play reglunum bara þessa helgi (hvað þá aðrar helgar). Bar þess vott að þarna væri merktur maður á fer (einelti).

  24. Babú : Einelti er auðvitað ekkert annað en hópefli fyrir alla, nema einn !! 😉

    En mikið lifandis skelfing er ég orðinn þreyttur á þessu umræðuefni. Það er löngu orðið ljóst að Suarez tók þarna dýfu sem hann hefði betur sleppt, og var hálf vandræðaleg fyrir okkur, svona eftirá. Það er líka löngu orðið ljóst að það mætti bara eitt lið á þennan völl til að spila fótbolta…

    Meðferðin sem Suarez hefur fengið hefur verið fyrir neðan allar hellur, en ég held samt að við getum margir verið sammála um, að hann er ekki að hjálpa sér með því að falla svona… En… (there is always a but)…

    Við höfum séð áður, að menn taki bara þann pólinn í hæðina, og standi þetta allt af sér, og kvarti ekki neitt… og hvað hafa þeir svo uppúr krafsinu ? Andskotann fokkíng ekki neitt , það er alveg á hreinu !!!

    Við sáum Torres á fyrsta tímabilinu sínu hjá Liverpool (til dæmis) gersamlega sparkaðann í spað, og alltaf stóð hann það af sér og kvartaði sjaldann. Hvað fékk hann uppúr því krafsinu blessaður ? Nákvæmlega ekki neitt, þeinkjú verí næs !!! Hann fór því að láta sig falla þegar brotið var á honum, og sækja sínar spyrnur.. hvort það bar árangur skal ég ekki segja, en hitt gerði það pottþétt ekki, svo hann hafði engu að tapa.. !!

    Þessi umræða er að mörgu leyti á villigötum ef ég er spurður. Annars vegar koma hingað inn menn sem vilja bara gefa Suarez með húð, hári og hárgeli, og svo hinsvegar menn sem vilja bara tala um hvað Stoke voru grimmir.

    Þarna mitt á milli eru svo mennirnir sem ég nenni að lesa kommentin frá, og koma með input í umræðuna.

    Jú, þetta var virkilega slæm tímasetning á þessari dýfu hjá Suarez, en það er líka búið að fara virkilega illa með Suarez í enska boltanum, og það bara hreint yfir höfuð, og það laangt yfir höfuð !! Hann virðist aldrei geta borið hönd fyrir sig í þessum málum, því menn eru löööngu búnir að kveða upp sinn dóm yfir honum.

    Nærtækast í þessu samhengi er að benda á leikbannið sem hann fékk, og helmingi styttra bann sem Terry fékk fyrir sömu sakir,og ég vek athygli á því að þessi óútskýrði munur, er HVERGI skýrður í dómnum yfir Terry.. bara hreint ekki !!

    Þetta er bara komið út í rugl, og ég er virkilega ósáttur við þá meðferð sem Suarez er að fá bæði frá leikmönnum annarra liða, stjórum, og svo bara knattspyrnusambandinu, sem reyndar hefur milljón sinnum sýnt það að þar eru eingöngu hreinræktaðir fávitar sem sitja við fundarborðið !!!

    Insjallah…
    Carl Berg

  25. góður þáttur, en tók einginn eftir að Bale var að reyna að fiska mann útaf. Er það miklu minna má heldur en þessi dýra dífa hans Suarez? Hef þurft að verja Suarez heilvíti mikið og þegar ég síndi vinnufélögunum klippuna með bale, þá kom aðeins annað hljóð í skrokkin.

    En samt sem áður er ég ekki að verja þessa dífu hjá Suarez, sem kom á alveg skelfilegum tíma, og var full áberandi.

  26. Jesús minn, Tony Barrett var að segja þetta á Twitter

    The Italian FA has informed Liverpool that Fabio Borini has broken a bone in his foot. Their striker shortage has become a crisis

  27. Borini out from Italy U 21 training camp after medical test evidenced had already a broken bone in right foot.Diagnosis unknown …. skelfilegt ef þetta er satt

  28. Tony Barrett @TonyBarretTimes
    The Italian FA has informed Liverpool that Fabio Borini has broken a bone in his foot. Their striker shortage has become a crisis.
    Hvernig list mönnum á þetta??
    YNWA!!

  29. Afhverju er það svo slæmt fyrir ykkur allt í einu að Borini sé meiddur. Menn búnir að keppast um hægri vinstri hvað hann er ómögulegur sóknarmaður og allir aðrir væru betri fyrir hann inn á vellinum…..:S

  30. Ja hérna hér… Það á greinilega að gera þessa jómfrúarsiglingu hans BR eins erfiða og mögulegt er! Það verður þá bara meiri sigur fyrir hann þegar hann mun ná markmiðum sínum enda hef ég fulla trú á honum og öllu hans starfi.

    Og já, ferguson er hræsnarINN!

  31. Nú kemur sér vel að hafa góða breidd í sóknarleiknum 🙂

    Eigendurnir vita alveg hvað þeir eru að gera.

  32. Er ekki best bara að líta á björtu hliðarnar, og segja að það sé þó skárra að Borini hafi meiðst frekar en hinn sóknarmaðurinn. Heppni!

  33. Nú hefur Rodgers ríka ástæðu til að kallaCarrol heim eins og kveður um í lánsamningnum við West Ham

  34. Sannarlega ekki góðar fréttir, en nú er næsti kjúllinn á leið í kjúklingasallatið!

  35. Ekki hægt að kalla Carroll heim fyrr en um áramót og það eru ansi margir leikir þangað til.

  36. Carroll hefur ekkert að gera á Anfield, ekki neitt. Látum bara ungu guttana um þetta, það er allavegana góð afsökun fyrir slöku gengi.

    Varðandi Suarez, þetta kom á leiðinda tíma hjá honum og var bara heimskulegt, held að hann hafi bara verið orðinn pirraður greyið, þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona heimskuleg dífa er framkvæmd.

    En þetta er strórmerkilegur klúbbur sem við höldum með. Við höfum lítið getað undanfarin ár en við fáum ótrúlega umfjöllun, ótrúlegan stuðning, ótrúlega öfund og ótrúlega aðdáun. Við megum bara þakka fyrir það sem við höfum miðað við getu á fótboltavellinum.

    Okkar tími mun koma !

  37. Þetta er leiðinlegt að heyra, en það jákvæða við upphaf þessa tímabils er að í hvert skipti sem einhver lykilmaður meiðist eða fer í bann þá örvænti ég ekki, heldur fyllist tilhlökkun yfir því hvaða gutti er að fara að koma inn í hópinn og gleðja mig, gefa mér von, von um bjarta framtíð. …það fer reyndar að verða lítið eftir að þessum svokölluðu lykilmönnum 😉

  38. Sælir bræður og systur,

    Smá off topic…. ég verð í Glasgow í lok nóvember, og ætla skella mér á Liverpool – Southampton 1 des. Hvernig er best að snúa mér að miðakaupum??

    Ég elska Liverpool meira en lífið og verður þetta í fyrsta skipti sem ég fæ að kíkja í Mekku okkar Liverpoolstuðningsmanna. Ég er búinn að missa legvatnið mig hlakkar svo til!!!!

    Annars takk fyrir bestu síðu í heimu síðuhaldarar 🙂

    YNWA

  39. Prófaðu að bjalla í þetta númer Einar orri: 0044843 170 5555

    Þetta er offical ticket office, veldu svo 1 fyrir Liverpool home matches, og spurðu hvenær miðarnir fara í Genaral Sale, best að hringja sem fyrst og fá að vita það, en það er oft um 3 vikum fyrir leik sem miðarnir fara í sölu. (Hringja svo bara látlaust þann dag sem miðarnir fara í sölu ,um leið og opnar) (Þannig fékk ég miða á LFC VS SPURS) fyrir mig og félaganna í fyrra)

    Getur einnig tékkað hvort úrval útsýn geti reddað miða á leikinn, en hann mun þá örugglega kosta 25 þús kjell, en bara um 45 pund(9000) beint frá klúbbnum..Það sendur á offical síðunni að General Sale sé ,,Forthcoming,, Þannig að tékkaðu á því:)

    Byrjaðu allaveganna að hringja í 0044843 170 5555 og heyrðu í þeim hljóðið

    Twitter
    @ragnarsson10

  40. Gríðarlega sáttur með Úrugvæska knattpsyrnusambandið hérna. Loksins tekur einhver upp hanskann fyrir okkar mann ! Eitthvað sem klúbburinn ætti að taka sér til fyrirmyndar.

    Bréf til FIFA vegna ummæla Jim Boyce:

    We understand this kind of comments, coming from a person who holds a Fifa vice president position, making specific reference to a football player and linking his behaviour to an affliction that represents a calamity to mankind, are in the antipodes of what the principles that should guide us in world football are supposed to be.

    These comments made by this person are inadmissible and unacceptable for the AUF.

    The Article 3 in Fifa’s Code of Ethics clearly states: “Officials should be conscious of the importance of their role and the obligations and responsibilities that it implies.”

    Deliberately disregarding his role and his position, Mr Boyce has specifically referred to a football player encouraging and provoking hostility towards him, even more so if we consider the media to which those comments were made.

    As a consequence of what we have expressed above, the Executive Council of the AUF would like to make you aware of the following decisions we have taken:

    To withdraw our trust in Mr. Jim Boyce as a Fifa vice president.
    To ask that Mr. Boyce’s conduct is subjected to consideration by FIFA’s Ethics Committee.
    To communicate to the CONMEBOL Executive Committee in order for them to become aware of this situation and take the decisions they deem pertinent.
    To express the great solidarity of every football executive in Uruguay towards Mr. Luis Suarez.
    To stay alert in the future in order to understand the effects and the impact that Mr. Boyce’s comments will have in the future during the matches in which the player is involved, for both the national team of Uruguay or his club.
    To make this letter public and to have it published by the AUF official website.

    Without any further comments, we send you our best regards,

    Dr. Sebastian Bauza
    President

    Dr. Anibal de Olivera
    General Secretary

  41. Ég verð að segja það er alveg hrikalegt áfall að missa Borini í svona alvarleg meiðsli. Bæði fyrir liðið og hann. Ég vona að hann nái sér sem allra fyrst.

    Og… hver sá sem segir að það sé betra að hann meiðist frekar en einhver annar eða að það breyti engu fyrir liðið gengur ekki heill til skógar (sbr. komment nr. 44, 39 og 36). Hallærislegir, sorglegir og grunnhyggnir tappar.

  42. Það er amk. greinilegt að Ungverska Knattspyrnusambandið hefur stærri pung en LFC og herra Rodgers í þessu máli. Mér finnst skammarlegt að klúbburinn og þjálfarinn skuli ekki vernda leikmanninn betur.. Af hverju er t.d. ekki búið að hrauna almennilega yfir dómarastéttina á Englandi út af þessu. Af hverju er ekki búið að benda á alla hina sem stunda nákvæmlega. Af hverju er ekki búið að hrauna yfir bresku pressuna og í raun bara neita viðtölum við þessa miðla. Útiloka þá frá öllum fundum hjá LFC. Af hverju er ekki búið að vekja almennilega athygli á mismunun á leikbanni Terry’s og Suarez.. Er klúbburinn okkar geldur ?.. Við eigum að vera að gera allt vitlaust út af þessum málum því á meðan við þegjum , þá heldur þetta bara áfram..

    áfram AUF

    Og áfram LFC ( þurfið samt að girða ykkur í brók og slá til baka )

    BTW…. frábært podcast.. .. elska þessa síðu

  43. Ánægður með “úrugvæjana” standa með okkar manni.

    Eitt sem vakti athygli mína var miðaverðið á leiki. Getur það verið að ef maður kaupi miða í gegnum úrval útsýn þá rukki þeir þrefalt verð ? Er það ekki bara svartamarkaðsbrask og ólöglegt ? úr 9000 í 25 þús er soldið

    Eins og margir hér inni hafa komið inná þá getur Suarez soldið kennt sjálfum sér um meðferðina sem hann er fá hjá dómurum deildarinnar. En að dómarar varpi ábyrgðinni alfarið á hann og dæmi ” illa” þegar hann á hlut er vítavert. Eiga ekki sömu reglur að gilda um alla ?

  44. Alltaf jafn gamann að hlusta á ykkur 🙂

    En sjitt a fokk með Borini og wisdom… Ekki batnar staðan okkar sóknarlega.

  45. Kristján #51

    Grunnhyggni og andleg vanheilsa – í alvöru?

    Ég nenni ómögulega að vera að rífast yfir internetið, en ég ætla engu að síður að fá að hafa þá skoðun að það sé betra að Borini hafi meiðst frekar en Suarez. Við skulum kalla það tilraun til að líta á björtu hliðarnar á slæmum fréttum.

    Nú efast ég ekki í eina sekúndu um að doktorsgráða þín í sálfræði sé fengin úr Harvard, en ég legg til að þessu spjallborði verði haldið sem vettvangi til að ræða Liverpool og fótbolta, frekar en persónur eða heilsufar hvers annars. Ég læt mér vanalega duga að lesa skrif annara hérna, og hefur fundist þessi síða vel rúmlega ágæt, þar sem tekist hefur ágætlega að halda slíkum skrifum í lágmarki. Ég ætla ekki að verða til þess að það breytist til hins verra, og mun því ekki hafa fleiri orð um athugasemd þína.

  46. Eitt af því sem er leiðinlegt við að missa Borini í meiðsl á þessum tímapunkti er að maður var að reyna að lesa í þá akvörðun Rodgers að nota hann ekkert á móti Stoke. Hann var ónotaður varamaður í 0-0 jafntefli á Anfield. Það má segja að Cole hafi tekið pláss hans í síðasta leik fyrir meiðslin. Eins og komið var inná í podcastinu að mig minnir.

    Ég var allavega spenntur að sjá hvort hann mundi byrja á móti Reading eða hvort hann væri að fjarlægast byrjunarliðið. Er reyndar á þeirri skoðun hann hefði byrjað, trúi ekki öðru. Hann hefur litið ágætlega út að mínu mati og verið óheppinn að vera ekki búinn að setja allavega einu marki meira á tímabilinu.

  47. Elvar #58. Hafðu það bara eins og þú vilt. Ég bara næ því samt ekki af hverju þú vilt tjá þig með þeim hætti sem þú gerðir. Ótrúlega hallærislegt og það er mín skoðun. Hafðu það gott í kvöld.

  48. Stràkar eg var stoppaður i kjorbuð a akureyri i dag og spurður hvort eg þekkti eitthvað þessa gaura sem heldu út þessari síðu. Þà var þessi agæti maður að spila fotbolta einu sinni i viku með honum siguróla eða mola eins og hann er kallaður og þa et víst buið að loka a skrifin hans Siguróla herna og þessi agæti maður sem gaf sig a tal við mig undraðist það mjog vegna þess að margt og reyndar flest sem siguróli hefði sagt herna væri kannski ekki skemmtilegt en engunað siður bara staðreyndir. Þessi maður sem talaði við mig vildi meina að stjornendum þessarar siðu hefdi liklega bara sàrnað að siguroli væri ekki sammla þeim.

    Eg veit ekki nkl hver astæðan er fyrir þvi að menn hafi lokað a siguróla en ef hann gerði ekkert af ser nema að hafa skoðanir sem ekki allir voru sammala þà er eg hissa a brottvikningunni. Eg hafdi mjog gaman af siguróla, var ekki alltaf sammala honum en oft sammala honum samt. Hann var ekkert að flækja malin heldur sagdi hlutina bara hreint og beint ut hvernig þeir væru. Eg hafdi gaman ad þessum beinskeytta penna og auk þess veit þessi maður helviti mikið im knattspyrnu, er þjalfari sjalfur og grjotharður púllari eins og við hinir.

    Eg langar að biðla til síðuhaldara að leyfa siguróla að taka þàtt i umræðum herna enda hefur hann klarlega meira vit a knattspyrnu heldur en ansi margir herna inna þessari siðu og er eg þa engin undantekning a þvi.

  49. Ef Siguróla verður hleypt inná þessa síðu aftur þá vil ég að þumall niður fítusinn verði tekinn upp aftur.

    Ástæða þess að það hefur verið lokað á hann, hlýtur að vera sú að í hvert sinn sem hann skrifaði inná bloggið breytti hann umræðunni í eitthvað neikvætt og mjög svo leiðinlegt. Þessi síða hefur farið hratt niður á við með auknum vinsældum. Sorglegt, en satt.

    Þó svo að hann sé aðstoðarþjálfari kvennalioðs ehstaðar fyrir norðan þá segir það nákvæmlega ekkert um hans vit á fótbolta.

  50. Uhhh, #61 (Viðar Skjóldal), þetta hlýtur að vera einhver misskilningur.

    Ég neita að trúa því að síðuhaldarar hafi gripið til þess. Að mínu mati væri það samskonar hegðun eða viðhorf og sýnd hafa verið gagnvart Suarez sl. mánuði.

  51. Ég get því miður ekki skrifað ítarlegt svar við þessu þar sem ég er ekki í bænum og er að skrifa þetta á símann, en Siguróli var settur í “sóttkví” þar sem öll ummæli hans fjölluðu um það sama. Og þá meina ég öll. Fyrir vikið skapaðist neikvæð umræða út frá þessum sömu ummælum hans við hvern einasta þráð.

    Siguróli má tjá sig hér inn eins og aðrir en á meðan hann heldur áfram að segja það sama í öllum ummælum, óháð því um hvað færslan fjallar, hleypi ég ummælum hans ekki í loftið.

    Ég skora því á Siguróla að taka þátt en um leið að sýna fjölbreytni í sínum ummælum. Þá fá ummæli hans að birtast og hann losnar úr sóttkví.

    Jæja, aftur í kokteilboð…

  52. Eruð þið félagar búnir að lesa um þetta Chang vs duncan jenkins mál? Þvílíkt og annað eins rugl sem er í gangi þar. Yfirmenn liverpool enn og aftur að skíta á sig virðist vera ( ef þetta er allt saman satt og rétt).

    Þið sem hafið ekki séð þetta ættuð að kíkja á Duncan Jenkins twitter síðuna og skoða þetta heimskulega heimskulega mál.

  53. magnað hvað það skiptir máli hver það er sem dettur í teignum,
    Pat Nevin, at Cardiff City Stadium for BBC Radio 5 live sports extra
    “Bale has clipped his own heels for me. It’s tight, but if there is the slightest contact there it is a penalty kick. Bale has been the best player on the park by a million miles. He’s tried to create chances for everyone else who have not been able to take them, so he creates a chance for himself and takes it. He was looking for it, but he got the slightest of touches and went down. And that is what a forward should do.”

  54. Sammala Vidari. Mer fannst oft gaman ad lesa ummaeli fra Sigurola. Stundum sammala honum og stundum mjog osammala. En oft adrir vinklar a malefni og med adrar skodanir en sumir her.
    Mer hefur nu stundum thott umraedan stundum svilitid einsleit herna og menn teknir nidur fyrir ad hafa adra skodun en sumir.
    En i hnotskurn. Leyfum rodd Sigurola ad heyrast lika .
    Takk fyrir

  55. Elías#62
    Þá er Siguróli ekki aðstoðarþjálfari einhvers liðs fyrir norðan heldur Íslandsmeistara Þór/Ka í meistaraflokki kvenna.Og hans þekking á knattspyrnu sést kannski best á því að hann hefur spilað fyrir u-19 u-21 og A-landslið íslands og á rúmlega 100 leiki fyrir Þór Akureyri og ásamt því að spila fyrir önnur félög sem spilandi þjálfari.

  56. 64 Kristján Atli

    Þú ert einn af ritstjórum þessarar síðu, but I have to challenge you on this one. Nú þekkjumst við mæta vel og ætla ég ekki að efast um hæfni þína til að ritstýra síðunni, síður en svo. Jafnframt ætla ég að taka undir með þér að vissu leyti, því Siguróli mætti gæta sín aðeins betur þegar kemur að því að setja hingað inn sín hugarfóstur.

    Engu að síður ( og það hefur ekkert með það að gera að kappinn veit mikið um fótbolta), þá er Siguróli bæði gamall í hettunni, og mikill Púllarri. Ég er sjaldan sammála honum, enda mikill ofstoppamaður á ferðinni, eins og við margir norðanmennirnir erum gjarnan.
    Ég þekki orðið vel flesta í þessum bransa hérna heima, þó ég sé enginn Ssteinn í þeim efnum, en ég hef verið með Siguróla í herbergi úti í Liverpool, þar sem hann var sí-fretandi og nöldrandi. Ég get samt sagt ykkur það, að ég hefði ekki viljað missa af því fyrir nokkurn skapaðan hlut !!

    Ég skrifaði um það í athugasemdum hérna á byrjunnarstigi þessa pirrings (hugsanlega miðstigi), að hans stærsta fötlun væri líklega hversu lélegur penni hann væri, því hann hamrar bara á lyklaborðið með öllum þumalputtunum sínum það fysta sem honum dettur í hug, án þess að skeyta nokkuð um punkta eða kommur, gæsalappir eða þá staðreynd að menn lesa svona skeyti ekki alveg eins og þeir séu að hlusta á hann segja þetta í alvöru. Þetta lítur aðeins öðruvísi út á prenti, en í kollinum á manni þegar maður skrifar það.

    En þegar maður er búinn að hafa þetta sí-brosandi gerpi fyrir framan sig í mörg ár, spjallandi við hann um Liverpool, þá er það mín niðurstaða, að Siguróli er svo akkúrat, borðleggjandi, nákvæmlega gott dæmi um mann sem elskar Liverpool fram í rauðan dauðan, en er algerlega kross þroskaheftur þegar kemur að því að segja öðrum frá því á prenti 😉
    Þetta var því aldrei jafn leikur þegar hann og Babú háðu stutta orrustu hérna um daginn.

    En það verður stundum að taka viljann fyrri verkið, og ég vil fá siguróla hérna aftur inn, og á sama tíma þá biðla ég til hans í síðasta sinn, að fokkíng halda sig á mottunni. Að öðrum kosti þá neyðist ég til að koma noður og grípa í eyrum á honum!!!
    Siguróli: Lucas er betri varnarmaður en þú varst, og þú mátt ekki láta það eyðileggja fyrir þér lífið, og verður bara að taka því og hætta að öfundast út í hann !! Við erum búnir að ná þínu áliti á kappanum, og ekki orð um það meir… ekkert meira: I told you so… !!!!! Vandaðu málfarið, skrifaðu fallega íslensku sem allir Norðlendingar geta verið stoltir af, og ég skora á þig að tala meira um tæknilegar hliðar liðsins, því þar efast ég ekkert um þú veist sitthvað fyrir þér. (og hættu að skrifa þetta á hlaupum meðan starfsfólkið þitt er í pásu.. gerðu þetta á kvöldin meðan konan þín er að þvo þvott !!! ).

    Að lokum vil ég benda á, að þegar þór(ka), varð íslandsmeistari, mátti sjá í sjónvarpi allra landsmanna mann spretta af bekknum í Liverpool-peysu og fagna vel og innilega 😉 Það þótti mér vænt um.

    Anyway… Siguróli.. þú skeist á þig, þér var refsað, og eins og öðrum þórsara sem þurfti að biðjast afsökunnar í dag á sínum ummælum, þá legg ég til að þú gerir slíkt hið sama, og komir aftur til okkr, og vona ég að ritstjóranir leyfi það…

    Áfram Liverpool !!

    Insjallah…
    Carl Berg

    Sem sagt,

  57. Carl berg alveg með þetta.

    En ja eg tek undir þetta, vill sja siguróla segja sinar skoðanir afram herna inna siðunni, helst mundi eg vilja að hamm fengi að skrifa pistla inna þessa siðu þvi hann er með allt annað sjonarhorn en hinir 5 sem skrifa a þessa síðu.

  58. Carl Berg tók þessa umræðu og snýtti henni bara. 🙂

    Þetta snýst ekki um að Siguróli sé með slæma stafsetningu enda er það ekki skilyrði fyrir skrifum hér inni. Þetta snýst heldur ekki um að hann sé með “ranga” skoðun. Það fór enginn í fýlu þótt Siguróli væri ósammála þeim. Menn eru ekki bannaðir hér inni fyrir að vera ósammála okkur sem rekum síðuna, þvert á móti.

    Hér er vandamálið. Í reglum Kop.is segir, í 3. lið:

    Ætlast er til að umræður fylgi því umfjöllunarefni sem færslur penna Kop.is fjalla um.

    Og í 6. lið:

    Fólki er sjálfsagt að koma sinni skoðun á framfæri en það nennir enginn að lesa sama hlutinn mörgum sinnum. Misnotkun á fjölda ummæla í þræði kann að leiða til tímabundins banns viðkomandi aðila.

    Ég les öll ummæli sem Siguróli skrifar áður en ég ákveð hvort þau birtast. Ef ég er farinn að leyfa þeim öllum að birtast án þess að hann sé að brjóta reglur tek ég hann úr “sóttkví” og hann fær að hlaupa frjáls um túnið á nýjan leik.

    Ég hvet hann því til að taka þátt í umræðunum á ný og um leið að hafa reglur Kop.is í huga. Þá verður þetta ekkert vandamál. 🙂

    Vonandi er þetta endapunkturinn á þessari umræðu.

  59. takk strákar mínir, nú skrifa ég á Íslensku og mjög rólega,ég þakka stuðninginn og mun auðvitað skrifa áfram á kop.
    Bara af því að menn eru búnir að minnast á Þór/ka, þá er gott fyrir ykkur að vita að í lok hverrar æfingar í heilt ár, kom ég með quote eftir Bill Shankly, 1 á dag og sagði svo útlendingunum okkar sem voru 3. usa stelpur, að googla Shankly á hverju kvöldi (þær höfu aldrei heyrt um þennan mann)…………seasonið endaði svo með titli, og ég er ekki í nokkrum vafa að Shankly á drjúgan þátt í því……dæmi um þessi hughrif er að tvær af usa stelpunum léttu tattúera á sig quote frá Shankly….
    “allways belive that you are the best, then make sure that you are” var á annarri.
    Carl Berg, þú ert þá væntanlega litli geðveiki púllarinn sem svaf hjá mér eina nótt,takk kærlega fyrir þín ummæli, sem eru helvíti flott og þú ert greinilega fyrir löngu búinn að lesa mig …………flott skrif og snilldar grein hjá þér….og ég veit að þú ert með harðarasti púllari sem ég hef kynnst….algjörleg heill.
    Rúnar, félagi….takk fyrir þína innkomu, þú þarna, gamla körfubolta sálfræðiséní
    Viðar Skjóldal….takk fyrir þín ummæli, ég þekki pabba þinn, þann flotta púllara
    Keegan og Akureyringur, flottir.
    Elías, hef eiginlega ekkert við þig að segja, nema til hamingju með að búa einhversstaðar fyrir sunnan
    Kristján Atli,þegar ég gifti mig, þá lét ég spila you never walk alone í kirkjunni sem lokalag, ég skrifa alltaf beint frá hjartanu, en því miður skrifa ég eins og ég tala, hratt og ekki alltaf með öndun…….vona að þú virðir það

  60. Þeir eru sýndir á stöð 2 sport á fimmtudögum . En klárlega ætla ég að ná mér í eintak þegar þeir koma út. Mér finnst þeir algjör snilld.
    YNWA

  61. Kristján Atli hefur verið duglegur að henda út mönnum og/eða ummælum þeirra ef þeir eru oftar en einu sinni ósammála honum, hann henti mér út í fyrra eða árið á undan vegna þess að ég var ekki sammála honum um Benitez. Reyndar setti hann mig í bann. Einnig hefur hann hent út ummælum sem eru ekki hliðholl Borini, Henderson eða Downing. Kannski er hann á móti þorpurum eða þórsurum almennt því ég er bæði og því miður, einnig bróðir Siguróla. Svo sá ég ummæli frá frænda okkur fyrir leikinn á móti Udinese sem fengu að lifa í 2 mínútur áður en hann henti þeim út. Svo stóra spurningin er hvort bara þessi ætt sé að lenda í kommonískri ritskoðun á þessari síðu Liverpool manna eða hvort fleiri ósammála aðal lendi reglulega undir rauða hamrinum.

  62. Já Kiddi, þetta er örugglega allt saman samsæri gegn Þórsurum. Það er mun líklegri skýring en sú að þið séuð fastir í staglkenndri umræðu sem allir eru orðnir hundleiðir á og skila engu.

Um Suarez

Landsleikjahlésleiðindi og opinn þráður