Reading á morgun

Það er í alvöru talað alveg með ólíkindum hvað tíminn virðist líða miklu hægar þegar landsleikjahlé eru í gangi, heldur en þegar deildin er á fullu. Mér finnst án gríns vera c.a. tveir mánuðir síðan ég sá Liverpool leik síðast. Kannski eru fáir sama sinnis og hafa mikinn áhuga á landsleikjum, en fyrir okkur sem lítinn sem engan áhuga hafa á slíku, þá er þetta bara eyðimerkurganga. En sem betur fer er henni núna lokið…í bili að minnsta kosti. Reading á Anfield á morgun, og þetta er sko akkúrat alls ekkert flókið. Ef hægt er að tala um skyldusigra hjá Liverpool FC, þá er það í leikjum eins og þessum. Allt annað en 3. stig í hús er bara gjörsamlega óásætttanlegt.

Því miður hefur Anfield ekki verið sú gryfja sem menn stefndu á fyrir tímabilið. Brendan hefur verið duglegur að tala um það hversu mikilvægt sé að þessi heimavöllur okkar verði óvinnandi vígi. Því fer fjarri eins og staðan er í dag. Að vanda er lítið hægt að setja út á spilamennskuna sem slíka, liðið er að spila vel úti á vellinum, en það bara gerir lítið fyrir mann ef stigin skila sér ekki í hús. Barnalegur einbeitingarskortur í vörninni og áfram slök nýting færa, hafa gert það að verkum að þessi annars fína spilamennska hefur skilað sér í alltof, alltof, alltof fáum stigum. Þetta bara verður að fara að breytast. Menn verða að fara að halda einbeitingu í 90 mínútur plús þegar kemur að varnarleiknum, og svo þurfa menn að fara að koma tuðrunni yfir marklínuna hinum megin á móti.

Mótherjar okkar eru eins og flestir vita, nýliðar í deildinni. Ég spáði þeim beint falli fyrir tímabilið og það er ekkert sem fram hefur komið sem hefur breytt þeirri skoðun minni. Ég álít þetta lið, ásamt Norwich, vera það slakasta í deildinni. Þeir hafa spilað 6 leiki í deildinni, tapað þremur og gert þrjú jafntefli. Þeir hafa skorað 8 mörk, en fengið á sig ein 13. Þeirra hættulegasti maður er án efa framherjinn Pogrebnyak, sem var á síðasta tímabili á lánssamningi hjá Fulham. En þessi kappi er stór og sterkur, ekkert svo fljótur, þannig að hann ætti að henta þeim Skrtel og Agger ágætlega. Mér finnst Skrtel oftast eiga í vandræðum þegar hann mætir mjög fljótum framherjum. Federici markvörður þeirra er víst meiddur, en annars eru þeir með fullskipað lið. Það verður að segjast eins og er að maður hefur nú ekki heyrt um mörg nöfn leikmanna Reading. Nicky Shorey er bakvörður hjá þeim, Kebe spilar á miðjunni og svo er Danny Guthrie að spila með þeim. Restin telst varla mjög þekkt. En það skiptir víst litlu máli á morgun.

Það má alveg búast við því að okkar menn verði með boltann c.a. 99% af leiktímanum á morgun, spurningin er bara sú hvort Reading skori mark á meðan þetta eina prósent er í gangi og það hvort menn nái að pota inn marki. Ég er handviss um það að ef við náum að brjóta ísinn snemma, þá gætum við átt von á markaveislu. Ef þetta dregst úr hófi, þá má alveg búast við því að þetta gæti hreinlega endað í jafntefli. Reading á ekki eftir að vera með mannskapinn framarlega á vellinum og því skiptir miklu máli að sýna þolinmæði í sóknarleiknum, skapa sér alvöru færi til að slútta. Þetta er svona potential fantasy frammistaða hjá manni eins og Suárez.

Pepe Reina er sagður tæpur á meiðslum eftir stranga bekkjarsetu með landsliði sínu. Wisdom var sendur heim frá U-21 árs liði Englands vegna meiðsla á öxl og Borini náði að brjóta bein í fætinum á sér og verður frá í þrjá mánuði. Maður hefur ekki heyrt af fleiri meiðslum, allavega ekki ennþá. Það eru því sem sagt þrír leikmenn á langtíma meiðslalistanum okkar, Lucas, Borini og Kelly. Enrique hefur verið að berjast við meiðsli og maður hefur ekki heyrt hvort hann sé klár í slaginn, þannig að það er alveg 50/50 að tippa á hvor verður í standi fyrir leikinn, Wisdom eða Enrique. Johnson verður að sjálfsögðu í liðinu, enda klárlega okkar lang besti bakvörður, sama hvorum megin hann spilar. Skrtel og Agger sjá svo um miðvarðarstöðurnar að vanda.

Á miðjunni er algjörlega ljóst að Joe Allen verði í byrjunarliðinu, en spurningin er hver verður þar með honum. Nú er Shelvey kominn úr banni og spurning hvort honum verði hent beint inn í liðið. Ég á von á að Sahin verði inná og í mínum huga snýst þetta núna þá fyrst og fremst um val á milli þeirra Suso og Shelvey. Ég ætla að giska á þann seinni. Sterling verður svo vinstra megin og Suárez uppi á toppi. Hvar værum við eiginlega stödd ef þessir ungu strákar hefðu ekki stigið upp núna þegar þeir fengu tækifærið?

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

Gerrard -Allen – Sahin

Shelvey – Suárez – Sterling

Prófum þetta svona og keyrum á þetta Reading lið frá fyrstu sekúndu. Það væri algjörlega frábært að setja mark á þá snemma og brjóta þá niður. Ég ætla að giska á að það verði raunin og við vinnum loksins góðan og öruggan sigur á Anfield. Ef Reina verður í markinu, þá heldur hann hreinu. Ég ætla að spá því að þetta verði 4-0 sigur og loksins leikur sem bæði fyllir stuðningsmenn Liverpool á Anfield sjálfstrausti, sem og leikmenn. Við eigum alveg skilið að komast á smá rönn og mikið lifandis skelfingar ósköp vona ég að leikurinn á morgun verði upphafið á því. Sumir mega hreinlega ekki við meira þunglyndi. Eigum við ekki að segja að Luis verði með 2 mörk, Gerrard kemur með eitt og Sterling læðir inn einu.

Koma svo, 3 stig takk.

44 Comments

  1. Ætli varamarkvörðurinn þeirra eigi ekki leik lífs síns á Anfield og þetta endar með jafntefl. Kæmi mér ekki á óvart.

    Vona hinsvegar heitt og innilega að við fáum að sjá álíka frammistöðu og gegn Norwich nema að nú höldum við hreinu.

    Hættu nú þessu svartsýnisrausi drengur, við vinnum þennan leik og ekkert væl.

    KOMA SVO ÁFRAM LIVERPOOL!!

  2. Samkvæmt physioroom á Enrique að koma til baka úr meiðslum á morgun, en reyndar á Reina að gera það líka þannig að eflaust er þetta bara kapphlaup við tímann hjá honum.
    En mig langar að sjá Rodgers prófa að stilla upp 5 manna vörn og þá með Johnson sem wing back, finnst hann njóta sín betur þar heldur en í 442. Held að það myndi henta okkur mjög vel þar sem bakverðirnir geta verið á hlaupum upp kanntinn án þess að þurfa að hafa of miklar áhyggjur af því að skilja eftir opið svæði, Gerrard og Shelvey væru þá á naglarnir miðjunni með Allen fyrir aftan sig og Suarez fremstur með Sahin eða Sterling.

    Kannski er þetta algjört bull hjá mér en mig langar samt að sjá hvernig þetta myndi virka, held að þetta bjóði uppá að liðið geti pressað andstæðinginn ofar á vellinum.

  3. Loksins loksins leikur!

    Góð samantekt SSteinn en ég er þó ósammála um skyldusigur. Mér finnst við ekki hafa efni á því lengur að tala um skyldusigur, ekki eftir tvö síðustu tímabil. Hver einasti sigur, á hvaða liði sem er, er mér allavega ótrúlega kærkominn í dag og alls ekki sjálfsagður.

    Eins og svo oft áður þá held ég að þessi leikur ráðist á því hvort Suarez finni netmöskvana. Það væri líka velkomið að fá mark/mörk frá köntunum og miðjunni en fyrst og fremst þarf Suarez að slútta þeim færum sem hann kemur sér í. Þá mun þetta allt fara vel.

  4. Sælir
    Væri til í að sjá Samid Yesil http://liverpool.is/Season/Player/Profile/189 með Suarez á toppnum. Ef það er ekki tíminn núna til að gefa þessum ungu tækifæri þá veit ég ekki hvenær hann kemur. Þetta verður tilraunatímabilið mikla og ég vil sjá eins marga að þessum ungu og við ráðum við. Þeir hafa verið að gera betri hluti en þeir eldri það sem af er tímabilinu :o)
    En þakka annars fyrir frábæra síðu og umfjallanir.

  5. Djúsí fréttir í powerade slúðurpakkanum á fotbolti.net!!

    Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, mun líklega reyna að fá framherja til félagsins í janúar. (The Times)

  6. Samid Yesil í byrjunarliðið vill sjá hann spilla meira bind miklar vonir við hann í þessu framherjaleysi 🙂

  7. Er skíthræddur um að við fáum ekki meira en 1 stig í þessum leik,.. er sjaldan svartsýnn en ég er það núna.. 1-1 þeir skora snemma í seinni í einni af þeirra fáu sóknum og Suarez potar inn einu um miðjan seinni og hel***** tuðran mun aldrei enda yfir marklínunni aftur þó tilraunirnar verði margar. :/ :/

    Samt.. KOMA SVO!

  8. En fyndið, Liverpool á aðeins 6 sigra í heild á þessu tímabili 🙁

    makes me cry inside

  9. Haha í alvöru útaf Gylfi er á bekknum? Jesús hvað við getum ofmetið okkar eigin stundum. Maðurinn spilar ekkert af viti í þýsku deildinni mætir svo ferskur inn í ensku deildina þar sem flestir eru orðnir mjög þreyttir og hafa enga hvíld fengið. Hann er eflaust toppnáungi en hann verður aldrei einhver world class leikmaður, ekki frekar en aðrir íslendingar. Eigum einn sem getur náð í WC og hann er hjá Ajax.

  10. flott lið hjá þér ssteinn, en hvernig dettur þér í hug að hafa Shelvey uppi hægra megin?
    1. hraði =average
    2. maður á mann = average
    suso miklu betri í þessarri stöðu

  11. nei út af því sem hún segir um Liverpool leikinn….Gylfi who? 🙂

  12. 11 sammála. þess má þó til gamans geta að ég fór á kr – Afturelding í Pepsi-deild kvenna í sumar einungis til að sjá kr falla. Afar indælt að sjá heilt kr lið grenja eftir 0-4 tap og fyrsta fall í sögu félagsins. ein af mínum betri minningum.

    Áfram Liverpool!

  13. Hljótum að vinna á morgun. En hversu sorglegt er það að við erum aðeins búnir að skora einu marki meira en Reading? Í fleiri leikjum meira að segja.

  14. Góð upphitun. Ég ætla að gerast djarfur og spá 2-0 sigri og munu Sterling og Gerrard skora mörkin.

  15. ekki hafa shelvey inná ég treisti honum aldrei með boltan en auðvitað er hann góður fótboltamaður og hann er líka efnilegur en svona mundi ég hafa liðið á morgunnn á móti Reading
    reina
    jonshon skrtel Agger enrique

    Gerrard
    allen Sahin

    suso suarez sterling

  16. flott upphitun og núna byrjar ballið aftur.

    2-0 sigur og ekki liðið heldur áfram að styrkja sig og bæta.
    Bara bjartir tímar framundan muniði 😉

  17. Væri til í Shelvey á miðjuna, Gerrard hægra megin og Suso í holuna… Hvíla Sterling aðeins og setja Assaidi á vinstri, Suarez frammi, Hendo í DMC og Allen við hlið hans… Sahin fyrsti varamaður inná…

    Pepe
    AW, MS, DA, GJ

  18. Skrtel, Allen og Suarez sem captain í Fantasy. Hef trú á þessu. 3-0. YNWA.

  19. Liverpool á eftir að vera 70% með boltan alltaf á miðjunni sækja stíft en klikka alltaf á síðustu sendingunni. Svo sendir Gerrard boltan beint á mótherja á 70 mínútu Redding brunar upp völlin og skorar mark úr fyrst og eina færi sínu í leiknum og Liverpool tapar 0 – 1.

  20. !OFF TOPIC!
    http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=135227
    Þetta er það sem ég hef verið hræddur við varðandi Sahin.
    Að hann verði of dýr fyrir okkur og verði þar af leiðandi einu kaup liðsins næsta sumar. Eða vilji fara í e-ð sterkara lið en Liverpool. (Sem spilar í Meistaradeildinni)

    Vona að Rodgers og co. reyni að tryggja sér hann áður en verðið verður of hátt.

  21. Ég vona að Reina verði ekki í markinu á morgun. Það er einfaldlega kominn tími á að gefa öðrum séns. Þó svo að Reina hafi verð einn af bestu markvörðum heims fyrir skömmu. Þá hefur hann verið áberandi daprasti markvörður deildarinnar það sem af er tímabili.

    Það þarf eitthvað til að koma honum á tærnar og ég held það myndi bara gera honum gott að taka hann úr umferð í nokkra leiki.

  22. @Conwyn Bay nr #26

    Viltu í alvöru frekar hafa Brad Jones en Reina á morgun?

  23. Er ekki bara einhver ungur markvarðargutti sem getur komið inn? ég meina þeir hafa verið að standa sig í öðrum stöðum , afhverju ekki að gefa einhverjum markvarðsgutta sénsinn sem hefur verið að standa sig

  24. Mikið rosalega hlakkar manni alltaf til að horfa á liðið okkar spila, gríðarlega skemmtileg tilfinning.

    Las þetta viðtal við Önnu Garðarsdóttur og í spjalli hennar um Liverpool vs Reading þá gat ég ekki annað en séð þessa setningu:
    ,,Ætla að horfa á þennan leik í Liverpool treyjunni og engu öðru.”
    Alveg grjóthörð!!! og ekki leiðinleg sýn myndi ég halda 😉

    En að leiknum. Ég persónulega er alveg skíthræddur við þennan rússa þeirra, Pogrebnyak, en ekki mikið fleiri í þessu liði.
    Ég myndi halda að Assaidi fái þennan leik á kostnað Sterling, þ.e.a.s að hann verði hvíldur fram að svona 70min og komi þá inn með feskar lappir og ekki einn leikmaður á vellinum á séns í hann!!! Super Sub!

    Sápi þessum leik annars pæginlegum 3-0 sigri okkar manna þar sem Suarez setur eitt, leggur svo upp eitt fyrir Sahin og svo rekur Agger smiðshöggið með langskoti eftir að hafa brunað upp völlinn!

    YNWA – Brendan we trust

  25. @29

    Las þetta viðtal við Önnu Garðarsdóttur og í spjalli hennar um Liverpool vs Reading þá gat ég ekki annað en séð þessa setningu:

    ,,Ætla að horfa á þennan leik í Liverpool treyjunni og engu öðru…

    það er eitthvað við þessa setningju sem lætur mér líða einkennilega 😀

  26. Þetta er ástæðan fyrir því að menn eru að vilja Brad Jones frekar en Pepe í markið
    http://visir.is/pepe-reina-lelegastur/article/2012121018739

    Núna verður Pepe Reina að fara að stíga upp, hann er búinn að vera skugginn af sjálfum sér núna í rúm tvö ár. Er ekki málið að kaupa einhvern alvöru markmann og henda Pepe á bekkinn í tvo til þrjá leiki svo að hann fari að vakna til lífsins.

  27. Maður er alltaf bjartsýnn og vitanlega vill maður 3 stig á móti Reading eða eiginlega hvaða liði sem er, sem kemur á Anfield.
    Ég vil lika að Brendan haldi áfram að henda inn ungu strákunum í liðið til að herða þá, þess vegna læt ég mér detta í hug að Gerrard verði frammi jafnvel og Shelvey á miðjunni en ekki Gerrard. Þá hefur Gerrard meiri frjálsræði sem hann þarf og minni varnarskyldur, sem hann yfirleitt gerir ekkert sérstaklega vel.

    Veit ekki hvort ég næ leiknum á eftir, en tek stöðuna í símanum klárlega.

  28. Sé ekki alveg hvaðan mörkin eiga að koma en þetta er 6 stiga leikur í fallbaráttunni.

  29. Þorri #31

    Höfum við efni á því að vera kaupa “Alvöru” markmann núna ?

    +að það vita allir að pepe er meistari, bara þarf að slá sig aðeins í bakið.

  30. Jóhann Víðir það vita allir að Pepa Reina er meistari, ef þú lest aftur það sem að ég skrifaði þá vill ég að hann fái alvöru samkeppni um sína stöðu svo að hann fari að rífa sig í gang. Hann hefur verið að sýna gömlu taktana inn á milli undanfarið en ekki meira en það. Ég man hinsvegar eftir þegar að hann var eins og veggur á milli stanganna og þvílíkur vítaspyrnubani, sóknarmenn andstæðinganna skulfu þegar að þeir fengu vítaspyrnur. Hvað hefur Pepe reina varið oft úr seinustu 10 vítaspyrnum til dæmis?

  31. @Egill Fannar #27

    Já. Ég veit að Reina er talinn betri markvörður almennt séð. En einsog hann er að spila núna. Þá er ég ekki að sjá hvernig við ættum að tapa á því að gefa Jones séð.

    Fyrir tveimur árum væri það geðveiki. En ég held bara að það þurfi að koma manninum á tærnar á ný. Sýna honum að hann verði að standa sig og það sama á við um Gerrard. Það á enginn að eiga fast sæti í þessu liði.

  32. Eg spai alltaf okkar monnum oruggum sigrum og það klikkar nu oftast.

    Spai 1-1 i dag, Gerrard med okkar mark..

  33. @BenSmithBBC
    Pepe Reina not among the #LFC players who stepped off the coach at Anfield. Brad Jones set to deputise

  34. Spurning hver á að vera á vinstri kantinum?
    Shelvey- ekki kantmaður og ekki pláss fyrir hann á miðjunni
    Henderson – er ekki góður á kantinum.
    Suso – er hann kantmaður?
    Joe Cole – er hann að fara gera rósir?
    Morgan eða Yesil – treysta á kjúlla kannski?
    Assaidi – getur hann skorað?
    Downing – þarna kemur svarið!!! hann er kannski lélegur en hann er ekki það lélegur.
    Spá: 2-1 Suarez og Downing

    Suarez

    Downing!! – Gerrard – Sterling
    Sahin Allen
    Robinson Agger Skrtel Johnson
    Reina

  35. Ég er alveg sammála því að Pepe þurfi samkeppni, en sú samkeppni á ekki að vera Brad Jones

  36. Staðfest lið: Jones, Wisdom, Johnson, Agger, Skrtel, Sahin, Gerrard, Allen, Sterling, Suso, Suarez.

    Spenntur fyrir að sjá Suso og Sterling þarna frammi. En er Suso ekki meira miðjumaður en framherji ?

  37. Ég sé Suso alveg fyrir mér vera feiknargóðan í vængframherja stöðunni. Fljótur og leikinn með boltan og frábært auga fyrir stungusendingum. Gríðarlega skemmtilegur pjakkur

Opinn þráður

Liðið gegn Reading – Reina meiddur: