Okkar menn unnu í dag 1-0 sigur á Reading á Anfield í 8. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar. Þetta var aðeins annar sigur liðsins á tímabilinu en hann kemur á góðum tíma og léttir talsverðri pressu af liðinu fyrir borgarslaginn um næstu helgi.
Martin Kelly, Lucas Leiva, Fabio Borini og Pepe Reina voru meiddir í dag og Joe Cole komst ekki í hóp. Brendan Rodgers stillti upp eftirfarandi liði:
Jones
Wisdom – Skrtel – Agger – Johnson
Gerrard – Allen – Sahin
Suso – Suarez – Sterling
Bekkur: Gulacsi, Carragher, Enrique (inn f. Suso), Henderson (inn f. Sterling), Shelvey (inn f. Sahin), Downing, Assaidi.
Þetta var einn mest afgerandi 1-0 sigur sem ég hef séð lengi. Liverpool stjórnuðu leiknum allan tímann, Reading ógnuðu marki okkar manna ekki nokkurn skapaðan hlut nema í 2-3 skipti þegar fór að líða á seinni hálfleik og þá sá Brad Jones auðveldlega við þeim. Jones stóð sig vel í markinu í dag og það er bara jákvætt að hann geti sett smá pressu á Pepe Reina með góðum frammistöðum. Við þurfum á samkeppni í markinu að halda.
Eina mark leiksins kom strax á 29. mínútu. Liverpool sótti hratt upp miðjuna, Allen sendi stuttan bolta fram á Suarez sem sá gott hlaup Sterling inn af vinstri hliðinni og inn fyrir flata vörn Reading, snuddaði boltann inn fyrir á hann og sá ungi kláraði færið af öryggi með hægri í fjærhornið. Með þessu marki varð Sterling næst-yngsti leikmaðurinn í sögu Liverpool til að skora mark fyrir aðalliðið en aðeins Michael Owen hefur afrekað að vera yngri og skora.
Eftir markið héldu yfirburðir Liverpool áfram en illa gekk að nýta marktækifærin, sérstaklega voru þeir Suarez og Nuri Sahin iðnir við að sóa góðum skotfærum en á endanum skipti það litlu og lokatölurnar voru sem fyrr segir 1-0 okkar mönnum í vil.
Með þessum sigri er liðið komið í 9 stig í 11. sæti deildarinnar. Við erum núna með jafn mörg stig og Newcastle og komnir upp fyrir t.d. Stoke og Sunderland. Þá hefur liðið haldið hreinu í síðustu tveimur leikjum og hirt 7 af síðustu 9 stigum í deildinni. Það er því alveg allt í lagi að brosa aðeins eftir þessa helgi, þetta er allt á uppleið.
Maður leiksins: Mér fannst allt liðið leika vel í dag. Jones var öruggur á milli stanganna, vörnin átti ekki í vandræðum með mikið, miðjan hafði yfirburði í allan dag og lagði grunninn að góðum sigri og þótt illa hafi gengið að skora voru Suarez, Sterling og Suso iðnir við að skapa í allan dag. Sterling skoraði dýrmætt mark og Suarez hélt áfram að vera allt í öllu í sóknarleiknum og svo áttu Shelvey og Enrique góðar innkomur af bekknum (Henderson fékk bara örfáar mínútur).
Að mínu mati stóð þó Glen Johnson upp úr í dag. Hann varðist vel og var einn hættulegasti maður okkar sóknarlega og hefði hæglega getað skorað eitt eða tvö eftir að hafa köttað frá vinstri inn á hægri fótinn. Á meðan hann spilar svona vel vinstra megin og Andre Wisdom heldur áfram að standa undir traustinu hægra megin sé ég ekki að okkur liggi á að breyta vörninni nokkuð.
Fram undan er stór vika hjá okkar mönnum: rándýr heimaleikur gegn milljónaliði Anzi Makhachkala í Evrópudeildinni á fimmtudag og svo borgarslagurinn sjálfur um næstu helgi á Goodison Park. Við fáum að sjá nánast allan leikmannahópinn spila í þessum tveimur leikjum og gott gengi í þeim gæti gert ansi mikið fyrir framhaldið.
Fyrst og fremst er ég samt þakklátur fyrir að enski boltinn sé byrjaður að rúlla aftur. Er hægt að setja mig í lífefnafrystingu næst þegar við fáum landsleikjahlé? Það væri fínt, takk.
Sigur er sigur sem er frábært, og loksins á Anfield.
Liðið byrjaði rosalega flott og var 70% með boltan eftir fyrstu 20-30min og skapaði klárlega nóg til að rústa þessum leik í dag, en allllllltaf erum við að horfa upp á sömu gallana í leik liðsins því miður.
Getum ekki skorað úr þessum færum og þarmeð er hitt liðið í séns allan leikinn.
Og við vorum að verjast einsog Íslenska landsliðið í fótbolta, láta mannin með boltan fá svona 30sek til að hanga á boltanum og hugsa áður en hann valdi hvað hann vildi gera.
En einsog ég sagði sigur er sigur og það að Sterling hafi opnað markareikninginn sinn í deildini er bara frábært 🙂
Sælir félagar
Ekki merkileg frammistaða á heimavelli en sigur og 3 stig sem var sá lagmarksárangur sem hægt var að krefjast. Skelfilegt í raun að skora ekki fleiri mörk. En sigur er sigur og þrjú stig í hús.
Það er nú þannig
YNWA
Spáði 6-0, en tek alveg 1-0, Ánægður með Jones í markinu, góð frammistaða hjá honum og einnig Johnson, allir hinir með la la leik. Gott að Liverpool var ekki að spila við betra lið en Reading í dag, því þá hefði okkur verið grimmilega refsað.
Ég þakka nú bara fyrir hvað þetta Reading lið er skelfilega lélegt annars hefðum við ekki náð að halda þetta út þeir nýttu færin sí næstum því jafn illa og við.
þetta var bara arfa slakt hjá Liverpool, meðallið hefði unnið Liverpool þarna slík voru mistökin hjá Liverpool.
Skiptir engu máli annað en að við höfum unnið leik á Anfield í deildinni.
Fín frammistaða um allan völl nema í dauðafærunum. Frábært að Sterling skoraði og Pepe min, þú skalt standa þig.
Fullkomin frammistaða hjá Brad Jones! Rock on guys…
Jæja loksins kom sigur á heimaveli, áttum þennan leik með húð og hár en mikið rosalega væri ég til í að eiga eitt stykki striker með þó það væri ekki nema bara ágætis nýting á dauðafærum.
Hrós dagsins fá Jones, Wisdom og Sterling og jú auðvitað Johnson sem var rosalegur í þessum leik. Suarez gerði vel í markinu en ef og hefði þá átti maðurinn auðvitað að setja 2 ef ekki fleiri mörk. Vonandi að Rodgers hafi ekki verið að gera mistök með að láta hann spila allan leikinn hálf haltann.
3 stig í hús og bros á þessu andliti. YNWA
Suarez skoraði 3 en bara ì Þykjustunni….
3 stig eitthvað til að byggja á!
YNWA
Maður leiksins í annars slökum leik af okkar hálfu er Glen Johnson, ég held að hann hafi á 6-7 skot á markið í þessum leik.
Suarez verður svo sannarlega að fara að taka sig á, átti ógrynni af færum en fór illa með þau öll en átti þó góða stoðsendingu á Sterling.
Jones hélt hreinu og gerði allt rétt í þessum leik en ég tek 3 stigum fagnandi þó það hafi ekki verið sannfærandi.
Erfitt prógram svo framundan, Everton, Newcastle og Chelsea en vonandi er liðið komið á rétta braut varnarlega og þá er bara að byggja á þvi.
3 stig í hús og það er það sem skiptir ÖLLLLLU máli.
Suarez er minn maður en hann verður að gera meira en að fífla menn, líka að skora, æfa rammann, annars sáttur en ekki mjög.
Það sem ég tek helst úr þessum leik og í raun það sem mér fannst standu uppúr í dag og það sem margir eru að segja hér að ofan er að það er átakanlegt hvað Suárez er alveg hörmulega lélegur markaskorari, það er ekkert flóknara að klassa skorari hefði sett þrennu í þessum leik miðað við öll færin sem Suárez fékk í þessum leik, við erum ekki að sjá þetta í fyrsta skipti hjá honum og það er ekki eins og þetta hafi verið eitthvað einsdæmi í dag, þetta er að gerast í nánast hverjum einasta leik og stundum oftar en einu sinni í leik. Ég held að þetta eigi eftir að kosta liðið stig í vetur, því það telur ekki neitt að vera klár og klókur að koma sér í færi hvað eftir annað þegar þú getur svo ekki nýtt þau, þá telja þessi færi einfaldega ekki neitt.
Ég fagna 3 stigum, liðið átti það inni að ná í 3 punkta þrátt fyrir að hafa ekki verið að spila einhvern stjörnuleik. Þetta hefði hinsvegar alveg getað dottið niður í jafntefli en Brad Jones átti skínandi góðan leik á milli stangana og bjargaði liðinu td í eitt skiptið allsvakalega þegar sóknarmaður Reading komst einn í gegn og var maður á mann á móti Brad en hann kom út á móti á hárréttum tíma og gerði sig breiðan og varð frábærlega!
Brad Jones MOTM!
Gerrard var líka mun agaðri í leik sínum en undanfarið. Spilaði mjög vel.
Flott 3 stig í hús … en menn verða klárlega að gera betur í næstu leikjum gegn sterkari andstæðingum.
Arnar Björnsson var að lýsa þessum leik á Stöð 2 Sport – ég held að karluglan sé að verða elliær. Er það eðlilegt að ná að mismæla og ruglast svona oft á 90 mínútum.
Raheem Sterling varð Ryan Sterling
André Wisdom varð Andy Wisdom
Jose Enrique varð Luis Enrique
Tvisvar ruglaðist hann á Martin Skrtel og Jonjo Shelvey (það gerist reyndar í hverjum einasta leik hjá AB … margoft).
Og til að toppa það ruglaðist hann einu sinni á Martin Skrtel og Jamie Carragher … sem var ekki einu sinni með í dag 🙂
Að ég skuli ekki vera búinn að fá mér gervihnattadisk 🙂
En 3 stig í hús … kvörtum ekki yfir því
er með sterling i fantasy, það gerir sigurinn bara ennþa sætari 🙂
Flottur sigur og góð 3 stig í hús! Svo má ekki gleyma því að við héldum hreinu loksins 🙂 🙂
Það er margt sem þarf að pússa saman enda er það eðlilegt, nýr þjálfari með nýja blöndu af unglingum og eldri jöxlum. Þetta er allt að koma og mér fanns frábær stemming á Anfield og það er sko greinilegt að Suarez á mikinn stuðning. Nú er bara að vona að hann haldi áfram á þessari braut!
Jones var frábær og varði t.d. stórkostlega vel úr dauðafæri með góðri fótavinnu og svo var hann bara ansi öruggur í boxinu. Vonandi að Pepe og hann geti myndað gott par og vegið hvorn annan upp þó svo að Pepe sé klassanum betri leikmaður.
Gaman að sjá Glen og Gerrard þarna og Agger stóð fyrir sínu. Sterling að opna markareikninginn og hann verður örugglega með hávaxtareikning eftir smá tíma! Þvílíkt efni sem er komið upp þarna. Shelvey fannst mér ekki ná sér á strik sem og Sahin en þetta er allt að koma.
Svo styttist í jólin og janúargluggann ,,okkar”.
Áfram með fjörið strákar!! 🙂
1-0 gegn botnliði og það á heimavelli. Þetta er ekkert til að byggja á. Hvað þarf eiginlega til að róa hausinn á Suarez?
Sigurinn var góður og afar mokilvægt að ná í þrjú stig, en færin verðum við að klára betur, eitt mark er of lítil forusta og ekkert má út af bregða, en þetta hafðist og það er það sem skiptir máli… Nú er bara að taka Everton um næstu helgi og þá erum við komnir á skrið….
Áfram LIVERPOOL… YNWA
Ég held að menn eigi ekki að vera að agnúast út í Suarez hann skapar oft þessi tækifæri sjálfur þó svo hann nýti þau ekki öll,þetta er bara eikenni góðs framherja.
Smá off topic en ég missti af leiknum í dag og var að spá hvort menn vissu hvenær MOTD byrjaði?
Takk!
Sæl öll.
Til hamingju með þennan sigur, sigur er sigur hvort sem mörkin eru 1 eða 4 það er alltaf það lið sem skorar fleiri mörk sem vinnur. Ég horfði á leikinn og mér fannst okkar menn bara nokkuð góðir.OK…þeir mættu hitta markið betur en það kemur. Ég ákvað að setjast niður og njóta leiksins með prjónana mína en þulurinn hann Arnar Björnsson olli því að ég naut ekki leiksins…þegar hann fór að tala um að leikmenn QPR væru bara ekki að standa sig þá leit ég upp frá prjónunum og kíkti á skjáinn og í dagskránna hafði ég misst úr eitthvað eða hvað var að gerast en jú jú þeir voru að spila við Reading ekki QPR hvað eru smá mismæli á milli vina. Ég þurfti aðeins að skreppa frá þegar staðan var 1-0 þegar ég kom aftur og fékk mér sæti heyrði ég Arnar segj svo snilldarlega…nú þurfa Reading ( hann hafði það rétt núna) bara að skora eitt mark og þá fara þeir með öll 3 stigin heim. Vá hvað mér brá hafði ég misst meðvitund og sofnað og andstæðingarnir skorað hvað var að gerast ég kíkti á skjáinn og staðan var 1-0 fyrir mínum mönnum. Ég hafði samt svo litla trú á mér að ég fór í tölvuna til að vera alveg viss. 2 mismæli á stuttum tíma….hann ætti kannski að fara að leita sér að sterkari gleraugum eða eitthvað. Nú var farið að síga á seinni hlutan og Brendan farin að skipta inn á þá segir Arnar nú kemur Luis Enrique inn á , ég galopnaði augun var einhver nýr leikmaður mættur á Anfield og höfðu kaupin á honum alveg farið fram hjá mér…Nei nei tölti ekki José nokkur Enrique inn og hóf leik. Auðvita eru þetta bara lítil mistök en ég borga hellings pening til að geta horft á leikina og allt of oft eru þulirnir ekki starfi sínu vaxnir. Sumir eru ekkert að leyna því að þeir haldi alls alls ekki með Liverpool og svo eru svona menn eins og Arnar sem ættu kannski bara að vinna við eitthvað annað.
En okkar menn unnu í nokkuð góðum leik.
Þangað til næst
YNWA
Gullkorn Arnars í leiknum var samt klárlega þegar hann sagði að Suarez þyrfti sterkari gleraugu því hann hitti ekki á markið í dauðafæri 🙂 Fannst það frekar skemmtileg setning en ég nenni ekki að pirra mig mikið yfir lýsendum stöð2sport, þeir reyna að gera þetta eftir bestu getu og vonandi að það lagist bara hjá þeim í næsta leik.
Það er margt sem okkar menn þurfa að laga fyrir næsta leik, þurfum að nýta færin og hætta að gefa óþarfa færi á okkur í vörninni. Annars fannst mér Johnson frábær í dag og ekki að sjá að hann hafi spilað 90 mín á miðvikudaginn.
Ég tek 1-0 sigur hvenær sem er og alveg sama hvernig sigurinn er sigur er sigur og við fengum 3 stig. Liverpool er alveg að verða komnir á skylti 1 🙂
Ætla ekki að kvarta neitt. 3 stig í hús höfum nú klúðrað svona leikjum undan farið svo ég er bara sáttur
Jakvætt að vinna leikinn. Hofum oft sed okkar menn marki yfir og betra liðið en fa svo jofnunarmark i andlitið.
Auðvitað attum við að drepa þennan leik strax i fyrri halfleik en fyrst það gekk ekki upp var jakvætt að halda hreinu og sækja 3 stig a erfiðasta velli sem okkar menn spila á þessa dagana.
Eg er samt illa stressaður fyrir næstu 3 leiki i deild, Everton uti, NEwcastle heima og chelsea uti. I þessum þrem leikjum mega alls ekki skila ser minna en 4 stig i jus en helst 6-7 stig.
Og ja sammala þvi að það er frabært að landsleikjahleið er buið enda oþolandi hle.
Gaman að sja helstu keppinauta okkar Tottenham og Arsenal tapa i dag a meðan okkar menn toku 3 stig…
Maður verdur glaður ut þennan dag og sofnar sattur i kvold 🙂
Þegar Suarez tekur hann viðstöðulaust frá Enrique, einn og óvaldaður inn í miðjum vítateig og skýtur svona meter framhjá (í tuttugasta skipti) þá spyr maður sig það er eitthvað bogið við það að besti leikmaður liðsins og mögulega deildarinnar spilar eins og Maradona út um allan völl en uppvið markið er hann varla í íslenskum úrvalsdeildarklassa.
En þetta var góður sigur fyrir liðið og stuðningsmenn.
Mér fannst Luis enrique bestur í dag
Eftir þennan leik erum við 5 stigum frá þessu mikilvæga sæti og samkvæmt mínum útreikningum að þá eru 30 deildarleikir eftir og 90 stig eftir í pottinum. Miðað við spilamennsku liðsins okkar að þá eigum við mikið inni, það sjá allir sem vilja sjá. Hinir geta bara séð eitthvað annað 🙂
Kærkominn sigur. Héldum hreinu og gáfum ekki mörg færi á okkur. Hefðum vissulega mátt nýta færin betur. Johnson klárlega besti maður liðsins og var sá líklegasti til þess að skora annað markið. Í þeirri stöðu sem liðið er núna veltir maður fyrir sér hvort ekki væri hægt að splæsa í einkaþjálfara á Fowler og setja hann í að klára færinn.
Manutd hefur unnið nokkra titla á því að spila illa gegn liðum eins og reading og vinna þau 1-0. Það er munurinn á góðum liðum og ágætum liðum, þeir klára leikina sem þeir spila illa í og klára leikina gegn lélegu liðunum. Það mun enginn spyrja að því í lok tímabils af hverju í fjandanum við skoruðum ekki meira en 1 mark í dag. 3 stig eru 3 stig og þau eru sérstaklega sæt þegar við höldum hreinu og þurfum þá bara að skora 1 mark.
Þrjú stig í hús. Ekki hægt að kvarta yfir því. Einnig má ekki gleyma að þetta var fágætur heimasigur, a.m.k. eins og þetta ár hefur spilast.
Lítum á björtu hliðarnar, fimm stig í evrópusæti og það í einni verstu byrjun liðsins í manna minnum.
Hey, það er laugardagskvöld og miklu hentugra að líta á glasið hálffullt heldur en hálf tómt 😉
Hefur einhver áttað sig á því að við erum með á ágætis mini-run í deildinni …. 7 stig í 3 leikjum. Heldur betur eitthvað til að byggja á !
Flott frammistaða í dag 🙂 Færanýtingin fer að koma
YNWA
Snorri #19: Byrjar kl. 21:10 á Íslandi.
Ég sé ekki alveg hvernig skýrsluhöfundur fær það út að það hafi ekki verið nein hætta. Megnið af seinni hálfleik var ég allavega drullustressaður yfir 1-0 forystu meðan okkar menn voru að gefa verulega eftir í possession og Reading var í sjálfu sér með yfirhöndina í leiknum. En þeir gáfu vissulega slatta af færum á sér og það er algjör skandall að hafa ekki unnið þetta stærra. Og skrifast að langmestu leyti á Suarez. Tek undir með þeim sem fjalla um það hér að ofan, hann er bara mjög slakur slúttari. Hittir varla rammann.
En góður sigur, sama hvað liðið heitir eða hvar sem það er staðsett í töflunni. Jones var góður, varnarlínan og sérstaklega Glen Johnson spiluðu mjög vel, miðjan hélt að mestu vel og sóknarmennirnir voru ógnandi. Gleðilegt að fá mark frá Sterling. Við þurfum að fá mörkin frá fleirum en Suarez, allavega meðan hann er á þessum skónum.
Ef valið stendur á milli:
a) Liðið spilar frábærlega, heldur boltanum vel og yfirspilar andstæðingin á stundum. Skapar fullt af færum en vantar herslumunin að klára færin. Tvö stangarskot og eitt sláar skot. Liðið fær á sig mark eftir fast leikatriði í lok fyrri hálfleik en nær að jafna um miðjan seinni hálfleikinn. Mikil pressa á mark andstæðinganna undir lok leiksins þar sem brotið er á Suarez inní teig en ekkert dæmt. Leikurinn endar 1-1 en engu að síður virkilega flottur leikur, vantaði bara smá heppni.
b) Liðið kemur til baka eftir tæplega tveggja vikna landsleikjahlé. Tveir öflugir leikmenn frá vegna meiðsla í landsleikjahléinu. Liðið spilar vel á köflum og heldur hreinu. Það fær ekki mikið af færum á sig, varamarkmaðurinn ver í tvígang vel en liðið klúðrar nokkrum góðum færum. Liðið vinnur 1-0 sigur og fær þrjú stig.
Þá vel ég b.
Sigur og 3.stig í hús er aðal málið… þannig að þetta var snilldar dagur 🙂
Ótrúleg staðreynd blasir samt við okkur… þrátt fyrir misjafnt gengi í upphafi leiktíðar, þá er Liverpool FC aðeins 3.stigum á eftir Arsenal og 5.stigum frá Meistaradeildarsæti!!!
Spurning um að horfa á jákvæðu hlutina og við höldum áfram að klifra upp töfluna 🙂
Góða “sigur” helgi….
Þetta er á réttri leið, ég er sannfærður um það. Stöðug ógn af Suarez og svo eru ungu guttarnir að skila flottum leik. Jákvæð innkoma Jose Enrique. Hann leit vel út. Annars magnað hvað margir agnúast út í gengi Liverpool en telja allt í himnalagi hjá Arsenal þrátt fyrir 3ja stiga mun á liðunum… Svo eru ekki nema 5 stig í Tottenham. Þetta er nú ekki svo hræðilegt eftir allt ;).
Var afskaplega ánægður með 3 stig í dag. Ég var mjög óánægður með gæðin í sóknarleiknum, þ.e. með allt þetta possession gegn lélegasta liði deildarinnar og illa útfærður sóknarleikur á löngum köflum. Mér finnst alvarlegt að Brendan tali eftir leik eins og þetta hafi allt saman verið frábært og stórkostlegt því það mátti ekki miklu muna að Reading stæli stigi í lokin. Brendan verður að átta sig á því að hjá Liverpool er 1-0 sigur á heimavelli gegn Reading er ekki tilefni til stórveislu. Að sama skapi lýsi ég yfir vonbrigðum með Joe Allen-hann er ekki leikmaðurinn sem vantaði í þetta lið því að mínu mati geta Henderson, Lucas, Shelvey og Gerrard allir leyst þessa stöðu jafnvel og betur. Ég sá Chelsea taka Spurs í dag með mögnuðum gæðum fram á við hjá 3-4 mönnum (Mata, Hazard, Torres, Oscar, Sturridge) og hefði þegið einn af þessum mönnum hjá Liverpool. Vonandi batnar þetta hjá Poolurum því annars er maður hræddur um að liðið hali ekki inn mörg stig á næstunni gegn alvöruliðum eins og Everton, Chelsea og Newcastle.
3 stig, er það ekki nóg???????????????
ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þetta var ágætis leikur hjá Liverpool. Alls ekkert frábær, en Liverpool betri nánast allan tímann og náðu í þrjú stig. Þessa dagana er maður mjög ánægður með þrjú stig, sama hvernig þau koma.
Jákvæðir punktar: Hverju unglingastarfið er að skila. Mikið talað um Suso og Sterling, eðlilega því þeir eru að standa sig mjög vel, en Wisdom er líka búinn að spila frábærlega. Spurning hvort við eigum ekki líka að gefa einhverjum framherja úr unglingaliðinu nokkra sénsa í aðallinu. Okkur sárvantar einhvern í framlínuna.
Neikvæður punktur: Færanýting Luis Suarez. Þetta er fyrir löngu hætt að vera vandræðalegt, þetta er bara glæpsamlegt. Emile Heskey og Erik Meijer horfðu saman á leikinn í dag og sprungu úr hlátri.
Hættiði þessu rugli, Leikirnir á móti Everton og Chelsea eru ekkert áhyggjuefni, þar eru bókuð 3 stig, ekkert mál að vinna þessa stóru leiki og grannaslagi. Litlu liðin hafa verið Liverpool erfið svo ég fagna þessum sigri bara alveg jafn vel og þegar við vinnum þetta skíta Chelsea lið.
Annað rugl, hvað eruði að fokking væla yfir þessari færanýtingu hjá Suarez og hvað allt sé ömurlegt hjá honum og svo segiði í næstu setningu hvað Johnson var góður útaf því hann átti svo mörg skot á markið… Ekki skoraði hann. Suarez væri örugglega betri ef hann væri með betri meðspilara, ég meina Sterling var góður en rosalega oft sem hann var bara einn á auðum sjó algjörlega á kanntinum en klúðraði svo bara öllu. Svo var Suso eithvað einstaklega slappur í leiknum í dag, sá hann bara voða lítið. En Suarez kann alveg að skora mörk, ef þið horfið á Úrúgvæ spila þá sjáiði það, hann er kannski enginn Messi með mark í leik en hann skoraði alveg 111 mörk í 159 leikjum hjá Ajax, svo hann kann alveg að skora.
Bara djöfulsins rugl í öllum hérna, hvað er í gangi?
Ef við hefðum unnið 2-0 og Suarez nýtt eitt af færum sýnum væru allir í skýjunum. Ekki mikið statement að vinna Reading á heimavelli 1-0 en þetta var samt rosalega mikilvægur sigur. Við erum bara nokkrum stigum á eftir CL sæti og þetta mini-run gefur liðinu sjálfstraust. Það er akkúrat það sem læknirinn pantaði. Eftir sigurinn á Everton um næstu helgin verðum við með 10 stig af síðustu 12 í deildinni….það er í lagi!
Suarez, haltu áfram að reyna og skapa og djöflast. Hver átti stoðsendinguna á Sterling? Hver átti stoðsendinguna á Shelvey? Þú.
Suarez getur alveg klárað færi vel, en það sem honum skortir er composure, þegar hann kemst í færi þá er eins og hann sé lítill 6 ára krakki, hann á það til, eða í svona 90% tilfella að gefa sér ekki nægilega mikinn tíma í að leggja boltann fyrir sig og stýra svo boltanum innanfótar í netið.
3 stig í hús 🙂
Ungu strákarnir eru ótrúlegir. Sterling, Suso, Shelvey og Wisdom. Jones af öllum mönnum spilaði mjög vel í markinu. Johnson og Suarez spiluðu mjög vel.
Ég skil hinsvegar ekki af hverju við gerum ekki langtímasamning við Sterling. Rodgers svaraði því mjög afdráttarlaust að það væri ekkert í gangi á þeim vígstöðvum.
Vona að það sé taktík en ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af.
Sá því miður ekki leikinn, er úrslitin eru góð.
3 stig er allt sem skiptir máli.
Auðvitað vildu allir fá stóran sigur á heimavelli en hann hafðist ekki en við héldum þó hreinu og skoruðum mark og fengum 3 stig.
Rodgers sagði um daginn að hann ætlaði að laga vörnina og núna höfum við haldið hreinu í 2 leikjum í röð og það er jákvætt. Og þegar að vörnin og markmaðurinn er farnir að fá sjálfstraust þá fer að koma meiri sóknarþungi frá miðju og sókn.
Það er stórt próf framundan á móti Anzhy og svo Everton og ef það gengur vel þá verður bjart framundan.
Það að vinna loksins á Anfield í deildinni er sigur út af fyrir sig.
Við skulum aðeins róa okkur, og ekki fara tala um eitthvert CL sæti … Það er jú ofar í töflunni og allt það, en við eigum ekkert erindi þangað núna. Projectið hans Brendans er enn í gangi og við þurfum miklu miklu betri fótbolta og úrslit en við sáum í gær.
Það var tvennt sem maður tekur út úr leiknum í gær sem mér finnst skipta máli:
1: Við héldum hreinu, aftur. Kannski ekki dúndrandi sóknarbolti sem
Reading spilaði og allt það, en það þarf líka að halda hreinu. Mér
er alveg sama hver er í marki og hver er í vörn, en þeir sem eru
valdir, þurfa að klára jobbið sitt. Semsagt gott.
2: Við unnum leik.
Tökum svo næsta leik fagnandi og þá komumst við e.t.v. upp á næsta level.
Só far lúkking gúd.
Tiote hja newcastle var að fa frekar odyrt rautt spjald að minu mati i leik gegn sunderland. Hann ætti þa að verða i banni gegn liverpool i þarnæstu umferð og varla kvortum við yfir þvi
38 ætlaði einmitt að segja þetta 🙂
Ég vil nöldra svoldið yfir górillunni í gær, hvers lags rugl er þetta að heimavöllur liverpool klúbbsins spili united leik á stórum skjá á sama tíma og liverpool leikur er í gangi? Það var svo engan veginn pláss fyrir það auk þess sem hljóðið truflar.
Góðan og blessaðan allir sannir púllarar, eftir 8 leiki 9 stig og komnir í 11 sæti erum við loks búnir að ná botninum, en leið okkar á toppin verðu löng og grýtt, sviti og tár.
Fyrir ári síðan var Arsenal í 10 sæti með 10 stig eftir 8 leiki og núna er svipuð staða hjá þeim.., 9 sæti og með 12 stig. Þeir enduðu í 3ja sæti með 70 stig síðasta tímabil.
Það eru 9 stig í annað sætið og 5 til 8 stig 3-4 sætið og nokkrar vikur til jóla 🙂 ég hef fulla trú á að við sem elskum okkar frábæra félag munum sjá fleiri dollur í öllum stærðum vinnast næstu àrin.
P.s og til hamingju með sigurinn í gær gôða helgi Allir sem einn.
Og nu var pienar að fa sitt annað gula spjalf og þar með rautt i leik gegn QPR, hvernig er það fær hann ekki strax einn leik i bann þa ogmissir af leiknum gegn Liverpool næstu helgi ??
Góðan og blessaðan daginn.
Magnað hvað úrslit hjá liðum í kringum okkur á stigatöflunni hafa verið okkur frekar hagstæð þessa helgi.
Stoke tapar.
Swansea og Fullham vinna að vísu sem var óhagstætt.
Arsenal tapar.
Sunderland og Newcastle gera jafntefli sem var það besta sem gat gerst.
QPR taka stig af Everton og hafa vonandi náð að brjóta þá svolítið niður fyrir næsta leik.
Svo er bara að fylgja þessu eftir og sýna Everton í næsta leik hvar Davíð keypti ölið…Fer ekki fram á meira.
Hilsen Hallur
Menn geta aldrei verið alveg sáttir. Við spiluðum ekki sem bedt en fengum 3 stig sem gerist ekki oft. Við spiluðum mjög vel gegn Mancs-liðunum og fengum ekkert.
Þetta er allt að koma.
Las einhversstaðar að hvorki Fellaini né Pienaar verði með á móti okkur næstu helgi sem er gott.
Flott hjá okkar mönnum.
Nenni ekki að kvarta yfir færanýtingu Suarez á meðan við vinnum 🙂
Næsti leikur er á móti Everton og væri það frábært ef við vinnum þann leik.
Lýtum á björtu hliðarnar ! Það er ekki létt að innleiða svona kerfi inní fótbolta lið á svona stuttum tíma.
Af hverju er Suarez ekki mjög svona 46 í finishing í FIFA leikjunum? This is getting embarassing..
Ég er sammála jákvæðu punktunum hér að ofan en ætla að bæta inn nokkrum punktum sem eru umhugsunarefni að mínu mati.
Posession: Fyrst er það auðvitað posession vandræðin í lok leikja sem við erum að vinna með einu marki. Hvaða yfirstress er þetta í liðinu alltaf? Allir leikmenn liðsins detta niður að vítateig út af hræðslu. Maður er búinn að sjá of marga sigra detta niður í jafntefli því menn detta allt of langt niður. Kommon….þetta var Reading og við getum ekki haldið posession í lokin og klárað svona leiki. Brendan hlýtur að vera með videofund út af þessu og þetta verður lagað.
Suso: Hann er því miður ekki að faa að eigna sér þessa stöðu í vetur. Hann er mjög teknískur og intelligent fótboltamaður en hann er engin kantmaður, vantar sprengikraft og áræðni. Hann verður kominn á bekkinn í næstu leikjum. Spurning um að prófa Shelvey í þessa stöðu þó það sé ekki heldur hans natural staða? Svo bíður Assiadi auðvitað eftir tækifærinu. Hann kemur vonandi fljótlega inn í dæmið.
Sahin: Mér fannst hann reyndar mjög góður í þessum leik þegar hann var tekinn út af. Enda var hann mjög fúll í skiptingunni. Hann er að byrja að sýna sitt rétta andlit. Hann kemur alltaf í “second run” inn í teiginn eins og hefur vantað hjá Liverpool í mörg ár. Enda hefur hann skorað nokkur þannig mörg í vetur. Samt sem áður virkar hann ekki nógu sterkur til að selja sig til klúbbsins. Efast um að við kaupum hann nema að hann fari að stíga betur upp. En kannski var þetta byrjunin. Hann er mun betri en Adam og fleiri gæðingar sem hafa spilað þessa stöðu undanfarin ár.
Hópurinn: Það er hrikalegt að hugsa til þess hvað hópurinn er þunnur hjá okkur fram á við. Staðan er í alvöru sú að við eigum ekki neinn varamann sem getur leyst Suarez af ef hann meiðist eða fær rautt fyrir eitthvað rugl. Biðin fram að janúarglugganum verður ansi löng af Suarez mun ekki delivera.
Ég er hins vegar ánægður með Rogers, hann tekur menn bara úr hóp án þess að hika. Sama hvað þeir heita. Það er mun skemmtilegra að horfa á ungt og efnilegt lið ströggla heldur en einhverjar money-taking stórstjörnur sem geta ekkert. Þetta er gleði og þolinmæði til skiptis.
Já allt á uppleið en mig svíður ofurlaunin sem Joe nokkur Cole er að þyggja. Hvað er hann að gera þarna… Hann er allavega ekki að hjálpa liðinu okkar í ferlinu!
Suso virkar á mig sem meiri miðjumaður en kantari, er ekki þessi vængmannstýpa. Augljóslega mjög góður knattspyrnumaður sem bara á eftir að vera betri. Hugsa að hann spili meira inn á miðjunni í framtíðinni.
Þetta var alltof tæpt í lokin. Reading komst inn í leikinn eftir skiptingar hjá okkar mönnum, Sahin og Suso eru mjög góðir í að halda bolta en voru farnir útaf. Varamennirnir voru ekki að gera gott mót, Enrique sérstaklega steingeldur.
Mér fannst Enrique eiga mjög fína innkomu. Kannski var ég bara að horfa á allt annan leik ?
Ég hef séð Suso spila með landsliðinu og þar er hann á miðjunni og var oftar en ekki frábær í þeirri stöðu og hreinlega stjórnaði allri miðjunni hjá þeim. Ég væri til í að sjá miðjuna vera Allen Sahin og Suso/Shelvey og frammi væru þá Suarez, Sterling og Gerrard hægra meginn enda góður slúttari og myndi hjálpa Suarez með að drita inn mörkum.
HORFIÐ Á ÞETTA MYNDBAND MEÐ SUSO og þá sjáið þið lítinn töframann með boltann sem gæti vel orðið okkar Alonso. Þvílikar sendingar og yfirsýn hjá 18 ára gutta.
http://www.youtube.com/watch?v=oL3HfYN1jD4
Hann á að vera á miðjunni sem leikstjórnandi.
Jonjo Shelvey er ekki bara hörkumiðjumaður heldur líka hörkusöngvari http://www.youtube.com/watch?v=eAiKC1FEc-A
Verð að vera sammala monnum herna varðandi Suzo, skil ekki af hverju hann er ekkisettur a miðjuna og Gerrard i kant framherjastoðuna. Held að það myndi hjalpa liðini a baða vegu, Suzo væri held eg margfalt betri a miðjunni og Gerrard gæti verið i frjalsristoðu þarna framar a vellinum.
Nennir einhver að segja Rodgers þetta?
Menn að ráðleggja Rodgers, tala um finishing og composure. Spilar Rodgers ekki FM ? Þetta er svo einfalt, þjálfaðu bara Suarez í þessu og hann verður 30 marka maður, getur ekki klikkað!
í fyrsta lagi ef fm væri raunveruleikin væri liverpool orðið enskur meistari og í öðru lagi er munur á því að æfa sig að klara/ skjóta á æfingum og svo í leikjum en að mínum mati mætti suarez reyna að leggja hann meira í hornin í staðin fyrir að vera að reyna negla honum alltaf upp í þaknetið
Ætla að giska algjörlega út í loftið, hef allavega ekki séð það áður.
En ætla að veðja á að við fáum Darren Bent í skiptum við Stewart Downing og hugsanlega annan leikmann á láni út tímabilið með(hugsanlega Joe Cole) eða einhvern smáaur með. Heyrðuð þetta fyrst hér.
@ 58 sem sagði “Enrique sérstaklega steingeldur”. Vitleysa. Enrique var hugsanlega besti maðurinn á vellinum eftir að hann kom inná. Hefði átt að eiga tvær stoðsendingar amk ef Suarez hefði nýtt færin sem hann bjó til fyrir hann.
Ég veit að þetta kemur Reading leiknum ekkert við en ég var að leita að hve mörgum mörkum Carroll hefur raðað inn fyrir West ham, Mer sýndist það vera 0
Ætli Brendan viti sínu viti þrátt fyrir allt?
Hann kom með 2 stoðsendingar í sínum fyrsta leik en svo ekkert meir.
Ég hefði samt viljað halda honum enda ekki beint margt um manninn hjá okkur.
Jú hann er betri en enginn og í raun skil ég ekki af hverju er verið að lána manninn ef hann fittar ekki inn í hópinn að mati stjórans. En það er mál Brendans og ég held svei mér þá að hann sá á réttri leið þrátt fyrir allt. En miðað við hvað hann sækir í unga stráka þá held ég að Brendan sé í raun ekkert að spá mikið í þetta tímabil þótt við sófasérfræðingarnir viljum helst fjórða sætið. Hann er væntanlega að horfa þrjú til fimm ár fram í tímann.
Andy Carrol hress á því og virðist vera í gamla góða líferninu ennþá.
http://fotbolti.net/fullStory.php?id=135413
Ég hugsa að pælingin hjá Rodgers hafi verið að hækka verðmiðann á Carrol með þessum lánsdíl. Ef hann færi að setja hann reglulega með WH þá væri sennilega ekkert mál að fá 15-20 milljónir punda fyrir hann.
En ef Carrol floppar hjá West Ham, er ég ansi hræddur um að á þessum leikmanni verði mikið tap, enda ekki í plönum Rodgers.
Jú, eða fá hann tilbaka í janúar en ég sé það ekki gerast. Finnst líklegra að keyptur verði nýr framherji.
70 já einmitt þetta er kannski ástæðan fyrir því að Rogers vill hann ekki skill það mjög vel þurfum bara að fara selja hann
Sælir félagar
Smá hérna utan dagskrár. Þeir sem sáu mest eftir Gylfa Sig. geta huggað sig við að hann er í 2. sæti yfir flopp leiktíðarinnar fram að þessu. Borini sem hefur valdið vonbrigðum hjá okkur er í 5. sæti. Ógurleg huggun fyrir alla að vita þetta, eða þannig.
YNWA
Ef William Gallas hefði skorað úr færinu sem hann fékk eftir að hafa fengið frábæra sendingu frá Gylfa þá væri umræðan öðruvísi.Satt best að segja finnst mér ómaklegt af okkur (íslendingum)að hlakka yfir einhverjum flop lista hjá svona tímariti þó við höldum með Liverpool.Det ernu det