Heimasigur á Anfield er það sem þarf að verða norm-ið aftur og svona leikir eru partur af því að skapa þá hefð. Fín þrjú stig gegn ágætu liði. Sleggja frá Downing gefur þessu síðan aukið hressleikagildi.
Fyrir utan veru Downing í byrjunarliði sýndi Rodgers milljarðamæringunum í Anzhi töluverða virðingu í dag og stillti upp sterku liði, vörnin var óbreytt frá undanförnum deildarleikjum og skilaði hreinu búri, Gerrard og Sahin voru á miðjunni og eini sóknarmaðurinn okkar með fullorðinstennur, Suarez, var hafður upp á topp þrátt fyrir þungt prógramm á næstunni og spilaði allann leikinn.
Liðið var svona:
Wisdom – Skrtel – Agger – Johnson
Gerrard -Shelvey – Sahin
Downing – Suárez – Assaidi
Bekkur: Gulacsi, Henderson, Carragher, Allen, Sterling, Suso, Yesil.
Það væri tímasóun að eyða of mörgum orðum í fyrri hálfleik Liverpool var mun sterkara og meira með boltann en gekk illa að skapa góð færi gegn skipulagðri Hiddink vörn gestana og var þar Stewart Downing í sérflokki lítið ógnandi á hægri kantinum. Shelvey átti besta færi fyrri hálfleiks eftir góðan undirbúning Suarez en skaut himin hátt yfir markið.
Glen Johnson var tekinn af velli í hálfleik og Raheem Sterling kom inná fyrir hann. Með þessu fór Downing í vinstri bakvörðinn og sá var ekki lengi að troða sokk upp í mann er hann hamraði boltanum í netið með hægri fótarskoti fyrir utan teig. Ekki einu sinni Nostradamus hefði getað séð þetta fyrir en frábært mark engu að síður.
Liverpool var áfram öllu sterkara í seinni hálfleik sem var örlítið opnari í báða enda. Liverpool var með meira ógnandi sóknarlínu með Sterling á kantinum og Anzhi þurfti auðvitað að koma aðeins úr skotgröfunum.
Á 80.mín gerðist nokkuð umdeilt atvik er Agger skallaði boltann úr hendi markmanns gestana og skoraði að því er maður hélt löglegt mark en það fékk ekki að standa og Agger fékk meira að segja gult fyrir þetta athæfi. Treysti á að dómarinn þekki reglurnar betur en ég, sé umræðu um að það sé nóg að markmaður hafi vald á boltanum til að vera “ósnertanlegur” en ég hélt að þetta væri í lagi þar sem markmaðurinn var bara með aðra hönd á boltanum og tilburðir Agger ekki á neinn átt ógnandi. A.m.k. fannst mér gult spjald fyrir þetta heldur mikið.
Þetta kom þó ekki að sök og nokkuð öruggur sigur staðreynd og Liverpool komið á toppinn í riðlinum fyrir ferðalag til Moskvu (þar sem mér skilst að seinni leikur þessara liða fari fram).
Gerrard og Suarez spiluðu allann leikinn sem og fleiri lykilmenn og það er bara eins gott að það komi ekki niður á okkur á sunnudaginn. Þá er leikurinn sem skiptir mestu máli.
Maður leiksins: Ekki endilega besti leikmaður vallarins en það er ekki hægt að velja annan en Downing í dag. Hann tók Riise stóran sokk og tróð honum upp í mig og mjög marga fleiri með þessu marki sínu og var meira að segja rétt búinn að jafna leikinn fyrir Anzhi þegar hann sendi frábæra sendingu fyrir á Eto´o sem var steinsofandi í boxinu og ekki viðbúinn stoðsendingu frá Downing.
Jákvætt ! ! SD skorar, og spilar ágætlega, og höldum hreinu. Næst, þeir bláu. Hlakka til. 🙂
Brendan leiddi svo Downing fram fyrir stuðningsmenn og lét þá klappa fyrir honum með því að klappa hann upp, gaman að því, verið að hnykkja á sjálfstraustinu hjá stráknum. Ætli það hafi verið orðið stóra vandamálið hjá honum?
Eg naði svo lelegu streaminað eg meikaði ekki að horfa a leikinn, fyrsti liverpool leikur sem eg missi af held eg i morg ar og þa missir maður af einhverju svaðalegu marki fra downing, miðað við það sem eg æes byat eg við að hann hafi hamrað hann fra vitateig okkar manna i samskeytin inn hinum megin 🙂
Góður sigur en alveg skeflilegt að geta ekki klárað svona leiki með öðru marki.
Hvað segir Maggi Dómari við markinu! hjá DAgger?
http://www.101greatgoals.com/gvideos/1-0-liverpool-stewart-downing-v-anzhi/
Virkilega sáttur með þennan leik og gaman að sjá að Rodgers er búinn að taka varnarleikinn í gegn og núna er búið að halda hreinu í 270 mín og vonandi heldur það áfram um helgina.
Efstir í riðlinum sem er gott mál.
Frábært sigurmark og flottur sigur! Assaidi var frábær og fleiri voru að standa sig vel.
Munið að BR sagði um daginn að það þyrfti að laga vörnina eftir Udinese leikinn. Hvað hefur gerst??
Jú, liðið okkar hefur haldið hreinu í þremur leikjum í röð og unnið tvo og gert eitt jafntefli. Það er greinilega ýmislegt spunnið í Norður Írann okkar!
Jones var öruggur og heldur áfram að vaxa. BR er greinilega að ná miklu út úr hópnum sem hann hefur og þetta er (enn og aftur) allt á uppleið!
VIÐ HÉLDUM HREINU!! CAPS ER VIÐEIGANDI!!!
Ég bara vona svo innilega að þetta komi ekki niður á leiknum á sunnudaginn, veit fátt meira pirrandi en að tapa fyrir Everton sem eru jú vanir að gefa út DVD disk eftir sigurleiki á Liverpool.
Vonandi ná menn að hvílast vel fyrir þann leik en það skal ekki vanmeta þá staðreynd að í síðustu þrem leikjum hefur liðið haldið hreinu. Það er kannski ástæðan fyrir því að vörnin var óbreytt í kvöld miðað við síðustu leiki.
Mér fannst margt jákvætt við þessa frammistöðu, jákvæðast að lítið var um meiðsli, skilst reyndar að Johnson hafi verið tekinn útaf sem “precaution” í hálfleik.
Downing réttilega valinn maður leiksins af Babu og verulega flott að sjá Rodgers vaða beint í strákinn, fylgja honum í átt að Kop stúkunni og klappa hann upp. Eftir að hann missti út úr sér bull í blöðunum hefur hann ekki fengið marga sénsa, en haldið kjafti og unnið fyrir því sem hann fékk í kvöld. Vissulega ekki magnaður varnarbakvörður en með frammistöðu kvöldsins, og stöðunni í leikmannahópi okkar mun hann fá mínútur sem hann vonandi nýtir.
En varnarleikurinn góður og mér fannst Sahin og Gerrard leika vel inni á miðjunni, Assaidi sýndi mörg góð touch en þarf að verða ákveðnari í að klára síðustu sendingu og færin. Ef það tekst mun hann klárlega nýtast okkar liði!
Neikvæðast í kvöld fannst mér frammistaða okkar besta manns, Suarez. Sá var ekki með kollinn í að spila þennan leik og ég treysti því að leikmannasjóðurinn á Anfield hafi fitnað við þetta bullspjald sem hann sótti sér í kvöld.
Næst eru það Everton og það er stóra prófið í þessari viku. En ekki spurning að þessi leikur nýttist leikmönnum og félaginu vel. Ssteinn karlinn tapar sjaldan á Anfield og ekki í kvöld, skulum átta okkur á því að hann varð vitni að marki Downing á Kop-stúkuna…það er eitthvað til að segja barnabörnunum frá!!!
Héldum nota bene hreinu á móti Eto’o sem hefur verið sjóðheitur í síðustu leikjum með Anzhi. Skiptir engu máli í hvernig liði maður eins og hann er að spila, hann getur alltaf skorað.
Mér fannst Assaidi bestur í þessum leik, varnarmenn Anzhi réðu ekkert við hann í dag og svo er það ótrúlegt að Downing af öllum skyldi skora og það með hægri 🙂
Djöfull er gaman að halda með Liverpool 😀
Virkilega jákvætt að landa þessum sigri. Þetta mark er akkúrat það sem Downing þurfti. Nú ætti hann að fá fleiri tækifæri því hann getur mikið mun betur en hann hefur sýnt. Við þurfum klárlega á honum að halda. Fannst skrýtið að láta Suarez spila allan leikinn og er ekki frá því að hann hefði þurft að hvíla sig aðeins. Annars bara jákvætt og þetta stefnir í rétta átt.
Ég er sammála með Assaidi, gaman að sjá mann með ógnarhraða á vinstri kantinum ! líst alltaf betur og betur á hann með hverjum leiknum sem að hann fær að spila.
Þetta mark, maður. Downing er með 2 mörk og 3 stoðsendingar skilst mér í Europa League þannig að hann er klárlega lykilmaður í þeirri keppni eins lengi og hún endist í vetur.
Jákvætt að sigra annan í röð, báða á Anfield, og halda hreinu þriðja leikinn í röð. Neikvætt að Gerrard, Suarez og vörnin spiluðu 90 mínútur og ég vooooona að Glenda sé ekki meiddur.
Hef annars takmarkaðar áhyggjur af Suarez. Var slakur gegn Reading og aftur í kvöld … hann er bara að hlaða í næstu þrennu og hún kemur á sunnudaginn.
Roll on Everton!
Liverpool vinnur þegar Downing skorar.
Hvar er Henderson?
Er ég einn á þeirri skoðun sem finnst vörnin hafa orðið betri eftir að Johnson var tekinn útaf?
Grunar ad Agger hafi aldrei verid rangstædur áður. Hvernig í ósköpunum datt honum í hug ad þetta myndi standa. Óþarfi ad spjalda samt.
Tek undir með fleirum að Assaidi var maður leiksins, ekki Downing, þrátt fyrir klessuna. Downing gerði líka skelfileg mistök að gefa þvert yfir teiginn á Skrtel sem var umkringdur sóknarmönnum og hefði klárlega kvittað hraustlega út fyrir markið sem hann skoraði!. Assaidi var snöggur, snar og óútreiknanlegur og fíflaði rússana fram og til baka. Virkilega sáttur með hann. Wisdom var góður líka, tók enga sjensa og spilar sig betur og betur inn í liðið.
En já, sóknarmannahallærið heldur áfram, Suarez þarf að fá hvíld og finna hausinn sinn aftur. Og hvern eigum við þá?
Bjóst nú við harðari viðbrögðum við valinu á Downing sem mér finnst þó maður kvöldsins þó hann hafi ekki verið besti maður vallarins. Hann vann móralskan sigur í kvöld.
Fannst annars enginn standa sérstaklega uppúr í þessum leik ef ég ætti að velja annan þá væri Wisdom líklega efstur á blaði hjá mér enda flottur í kvöld og búinn að vera mjög sterkur undanfarið. Assaidi var líka skemmtilegur oft á tíðum í leiknum. Væri gaman að sjá hvað fleiri leikir í liðinu gætu gert fyrir hann, sérstaklega með Suarez með sér inná (og Sterling).
Assaidi maður leiksins að mínu mati, ekki spurning.
En eftir því sem ég best veit og starfandi dómari sagði mér (sem horfði á leikinn með mér), þá er nákvæmlega ekkert að markinu hjá Dananum okkar.
Markmaður hefur ekki vald á boltanum þegar hann liggur í lófa hans, eins og í þessu dæmi. Ef hann hefur báðar hendur á boltanum, þá er það allt annað mál, eða ef leikmaðurinn fer í markmanninn til að ná til boltans, en það gerði hann svo sannarlega ekki heldur.
Assaidi klárlega maður leiksins í dag. Annars fínasti leikur og gott að fá sigur á Anfield tvo leiki í röð.
Góðir 3 punktar á heimavelli, þetta er það sem við viljum allir sjá.
Assaidi átti klárlega að fá vítaspyrnu þegar hann var búin að sóla Samba (samt ekki Sólarsamba með Magga Kjartans!) og átti bara eftir að þruma á markið þegar það kom varnamaður sem var ekkert að spá í boltan og hljóp hann niður.
http://www.youtube.com/watch?v=cW08oPJtL88 🙂
#23 Mér sýnist dómarinn hafa haft rétt fyrir séð með Agger markið, allavega samkvæmt reglum FIFA, en þær segja:
,,A goalkeeper is considered to be in control of the ball:
while the ball is between his hands or between his hand and any surface (e.g. ground, own body)
while holding the ball in his outstretched open hand
while in the act of bouncing it on the ground or tossing it into the air
When a goalkeeper has gained possessionof the ball with his hands, he cannot be challenged by an opponent.”
Reglurnar: (bls. 116)
http://www.fifa.com/mm/document/affederation/generic/81/42/36/lawsofthegame_2012_e.pdf
Ekki það að mig langaði alveg að sjá þetta mark gilt.
þetta var rosalegur göngufótbolti, ég vel Sahin mann leiksins. Gerrard var líka ágætur.
Assaidi bestur í dag……..en hvernig fannst ykkur uppáhaldið ykkar….Shelvey?
auðvitað á Shelvey ekki að vera á meðal 11 fyrstu….
á móti Everton ættum við að setja Gerrard í holuna og Joe Allen inn fyrir Shelvey…..Assaidi áfram á vængnum og Sterling hinu megin….annað eins og í kvöld
ég sé ekki mikinn mun á markinu hjá Agger og þessu hérna hjá Crosby, nema það var dæmt gillt mark.. 😉
http://www.youtube.com/watch?v=fmFIRMmqM4U
Sem betur fer er þetta ólöglegt mark enda á ekkert skylt við knattspyrnu hef aldrei skilið að vilja skora svona sama finnst mér um þegar menn eru að laumast til að taka aukaspyrnur þegar markmaður er að stilla upp vegg. Alveg glatað og mikill ræfilsháttur.
Gaman fyrir Downing að skora, með hægri og nýkominn í vinstri bakvörðinn – m.v. væntingar þá var hann maður leiksins. Á flesta aðra var þó skemmtilegra að horfa. T.d. virðist Sahin vera að komast í meira leikform, Wisdom er hörku efni og ég er mjög hrifinn af Shelvey (sérstaklega vegna þess að hann er aðeins tvítugur en samt orðinn frekar fullorðins). Agger hefur ekki meiðst að ráði í mettíma, 7-9-13, og Jones öruggur. Gerrard hefur oft verið betri en undanfarið, ég veit ekki afhverju það er… kannski formið? Minn maður samt, og kannski mestu kröfurnar gerðar á hann, en hann getur bara sjálfum sér um kennt fyrir að hafa verið frábær í 10 ár.
Ég var hrifnastur af Assaidi í þessum leik svona heilt yfir, datt ekkert niður eftir því sem á leið leikinn og flest gekk upp hjá honum. Hann er búinn að vera nokkuð stabíll í þeim leikjum sem hann hefur spilað og hann er mun betri en ég þorði að vona er hann kom – flinkur og útsjónarsamur. Kemur vel til greina á móti Everton.
Öll vörnin var líka flott, ekkert athugavert við það að spila mikið með sömu vörninna – Johnson sækir lang mest af þeim og er því líklegastur til þreytu og meiðsla. Töff skipting hjá stjóranum í hálfleik, en kannski lítið annað í stöðunni ef Johnson var eitthvað off eftir fyrri hálfleikinn. Eins og einhver sagði hérna fyrir leik að okkar sterkustu menn verða að vera tilbúnir í tvo erfiða leiki með stuttu millibili ef við verðum svo lukkulegir að fá þátttökurétt í CL að ári, og það þarf að æfa það líka. T.d. Real á miðvikudegi og Utd. á laugardegi… annað eins hefur nú gerst. Ef staðan í riðlinum leyfir, þá má sleppa þeim allra mikilvægustu í leikjum þar sem þarf að ferðast mikið, eins og t.d. til Moskvu.
Og annað í sambandi við það…. þá skoðaði ég lfchistory.net varðandi þessa mýtu um að það sé á einhvern hátt betra að vera ekki að keppa af fullri alvöru í tveimur ólíkum keppnum á sama tíma, og ég gat ekki betur séð en að eftir að við settum Evrópu í vasann, þ.e. frá ca. ’77 og fram að Heysel-banninu, þá vorum við jafnframt að safna deildartitlum… ekki algilt, en langt í frá undantekning. Það eru líka sæmilegar tekjur af þessari keppni þegar Liverpool er annars vegar og flest félög, sem rekin eru með eðlilegum hætti, þurfa peninga.
Deildarbikarinn verður væntanlega keppnin þar sem Joe Cole, Henderson, Yesil, Morgan, Carra, Coates, Robinson, Pacheco (Downing og Enrique?) o.fl. fá að vinna fyrir kaupinu sínu/öðlast reynslu/sanna sig/afsanna sig? Samt spurning hvort Rodgers vilji ekki mæta með sterkt lið á sinn fyrri heimavöll, frekar fúlt að tapa fyrir gamla félaginu sínu.
Everton á útivelli á sunnudaginn, elska það þegar það er svona stutt á milli leikja. Fíkill.
http://www.feintzebra.co.uk/2012/gif-daniel-aggers-disallowed-goal/
Þó þetta sé ekki gilt mark þá er Dagger legend. Búinn að horfa einum of oft á þessa snilld.
Flottur sigur, alltaf gott að ná í öll þrjú stigin. En það sem mér finnst skrítnast við þennan leik var þetta umdeilda atvik hanns Aggers. Eins og #26 linkar, þá er þetta ekki löglegt og allt það, þrátt fyrir að ég hafi altaf haldið að það væri allt í lagi að taka boltann af markmanni nema að hann væri með hann í báðum höndum. Ef maður les svo lengra í reglugerðinni stendur að það megi heldur ekki taka boltann af markmanni ef hann er að kasta boltanum upp í loftið og grípa hann aftur eða ef hann hendir honum í jörðina og grípur hann aftur. Það finnst mér stórfurðulegt. Er það bara ég?
Mig minnir að þessar reglur í sambandi við markmennina hafi verið settar til að “vernda” þá, því það gerðist stundum að leikmenn reyndu að pikka boltanum frá þeim þegar þeir voru t.d. að taka útspark úr höndunum.
Það getur verið hættulegt að markmaður sparkar neðan í sólann á sóknarmanninum.
Varðandi “markið” hjá Agger þá tek ég þetta uppúr textalýsingu á http://uk.eurosport.yahoo.com/football/europa-league/2012-2013/liverpool-anzhi-makhachkala-519240.html
81min: Well Agger has been booked for heading the ball out of the keeper’s hand before scoring. You’re not allowed to do that now. Shame.
Þetta er víst bannað því markmaður telst hafa fullt vald á boltanum í svona tilfelli ef hann heldur á bolta í einni og er að leita að sendingarmöguleika.
Annars stórfínn sigur á góðu liði. Mikið djöfull lítur Wisdom sífellt betur út. Spilar eins og þrautreyndur landsliðsmaður oft á stundum og pollrólegur undir pressu. Kann að nota þennan mikla líkamsstyrk sem hann hefur og skilar boltanum vel frá sér. Virðumst vera að eignast óslípaðan demant þarna. Ef hann heldur áfram að bæta sig er spurning hvort við megum við því að selja Glen Johnson, leikmann sem kemur endalausri óreglu á vörnina okkar með slökum staðsetningum. Vitna áfram í Eurosport.
60min: Wisdom shows super skill as he plays his way out of trouble after a fine tackle. Wisdom looks a good player.
Ég held síðan að það skipti einhverju máli hversu mikinn fé Rodgers fær til leikmannakaupa í janúar hvort við komumst uppúr þessum riðli. Þessvegna stilltum við upp svona sterku liði í þessum must-win leik uppá framhaldið. Vonandi að þetta komi ekki að sök á sunnudaginn og SSteinn verði okkar 12 maður á Goodison Park. Samt eiginlega bara fínt að Suarez eigi slaka frammistöðu 2 leiki í röð. Hann er að hlaða í þrennu eins og einhver sagði.
Held samt að þessi derby leikur fari 2-2 jafntefli.
Áfram Liverpool.
Já annar leikur í röð á Anfield og bara gott mál en Suarez verður að fara að skora meir, veit vel að hann er markahæstur en gera betur pleeeeees. Gerrard er ágætur en hann var betri en það hér áður fyrr, KOMA SVO LIVERPOOL.
Jákvæðir punktar voru Assaidi og Wisdom. Assaidi flottur og verður með þessu framhaldi kaup tímabilsins hjá okkur. Nú þarf hann “bara” að fara að henda í stoðsendingar og mörk! 🙂
Neikvætt er Suarez og Gerrard. Ég er sammála Magga að það var eins og Suarez væri ekki með hausinn í lagi, hann sýndi það í þessum leik að hann er ekkert að læra. Heldur áfram að væla í dómurum, gretta sig að þeim og fær svo gult spjald fyrir kjaft. Hann þarf að taka til í hausnum á sér.
Gerrard fannst mér slakur í kvöld, enn og aftur. Hann var sérstaklega slakur í byrjun leiksins. Slakar ákvarðanir trekk í trekk og lélegar sendingar. Mér finnst stundum eins og hann ætlist til of mikils og hann sé að reyna aðeins of mikið, of erfiða hluti. Hann sendir oft óþarflega erfiðar sendingar og tapar boltanum.
Með þessu áframhaldi verður Shelvey kominn fram úr honum fyrir næsta tímabil.
Ég er hættur að verja Suarez fyrir félögunum og ég er hættur að pirra mig á því þegar hann fær ekki dæmt á sig aukaspyrnur þegar það er brotið á honum.
Er nokkuð viss um að hann sé alltaf í plús; þ.e. að hann fái fleiri aukaspyrnur en hann á skilið.
Anzhi góður sigur!
Góður sigur og mikilvæg 3 stig. Wisdom og Assaidi stóðu uppi að mínu mati. Wisdom var bara awesome í vörninni. Ég er búinn að renna yfir skrifin hér á undan þar sem sumir segja Gerrard hafa verið ágætan. Ég held að það væri annað hljóð í mönnum ef leikurinn hefði endað í jafntefli eða tapast. Mér fannst Gerrard ásamt Suarez hræðilega lélegir. Misheppnaðar sendingar hjá þeim trekk í trekk og allt annað sem þeir reyndu mislukkaðist. Það var aðeins í restina þegar verið var að verja stöðuna að Gerrard tókst að vinna einhverja bolta. Ef Henderson, Sahin eða Shelvey hefðu sýnt svona frammistöðu þá væri spjallið hérna eitthvað öðruvísi held ég. Ég er kominn með nóg af þessari kóngastöðu Gerrards og krefst betri frammistöðu frá honum, annars má bara fara henda honum á bekkinn.
En jákvætt að liðið hélt hreinu 3ja leikinn í röð og erum á góðri leið með að komast upp úr riðlinum.
Sammála #40. Wisdom var mjög góður og hann hefur spilað eins og reyndur landsliðsmaður undanfarna leiki. Ég á ekki orð yfir hvað hann hefur tekið miklum framförum á svona stuttum tíma.
23
þar sem þú varst með starfandi dómara með þér að horfa á leikinn þá ætti hann að leita sér að nýrri vinnu 😉 ég er sjálfur búinn með smá dómaranámskeið og ég VEIT að markmaður hefur ALLTAF vald á boltanum á meðan hann er með hönd á honum..
The full ruling from page 116, Law 12, from the Laws of the Game, 2012/2013, is as follows:
A goalkeeper is considered to be in control of the ball:
While the ball is between his hands or between his hand and any surface (e.g. ground, own body)
while holding the ball in his outstretched hand
while in the act of bouncing it on the ground or crossing it in the air
When a goalkeeper has gained possession of the ball with his hands, he cannot be challenged by an opponent.
þannig eru nú bara reglurnar og því var þetta mark ógilt og gult spjald.. þessi regla var meðal annars sett á til að vernda markmenn svo ekki sé alltaf verið að reyna að sparka boltanum úr höndönum á þeim..
Veit einhver ykkar hvort hægt sé að sjá leiki í Leifsstöð??
@Ingi Björn #43.
já ég hef horft á leiki í Leifsstöð, á sunnudögum allavega. Mögulega er Panaroma Bar með SKY, og því ekki öruggt að þú sjáir alla laugardagsleiki.
Að sjá Stuart Downing setja screamer á The Kop End – Check
Þetta er assgoti flott hjá Brendan kallinum, “class act” að láta hylla S Downing svona eftir leik. BR á eftir að skila mörgum titlum til okkar, gefum honum tíma.
http://www.tumblr.com/tagged/stewart-downing
BREAKING: Stewart Downing has just scored for Liverpool. UEFA are to set to question Anzhi Makhachkala over alleged match-fixing.
Er einhverstaðar hægt að sjá leikinn í heild sinni á netinu ? misti af honum og highlights hingað til hafa verið frekar döpur á netinu.
Þetta var flott mark hjá Downing og hann átti ágætis leik. En Sahin á kantinum var hiklaust maður leiksins að mínu mati. Feykilega gaman að sjá þennan strák með þessa ákefð, hraða, tækni og hungur.
YNWA