Merseyside-derbyið 2012 til 2013, fyrri hluti.

Liverpoolborg er dásamlegur staður. Í alla staði.

Í borginni eru tvö knattspyrnulið sem hafa lengst af sinnar sögu verið í efstu deild enskrar knattspyrnu og eldað saman grátt silfur. Myndin hér að ofan mun vera af húsalengju sem liggur milli heimavalla liðanna, önnur hurðin máluð blá og hin rauð.

Liðin eru nágrannar í orðsins fyllstu merkingu. Fyrir leikinn munu aðdáendur Liverpool flestir setjast niður á pöbb í nágrenni Anfield, skjóta á sig köldum drykkjum, æfa söngva og koma sér í gír áður en þeir labba á leikinn. Göngutúrinn tekur ca. hálftíma þar til komið er á frekar þreyttan heimavöll litla liðsins í borginni. Goodison Park sem hýsir Everton. Hef labbað þennan túr, reyndar ekki fyrir derbyleik, en það er í raun fáránlega stutt á milli vallanna!

En Merseyside-derbyið er klárlega einn af hápunktum leiktímabilsins á Englandi. Ég hef upplifað tvo slíka leiki á Goodison og í bæði skiptin var stemmingin mögnuð, í síðara skiptið ólýsanleg. Það var árið 2001 þegar McAllister nokkur setti thunder í andlit Everton í uppbótartímans. Þann dag var ég í útivallarboxinu með eingöngu diehard LFC aðdáendum. Við stóðum öll frá því tíu mínútum fyrir leik og allt þangað til hálftíma eftir leik þegar okkur var loks hleypt út. Held ég hafi ALDREI sest niður. Kannski í hálfleik.

Ég er á þeim aldri að minnast afar vel þess tíma þegar þessi tvö lið voru þau bestu í Englandi og líklega í Evrópu. Á þeim tíma tókst manni að byggja upp mikinn vilja til þess að vinna þennan litla bróðir, sem eins og allir litlu bræður, veit EKKERT betra en að vinna stóra bróður í leik og verða þá óþolandi í góða stund. Vinir mínir með blá nef eiga það enn alveg vel til að láta heyra í sér skyndilega eftir slíkan atburð, þá kannski í fyrsta sinn síðan síðast. Svo þrátt fyrir að ég meti Man United FC sem það lið sem ég per se er minnst vel við, þá er langmest óþolandi einu afmörkuðu úrslit hvers vetrar ef liðið tapar fyrir Everton og ég afber það aldrei neitt vel. Aldrei.

Að þessu sinni telja veðbankarnir líklegt að það muni gerast. Everton hafa náð mörgum stigum (mun aldrei segja þá hafa spilað vel) í upphafi móts og sér í lagi á sínum heimavelli. Þeir spila fótbolta á næsta stall ofan við Stoke. Gríðarlega líkamlega sterkt lið sem sparkar hátt og langt, pressar af miklum krafti og takklar og djöflast út um allan völl. Inn á milli eru svo bara nokkuð flinkir fótboltamenn sem geta skapað færi og gert mörk.

David Moyes hefur náð að safna saman mönnum sem virkilega hafa náð að aðlaga sig þeim áherslum sem hann leggur upp með og það er í raun alveg skiljanlegt í dag að veðjað sé á Everton. Liðið okkar er vissulega ekki alveg útlítandi sem lið sem nær betri árangri en t.d. Man Utd sem hafa klárað sinn leik á Goodison í vetur og tapað. Við verðum ekki sagðir með hávaxið lið eða líkamlega sterkt, en vissulega hefur vörnin sett upp í sinn leka undanfarið. Það verður lykillinn í þessum leik að halda hreinu eða sem næst því. Verjast Jelavic, Mirallas, Fellaini og hinum trukkunum.

Það þarf að gerast og eftir jákvæðar varnarframmistöður drengjanna í rauðu er maður mun bjartsýnni fyrir þennan leik en ég var fyrir þremur vikum. Liðið vann tvo mikilvæga sigra í þessari viku og mun vonandi ná að byggja á þeim frammistöðum í erfiðum leik á sunnudag.

En nú þarf meira til en að halda bolta. Við verðum núna að vera tilbúnir til að berjast duglega fyrir því að fá að spila fótbolta. Vera tilbúnir að hrinda á móti, standa af okkur tæklingarnar og hlaupa a.m.k. jafn mikið og heimaliðið. Brendan Rodgers er alltaf að sanna betur og betur fyrir okkur að liðið okkar er að skilja betur hans færslur og upplegg. En lið hans hafa í gegnum tíðina oft átt erfitt með að vinna leiki sem byggjast meir á baráttu en fótbolta. Vonandi tekst okkur að spila okkur í gegnum lætin öll líkt og oft áður undanfarin ár, m.a. í ÞREMUR sigurleikjum síðasta vetrar.

Þegar kemur að því að tippa á byrjunarlið held ég að við sjáum litlar breytingar frá síðustu leikjum og ég tippa á þetta lið:

Jones

Wisdom – Skrtel – Agger – Johnson

Gerrard – Allen – Sahin

Suso – Suárez – Sterling

Á bekknum Gulasci, Carra, Hendo, Shelvey, Downing, Assaidi og Enrique.

Semsagt, Sama lið og vann Reading um síðustu helgi. Sé Reina ekki verða settan inn í liðið nema að vera 1000% heill og ég tel eina möguleikann á öðru liði en þessu liggja í hvort að Johnson er heill. Ef ekki held ég að Enrique verði látinn byrja, en ekki Downing. Nóg um það, þetta er liðið sem ég held að verði treyst fyrir því að ná góðum leik í Merseyside derbyinu. Sérlega gaman verður að fylgjast með “nýliðunum” í þessu derbyi sem eru nokkrir. Wisdom, Suso og Sterling hafa vissulega leikið nokkra “mini-derby” leiki þar sem ýmislegt hefur gengið á, en Allen og Sahin fá eldskírn. Þessir leikir segja oft ýmislegt um karakter knattspyrnumanna og viljann til að berjast fyrir málstaðnum!!!

Það er í mínum huga á hreinu hvar lykillinn að sigri og stigum liggur gegn Everton. Það er frammistaða okkar besta leikmanns, og eina fullorðna sóknarmanns, Luis Suarez.

Á undanförnum vikum hafa stöðugt fleiri Liverpoolmenn og konur farið að tjá sig um að þeir séu orðnir “leiðir” á honum og hans leiktakti. Ég viðurkenni almennt orðleysi og vanþóknun á þessum ummælum. Í 18 mánuði hefur Luis Suarez barist við breskar vindmyllur í blöðunum og mátt þola ruddalega framkomu gagnvart sér í 95% þeirra leikja sem hann spilar, enda oft eina leið varnarmanna til að stoppa hann að dúndra hann niður.

Í gegnum þennan tíma hefur hann oft og iðulega náð að stinga sokkaskúffu upp í þessa varnarsleða og stuðningsmenn þeirra. Og um leið veita okkur margar af fáum gleðistundum síðustu ára. Ef við ætlum að fá stig, eitt eða fleiri, á Goodison liggur það í fótum Suarez og ég er alveg handviss að Liverpoolaðdáendur munu syngja lagið hans hástöfum og þannig reyna að nýta aðdáun sína á honum til að hjálpa honum í gegnum mótlætið (sem ég vill stundum bara kalla viðbjóðinn) sem hann þarf að vinna á. Fyrir okkur öll!

Mig langar til að vinna þennan leik, svo rosalega, rosalega, rosalega mikið! Þeir bláu röfla stanslaust um að þeirra tími sé kominn og þá er skemmtilegast að vinna þá og koma í veg fyrir DVD útgáfu af “STÓRSIGRI” þeirra manna. Ég hins vegar held að liðið okkar muni eiga erfitt uppdráttar gegn þeirri tegund fótbolta sem lið eins og Stoke og Everton bjóða uppá og að vandlega hugsuðu máli ætla ég að tippa á að leikurinn endi með 1-1 jafntefli þar sem bæði lið enda með 10 leikmenn inni á vellinum…það fær enginn verðlaun fyrir að giska á þann sem ég tel muni skora fyrir okkar menn…

KOMA SVO!!!!!!!!!

56 Comments

  1. Suarez er frábær fóboltamaður. Um það er ekki deilt. En það er ekki hægt að horfa framhjá því að hann dýfir sér við minnsta tækifæri og þetta er farið að skemma fyrir liðinu. Þegar brotið er á honum er ósköp skiljanlegt að dómarinn velti fyrir sér: Var snerting eða henti hann sér niður eins og hann er vanur að gera þegar ekki er snerting. Í leiknum á móti Reading stóðu áhorfendur á Anfield upp og klöppuðu fyrir dómaranum þegar hann dæmdi brot eftir dýfu frá Suarez. Þetta gerðist amk 2svar í leiknum. Fólki til varnar hafði það ekki sjónvarpsmyndavélarnar til að sjá endursýningu en þetta er ekki gaman að sjá þegar maður sér að hann er að henda sér niður.
    Þetta er orðið stórt mein í boltanum (sbr Bale, Young ofl) og á þessu þarf að taka. Ég vona að Suarez eigi stórleik á morgun, standi í lappirnar og nýti færin sem hann er svo snilldarlega góður í að koma sér í. Þannig getum hreinlega ekki tapað leiknum.
    Go Liverpool!

  2. Hvað er það sem menn finna að því að leikmenn dýfi sér? Óíþróttmannsleg hegðun?
    Gott og vel, get vel skilið það sjónarmið. En hvað með annað sem fer fram á vellinum?
    Hvað kallar maður það þegar markmaður tekur sér 2mín til að taka útspark þegar liðið hans er marki yfir og komið er í uppbótartíma? Hvað með það að hópast að dómaranum þegar brotið er á leikmanni og pressa hann til að spjalda andstæðinginn? Hvað með þegar varnarmenn toga í treyjur andstæðinganna í föstum leikatriðum á meðan dómarinn sér ekki til? Hvað með það þegar leikmenn meiða andstæðinginn með því að kýla þá eða trampa ofan á þeim þegar dómarinn sér ekki til?

    Það er bara fullt af “svindli” sem fer fram á vellinum en ekkert af þessu virðist fá jafnmikla athygli og dýfurnar, og ekki nóg með það heldur er það enginn leikmaður sem fær jafnmikla athygli fyrir dýfurnar sínar eins og Suarez.
    Þetta er nákvæmlega sama meðferð og t.d. C.Ronaldo fékk í upphafi síns ferils í enska boltanum. Málið er að báðir þessir leikmenn hafa verið yfirburðaleikmenn í deildinni, eru með bullandi sjálfstraust og cocky attitude og niðurlægja andstæðingana ítrekað með tækni og útsjónarsemi sem einungis er örfáum gefin. S.s. gjörsamlega óþolandi fyrir þennan “venjulega” breska leikmann með takmarkaða tækni og leikskilning.

    Þar fyrir utan eru Bretar alveg einstaklega selektívir þegar kemur að því að fella einhverja siðferðilega dóma yfir fólki. Það er engin tilviljun að Bale og Young fá ekki sömu meðferð í fjölmiðlum. Bretar = hræsnarar par excellance

  3. Ég er sammála þér að liðið verði líklega svona og líst vel á en ég væri líka til í að sjá einhvern fljótann á hægri kantinum í þessum leik, Sterling, Assaidi eða jafnvel Downing til að spæna upp þegar Baines fer fram.

  4. Þegar aðdáendur Liverpool eru farnir að VERJA dýfur, þá fyrst skammast ég mín fyrir að vera aðdáandi klúbbsins!

  5. 1 ég man bara eftir einu atviki þar sem eitthvað þannig gerðist og þá var það ýking á snertingu ekki dýfa

  6. Það eru nú ekki bara Liverpool aðdáendur sem verja dýfur það gera allir aðdáendur sinna liða svo það er sama með hvaða liði maður heldur það er nú bara þannig.

  7. Nei Þórður Sigurðarson.

    Það eru margir hafnir yfir þá sauðslegu hegðun að verja allt sem viðkemur liði sínu og taka prinsipp fram yfir hegðun sem ekki er til eftirbreytni.

    En það mál alveg verja leikmanninn, Luis Suarez, út frá þeirri eineltisumræðu sem hefur verið í gangi þarna á Englandi og í Evrópu allri. Það er eins og að allir gagnrýnendur á dýfur og ýkjur hafi fundið sinn blóraböggul í honum á meðan aðrir leikmenn nánast sleppa alveg við neikvæða umfjöllun. Það er hræsnin og tvískynningurinn sem fer í taugarnar á manni, ekki sú staðreynd að Suarez á það til að fara verulega í taugarnar á manni með hegðun sinni.

  8. Byrja menn nú að röfla um dýfur ! Hafa menn virkilega ekkert annað að
    tala um fyrir derby leik hjá Liverpool. Djöfull er ég orðinn pirraður á stuðningsmönnum sem hafa ekkert annað að segja en að Suarez dyfi sér. Þessi leikirnir er stórt próf fyrir ungu og léttu leikmennina okkar, á morgun verður stríð og þeir þurfa sanna að þeir séu tilbúnir í það.
    Ég er bjartsýnn , spái þessu 1-2 , SUAREZ með bæði, án dýfu.;-)

    YNWA

  9. Gummu #2 ég er ekki að ljúga að þér að ég stóð upp og klappaði djöfull kveikti þetta í mér fyrir morgundaginn !
    koma svo !

  10. Ég er nú ekki að sjá að það séu margir að verja dýfurnar hjá Suarez, þær eru reyndar ekki mjög margar. Það er hins vegar ekki annað en sjálfsagt að verja hann þegar hann fær ósanngjarna meðferð eins og hann hefur oft fengið, hann dettur stundum auðveldlega en hann fær líka ekki næstum því alltaf aukaspyrnu hvað þá vítaspyrnu þegar brotið er á honum.

  11. Það verður ekkert kjaftæði á morgun við tökum þessa bláu granna okkar og kennum þeim smá lexiu í knattspyrnu ! Þetta er það lið sem ég þoli síst af öllum að tapa fyrir en ég er nánast viss um að við klárum þetta.

  12. Hvað er aðdáendi sem ekki ver klúbbinn sin og eða spilara þess, ég bara spyr, mér finnst comment nr #4 ögn stinga í stúf, ég hef alla tíð haldið því fram að í gegnum súrt og sætt þá verðu klúbbinn þinn, no matter what…….

    YNWA!!

  13. Gummi H

    Enginn að verja þessa dýfu. Okkur finnst öllum skrýtið að það sé åltid Suarez sem fær alla umfjöllun frá fjölmiðlum þegar hann svo mikið sem setur hendurnar uppí loft (að mætti halda)

    Og að dómararnir virðast ekki geta séð neitt annað en Suarez og sjá einfaldlega ekki þegar það er brotið á honum. Þeir augljóslega sjá þegar hann er að dýfa sér, en ekki þegar mótherjar brjóta harkalega á honum… Það kalla ég bara einelti.

  14. Nýjasti söngurinn í The Kop er tileinkaður Suárez, við lagið He’s a jolly good fellow:

    We’re gonna throw a party
    We’re gonna throw a party
    We’re gonna throw a partyyyyy
    When Suáres gets a pen
    Suárez gets a pen
    Suárez gets a pen
    We’re gonna throw a party

  15. Vill sjá Rodgers prufa þessa taktik;
    Sterling – Suarez
    Gerrard/Shelvey

    Lucas/Allen - Sahin/Henderson

    Downing - Johnson
    Agger - Skrtel- Wisdom
    Reina

    Henderson er næsti Scott Parker, Shelvey er næsti Gerrard. Wisdom hefur líkamsbygginguna og varnarhæfileikana til að verða mjög góður miðvörður, allir þessir 3 miðverðir hafa sitthvora styrkleika, leyfa þeim að læra inná hvorn annan og vaxa saman. Downing getur ekkert á kantinum, Enrique er meira í Fifa en að spila í alvöru, skellum Downing í attacking bakvörð, Johnson er góður sóknar og varnalega, púlar þessa stöðu 100%. Sterling og Suarez myndu gera virkilega beitt framherja par þó Sterling sé meiri kantari, þá geta þessir 3 efst hugsanlega leikið virkilega vel saman. Einnig myndi Carroll koma með sterka innkomu inní þetta kerfi. Vonandi kemst þessi hugmynd til Rodgers einhvernveginn. 🙂

  16. Getum við hætt að velta okkur upp úr “dýfunum” hans Suarez. Þetta á ekkert að trufla okkur, þar sem þetta er ekkert viðvarandi vandamál. Þetta er bara leið andstæðingsins að ná höggi á leikmann sem er ótrúlega erfitt að díla við á vellinum. Ef þið viljið kvarta undan Suarez, kvartið þá undan röflinu hans eða þegar hann spilar illa. Hann er einfaldlega einn besti framherji deildarinnar, sem er kominn með orðspor (sem ég vil meina að hafi verið klínt á hann) sem aðrir nýta sér til að koma höggi á hann. Ég trúi því ekki að stuðningsmenn Liverpool ætli að fara að taka undir það.

    Þessi leikur verður eflaust mjög erfiður og tæklingar munu fljúga. Ég spái 0-1 baráttu sigri fyrir okkar menn og að minnsta kosti 2 rauð spjöld. Gerrard setur markið, honum finnst ekki leiðinlegt að skora gegn Everton.

  17. Ég hef á tilfinningunni að Shelvey komi alltaf til með að byrja þennan leik framyfir Suso.. Þó að það sé miklu meiri bolti í Suso, þá er Shelvey bara vél, hleypur endalaust, lætur finna fyrir sér og er nagli og hentar því betur gegn liði eins og Everton.. Hvort að það verði hann eða Sahin sem fara út fyrir Allen veit ég ekki, en ég myndi gera ráð fyrir Jonjo í þennan leik, en ekki Suso. Sterling kemur væntanlega inn á kantinn, og ég hef alveg trú á að Assaidi komi til með að byrja leikinn eftir frammistöðuna á fimmtudaginn..

    -Schally

  18. Sælir félagar.
    Rosalega hlakkar mig til að sjá leikinn á morgun. Ég vona að við sem erum áhugamenn fyrir góðum fótbolta fáum eitthvað fyrir augað. Þetta er náttúrulega aðalleikurinn í þessum mánuði. En samt hugsa ég alltaf hlýtt til Everton. Þeir eru bræðurlið okkar frá Liverpool. Liverpoolmenn segja aldrei að þeir séu frá Everton. :).
    Hvað sem öðru líður með dífur eða annað þá eiga náttúrulega allir atvinnuknattspyrnumenn að reyna að standa í lappirnar þótt að komið sé smá við þá og skiptir þá engu máli í hvaða liði þeir eru. Sjáið til dæmis Messi. Hvað hann heldur alltaf áfram þótt hann sé stöðugt tekin niður. Alltaf stendur hann upp og reynir að halda áfram.Einnig sleppur hann ótrúlega vel við öll meiðsli. Það er eins og með þessa örfættu leikmenn og réttfættu. Ég persónulega myndi ekki velja í mitt lið einfætta menn svokallaða sem treystu sér ekki að spyrna með báðum fótum. Sjáið bara Johnson og Downing. Þeir geta þetta alveg.
    Leikurinn verður fjörugur á morgun og ég hef trú á mínum manni Suarez að hann setji eitt stykki eða tvö. Komin tími á hann. Vona að Allen leiki allan leikinn, virðist vera með miklu betra sendingahlutfall en Gerrard. Liðið verður svona. Óskaliðið mitt. Miða við að Reina og Lucas Leiva séu meiddir , annars væru þeir báðir í liðinu.
    Jones.
    Wisdom, Skrtel, Agger, Johnson.
    Gerrard (hægri) Allen, Shelvey, Assaidi (vinstri)
    Suarez Sterling.
    varamenn
    Gulacsi, Enrique, Sahin, Henderson, Coates, Downing, Suzo

    Set Gerrard á hægri kant í frjálsri færslu og vona að hann komi með góðar fyrirgjafir.

    Áfram Liverpool

  19. Er svo alltof sammála öllu sem þú segir #2, sérstaklega þetta með Markmennina, er þetta íþróttamannsleg hegðun ? væri gaman að taka út einn leik og sjá hversu mikill tími fer í þetta. og hversu miklu er bætt við

  20. Hvernig væri að hætta að tala um “dyfingar” susrez, hann er ekki með dyfingar, hann fer niður við litla snertingu en það er ekki að dyfa sér, að dyfa sér er þegar maður fer niður við enga snertingu og það hef ég aldrei séð suarez gera, margir aðrir stunda það reglulega einsog bale young welbeck en aldrei Suarez, þetta er verulega ósangjörn umræða.

    varðandi leikinn:
    Assaidi Suarez Sterling
    Gerrard Sahin Allen
    Johnson Agger Skrtel Wisdom
    Jones
    0-2 og suarez verður eina ferðina enn ósangarnt kennt um af everton þegar hann stendur af sér tæklingu og skorar. þeir munu segja það svindl að hann hafi ekki látið sig detta.

  21. Þetta er do or die leikur! Mín spá er sú að ef við vinnum þennan leik þá fer Liverpool í baráttuna um fjórða sætið. Ef ekki þá verður þetta miðjuslagur í vetur!! Bara mín spá. Held að þessi leikur fari í sögubækurnar og það verða ungu strákarnir sem verða í aðalhlutverkum. Þeir eru hungraðir og sem meira er… Spái marki hjá Sterling…… Hann ætlar sér í sögubækurnar hjá Liverpool!! Markið kemur eftir ævintýralegt samspil við Suarez. Legends will be born in this war. Gerrard er síðan í hættu að fjúka út af!! Hann Breytist bara í John Maclain þegar kemur í þessa leiki! Koma svo Liverpool…. Fxxxing Plíssssss vinnið þennan leik!!

    YNWA

  22. Búinn að horfa á alla leiki Liv. á tímabilinu. Meðferð dómara og leikmanna annarra liða gagnvart Suarez jaðrar stundum í besta falli við einelti. Það er ekki brotið eins mikið á einum leikmanni eins og okkar manni. Til að toppa eineltið þá elskar enska pesssan að hata manninn.
    Segi það og skrifa, það er Surarez sem fær mig til að missa ekki af leik.

  23. Tel að við munum sjá eh óvænt í uppstillingunni á morgun. Hef tilfiningu fyrir því.

    Mér finnst réttast að setja Gerrard fram og taka Suso út. Tel að í þessum leik þá þurfum við shelvey á miðjuna og gerrard fram. Gæti verið snilld að setja suso inn þegar 20-30 min eru eftir og láta hann breyta leiknum fyrir okkur þegar þeir bláu verða orðnir þreyttir.

    en mikið djöfull hlakkar mig til….

  24. Í tilefni þess að Ssteinn er úti þá spái ég að allir S-mennirnir setji mark og vip vinnum 5-3.
    Skrtel,Suso,Sahin,Sterling og Suarez lokar stuttri sögu Evertons í toppslagnum.

  25. Sælir Vitið þið hvað Brendan var að gera á leik Blackpool og Brighton???

  26. Mig langar hrikalega mikið að við vinnum þennan leik. En ég á svo bágt með að trúa því að það gerist. Finnst við ekki nógu öflugir þessa dagana. Ég vona það allra allra besta en mín spá er því miður ekki góð. Hún er 1-0 fyrir Everton. SG fær rautt fyrir skrautlega tæklingu…

    En maður klæðir sig nú samt upp í Liverpool treyjuna og setur sig í stellingar. 🙂

  27. Hef ekki mikla trú á Suso og Sterling í þennan leik, þeir eru bara of ungir. Verður svipað hjá þeim og á móti Stoke, eftir fyrsta návígið hjá þeim duttu þeir alveg niður þar sem það var út séð að Stokarar ætluðu bara að riðja þeim niður í hvert skipti sem þeir fengu boltann til að gera þá hrædda.

    Myndi frekar setja Gerrard á kanntinn og Shelvey á miðjuna og svo Downing á hinn kanntinn. Ef það gengi ekki væri alltaf hægt að gefa þeim Suso og Sterling 30 mín

    YNWA

  28. Hlakka til að sjá sigur í þessum leik. Gott veganesti í næstu tvo heimaleiki sem ég ætla heiðra með nærveru minni.

    Drogba í Liverpool?

    Boltinn er ekki lengur um einstakar persónur heldur árangur. Það er af sem áður var því miður. Þetta er bara vinna.

    Ef Drogba dettur inn og dettur ekki í teig en dettur í hug að skora einhver sigurmörk, þá dettur mér ekki í hug að dissa það.

    YNWA

  29. Leikur sem verður að vinnast til að koma tímabilinu í gang. Við stuðningsmenn eigum inni einn góðan leik hjá liðinu. Ekki hægt að segja að þetta hafi verið flugeldasýning hingað til.

  30. Bjartsýnin er allsráðandi eftir síðustu leiki. Hættulegt en það er auðvitað ekkert að því. Ef maður má ekki vera bjartsýnn þegar það er til innistæða fyrir því þá er það svart.

    Þetta verður hins vegar massa erfiður leikur og pottþétt að liðsmenn Everton verða staðráðnir í að jarða þessa léttu og flinku leikmenn fremst á vellinum með Suarez í fararbroddi.
    Það sem Liverpool hefur á móti er massív miðja og ef hún verður á fullu stími þá fá Everton menn meira að hugsa um en að leiða kjúklingana til slátrunar.

    Miðjan verður því lylkilfactorinn í því að vinna þennan leik. Við munum vinna þennan leik 0-1 eftir rosalegan baráttuleik.
    Gerrard, kom nu!!!!

  31. Hef einhvernveginn minni áhyggjur af liðum sem pakka ekki í vörn á móti okkur.. tökum þetta solid 2-0..

    KOMA SVO

  32. Flott upphitun og svo sammála með SUAREZ. Það er traðkað á honum osf, en ansi margir dómarar staur blindir og ættu að nota hvíta stafinn er þeir dæma en hvað um það, við tökum þetta er þaggi, Maggi. 🙂

  33. GAMEDAY!

    Er að fara yfir um af spennu og tilhlökkun fyrir þessum slagsmálum sem framundan er… Uss þetta verður eitthvað. Spái 0-1 sigur hjá okkar mönnum og Sahin með markið!

    KOMA SVO

  34. Það sem maður er að sjá og heyra í fjölmiðlum þeas í podcöstum, þáttum og greinum sem fjalla um þennan leik þá eru flestir sem spá Everton sigri, segja að þeir séu mun líklegri osfr

    Hvort þetta sé óskhyggja hjá þessum spámönnum veit ég ekki en ég myndi svona fyrirfram spá þessum sem 50 50 leik. Það getur allt gerst í þessum leikjum og eitt rautt spjald breytir yfirleitt öllu.
    Ég held sam að við höfum oftar verið tilbúnari fyrir þennan leik en í ár. Við höfum verið með líkamlega sterkari líð undanfarin ár og ekki reynt eins mikiða að halda boltanum og við gerum í ár. Þessir leikir eru slagsmála leikir og þar held ég að við höfum ekki yfirhöndina að þessu sinni.

    Spái þessum leik 2-1 fyrir þá bláu því miður en spenntur er ég samt sem áður.

  35. Frabær upphitun, eg er drullusmeykur.

    Ætla samt að spa 1-2 sigri okkar manna þar sem bara everton endar med 10 menn inna vellinum eftir 2 fota tæklingu a suarez. Suarez setur eitt og Gerrard setur sigurmark okkar og mun eiga frabæran leik i dag

  36. Ég held að það sé ekkert umdeilt að Suarez dýfir sér, en það gera fjölmargir aðrir leikmenn líka. Umræðan undanfarið er hins vegar á þá leið að halda mætti að hann væri sá eini sem lætur sig stundum falla.

    Það er virkilega þreytt taktík þegar þjálfarar andstæðingana reyna að láta alla umræðuna snúast um það hvort Suarez muni láta sig falla, samanber http://fotbolti.net/fullStory.php?id=135666.

    Með þessu er bara verið að setja pressu á dómarann og í raun verið að gefa varnarmönnum vissa forgjöf. Staðreyndin er nefnilega sú að þó svo að Suarez farið stundum niður við litla snertingu þá gerist það mun oftar að hann fíflar varnarmenn upp úr skónum og fer fram hjá þeim eins og litlum krökkum.

    Eina aðferð varnarmanna gegn slíku hefur löngum verið að þruma sóknarmanninn niður. Þeirri aðferð er líka beitt miskunnarlaust gegn Suarez, munurinn á honum og flestum öðrum sóknarmönnum er hins vegar sá að hann nýtur sjaldnast vafans. Það væri afar áhugavert að sjá tölfræði yfir það hversu oft er búið að dæma aukaspyrnu fyrir brot gegn honum í vetur og hversu oft dómarinn hefur lokað augunum. Vítaspyrnur fær hann ekki, það held ég að öllum sé ljóst.

    Auðvitað getur hann sjálfum sér um kennt að vissu leyti en honum er ákveðin vorkunn þegar þjálfarar og leikmenn annarra liða byrja að ráðast á hann fyrir leik og saka um óheiðarleika og svindl.

    Það er fullkomlega eðlilegt að þjálfarar biðji leikmenn sína að hafa sérstaka gát á ákveðnum leikmönnum andstæðinganna. Á móti er það fullkomlega óeðlilegt að sömu þjálfarar biðli til dómara að hafa sérstaka gát að vissum leikmönnum.

    Ákveðinn tyggjójórtrari á næsta bæ hefur auðvitað stundað þetta lengi, það er sorgleg þróun að aðrir séu farnir að taka sér svona taktík til fyrirmyndar.

  37. Auðvitað er Moyes byrjaður að kvetja dómarann áfram í að dæma ekki á brot á Suarez, Hinu megin er hann væntanlega að kvetja leikmennina sína til að ganga hart í hann, þar sem það er mjög líklegt að dómarinn muni leyfa þeim að ganga ansi langt í því.
    Eineltið heldur áfram.

  38. Eins og staðan er núna þá verð ég þokkalega sáttur við eitt stig úr þessum leik. Vonast eftir meiru en get alveg búist við engu stigi. Staðreyndin er einfaldlega sú að Everton hafa verið að spila betur en við. Síðustu deildarsigrar hafa verið gegn Reading og Norwich, tæpir sigrar gegn tveimur af slökustu liðum deildarinnar.

    Við eigum í erfiðleikum gegn liðum sem spila fast, sérstaklega þegar dómarar leyfa allan fjandann. Við því er að búast í dag, sérstaklega eftir tóninn sem Moyes er búinn að gefa. Held það væri djarft að tefla bæði fram Suso og Sterling, ég myndi hafa Sterling hægra megin og Assaidi vinstra megin. Spái 1-1, sigur væri æðislegur en við þurfum að stilla væntingum í hóf.

  39. Andre Marriner dæmir í dag, að mínu mati með betri dómurum deildarinnar.

  40. Góðann daginn! mikið hrikalega er maður orðinn spenntur fyrir þessum leik, ég held að þessi leikur verði ekki jafn harður og flestir halda, grunar/vona að Marriner dómari setji skýra og ákveðna línu strax í upphafi leiks og haldi henni út.

    Það er nokkuð ljóst að við erum að fara að spila við hörkulið og maður stillir væntingarnar í hóf, en Liverpool á alltaf að vinna Everton, sama hver staðan í deildinni eða einhvað annað segir! Ætla að spá 1-0 sigri þar sem Sterling setur eitt Late Finisher! Dramatíkin allsráðandi í dag.

    40 Annaðhvort er það Paddy’s eða Halinn(gamla Yello) sem sýnir leikinn í Keflavík

  41. Vonandi stendur Suarez í lappirnar, setur á sig linsurnar, lokar á sér kjaftinum og spilar fótbolta……þá vinnur Liverpool!

    annars er ég hrifinn af 3-5-2 fyrir mannskapinn hjá Liverpool. Helsta gagnrýni sem ég hef á Brendan er að hann kann eitt kerfi, það virkaði ekki hjá Reading, það virkaði hjá Swansea og það er ekki að virka hjá Liverpool. Einfaldlega vegna þess að við höfum ekki leikmennina í kerfið.

    með 3-5-2 þá væri málið leyst.

    Suarez - Carroll
    Gerrard
    Sahin - Allen

    Downing Henderson
    Agger Skrtel Johnson
    Reina

    en þetta var náttúrulega útúrdúr. Liverpool tekur Everton 2-1 í hörkuleik.

  42. Sælir félagar

    Spennan er farin að hlaðast upp fyrir einn af skemmtilegri leikjum vetrarins. Alvöru slagur um hver getur borið höfuðið hátt fram að seinni viðureign þessarra fjandvina í Liverpool borg.

    En hvað um það. Þetta verður drulluerfitt fyrir bæði lið og í þessum leik mun dómgæslan skipta miklu máli og snýst það ekki bara um Suarez heldur dómgæsluna í heild.

    Það verður hart tekist á af báðum aðilum og mun þá hvorugur gefa eftir. Þar af leiðir að ef dómariinn heldur ekki hausnum í lagi getur leikurinn snúist upp eintóma vitleysu og leiðindi. A. Mariner mun því verða í lykilhlutverki og vonandi stendur hann undir því.

    Ef allt fer að líkum og liðin spila fótbolta mun bregða til beggja vona. Ég hefi samt trú á þeim rauðu í þessum leik og spái 1 – 2.

    Það er nú þannig

    YNWA

  43. @ #40 Bogi
    Wendys minnir mig að pöbbinn heiti ská á móti bíóhúsinu !

  44. Staðfest byrjunarlið Liverpool: Jones, Enrique, Wisdom, Skrtel, Agger, Gerrard, Allen, Sahin, Sterling, Suso, Suarez.

    Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net

  45. hvað er linkurinn sem menn eru að nota til að streama leiki á netinu? e-r skotheld sopcast síða eða annað eins gott? 😛

    of þunnur til að drífa á næsta bar.. hjálpið greyinu.

Liverpool – Anzhi 1-0

Liðið gegn Everton