Liðið gegn Everton

Liðið gegn Everton er svona. Enrique kemur inn fyrir Johnson, sem er meiddur, annars er þetta einsog Maggi spáði.

Jones

Wisdom – Skrtel – Agger – Enqrique

Gerrard – Allen – Sahin

Suso – Suárez – Sterling

Á bekknum Reina, Carragher, Shelvey, Coates, Downing, Henderson, Assaidi.

Koma svo!!!

94 Comments

  1. Nokkuð sáttur við þetta lið, er nógu öflugt að ég held og sterkur bekkur, sáttur að sjá Jones í markinu, að vísu hefur hann ekki spilað svona stóra leiki með okkur en Reina er ekki klár og jones er búin að vera nokkuð góður og vonandi heldur það áfram…. Úrslitin verða Everton 0 – 2 Liverpool…

    Áfram LIVERPOOL….YNWA…

  2. Sterkt lið hjá Everton.
    Confirmed Everton team v Liverpool: Howard Baines Jagielka Jelavic Mirallas Naismith Distin Neville Osman Coleman Fellaini

  3. Þetta verður rosalegur leikur. Ef við vinnum ekki og Jones gerir smá mistök er ég hræddur um að hann verði tekinn af lífi (ekki bókstaflega) en það breytir kannski engu því við erum að fara að vinna þennan leik.

  4. hvers vegna setur hann ekki Suarez út á kantinn og Sterling bara í framlínuna, Suarez á ekki heima sem fremsti maður….. hann hlítur að hafa eitthvað svakalegt á BR, það sjá allir sem hafa augun opin að Suarez er enginn markaskorari!!

  5. stefstef #4

    Já það er rétt hjá þér Suarez er engin markaskorari, hann skoraði ekki nema 81 mark í 110 leikjum fyrir Ajax. Jesus hvað maðurinn getur þetta bara ekki.

  6. mér er alveg sama hvað hann gerði fyrir Ajax það var fyrir Ajax, er hann að skora svona svakalega fyrir okkur??????

  7. hvaða mannskap var hann með í kringum sig þar? hvernig voru þeir að spila? hvaða stöðu spilaði hann þar?

  8. stefstef #4
    hann er markahæðstur hjá okkur og í top 5 yfir markahæstu menn í deildinni. svo ég mundi segja að hann sé að skora fyrir okkur

  9. Flott lið. Slæmt að Glenda sé meiddur og Enrique verður að standa sig í dag. Bara verður. Einnig vona ég að Brad Jones standi undir traustinu enda massíft hjá honum að fá að spila þennan leik.

    Þetta verður hörkuleikur. Ég á alveg eins von á að við töpum þessu, getur brugðið til beggja vona en þetta verður bara barátta og allt galopið fyrir fram.

    Já og Suarez er einu marki á eftir markahæsta manni í deildinni. Hann er ekki vandamálið hjá okkur.

  10. Jones virðist hafa gríðarlega mikið sjálfstraust. Boðar gott, og býður upp á mikla samkeppni fyrir Reina.

  11. Djöfull er ég að verða spenntur, ég vill svo fá Assaidi svo inná vinstri kantinn á 65-70 mín til að keyra á þá.

  12. Hálf kostulegt að sjá Joe Allen berjast við Fellaini.

    Joe Allen er skv. wikipedia 1.68 m á hæð en Fellaini er 1.94 m á hæð.
    Munurinn er því 26 cm, en það er einmitt hæð Raheem Sterling.

    Svo var ég að átta mig á því að Joe Allen er aðeins 22 ára (fæddur 1990).
    Sú uppgvötvun triggeraði tvennt hjá mér. Annars vegar þótti mér það enn meira impressive hvað hann er góður.
    Og hins vegar áttaði ég mig á því að ég er að verða hundgamall.

    SUUUUUAAAAREZ!!!!

  13. Helvíti eru Everton menn sterkir. Nokkuð jafnræði með liðunum so far en þetta er hörkuleikur og er spilaður fast eins og við mátti búast. Getur farið á hvorn veginn sem er ……………..MAAAARRKKKK

  14. Þetta kallar maður að smakka á karmanu.

    Baines stígur Raheem full harkalega út, hefði getað verið víti.

    2 sekúndum seinna er hann búinn að skora sjálfsmark.

  15. Verður þetta ekki talið sem sjálfsmark, þ.e. Suarez fær þetta ekki skráð á sig er það?

  16. 2-0@ SUAREZ AFTUR. Fokk hvað við erum að fara að taka þetta í dag.

  17. Glataður þessi Suarez !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! ha ha ha, in your face Suarez hatarar

  18. ahh…..demm, Jones búinn að gera mistökin sín, vona að þau verða ekki fleiri. En þetta er ROSALEGUR LEIKUR

  19. JÁÁÁÁÁ KOMA SVO!!!! Og smyrja þessu svo í smettið á Moyes í fyrra fagningu, ég hef ekki hlegið svona lengi!

  20. Þið sem vilduð losna við Suarez, ég vona ad þið hafið sleppt því að fagna þessum tveimur mörkum!

  21. Hvernig var þetta spjald á Sterling en ekki á Miralas?

  22. Mikið svakalega er gaman að sjá svona alvöru leiki þar sem baráttan er svona rosalega mikil, maður er alltur á iði við að horfa á þessa veislu 🙂

  23. Fari það í kolmórauðar kasúldnar og ógeðslegar krabbaflær…. 🙁

  24. Menn verða bara að fara taka á Fellaini, hann er prímusmótorinn í þessu liði og hann fær alltof mikinn tíma.

    Annars geggjaður leikur, fullt af mörkum og lítið af ljótum brotum!!

  25. Það verður bara að segjast eins og er að Everton hefur verið sterkari aðilinn í leiknum, þrátt fyrir að Liverpool hafi náð að skora tvö mörk. Þeir eru á undan í öll nágvígi og gefa Liverpool engann tíma á boltann. Ljóst að Liverpool verða að fara taka á móti þeim í sömu mynt og fara mæta grimmari í tæklingarnar og alla seinni bolta.

  26. Aðeins og stór leikur fyrir sumar finnst mér. En menn læra víst ekki öðruvísi en að prófa djúpu laugina.

  27. Jesús Kristur, útaf með Wisdom, ekki seinna en núna. Þvílíkar útsölur aftur og aftur.

    …og vonandi fer þessi Mirallas að meiðast fyrir alvöru, helvítis viðbjóðurinn.

  28. Haha hvað ætlar David Moyes að segja eftir þetta spjald á Neville systurina, hann hefði átt að blaðra meira um Suarez fyrir leik 🙂

  29. Phil Neville bara hættir ekki að dýfa sér, leikmenn eins og hann sem eru að eyðileggja leikinn!

  30. Hvaða sopcast linkur á wiziwig var að virka bets fyrir ykkur félagana?

  31. Mirallas og Fellani fá að leika sér ansi mikið þarna. En að Mirallas skuli ekki vera með gult spjald er ótrúlegt, hann er útúr djúnaður maðurinn og gæti auðveldlega fengið rautt í seinni með þessu áframhaldi.

    Held að við verðum að skora eitt til tvö í seinni til að fá eitthvað útúr þessum leik og þá lítur maður helst til Gerrards eða Suarez.

  32. Margir leikmenn Liverpool númeri of litlir fyrir þennan leik. Svakalega kraftur í Everton og þeir eru búnir að vera miklu betri. Megum teljast heppnir að vera ekki lentir undir.

  33. Það fór eins og ég óttaðist að Jones myndi gefa mark. En það þýðir ekki að gráta það heldur vinna þennan helvítis leik. Reikna með að Sterling fari útaf í hálfleik enda getur hann ekkert tæklað lengur.

    Vonandi að neville systirinn fái svo rautt spjald á eftir, helst fyrir aðra dýfu.

  34. Dem…eftir frábæra byrjun er þetta komið í klúður. Svaðalegur seinni hálfleikur að byrja!

  35. Ég er að nota YES linkinn og hann er stöðugur þó gæðin séu ekki 100%

  36. Menn eins og neville eyðileggja áhuga fólks á að horfa á fótbolta.

  37. Treysti því að skipperinn setji eitt eða tvö í seinni og klári þetta.

  38. Glen Johnson, leikmaður Liverpool:
    Haha classic P Neville battering Luis for diving, then what does he get booked for….?! Haha

  39. Svakalegur leikur!! Vona að Brendan skipti Sterling út í hálfleik, drengurinn er ekki alveg að höndla þetta og komin með gult. Var það ekki hann sem átti manninn í fyrra markinu hjá Everton? Skrtel átti síðan að taka boltann í seinna markinu, eða hvað? Neville fær svo spjald fyrir leikaraskap hvað segir stjórinn hans við því!! Koma svo Liverpool og klára þetta dæmi YNWA

  40. var þetta ekki ólöglegt jöfnunarmark hjá Everton, uppúr innkasti sem þeir áttu ekki að fá. Sást í endursýningu

  41. Fúlt að missa niður tveggja marka forystu en Everton menn hafa reyndar verið sterkari aðilinn og líklegri í seinni hálfleiknum. En fyrst og fremst er þetta frábær skemmtun, það er ekki hægt annað en að elska þessa íþrótt!

  42. Nei heyrðu er Brendan að kveikja á perunni. Kominn með 3 í vörn og wingbacks. Nú þarf hann bara svissa Wisdom út fyrir Henderson og þá steinliggur þetta.

  43. Mér finnst einmitt eins og Everton mark liggi í loftinu, því miður…

  44. Helv…. Evropuruglid a fimmtudag situr augljóslega mikið í okkar mönnum

  45. legg bílinn minn undir að Liverpool vinnur þennan leik. Henderson er kominn inn fyrir Wisdom

  46. Við höldum ekki boltanum lengur en ein tvær þrjár sendingar. Þetta lítur út eins og Liverpool yrðu bara sáttur með eitt stig í dag finnst mér.

    Gult á Suarez, er hann ekki á leið í bann þá ?

  47. Hvað má Fellaini eiginlega sparka, hrinda og slá frá sér mikið ?? Hann er eins og geðsjúklingur þarna

  48. Skv. Brendan-fræðum vinnur liðið sem er mest með boltann í 75% tilvika. Vonandi er þetta eitt af þessum 25% tilvika…

  49. vissi að Liverpool myndi vinna þennan leik. Dómararnir vildu jafntefli. Hvaða bull var þetta?

  50. Endursýning og þetta var EKKI rangstæða ! ! ! FUCKING LÍNUVÖRÐUR ! !

  51. svo langt frá því að vera rangstæða!!!!! er þetta eitthvað grín????

  52. Þessum andskotans mongólíta fynnst svo gaman að flagga. Eins og ég hef margoft haldið fram. Enskir dómarar eru versta dómarastétt veraldar.

  53. Hvernig er hægt að veifa flagginu ef maður sér ekki manninn vera rangstæðan ?????????????

  54. Hvernig getur þetta verið? er virkilega verið að dæma þetta mark af vegna rangstöðu?
    Það gat náttúrulega ekki verið að við færum að stela sigrinum gegn gangi leiksins til tilbreytingar.

  55. Held að Suarez sé bara of fljótur fyrir þessa slow línverði……..en svekjandi hefðum stolið þessu og fengið 3 dýrmætt stig 🙁

  56. Þetta er aldrei rangstaða…. ALDREI Hérna kemur til eitthvað annað en að dæma rétt hjá þessum línuverði. Hann stelur marki og 2 stigum af Liverpool og þetta er bara út af þessari ömurlegu umræðu sem hefur verið í Englandi gagnvart Suarez sem verður ekki jafnað við neitt annað en viðbjóðslegt einelti. Djöfull er ég brjálaður út allt þetta helvítis drasl núna… FA.. með sína ömurlegu dómara.. Enska pressu… Bara allt hörmungans mentalitetið í kringum þetta allt saman. Helvítis fxxxxxx fxxx.

  57. Var að horfa á markið í endursýningu….aldrei rangstaða og það sem meira er, línuvörðurinn lyftir ekki flagginu fyrr en Suarez er komin langleiðina út úr teig að fagna. Merkilegur andskoti….þulirnir sögðu að það væri greinilegt að línuvörðurinn hefði panikað. Hefði hann flaggað ef einhver annar hefði skorað? Er nema von að maður spyrji. Og Neville lofaði að handa mundi aldrei láta sig falla aftur.

  58. Suárez thought he had won the game for Brendan Rodgers’ team in the dying seconds when he tapped in from close range after Sebastián Coates had headed down Steven Gerrard’s free-kick. Gerrard raced half the length of the field to celebrate before the Liverpool section on his knees, oblivious to play continuing behind him. The assistant referee had flagged for offside, not a foul by Coates as he won the header. Wrongly, it transpired and Everton were spared.

Merseyside-derbyið 2012 til 2013, fyrri hluti.

Everton 2 – Liverpool 2