Liverpool 1 – Swansea 3

Viðfangsefni kvöldsins var deildarbikarleikur við fyrrum lið stjórans okkar, Brendan Rodgers á heimavellinum okkar góða.

Gestirnir úr Swansea mættu með sterkt lið sem innihélt marga lykilmenn þeirra en okkar menn voru fyrst og fremst leikmenn sem ekki hafa fengið margar mínútur í vetur.

Liðið var svona:

Jones

Henderson – Carra – Coates – Robinson

Cole – Allen – Shelvey

Downing – Yesil – Assaidi

Á bekknum: Ward, Suarez, Gerrard, Suso, Sterling, Skrtel, Wisdom.

Hendo látinn prófa bakvörðinn og Cole fékk séns fyrir framan Allen og Shelvey.

Tökum fyrri hálfleikinn stutt. Arfaslakur af okkar hálfu. Byrjuðum ágætlega en eftir mínútu númer 20 tóku Swansea öll völd á vellinum og í raun var bara spurning hvort þeir myndu ná að skora og þá hversu mörg mörk.

Þeir gerðu eitt mark að lokum, Chico Flores stangaði boltann inn á 34.mínútu upp úr horni. Stökk upp einn og óvaldaður og hamraði boltann í netið af markteigslínunni. Einfaldlega margir hundslakir og afleiðingin varð að annan leikinn í röð var tveimur mönnum skipt inná í hálfleik.

Joe Cole og Yesil fóru útaf en Suarez og Gerrard komu inná. Sýnir sennilega breiddina okkar að við stilltum upp framherja sem á auðvitað að vera með U-19 ára liðinu í Þýskalandi í kvöld og þarna held ég að við höfum séð síðustu mínútur á sorglegum Liverpoolferli Joe Cole. Bara á ekki inni fyrir fleiri sénsum.

Strax í upphafi seinni hálfleiks breyttist leikurinn, Shelvey var nálægt því að jafna strax í upphafinu og Suarez fékk ágæt færi. Á 63.mínútu komumst við nálægt því að skora þegar Captain Fantastic átti skot sem var varið í stöngina og Downing náði ekki að skora þegar boltinn hrökk til hans. Strax í kjölfarið kom Raheem Sterling inná fyrir Assaidi sem gerði einfaldlega ekki neitt til að sýna að hann eigi heima í byrjunarliði í PL enn sem komið er.

Við semsagt sterkari núna en Swansea alltaf skeinuhættir. Jones varði þrisvar úr góðum færum þeirra í sömu sókninni, rétt á eftir svo frábærlega frá Michu og hélt okkur inni í leiknum sem nú skyndilega var bara orðinn ansi skemmtilegur.

En á 72.mínútu náði Jones ekki að gera neitt.

Upp úr okkar aukaspyrnu þá vorum við ansi nálægt því að jafna, en pressan inní teignum hjá Swansea þýddi að við vorum alltof margir í sókn, þeir unnu boltann, breikuðu hratt og Nathan Dyer setti mark í andlitið á okkur, aðdáendum þeirra leiddist þetta ekki skulum við viðurkenna…

En þessi tveggja marka forysta lifði ekki lengi. Sterling var felldur á 77.mínútu, Gerrard tók aukaspyrnuna og sendi á kollinn á Luis Suarez sem kom okkur aftur inn í leikinn. Enn einu sinni sjáum við hvaðan mörkin þurfa að koma hjá okkar mönnum. Jones bjargaði okkur enn einu sinni frá Michu á 80.mínútu eftir öfluga skyndisókn gestanna.

Þaðan frá vorum við ofaná í leiknum, Swansea drógu sig aftar og við pressuðum hátt. Tremmel varði frábærlega frá Suarez á 86.mínútu en þar með eru færin upptalin. Svo á fimmtu mínútu uppbótartíma kláraði Swansea leikinn úr enn einni skyndisókninni. Coates lét draga sig langt út úr stöðunni sinni og Swansea komust á bakvið hann. Sókninni lauk með því að De Guzman (arftaki Joe Allen) setti boltann í netið af tveim metrunum.

1-3, game over og sanngjarn sigur gestanna staðreynd. Deildarbikarmeistarnir út og Swansea komið í 8 liða úrslit keppninnar í fyrsta sinn í þeirra sögu.

Byrjunarliðið var einfaldlega ekki nægilega sterkt og breiddarleysið argar á okkur. Fyrri hálfleikurinn einfaldlega vandræðalega slakur!

Frammistöður leikmanna já. Eiginlega ekkert nýtt þar. Jones er klárlega góður kostur milli stanganna. Carra leit ekki vel út og Coates ekki heldur. Hann á að gera mun betur í marki nr. 1 og 3 auk þess sem hlaupin hans upp völlinn voru illa valin fannst mér. Hendo var ágætur en náði þó ekki eins miklum sóknarþunga og ég vonaði, Robinson gerði margt ágætlega.

Allen átti sinn daprasta dag í rauðu treyjunni og óvenju lítið kom út úr Shelvey. Cole gat ekkert en Gerrard kom sterkt inn fyrir hann, sem var viðbúið. Downing var sprækastur sóknarlega í fyrri hálfleik fannst mér en hvarf svo. Yesil er svo langt frá því að vera tilbúinn í aðalliðið að menn eiga bara eiginlega að skammast sín að láta hann byrja þennan leik, en Suarez var að sjálfsögðu líflegur og okkar besti sóknarkostur í seinni. Assaidi á enn eftir að sýna mér að hann ráði við enska boltann, hann var vonlaus varnarlega allan leikinn, tók ágæt skæri til að komast í fínar stöður til að senda inní en kom engri sendingu þangað samt. Sótti lítið sem ekkert inní teiginn og munurinn á honum og síðan Sterling sást augljóslega.

Mann leiksins vel ég Brad Jones og auðvitað Suarez og Stevie G í næstu sæti.

Það er í raun allt í lagi að hafa fækkað leikjum fyrir þetta lið okkar, en það hlýtur að svíða Rodgers ansi sárt að horfa upp á Swansea koma og rúlla yfir okkur á Anfield. Það var ekki það sem hann ætlaði sér fyrir leik, ljóst. Horfði á Ian Ayre telja leikmannagluggann hafa heppnast ágætlega í sumar þegar ég horfði á sjötta þátt Being Liverpool áðan.

Ian minn. Hættu þessu rugli! Liðið okkar er svo langt frá því að geta látið eins og allt sé í fínu lagi í leikmannahópnum. Við erum fullkomlega háð því að Gerrard og Suarez skori mörk og skapi, svo að ég treysti því að 2.janúar verði komnir tveir góðir sóknarmenn í okkar hóp.

Svo í lokinn, látið Joe Cole aldrei fara í rauða treyju og leyfið Yesil að spila með yngri liðunum!

62 Comments

  1. Fótbolti er ekki flókinn, Liverpool virðist bara einkar lagið við að láta hann líta út fyrir það.
    Hvernig mönnum sem hafa ekki gert annað en að sparka í bolta tekst ítrekað að negla uppí stúku úr vítateignum er mér fyrirmunað að skilja.

    Arfaslök færanýting varð Liverpool að falli eins og svo sorglega oft áður.
    Niðurlæging á Anfield staðreynd af liði sem nýtir færin sín.

  2. Enn ein skitan hjá okkar mönnum.

    Hörmuleg frammistaða á Anfield – sem einu sinni var besti heimavöllur í heimi. Nú er Anfield einn slakasti heimavöllur í heimi. Ömurlegt.

  3. Ég horfði á bæði Liverpool-Swansea og Chelsea-Man Utd (sem er reyndar enn í gangi) og ég verð að segja að Liverpool er komið ansi langt á eftir Chelsea og United í gæðum.

  4. Já, endilega skiptum um þjálfara, það er algerlega lausnin hjá okkur….eða þannig. Hópurinn er allt of þunnskipaður og hann varð að hvíla kanónurnar sem reyndist okkur dýrkeypt þegar upp var staðið. Syrgi ekki þessa Mikka Mús keppni. Einbeitum okkur að deildinni.
    Hættum þessu væli og berum höfuðið hátt. Tökum Newcastle á sunnudaginn, engin spurning!

  5. Nóg fyrir þjálfara andstæðingsins að segja:
    “Stoppið Suarez , þá stoppið þið Liverpool.”

    Hann er allt í öllu í þessu liði og það er sorglegt.
    Ef hann er ekki inná. Þá getum við ekki neitt og þegar hann kemur inná þá er hann eini sem er líklegur til einhvers og jafnframt eini lekmaður liðsins sem maður nýtur þess að horfa á. Sorglegt!

  6. já jæja…..rosalega hefur þetta verið sætt fyrir Laudrup og Swansea. En hey, þessi bikar er bara ekki eitthvað sem við getum verið að setja áherslu á, eins vont og það nú er að tapa á heimavelli og það fyrir Svönunum sem seldu okkur Brendan og Allen. Eiginlega hálfgerð skömm en miðað við hversu þunnur hópurinn er og við erum að berjast í evrópu líka þá var þetta eitthvað sem mátti búast við. Mér sýnist líka að Brendan og þjálfarar hafi tekið þá ákvörðun að athuga hvort kjúllarnir og áleiðút mennirnir gætu sýnt eitthvað með backup planið að setja inn stóru byssurnar ef illa færi.
    Það tókst ekki því miður en hey við unnum þetta í fyrra, núna erum við að byggja upp lið, bætum við okkur í janúar 1-2 gullmolum og svo öðrum 3-4 í sumar og stefnum á topp 4 næsta vetur.

    Við vissum það flestir að þetta ár yrði ár uppbyggingar, en auðvitað vildi maður og vonaði að eitthvað kraftaverk gerðist og við bara ynnum deildina og alla bikara sem í boði voru. Enginn var að básúna því….en hugsuðum með okkur að það væri alveg komin tími á að við fengjum smá “good luck” og fengjum að upplifa gamalgóðar tilfinningar sigurs á síðustu mínútu.

    SÁ TÍMI MUN KOMA AFTUR BRÁTT!

    En þangað til er þetta djöfull vont og það er fjandanum erfiðara að vera þolinmóður í áratugi…

  7. hvernig er það er þetta ekki swansea liði sem var ekkert að skora mörk í fyrra??

    er ekki bara málið að við náðum í rangan þjálfara.. hefðum átt að fá Laudrup.

    sorglegt að hugsa til þess að Liverpool er orðið miðlungs lið og jafnvel neðar.

  8. Hættið þessu bulli.. Liverpool væri ekkert betur sett með Laudrup en Rodgers. Hópurinn okkar er bara alls ekki nógu góður.

  9. Það verður fróðlegt að sjá hvort BR verði bakkaður upp í janúar þegar leikmenn verða til sölu á tvöföldu verði. Það er ljóst að aðdáendur LFC verða að kyngja mjög miklu í vetur og sætta sig við að jafnvel enda neðar en 10.sæti og detta úr flestum dollum snemma.

    Það segir sig sjálft að þótt við séum að fá upp 3-4 unga stráka er það lítið á mót við hreinsunina sem átti sér stað í sumar. Við þurfum helst að fá 5-6 leikmenn inn til að rétta hópinn af en á meðan mun liðið skila sveiflukenndum leik. Hættið þessu röfli um að LFC sé svo stór klúbbur og á að spila betur bla bla bla. Það er verið að vinna í málunum og það tekur tíma. Á meðan verður sársauki.

  10. Jæja þá er þetta byrjað menn að missa trúnna “They Don’t Care About Rafa! They Don’t Care About Fans! Liverpool Football Club Is In The Wrong Hands!”. Þetta er byrjað fljóta um veraldarvefinn núna.

  11. Augljós þreyta lykilmanna og mjög augljós vöntun á breidd gerði út um þennan leik
    Y.N.W.A.

  12. þetta er nú meira jójó liðið, alltof mikið að meðalmönnum, er orðin ansi ókátur með þetta lið, segi ekki meir.

  13. Downing – Yesil – Assaidi , Ein spurning Brendan : hvernig ætlaðir þú að skora í kvöld ? Kannski er þetta góð spurning til Henry og Warner.. Það vantar ekkert striker þarna, maður ætti kannski að bjóða sig fram, hef allavega sett sjálfur um 200 mörk í meistaraflokki á Íslandi og væri sennilega mun líklegri en Downing.. Það er bara djók að horfa á þetta lið , áttum ekki séns í kvöld

  14. Góða tiltekt takk fyrir. Cole og Downing eiga að kaupa sér LFC treyjur ekki að fá þær svona gefins. Þeir eru eins og Jóhanna Sig þeirra tími er kominn. En við skiptum ekki um lið.

  15. Vonandi verður búið að afgreiða tvö kaup snemma í janúar.
    1. Framherja sem getur klárað færin og með afbragðs fyrstu snertingu.
    2. Sóknartengilið eða vængmann sem getur skapað , tekið á og skorað.

    Hópurinn öskrar á svona leikmenn. Þar sem Suarez virðist vera sá eini sem skapar einhverja hættu.

    En það kæmi mér ekkert á óvart ef allt færi af stað 31. janúar og við allir hérna inná að bíða eftir einhverjum kaupum rétt fyrir lok gluggans.

  16. Svona leikir og úrslit setja að ég held (og vona) miklu frekar pressu á eigendur Liverpool heldur en stjóra Liverpool. Hann þarf bara eins og allir aðrir nægjanlega góð vopn til að geta barist á öllum vígstöðum og eins og liðið var sent út núna í haust er ljóst að þetta var alls ekki raunin. Við höfum ekki hóp til að eyða í deildarbikarinn núna og það eitt og sér er ekki ásættanlegt hjá Liverpool.

    Liverpool er með byrjunarlið, leikstíl og stjóra til að keppa við hvaða lið sem er en hópurinn er langt frá því að vera nægjanlega stór til að þola leikjaálag og rotation milli erfiðustu deildar í heimi, evrópukeppni, tveggja bikarkeppna og landsleikja hjá flestum leikmanna hópsins, marga hverja með unglingalandsliðum.

    Það er grautfúlt að tapa á Anfield. Ömurlegt að sjá liðið spila illa og detta úr keppni en engu að síður græt ég það ekkert rosalega að losna við næsta leik í þessari keppni. Hver leikur héðan af gerir kröfu á fleiri lykilmenn.

    Janúar er orðin algjör lykilmánuður fyrir núverandi eigendur og Ian Ayre sem á alveg voðalega litla þolinmæði inni hjá stuðningsmönnum Liverpool. Þetta Carroll fíaskó ÖSKRAR á mann eftir leiki eins og þennan og það er vonandi enginn búinn að gleyma því. Það þarf að fá inn alvöru menn sem fara beint í hóp strax í janúar. Það er verið að móta þetta lið og þrátt fyrir allt hafa leikir eins og þessir verið góðir og lærdómsríkir fyrir nokkra af okkar (ungu) leikmönnum, sama á við um deildarleikina en með hverjum vonlausum leikmannaglugganum hverfur trúin á þá menn sem sjá um að versla inn.

    En eins og ég sagði í byrjun þá er ég langt langt frá því að vera búinn að gefast upp á Rodgers, þvert á móti. En eigendurnir þurfa að fara “spila” mikið betur. Maður gefur þeim auðvitað töluverðan slaka m.v. í hvaða standi þeir tóku við klúbbnum og þeir hafa gert margt ágætlega en núna bara verða að fara koma meira spennandi nöfn í hópinn. Liðið er ekki eins gott í dag og maður var að vona að það yrði þegar þeir tóku við og hópurinn er mjög langt frá því þó reyndar hafi verið mokað út gríðarlegu magni af rándýrum farþegum undanfarin ár.

  17. Voðaleg finn ég til með sumum leikmönnum eftir þennan leik.

    Assaidi, Downing, Cole, Yesil og Allen. Ekki öllum af sömu ástæðu, ýmist vegna þess að þeir eru of ungir, of þreyttir, ekki tilbúnir eða algjörlega útbrunnir. Aðrir fannst mér komast þokkalega frá þessum leik og ég held að það hafi verið erfitt að vera annar af tveimur miðvörðunum vegna mikils sóknarþunga okkar.

    Jones er að heilla mann meira og meira og gat lítið sem ekkert gert í þessum mörkum. Robinson ætti að mínu mati að vera að nálgast Enrique óðfluga í baráttunni um vinstri bakvörðinn og ennþá lifir í gömlum Carra.

    Ég verð samt að koma inn á okkar besta mann, Suarez. Þvílíkur baráttuandi og sigurvilji í einum manni…! Hann gerir bókstaflega ALLT til þess að liðið sitt vinni, viljinn á það til að hlaupa með hann í gönur en “heilagur Fowler” hvað ég vildi að fleiri tækju hann til fyrirmyndar í þessu liði. Ég veit að lausnin núna er ekki að losa okkur við ákveðna dragbíta en í hinum fullkomna heimi þá værum við að horfa á nokkra leikmenn fá reisupassann í janúar… reyndar í hinum fullkomna heimi þá væri þeir ekki í Liverpool!

    Jæja… Newcastle it is!

  18. Okkur vantar breidd, það vitum við allir. Vantar breidd í hópinn og einnig gæði í starting 11. Þannig að það er rétt að hvíla menn í svona keppni og með það lið sem við stiltum upp gat þetta aldrei orðið annað en erfiður róður.
    Við höfum ekki tapað í deildinni núna í hvað, 4 er það ekki. Sjáum til hvað gerist með okkar sterkasta lið á móti Newcastle um helgina, ég held að þetta sé nefnilega að smá koma, og ekki er ég bjartsýnismaður.

    Þurfum þó að verjast betur ef við ætlum að klífa töfluna, erum oft ansi opnir er við missum boltann í pressu og fáum á okkur allt of mörg mörk.

    En við vinnum um helgina, höldum taplausu runni áfram og sígum upp deildina. Huntelaar í janúar og einn til og tökum 4 sætið. Ekki spurning.

  19. Þetta er bara ekki hægt lengur,,, Jonjo kann ekki að fá sendingar fram á við,, hann hleypur alltaf á móti sendingum þó enginn sé i honum,, orðin svo pirraður að sjá mögulega gott sóknarfæri en hann snýr alltaf baki í áttina sem hann á að vera að fara í,,, það var ekki farið í þannan leik með sigur í huga, BR var að gefa strákunum séns sem kostar okkur kannski einu dolluna sem við fræðilega ættum séns í… þó ungu strákarnir eru sprækir þá eru þeir ekki að sanna neitt að ráði,,, jú jú eitt og eitt tilþrif… Assaidi þorir aldrei að keyra inn með boltan þó hann gæti það alveg, hefur þvílíka tækni en það er bara eins og hann stoppi alltaf….. piirrrrrripúúúú

  20. Fannst vid bara eiga ekkert skilid úr thessum leik og thad er eins og menn fóru adeins of varlega inn í thennan leik. Suarez allur í öllu ad vana og Gerrard einnig med flott innhopp.
    En mér er svosem sama um thessa keppni eins klísjukennt thad hljómar, fínt ad fá tapid út í thessum leik og tradka sídan á Newcastle naestu helgi í stadinn!

    Y.N.W.A.

  21. Það mátti nú svosem búast við þessu!
    Því miður passar Cole ekki inní okkar leikstíl eða við í hans og vonandi náum við að losna við hann og hans launakostnað í janúar og ná í einhvern sem er ekki áskrifandi af laununum sínum. Leikurinn í heild slakur og vont að þurfa að henda inn kanónunum í hálfleik (Chelski gerði það reyndar líka) og tímabilið verður meira niður en upp, því miður. Við verðum á neðra skiltinu nema eitthvað stórfenglegt gerist. En ég eins og fleiri horfi til framtíðar og strax á næsta ári verða þessir ungu snillingar árinu eldri, liðið komið betur inní leikkerfið (sem notabene Swansea virðist vera með á hreinu) og nokkrir gæðaleikmenn (vonandi) komnir. Horfum á fjórða sætið á næsta tímabili og titilinn eftir tvö til fjögur ár.

    Over and out!

  22. Joe Cole er ráðgáta. Hvers vegna hann ákvað að gleyma því að spila fótbolta bara við það að fara í Liverpool treyju er óskiljanlegt. Svo um leið og hann fer úr henni brillerar hann örugglega og verður eflaust valinn besti leikmaður HM eftir 2 ár. Ég SKIL EKKI af hverju hann lætur svona. Ég skil þó Rodgers vel að prófa hann stundum eins og í þessum leik í kvöld, því að Chelsea Cole og Lille Cole væri ómetanlegur liðsstyrkur fyrir Liverpool. En það er bara eins og þetta sé einhver önnur íþrótt fyrir manninum, að spila fótbolta í Liverpool treyju. Óskiljanlegur fáránleiki. Ég er handviss um að þegar Joe Cole fer að spila fyrir eitthvað annað lið í PL eftir áramót þá muni maður furðu lostinn fylgjast með honum taka aftur upp þráðinn við það að leggja upp og skora mörk fyrir nýja liðið sitt.

  23. Mikið rótaði í liðinu fyrir þennan leik og ég var nú ekkert alltaf bjartsýnn, en breiddin er augljóslega ekki nægjanlega mikil til að geta verið að berjast um alla þá bikara sem eru í boði.

    Ef að Joe Cole fær fleiri sénsa þá er það vegna þess að allir aðrir miðjumenn í hópnum eru annaðhvort meiddir eða í banni! Það er sorglegt að hugsa til þess að hann er að ræna 100.000 pundum!!! á viku af klúbbnum og gerir það um hábjartan dag, hryllingur.

    Nafni hans, Allen á sennilega eftir að sofna seint í kvöld. Fyrir það fyrsta átti hann alveg afspyrnu slakan dag og það gekk ekkert upp hjá honum og hann lét fyrrum félaga sína hirða af sér boltan alltof oft í kvöld og í öðru lagi þá hugsar hann…. því í anskotanum var ég að fara frá Swansea!

    Flest allir sem byrjuðu þennan leik voru liðinu ekki til sóma í kvöld, það var þá einna helst Jones sem að átti góðan leik og hann í raun kom í veg fyrir enn stærra tap á heimavelli!!!

    Það æpir á mann hvað það vantar meira þunga og kraft í sóknarleikinn og allir sóknarmenn i hópnum fyrir utan Suárez eru bara .22 caliber á meðan við þurfum að fá .400 cal mann. Liðið er nú búið að spila 18 leiki í öllum keppnum á þessu tímabili og hefur skorað í þeim 29 mörk sem gerir 1,61 mark að meðaltali í leik. Þetta versnar svo allverulega þegar það er tekið ínní jöfnuna að það skoraði 5 á móti Young Boys og 5 á móti Norwich.
    Í deildinni er liðið búið að skora 12 mörk í 9 leikjum sem er 1,33 að meðaltali, ef að rótburstið á Norwich er ekki tekið með, þá eru þetta 0,87 mörk að meðaltali.

    Pointið með þessari tölfræði er að ef að Rodgers fær ekki að kaupa 1-2 góða sóknarmenn/klárara (þá er ég ekkert að tala um einhverja heimsklassa 30+ milljón punda leikmenn) þá verður þetta tímabil verulega erfitt. Því það er ekki eins og liðið sé að halda búrinu hreinu í hverjum leik, ekki einusinni á heimavelli.

  24. Djö…… er ég ánægður að hafa frekar farið að sjá Bond…… James Bond í kvöld!!! Hann klikkaði ekki kallinn frekar en fyrri daginn! :O)

  25. 4#

    Stundum er erfitt að bera höfuðið hátt. 🙁 Skil að þú villt vera vongóður, en ojjj hvað mér finnst það erfitt þessa dagana. Erum að fara mæta Newcastle á sunnudag og Chelsea snillingum þar á eftir. það verður enginn dans af rósum held ég.

    Cole má fara mín vegna…

  26. Ótrúlegir einstaklingar sem koma hingað eftir tapleiki og ausa yfir allt og alla. Sófakallar sem halda að þeir viti eitthvað um fótbolta og hvernig eigi að reka knattspyrnufélag að tjá sig er eitthvað sem fer í mínar fínustu.

    Við hverju bjuggust þið eiginlega? Liverpool er með þunnskipaðari hóp en flest lið deildarinnar og því er mjög erfitt fyrir BR að púsla saman byrjunarliði í svona keppni þegar liðið er að spila í deildinni og Europa League ofan á hana. Ólíkt öðrum liðum eins og Swansea og öðrum sem teljast ekki sem toppklúbbar á Englandi þá er Liverpool búið að vera með nánast alla leikmenn hópsins að spila víðsvegar um heiminn vegna landsliðsverkefna síðustu misseri í þokkabót. Þess vegna erum við að tapa svona leikjum þar sem þjálfarinn neyðist til að hvíla hryggjasúlu liðsins og þarf að spila “fringe” leikmönnum eins og Joe Cole, Jamie Carragher og yngri leikmönnum eins og Jack Robinson og Samed Yesil. Á meðan getur Swansea teflt fram sínu besta liði enda þurfa þeir ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af þreytu lykilmanna sinna. Slappið af, þetta er Deildarbikarinn. Tímabilið stendur og fellur ekki með þeirri keppni. Mér finnst líka alveg drullupirrandi að tapa leikjum en á meðan það er rétt stefna innan klúbbsins, sem mér finnst vera, þá örvænti ég ekki þó að við vinnum ekki Deildarbikarinn.

    Forgangsatriði númer eitt fyrir klúbbinn í dag er að sækja stig í deildinni og vera vel undirbúnir fyrir janúargluggann þar sem bráðnauðsynlegt er að sækja 2-3 leikmenn. Það má hinsvegar ekki vera einhver bráðabirgðalausn á leikmanni sem endar sem “dead wood” eftir eitt til tvö tímabil. Þurfum að halda áfram með þessa þróun sem er búin að vera í gangi. Þessi strúktur er kannski ekki að gefa ávöxt ákkúrat í dag en mun gera það innan fárra ára ef menn sýna þolinmæði og halda áfram að trúa á hugmyndir þjálfarans.

    Pain is temporary. Success lasts forever.

  27. Enn og aftur maður gerir ekki kjúklingasalat úr kjúklingaskít og þetta á við BR líka !

  28. Ohh… Þoli ekki að tapa og hata að tapa á heimavelli!

    Selja Cole eða lána hann sem allra fyrst, þvílík peningaeyðsla sem þessi gaur er!

    Það eina jákvæða við kvöldið er að manjú töpuðu og að enginn meiddist í kvöld, svo best sem ég veit.

  29. Hvað voru margir byrjunarliðsmenn í byrjunarliðinu í kvöld. Allen….kannski Shelvey ? Þetta er þunnur hópur hjá okkur þeas það eru ekki nægileg gæði í 20 manna hópnum þó 10 manna hópurinn nálgast að vera samkeppnishæfur við Tottenham og Arsenal. Þetta tekur einhvern tíma og það verður virkilega áhugavert að fylgjast með þessum Janúar glugga.

    Nr 4 ? Ertu í jafnvægi, var einhver að minnast á að skipta um þjálfara ?

  30. Ég hef sjaldan verið eins sammála leikskýrslu höfundi, og akkúrat eftir þennan leik. Sérstaklega það sem hann segir um varnarmennina.

    Coates er að ég óttast, að skíta á sig. Hafsent og getur ekki dekkað menn í hornum (mark S nr. 1). Svo finnst mér sem að færri og færri af sendingum Gerrard og skottilraunum nái að ógna, þó svo að það hafi verið óheppni hjá honum með stöngina. (Downing samur við sig með frákastið, lánlaus).

    Sterling virðist vera að tileinka sér sama skotstíl og Suarez, með sömu færanýtingu (fraaammm hjáááá…). Mér finnst Sterling hafa verið notaður of mikið í haust og nú þarf hann smá pásu…þó hún komi ekki sennilega fyrr en í síðari hluta janúar.

  31. Já grautfúlt að tapa þessum leik en ef við lítum á mennina sem fóru í sumar ( Aurelio, Kyut, Rodriguez, Aquilani, Bellamy, Carroll, Adam og Spearing) þá er ekki skrítið að hópurinn sé þunnskipaður. Kyut, Bellamy og Carroll eru nú ansi stór nöfn þó þeir hafi ekki alltaf staðið vaktina með sóma. Svo fóru hinir sem hefðu sennilega spilað þennan leik í stað 17 ára gutta sem hafa enga reynslu af leikjum sem þessum. Brendan er klókur og er að nota öll vopn sem hann hefur til að keyptir verði alvöru menn í janúar. En frábært að þessir ungu leikmenn séu að fá tækifæri. En það er morgunljóst að það þarf að hvíla Gerrard og hinar stjörnunarnar því þeir geta ekki borið liðið uppi í öllum leikjum vetrarins, það er einfaldlega ekki mannlegt. Svo skulum við ekki gleyma þeim sem eru meiddir og hefðu getað spilað þennan leik.
    Áfram Liverpool og YNWA!!!!!!

  32. 34

    er í fínu lagi takk. Held samt að þú ættir að lesa mörg kommentin sem komu frá bræðrum okkar á meðan leiknum stóð.

  33. Finnst leitt að sjá að söngur um stjórann er hafinn, en því miður kemur það mér ekki á óvart.

    Brendan Rodgers kemur í kjölfar Benitez, Hodgson og Dalglish. Þessir þrír forverar hans eru hæfileikamenn sem hafa alltaf náð árangri. Ólíkir í stíl og framkomu og við getum haft allar skoðanir í heiminum, en þeir kunna vinnuna sína.

    Því miður hafa bullukollar blaðaheimsins náð því í gegn undanfarin ár að árangur liða standi og falli með stjóranum. Sem er svo vitlaust að hálfa væri nóg!!! Roberto Di Matteo var rekinn frá W.B.A. og var umdeildur sem aðstoðarmaður Vilas Boas. Er það honum einum að þakka að Chelsea reisti sig við á síðustu leiktíð og eru efstir í dag? Nei. Alls ekki. Hann datt til baka í leikstíl Mourinho og lykilleikmenn þess leikkerfis héldu einbeitingu í Meistaradeildar- og FA-bikarleikjunum, en gáfu frat í deildarkeppnina.

    Í sumar var svo settur töluverður peningur í leikmannakaup og hágæðaleikmenn fengnir.

    Árangur liðs byggir á samstilltu átaki klúbbs sem fær til baka það sem hann leggur inn.

    Í sjötta þætti “Being Liverpool” var því haldið fram að transferglugginn hafi gengið vel og liðið hafi náð í 5 af 6 viðfangsefnum sem þeir ætluðu að ná í. Það þýðir semsagt að Yesil og Assaidi voru t.d. nöfn sem klúbburinn leitaði eftir. Borini og Allen sagðir lykilkaup, Sahin kemur svo á láni. Lið sem varð í 8.sæti í fyrra skilaði af sér nokkrum leikmönnum var það ekki. Kuyt, Carroll, Bellamy, Spearing, Maxi og Adam spiluðu allir 30 leiki eða fleiri í fyrra. Eftir meiðsli Borini þá er semsagt Rodgers búinn að fá Allen og Sahin inn í þennan leikmannahóp sem endaði í 8.sæti í fyrra. En hefur vissulega bætt inn ungum snillingum sem Rafa keypti og Borrell bjó til.

    Og af því að hann gerði ekki bara barbabrellur og gerði stórkostlega galdrahluti með leikmenn sem ekki stóðu sig hjá Kenny þá er allt í einu kominn pressa á hann.

    Já, og þetta meinta skipulagsleysi hjá Dalglish. Hvenær ætli það fari að heyrast, ég bíð spenntur. Skipulagsleysi er hlægileg umræða á meðal stórliða í fótbolta. Enda sést vel á árangri Steve Clarke hjá W.B.A. að hann er t.d. afskaplega góður taktískt.

    Liverpool FC lenti í 8.sæti í fyrra en vann að vísu bikar og komst í úrslit FA bikarsins. Því miður voru leikmennirnir ekki tilbúnir í meira þennan vetur og þá var ákveðið, enn eitt sumarið að skipta um stjóra og láta hann um að móta framtíð Liverpool.

    En það að styrkja liðið á þann hátt sem var gert er það sem á að dæma. Það sultuvitlausasta sem fyrirtæki eins og Liverpool gerir er þetta endalausa flakk í yfirstjórninni sem verið hefur venjan síðustu þrjú ár og nú er kominn tími á að stoppa það.

    Selja Gerrard, vilja ekki að maður eins og Suarez spili fyrir Liverpool og reka Rodgers.

    Er þetta í alvörunni sá stuðningsmannahópur sem klúbburinn okkar á skilið. Jesús minn jesús…

  34. 39. Algerlega 200% sammála þér. Ekki hægt að orða þetta betur.

  35. nr. 39

    Það er semsagt í lagi að tala um að það megi selja Joe Cole, Downing og það var í lagi að reka Dalglish og Hodgson. Ekki misskilja mig, ég er ekkert alltof spenntur fyrir Joe Cole og var mjög feginn að Hodgson var rekinn.

    En það virðist vera að menn megi alls ekki tala neikvætt um Suarez, Gerrard eða Rodgers því þá er maður skelfilegur stuðningsmaður.
    Það sem ég fæ út úr þessu er að það er í lagi að tala um að selja/reka ákveðna aðila svo lengi sem það passar inn í þína hugmyndafræði…..

    Ég vill ekki láta selja Gerrard og er til í að gefa BR tækifæri út tímabilið (þrátt fyrir að það virðist vera fara í ruslið), en ég er ekkert alltof hrifinn af Suarez.
    Hann er frábær fótboltamaður en skelfilega leiðinlegur karakter á vellinum. T.d. með dýfur og vandræðalegt væl oft á tíðum. Ég tek það samt fram að ég vill hinsvegar alls ekki selja hann nema fá e-ð í staðinn, hann er því miður eini leikmaðurinn í hópnum sem virðist getað skorað.

    En samkvæmt nr. 39 þýðir þetta að ég er lélegur stuðningsmaður…..

  36. Hvernig væri að styrkja hópinn í þá stöðu sem hefur verið ómönnuð hjá okkur allt of lengi og fjárfesta í eins og tveimur dómurum?

  37. Sælir félagar

    Ég sá ekki leikinn sem betur fer (sýnist mér á athugasemdum) og ætla því ekki að tjá mig um hann. Hinsvegar sýnist mér að Maggi sé að segja það sem segja það sem segja þarf um menn og málefni. Þó skil ég það ekki þannig að hann sé að tala um lélega eða góða stuðningsmenn. Heldur að menn detti ekki í það rugl og vitleysu að fara að reka stjóra o.s.frv. og byrja þann kafla enn og einusinni.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  38. Stundum þarf að hamra á þessari sígildu setning hjá meistaranum:

    If you can’t support us when we draw or lose, don’t support us when we win

  39. Í október spilaði liðið 6 leiki, 2 sigrar, 2 töp og 2 jafntefli er niðurstaðan eftir þá leiki. Þegar maður horfði til leikjanna í þessum mánuði hélt maður að uppskeran yrði betri en vissulega erum við rændir sigri í einum leik sem hefði nú gert stöðuna töluvert skemmtilegri á að líta. Auk þess eru amk 3 stangar- og sláarskot í hinum jafnteflisleiknum sem var gegn Stoke… Í aðeins einum leik af þessum sex myndi ég segja að liðið hafi verðskuldað að tapa og það er leikurinn í gær. Tapið gegn Udinese var kannski verðskuldað líka en þar var liðið lélegt í seinni hálfleik og Ítalirnir gengu á lagið.

    Ef og hefði eru orð sem við LFC menn notum stundum óspart og kannski skiljanlega stundum en þegar maður lítur til baka yfir mánuðinn þá er þetta ekki alslæmt. Það er bara breiddin í hópnum sem hrjáir okkur svo gríðarlega mikið, eða réttara sagt engin breidd. Liðið er dottið útúr deildarbikar sem þýðir að liðið fær “hvíld” aðra vikuna í desember og það er kærkomið miðað við það leikjaálag sem er í þeim mánuði í Úrvalsdeildinni.

    En það er gríðarleg pressa á félaginu þegar janúarglugginn opnar og öruggt að margir verða orðnir pirraðir ef enginn sóknarmaður er kominn inní þetta fljótlega eftir að nýtt ár gengur í garð. Við höfum amk ekki efni á því að bíða fram á síðasta dag gluggans að mínu mati en ég hef samt lúmskan grun um að þetta muni teygjast alveg þangað til, það hefur verið trendið í þessum glugga hingað til held ég.

  40. Þessi ummæli BR súmera dáldið upp vandamálin hjá okkur:

    http://soccernet.espn.go.com/news/story/_/id/1210159/liverpool's-rodgers:-joe-cole-wasted-his-chance-to-impress?cc=5739

    Kallgreyið er að gera eins og hann getur með ákaflega þunnan hóp. Margir þessara ungu stráka eru enn númeri of litlir. Nú reynir svo sannarlega á eigendurna í janúar-glugganum. Er ansi hræddur um að þolinmæði mjög margra stuðningsmanna gagnvart þeim verði endanlega á þrotum ef við verslum ekki a.m.k. 2 strikera í janúar.

  41. Því miður sá ég ekki leikinn í gær en er búinn að lesa mér til um hann hér að ofan sem og á öðrum miðlum (misgáfulegum).

    Ljóst er að hér mættust lið sem vilja spila fótbolta. Það er því mikið áhyggjuefni ef Swansea er að koma á Anfield og leggja Liverpool nokkuð sannfærandi. Skiptir þá engu máli hver stjórnar eða spilar í treyjunum, krafan er sigur og ekkert annað, á móti hverjum sem er…

    Miðað við hvernig liðið hefur spilað undir stjórn Rodgers undanfarið þá verður maður að viðurkenna að úrslitin sem slík koma ekkert sérstaklega á óvart. Liðið hefur verið “up and down” síðan hann tók við. Eins og staðan er í dag þá er Liverpool með þokklegt 11 manna lið en breiddin er ekki slík að hægt sé að breyta svona miklu eins og fyrir þennan leik og ná fram góðum úrslitum.

    Persónulega er ég smeikur um framhaldið og hver veit nema maður þurfi að bíða fram á sumar eftir því að eitthvað gerist af viti í leikmannamálum. En ég ítreka það sem ég hef oftar en ekki sagt á síðunni að okkur skortir hraða leikmenn. Er ég þá helst að tala um sóknarlega…

    Eru menn með einhver nöfn á blaði sem hægt væri að senda þessum hamborgaraætum sem þykjast eiga Liverpool Football Club?

  42. Ég sagði það þegar að BR var ráðin í sumar að aðdáendur yrðu byrjaðir að syngja nafn Rafa Benitez eða Daglish og búnir að dusta rykið af “Yanks Out” skiltunum fyrir áramót. Það virðist vera byrjað og það er rétt komin nóvember enda hefur BR gengið töluvert ver en ég átti von á. Ofan á það þá eru þessir kanar og Ayre alveg úti á þekju hvað reksturinn á klúbbnum varðar og þá sérstaklega í leikmanna málum. Varðandi janúar þá á ég ekki von á því að neitt gerist hjá okkur í leikmannamálum þá því ég efast bara um að það séu neinir spennandi leikmenn sem hafi áhuga á að koma til Liverpool þá. Enda virðist Liverpool vera sökkvandi skip með stjóra sem að er ekki að valda þessu verkefni sem hann tók sér fyrir hendur. Eigendurnir eru svo metnaðarlausir kanar sem að hafa ekki skilning á því hvernig knattspyrnuheimurinn virkar og eru ekki tilbúnir til þess að gera það sem þarf til þess að rétta liðið við.

  43. Ég er ekki ánægður með að BR sé að gagnrýna leikmenn sína opinberlega eins og J. Cole núna og um daginn Downing. Ef hann hefur eitthvað við þá að segja þá kallar hann þá á fund til sín og hefur þetta inside mál. Ekki að koma í viðtöl og segja að hinn eða þessi hafi verið lélegur. Mér finnst þetta í raun til háborinnar skammar af stjóra liðsins.

    Svo er eitt annað, þetta er orðið sorglegt hvað liðið fær mörg mörk á sig. Ef þetta er varnarleikurinn sem BR ætlar að bjóða uppá á meðan hann er við stjórnvölinn þá erum við fucked!

  44. Það sem situr í mér eftir leikinn í gær er frammistaða Joe Cole. Ég var á sínum tíma mjög ánægður (ásamt fleiri aðdáendur og leikmenn LFC) með að Liverpool skildi hafa náð að stela honum á free transfer. Í dag veltir maður fyrir sér, hvað gerðist? hvað verður til þess að leikmaður fer á botn feril síns þegar hann á að vera á toppnum? Kewell kjarklausi fær ferilskrána sína hjá Liverpool til að líta vel út við hliðina á Cole. Er eitthvað í vatninu þarna á Anfield fer svona illa í Cole? er hann á sömu stöðum og á sama matseðli og Van der Meyde þarna í Liverpool borg?.

    Það sem er ekki síður sorglegt er að Cole er að fá 90.000 pund á viku á sama tíma og heimildir segja að Liverpool sé að fara bjóða Sterling 15.000 pund.
    Það sem er enn sorglegra er að samningurinn við Cole rennur ekki út fyrr en 2014.

    Það sem Joe Cole hefur náð að afreka á tæpri tveimur og hálfri leiktíð hjá Liverpool er að hafa leikið 24 leiki í deild og náð að skora í þeim 2 mörk. Erik Meijer skoraði 2 mörk í 24 leikjum fyrir Liverpool á tveimur leiktíðum!!.
    Það er e.t.v. enn furðulegra í öllu ferlinu þá fer leikmaðurinn í millitíðinni til Frakklands, leikur 42 leiki og skorar 9 mörk.

    Miðað við þau ummæli sem Rodgers lét flakka eftir leikinn er ljóst að Cole er ekki að fara fá mikið fleiri tækifæri með LFC og vonandi að hægt verði að lána hann út til þess að dekka hluta af launakostnaði hans. Maður hafði veika von að leikstíll Rodgers myndi henta Cole betur en sá fótbolti Hodgson og Dalglish lögðu upp með, en mér sýnist að sú von hafi aðeins verið tálsýn.

  45. Liverpool FC var ekki sfotnað í gær, þannig ég er ekki að skilja þegar menn eru að Sumir hér tala um að vera þolimæðir því það er verið að byggja upp, þori að veðja að það er hægt að gera finna nákvæmlega svoleiðis afsakanir á þessari síðu frá því hún var stofnuð,, jú jú það eru búnar að vera breytingar í þjálfaramálum og eigaendaskiptum en það er enginn afsökun. Liverpool á að vera í topp 5 klassa liðum, en því miður er það ekki að gerast í ár og verðum við vonandi inn í top 10.

    Liðið sem byrjaði í gær hefði á góðum degi alveg getað unnið þennan leik en því miður spiluðu þeir allir á 40% getu nema kannski Jones.

    Að tapa 3-1 er bara ekki ásættanlegt á heimavelli,, sama hvað keppnin heitir,, það á að leggja 100% metnað í alla leiki, ekki fela sig bakvið að þetta sé bara einhver lame bikar.

    Nú þurfa Liverpool menn og þar með BR að hisja upp um sig buxurnar og gefa allt í botn,, all inn í næstu leiki,, ekkert spara, og láta menn vita ef þeir spila ekki eins og menn þá fara þeir.

  46. Afskaplega er einkennilegt að eftir sigurleiki koma allir spenntir og bjartsýnir hingað inn en um leið og liðið tapar EINUM leik…þá er allt aftur ómögulegt. BR er ekki að valda verkefninu….alveg er ég viss um að Guardiola og Mourinho bíða spenntir eftir djobbinu og það er alveg gefið að þeir færa okkur titilinn. Þurfa jafnvel ekki einu sinni heilt tímabil til þess…þannig menn klára mótið bara í lok október. Og hvar eru Messi og Iniesta? Við vitum allir að þeir eru óðir í að koma til Liverpool og spila í Evrópudeildinni…þetta er bara metnaðarleysi hjá klúbbnum og BR.

    Í ALVÖRU??

    Eru bara til svona “stuðningsmenn”? Ég á bara svo erfitt með að trúa því að viti bornir menn hugsi svona í fullri alvöru? Er búið að spila FM aðeins of mikið?

    Ég er löngu kominn að þeirri niðurstöðu að það var ekki betri kostur í stöðunni í sumar en Brendan Rodgers. Auðvitað hefðum við viljað fá betri leikmenn í sumarglugganum en það gerðist bara ekki… get over it. Rodgers getur bara spilað á þeim mönnum sem hann hefur og þeir hafa bara staðið sig ágætlega í flestum tilfellum. Jújú liðið hefur tapað leikjum….átti enginn von á því kannski? Man U, Man C, Chelsea og öll hin liðin hafa tapað leikjum? Við vorum óheppnir á móti Man C og vorum rændir á móti Everton. Með þau stig værum við töluvert betur staddir.

    Að lokum…verum bjartsýn, lífið er einfaldlega auðveldara þannig.

    YNWA

  47. Eins og staðan er hjá klúbbnum núna þá er óraunhæft að geta keppt á öllum vígstöðum. Við erum einfaldlega ekki með nógu breiðan og góðan hóp til að ná langt í öllum keppnum. Við verðum einfaldlega að einbeita okkur að ná góðu sæti í deildinni allt annað er plús þessa leiktíðina. Viðurkenni samt að það er leiðinlegt að sjá okkur tapa hvað þá á heimavelli. Í dag eru 2 mánuðir í að leikmannaglugginn opnar.Við hljótum að lifa það af þangað til.

  48. virkaði að einhverjum ástæðum ekki að læka þennan á undan mér #52 þannig að ég kem með comment like í staðinn.

  49. Það er verið að byggja upp nýtt lið úr rústum Hodgsons og það tekur tíma, auðvitða á maður að stiðja liðið en meistaradeild á næsta ári væri mikil bjartsýni, þetta var vitað í sumar og af hverju ætti gengi liðsinns að koma á óvart núna.

    þolinmæði er dyggð, styðjum BR í uppbyggingunni. miðað við ungviðið í liðinu er björt framtíð þó nútíðin sé köld.

    JFT96 YNWA

  50. Eggjabikar eins og þessi keppni er í dag er tilvalin leið til að skoða menn sem eru á launum en fá lítið að spila. Ljóst er að Liverpool getur losað sig við fullt af mönnum í janúar og þá getum við kannski keypt tvo kjúklinga og eins og einn eða tvo reynda framherja takk fyrir.
    En ég hef sagt það áður, BR er að horfa til framtíðar, ég held að hann sé lítið að spá í stig og titla þetta árið. En ef hann fær frið þá verður kannski líflegra hér á spjalinu eftir 3-5 ár. Ef sumir hafa þolinmæði til að bíða svo lengi.

  51. Hef haldið með Liverpool í 40 ár og upplifað ýmislegt.
    Er alltaf jafnspenntur fyrir leik, stundum tekur liðið mitt mig upp í hæstu hæðir, stundum í flatlendi, aldrei í dimma dali.

    Eitt hef ég nóg af og það er þolinmæði. Ég veit að við munum ná enn einu blómaskeiði og ekki því síðasta. Ég vil sjá umgjörð klúbbsins batna og ég tel að hún fari batnandi. En burt séð frá því þá verða þessar klassísku 90 mínútur þessa fallega leiks alltaf það sem skiptir máli hverju sinni hvernig sem leikar fara.

    Lætur blóðið renna.

    Verð á Anfield á sunnudaginn. Hef ekki ennþá upplifað sigur þar svo búið ykkur undir erfiðan leik. Líkurnar eru þó með mér og klárlega rennur blóðið þær 90 mínútur.

    YNWA

  52. Hvernig væri að Gerrard dytti niður í Sweeper?

    Suarez – Sterling frammi

    Sahin – Allen – Shelvey á miðjunni

    Enrique Agger Skrtel Johnson í vörninni

    Gerrard í Beckenbauer stöðu

    Reina

  53. Æji Dalglish skeit bara í fyrra og keypti mesta rusl sem hann gat fengið á svo uppsprengdu verði að annað eins hefur ekki sést… En núna þarf bara að taka til eftir það rugl…

  54. Nr 54…comment like er líka mikið persónulegra 😉 Shows you really care…

  55. nr 55. “Það er verið að byggja upp nýtt lið úr rústum Hodgsons og það tekur tíma,”

    Kommon ertu að grínast? Svo ég vitni í eina grein af Telegraph: ”The volume of money wasted at Anfield since their last successful spending splurge in 2007 is horrifying. Five years ago, former manager Rafael Benítez signed Fernando Torres, Javier Mascherano and Martin Skrtel in the same calendar year in what represents the last successful sequence of purchases, but since then – with the exception of Glen Johnson, Suárez and last summer’s acquisition of Joe Allen, every major signing has been a failure.
    Robbie Keane (£20 million), Alberto Aquilani (£20 million), Downing (£20 million), Henderson (£18 million), Carroll (£35 million), Adam (£9 million) and Enrique (£7 million) form a rogues gallery, evidence of the most wasteful era of spending in Anfield and, perhaps, Premier League history.
    Cole, signed on a free transfer in 2010, cannot be excluded from this list given his extortionate wages”

    http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/9649282/Liverpool-will-bankroll-Brendan-Rodgers-after-his-patience-snaps.html

    Segðu mér nú eitt, hvernig í andskotanum ætlaru að kenna nokkurra mánuða stjórn Roy um þetta? Jú hann fékk Poulsen og Konchesky á eitthvað klink og fékk nákvæmlega það sem hann borgaði fyrir, lítið sem ekkert, Joe Cole skrifaði undir áður en Roy tók við og því getur hann ekki tekið ábyrgð á því. Skv Roy var hann búinn að senda menn og fylgjast með Suarez með því markmiði að kaupa hann í janúarglugganum, þeir sem eru hrifnir af honum geta þakkað Roy að einhverju leiti allavega, ég er reyndar ekki hrifinn af honum. Svo þú mátt endilega útskýra af hverju í andskotanum Roy er ennþá að fá skammir. Hann stóð sig skelfilega illa á vellinum með ekkert fjármagn, afsökun sem Rafa aðdáendur eru duglegir að nota, Dalglsih tók við og fékk pening og við erum enn að súpa seyðið af því.
    Núna er mér slétt sama um Roy og vona að hann komi aldrei nálægt klúbbnum aftur, en að ætla að kenna honum um það sem er í gangi í dag er fáránlegt, sama hvernig ég reyni ég get ekki fundið nein skynsamleg rök fyrir því að það sé honum að kenna að við séum með rándýra og hátt launaða leikmenn á bekknum sem geta ekki skít.

Byrjunarliðið komið

Uppboð Guðlaugs Victors fyrir Barnaspítalann – Treyja Daniel Agger