Það eru að sjálfsögðu mikil vonbrigði að vera dottin út úr fyrstu keppni þessa tímabils, deilarbikarinn er farinn út um gluggann og það þýðir bara akkúrat ekki neitt að grenja yfir einhverjum bónda sem kallar sig Björn. Ég verð að segja eins og er að mér fannst þessi leikur gegn Swansea ekki jafn hroðalegur og greinilega mörgum öðrum, vissulega var fyrri hálfleikurinn mjög slakur, en sá síðari allt annar enda búið að skipta kanónum inná fyrir kornungan strák annars vegar og svo Joe nokkurn Cole. En ég ætla mér ekki að fara út í neina greiningu á þeim leik, málið er einfalt í mínum huga, það er akkúrat ekki neitt svartnætti í gangi þrátt fyrir vond úrslit á miðvikudaginn. Ég ætla heldur ekki að reyna að halda því fram að ég sé eitthvað sáttur við að detta út úr keppninni. Þetta var jú ekki hæst skrifaði bikarinn, en bikar engu að síður og menn fundu það vel á síðasta tímabili hvað það er hrottalega gaman að vinna bikara, hvaða nöfnum sem þeir nú heita.
En nú snúum við okkur aftur að deildinni og þar er svo sannarlega margt að keppa um ennþá. Ég hálfpartinn vorkenni Brendan kallinum, hlutirnir eru svo langt frá því að falla með honum að það hálfa væri c.a. helmningi meira en hellingur. Það þýðir ekkert að syrgja það sem liðið er, en auðvitað horfa menn tilbaka á einstaka hluti, bæði mistök leikmanna og dómara. Það er jú bara partur af þessu öllu, þó svo að það breyti akkúrat ekki neinu í jöfnunni. En síðasta helgi sýndi okkur svo um munaði hvað er fáránlega stutt á milli hláturs og gráturs. Gott dæmi um þetta er að ef allt hefði verið eðlilegt, þá hefði munurinn á okkar mönnum og Arsenal verið aðeins 1 stig, þrátt fyrir þessa hörmungans byrjun okkar. En vegna tveggja skelfilegra ákvarðana hjá þeim sem sjá um dómgæsluna, þá er þessi munur heil 5 stig. En svona er þetta nú bara.
Mótherjar okkar á morgun eru Newcastle og í gegnum tíðina höfum við oft séð virkilega skemmtilega leiki á milli þessara liða. Talsverður uppgangur hefur verið hjá þeim rimlaklæddu og komu þeir mörgum á óvart á síðasta tímabili. Nokkur frábær kaup á leikmönnum sem fáir könnuðust við, hafa lyft þeim úr því að vera lið sem berst í neðri helmingi töflunnar, í það að vera bara virkilega sterkt lið sem berst um Evrópusæti. Þeir eru í svipuðum málum og við með það að þeir eru með öflugt byrjunarlið, en enga sérstaka breidd. Með öðrum orðum, bæði þessi lið munar mikið um það ef lykilmenn meiðast eða lenda í bönnum.
Það verður skarð fyrir skildi hjá þeim á morgun þar sem Cheick Tiote er í leikbanni og veikir það miðju þeirra talsvert að mínu mati. Hann er virkilega skemmtilegur leikmaður sem bindur vel saman vörn og miðju hjá þeim. Demba Ba varð fyrir lítilsháttar meiðslum í síðasta leik, en talið er að hann verði orðinn leikfær. Þar utan er það bara Ryan Taylor sem er fjarverandi. Þeir verða sem sagt með ansi öflugt lið. Í rauninni má segja að Newcastle hafi ekki farið neitt sérlega vel af stað í deildinni. Þeir hafa náð þremur sigrum og þeir komu allir á þeirra heimavelli. 2-1 gegn Spurs í fyrstu umferðinni, 1-0 gegn Norwich og svo núna um síðustu helgi, 2-1 gegn WBA þar sem þeir voru stálheppnir með sigurmarkið þegar 3 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þeir hafa reyndar bara tapað tveimur leikjum (Chelsea og Man.Utd) en gert jafntefli í 4 (A.Villa, Everton, Reading og Sunderland). Þannig að það sést vel á þessu að þeir hafa ekki verið á neinni fljúgandi siglingu frekar en okkar menn.
Newcastle hafa nú ekki verið að sækja mörg stig á Anfield undanfarin ár og vonandi verður engin breyting á því á morgun. Af síðustu 17 leikjum liðanna á Anfield í Úrvalsdeildinni hafa okkar menn unnið 15 og tvisvar hefur leik lokið með jafntefli. Í rauninni hafa Newcastle menn einungis skorað eitt mark í síðustu 6 leikjum sínum á Anfield, og í rauninni skoruðu þeir ekki einu sinni markið þar sem það var sjálfsmark hjá Daniel Agger á síðasta tímabili. Það verður engu að síður að hafa góðar gætur á þeim Demba Ba og Papiss Cisse á morgun, svo mikið er víst. En öll þessi tölfræði sem upptalin er hér að ofan mun ekki skipta nokkru einasta máli á morgun. Leikurinn hefst á því að 11 menn verða inná í hvoru liði og staðan 0-0. Aðeins það sem menn gera inni á vellinum þennan dag kemur til með að telja.
En að okkar mönnum. Lucas, Kelly og Borini frá vegna meiðsla og bæði Johnson og Pepe eru afar tæpir fyrir þennan leik. Brendan Rodgers útilokaði hvorugan þeirra síðast nefndu, en gaf manni samt ekki mikla von með þá kappana. Það mun klárlega veikja liðið ef þeir verða ekki klárir. Ég ætla því ekki að reikna með þeim í leikinn, en þetta verður þá direct replacement í báðum tilvikum. Jones mun sem sagt spila ef Pepe er ekki heill og Wisdom mun verða í hægri bakverðinum ef Glen er ekki klár. Ég er sem sagt á því að Enrique muni alltaf spila þennan leik við hliðina á Skrtel og Agger.
Joe Allen og Stevie verða að sjálfsögðu á sínum stað, þrátt fyrir að Joe hafi átt sinn slakasta leik í rauðu treyjunni í vikunni, en ég er í mestum vafa með þriðju miðjustöðuna. Mér finnst líklegast að Sahin verði settur inn aftur, þrátt fyrir dapra frammistöðu gegn Everton, en svo gæti líka alveg verið að Brendan myndi setja traust sitt á Jonjo. Ég er bara á því að það sé hrikalega öflugt að stilla upp Sahin í svona leik þar sem hann er afar duglegur að mæta inn í boxið í seinni bylgjuna. Svo gæti líka allt eins verið að Shelvey yrði inni í stöðunni sem Suso hefur verið að spila. En hvað um það, ég ætla að tippa á þetta lið:
Wisdom – Skrtel – Agger – Enqrique
Gerrard – Allen – Sahin
Suso – Suárez – Sterling
Á bekknum Reina, Carragher, Shelvey, Coates, Downing, Henderson, Assaidi.
Þetta er ekki flókið, þrjú stig gætu skilað okkur í efri helming deildarinnar í fyrsta skipti á tímabilinu. Mikið lifandis skelfing væri það nú góður áfangi, þó svo að hann sé nú ekkert svaðalega stór. Newcastle er þremur stigum yfir okkur og með sama markahlutfall, þannig að það er bara ekkert sem heitir í þessu, við verðum að vinna þennan leik. Það eru allir leikir mikilvægir og sami stigafjöldi fyrir hvern þeirra, en þetta er sannkallaður 6 stiga leikur eins og þeir eru stundum kallaðir. Ekki nóg með að við myndum bæta 3 stigum í safnið okkar með sigri, heldur höldum við Newcastle stigalausum um leið.
Ég er algjörlega handviss um að okkar menn koma með rétt hugarfar inn í leikinn og klári hann. Ég ætla að tippa á 3-1 sigur á Anfield og að við fáum að brosa aðeins næstu dagana. Luis Suárez mun áfram sýna það og sanna að þar fer maður með mestu hæfileikana í þessarri deild og hann mun setja eitt mark. Gerrard kemur svo með annað og ég ætla að tippa á að Agger setji það þriðja. Skíta 1-0 sigur myndi reyndar gleðja mig alveg jafn mikið, það er ekki það.
Koma svo, fulla ferð, allt í botn.
Flott upphitun.
Ég er sammála Steina og tippa á sigur okkar manna.
Oftar en ekki hafa viðureignir Liverpool og Newcastle verið skemmtilegar og þannig verður það líka á morgun.
2-0 ????
Það er eitthvað sem segir mér að við poolarar verðum ekki ánægðir með daginn á morgun 🙁 Þetta er allt saman að fara í sama farið, þ.e.a.s. umfjöllunin í kringum liðið er neikvæð, þjálfarinn er ósáttur við mannskapinn sem hann hefur og dómgæslan hefur ekki verið okkur í hag! Liverpool er alltaf að sækja upp brekkuna á meðan hin liðin sigla lygnan sjó og fá oft meðbyr!
Newcastle er með gott lið og það ber að vara sig á öllum bjartsýnis spám, það er búið að sýna sig uppá síðkastið að Anfield er ekki sama virki og þetta var þannig að nú eru klúbbar farnir að mæta með því hugarfari að geta náð sér í stig þarna sem er eitthvað sem ekki var uppá teningnum þegar best lét.
En burt séð frá því öllu saman þá vona ég að við fáum skemmtilegan leik og okkar menn sýni nú að við eigum skilið að vera í baráttu um evrópusæti í vor 😉
Eins og mér finnst Suso vera skemmtilegur leikmaður þá hefur ekki sýnt neitt í þessari stöðu, ég vil sjá Gerrard, Suarez og Sterling leiða sóknina og vera með Allen, Shelvey og Sahin á miðjunni.
Gerrard er góður að klára færin sín og hann linkar vel með Suarez.
Frábær upphitun!! Ég vona svo innilega að Sahin verði á miðjunni framyfir Shelvey. Ég held hreinlega að ég sé eini Púllarinn á landinu sem er ekki með stál í brók yfir Jonjo….finst hann allt of hægur og er alltaf leitandi að skotinu.
En ég ætlaði nú ekki að drepa þetta niður…KOMA SVO!!!!
Ein spurning… Var spjaldið sem suárez fékk á móti Svanse ekki að tryggja honum frí á morgun??
Sælir félagar
Fantafín upphitun og hafi SSteinn þökk fyrir. Þetta verður skemmtilegur amk. 5 marka leikur. Að öllum líkindum fer hann 3 – 2 eða 2 – 3 en gæti þó farið í 4 – 3 eða 3 – 4. Hvað veit maður svo sem en ég ætla að tippa á heimasigur 4 – 3.
Það er nú þannig
YNWA
eins gott að hann standi við þetta http://www.433.is/frettir/england/rodgers-faer-fjarmuni-til-leikmannakaupa/
en við vinnum þennan leik 3-1
Jones
Wisdom – Skrtel – Agger – Enqrique
Gerrard – Allen – Sahin
Suso – Suárez – Sterling frábært lið sem tekur þennan leik
00 limur
!!
Ég sé okkur ekki vinna þennan leik seinustu leikir hafa sýnt okkur að menn eru að missa trúnna hættir að spila á milli sýn og stjórna leikjum og farnir meira í að reyna bara að dúndra sendingum fram spái því að við töpum þessum leik 1-3.
Tottenham tapar fyrir Wigan á heimavelli og Everton með jafntefli. Það væri frábært að vinna þennan leik á morgun og þá eru einungis 4 stig í 4 sætið sem er ótrúlegt miðað við byrjunina á mótinu.
Hahaha… eruð þið að sjá úrslitin eftir hádegi í dag? Þetta er nú alveg til þess að gera leikinn á morgun þeim mun mikilvægari.
Mun ekki sjá leikinn en voðalega vona ég að leikurinn fari eins og upphitunin kveður á um 🙂
Frábær urslit i dag og nu verða okkar menn að nyta ser það en ekki kluðra þvi eins og svo oft aður.
Skitsama hvernig fer ætla bara að spa okkur þrem stigum og allir sattir 🙂
Við töpum þessum leik líklega eins og öllum öðrum heimaleikjum.. 0-2, Ba og Ba.
Þetta verður gríðarlega erfiður leikur. Það sem af er keppninni hefur Liverpool fengið 10 stig í 9 leikjum. Það er afar ásættanlegt að mati BR og ameríkananna, enda þarf mun meiri tíma til þess að kynna tiki taka hugmyndafræði og leikskipulag BR en allra annara stjóra í úrvaldsdeildinni. Sú hugmyndafræði sigrar að lokum. Hingað til höfum við bara verið óheppnir.
Nú er eftir að spila 11 leiki til áramóta. 12 – 14 stig úr þeim leikjum verður frábær árangur því Liverpool má ekki falla. Þá verður ekkert stress. Við munum ekki FALLA.
Það verður rosalegt ef við náum þremur stigum á morgun í því runni sem er ahed. Það mundi létta á spennunni. Spái samt 2-2 á morgun sem er afar ásættanlegt.
Skíthræddur við Wisdom og Enrique sem bakverðir, væri til í að sjá 3-5-2 kerfi
Suarez Sterling
Downing Sahin Gerrard Allen Henderson
Agger Coates Skrtel
Jones
Flott upphitun. Ég er sammála Steina, lúmskt bjartsýnn fyrir morgundaginn, ekki síst þar sem Newcastle gengur yfirleitt alltaf illa á Anfield.
Já og úrslit dagsins voru frábær. Við erum miklu nær því að vera í baráttu við Arsenal, Tottenham, Everton og Newcastle heldur en United, City eða Chelsea. Að geta komist nær 4. sætinu á morgun væri frábært og í ljósi þess að næsti deildarleikur er úti gegn Chelsea veeeeerðum við að ná í 3 stig á morgun.
Ég hlakka til.
Sammála njósnara hennar hátignar nr. 3. Ég vil frekar sjá Gerrard – Suarez – Sterling frammi og Shelvey – Allen – Sahin á miðjunni.
Væri gaman að sjá sigur en ég óttast að Newcastle ljúki meim Anfield álögum á morgun sem á þeim hvílir og vinni leikinn 2-1.
Það sem fær mig til að spá þessu er einföld skýring. Leikmannahópirinn er þunnskipaður og stíf dagskrá. Þar sem BR seldi umfram kaup í sumar hefur lítið verið hægt að hvíla menn og mun vera viss þreyta í hópnum. Ef mig misminnir ekki að þá spiluðum við gegn Swansea á moðvikudag, Newcastle á morgun og svo Anzhi á fimmtudag. Ef Suarez dettur út erum við í vandræðum. Svo einfalt er það.
Ba og Cisse verða okkur erfiðir á morgun.
Ég myndi vilja hafa þetta svona á morgun:
Jones
Wisdom - Agger - Skrtel - Enrique
Sahin - Allen
Suso
Gerrard - Suarez - Assaidi
Svo koma Sterling og Shelvey sterkir inn í seinni hálfleik og gera allt vitlaust.
YNWA
Spái Hörkuleik 2-2
Luis Suárez has either scored or assisted 80% of Liverpool’s league goals this season (excluding own goals)
Nr 14…Kaldhædninni er smurt ansi duglega hjà thér
Nr 21…svo vilja sumir selja Suarez…
Reina, Babbel, Carragher, Hyppia, Johnson, Hamann, Alonso, Gerrard, Fowler, Torres, Suarez.
Svona myndi capteinninn vilja sjá þetta, gæti alveg verið sammála honum.
Skrimmta til áramóta – taka upp veskið í jan og kaupa nokkra leikmenn.
Annað er ekki í boði í stöðunni
ynwa
Fara bara að hitta á markið og nýta hornspyrnur og svona yfirleitt að skjóta sama í hvaða stöðu menn spila og KOMA SVO,,, FARA Í GANG, ANDS$#”#$ HAFI ÞAÐ.
Góðan daginn Poolarar nær og fjær. Ég er að nota sopcast til að horfa á flesta leiki en núna þegar ég er að leita mér að góðum link eru flestir linkarnir Torrent fælar, getur einhver sagt mér hvernig maður opnar þessa torrent linka, er það í gegnum sopcastið eða notar maður forrit eins og uTorrent til að geta horft, ef já hvernig fer maður að í þeim efnum.
Afsakið þráðrán, áfram liverpool, við tökum þetta í dag.
Koma svoooo!!!
Tómas
Notaðu “wiziwig.com” og þar geturðu filterað út alla sopcast útsendingar. Þekki ekki hvernig þessar torrent síður virka, en sopcast klikkar ekki.
Kv.Einar
# 26 Þú notar forrit sem heitir torrent stream:
http://torrentstream.info/#/install
Pétur nr2 brendan rodgers er síður en svo óánægdur med hópinn. Þvert á móti er hann virkilega ánægdur med þá leikmenn sem hann hefur. Honum finnst bara vanta meiri breidd og þá sérstaklega í framlínuna. Bara einsog talað útur minu hjarta. Mer finnst liðið af staðið sig með sómanum.
Takk fyrir Einar Örn og Karl Ásgeir fyrir að svara, náði mér í þennan Ts player og hann er að gera góða hluti.
Nú má leikurinn fara að byrja, Suarez með þrennu í 3-1 sigri.
Missi af leiknum en vonandi stíga einhverjir upp í sóknarleiknum. Trúi ekki öðru en að einhver í liðinu hafi gaman að skora annar en Suarez