Byrjunarliðið gegn Young Boys

Þá er það komið hverjir eiga að sigra Úngu dreingina frá Bern…

Reina

Wisdom – Skrtel – Carragher – Downing

Sahin – Cple – Henderson

Suso – Shelvey – Assaidi

Bekkur:Jones, Enrique, Gerrard, Coates, Sterling, Allen, Suarez.

Það er ljóst eftir öruggan sigur 2-0 Anji á Udinese í Moskvu í kvöld að sigur okkar manna í kvöld myndi tryggja okkur inn í 32ja liða úrslit keppninnar.

KOMA SVO!!!!!!!!!

79 Comments

  1. Ég ætla að spá því að Joe Cole nokkur muni skora 1 mark og leggja upp annað og verða maður leiksins í kvöld, Shelvey og Suso skora hin 2 í 4-0 sigri.

  2. Ætla spá að Cple skori, maður er búin að bíða of lengi eftir Cole. Maður er hættur að bíða eftir að Cole vakni.

  3. Já …. flábælt byrjunarlið … alveg spurning að leggja sig í fyrri hálfleik og kíkja svo á seinni þegar Gerrard og Suarez koma og bjarga oss 🙂

    Ég meina Downing og Cole … Ojæja hann verður víst að viðra hundinn svo einhver sjái og fái e.t.v. á huga á í láni í janúar.

    Gvuð blessi Anfield.

  4. Cole á ekki skilið að byrja þennan leik senda hann aftur till frakklands

  5. Joe Cole náðist í nærmynd. Hann var ekki með boltann eða ógnandi.
    Fleira markvert ekki gerst.

  6. Cple bara búinn að vera fínn þessar 15 min sem liðnar eru af leiknum

  7. AAaAaaaaahhHenderson! Frábær sending hjá Shelvey en þetta á Hendo að klára!

  8. Það þarf að kenna Henderson að nýta færin sín. Held að hann þurfi að tala við sálfræðing eða eitthvað strákinn skortir allt sjálfstraust fyrir framan markið. Ef þetta hefði t.d verið Shelvey eða Suarez væri staðan 1-0 núna.

  9. Flott, vel spilað hjá miðjumannasókninni og gott slútt hjá Shelvey.

  10. Þetta er bara veisla eftir að Stevie G kom inn á.

    Setja tvö í viðbót á þá núna á meðan þeir eru óöruggir. Klára þetta.

  11. Cole er bara fínn það sem af er leiknum, er að leggja sig fram, það er ekki hægt að fara fram á meira. Hann á eftir að setja eitt stykki , er nú þegar komin með eina stoðsendingu.

  12. af hverju eru samt allir svona lélegir í að klára færin sín? ótrúlega flott spil hægri vinstri og alltaf(oftast) klúðrast lokahnykkurinn 🙁

  13. Þetta bakvarðarpar sem er inná í auknablikinu er sennilega eitt það dýrasta í boltanum í dag ; )

  14. Sport en opið hér 😀 Ungir strákar frekar sprækir í þessum leik

  15. Mér finnst þetta vera búið að vera þæginlegur fyrri hálf leikur, allavega Liverpool bara búnir að vera þéttir. En það er eitt sem ég skil ekki með þennan Sahin gaur, var hann í alvöru besti leikmaður þýsku deildarinnar fyrir 2 árum? Ég svosem hef ekkert út á hann að setja þannig séð, bara finnst að þannig gaur ætti að standa eithvað smá uppúr í svona leik en ég svosem veit ekki margt.

    Fokking pirrandi samt þegar Reina stökk út í eithverja fyrirgjöf og kíldi boltann og lenti svona á ennþá hættulegri stað inní teig, mér fannst Jones einhvernveginn þæginlegri í markinu… en ég veit ekki margt.

  16. eigum að vera 4-5:1 yfir ef allt væri eðlilegt, verst bara að Liverpool-liðið er allt annað en eðlilegt

  17. Þegar Suarez kemur inná líður manni eins og Maradona sé í liðinu manns.

  18. Væri gaman að sjá Enrique inná en Downing samt ennþá í bakverðinum… það væri skýr skilaboð!

  19. Hvar eru allir Liverpoolmennirnir í hornspyrnum, þetta er bara tímasóun hjá okkur þessar spyrnur. Carroll heim.

  20. Coates- Carragher, Skrte, 3 manna vörn á heimavelli og spara þessa dýru bakvörðum okkar

  21. Hver er þessi maður? Ekki það að mótherjinn sé góður í vörn en þetta er held ég bara í fyrsta skipti frá því hann kom til okkar sem hann er að vinna fyrir laununum sínum!

  22. Hvort verður Cple eða Cole valinn maður leiksins? eða báðir besti og næst besti .-)

  23. Bara sáttur við Cole í kvöld! Var stirður til að byrja með en vinnusamur og auga fyrir holum og koma sér í færi. Skilaði flottu marki!

  24. Virkilega flott mark og vonandi það sem koma skal hjá Cole, hann skuldar okkur vinnuframlag!

  25. Gerrard er stórhættulegur á miðjunni. Hann hleypur aldrei tilbaka með manninum sínum.

  26. Aumingja Cple, loksins þegar hann getur eitthvað þá fær hann nafnabreytingu !

    YNWA !

  27. Miðjan hjá Liverpool er ömurleg að verjast. Það nennir enginn að hlaupa tilbaka. Ekki von að andstæðingar skora ef þeir komast yfir miðju. Sahin er einn á móti 2 trekk í trekk í þessum leik.

  28. Alveg ótrúlegt helvíti hvað glötuð færi fara alltaf með leikina þarna!

  29. Þetta er eitt lélegasta Liverpool lið sem ég hef séð síðan ég byrjaði að halda með Liverpool…

    Hvernig væri að hafa Gerrard bara heima, hann er augljóslega engann veginn að nenna þessu…

  30. Það hefði verið of gott fyrir Liverpool að sjá boltann fara inn í markið í seinasta færinu.

    Fáránlegt hvernig mörk við fengum á okkur, tvö gullfalleg mörk frá þeim eftir að vinna boltann frá sóknarmönnunum okkar og komast létt upp frá miðju og klára í skyndisókn.

  31. Jæja ég hef þá loksins náð því gegnum þennan þykka haus að EKKI TIPPA A FOKKNIG LIVERPOOL !! Helvitis fokking fokk !! Eru á Anfield sem á að vera svo rosalegur völlur fyrir lið að koma á , en er það samt svo engan veginn ennþá. Þurfum að setja Gerrard, Suarez og Sterling inn á og ekki nó með það þá vinnum við EKKI !! Jesus hvað þetta dregur mann niður andlega. Þakka nú samt guði fyrir að vera ekki líka þunnur núna , þá fyrst væri þetta búið !

  32. Getum við ekki selt Reina til Chealski? Hann hefur ekkert sjálstraust lengur og mundi sennilega sóma sér vel með Torres.

  33. Fæ alltaf smá kjánahroll þegar ég kíki á þesa síðu eftir tapleiki.

    2012
    ennþá að nota “helvítis fokking fokk”

  34. Þetta var hörkufínn leikur en nokkur mistök kostuðu sigurinn. Þarf að bæta miðjuna, eigum fullt af mönnum í það. Sleppa Henderson framvegis í bakverði og fara huga að nýjum markmanni. Maður verður bjartsýnn þegar fleiri og fleiri eru að spila vel. Shelvey, Suso, Henderson, Cole, Allen og bráðum Lucas eru að fara mynda þokkalega fína miðju. Gerrard þarf nú að fara passa sig.

Rafa Benítez er nýr knattspyrnustjóri Chelsea (staðfest)!

Liverpool 2 – Young Boys 2