Liðið gegn Stoke er komið og það er óbreytt frá síðasta leik:
Reina
Johnson – Skrtel – Agger – Enrique
Gerrard – Lucas – Shelvey
Downing – Suarez – Suso
Bekkur: Jones, Carragher, Coates, Henderson, Allen, Joe Cole, Sterling.
Það er athyglisvert að sjá Suso og Shelvey halda sætum sínum í liðinu á kostnað Allen og Sterling. Samt, þetta gefur ákveðin skilaboð. Það eru fáir með öruggt sæti í liðinu og menn geta spilað sig inn í byrjunarliðið.
Lið Stoke er sem hér segir:
Begovic
Cameron – Shawcross – Huth – Wilkinson
Kightly – Nzonzi – Whelan – Etherington
Walters – Jones
Bekkur: Sorensen, Upson, Shotton, Adam, Crouch, Jerome, Whiteheat.
Ekki á leikskýrslu: Michael Owen.
Gangi okkur vel gegn þessu liði.
Slátrum þeim, 0-3 suso,downing og suarez
Hahahaha, Júdas ekki á leikskýrslu. Hefði mátt rífa meiri kjaft í blöðunum. Gott á hann. Þetta verður samt mökkleiðinlegt 0-0 jafntefli.
Stoke fær rautt spjald en við náum samt ekki að klára þennan leik.
Fokking Stoke!
Ég er ósammála með liðsuppstillinguna hjá Stoke, ég held að þeir eigi eftir að liggja mun aftar á vellinum.
Scum grísar á sigur, city tapar, everton og Spurs vinna. Allt vond úrslit. Við að spila rugby við Djók. Tapið er skrifað í skýin….
hahaha víti á fyrstu sekúndunum! hvað er að gerast? 🙂
JÓLAKRAFTAVERK. LIVERPOOL VÍTI. ÞAÐ ER TIL GUÐ EFTIR ALLT SAMAN.
GERRRRRRARD!
VÍTI!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!OG VIÐ SKORUÐUM….KRAFTAVERK
HVAÐ ER AÐ SKE??????? hvernig getur verið dæmt víti? hvað er aftur víti?
Á dauða mínum átti ég von….
Webb er ekkert svo slæmur …
Gleðileg Jól 🙂
Tvö gul á Stoke á fyrstu 3 mín. Webb greinilega búinn að átta sig á hvernig Stoke spilar.
Hversu lélegur varnarleikur var þetta!!! Djö****
eru þið með stream á leikinn
ja hérna.
Ég get ekki að því gert, en mér finnst Skrtel allt of oft líta illa út þegar við fáum mörk á okkur. Þess á milli er hann reyndar skruggu góður.
Sopcast channel 6816
http://www.livefootballol.tv/streaming/epl/week-19-stoke-liverpool-26-12-2012.html
YES – linkurinn er að virka mjög vel hjá mér.
Þarft reyndar að vera með Sopcast.
Jæja, þá er þetta búið
Agger 2m fyrir aftan Jones sem fær frían skalla og skorar. Þessi vörn er ekki hægt.
Þetta er alveg með ólíkindum þetta lið. Alltaf þarf það að valda manni jafn miklum vonbrigðum…..
Líkurnar á að Stoke fái á sig 3 mörk á heimavelli eru ansi litlar.
http://atdhenet.tv/57884/watch-stoke-vs-liverpool mjög gott stream!
Vörnin omg 🙁
Þetta er ekki búið enn.
Stoke – 25 stig 15 – 13
Og nú búið að skora 2 gegn Liv á nokkrum mín – eru menn enn i poolý-önnuleik
hvernig væri nú einu sinni að spyrja að fucking-leikslokum??!!
Reynum að vera smá jákvæðir, fullt eftir af leiknum
Við erum ekki að spila 4-3-3 frekar en í síðasta leik.
Hvar er vinur minn hann Coates??
Óþolandi þessi vörn okkar. Og Coates getur ekki blautann. Ekki frekar en restin af varnarmönnum Liverpool. Það sem þarf eru grjótharðir naglar gefa sig aldrei. Þetta er enski boltinn en ekki eitthvað helvítis meginlandsdútl. Árangursrík vörn í ensku úrvalsdeildinni byggir á stöðugleika, stöðugleika og stöðugleika.
Djöfull er erfitt að vera jákvæður. Djöfullinn.
Ég hef ekki áhyggjur enn þá. Stoke eru búinir að vera þvílíkt duglegir og pressa boltann út um allan völl. Ekki séns að þeir haldi út á þessu tempói. Spái að Suarez setji tvö í seinni.
Væri gaman ef menn gætu vandað sendingar
Slaka á, slaka á, 45 mínútur eftir.
Hvaða taktík er þetta hjá R að vera ekki með menn á línunni í hornum. Eins og áður eru alltof margir farþegar í þessu liði.
Er ekki kominn tími á að Carra komist í byrjunarliðið. Vörnin drasl á þessu tímabili. Carra er bestur í svona leiki.
Ótrúlegt að fá víti og sjá mark koma út úr því!!
Núna er bara að vinna til baka eins og á mót west ham, það er vel hægt því við erum með miklu betur spilandi lið og ég treysti á BR að hann leggi upp seinni hálfleikinn rétt.
Koma svo…halda áfram. ….
4-3 fyrir Liverpool!!
Furðulegur leikur svo ekki sé meira sagt. Seinna markið ömurlegur varnarleikur af okkar hálfu en fyrra markið meira helvítis óheppni, þar sem Skrölti hrasar. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við getum sett tvö til þrjú kvikindi á þá í seinni leik. Við erum sko ekki að spila við fucking Barcelona!
Þessir þungu leikmenn Stoke halda ekki út svona pressu í seinni hálfleik, hef enga trú á því. Fyrirfram hefði ég verið sáttur við 1 stig úr þessum leik en nú vil ég 3 stig! Koma svo LFC!!
út með shelvey og suso inn á með allen og sterling þá eigum við kannski séns og upp með gerrard meira ruglið að sóa hans hæfileikum svona aftarlega!!!!
þvílík skita er þetta LFC lið, vandræðalegt!
Næsta leik takk….
Pepe Reina getur ekki RASSGAT
Algjört klúður að nota ekki Coates í svona eik.
vörnin með drullu uppá hnakka
og endurtekning á hörmunginni á móti aston villa. 🙁 Mér sýnist Liverpool þurfa að leita sér að varnarmanni líka í janúarglugganum. Skelfilegur varnarleikur enn einn leikinn.
Tactical snillingurinn Tony Pulis er búinn að taka BR í ra**gatið í þessum leik. Kæfir allar hugmyndir BR í fæðingu. Spurning um að fá hann bara í staðinn fyrir BR eftir leik.
Klárt að menn hafa ekki verið að vinna heimavinnuna sína yfir jólin. Tvö mörk úr föstu leikatriðum. Tvö mörk eftir háar sendingar og flikk. Er eitthvað í leik Stoke að koma leikmönnum LFC á óvart?
Þetta fótboltalið er bara brandari,ekki hlægilegur heldur grátlegur brandari!!!
Við þurfum ekkert næsta leik þurfum bara januar gluggan og gera eh almennileg kaup ,sturridge og ince eru ekki að fara bjarga Liverpool frá þessari skitu sem er í gangi þessa dagana
góðir markmenn vinna leiki – vinna stig – þetta átti PR að verja svo einfalt er það – liv er ekki í dag með markmann sem er einn af 10 bestu í deildinni – það er bara þannig.
Jæja,
Henderson búinn að greiða sér. Þá geta Stoke liðar byrjað að skjálfa.
Ég held við Liverpool stuðningsmenn verðum bara að taka því að liðið, eins og það er í dag, er gríðarlega óstöðugt. Sumum finnst það örugglega ótrúlegt en leikmenn eru ennþá að læra inn á kerfið og hvernig á að nýta það gegn mismunandi uppsettum liðum. Tímabilið verður áfram svona upp og niður. Það þýðir allavega lítið að hrósa liðinu í hásterkt eftir einn leikinn og rífa það niður eftir þann næsta. Uppbyggingin ennþá í gangi, hún er ekki búin eftir einn góðan leik á móti Fulham eða einn slæman á móti Stoke.
Er það ekki smá “reality check” þegar stoke er að outclass Liverpool í tactical approach í þessum leik. Shit maður. Þarf eitthvað að mótivera leikmenn í svona baráttu gegn svona óg….liði ?
Er ég alveg einn um það að finnast Shelvey búinn að vera alveg AFLEITUR.
Skelfilegar móttökur, skelfilegar ákvarðanir í sókninni og er bara búinn að missa boltann fullmikið…
Á sama tíma fannst mér Suso komast vel frá sínu, en samt er hann tekinn útaf í hálfleik.
Ég legg til að Liverpool klúbburinn á Íslandi safni fyrir ALVÖRU takkaskóm fyrir Skrtel og Henderson, eða bara allt liðið. Sumir þarna inná vellinum eru að því er virðist í ballerínuskóm.
Þessi pulis þarf virkilega að fá gott kjaftshögg!
Eru menn að gera sér grein fyrir því að síðan Villa tók okkar menn í ósmurt … Á Anfield. Þá er búinn að vera 15-0 viðsnúningur hjá þeim ! Tilviljun eða er Villa bara svona hrikalega lélegt lið !
53: legg til að þau verði fleiri en eitt!
Í guðanna bænum maður, er BR búin að banna að leikmenn megi skjóta á mark andstæðingana fyrir utan teig ?
Hvernig stendur á því að Stoke-arar eru svona miklu grimmari á alla bolta?? Það er eiginlega alveg sama hvar er litið á völlinn, það eru í yfir 90% tilfella fleiri Stoketreyjur í mynd!!!
Þeir pressa betur, þeir verjast betur, þeir sækja betur, þeir skora meira!!! Mikið getur þetta verið undarleg íþrótt á stundum.
Það verður bara að viðurkennast að Stoke er bara að spila betri bolta í dag.Pressa út um allan völl og gefa sig 110 % í leikinn. Það verður ekki sagt um Liverpool.
Þetta er mjög erfiður útivöllur og ekki mörg lið sem ríða feitum hesti frá heimsóknum sínum til Stoke. En að láta þá skora 3 mörk á sig gengur bara ekki upp.
Það er ákaflega erfitt að vera stuðningsmaður Liverpool í dag.
Fjarlægjumst 4. sætið meir og meir……………. og mikið sammála #49 með óstöðugleikann, það vantar allan stöðuleika í liðið! Reyndar hefur okkur ekkert gengið of vel á móti Stoke síðustu misserin og nú er bara vona það besta í næst leik á móti QPR.
Boltinn fer ekki nógu mikið í gegnum Gerrard. Boltinn á ALLTAF að fara í gegnum Gerrard.
Djöfulsins skelfing er að horfa á þetta. Gjörsamlega óþolandi að horfa á fxxxxxx Stoke berja allt baráttuþrek úr mönnum!! Liverpool saga er að verða að einhverju cautionary tale hvernig á ekki að byggja upp lið. Það eru líkamlegir verkir með því að horfa á hvað Liverpool getur sokkið langt undir meðalmennskuna. 🙁
Brendan er excelskjal án ástríðu
Liðið fær engan tíma og ekkert pláss. Stoke eru að gera þetta vel og Liverpool að sama skapi ekki að gera það sem þeir eiga að gera. Ef lið pressar út um allan völl þá þarf liðið sem er undir pressu að sama skapi að vera út um allan völl til að finna svæði og hlaupa sig lausa.
Við erum bara algjörlega ráðlausir í sóknarleik okkar. Við sækjum bara sem einstaklingar, ekki sem lið og liðið veit aldrei hvað maðurinn með boltann ætlar að gera ! ! Algjörlega ömurlegt, mér er sama hvaða helvítis völlur þetta er, þó við værum að spila leik á Júpiter við ættum samt að vinna. Þetta er bara fótboltavöllur.
úfff…..aumingja Kristján Atli að þurfa að skrifa leikskýrslu á eftir
Þvílíkt andsk…. andleysi, ekki einu sinni tæklingar og barátta. Alger doði og menn verða að fara að sætta sig við miðjumoð árið 2013, og líklega næstu árin á eftir, með eða án Sturridge eða annarra miðlungsleikmannakaupa. Stoke er bara ekki lengur joke.
Mér finnst liðið mjög stöðugt,á neikvæðan hátt.
Guð blessi þann sem þarf að skrifa leikskýsrlu um leikinn. Fowler veri með þér allan tímann.
Við ættum að nappa fittness þjálfaranum frá Stoke. Þeir eru búnir að vera á fullu allan leikinn, þessir stóru skrokkar.
Eigum ekki séns í þetta í dag, því miður.
Þá er það að einbeita sér að leiknum á Loftus Road.
Mér er það algjörlega fyrirmunað skilja að Jonjo skildi ekki vera fyrsta skipting hjá BR. Bara VARAMAÐUR, EKKERT ANNAÐ.
Segir þetta ekki allt sem segja þarf og hvernig staðan er á liðinu i dag ………….
“This time last year Liverpool were nine points better off and only two points off the top-four. Failing to see the improvement…”
Var Suarez ekki haltrandi síðustu 30mín?
Fokk hvað ég hata að tapa á móti þessu liði!!
Rogers er ekki með þetta það þíðir ekki að tala um að gefa séns þegar kóngurinn fékk ekki séns annan stjóra áður en þetta verður enn vandræðalegra það eru ekki leikmenn í janúarglugga að fara bjarga neinu þegar það er ekki hægt að mótivera liðið nema annan hvern leik og allt á móti liðum sem hafa lélegri hóp en LFC
Stoke spiluðu og börðust i 94 mín, Liverpool hættu eftir 1 mín
Enginn barátta bara bull ekki sáttur við mína menn núna
Ojj bara … hef ekkert meira að segja en það að menn verða að gyrða sig í brók fyrir næsta leik.
Ekki vil ég vera mikið að nöldra,en ef þið vitið það ekki þá er statistikin hjá Rogers orðin jafnléleg og hjá Hodgson. Og svo voru Stoke bara ekkert leiðinlegir í kvöld,voru einfaldlega fljótari á boltann og spila einfalt og direkt og það virkaði í þessum leik.
Miðlungsliðs-frammistaða hjá … tja… miðlungsliði. Er ekki að sjá ein eða tvö kaup í janúa breyta neinu stórkostlegu. Kannski er ég að drepast úr neikvæðni, en þessi mannskapur er aldrei að fara að skila okkur nálægt 4. sætinu.
Liðsstyrkur er rétt handan við hornið, það er einungis hægt að dæma stjórana af þeim leikmönnum sem þeir koma inn með. Brendan fékk lítinn pening að vinna úr í sumar og náttúrulega fáránleg óheppni að Borini fótbrotnaði eftir 3 leiki eða eitthvað. Vonandi fær hann eitthvað meira heldur en Sturridge og Ince núna í Janúar en þeir 2 ættu þó allavega að bæta liðið nógu mikið til að það fari ekki að hitna undir kallinum.
Taktískur sigur hjá Stoke staðreynd!Það er ekki nóg að segjast ætla að spila tíkitaka fótbolta og láta svo STOKE valta yfir sig á ÖLLUM sviðum.Ég ætla að leyfa mér að vera hundfúll út í þennan stjóra en tek samt ekki svo djúpt í árinni að það eigi að reka hann en menn verða að fara að læra af mistökunum.Aston Villa leikurinn átti að vera nóg til að taka sig saman í andlitinu.Úff vona að þetta smelli á nýju ári.Áfram Brendan
Afram LIVERPOOL!
@80 Hvorki Borini né sturridge hefðu getað breytt þessum leik í sigur,
þetta var algerlega Brendan Rodgers að kenna, illa sett upp hjá honum og það vita allir hvernig stoke spila, afhverju var ekki búið að undirbúa liðið undir þennan leik?
Bulllið í skraddara keisarans um tiki taki, bolta eins og Barcelona spilar, og hirðin keypti bullið skarddaranum. Nei burt með bullukollinn Brendan Rodgers.
Þetta er bara algjört rugl enda sýnir tölfræðin þetta allt saman! Þvílíkt rugl!!!Liðið verður aldrei til einhverja frægðar með BR nema þá til að sýna hvað þetta var og er lélegasta liðið ever! Hey mannskapurinn er að spila fyrir LIVERPOOL!!!! Ekki fyrir 3eða4 deildar lið! <fuck hvað ég er ósáttur með þetta.Gert stólpagrín að LIVERPOOL!!C´mmon!!!