Byrjunarliðið gegn Manchester United er komið og það er sem hér segir:
Reina
Wisdom – Skrtel – Agger – Johnson
Gerrard – Lucas – Allen
Downing – Suarez – Sterling
Bekkur: Jones, Carragher, Robinson, Shelvey, Henderson, Borini, Sturridge.
Það er tvennt óvænt í þessu liði. Fyrst, þá er nýi framherjinn á bekknum og Rodgers er eflaust að hugsa með sér að sleppa honum lausum á þreytta vörn United snemma í seinni hálfleik. Allt í lagi. Hitt er svo að Henderson skuli ekki byrja en menn töldu það mjög líklegt eftir góða spilamennsku undanfarið. En Rodgers ber mikið traust til Joe Allen. Við vonum að það traust verði endurgreitt í dag.
Já, og gaman að sjá Fabio Borini á bekknum. Velkominn aftur til starfa, Fabio.
Þetta lið er á leiðinni í stríð. Koma svo, áfram Liverpool!
Sterling hefur ekki verið jafn góður og hann var í byrjun tímabils, hann hefði átt að byrja á bekknum í dag, bæði vegna þess að hann er ungur og þarfnast hvíldar og ég einfaldlega held að þessi leikur sé of mikið fyrir hann í dag andlega og líkamlega. Sturridge hefði átt að byrja á kostnað hans. Síðan finnst mér ótrúlegt alveg að Allen sé að byrja á kostnað Henderson. Allen er búin að vera slakur síðustu mánuði á meðan Henderson er alltaf að spila betur og betur. Ég er hrikalega svekktur með þetta og ég vona svo innilega að BR sé ekki að gera stór mistök hér.
Hvar er gott site til að horfa á þetta á netinu ?
Ég er í minnihluta en mér finnst Joe Allen búinn að vera solid leikmaður fyrir Liverpool. Hans besta hlutverk er að spila á miðjuni en hann hefur að mestu verið að spila varnarmiðjumann(hlutverk Lucas).
Ég hefði látið Sterling byrja á bekknum enda hans framistaða ekki verið góð í langan tíma.
Alveg ömurlegt að vera ekki með Jose Enrique því að hann myndi nýtast vel í þessum leik en ég er ekki viss um að Wisdom munn ekki höndla þessa pressu.
Bara flott lið og Sterling þarf að læra allt og held að hann verði frábær í þessum leik.
Sælir félagar
Hefði viljað sjá Hendo þarna og svo hefi ég áhyggjur af Sterling. En það er ekki um auðugan garð að gresja í hópnum þó Sturridge hefði verið hentugri að mínu viti með Suares.
En hvað sem því líður þá spái ég 1 – 3 og ekkert væl.
Það er nú þannig.
YNWA
Ósáttur með tvennt, Hefði viljað hafa Shelvey inni á kostnað Sterling og Henderson inn fyrir Allen. Hann hefur unnið fyrir því. Sturridge er ekki í leikæfingu fyrir 90 mínútur gegn United á útivelli held ég, en kemur bókað inn á.
Held mig við spá mína um 3-3 jafntefli!
Allen, Gerrard, Lucas er gríðarsterk miðja, ekki síst í ljósi frammistöðu SG undanfarið.
Ef við vinnum miðjuna, þá eru möguleikar í þessum leik.
Hef smá áhyggjur af köntunum, Downing er jú Downing og nú reynir fyrir alvöru á Raheem Sterling sem og A Wisdom. En þetta lið er nógu gott til að ná úrslitum á Old Trafford. Koma svo..
Ég er sáttur. Bring it on!
Þetta er fínt lið. Þekktir veikleikar og þekktir styrkleikar. Allen gæti alveg blómstrað, sem og Sterling. Ef ekki, verður þeim skipt út af fyrir öfluga leikmenn. Ég er búinn að vera að drepast úr spenningi alla vikuna og get ekki beðið öllu lengur. Nú verður öllu happadótinu komið fyrir á sínum stað og passað upp á að jinxa ekki neinu. Spái þessvegna öruggum 2-0 sigri Manchester United og reikna með því að það halli töluvert á okkur hjá 12. leikmanni United. Skemmtum okkur í dag!!
Ég spái góðum leik
Invull
Þetta lið á að vinna Man Utd alla daga!!! 0-3 sigur.
Einhver með ásættanlegt stream á leikinn? jafnvel sopcast?
ég krosslegg putt. Hef ekki trú á Sterling í þennan leik. En ég vona að hann sýni mér að ég hafi rangt fyrir mér.
En.. GAME ON…. yeahhhh..
ÁFRAM LIVERPOOL…….
@Billi Hlyns .. þessi er þokkalegur til að byrja með allavega. Fín gæði en með spænskri lýsingu.
sop://broker.sopcast.com:3912/139628
Howard Webb… 🙁
Þessi er ágætur með enskri lýsingu
sop://broker.sopcast.com:3912/139468
Virkar ekkert hjá mér sé ekki leikinn!!!!
ekkert hér heldur……
þegar allt annað klikkar þá má oftast fá nothæfan link hér: http://atdhe.eu/
http://www.thefirstrow.eu/watch/163137/1/watch-manchester-united-vs-liverpool-fc.html
Robin van Persie og Evra með stoddarann 😀
Downing hefur ákveðið að mæta ekki í dag, og miðjan öll virðist ekki vita hvað hún eigi að gera. Ekkert skipulag, og verðskuldað mark.
Ekki byrjar það vel 🙁 damn 🙁
Ekki lítur þetta nú vel út. úfff þetta verður langur leikur er ég hræddur um.
Okkar menn því miður nokkrum klössum neðar en þetta united lið 🙁 en vonum það besta…
Var að koma að leiknum. Hafa okkar menn bara ekki getað neitt?
Eigum ekki skot að marki þeirra fyrstu 22 mín. Eins og menn séu ekki til í þennan bardaga, það á alls ekki að þurfa að mótivera leikmenn fyrir svona leik. Kannski eru þeir bara stressaðir.
Suarez kemst ekki inní þennan leik því man utd dominera leikinn fyrstu 30 mín. 🙁 og við komum boltanum varla fram.
Af hverju er Sturridge ekki í liðinu?
30 mín búnar,,,,ekkert skot að marki, ekki nálægt því…Það verður ekki deilt um yfirburði Utd so far.
rauðnefur er að láta sitt lið pressa Liverpool hátt. Það virðist vera leiðin til þess að vinna liðið okkar. Vörnin lítur ekki vel út, trekk í trekk, og Suraez er ekki enn með.
Skelfilega er Allen eitthvað úr takti við leikinn
Þvílíkur munur á fótboltaliðum. Komast varla yfir miðju!
Tiki taka…?
Þetta er meira svona víkivaki sem fer fram hjá vörninni okkar. Hvenær urðum við svo góðir í fótbolta að við getum leikið okkur í reitarbolta fyrir framan vítapunktinn okkar á Old Trafford?
Þetta er erfitt að horfa á bæði sálarlega og hreinlega líkamlega…Suarez þarf að fara að setja eitt og smella sokk í þessa jeppa..
Vona að Sturridge komi inná í hálfleik fyrir Sterling. Við erum bara ekki mættir í þennan leik.
sækjum á alltof fáum mönnum , það er eins og það hafi verið skipun að liggja aftarlega. Svo er eins og menn hafi ekki gírað sig upp fyrir þennan leik, allvega virka menn áhugalausir.
PS. Sorry en Brendan R hefur ekki náð mörgum stigum af man u í gegnum tíðina.
Það er eins og okkar menn hafi enga tru a þvi að þeir geti fengið eitthvað ur þessum leik. Erum bunir að vera otrulega daprir.
Sterling utaf fyrir sturridge og allen ut fyrir henderson er eitthvað sem eg væri til i að sja i halfleik.
Vona að Liverpool football club sendi 11 MENN í þennan leik í seinni hálfleik. Þvílík minnimáttarkennd ! ! !
úff það var gott að Reina var ekki meiddur.
Henderson fyrir Allen
Sturridge fyrir Downing eða Sterling
-fljótlega í síðari hálfleik, takk fyrir kærlega.
Sælir félagar
Megum vera sáttir við að vera aðeins einu marki undir eftir fyrri hálfleik þar sem okkar menn hafa ekki náð að ógna marki MU einu sinni hvað þá oftar. Nú er að girða sig í brók, breyta upplegginu og skora þrjú í seinni.
Það er nú þannig
YNWA
Við erum ekki nema skuggin af sjálfum okkur. Afhverju reyna menn ekki að reyna koma skoti í markið í stað þess að spila sig í gegn um alla vörnina. Vantar alla áræðni og kapp í þessa duttlunga. Hendo inn fyrir Allen. Sturridge fyrir Downing/Sterling.
Það vantar heilmikið upp á hjá okkur. Vonum að það komi í seinni hálfleik. Það vantar allan dug og kraft á miðjuna og ég vil fá Henderson inn fyrir Allen í hálfleik. Ógnunin fram á við er heldur engin, Suarez er aleinn og reynir endalaust sjálfur. Þurfum að fá Sturridge inn fyrir Downing eins fljótt og hægt er.
Það er mikill gæðamunur á liðunum í þessum hálfleik, rétt eins og taflan sýnir. Sendingar, krossar, slútt, allt annað hjá Man U heldur en okkur. Staðan gæti hæglega verið 3-0 og nú reynir á Brendan Rodgers að blása mönnum baráttuanda í brjóst og taka réttar ákvarðanir í innáskiptingum. Mikið þarf að breytast ef við ætlum að fá eitthvað út úr þessu, það er erfitt, en mögulegt.
http://atdhenet.tv/58946/watch-manchester-united-vs-liverpool
bara ótrúlega lélegt. að þetta sé sama lið og yfirspilaði manu í fyrri leiknum og það líka eftir að dómarinn hafði hjálpað þeim og fækkað okkur um 1.
Gerrard útá þekju, allen slappur líka. Carrick fær alveg að vera í friði og stjórna spili manu frá miðjunni.
skiptingar eða ekki, þetta er spurning um hugafar og við verðum að mæta grimmari í seinni
Lítum á björtu hliðarnar. Við erum algerlega búnir að vera yfirspilaðir í þessum leik en erum bara 1-0 undir. Hálft liðið er ekki mætt til leiks. Helvítis minnimáttunarkennd hjá okkur. Vil fá Henderson og Sturridge inn á og Allen og Sterling út af núna stax í hálfleik. Láta reyna á þessu lélegu vörn United. Ekkert skot á markið í fyrri hálfleik!! Nóg eftir af leiknum. Ætla rétt að vona að þeir fái hárblásarann frá BR núna í hálfleik. Koma svo LFC!!
það er skelfilegt að þurfa alltaf að vera með farþega þegar svona leikir eru Allen er bara kerling sem á ekkert erindi þetta lið,þetta l´tur ílla út því miður.
Allen og Sterling út í hálfleik, Sturridge og Henderson inn….
Sturrige inn !!
Þetta er hræðilegt Joe Allen bara með betri mönnum Uninfed í þessum leik.
Mér finnst vanta alla áræðni í liðið og Suarez kemst ekkert inn í leikinn.
Ef við sækjum ekki, töpum við. Einföld staðreynd.
Koma svo drengir .
YNWA!
Hvernig fékk hann það út Rodgers að taka Lucas útaf og láta Allen halda áfram að vera þarna. Maður sér að Allen líður ekki vel þarna…
Evra, af öllum fokking mönnum
Fokk … fokking fokking fokk.
Vondur þynnkudagur varð verri. Afsakið ég þaf að fara að æla. Ömurlegt.
STURRIDGE ER BÚINN AÐ BORGA SIG UPP
Á meðan united hefur trúðinn í markinn eigum við von!
mér er sama hvað aðrir segja en ég vil þennan stjóra burt. Það er mín skoðun að hann kemur okkur ekki í fremstu röð á næstu árum og því vil ég hann burtu sem fyrst. Hann má spila þennan tikki taka bolta annars staðar.
Nötjs, allir sóknarmennirnir komnir inná bara?
58 getur verið að eigendurnir séu líka hluti af vandanum?
Þetta er nú meiri hörmungin,ég held ég bara sammála 58 þessi stjóri er punglaus því miður.
Sturridge skorar og skellir fimmunni (5xCL)beint á stuðningsmenn Utd. Instant legend!
Það er rannsóknarefni hversu slappur Allen er búinn að vera
Punglaus?! Hvað er að ykkur? Það er klárlega eitthvað að angra Lucas fyrst hann er að fara útaf, en Brendan er kominn með alla þrjá sóknarmennina inn á. Er það nú orðið Pungleysi?!
helt eg myndi aldrei sja thetta .. 3 strikerar inna !!!
Gaman fyrir Suarez, og okkur hina, að hann skuli vera búinn að fá einhver til að hjálpa sér þarna frammi. Hann ætti þá að fá aðeins meiri pláss sjálfur. Sturridge er að koma sterkur inn, og það er frábært.
Ástæðan að lucas fer útaf er einfaldlega spjaldið sem hann var komin með og varla kallast það pungleysi að nú eru 3 sóknarmenn inná
Jæja mar verður að taka pollyonnu a þetta mar bjost ekki við neinu úr þessum leik og liverpool tokst allavegna að gera leik úr þessu og hefðu getað stolið stigi ef lukkan hefði brosað við okkur
Mér sýnist direct stíll eiga miklu betur við liðið en þetta tiki-taka rúnk endalaust.
Snejder inn – Allen út og málið dautt
ef ég ætti að gera johnson einkunn fyrir þennan leik þá fengi hann ekki mikið meira en 3 þvílikt sem að áhugaleysið skein af þessum manni sem er nú oftast duglegur …
annað mark utd var rangstaða. Boltinn fer af gjaldmiðlinum og þaðan í hausinn á Vidic
Getur einhver upplýst mig með seinna markið hjá manu, var þetta rangstaða eður ei?
73. Ég sá ekki betur en að Vidic hafi verið fyrir innan. Sá það reyndar ekki strax en á um 80. mín var þetta sýnt og þá virtist Vidic vera rangstæður
Helvíti slakur fyrrihálfleikur sem drap þetta fyrir okkur. Algjörlega ömuleg framistaða. Batnaði í seinni og ég var nokkuð ánægður með Sturridge.
En það var svo eitt sem ég tók eftir eftir en eftir margar endursýningar að 2 mark united er líklega rangstaða þar sem boltinn fer af Vidic, eða hvað? Just sayin,
Helvíti slakur fyrrihálfleikur sem drap þetta fyrir okkur. Algjörlega ömuleg framistaða. Batnaði í seinni og ég var nokkuð ánægður með Sturridge.
En það var svo eitt sem ég tók eftir eftir en eftir margar endursýningar að 2 mark united er líklega rangstaða þar sem boltinn fer af Vidic, eða hvað? Just sayin,
uu afsakið að þetta kom 2x sinnum, skil ekki ihvernig það gerðist.
Smá screencap af þessu með annað markið.
https://www.dropbox.com/s/uecjtioxfb2c43l/Evra-Vidic.PNG
nr 60 já þeir eru hluti af vanda málinu líka en mér fynnst bara þessar liðsuppst ekki vera góðar. T.d. Allen og Sterling hafa verið slakir lengi og fá alltaf að spila þrátt fyrir að þeir sem hafa og eru á bekknum sé að spila mun betur en þeir þegar þeir fá tækifæri. Að láta Shahin ekki spila meira sem er klassa betri en Allen er bara ransóknar efni og svo skilar hann honum þrátt fyrir að Allen sé að drulla á sig þessa dagana. Allen klárlega þolir ekki stóra sviðið, það er allt annað að spila fyrir Liverpool heldur en Swansea. Sturridge er fyrir ofan Sterling að getu en byrjar samt á bekknum.
Ég ætla nú ekkert að ræða það sem hann er búin að kaupa fyrir áramót það dæmir sig sjálft.
Að spila alen er = uppgjöf
Jæja, við getum allavega ekki kennt Howard Webb um neitt í dag. Hann átti faktískt að reka Johnson útaf. Við vorum einfaldlega bara einni (eða tveimur) stærðum of litir í dag. Náðum ekki að nýta okkur veiklega United sem eru klárlega Markmaðurinn og vörnin
Varðandi seinna markið þeirra:
Gary Lineker ?@GaryLineker
Vidic not off side. Behind the ball. Thank you Sky
81 held að það sé rétt, en auðvitað breytir það engu. Tapið skrifast á lélega framistöðu liðsins ekkert annað.
Okkur vantar meiri klassa. Vid getum litid frama vid enda menn ad koma aftur ur meidslum (Borini) en tad sem vann leikinn fyrir “hitt lidid” var heimsklassa leikmadurinn RVP. Tegar svoleidis leikmenn bjodast okkur er tilvalid ad klara malid og kaupa eintak/eintok.
Wesley Snejder er nanast verid ad gefa en Inter hefur samthykkt 10m bod fra Galatasaray i hann en thar sem Inter er ad leitast til ad losa sig vid hann er alveg haegt ad buast vid ad their samthykki eitthvad adeins laegra. Vid hofum hreinsad til af launaskra sidan sidasta sumars og svo nuna sidast Sahin og Cole (ad mestu leyti) og Downing jafnvel naestur, og tvi se eg ekkert tvi til mots ad vid allavega bjodum karlinum a samningsfund vid okkur. Thad er lagmark.
Besta midjan i deildinni yrdi Snejder-Lucas-Gerrard.
“Geiri segir:
Að spila alen er = uppgjöf”
Er farinn ad vera sammala tvi ja. Joe Allen er vodalegur John Doe en eg gef honum sens thar sem hann er ungur og a ad vita hvad thjalfarinn er ad predika. Snejder myndi taka hann laglega ur lidinu samt.