Opinn þráður – Forren

Hendum í opinn þráð núna þó það sé ekki mikið að frétta og menn ennþá að sleikja sárin eftir leiðindi helgarinnar.

Hestu fréttir úr slúðrinu er ferðalag Vegard Forren leikmanns Molde í Noregi til Englands en sá flaug til Liverpool í gær og átti að vera á reynslu hjá Liverpool út þessa viku með það fyrir augum að ganga til liðs við Liverpool. Ekki hef ég hugmynd um hvaða reynslu bull þetta er enda þarna á ferð leikmaður sem mörg lið hafa áhuga á, hann er 24 ára og var valinn leikmaður ársins í Noregi. Þetta rennir þó smá stoðum undir þá kenningu að Liverpool er hreinlega ekki með njósnaranet fyrir utan England lengur!

A.m.k. sagði Prenno, blaðamaður á Echo þetta rétt áðan:

Vegard Forren has had a change of heart. Southampton have made a firm bid. He wants 1st team football so is heading south for talks now.

Held að maður haldi sig bara við að meta þennan glugga 1.febrúar.

 

64 Comments

  1. Hér er frétt Echo um reynsluvikuna hjá Forren, frá því í gær.

    Hér er frétt TV2.no í dag um að hann sé að velja Southampton af því að þeir „vilja hann meira“ en Liverpool.

    Annars bara lítið að frétta.

  2. Echo orðar þetta svona
    Liverpool Echo ?@LivEchoLFC
    BREAKING: #LFC abandon plans to hand a trial to Vegard Forren after his club Molde agreed a £4m deal with Southampton – story to follow

  3. Með fullri virðingu fyrir þessum leikmanni, þá er ég sáttur að sjá á eftir honum ef hann vill ekki einu sinni fara á trial. Liverpool á að geta gert betur en þetta, en að keppa við Southampton um leikmenn. Smart move hjá honum, hann fengi fáa leiki hjá LFC, ef hann þarf að fara á trial til að sanna sig.

  4. Ég bara skil ekki þessa vitleysu að bjóða 24 ára gömlum manni reynslutíma. Maður veltir fyrir sér hvað sé eiginlega í gangi.

    Í sambandi við þennan janúrglugga, þá er ég virkilega sáttur við Sturridge en aftur á móti er ég ekki sáttur við það að við séum að fækka í hópnum. Sama hverjir það eru sem við losuðum okkur við. Hópurinn var allt of þunnur fyrir það. Og ef svo fer að ekkert breytist fyrir lokun gluggans þá skrifa ég enn ein mistökin á klúbbinn. Enn glugginn er ennþá opinn svo maður er jákvæður í 2 vikur til viðbótar.

  5. Svo við klárum þetta Forren mál þá segir James Pearce þetta:
    James Pearce ?@JamesPearceEcho
    Forren never a priority for #LFC. Rodgers happy to take a look at him but once a bid came in from Southampton he advised Molde to take it.

    Move on.

  6. Ég er eins og fleiri hérna, skil ekki upp né niður í þessari stefnu hjá okkar klúbbi.

    Rodgers keppist við í viðtölum að segja hvað við séum með þunnskipaðan hóp og svo lætur hann Cole og Sahin fara, kaupir Sturridge og hópurinn þunnskipaðri en áður.

    Ekki það að ég sjái á eftir Cole en ég sé virkilega á eftir Sahin. Hann er frábær leikmaður enda verða menn ekki leikmenn ársins í Bundesligunni ef menn geta ekkert.

  7. @6 Þó að hópurinn sé heldur þunnskipaður þá er ekkert vit að vera að borga laun fyrir leikmann sem hefur ekki náð að sannfæra Rodgers (Sahin) eða 30+ ára leikmann sem er á rosalegum launum sem er langt á eftir 18 ára guttum í getu.

    Ég er á því að okkur vanti vinstri bakvörð mest af öllu í þessum glugga. Wisdom hefur verið að koma sterkur inn en Glen Johnson spilar betur í hægri bakverði. Ekki hægt að láta hann spila út úr stöðu viku eftir viku.

    Mig grunar að Rodgers sé að reyna að finna ódýrann valkost í miðvörð sem er tilbúinn til að koma af bekknum. Þá væri hægt að lána Coates með það fyrir augum að sjá hvort hann sé leikmaður fyrir framtíðina. Coates er góður skallamaður, en ég man ekki eftir því að hann sé með einhverja rosalega fótavinnu.

  8. Er i fríi í dag og hef þessvegna getað dundað mér við að lesa komment á Liverpool Echo og það kom mér á óvart hverrsu margir þar eru farnir að gagnrína Rodgers og FSG og hvað þeir fá marga upprétta þumalputta fyrir.
    þar sem að ég er allveg viss um að John Henry les þessi komment hlýtur hann að vera farinn að hugsa sinn gang bæði hvað varðar innkaupastefnuina og stjórann.

    Ég segi fyrir mína parta að það er ekki nóg fyrir klúbbinn að spila vel í hálftíma á móti Man utd og tapa af því að stjórinn virðist ekki vita hverjir eru hans ellefu bestu .
    Afhverju gat hann ekki byrjað inná með Sturriges og Henderson,meira að segja ég vissi að Allen myndi aldrei eiga séns í þennann leik.

    Það er allveg ljóst að það þarf að styrkja miðjuna til að koma boltaqnum oftar og fljótar inná hættusvæðið núna þegar komnir eru þrír strikerar í liðið , svo vonandi er rúmorinn um Snhider byggður á einhverju.

    Ég held svo að það væri best fyrir Rodgers að fara að tala aðeins minna og einbeita sér frekar að því að æfa sóknarleikinn og enda allar æfingar á því að skjóta á rammann því að það er ekki einleikið hvað okkar menn eru lélegir að hitta á markið.

  9. Allen er bara skugginn af sjálfum sér meðað við hvernig hann var þegar hann byrjaði.

    HVAÐ gerðist eginlega? Sammála sumum með það að Sturridge hefði allan daginn átt að byrja þennan leik þrátt fyrir að vera kanski ekki komin í 100% form. Var okkar Langbesti maður á móti manu. En auðvelt að tala um coulda woulda shoulda eftir leiki.
    Hundfúll að Sahin sé farinn eftir svona stuttan tíma.
    Margir búnir að fá miklu lengri tíma til að aðlagast og jafnvel skíta og drulla allsvakalega uppá bak td Downing og svo skorar hann 1 mark og er allt í einu búin að fá uppreisn æru.

    Langar að sjá fleiri í þessum glugga þetta er fáranlega þunnskipaður hópur eins og er :/

  10. Mér leiðist að endurtaka það sem aðrir segja en ég get ekki setið á mér og tek undir með mörgum sem lýsa yfir áhyggjum að þessari enn frekari útþynningu hópsins. Eins og margir hafa bent á hefur Rodgers reglulega talað um að helsti veikleiki liðsins er einmitt hve þunnur hópurinn er.

    En þessi gluggi er náttúrulega bara hálfnaður þannig enn er von, en engu að síður er þetta frekar óþægileg staðreynd þegar maður óskaði þess að janúar glugginn myndi veita okkur innspýtingu og trú á að botninum væri náð og tími uppbygginar væri hafinn.

  11. Rodgers veit væntanlega lítið hvað hann hefur milli handanna. Stöðvar hann samt lítið í að tala um hvað hann hefur milli handanna. Forest er rökrétt framhald á innkaupastefnu Liverpool. Næst á dagskrá verður að losa liðið við Downing og kaupa Jónas Tór Næs.

    og já, tala svo um þunnskipaðan hóp í kjölfar tapleikjanna

  12. Rodgers veit væntanlega lítið hvað hann hefur milli handanna. Stöðvar hann samt lítið í að tala um hvað hann hefur milli handanna. Forren er rökrétt framhald á innkaupastefnu Liverpool. Næst á dagskrá verður að losa liðið við Downing og kaupa Jónas Tór Næs.

    og já, tala svo um þunnskipaðan hóp í kjölfar tapleikjanna

  13. Ég tek undir áhyggjur manna af þunnskipuðum hóp en ég vona þó að sú stefna sem viðhöfð hefur verið undanfarin misseri með lækkun launakostnaðar muni skila sér næsta sumar í því að við sjáum öflugri menn fengna til klúbbsins en ella.

    BR hefur ítrekað sagt að það þurfi nokkra glugga til þess að móta hópinn eins og hann telur að hann þurfi að vera til þess að geta verið samkeppnisfær, hingað til hefur aðallega verið um unga leikmenn að ræða sem ekki er hægt að flokka undir heimsklassamenn.

    Ég reyni að horfa á þetta jákvæðum augum og hugsa til þess að við séum á svipuðu reki og í fyrra en með mun lægri launakostnaði og yngri og óreyndari hóp sem mögulega gæti örðið öflugri með meiri reynslu.

    En ég held að við séum algjörlega kominn að þolmörkum þess sem hægt er með þunnskipuðum hóp. Erum að keppa á þremur vígstöðvum núna eftir áramót og hætt við því að veruleg þreyta fari að myndast hjá hópnum (er reyndar þegar byrjað hjá ákveðnum leikmönnum).

    Núna vantar okkur fleiri leiðtoga í hópinn, menn sem geta drifið þessa ungu og óreyndu áfram og bætt þeirra leik. Það vantar basically fleirri leikmenn eins og Suarez.

  14. Djöfull þoli ég ekki að menn eru alltaf að tala um að minnka launakostnað, minnka launakostnað ! ! Hvað er eiginlega í gangi, hvað vilja FSG fara með laun Liverpool langt niður þangað til það fer að bitna á getu og gæðum leikmanna sem við getum fengið til LFC. Það er gott og vel að losa leikmenn sem við erum ekki að nota og eru á fáránlegum samningum frá því að sauðhausarnir G&H áttu klúbbinn en þetta er bara að orðið eitthvað grín.

    Veit einhver hvað FSG vill fara með launin langt niður ? Er Liverpool FC ekki með fimmta eða sjötta hæsta launakostnaðinn í deildinni ? Ef einhver gæti flett því upp þá væri gaman að skoða það.

    Það er smá “realitycheck” fyrir Liverpool aðdáendur þegar hópurinn er orðin það þunnskipaður að við neyðumst til þess að spila mönnum út úr sinni “venjulegu” og bestu stöðu í staðin fyrir að kaupa leikmann til þess að nýjan leikmann í þá stöðu, er það ekki ? Ég verð bara að segja það enn og aftur að þó að ég sé þakklátur FSG fyrir að kaupa klúbbinn á sínum tíma og losa okkur við fíflin tvö frá USA þá er ég samt ekkert hrifinn af þeim sem eigendum Liverpool FC. Þeir hafa ekki eytt miklum pening í leikmannakaup síðan þeir tóku við, ekki mikið meira en þeir hafa fengið fyrir sölur á leikmönnum og samninga við styrktaraðila.

    Það eru ekkert flókið að ef þú ætlar að ná þér í heimsklassa leikmenn þá þarftu að borga fyrir þá, sjáið bara rvp, hvað æti hann hafi verið lengi að borga sig upp, ég er bara að verða helvíti pirraður á metnaðarleysi og ráðaleysi hjá yfirmönnum þarna, en ég vona að þeir geti látið mig éta það ofan í mig……… sem FYRST, ekki árið 2030.

    Over and out…. í bili bara

  15. Leikmannahópurinn var alls ekki þunnskipaður á miðjunni, langt í frá.
    Cole og Sahin voru lítið að “contributa” til liðsins og því er eðlilegt að losa þá tvo í burtu. Sérstaklega í tilfelli Sahin þar sem hann átti að vera að spila day in and out fyrir okkur og koma sér í form svo hann yrði betri hjá Real Madrid ….. (not).

    Coates og Carrager eru fínt kóver fyrir hafsetnana okkar og á meðan þeir hanga heilir er þetta ekkert vesen. Þessi Nojari, whomever he is, er fínn annarsstaðar og hefði nákvæmlega engu bætt við okkar squad. Allt í lagi að leyfa honum að æfa með sér í smá tíma og átta sig svo á málunum.

    FSG hefur verið að skera niður bull kostnað frá því að þeir byrjuðu og í raun eini maðurinn sem ég held að hafi einhverja alvöru getu, sem þeir hafa misst frá sér er Torres.

    Styrking sem þarf núna liggur í:

    1) einum striker í viðbót

    2) einum góðum vinstri bakkara

    3) betra coveri fyrir Lucas.

    Sjáum hvað gerist í lok gluggans, ef ekkert kemur then so bí it, en ég er ekki að fara slíta F5 takkanum mínum fyrir svona köllum frá Noregi.

  16. Sá á liverpool.is að Xabi Alonso hafi verið valinn í heimslið FifaPro. Þessi sami Xabi Alonso var seldur af núverandi stjóra Chelzcki því hann vildi kaupa Gareth fu…..g Barry, gat ekki séð hans nafn neins staðar í þessu heimsliði. En þennan vitleysing, Rafa Benitez, vilja menn ólmir fá til að stýra liðinu aftur. Í alvöru?

  17. Voðalegt kvart er þetta. Menn kvarta yfir að lítið notaðir menn séu seldir til að lækka launakostnað, menn kvarta yfir að ekki séu keyptir meðalmenn og menn kvarta yfir að keyptir séu meðalmenn á of háum launum. Held það séu ekkert margir leikmenn falir núna sem vert er að borga einhverja háa upphæð núna, frekar að leyfa ungu leikmönnunum að spila til að fá reynslu og styrkja svo hópinn í sumar nema einhver ofurhetja bjóðist allt í einu, kannski eru menn eitthvað að vinna bak við tjöldin, hver veit? Verðum að gefa BR eitt til tvö ár til að búa til góðan hóp. Ef við verðum enn ekki í Meistaradeildarsæti þá, þá er allt í lagi að biðja um nýjan stjóra eða nýja eigendur með peninga, ef einhverjir eru í boði það er að segja.

  18. 16

    Já það er rétt. Alonso væri sjálfsagt ennþá í Liverpool, ef fíflið hann Benítez hefði aldrei stjórnað Liverpool. Alonso voru ein bestu kaup Houllier ásamt, Torres, Agger, Reina, Mascherano og Lucas, og svo kom Benítez bara og skemmdi allt !

  19. Nr. 16

    Ertu þá að tala um sama mann og keypti hann óþekktann frá Spáni á þrefalt minni pening en hann var seldur á og þjálfaði meðan hann varð að heimsklassaleikmanni? Mikið djöfull væri ég ROSALEGA til í að leyfa þeim manni að sjá um að kaupa inn leikmenn fyrir okkur áfram. Sérstaklega menn í þessum verðflokki.

    BTW, Benitez þráður, í alvöru? Núna?

  20. Listi yfir þá klúbba sem borga hvað hæst laun í Evrópu. Þetta er listi frá apríl 2011. Þarna hafa þeir Liverpool í 9 sæti með “meðallaun” uppá 95.000 GBP. Mér finnst það nú heldur grunsamlegt og kannski er ekkert að marka þessa síðu, en hér er næstum tveggja ára gamall listi.

    http://soccerlens.com/highest-football-club-wages/69045/

  21. Ég teldi það fullkomlega eðlilegt að launaseðill Liverpool FC væri í fjórða sæti á Englandi.

    City og Chelsea eru auðvitað fullkomlega út úr kú og ekki mælikvarði fyrir neinn. Heimsvörumerki United og fjöldi á leikjum þeirra þýðir að þeir hljóta að hafa efni á að vera númer þrjú.

    Mér finnst fullkomlega eðlilegt að LFC sé í hópnum þar á eftir, með liðum eins og Spurs, Arsenal og Newcastle. En hæst þar sem að við stöndum þeim töluvert ofar í Global markaðssetningu. Miðað við listann sem Höddi vísar í er liðið í maí 2012 á fullkomlega eðlilegum stað.

    Hins vegar má ræða hvort við þyrftum meiri gæði fyrir þann launaseðil sem við erum að greiða. Það finnst mér alveg, en það er allt önnur umræða. Pirrar mig ofboðslega þegar verið er að tala um “óeðlilega háan” launareikning okkar. Það er þá verið að vísa í annað samhengi.

    Og hló upphátt um Alonso, það er næst kjánalegasta umræða sögunnar um leikmannakaup og sölur, rétt á eftir Carroll. Alonso átti sitt besta tímabil eftir “vantraust” Rafa en vildi aftur til Spánar, bæði vegna þess að hann dreymdi um að spila með Madrid og fjölskyldunni hans leið ekki vel á Merseyside.

    Væri ekki einfalt að benda á að Gareth Barry fór stuttu seinna til Man. City, varð þar lykilmaður í meistaraliði síðasta árs, þoldi semsagt breska kerfið, bæði fótboltann og veðrið.

    Give me a break…..dance!!!

  22. Það sem er að gerast nuna i ansi miklum mæli bæði her heima og i englandi er það að menn eru farnir að sja það sem td eg sagdi fyrir meira en ari siðan. FSG lugu að okkur þegar þeir keyptu felagið, tom werner sagdi td að þeir ætluðu að hækka launakostnaðinn en ekki lækka hann þvi það væribaugljost að liðin sem borguðu mestu launin væru þau lið sem myndu vinna flestu titlana, hann sagdi að auðvitað þyrfti að hækka launakostnaðinni samræmi við gæði og alllt það en það eina sem þeir hafa gert siðasta arið og nuna þriðja gluggan i roð er að lækka launakostnaðinn eins mikið og hægt er. Okei að henda pappakossunum en hvernig væri td að losa þrja pappakassa og fa inn einn 25-30 milljon punda mann a sama tima sem tæki 130-150 þus pund a viku i laun og hefdi gæðin til að standa undir slikum launum ?. Ef werner hefdi ekki logið þessu um launakostnaðinn þa værum við sennilega nuna bunir að losa joe cole og sahin og sneijder væri liklega að krota undir samning uppa 180 þus pund i vikulaun næstu 3 arin.

    FSG hefur ekki fjarmagnið sem þarf til að koma liðinu okkar aftur a þann stað sem það a heima a. Eg er mjog anægður að sja það aðnuna i mjog auknum mæli eru stuðningmenn liðsins okkar farnir að sja það sem eg er buin að sja og vita i langan tima, john henry og tom werner sviku okkur einfaldlega þegar þeir keyptu felagið og heldu það að þeir gætu komið okkur i meiataradeildina an þess að eyða grilljorðum i nyja leikmenn en þannig virkar hlutirnir bara ekki i knattspyrnunni hvorki fyrir liverpool eðaeitthvað annað felag. Hver var td tilgangurinn að reka dalglish þvi deildararangurinn var ekki nogu goður og raða rodgers, þynna hopinn sem naði 8 sætinu og ætlast til að rodgers gerdi eitthvað betur? Malið er að þeir eru bunir að sja að þeir raða ekki við það að koma okkur i topp 4 sætin og þess vegna sagdi henry i sumar að rodgers þyrfti ekki að na topp 4 i vetur. Rodgers mun ekki na topp 4 næstu arin nema fsg baki hann verulega upp a leikmannamarkaðnum, það gerdu þeir ekki i fyrra og litið sem bendir til þess að þeir muni gera það eitthvað frekar nu i januar eða sumar. Staða liðsins er ekki a neinn hatt rodgers að kenna heldur er hun alfarið FSG að kenna. Nuna styttist i það að stuðningsmenn liverpool fari að motmæla þeim henry og werner og þvi fyrr sem þeir gera það þvi betra vegna þess að liðið okkar er ekki að fara gera nokkurn skapaðan hlut með þessa menn sem eigendur.

    Þessir menn hafa gert það sama mjog vel og fyrri eigendur sem er að tala og tala en framkvæma ekki i takt við það, i hvert sinn sem þeir tala þa er allt að gerast en i kjolfarið framkvæna þeir ekki rassgat. Stora vallarmalið er td stopp og allir sem hafa eitthvað uppi i hofðinu vita af hverju það er, ju vegna peningaleysis. Þessir menn ættu að lyta yfir i næstu borg og sja hvernig a að framkvæma, þar tala menn ekki allan dagin og framkvæma svobekki rassgat heldur tala minna en framkvæma allan daginn. Þetta er ekki mjog flokið ef arangur a að nast þa þarf menn með mikið fjarmagn og það fjarmagn virðast fsg alls ekki hafa a lausu fyrir liverpool. Ef er ekki að biðja um menn eins og eru hja city og eru til i að versla fyrir 500 milljonir i sumar en við þyrftum að versla td i þessum glugga fyrir 30-40 kulur og i sumar fyrir 100-150 i viðbot til að geta raunsætt sagt að við ætlum i topp 4. Svona er veruleikinn i boltanum bara i dag.

  23. Sammála Árna Jóni að öllu leiti nema við þurfum ekki betra cover fyrir Lucas, við þurfum mann í staðinn fyrir Lucas.
    Við erum alltaf einum færri þegar við sækjum af því að hann er svo djúpt til baka að hann er ónothæfur þegar við uppi á vellinum.
    Eins og í leiknum á sunnudag var hann hreinlega kominn á milli Agger og Skrtel að rembast við að dreifa boltanum þar.
    Mér og fleiri poolurum finnst þessi strákur einn sá ofmettnasti í deildinni enda ef þið spáið í það þá eins og gengur og gerist er verið að linka hina og þessa leikmenn út um alla evrópu við hin og þessi liðin, en Lucas, hmmm bara aldrei séð það gerast og það mun aldrei gerast.
    Það eina sem hægt er að segja um hann kallinn ef á að taka einhvern úr umferð þá getur hann gert það vel.
    En fótboltalega séð er hann bara alls ekki á þessu kaliberi sem hann þyrfti að vera í stórklúbbi eins og Liverpool FC. Sendingar er nánast alltaf til hægri vinstri eða til baka,heyrist aldrei í honum inná vellinum,ber boltann aldrei upp völlinn, slakur skallamaður, og mjög slakur skotmaður,útsjónarsemi og frumkvæði er ekkert og kemur andstæðingum aldrei á óvart. Þess vegna er það mér algerlega hulin ráðgáta af hverju Sahin var ekki notaður til að auka flæðið í liðinu.
    Við verðum að fara að fá alvöru Commander í liðið sem fyrst, því ekki er hann Gerrard að yngjast.
    Sjáið bara fyrir ykkur ef Gerrard meiðist,þá er enginn miðjumaður í liðinu sem hefur útsjónasemi eða sjálfstraut til að gera það óvænta.

  24. Hver sá sem dissar Lucas skal eiga mig á fæti. Það ætti að flengja viðkomandi á beran bossann þangað til það fer að blæða.

    Hnignun Liverpool á síðasta tímabili má að stórum hluta rekja til meiðsla Leiva og eftir rúmlega eitt ár utanvallar vegna þessara meiðsla þá er fullkomlega eðlilegt að hann sé ekki kominn í sitt eðlilega form. Að hann sé frekar passífur enda hlýtur þetta að hafa tekið á sálarlega. Þetta er algjör lykilleikmaður og var að spila stórkostlega áður en hann meiddist.

    Og að lokum, klúbburinn er á uppleið þó það hafi gengið brösulega á þessu tímabili.

  25. Púma ég held nú að þú sért bara algjörlega að misskylja hlutverk Lucasar í Liverpool það er ekki verið að hugsa hann sem einhvern sóknarmiðjumann heldur sem varnarmiðjumann sem á að stoppa sóknir andstæðingana. Þetta er nú sennilega vanþákklátasta starfið í boltanum í dag því menn gera sér aldrei grein fyrir því hvað þeir gera mikið gagn fyrr en þeir eru farnir. Lucas er búinn að vera meiddur í nærri eitt ár núna og því töluvert í land að hann nái þeim standard sem hann var í áður en hann meiddist.

    Menn geta hugsað til Makalele sem var nú einn besti varnarmiðjumaður í heiminum á sínum tíma Real Madrid seldi hann og keyptur D. Beckham í staðinn og það nánast hrundi leikurinn hjá Real eftir þetta og liðið sem Makalele fór í (Chelsea) varð meistari. Makalele var samt ekkert að senda bolta þvers og krus og ekki var hann að skora eða hlaupa mikið yfir miðju.

    Ég vil líka spyrja Magga hvað er svona hlægilegt við umræðuna um kaupin á A. Carroll er það að menn hafi verið að gagnrýna það að hann hafi verið keyptur á 35 milljónir punda sem er svona hlægilegt. Mér finnst í raun hlægilegt að menn hafi virkilega metið A. Carroll aðeins 15 milljónum ódýrari en Torres. Ég hef t.d spurt að því hér en ekki fengið svar við því hvort að menn hefður verið ánægður ef Carroll hefiði verið keyptur á 10 millur (sem gæti verið sangjart verð fyrir hann) þannig að Chelsea hefði þá borgað 25 milljónir fyrir Torres menn hljóta að sjá að þetta gengur ekki upp. Alveg sama hvernig á það er litið þá eru kaupinn á Andy Carroll fáránleg og ekkert sem réttlætir þau.

    Annars er ég sammála öllu sem Maggi segir í sínum pistli. Mér er reyndar alveg sama hvað Liverpool er að borga sínum leikmönnum í laun svo lengi sem þessir leikmenn eru að gera eitthvað af viti og geta eitthvað. Það er maður ekki að sjá í dag.

    Ég skil líka ekki hvaða vonir menn hafa í þessum janúar glugga það er ekki algengt að það sé verið að kaupa marga leikmenn á þessum tíma því lið eru nú ekkert svakalega viljug að láta sína bestu menn fara frá sér. Ég hef námkvæmlega enga trú á því að það eigi eftir að bætast einhver leikmaður við í viðbót í þessum glugga alla vega ekkert stórt nafn.

  26. Seriously, er ekki hægt að finna eitthvað skemmtilegra að ræða um en hvort Benitez og Lucas séu góðir eða vondir?

  27. @Púmba 24
    Það var linkur hérna inn á kop.is um daginn sem að var með leikgreiningu eftir Sunderland leikinn þar sem að kom fram að að Lucas er einmitt að falla svona langt aftur til þess að leyfa bakvörðunum okkar að sækja meira fram. Ég mæli með að þú kíkir á hann. Þegar að við erum að sækja þá dettur hann aftur, rétt fyrir framan Skrtel og Agger og og þá erum við í raun farnir að spila 3-4-3 með bakverðina sem “kantara”. Þetta er sem sagt upplagt af BR og ég get ekki annað sagt en að þetta hafi bara svínvirkað í þeim leik, þó svo að það hafi skilað litlu í síðasta leik.
    Ég hef það reyndar svolítið á tilfinningunni að BR sér hræddur þegar að kemur að stóru leikjunum og að hann koðni bara niður og leyti þar af leiðinandi bara í það sem að hann telur sig þekkja best, en er kannski ekki endilega besta uppleggið fyrir leikinn. Að láta Allen byrja þennan leik fram yfir Henderson var rangt allan daginn og það virðast allir hafa séð það nema hann. Í síðustu leikjum þegar að Henderson hefur byrjað hefur vinnslan á miðjunni verið mikið meiri og allt annað að sjá til liðsins. Allen er ekki að takast að gera það sama.

  28. @24 Púmba… það bara getur ekki annað verið en þú sért að grínast varðandi Lucas

    Lucas droppar niður á milli miðvarðanna sem sjá þá um að covera hlaup upp vængina. Lucas er svo í hjálparvörn við þá, en þeir droppa niður fyrir Lucas ef hann mætir manni sem kemur upp miðjuna.
    Hugmyndafræðin er sú að í stað þess að geyma sóknarsinnaða bakverði í vörn þá droppar Lucas en bakverðirnir spila ofar en kantmenn í mörgum uppstillingum. Reikna með því að þú viljir fara í total football taktík?

  29. Ég get svo svarið fyrir það ég skrifaði þessa færslu í morgun, 15. janúar árið 2013, eða það hélt ég.

    Getur verið að ég hafi verið með martröð í fimm ár, þetta var bara grín og það er árið 2008 ennþá?

    A.m.k. er umræða um Benitez, hugsanlega sölu á Alonso og kaup á Barry í staðin. Gæði Lucas Leiva og Maggi er farinn að tala um að breik-dansa!

    Af gefnu tilefni finnst mér að smalahundurinn okkar Dirk Kuyt ætti að fara smá á bekkinn og ég hef enga trú á stefnu Gillett og Hicks.

    Plís ekki segja mér að undanfarin ár hafi ekki bara verið martröð!

  30. Það sjá það allir sem vilja sá það að Lucas er ekki sami leikmaðurinn og hann var. Kannski kemur það með meiri spilamennsku enn kannski er það ómeðvitaður ótti við meiðsli sem er að hefta hann. Hann var vanur að éta menn um leið og þeir fengu boltann núna var búinn að lesa leikin áður enn nú er hann oft of seinn og missir þá frá sér. Við skulum ekki afskrifa Lucas Leiva.

  31. Ég nennti ekki að lesa öll kommentin hérna, þannig að það getur vel verið að einhver hafi komið inná þennan punkt.

    Ég held að takmarkið sé ekki beint að “lækka launakostnað”, heldur að “rétta launakostnað af”. Við höfum verið að borga gömlum, excuse my french, aumingjum ALLTOF há laun. FSG hafa aldrei sagt að þeir geti ekki borgað laun, en þau þurfa að vera í samræmi við það sem leikmenn skila til félagsins. T.d. fékk Suarez dágóða launahækkun í sumar eftir að hafa staðið sig vel og skilað miklu til klúbbsins, þrátt fyrir að fyrri samningur hans væri ekki nálægt því að renna út.

    Það að “lækka launakostnað” er því ekki rétttnefni yfir það sem er í gangi hjá Liverpool núna.

    Ég er viss um það að ef Liverpool myndi kaupa leikmann, sem væri þess virði að fá 120k á viku, þá myndu þeir borga honum þau laun, við erum bara hreinlega ekki í stöðu (vantar CL) til þess að lokka þannig leikmenn til okkar ennþá!

  32. Fá Sneijder asap. Sturridge, Suarez og Sneijder upp á topp. Þeir fara að raða inn mörkum og varnarmennirnir okkar fá pung og fara að halda hreinu. Jose Reina eyðir tímanum af leiknum í að spá hvaða lit hann á að hafa á markmannshanskanum í næsta leik. Sterling á tréverkið og fræðast um gildi getnaðarvarna. Joe Allen á tréverkið og læra af Lucas/Gerrard. (Þeir verða nefnilega byrjaðir að fá pung líka þegar að við erum byrjaðir að skora) Þessi norðmaður má dala í Southampton mín vegna. Og já eitt í viðbót. Hver væri ekki til í að sjá F.Lampard líka í rauðu treyjunni. Ég stórefa að hann fari að setja liðshollustu Chelsea eitthvað fyrir sig miðað við framkomu þeirra gagnvart honum undanfarið. Þá steinliggur þetta. Reina. Skrtel og Agger hafsentar, Enrique (hann fær líka pung) og Johnson bakverðir. Lucas djúpur á miðjunni Lampard og Gerrard fyrir framan hann. Suarez og Sneijder á köntunum og Sturridge frammi. Má ekki annars skrifa pung á þessari síðu? Það er allavega eitthvað sem vantar í þessa stjórnendur hjá okkar ástkæra liði.

  33. Jó jó …. aðeins að anda inn og út hérna.
    Lucas var næstum heilt ár í burtu það tekur hann kannski smá tíma að koma til baka. Ég hef sagt það áður og skal glaður segja það aftur, hann var og er algjör commander í leiknum sínum og lykillinn að vélinni sem þarf að vera til staðar í liðinu.
    Í alvöru, horfiði á liðið eftir að hann byrjaði að skríða til baka og berið það saman við það sem var í gangi í haust þegar hann vantaði !!!

    En já það væri frábært ef við værum að vakna núna Babú ! Ef í dag væri janúar 2008 myndi ég selja allt sem ég ætti og drulla mér úr landi ….. strax.

    YNWA!

  34. Tók einhver eftitr því hvað lýsandinn breski sagði í leik Man U og L.pool þegar Van Persie skoraði?
    “you get what you pay for. Top money, top player”
    Svo einfalt er það þó gullmoli leynist stöku sinnum í ódýrum mönnum.

  35. Það eru augljóslega ekki til miklir peningar. Því er ekki hægt að kaupa mikið.

    Cole fékk varla að spila, Sahin fékk varla að spila. Þegar þeir spiluðu stóðu þeir sig ekki vel. Því er gott að losna við þá.

    Lucas, Borini og Enrique hafa verið ansi mikið meiddir á þessu tímabili. Því hafa unglingar þurft að koma inn. Sturridge gefur okkur mun fleiri möguleika uppi á vellinum.

    Við erum með þunnan hóp, satt er það, en aðallega er hann ungur og reynslulaus. Því þarf þolinmæði.

    Það er engin leið út úr þessu nema sýna þolinmæði. Allir sem þekkja eitthvað til sjá að liðið bætir sig hægt og rólega. 2 skref áfram og 1,5 tilbaka. Það gerist með ung og reynslulaus lið. Framfarirnar eru hins vegar augljósar fyrir alla að sjá en stöðugleiki mun ekki nást strax.

    Þeir sem hafa náð að “slá í gegn” í aðalliðinu, Shelvey, Wisdom, Suso og Sterling, verða 21 árs, tvítugir og 19 ára á þessu ári. Það er ekki langt í að þeir muni ná þeim stöðugleika í sínum leik sem til þarf hjá liði eins og Liverpool.

    Sýnum þolinmæði, við erum á réttri leið. Framfarirnar verða einfaldlega hægar þegar ekki er til mikill peningur, hópurinn þunnur og treyst er á unglinga vegna þess.

    YNWA.

  36. Nenniði plis að hætta að tala um það að við getum ekki fengið hinn eða þennan af þvi við erum ekki i meistaradeildinni, það hljota allir að sja það að þetta er kjaftæði, onefnt lið i manchester borg tok sig td til og keypti marga stjornuleikmenn fyrir nokkrum arum an þess að vera i meistaradeildinni, þeir gatu boðið mjog goð laun og auk þess synt fram a það að þeir væru a leið i meistaradeildina og það ekki eftir 3-5 ar heldur við fyrsta tækifæri. Okkar menn geta hvorki boðið mjog goð laun a við stærstu lið evropu og hvað þa siður synt fram a það að við ætlun að vera þattakendur i meistaradeildinni næstu arin og það er astæðan fyrir þvi að stærstu nofnin hafa litinn ahuga a liverpool.

    99 prosent leikmanna er skitsama um meistaradeildina, þeir spa bara i launaseðlinum.

    Annars var ben arfa að tala um að hann hefði ahuga a liverpool, hernig væri að menn nyttu ser það og byðu td carroll i slettum skiptum? Það er leikmaður sem við gætum svo sannarlega notað.

  37. 38 það sem ian ayre sagdi i þessu viðtali hreinlega hlæja bretarnir af, folk er orðið þreytt að lata ljuga af ser. Fyrst peningar eru ekkert vandamal hvers vegna eru menn þa ekki að styrkja liðið?

    Menm verða að fara að hætta bara að blaðra og þvaðra einhverja helvitis steypu og fara þess i stað að framkvæma..

    Einnig hlytur að vera aðhlatursefni þegar rodgers talar um litiæ budget og það hafi alltaf verið vitað að litið yrði til af seðlum þetta seasonið en nei nei þa kemur hfir vitlegsingurinn hann ian ayre og talar um að nog se til af seðlum og blablabla ognpenigar seu engin fyrirstaða og þeir geti keypt það sem þeir vilji, biddu vinna þessir menn ekki saman eða? Geta þeir ekki einu sinni talað saman og drullast til að segja það sama i bloðunum?

  38. Viðar … þú þarft að vinna titla eða fá olíu araba til þess að geta borgað þessi laun sem united chels og city eru að borga …

  39. Ég vil bara sjá Liverpool drullast til þess að bjóða Wesley Sneijder samning og bjóðast til þess að losa Chelsea við Fernando Torres og þá verð ég sátttur.
    Þessir 2 leikmenn myndu styrkja liðið fáranlega mikið og draga okkur upp töfluna.
    Það er flott að eiga unga og efnilega stráka og allt það en það vantar reynslu í DAG og þessir 2 myndu svo sannarlega koma með hana.
    Við verðum að gera atlögu að þessu 4 sæti og núverandi mannskapur er því miður ekki nægilega sterkur.

  40. Á þá að veðsetja klúbbinn aftur og fara á fyllirí og versla fyrir 300 millur eða hvað? Liverpool var korter frá því að fara á hausinn og þið viljið versla eins og enginn sé morgundagurinn. Auðvitað þarf að versla eitthvað en það er aldrei að fara að gerast fyrr en í sumar. Brendan er rétt að byrja og menn strax farnir að heimta nýjan stjóra er ekki í lagi? Við þurfum að sætta okkur við þetta í smátíma í viðbót og stillum væntingar í hóf. Eðlileg staða í lok leiktíðar verður 6-8 sæti ekki fet framar eða aftar.
    Eigið góðar stundir.

  41. Mikið væri ég til í að fá gamla góða ´niðurþumalinn´.
    Það snöggfauk í mig við að lesa sum ummælinn hérna hérna.

    Púmba #24 Þú ert fyndinn gaur, ættir að leggja uppistand fyrir þig.
    Lucas ofmetnasti leikmaður deildarinar?
    http://www.youtube.com/watch?v=Td82zp1e-gA

    En ég get verið sammála með að FSG þurfa að hætta að þynna út hópinn. Menn þurfa að vera með mann í manns stað. Ég get fyrirgefið að þeir hafi látið Cole og Sahin fara og fengið striker í staðinn. Við erum nokkuð vel settir á miðjuni fram að sumri. Sóknarlega erum við þokkalega mannaðir eftir að Sturridge kom og Borini jafnaði sig á fótbroti, en breiddin er lítil og guð hjálpi okkur ef menn fara að meiðast núna á seinni helming tímabilsins…

  42. Já helvítis FSG að hafa bjargað klúbbnum frá gjaldþroti hmmmmm. Væri miklu skemmtilegra að fylgjast með okkar klúbbi í neðri deilunum a la Rangers !!! Maður verður að sætta sig við ástandið meðan það er verið að endurskipuleggja fyrirtækið LFC. FSG hafa og munu gera mistök meðan þetta er í þróun. Þetta er ekki Football Manager.

  43. Nenniði plis að hætta að tala um það að FSG hafi bjargað klubbnum fra gjaldþroti, menn lata eins og ef þeir hefdu ekki keypt klubbinn þa værum við i 7 deild i dag, haldiði i alvorunni að þeir hafi verið einu mennirnir a hnettinum sem vildu kaupa felagið eða ?

    Við vorum aldrei að fara i gjaldþrot, það voru margir sem syndu mikinn ahuga a að kaupa felagið og þo FSG hafi fengið klubbinn langt undir markaðsvirði þa þarf ekki alltaf að tala um að ef ekki hefdi verið fyrir þa þà værum við að spila i 7 deild…

    Eitt enn ef eg væri stjori liðsins þa væri LUCAS alltaf fyrsti maður a blað hja mer i hverjum einasta leik sem við spiluðum sama hver andstæðingurinn væri. Hann er lang mikilvægasti leikmaður liðsins i dag. Haldiði að það se tilviljun ad liðið hafi unnið fleiri leiki en færri uppa siðkastið ? Nei það er engin tilviljun, það sem gerdist er það að lucas er mættur aftur. Hann er ekki komin i sitt besta form en þegar hann nær þvi þa munum við tapa enn færri leikjum það er bara þannig

  44. Þessi umræða er mögnuð. Það á endilega einhver koma með linka á þessar umræður frá Ian Ayre og FSG. Ég man þetta nokkurn veginn þannig að umræðan hafi verið þannig að markmiðið væri ekki endilega að lækka launakostnaðinn heldur tryggja að gæðin væru í samræmi við kostnaðinn. Ég get ekki séð betur en að það sé allavega verið að losa út síðri gæði þó við séum ekki enn að sjá betri gæði þá er þetta annar glugginn með Brendan Rodgers og Kenny fékk nú að kaupa, Carroll á 35, Hendo á 16, Downing á 16 o.s.frv.

    Mantran í því sem FSG hefur svo sagt er að klúbburinn sé sjálbær. Fjölmargir kvarta undan því að FSG sé ekki að dæla peningum í félagið. En í Englandi eru bara tvö félög sem búa við þannig lúxus. Það eru Chelsea og Man City. Flestir eru á því að þetta sé óheillaþróun og FFP er miðað að því að stoppa þetta.

    Fyrri eigendur tóku félagið yfir leveraged og það leiddi það af sér að það fór næstum á hausinn. Nýir eigendur ætla ekki að gera það og ég get sætt mig við það.

    Aftur á móti finnst mér lögmæt gagnrýnin á FSG að t.d. John Henry sé ekki nógu sýnilegur á Anfield og að það vanti reyndari menn í yfirstjórn klúbbsins. Að mínu mati eru hveitibrauðsdagarnir hvað það varðar liðnir og þeir þurfa að fara að man up í almennri stjórnun á klúbbnum. Einn hluturinn í því er að hafa consistency í þjálfaramálum og ég vona að þeir beri gæfu til þess. Allir þessir leikmenn Liverpool sem eru að skrifa undir nýja samninga núna væru ekki að gera það ef þeir hefðu ekki trú á honum. Einnig hef ég ekki orðið var við neina óánægju frá leikmönnunum sem mér finnst líka góðs viti.

  45. 18 og 19
    Smjörkípuaðferð og orðhengilsháttur af verstu sort, væri ekki ráð að telja þá líka alla þá fjölmörgu sem Rafa keypti sem ekkert gátu? Og þeir voru ansi margir. Þó svo að hann hafi keypt Alonso breytir það ekki þeirri staðreynd að hann seldi hann til að reyna að kaupa Barry. Ég hafna því alfarið að Alonso hafi verið óþekktur þegar hann var keyptur. Annars erum við klárlega á öndverðum meiði hvað þennan vitleysing varðar, ég hef þessa skoðun á honum og mér er það frjálst enda skoðanafrelsi hér sem annars staðar.´
    Áfram Liverpool.

  46. FSG eru engir guðir og björguðu ekkert okkar klúbbi. Þeir keyptu hann vegna þess að þeir sáu fjárfestingatækifæri. Stórann klúbb með fáránlega stóran fanbase á heimsvísu. Ef þeir hefðu ekki keypt hann hefðu aðrir gert það. Menn með viðskiptavit hefðu ekki látið svona tækifæri fara frá sér. Þeir voru bara fyrstir sem sýndu alvöru áhuga. FSG er bara fyrirtæki sem keypti annað fyrirtæki.

    Þeirra stefna er að græða peninga og þeir hafa einhverntíman gefið það út að þeir vilji borga mönnum skv. frammistöðu. Þess vegna kemur ekkert á óvart að Cole og Sahin eru farnir. Þeir voru ekki að skila neinu og því ekki hæfir til að fá greitt. Það má líka deila um marga aðra sem eru á launaskrá hjá okkur og hafa ekki verið að standa sig.

    Það lítur allt út fyrir að FSG ætli að breyta okkar frábæra kúbbi í Arsenal. Kaupa unga og efnilega leikmenn og selja þá síðan ef þeir ná að blómstra. RVP hefur sannað það heldur betur að það getur vel borgað sig að kaupa leikmenn eldri en 26 ára… með orðum SKY lýsenda.. “You get what you pay for”…… ( að vísu ekki Chelsea með Torres.. hehehehehe )..

    Eníhú.. þá vonar maður að eitthvað gerist á næstu 2 vikum sem sannfærir mig um að við séum ekki að stefna á að vera Arsenal..

  47. mér er sama hvað hver segir ég vil okkar klúbb á toppin og ekkert annað og það helst strax.
    Ég er mjög tapsár og ég þoli ekki að vera fyrir neðan fo…. man u og til þess þurfum við peninga og það eiga núverandi eigendur ekki til, því vil ég þá burt.
    Það mun taka allt of langan tíma að komast í fremstu röð þ.e.a.s ef við komust þá. það er nefnilega ekkert sjálfgefið. Þegar lítið er til af peningum og önnur lið hafa mikið af seðlum þá getum við ekki gert okkur miklar vonir að komast á meðal þeirra bestu.

    Svo er það blessaður stjórinn, ég held að hann ásamt öðrum í klúbbnum ættu að fara að loka á sér þverrifunni og láta verkin tala. Þetta er orðið hlægilegt hvernig menn tala og drulla svo upp á bak í hvert einasta sinn sem þeir opna túllan.

    ÉG VIL MENN MEÐ SAND AF SEÐLUM TAKK.
    Það er nefnilega hægt að reka klúbbin vel þó að ríkir séu eigendur.

  48. ég verð bara að segja, þessu er ég sammála sem hozzman ritar á Teamtalk.com Þetta eru skoðanir margra Liverpool manna.

    hozzman (Liverpool): The question is: Does BR get the boot if we do not finish top 4?At the end of the season, ask yourselves, was the season with KD as manager better or not? Do you honestly see progress when compared to last season or the seasons after Rafa’s departure? When SG recently said; do not place too much confidence in youngsters, you can easily guess what is running through his head. He played alongside Hamann, Alonso, Mascherano and he also praised Mc Allister, in other words he is saying, we are nowhere near it and it is not going to happen in the foreseeable future. This Liverpool team owes a lot to SG, he could have gone and win things(probably should if he knew it would be like this) and rightly so.Gone are the days where he could single handedly win a game. The tiki taka style is meant for technically gifted players and probably not meant for the Premiership and certainly not with our current crop of players. Bad owners make you become a bad team, bad managers also results into a bad team, and a cocktail of these two…. It is a travesty for a player like SG to end his career in a team which is fighting to finish top ten. It is not rocket science to see that BR does not have a clue in the transfer market. It was the first time since 1994, that there were 21 points gap between Liverpool and Man United prior to the clash at Old Trafford and when you have a manager and players saying that they were happy with the fight in the match, you know where we are heading. Cry my beloved Captain. Cry.

  49. Fullt af mönnum hérna sem voru greinilega meðvitundarlausir á síðasta áratug. Telja að peningar vaxi á trjánum og best að skuldsetja klúbbinn sem mest til að borga yfirverð fyrir leikmenn. A la West Ham með Eggert og Bjögga.

    Mikið verður gaman þegar næsta bóla byrjar að vaxa til að seðja skammtíma hugsunarhátt ykkar. Meiri helvítis dellan að biðja um rugl rekstur eða Sugahdaddies sem eru að eyðileggja boltann í dag. Skömm að þessu.

    Það er verið að taka til í rekstrinum og til þess þarf tíma. Síðan er hægt að hefja uppbygginguna fyrir alvöru. Allavega meir en að kaupa Sturridge fyrir 12 mills. Bara nokkuð gott finnst mér. Svo halda menn að eigendur klúbbsins hafi bara ekkert spreðað. Man nú ekki betur en sumarið 2011 hafi þeir eytt svakalegum upphæðum í leikmenn. Enginn þeirra hefur staðið undir væntingum. Svo ætlast menn bara að þeir rífi upp veskið og bæti í eftir það rugl?
    Annaðhvort er allt of mikið af börnum á þessum vef, eða að maður fari að hafa áhyggjur af landsmálum hérna á næstunni vitandi það að maður fylgist reglulega með neysluvísitölunni til að vita hvernig maður getur lifað af.

    Helvítis vitleysa í gangi hérna.

  50. Ég er á því að sú fullyrðing að FSG hafi bjargað LFC frá gjaldþroti sé einfaldlega röng. Sú frétt sem við fengum ekki fyrir löngu að dómssátt hefði náðst við fyrum eigendur utan dómstóla samfærði mig. Það sem hefði gerst væri annað hvort hefðu aðrir en FSG eigast klubbinn eða kúrekarnir náð að endurfjármagna lánin sem gerðist ekki sem betur fer. Þannig fyrir mér eru FSG menn ekki neinir bjargvættir og eiga ekkert inni hjá mér sem stuðningsmanni LFC, þetta eru bara venjulegir viðsliptamenn sem eru í þessu til að græða pening. Ég hef sýnt þeim traust og stuðning síðustu árin en ef ekkert fer að gerat í þá átt að styrkja klubbinn með góðum leikmönnum í þessum glugga og næst er mín þolinmæði horfin. Þegar 2 til 3 ofborgaðir leikmenn fara þá vil ég sjá á móti minst 1 góðan leikmann sem óhætt er að borga góð laun inn í staðin. Einnig fer það mjög í mig þessar misvísandi fréttir frá liverpool. BR segir að fjármagn sé ekki mikið en svo kemur IA og segir að fjármagn sé ekki vandamál?? Hvað er rétt?

  51. Voldi ég held að þú ættir að draga andan og ekki gera lítið úr skoðunum annara vegna þess að hvorki þú né aðrir hafið ekki hugmynd um hverjir hafa rétt fyrir sér, það mun tímin einn leiða í ljós. Allir hafa rétt á sinni skoðun og ef þú telur skoðanir annara vera barnaskap eða vitleysu þá segir það meira um þig en aðra.

    Rekstur klúbbana snýst um peninga og því meira sem þú átt því betra en eins og ég hef sagt áður þá er hægt að taka til í rekstri þó að það séu olíu furstar sem eiga klúbbin eða ekki.

  52. Patrekur 53
    Segir það sig ekki eigilega sjalft að fjarmagn er litið? Baðir gluggarnir a siðasta ari og það sem buið er af þessum ættinað syna þer að það sem Rodgers segir um að fjarmagn se litið er rett

    Ian ayre er bara algjor vitleysingur, hann er bara tuska fyrir Henry og Werner og maður fær a tilfinninguna að Henry og Werner sendi honum bara tolvupost med upplysingum semhann a að fara med bloðin. Það eru sem betur fet langflestir farnir að atta sig a vitleysunni sem þarna er i gangi og vitiði baratil, þetta er bara byrjunin a bömmernum, astandið mun versna meira og meira eftir þvi sem a þetta àr mun lýða. Eg spai þvi að það verðu einhver sirkus i gangi eftir þetta season þar sem eg gæti alveg eins sed FSG Reka Rodgers til að reyna að koma sokinni fra sjalfum ser, sumargsumarglugginn verður bömmer og jafnvel enn verri en sa sem var siðasta sumar og svona uppur haustinu verða ALLIR stuðningsmenn þessa felags bunir að missa þolinmæðina gagnvart FSG og það verður alvoru sprengja. Eg vona að sprengjan verði fyrr en i haust en spai að það verdi ekki seinna en þa. Einnig held eg að það se ekki nokkur maður að fara taka fyrstu skoflustunguna ad stækkun anfield, það mun mal verður bara tafið afram, menn hafa tafið það mal i 10 ar og engin fyrirstaða til þess að gera það bara afram nokkur ar i viðbot. Hvernig samningur var gerður við FSG þegar þeir keyptu felagið? Attu þeir ekki að stækka anfield eða byggja nyjan voll? Var engin timarammi a þvi verkefni eða ? Það virðist allavega ekki vera.

    Það er orðið sorglegt þegar flestir stuðningsmenn man utd eru hættir að rifast við okkur pullarana um knattspyrnu, þeir nenna þvi varla lengur enda við um miðja deild engin ogn við þa, þeir koma frekar og klappa manni a bakið og segja jæja viddi minn mikið agalega vorkenni eg þer að þurfa að halda med þessu meðalliði. Þeir bæta þvi svo oft við að þeir vinist nu til að okkar menn girði sig nu sma i brok og veiti toppliðunum sma samkeppni þvi það væri nu alltag pinu gaman að geta rifist við okkur pullarana.

    Framforin a liðinu okkar fra þvi FSG keypti felagið haustið 2010 er nkl engin, það er nær þvi að vera afturfor, þetta er einfaldlega sorglegt, það er sorglegt hvernig fyrir þessu storkostlega knattsoyrnufelagi er komið.

  53. Hefur einhver orðið ríkur af því að eiga knattspyrnulið? Ég held að peningarnir komi yfirleitt á undan. Eigendurnir settu engin lán á klúbbinn þegar þeir keyptu hann og því eru afborganir lána margfalt minni en áður. En peningarnir fyrir kaupunum hafa þá komið frá eigendunum. Það er umtalsverð fjárhæð sem þeir hafa lagt í þetta. Enn þann dag í dag hafa þeir engan pening tekið út úr félaginu (ef einhver vill leiðrétta það þá er það velkomið).

    Þeir sem vilja geta látið sig dreyma um einhverja forríka austurlandabúa en ég verð að viðurkenna að mér hugnast núverandi fyrirkomulag betur.

  54. Góðir Liverpooláhagendur!
    Ég vil byrja á því að hrósa þeim Kopmönnum fyrir að halda þessari síðu út. Ég les hana nærri á hverjum degi enda búinn að halda með Liverpool í meira en 40 ár og farið á allmarga leiki. Sumir hafa endað vel, aðrir ekki.

    Auðvitað viljum við öll veg okkar félags sem mestan. Mér finnst að við þurfum aðeins að setjast niður og horfa á nokkur atriði.

    Hvað BR varðar, þá voru hér mjög margir þeirrar skoðunar þar hann tók við af KD að hann fengi 1-2 (jafnvel 3) ár til að byggja upp nýtt lið með nýrri hugmyndafræði. Það þýðir ekki að fara á taugum eftir 5 mánuði.

    Hvað varðar leikmannhópinn þá bendi ég á að ekki fer vel saman að kvarta yfir því að ungir efnilegir leikmenn úr unglingaakademínunni fái engin tækifæri og að kaupa nýja menn til að taka þeirra stöður. Auðvitað þarf að vera eitthvert jafnvægi til staðar.

    Með því að leyfa unglingunum að spila vinns ýmislegt.

    Þeir fá reynslu og hlítur að fara fram sem leikmönnum
    Meiri líkur er á að ungir efnilegir leikmenn fari til þess liðs sem gefur ungum leikmönnum tækifæri. Ég heyrði það í lýsing Sky-þula að ungir og efnilegir leikmenn hjá Chelsea hefðu litla sem enga möguleiki á að spila með aðalliðinu.
    Auðveldara er að aðlaga unga leikmenn að nýju skipulagi.
    Launakostnaður

    Vissulega mætti nefna fleiri atriði en ég læt þetta nægja.

    Ég er vissulega fylgjandi því að kaupa þá leikmenn sem passa inn í það kerfi sem BR vill að liðið spili.

    Við höfum leyft unglingunum að spila mjög mikið og hafa þeir staðið sig mjög vel stundum en eðlilega vantar stöðugleika hjá þeim. Hann kemur með reynslunni. Cole og Sahin virtust mér ekki betri leikmenn en þeir.

    Mér finnst liðið vera á uppleið svo við skulum gefa BR sénst og hætta þessu endalausa væli. Auðvitað má gagnrýna en reyna þá frekar að rýna til gagns.

    Aftur, höldum ró okkar og hvetjum lið okkar á jákvæðan hátt. Nóg finnst mér um niðurrifsstarfsemi.

    YNWA

  55. Brendan hefur talað um að nýr leikstjórnandi og vinstri bakvörður séu næstu verkefni. Samt liklega ekki fyrr en næsta sumar.

    Segir þetta ekki bara allt sem segja þarf. Það er ýmislegt að í liðinu en það er byggt upp í rólegheitum í stað þess að kaupa strax. Ég held að þessi uppskrift sé skiljanleg þar sem mikil ólga hefur verið um bæði leikmenn og þjálfara undanfarin ár og eiginega langmikilvægast fyirr Liverpool núna að búa til stöðugleika og finna stjóra sem hægt er að treysta fyrir uppbyggingunni næstu árin áður en keypt er hægri vinstri.

    Brendan hefur gert nokkuð góða hluti finnst mér að mörgu leyti. Hann hefur hreinsað vel til í liðinu. Gefið mörgum kjúllum tækifæri og látið liðið spila ágætlega.

    Það neikvæða er að deildin lýgur ekki og Liverpool er búið að tapa alveg fáránlega mörgum stigum með ekki nógu góðri spilamennsku. Ekki er hægt að kenna meiðslum um í liðinu því ekki margir hafa verið fjarverandi. Svo eru leikmannakaupin spurningarmerki. Allt rétt rúmlega tvítugir strákar sem hafa komið inn en hafa þeir styrkt hópinn verulega? Þá er ekki meðtalið að fara inn í sísonið með Suarez og Borini sem einu sóknarmenn.

    Ég held að Brendan þurfi að sanna sig verulega á seinni hluta tímabilsins og hífa liðið upp í lágmark 6-7.sæti. Ég hef trú á að hann geri það.

  56. Held að það væri best fyrir alla ef að Ian Ayre hætti að tjá sig um málefni Liverpool. Þetta er hálfgerður trúður sem ætti frekar að fara á mótorhjólinu sínu í langt ferðalag, langt frá Liverpool.

  57. Frá því 15.október hefur Liverpool spilað 15 leiki og er með 4.besta árangurinn á þessum tíma. Við höfum séð það betra en þetta er ekki alslæmt. Er ekki öllum ljóst að liðið er sífellt að bæta sig? Var ekki öllum ljóst í upphafi tímabils að róðurinn yrði þungur?

    Fórum af stað í tímabilið með Borini og Suarez sem okkar fremstu tvo menn en Borini meiddist strax þannig að við þurftum að treysta á Sterling til að vera fastur byrjunarliðsmaður. Núna er ekki bara Borini kominn til baka heldur fengum við mikinn liðsstyrk í Daniel nokkrum Sturridge. Með þessa þrjá heila þá eru Suso, Sterling og Downing komnir í eðlilegra hlutverk, þ.e. að veita cover af bekknum og eins að spila bikarleiki. Sahin og Cole eru farnir sem er gott mál enda léku þeir lítil hlutverk í liðinu.

    Það töluðu öllir um þolinmæði í byrjun tímabils en grátkórinn hérna inni er alveg hreint magnaður, það er grenjað yfir eigendunum, Brendan Rodgers, Gerrard, Lucas, Reina og svo mætti lengi telja. Sumir vilja meina að það þurfi að fjárfesta í þessum glugga fyrir 30+ milljónir og allt að 150m punda í sumar til þess að liði eigi möguleika á 4.sætinu. Er ekki allt í lagi? 180m punda í tveimur gluggum? Kaupa bara 6 þrjátíu milljón punda kalla á hvað 130 þús pund++ á viku? Svona er bara ekki svaravert. Ég er alveg á því að þarf að styrkja hópinn en menn mega nú alveg halda að minnsta kosti litlu tánni á jörðinni þegar verið er að spekúlera.

    Eins og staðan er í dag vantar okkur herslumuninn í að stimpla okkur inn í topp fjóra aftur. Það vantar betra cover í vörnina (vinstri bak og jafnvel miðvörð) og fyrir Lucas. Myndi ekki kvarta yfir að fá einn í viðbót upp á topp eða mjög teknískan og öflugan kantmann. Fjárfesting í þessum þremur stöðum fyrir kannski 25-50m punda myndi gjörbylta liðinu okkar.

    Tímabilið í ár snerist í raun aldrei um meistaradeildarsæti heldur að leiðrétta mistök undanfarinna þriggja tímabila, bæta inn ungum og efnilegum mannskap í bland við hryggjarsúluna í liðinu (Reina, Agger, Skrtl, Glen, Gerrard, Lucas, Suarez(+kannski Sturridge og Borini)) Fyrir utan eldskírnina sem var gríðarlega erfitt fimm leikja prógramm þá er liðið búið að vera á topp 5 og ég held að við getum flest verið sammála um að uppskeran í leikjum hefur stundum verið rýrari heldur en frammistaðan gaf til kynna en það ætti nú að lagast á seinni hlutanum sérstaklega þar sem framlínan lítur töluvert mikið betur út.

  58. Nr. 61 er eitt besta comment hérna inni í langan tíma. Heyr, heyr.

Man Utd 2 Liverpool 1

Fréttir? Engar fréttir.