Byrjunarliðið gegn Oldham í 4.umferð FA cup

Þá er ljóst hvernig Brendan stillir upp í kuldanum í Oldham.

Jones

Wisdom – Skrtel – Coates – Robinson

Allen – Henderson
Borini – Suarez – Sterling

Sturridge

Bekkur: Gulasci, Carragher, Shelvey, Lucas, Downing, Gerrard, Suso.

Dömur mínar og herrar. Fyrirliði Liverpool FC í dag er…Luis Suarez!!! Beinlínis frábært.

Greinilegt að Rodgers leggur mikið uppúr keppninni sem mér finnst gott. Eftir sjokk gærdagsins, það að Chelsea slapp naumlega og þegar þetta er skrifað eru Tottenham að tapa í Leeds er ljóst að við skulum ekki vanmeta neitt.

Þetta lið á að geta staðið sig í dag.

Þetta er skemmtilegasta bikarkeppni í heimi og framundan er ólíkt stuð því sem við eigum að venjast.

KOMA SVO!!!

102 Comments

  1. Ég verð að hrósa þessu byrjunarliði. Gaman að sjá Suarez(C) , Sterling, Borini og Sturridge alla saman í byrjunarliðinu.

    Ég spái þessu 0-5

  2. Þetta þykir mér gríðarlegt overkill á liðsvali. Vona að við klárum þetta bara 4-0 í fyrri hálfleik og tökum okkar bestu menn útaf og hvílum þá fyrir Arsenal leikinn auk þess sem við minnkum líkum á meiðslum.

  3. Það er ekki verið að splæsa í varnarcover fyrir óreynda varnarlínu á útivelli, Allen og Henderson með Suárez fyrir framan. Ég giska á að þeir fái á sig amk. eitt mark en sterk framlína skili sigri.

  4. Gaman að sja þetta byrjunarlið og eg samgleðst minum manni innilega að fa að vera med bandið i dag, virkilega nice move hja Rodgers að leyfa Suarez að fa bandið.

    Ætli suarez se fremstur i þriggja manna miðju þa?

  5. Leikurinn er sýndur á ITV1 fyrir þá sem hafa aðgang að þeirri stöð

  6. Fyrir þá sem eiga iPad; ná í Filmon appið – ITV er frítt þar og leikurinn er sýndur

  7. Sáttur með að Luis Suarez sé fyrirliði og allt það.
    En ég er hinsvegar á því að hann hefði gott af því að fá hvíld og leikurinn í dag hefði verið tilvalinn til þess.

    Mikið af leikjum framundan og hann þarf hvíld eins og aðrir leikmenn. Þó svo að hann vilji spila alla leiki.

  8. Chelsea ljónheppnir að detta ekki út á móti Brentford í dag.

    Tottenham detta út fyrir Leeds í dag

    Og menn vilja að LFC still helst upp varaliðinu sem á helst líka að vinna stórt ?

  9. Mér fannst þetta vera brot. Leggur hendina á öxl Coates.

  10. 1-0 undir eftir 2 mín, menn þurfa að átta sig á að þessi leikur er stríð, og þeir þurfa að MÆTA í þennan leik frá 1 mín.

  11. Úps, þetta var mjög vandræðalegt hjá Liverpool. Coates alveg steingeldur í þessu marki.
    Vonandi var þetta það sem leikmenn þurftu til að sjá að það þýðir ekki að mæta með hálfum huga í þennan leik.

    Vonast eftir sterkum viðbrögðum og flottum leik.
    Nóg eftir

  12. Meðalaldur leikmanna Liverpool sem byrja þennan leik er rétt rúmlega 22 ára.

  13. Hmm ekta enskur bikarleikur, 🙂

    Það þarf hinsvegar að kippa Sterling út af. Hann endar með rautt fyrir hlé ef þetta heldur áfram.

  14. Suarez að standa sig i fyrirliðahlutverkinu, avallt fyrstur a svæðið i að ræða við domarann og roa hlutina niður og það sem meira er þa er suarez salirolegur i samskiptum sinum við domarann.

    Leikurinn hja okkur aðeins að skana þessa stundina og vonandi forum við að komast yfir

  15. Oldhammenn eru full æstir og grófir.

    Já, það mætti halda að þeir spiluðu í ensku fyrstu deildinni…… 😉

  16. Liðið lítur út fyrir að vera ansi brothætt til baka.
    Fjórir sóknarmenn sem lítið hjálpa í varnarvinnu, enginn náttúrulega varnartengiliður og þrír óreyndir í öftustu fjórum.

    Nú verður spilið að batna og liðið að fara að halda boltanum

  17. Það er eins og mönnum sé ómögurlegt að senda boltan á milli sín!

  18. Þrefalda skiptingu í hálfleik

    Inn:
    Carragher
    Downing
    Gerrard

    Út:
    Coates
    Robinson
    Sterling

    Gerrard út á kant og Downing í bakvörð. Veit ekki hvort að Jones eða völlurinn sé lélegur. Virkar allavega ekki sannfærandi.

  19. Borini lélegur, Coates lélegur, Sterling fokking grátlegur og Jones…….. ég á ekki orð.

  20. fín lexía fyrir unglingana. en eru margir hér sem vilja skipta út reina fyrir jones?!?

  21. Djöfullinn hafi það. Menn eru gjörsamlega steingeldir, eru kuldinn svona virkilega að drepa menn að þeir geti ekki sent boltann á milli sín?
    Við erum ekki að fá nokkurn frið á miðjunni, ég vill sjá Allen út fyrir Lucas til að taka á þessum Oldham föntum.
    Jones má svo hreinlega setja hanskana í hilluna. Djöfull vona ég að Gerrard, Carra og Rodgers hrauni all-svakalega yfir þá í hálfleik þetta er bara ekki boðlegt.

  22. Sturrigde á ekki svona buffi að venjast…. Pirraðist strax á fyrstu mínútu. En þetta var greinilegt brot þarna í lokin… Óöryggi í miðjuspili hjá okkur og svo á það bara að vera fullreynt með Coates! En koma svo Liverpool í seinni hálfleik og negla þessa andskota á tækninni og skora bara fleiri mörk en þeir!!!

  23. Þrír leikmenn í rauðu sem að eru engan veginn í Liverpool klassa. Jones, Robinson og Coates.

  24. Ég held að það þurfi að taka Borini út fyrir Lucas, Allen út fyrir Gerrard og Sterling út fyrir Downing og spila

    Jones
    Wisdom – Coates – Skrtel – Robinson
    Lucas
    Downing – Gerrard – Henderson
    Suarez – Sturrigde

  25. Bíddu menn voru að hrósa þessu liði í seinasta leik
    Liverpool eru bara ekki með þetta með.
    Vinna einn leik allir glaðir svo nuna að skíta uppá bak.
    Eg set en og aftur spuring við þennan þjálfara sem tala svo vel í fjölmiðlum.

    Þessu undu peyjar eru bara als ekki nogu góðir Sterrling þolir ekki hörku

  26. Engin miðja hjá okkar mönnum, hún bara gleymdist! En sem betur fer er leikurinn bara hálfnaður og ástandið getur ekki orðið verra. Liðið fær hárblásarann hjá BR og við rústum þeim í seinni hálfleik. Koma svo LFC!!

  27. Verð bara að taka undir púið á Jones sem hann hefur feingið hjá oldham

  28. Jones getur ekki gripið bolta þótt hann ætti lífið að leysa, alveg skelfilegt. Coates, lán með hann, strax. Robinson, haltu þig bara við að spila með reserves næstu mánuðina. Sterling þarf líka að skoða sinn leik. Allir löngu búnir að lesa hvað hann er að fara að gera.

    Sturridge þarf einnig að róa sig aðeins, fannst hann voða pirraður eitthvað.

  29. Það er ekki að sjá að Borini eða Sterling hafi áhyggjur af því að Couninho sé að fara að hirða af þeim tækifærin.

  30. Það er ljóst að sumir verða að finna hreðjarnar, Coates er til dæmis eins og smábarn við hliðina á Smith. Þetta er barátta og það er ekki hægt að stóla á að dómararnir flauti í svona keppni nema á augljósustu brot. Berjast svo!

  31. Róóólegir. Menn mega nú eiga slæman hálfleik án þess að reka þurfi Rodgers og án þess að Jones hætti i fotbolta. Jeminn.

  32. Ja hérna, tónum nú þetta aðeins niður félagar. Já þetta er ekki búið að vera neitt rosalega glæsilegt en það er algjör óþarfi að hrauna yfir liðið.

    Ætla rétt að vona að þeir rífi sig upp á rassgatingu og spili eins og lið í seinni hálfleik.

    YNWA!

  33. Miðjan alls ekki að funkera. Utaf med allen borini og sterling og inn mes gerrard lucas ogdowning, vera þa med lucas henderson og gerrard a miðjunni og downing sturridge og suarez fremsta.

    Allavega lagmark að henda gerrard inn fyrir sterling og færa þa suarez framar og ath hvort gerrard komi ekki med sma ró a miðjuna

  34. da fokk, þurfum enn einu sinni að henda Gerrard inná til að redda þessu, vinnum þetta 4-3

  35. Nei nú er komið gott, styð ekki svartsýnisseggina á þessari síðu en nú má fara með Coates og Robinson í næsta ruslagám.

  36. OMG ! ! ! 3-1, engin vörn, á ekkert að fara að skipta mönnum inná ? Djöfulsins aumingjaskapur, síðasta tækifæri Robinson og Coates, þeir eru farnir á lán núna, ef einhver vill þá. Þvílík skita ! ! !

  37. Er ekki einhver reynsla á bekknum? Þessir tvítugu guttar geta ekki rassgat.

  38. Hélt Jones að boltinn væri á leiðinni yfir markið eða?

    Carragher inn á takk

  39. Jæja. 3-1. Hryllingur að sjá Borini fara svona með dauðafæri einn á móti markmanni og fá síðan svona mark í andlitið. Einhver dvergur fær allan tíma í heiminum til hoppa upp inní vítateig okkar og skalla rólega í netið. 🙁

    Við virðumst bara alltaf eiga hrikalega erfitt með svona líkamlega sterk og vinnusöm lið. Þangað til við vinnum svona lið reglulega þá er eiginlega ekki hægt að tala um framfarir hjá Liverpool FC.

  40. Jæja… BR….. skipta núna… !!! Þetta gengur ekki svona.

  41. Veit einhver hérna hvert hlutverk Joe Allen er í þessu liði? Held að hann viti það ekki sjálfur einu sinni. Hræðilegt að horfa á þetta og þessi vörn er alveg að kúka á sig, jesús…

  42. OK athyglisverðar skiptingar hjá Brendan, er ég sá eini sem að er ekki alveg að ná þeim?? Wisdom út en Robinson fær að hanga lengur inná.

  43. Ekki vissi ég að þjálfarar erfðu það frá forverum sínum að geta ekki spilað gegn litlu liðunum?

  44. leyfði strákunum að fara að leika sér í playstation get ekki horft á þetta

  45. Rosalega verjast Oldham vel, þeir gjörsamlega henda sér fyrir alla bolta. Dómarinn, leitt að segja, finnst mér leyfa þeim að komast upp með allt of mikinn ruddaskap, kannski er það þó partur af menningu þessara keppni, veit ekki. En Þeir hafa farið oft annsi illa með t.d Sturridge….

  46. Var að vonast eftir 2-3 mörkum frá Oldham svo við gætum rænt þessu á 90.mínútu. Það virðist ætla að rætast…..nema náttúrulega við erum bara svona lélegir.

  47. klárt að þessi uppstilling var röng ákvörðun.. .. Hvað, ætlaði BR bara að mæta þarna með enga vörn og rúlla þeim upp ?? .. mistök í varnar og miðjuupstillingu staðreynd.

  48. Rodgers verður flottur á blaðamannafundinu á eftir
    Hann segir alltaf það sem allir vilja heyra og blabla
    En gefum honum tíma. Kanksi einn daginn kaupir hann góðan leikmann

  49. Jack Robinson er skömm við félagið. Keyra þetta drasl eitthvað langt í burt og skilja hann eftir.

  50. Enn og aftur getur maður ekki látið sjá sig útivið næstu dagana:(

  51. Liverpool ætti kannski bara að skella sér í neðri deildirnar og sjá hvað orðið barátta þýðir. Oldham gjörsamlega vonlaust lið hafði fulla trú á þessu og unnu sanngjarnan sigur. Okkar ríku unglingar ættu sennilega bara að rúnka sér í kvöld í staðinn fyrir að dúndra módeleiginkonur sínar…..þetta var það skammarlegt!

Oldham á morgun

Oldham 3 – Liverpool 2