Oldham 3 – Liverpool 2

Ætla ekki að eyða löngum tíma í að lýsa leiknum sjálfum.

Byrjunarlið…

Jones

Wisdom – Skrtel – Coates – Robinson

Allen – Henderson
Borini – Suarez – Sterling

Sturridge

Bekkur: Gulasci, Carragher, Shelvey, Lucas, Downing, Gerrard, Suso.

Frá fyrstu mínútu var klárt hvað var að fara að gerast. Oldham dúndruðu boltanum upp i loftið og settu hápressu á þrastarhjörtun sem stóðu í varnarlínunni okkar í dag. Skoruðu strax á 2.mínútu, Suarez jafnaði en í uppbótartíma gaf þrösturinn Jones Oldham mark. Í upphafi seinni hálfleiks klúðraði Borini dauðafæri og Oldham skoraði í staðinn. Þá loksins setti Rodgers inn menn sem lögðu í það að stjórna þessum leik. Kortéri fyrir leikslok minnkaði Joe Allen muninn og þannig endaði leikurinn.

Í fyrra voru menn alveg hundfúlir yfir deildargengi og töldu bikarkeppnir aukakeppnir. Vonandi glöddust þeir í kvöld og tala um að nú getum við einbeitt okkur að deildinni. Ég er ekki í þeirra hópi, finnst þetta ömurlegt í alla staði og var að vona að okkar menn væru tilbúnir í svona verkefni.

En það voru þeir alls ekki.

Brad Jones gerði mistök og verður ekki varinn hér. Enda gerði það enginn í vörninni, sem var ævintýralega léleg allar 99 mínúturnar. Wisdom var vængjahurð og réð ekki við vængmann Oldham. Martin Skrtel finnst mér einfaldlega þurfa hágæðahafsent með sér til að virkilega ná sér á strik en arfalélegastir voru Sebastian Coates og Jack Robinson. Þessir tveir eru að mínu mati ekki treyjunnar verðir.

Ég vorkenni Rodgers mikið að þurfa að stilla Robinson upp í bakvarðahallærinu okkar. Hann er meiðslapési sem hefur lítið leikið síðustu tvö ár og þegar hann hefur spilað með U-21 í vetur hefur hann verið slakur. Þessi staða er enn hin fullkomna vandræðastaða og ef það var ekki klárt fyrir leik þá sjá það allir eftir leik að við verðum að reyna að ná í vinstri bakvörð á næstu 4 dögum ef eitthvað á að verða í vetur.

Sebastian Coates. Hann er frábær í FM og skilst hann sé góður í FIFA. En hann er vonlaus í enska boltanum. Það er stanslaust verið að biðja um að hann fái mínútur en ég vill hann ekki aftur í treyjuna. Í hverjum einasta leik sem hann spilar gerir hann 3 – 5 afdrifarík mistök og svoleiðis leikmaður er ekki í fókus. Varnarleikur hans í fyrsta marki Oldham lýsir hans ferli hjá okkur og nú er komið nóg. Mér skilst að lið vilji fá hann og það er fínt. Selja hann fyrir gluggalok, Carra allan daginn á undan honum ef við viljum vinna leiki.

Miðjan átti nú lítið betri dag. Allen er með um 80% sendingahlutfall sýnist mér í þessum leik sem er einfaldlega slakt. Vonandi ýtti þetta mark aðeins við honum en það var svo augljóst að Rodgers hefur rétt fyrir sér að það vantar leiðtogana inná í þessu liði og þá hæfileika er ekki að finna í Allen. Duglegur strákur og allt það en alls ekki farinn að réttlæta verðmiðann sinn.

Sturridge, Sterling og Borini áttu heldur ekki góðan dag. Sterling hefði hjá sumum fengið rautt eftir fimm mínútur en eftir það einfaldlega hoppaði hann upp úr tæklingum og tók vondar ákvarðanir. Borini átti einfaldlega að jafna í 2-2 og Sturridge dó út þegar á leikinn leið, var nokkuð sprækur á köflum í fyrri en dó út.

Svo að enn eitt árið dettum við úr ensku bikarkeppnunum snemma og enn þarf maður að skammast sín fyrir það lið sem sló okkur út. Reifst nokkrum sinnum hér í fyrra við menn um það að komast langt í þessum keppnum og jafnvel vinna þær býr til sigurhefð og svona skítatöp draga úr henni. Það er hnípið fólk að keyra heim á Merseyside núna og það erum við öll með æluna yfir.

Rodgers er enn í vanda með lið sem að dúndra og djöflast þegar hann er ekki með Lucas, Gerrard, Agger og öfluga kantmenn, svei mér þá, eða Carra inná. Hann er pottþétt alveg ógeðslega svekktur í kvöld, hann skiljanlega er að hvíla menn fyrir Arsenal leikinn en ég virkilega vona að hann og FSG séu í alvöru að skoða ennþá leikmannamarkaðinn því á Boundary Park stimpluðu einhverjir leikmenn sig út. Því treysti ég.

Næsta verkefni er á Emirates á miðvikudaginn og ég persónulega ætla að leggja mitt af mörkum til að liðið standi upp eftir versta tapið í þjálfarasögu Rodgers hingað til.

Djö*******

106 Comments

  1. Jæja,
    BR á að taka fulla ábyrgð á þessarri steingeldingu… Hvaða liðsval og skiptingar voru þetta eiginlega ? Að sjálfsögðu átti framlínan að gera betur , en þessu hörmungs drulla í vörninni var að setja allt of mikla pressu á sóknina hjá okkur og menn algjörlega úti á túni… Hvað er þetta að Oldham menn nái svo að hlaupa inní 50% sendinga hjá okkar mönnum ?

    VÁ…!!

  2. Skemmtilegasta fótboltakeppni heims… En úff, þetta var einstaklega niðurlægjandi 🙁

  3. Tek hattinn ofan fyrir Oldham áttu þetta skilið fyrir hrikalega baráttu.
    en Liverpool, úff!

  4. Lið sem var ekki nógu gott til þess að vinna smálið frá manchester. Robinson er farinn, Coates er farinn. Þeir sáu til þess sjálfir. BR hélt að hann væri með 11 leikmenn sem voru til í þetta verkefni, en alls ekki. ÖMURLEGT ! ! !

  5. Næsta leik takk. Verum ekkert að velta okkur of mikið upp úr þessu.

  6. Rodgers og leikmenn Liverpool voru klúbbnum til skammar í dag.
    Ætla rétt að vona að Rodgers detti það ekki einu sinni í hug að verja sjálfan sig eða leikmenn liðsins eftir þessa hörmung.

  7. Orð eru óþörf, botninum er nað Brendan Rodgers. Ekki hægt að gera verra en þetta.
    Vil sja Coates fara fra þessu liði sem fyrst getur ekki neitt.

  8. Oldham átti sigurinn einfaldlega skilinn. Sammála því að BR sé einfaldlega ekki með þetta þegar kemur að liðum sem spila háa bolta með stórum og sterkum leikmönnum. Of margir menn lélegir til að telja upp, en greinilegt að enginn þeirra virtist hafa miklar áhyggjur af framtíð sinni hjá Liverpool…

  9. Sælir félagar

    Það er að mínu mati vanvirðing við íþróttina að ganga inn á leikvang í keppni og bera ekki virðingu fyrir andstæðingnum og leiknum. Menn sem koma inn á völlinn fullir af hroka og telja að þeir þurfi ekkert á sig að leggja til að klára leik eins og þennan eiga einfaldlega að skammast sín og biðja bæði stuðningsmenn sína og andstæðinga afsökunar á framferði sínu og ekki síst hugarfari.

    Það er nú þannig

    YNWA

  10. Svona fór þetta bara
    Best að gleyma þessum leik
    Erum að fá nýjan leikmann á mánudag og er vonandi bara bjart framundan.
    Fá kanksi einn reynslu bota í viðbót inní hópinn
    Rodgers verður að læra af þessum leik og viðkenna mistökin.
    Einning þurfa nokkrir leikmenn að hugsa sinn gang, fá loksins tækifæri að spila standa sig ekki.

  11. vá hvað þetta var vandræðalegt, og eitt það sem Robinson sagði við Suarez er brottrekstrarsök í mínum huga, krakka ræfillin átti að biðjast fyrirgefningar í stað þess að sega fuck off við hann þegar hann skammaði hann réttilega.

  12. Ég er búinn að taka pollyönnuna á þetta oft í vetur og hef verið að skammast hér yfir neikvæðnininni, en þessi úrslit eru geramlega ÓFYRIRGEFANLEG! Krefst þess að BR biðji stuðningsmenn formlega afsökunar á þessum hörmungum. Jones, Robinson, Coates, Sterling o.fl. mega þakka fyrir ef þeir fá að spila annan leik í Liverpool-treyjunni. Hef sjaldan eða aldrei verið jafnreiður út í félagið mitt. Þetta er harkaleg áminning um hvað við þurfum að styrkja liðið gríðarlega til að komast á top 4 aftur. Erum með allt, allt, alltof mikið af lélegum leikmönnum í hópnum. Þessi úrslit gefa ekki góð fyirirheit um næstu 2 leiki. Guð hjálpi okkur ef við spilum svona á útivelli á móti Arsenal og City. Alger skandall og nákvæmlega ekkert jákvætt til að taka út úr þessum leik.

  13. Fínt að tapa þessum leik og losna við þetta FA rugl. Vinna frekar UEFA cup, það er alveg kúl sko.

  14. Aumingjar.
    Veit ekki hvað maður á segja meir. Er orðlaus. Hélt að við myndum taka þetta með nokkrum mörkum, en nei skítum upp á bak. Ég var einmitt að gera grín að Chelsea í dag að þeir gerðu jafntefli.

  15. Maður sér að Rodgers er að læra að stjórna svona liði, hann brendi sig í LC og maður hélt að hann hefði lært af því.

    En svo brennir hann sig aftur í dag, vonandi duga þessar tvær keppnir til og hann átti sig á því hvað þarf að gera á næsta seasoni 🙂

    Mér persónulega fanst út úr kú að spila með Borini,Sterling,Sturridge,Suarez saman gegn svona liði sem kemur snælduvitlaust í leik gegn liði einsog Liverpool, hefði viljað sjá hann þétta miðjuna og vinna hana.

    Hefði Lucas verið þarna í stað Sterling til dæmis þá held ég að liverpool hefði stjórnað leiknum frá a-ö og aldrei nokkruntíma fengið á sig 3mörk.

    Verður samt ekki tekið af meirihluta leikmanna í dag að þeir spiluðu einsog hauslausar hænur, mættu á völlin haldandi að það væri nóg að spila til að vinna og Oldham bara réttilega áfram.

    Bætum vonandi upp fyrir þetta svekk með því að sigra Arsenal í miðri viku svo við getum farið að brosa aftur 🙂

    Ari Jóns

  16. Finnst svona eins og Liverpool sé að versla inn fyrir Spænsku deildina á köflum, við erum allavega ekki með leikmenn virðist vera til að vinna ENSK lið!!

    Mín tilfinning er sú að við þurfum í næstu kaupum okkar fá leikmenn sem að eru tilbúnir að koma með ekki smá, heldur mikla baráttu, eins og er í neðri deildunum ensku, leikmenn sem að spila enskan bolta, það verða að vera slíkir leikmenn í öllum liðum og okkar innkaupa stefna hefur ekki verið á þeirri línu undanfarið fyrir utan kannski Shelvey.

  17. Við skulum ekki missa okkur í niðurrifsstarfsemi á liðinu eftir þennan leik.
    Lið úr neðri deildunum berjarst fram í rauðann dauðann gegn úrvalsdeildarliðum í bikarkeppninni og uppskera eftir því.
    Liverpool er ekki eina úrvalsdeildarliðið sem lenti í vandræðum í þessari umferð,
    Það er líka stór plús að nú verður minna álag á leikmenn og hægt að setja enn meiri kraft í að ná meistaradeildarsæti sem ég er sannfærður um að Liverpool á alveg að hafa getu til. Áfram Liverpool!

  18. Þýðir kannski ekki að skammast of mikið í Brendan. Við erum að spila við glatað lið og hann gefur mönnum tækifæri. Hann gefur Robinson tækifæri sem hann nýtur ekki vel. Coates er rosalega mistækur leikmaður og ekki með sjálfstraust fyrir Liverpool. Fullt af liðum virðist vera á eftir honum, það á gjörsamlega að leyfa honum að fara strax. Wisdom gerir ekkert fyrir þetta lið. Allen og Henderson á miðjunni. Ekki beint þungarvigtarmiðja og svo 4 sóknarmenn. Borini var vonlaus því miður. Suarez sást ekki í seinni hálfleik…hvernig stendur eiginlega á því?

    Downing er alltaf góður á móti lélegum liðum. Það munaði um hann þegar hann kom inná. Gerrard var næstum því búinn að redda þessu. Carragher var sárt saknað og skil ekki afhverju hann spilaði ekki í staðinn fyrir Skrtel.

    En já ég er sammála Brendan að spila squadplayers og öðrum sem eru að reyna sanna sig. Þeir fá ekki lélegri mótherja heldur en Oldham og þeir töpuðu. Liverpool eru búnir að sökka í nokkur ár og liðið heldur bara því áfram…FRÁBÆRT!

  19. Eins og ég sagði: Slaka á. Það er ekki eins og himnarnir hafi verið að hrynja. Algjör óþarfi að hrauna yfir liðið með fúkyrðaflaumi bara af því að einn leikur tapaðist. Enginn bættari með það. Þetta segir mér bara eitt. Liðið kemur dýrvitlaust til leiks á miðvikudaginn, leikur sem er miklu mikilvægari. Þetta er bara fótbolti.

  20. Leikmenn sem Brendan Rodgers hefur fengið til Liverpool: Borini, Allen, Assaidi, Sahin, Yesil & Sturridge. Það gefur mér ekki mikla trú á því að þessi Coutinho verði góð kaup. Sturridge er sá eini sem er ekki flop af þessum 6 leikmönnum(eins og er)…
    Annars alveg gríðarlega hræðilegur leikur okkar manna og möguleikinn á enskum bikar þetta árið úr sögunni 🙁

  21. mjög leiðinlegt að detta úr þessari keppni.. nú er bara evrópubíóið og mætum zenit. Leist ekkert á það þegar við drógumst á móti þessum rússum.. hafa verið hörkulið á síðustu árum og koma náttúrlega úr CL. Eru með Hulkarann og flottan þjálfara.. eini jákvæði punkturinn er að þeir eru að koma úr vetrarfríi og muna ekki hafa spilað alvöru leik í 2 mánuði þegar við mætum þeim í rússlandi 14 feb… og náttúrlega að seinni leikurinn er á anfield.. eða.. það var allavegana alltaf þannig !

  22. Það var nú hálfvandræðalegt hvað Coates, Robinson, Sterling og Jones voru slakir.

    Welcome to the real world prímadonnur.

    Gömul sannindi og ný að FA cup í janúar er slagur en ekkert helvítis væl.
    Gerrard var alveg með það á hreinu þegar hann kom inná. Þekkir þetta.

    Eins gott að þessi hópur bakki planið hans BR upp og standi sig í næstu tveimur deildarleikjum. Þó svo það muni ekkert milda þetta skelfilega en viðbúna tap í kulda og trekki gegn stríðsmönnum.

    But … YNWA

  23. Hvad átti Rodgers ad gera ödruvísi ?
    Hann var med sterkt lid á vellinum sem stódu sig illa. Coates hefur spilad sinn seinasta leik ásamt Robinson. Rodgers vard ad nota hôpinn i dag sem einfaldlega brâst honum.

  24. Það var nú alveg óþarfi að bæta þessu við þynnkuna eftir þorrablót í gær:( og það verður að segjast eins og er að það þarf alvöru stuðningsmenn til að halda með LFC og þess vegna erum við STUÐNINGSMENN Liverpool Football Club 🙂

  25. Þetta er búið og gert.
    í dag fékk Rodgers vonandi svör við nokkrum spuringum hvað varðar einstakaleikmenn.
    Vanmatið var klárt í dag.
    leikmenn komu með hálfum hug og það hjá mönnum sem eiga að vera berjast fyrir sæti í hópnum.
    Suarez byrjaði á fullu eins og hann er vanur en datt í meðalmennskuna sem samherjar hans voru í í dag.
    Ég ætla að vona að þetta hafi gefið Rodgers það að okkur vantar winner í liðið mann með reynslu á að vera sigurvegari. Það eru of fáir í hópnum í dag sem hafa hana.
    Og því geta svona úrslit komið til.

    E.S. Liverpool á eftir að tapa aftur og alveg örugglega oftar en 3-4 sinnum þetta lið er svo svakalega ungt og reynslulaust. að þetta mun alltaf taka tíma og (stuðnings)menn verða að halda haus í bili.

  26. Varnarleikur hans [Coates] í fyrsta marki Oldham lýsir hans ferli hjá okkur

    Hvað gerði hann rangt, annað en að “láta” sóknarmanninn hoppa með olnbogann í hausinn á sér? Þetta var klárt sóknarbrot.

  27. Skýrslan mætt.

    Vanmat er ekki séns, það hefur verið búið að gera öllum grein fyrir út í hvað þeir voru að fara. Það sást strax að það var ekki fókus og menn voru hræddir þangað til að Gerrard og Downing mættu.

    Hef tekið þátt í leikjum fyrir lítil lið gegn stórum og ef þér tekst að hræða stærra liðið og hrista það úr comfort zone þá áttu góðan séns. Oldham gerði það og átti skilið að vinna.

    Vanmat er léleg afsökun fyrir tapara. Verkefni þín sem íþróttamaður er að vera tilbúinn og taka þau að þér. Nokkrir gátu það ekki og eiga að finna það strax. Ég nefni Coates og Robinson í skýrslunni en mér finnst í raun bæði Borini og Allen þurfa að fara að svara. Ef Borini skorar ekki gegn svona liði og Allen stjórnar ekki miðjunni gegn Oldham hvernig á þá að reikna með þessum mönnum gegn United, City og Chelsea.

  28. Matti.

    Skoðaðu þetta aftur, sjáðu staðsetninguna hans og fótavinnuna. Fastur á hælnum inn í eigin markteig. Hann reyndar var á hælnum allan daginn strákanginn. Örugglega besta skinn en alls ekki maður í það að spila fyrir Liverpool FC!

  29. Þetta Oldham lið er í 19.sæti eftir 29 leiki í 2.deild. 6 sigrar, 7 jafntefli og 16 töp. Þetta er ekki einu sinni gott rugby-fótboltalið.

    Bara óafsakanlegt í alla staði. Við erum með nánast allt aðalliðið inní í lokin gegn mjög þreyttu og tæknilega mjög slöku liði en samt tekst liðinu ekki að pota inn einu eða fá mikið nema hálffæri eða skot að utan. Þessi varnarspilamennska hjá Liverpool er bara ekki boðleg og ég kenni Skrtel um í dag. Hann er eini byrjunarliðsmaðurinn þarna og vörnin er bara í algeru tótal messi undir hans stjórn. Hann og Coates eiga að vera góðir skallamenn svo ég bara gapti í 3 marki Oldham þegar einhver smátittur fékk endalausan tíma á okkar markteig til að skalla inn háa fyrirgjöf.

    Leikskýrslan verður voða fyrirsjáanleg. Mér finnst samt þetta endalausa hjakk um þolinmæði og víðsýni bara fyrirsláttur oft á tíðum. Það er ekki hægt að tala um alvöru framfarir hjá liðinu fyrr en við förum að ráða við að spila gegn svona kraftaliðum. Það var vitað alla vikuna að Oldham myndi spila svona, samt lætur Rodgers ástfóstur sitt Joe Allen stjórna miðjunni þegar hann ræður engan veginn við það eins og sást vel á Anfield gegn Aston Villa.
    Rodgers gerir sömu þrjósku og barnalegu mistökin leik eftir leik gegn svona liðum. Tek undir það að það er stundum eins og hann sé að kaupa í lið sem er að spila í spænsku eða ítölsku deildinni. Afhverju t.d. Henderson og Lucas byrja ekki fyrir Allen þegar þeir henta klárlega langtum betur í svona miðjuhörku er mér algerlega hulið. Ekki nema að Rodgers sé alveg slétt sama um FA-bikarinn og vilji bara koma Allen í form, eða hafi hreinlega núna verið að gefa honum og Coates séns á að sanna framtíð sína í Liverpool búningi. Svo ef þetta var ekki fullkominn leikur fyrir Jamie Carragher að spila þá veit ég ekki hver hann er. Það vantaði reynslu og leiðtogahæfileika með öllum kjúklingunum en Rodgers ákvað eitthvað allt annað.

    Tap gegn liði sem er í botnbaráttu í 2.deild hreinlega særir stolt mitt sem Liverpool aðdáanda. Veit ekkert hvort ég nenni í vinnuna á morgun. Gerðu það Rodgers, farðu að setja smá pung í sjálfan þig og liðið með. Farðu að kaupa alvöru leiðtoga í þetta lið.

  30. Jones coades og robinsson attu dapran dag, en þetta skrifast samt aðalega a miðjuna það var engin miðja hja liverpool og þess vegna var ekkert spil bara langir boltar fram sem oftar en ekki tobuðust. Flottur leikur hja gömlu skinkunni og verðskuldað

  31. Þetta er engin heimsendir en staðreyndin malsins er su að i dag vantaði Agger Johnson Gerrard Reina og Lucas sem eru 5 af 6 aðalmonnunum okkar og það var einfaldlega of mikið i dag, Reina vissulega meiddur og sennilega ætlaði Rodgers ser að hvila hina fyrir Arsenal, hann ætlar sennilega þar að vera med Carragher og Agger i vorninni. En að mæta i þennan leik gegn svakalega barattugloðu liði oldham an þessara leikmanna var einfaldlega of stor skorð að fylla í.

    Soknarlinan leit alveg vel ut svona fyrirfram en varnarlinan og miðjan alltof alltof veik. Nuna ma gjarnan klara kaupin a coutinho og tom ince of byrja eftir það a þvi að senda sterling i 4 vikna slokun i dubai, sa er buin að vera buin a þvi i sirka 6-8 vikur. Borini var einnig mjog slakur i dag og coates er held eg buin að syna það og sanna að hans verdur ekkert þorf a i þessu liði okkar.

    Eg skal fyrirgefa þetta tap ef menn mæta gjorsamlega trylltir a emirates a miðvikudagskvoldið og sækja þangað þrju stig og ekkert kjaftæði.

  32. Mjög glaður með viðtalið við Rodgers. Algerlega í takt við það sem við erum öll að tala um…

    http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/rodgers-it-wasn-t-good-enough

    Leikmennirnir sem verða að klára svona leiki eins og í kvöld gerðu upp á bak, við erum ekki með nægilega breidd. Ekkert frekar en síðan leiktímabilið 2009 – 2010.

    Mér finnst allir lykilmenn okkar og stjórinn stanslaust benda öllum á að okkur vanti breidd, sem er svo satt, sem ég vænti að þeir séu aðallega að beina til eigendanna.

    Hann fer ekkert í felur. Við byrjuðum illa, settum aldrei neina pressu á andstæðinginn. Málið þegar þú ert að spila á móti kick and run liðum er að þú þarft að vera tilbúinn í hasarinn í teignum og þú þarft að vera tilbúinn að koma í veg fyrir sendingar inn í teiginn.

    Hvorugt gerðum við í dag og þess vegna fór þetta eins og það fór. Og það er hárrétt hjá honum að maður er kominn með upp í kok af því að sjá Steven Gerrard koma inná til að bjarga liðinu. Þó það hafi næstum því tekist þá er svo löngu kominn tími á að raða í kringum hann og Suarez alvöru mönnum.

    Yfir til ykkar eigendur og Rodgers. Hef sagt það áður og segi enn. Við þurfum tilbúna karlmenn í háum gæðum í liðið okkar…

  33. Rodgers gerði aðallega tvenn mistök í dag. Að byrja með Coates og að byrja með Robinson. Ég held að hann hafi haft trú á að Coates gæti spilað í enska boltanum en hann spilaði að öllum líkindum síðasta leik sinn fyrir félagið. Robinson er engan veginn tilbúinn í þetta og maður sá mentalítetið hjá honum þegar Suarez skammaði hann. Ekki víst að hann eigi eftir að verða sá leikmaður sem lengi hefur verið vænst af honum.

    Með Agger eða Carragher í vörninni hefði þetta slys aldrei átt sér stað. Það er líka rétt sem sagt er hér að ofan að pressan var léleg, meðan Oldham pressaði okkur vel. Græðgin og grimmdin var lítil meðan Oldham spiluðu með hjartanu og börðust um hvern einasta bolta. Sendingar voru lélegar meðan flest gekk upp hjá Oldham.

    Það verður þó að segjast (sumum) af okkar mönnum til vorkunnar að Borini er að stíga upp úr meiðslum. Jones er að spila annan leik sinn í langan tíma. Sturridge er að koma sér í gang. Robinson og Coates eru líka í lítilli leikæfingu. Allen hefur lítið spilað síðasta mánuðinn. Þannig að þetta samspil skóp þetta tap okkar í dag.

  34. Og eitt enn, það er allt of mikið af mjölkisum í þessum hóp. Menn eru litlir í sér og litlir karakterar. Allt of fáir sem rífa liðið áfram og stíga upp þegar á þarf að halda. Mér sýnist nánast eingöngu það vera Carragher, Gerrard og Reina, í þessari röð.

  35. Mjölkisur eru by the way einmitt það sama og ég kalla þrastarhjörtu Ívar Örn. Er 1000% sammála þér í því að í liðinu okkar í dag eru margir sem þurfa að drekka lýsi og skalla veggi…

  36. Já þetta viðtal við Rodgers er fínt.
    Eins og ég segi menn verða að vera þolinmóðir
    þetta lið er langt frá því að vera í þeim klassa að tap gegn liði sem spilar eins og hann talar um kraftbolta.
    Ég held að Liverpool sé ekki að fara finna Karlmenn í liðið í Janúar og þess gerir maður þau tvö kaup sem eru kominn að góðu.
    Ef næsta sumar verði alveg úr korti við væntingar okkar stuðningsmannana þá fyrst verð ég pirraður.
    Ég held að enginn Liverpoolmaður haldi að við séum að fara kaupa eins og Mancity eða Chelsea gera
    En comm on eitthvað en leikmann frá næsta spúník liði og kalla hann Xavi! Ég er ekki að segja að ég vilji ekki svoleiðis menn. En það þarf líka fulllbúna leikmenn til að sjá alvöru frammfarir.

  37. Ja dapurt var það.
    Var algjörlega sammála uppstillingu á byrjunarliðinu og fannst bara flott að gefa mönnum eins og Robinson og Coates séns á að sanna sig. En menn verða að vera tilbúnir þegar þeir fá séns og þessir tveir voru það ekki og mega mín vegna yfirgefa klúbbinn. Hef lítið annað um þetta að sega annað en að þetta var skammarlegt tap og þessi leikur búinn. Nú bara að mæta með hausinn í lagi í næsta leik.

  38. Framtíðin er björt þrátt fyrir að LFC hafi tapað í dag fyrir liði sem kom einfaldlega mun einbeittara til leiks í dag og uppskáru verðskuldaðan sigur.

    Þessi leikur bauð akkúrat uppá það að gefa þessum svokölluðu fringe players sénsinn á að sýna sig og sanna í bikarkeppni á móti mun lakara liði, get ekki séð að Rodgers hafi gert nein mistök hérna þar sem þetta lið var skipað nógu mörgum gæðaleikmönnum sem hefðu átt að klára þennan leik, en nei þeir brugðust traustinu og voru hreint út sagt afspyrnu lélegir sumir hverjir.

    Vil ekki sjá það að Rodgers stilli upp sínu sterkasta byrjunarliði á móti liði úr neðri deildunum, það er nauðsynlegt að dreyfa álaginu og þeir leikmenn sem að fá séns í svona leikjum verða bara að gera mun betur heldur en þeir gerðu í dag ef að þeir ætla að halda áfram að spila fyrir LFC, það voru allavega nokkrir leikmenn sem sýndu það svo ekki verði um villst að þeir eru ekki klárir í slaginn.

    Þetta ætti bara að gefa Rodgers betri mynd af því hverir þurfa að fara og hvaða stöður þarf að styrkja, hvort sem það verður gert núna á lokadögum janúargluggans eða í sumar þá er bara nauðsynlegt að það verði gert.

  39. Það sást einnig í þessum leik að menn voru að passa sig í öllum tæklingum, ég sá t.d Suarez oftar en 2 sinnum hoppa í burtu úr tæklingum og Oldham menn gengu á lagið og unnu nánast allar tælkingar á vellinum enda voru þeir að spila leik lífsins en okkar menn að passa sig fyrir leikina á mótiu Arsenal og City.
    En engu að síður þá er svona frammistaða óásættanleg og vonandi að Rodgers láti þá vita að svona frammistaða í Liverpool búning verði ekki liðinn.
    Spurning um að taka fram hárþurkuna á svona menn.

  40. Ég verð að segja að mér fannst bara ekkert að því fyrir leik hvernig Rogers stillti liðinu upp..Þetta lið átti alltaf!!! alltaf!!!! að vinna oldham í dag…En það var eitthvað annað,,Gjörsamlega óafsakanlegt hvernig sumir leikmanna Liverpool spiluðu í dag,einsog menn eru svosem bunir að benda á hér…Coates,robinson og jones voru arfaslakir,og manni finnst stundum einsog menn nenni hreinlega ekki að spila á móti litlu liðunum,einsog Rogers gaf reyndar í skyn í einhverju viðtali sem ég sá eftir leik… Vanmat eða ekki veit er ég ekki viss um,en liðið var til skammar í kvöld,svo mikið er víst!!! P.S Coates og Robinson meiga bara fara….Blesssssss……….

  41. Jahérna … Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Bill nokkur Shankly sagði, ‘If you are first you are first. If you are second you are nothing’
    Hættum nú að tala um að endalaust uppbyggingardæmi og að skríða í fjórða sætið sé einsog að vinna deildina. Á meðan stuðningsmenn gera ekki meiri kröfur, hafa leikmennirnir varla meiri metnað !

  42. 3 leikmenn yfir 23 ára sem byrja leikinn í dag og við höldum áfram að kaupa táninga með því hugarfari að byggja til framtíðar, en málið er að við komum ekki til með að vinna neitt næstu árin og þá verða þessir fara þeir sem geta eitthvað og við þurfum að byggja upp á nýtt. Nú verður bara rusla peningum í KARLMENN sem vita hvað það er að vinna og láta þá leiða þessa táninga áfram. Við verðum að hætta að kaupa táninga í bili, þetta er komið gott. Næstu kaup sem ég vil sjá er 28-30 ára reynslubolti sem er winner og svo ræna Lambard frá öðrum liðum með því að bjóða honum þau laun sem hann á skilið.

  43. Robinson og Cotes stimpluðu sig út úr Liverpool í dag, algerlega óskiljanlegt að Carrager skildi ekki spila þennan leik maðurinn sem vantaði til að stjórna svæðinu milli markvarðar og miðju…. Gerrard hefði átt að koma inn í hálfleik… Nú er bara að snúa okkur að næsta leik….

    Áfram LIVERPOOL….YNWA…

  44. Maggi mér finnst frekar lélegt að taka Allen fyrir eins og hann sé einn á miðjunni, Henderson á að vera þarna með honum og hjálpa honum að tengjast við Suarez í holunni ekki var hann uppá sitt besta frekar en aðrir í þessum leik. Hann tekur allavega við sér og neglir inn einu marki til þess að koma okkur í áttina til þess að reyna að jafna þennan leik.
    Allen er orðinn eins og Lucas í den notaður svolítið eins og prik til þess að slá í áttina að stjóranum (Þó mér finnist þú ekki vera að gera það í þessu tilfelli) Heldur bara að tala um frammistöðu leikmannsins. Þetta er ungur strákur rétt eins og margir aðrir í þessu liði og algjör óþarfi að tala um að réttlæta verðmiðann eða staðhæfa að hann sé ekkert leiðtogaefni.

  45. Sæl öll.

    Slæmt tap fyrir liði sem er miklu neðar en við ….í annarri deild en í dag voru þeir bara einfaldlega betri og áttu sigurinn skilið. Svona fyrir utan smá aðstoð frá dómaranum en það er ekki það sem skiptir máli.

    Nánast öll kommentin hér inni eru á þá leið að liðið er ömurlegt og stjórinn sé verstur og við skulum bara reka hann helst í gær og fara svo að kaupa rándýra úr sér gengnar gamlar fótbolta hetjur og þá yrðum við loksins lið eins og Chelsea og Man.City.

    Svona í alvöru þá sagði Brendan að það myndu koma slæmir leikir inn á milli er ekki betra að hafa þennan leik slæman og fá svo glimrandi góðan leik á móti Arsenal?
    Er ekki betra að geta einbeitt sér að 4. sætinu í deildinni í stað þess að lenda á móti Everton eða Man.Utd í næstu umferðum um þennan bikar sem Sir. Alex sagði í fyrra að væri svo lítill að það nennti ekkert alvöru lið að berjast um hann. Við eigum enn möguleika á að fara ofar í deildinni og síðast þegar ég vissi vorum við enn með í Evrópukeppninni, En hvað veit ég nema það að það er aldrei gott að rífa niður lið og leikmenn og segja þá aumingja og þaðan af verra. Ef barninu þínu verða á mistök , slæm mistök þá segir þú við það ” svona á ekki að gera en þú ert betri en það að gera svona aftur og reyndu nú þitt besta og við skulum svo finna út úr því saman hvað er að og hjálpast að við að bæta það.

    Ég er ekki í vafa um að Coates er miður sín og Brad Jones líka þeir vita nákvæmlega að þeir voru ekki að standa sig en það þarf nú ekki að segja það endalaust.

    Ég var ekki í vinnu,drakk ekki rauðvín, horfði ekki á leikinn í náttbuxum, ég var svo sigurviss að ég hét ekki á kirkjuna eða mína dýrðlinga og ég hét því ekki einu sinni að hætta að drekka Pepsi ( lofaði við síðasta sigur að hætta að drekka kók og skipti því yfir í Pepsi) Ég féll í sömu gryfju og leikmenn og aðrir að halda að leikurinn væri unnin áður en hann byrjaði og ég ætla bara rétt að vona að mér verði það fyrirgefið. Ég hef alla vega fyrirgefið mínu ástkæra liðið fyrir þessi leiðinda úrslit og er byrjuð að undirbúa næsta leik.

    Sendum nú enn og aftur baráttu strauma á Anfield og látum strákana okkar finna það að við stöndum með þeim í gegn um súr og sætt.

    Þangað til næst
    YNWA

  46. Vel mælt Sigríður. Mér finnst að þetta ættu að vera lokaorðin varðandi þennan leik.

  47. Góðan daginn segi ég bara að lesa hér að þetta sé í lagi getum einbeitt okkur af deildinni og við vörum ekki með aðalliðið okkar ég spyr bara vitið þið í hvaða deilt þessi gamlaskinka er í við hæætum að vinna þetta lið með vara liðinu en RB gæti ekki unnið 3 deiltar liði með MU og hvenar ællar LFC menn að átta sig á því það þarf ekki annað en að sjá innkaupin hjá honum öll fyrir udan eitt eru alveg skelfileg því miður mun ekkert gerast fyrr en það tekur maður við þessu liði sem getur lokkað góða menn til LFC svoleiðis er það bara ég vona bara að eigendurnir fari að sjá þetta
    Allt kjaftæði um að þetta sé að koma er bara kjánalegt ef liðið vinnur einn leik er eins og þeir hafi unnið deiltina sjáið hversu aumt þetta er
    Það er til skammar hvernig komið er fyrir þessu liði okkar

  48. Bomba ! Borini mun aldrei geta blautan.. hef aldrei séð hann geta neitt.. væri samt til í að sjá systur hans.

  49. Sælir kappar

    Súr og svekkjandi niðurstaða á lélega spiluðum leik af hálfu okkar manna. Oldham voru einfaldlega grimmari, vildu þetta meira og því fór sem fór. Þeir hrepptu hinn fullkomna storm með öll sín mörk á hárréttum augnablikum í leiknum. En þeir unnu líka fyrir því og þetta var sanngjarnt tap.

    Samt sem áður ætla ég ekki að sökkva mér í þunglyndi yfir svona tapi. Við sáum mörg af toppliðunum ströggla eða tapa á útivöllum gegn lægra skrifuðum andstæðingum þessa helgina og svona er einfaldlega FA Cup. Rómantíkin blómstrar í þessari keppni. Þumalputtareglan í óskhyggju með bikarkeppnirnar er að annað hvort fer maður alla leið á Wembley, en ef ekki það þá er skárra að detta snemma út. Þó það sé klisjukennt að þá ekkert endilega það besta fyrir okkur að lenda í nokkrum replay-um með tilheyrandi leikjaálagi, sérstaklega þegar Europa League er enn í gangi. Ég vil vinna allar keppnir en við höfum einfaldlega ekki næga breidd í harða baráttu á mörgum vígstöðvum og þetta gæti hjálpað í bardaganum um 4.sætið.

    Talandi um breiddina þá var látið á hana reyna í þessum leik. Ég hef ekkert mikið út á uppstillinguna að setja hjá Rodgers og með Arsenal & Man City í huga þá var þetta algerlega skiljanlegt. Þetta var nógu gott lið til að gera betur. Ég hefði þó viljað sjá Jonjo Shelvey byrja leikinn þar sem hann átti fína takta gegn Mansfield og náði vel saman við Sturridge í þeim leik. Einnig er mun meiri karakter í honum en nokkrum byrjunarliðsmönnum í kvöld og ákveðinn “swagger” sem var af skornum skammti hjá hinum svonefndu þrastarhjörtum. Það er rétt sem margir hér minnast á að það vanti karakter í marga okkar liðsmenn og því miður kemur það í ljós í svona leikjum. Fleiri leiðtoga og sanna sigurvegara væri gott að hafa en svoleiðis leikmenn eru ekki alltaf auðfundnir.

    Títtnefndir hér eru tveir af slakari mönnum leiksins, Robinson og Coates. Mér finnst reyndar full hart vegið að hinum fyrrnefnda þegar menn vilja losna við hann útaf þessari slöku frammistöðu. Þetta er nú bara 11 leikur þessa 19 ára gamla leikmanns fyrir félagið og hann hefur alveg átt ágæta leiki þar á milli. Hann er fastamaður í yngri landsliðum Englands með 20 leiki þar og uppalinn Púlari. Hann þyrfti helst að fara á láni til að fá leikreynslu en Rodgers hefur gefið það upp að vegna meiðsla á Enrique hefur ávallt verið hætt við það. Ég tel að með réttri leiðsögn og reynslu gætu hann orðið flottur leikmaður fyrir okkur sem aðalmaður eða varaskeifa, en það er erfitt að vera hent í djúpu laugina og spila bara stöku leik með mánaða millibili.

    Tala nú ekki um þegar restin af vörninni er að eiga skelfilegan dag en varnarlína þarf helst að mynda samhæfða heild til að fúnkera vel. Mér finnst t.d. Skrtel bregðast sínu hlutverki sem elsti og reyndasti varnarmaðurinn og Brad Jones hef ég ALDREI haft álit á sem neinu nema í mesta lagi vara-varamarkmanni. Sæmilegur shot-stopper en restin af hans hæfileikasviði er stórlega ábótavant. Það væri óvitlaust að athuga með Jack Butland á spotprís til að styrkja þessa stöðu, sérstaklega þar sem Doni er týndur í ruglinu og Gulacsi verður líklega aldrei nógu góður.

    En Coates er maður ögn ósáttari við. Vonin var sú að hann væri að bæta sig nægilega mikið á þessu tímabili til að setja alvöru pressu á byrjunarliðssæti en í raun hefur honum farið aftur ef eitthvað er. Auðvitað er hann enn vel ungur miðað við prímaldur á miðverði en þeir fara oft ekki að brillera fyrr en upp úr 25 ára aldrinum. Að því leytinu væri heppilegast að lána hann, helst innan Bretlands, til að gefa honum reynslu og spilatíma. En það er samt ákveðinn efi í mér varðandi það hvort hann nái raunverulega að aðlagast enska boltanum almennilega því hann er ennþá í alltof miklum hægagangi í sínum aðgerðum og er merkilega lítið dóminerandi í skallaboltum miðað við að vera 1.95 m á hæð. Kannski hentar honum einfaldlega betur að vera í hægari deild með minni agressjón og þá væri um að gera að selja hann fyrir gott verð ef tækifæri gefst. Ég treysti Rodgers til að meta það en vonandi nær hann samt að hrista af sér sliðruorðið.

    Um aðra þarf ekkert að fjölyrða. Sturridge og Borini eru enn að spila sig í form eftir nokkurra mánaða meiðsli þar áður, en sá síðarnefndi á enn langt í land með að heilla mann. Sterling er búinn að hlaupa á smá vegg en það er ekki óeðlilegt miðað við aldur og leikjaálag. Maður hlakkar bara til að sjá Coutinho koma inn og fríska enn meira upp á sóknina en ég bind miklar vonir við hann. Það þarf hins vegar að skoða vandlega mið- og markvarðamálin og klárlega þarf að kaupa toppklassa vinstri bakvörð (Enrique of sveiflukenndur, oft meiddur og næstum betri sem vængmaður). Hugsanlega þarf að bíða til sumars með svona uppstokkun og styrkingar en það væri óskandi að eitthvað gerðist núna í glugganum.

    Heilt yfir var þetta slæmur boltadagur (þó að Lakers hafi bjargað þessu smá í kvöld) en kannski var þetta bara karmalöggan sem ákvað að grípa inn í og bösta okkur. Svona til að kvitta aðeins fyrir hinn umdeilda sigur gegn Mansfield þegar Suarez skoraði með “hönd djöfulsins”. Í það minnsta var þetta handónýt frammistaða í dag múahaha

    Nóg í bili. Góðar stundir

    YNWA

  50. Ég trúi ekki að Sigríður hafi klikkað á rauðvíninu. Ég vill skora á þig að fá þér rauðvín á miðvikudaginn. Ekki klikka á því, PLEASE ! !

  51. There was a time when Liverpool won the League with just 14 different players used during the whole season. No excuses of rotation. Instead the best 11 were ALWAYS picked – unless injured or suspended. With BR, he constantly changes the team for the NEXT game, instead of concentrating on the current game in hand. Only himself to blame – not the youngsters

  52. http://i.imgur.com/lPHrcpt.png

    Þetta segir nú allt sem segja þarf. Hræðilegt.

    Ég skil samt svosem að Brendan vilji gefa gaurunum smá reynslu, en að henda Wisdom, Coates og Robinson saman í vörn, með Skrtel til að stjórna (sem virkar yfirleitt MJÖG stressaður í venjulegum Liverpool leik) er náttúrulega bara sjálfsmorð og ekkert annað. Wisdom er til dæmis fínn þegar hann er með reynslu í kringum sig, en núna til dæmis var bara núll prósent reynsla í vörninni, og það sást langar leiðir að þeir áttu ekki neitt í þessa Oldham víkinga.

  53. Það ætti að vera orðið nokkuð ljóst að það þetta er ekki keppnin til að hvíla leyfa mönnum að fá hvíld, sama hvað mótherjinn heitir. Það þarf hreinlega að spila 5 úrslitaleiki í þessari keppni til að vinna hana, og ég efast um að liðið hefði litið svona út hefði þetta verið í undanúrslitum á móti t.d Arsenal.

  54. Leiðinlegt að segja það en mér finnst þetta hype í kringum Raheem Sterling óverðskuldað. Drengurinn er þokkalegur, verður sennilega betri, en þarf að bæta svo mörgum kílóum af kjöti á sig til að verða ekki bara næsti SWP. Vonandi verður eitthvað úr honum, en hamn hefur alls ekki verið spennandi síðustu mánuði.
    Skil ekki afhverju hann er látinn spila svona mikið.

  55. Góð skýrsla, sammála hverju orði, sérstaklega með Coates og Robinson. Við þurfum að fá inn nýja menn í þessar stöður.

  56. ….afar dapur leikur og ég er ekki sammála því að við höfum verið með nógu sterkt lið inn á. Þegar vantar 5-6 byrjunarmenn og hópurinn ekki breiðari en þetta þá var þetta alltaf að verða erfitt. Ekki veit ég hvað er að hjá Raheem en drengurinn er arfaslakur og hefur reyndar ekki átt góðan leik í langan tíma. Setja hann aftur í varðaliðið og slaka aðeins á með hann.

  57. Hvað eigum við Púllarar að þola margar niðurlægingar frá þessum Rogers áður en honum verður sparkað aftur til Swansea!!!!!!!!!!!!! Bert með allta hans helv…..rugl.

    Ömurlegt á að horfa og að velja eitthvað varalið í eina virtustu bikarkeppni í heimi.

  58. Ég veit ekki. Menn sem spila einn leik í mánuði (eða minna) eins og Coates og hvað þá Robinson, eru varla í miklu formi. Það er varla hægt að ætlast til þess að þeir læri allt á æfingasvæðinu. Því finnst mér vera ansi hörð gagnrýni á þá. Ok, gott að láta þá heyra það eins og BR gerði eftir leik, en að ætla að losa sig við þá er kannski einum of. Ég er nú ekki eldri en það að ég man þá tíð þegar Skertl var að stíga sín fyrstu spor með Liverpool þá bölvaðu margir honum í sand og ösku fyrir öll þau mistök sem hann gerði og heimtuðu hann burtu. Nú er honum fyrirgefið þau tiltölulega fáu mistök sem hann gerir núna (sem hafa nú kostað okkur sigur í t.d. ManCity leiknum, og átti þátt í tapi á móti WBA). Og svo fannst mér þetta sóknarbrot í fyrsta markinu.

    Hitt er annað mál að þegar ég sá liðsuppstillinguna þá hugsaði maður með sér að það væri ansi djarft spilað. Einhvern vegin fannst mér óþarfi að ætla sér að vera með þennan mikla sóknarþunga á kostna miðjunnar. Því verður BR að taka pínu á sig sökina. Spilamennska liðsins lagaðist heilmikið eftir að Gerrard, Shelvey og Downing komu inn á og Henderson fór í hægri bakvarðarstöðuna.

    Ég svaf bara ágætlega í nótt og bíð bara spenntur eftir næsta leik, sem er svakalega mikilvægur. Mér finnst glasið ennþá hálffullt.

  59. Ég vil bara fá einn leikmann í þessum janúarglugga … Neil Ruddock!

    @ Sgud (#58)

    The Legend of Razor! Gamli Ruddinn er náttúrulega að gera gott mót í Stóra bróður og í fínu formi þessa dagana eins og myndirnar sanna (viðkvæmir varaðir við). Væri öflugur reynslubolti (enda orðinn frekar hnöttóttur) og myndi styrkja karakterinn í liðinu. Ian Ayre sér um þetta fyrir okkur.

  60. Stundum er gott að bíða með tilfinningar sínar og það var það sem ég gerði. Ég var alveg brjálaður í gærkvöldi yfir þessu en sá þessa frábæru Tarrantino mynd með konunni sem alveg bjargaði deginum. Takk fyrir það, Django ….

    Hugleiðingar mínar eftir leikinn eru eftirfarandi:

    Brendan setti út lið sem ætti á hvaða degi sem er að vinna þetta
    Oldham lið. Þá er ég að bera saman tvo pappíra. Ég vil ekki taka
    svo djúpt í árinni að segja að hann hafi gert upp á bak við
    liðsvalið, hann er að gefa “fringe” mönnum sjens á að sanna sig,
    sanna sig fyrir honum og aðdáendunum að þeir eigi fleiri sjensa
    skilið. Ég hefði frekar farið út með sterkt lið og klárað þá og
    tekið svo “kóngana” af velli.
    Oldham liðið kom í bjáluðu stuði út á völlinn og tóku völdin strax.
    Það er alveg ljóst að þeir sem voru í rauðum treyjum stóðust ekki
    áhlaupið og eins og Maggi orðar það svo snilldarlega, Þrastarhjörtu.
    Ég vil orða það aðeins öðruvísi, þeir skitu í brækurnar.
    Þeir leikmenn sem brugðust okkur eru þrír aðallega: Allen, Coates og
    Jones. Þeir leikmenn sem léku vel undir pari eru Wisdom, Skrtel,
    Henderson, Borini og Sturridge. Þessir þrír fyrstu sem ég nefni þá
    eru tveir af þeim sem þurfa að hugsa alvarlega hvern andskotann þeir
    voru að hugsa út á velli, sérstaklega Coates.

    Hvað næst? Jú endalausar glósur frá United mönnum en hjúkkitt að Spurs féll út líka. Annars hefi verið einelti alla vikuna …. Eigendurnir hafa vonandi séð að það þarf nokkra viðbót af leikmönnum til þess að þessi hópur geti talist full mannaður, því ég tek algjörlega undir því með Brendan að það er ekki hægt að leggja svona marga leiki á aðalliðið. En Brendan minn, viltu hætta að kaupa svona svakalega vindla eins og Allen og Borini.

    YNWA.

  61. get ekki annað sagt en að ég finni virkilega til með Coates. Greyið drengurinn átti hrikalegan dag í leik sem átti alveg örugglega að segja til um hvort hann verði framtíðarleikmaður LFC, menn gleyma því að hann er aðeins 22 ára og á að öllum líkindum eftir að eiga eftir að eiga fínan feril sem fótboltamaður (bara ekki hjá LFC).

    Ég held að flestir vilji fá hann burt sem fyrst hvort sem er á láni eða sölu, en hver á að koma í staðinn? Fyrir mitt leiti er ég spenntur fyrir Ashley Williams hjá Swansea. Hann er núna á sínu öðru tímabili með Swansea í úrvalsdeildinni og hefur verið einn af lykil hlekkjunum í liðinu bæði fyrir og eftir að þeir fóru upp um deild, hann er 28 ára gamall (með reynslu semsagt) og á inni nokkur góð ár. Kostirnir sem ég sé við hann er að hann kann að vinna með BR og gæti linkað vel með Joe Allen (sem gæti mögulega, hugsanlega byrjað að spila betur), hann er týpískur enskur hafsent (stór og mikill, öflugur í loftinu) og mér finnst hann betri en Skrtel og Carragher í dag (sem þýðir að hann gæti komið beint í byrjunarliðið). Gæti trúað að hann og Agger verði flott par.

  62. Það virðist bara vera sama litla breiddin í vörninni eins og í sókninni. Agger, Skrtel, Carragher, Johnson og Enrique eru okkar varnarmenn í dag og síðan eru kjúklingar þar sem Wisdom hefur verið fínn og ekki gert mistök. Carragher er gamall, Agger er mjög tæpur oft vegna meiðsla og sömuleiðis Johnson. Vörnin er bara mjög tæp að geta staðið vaktina leik eftir leik. Við sáum í þessum leik Coates eiga enn einn slæman leikinn þegar hann hefur fengið tækifæri. Ég myndi segja að miðvarðarstaðan okkar er mikið vandamál ef liðið ætlar að fara á eitthvað run. Kæmi mér ekkert á óvart ef einhver varnarjaxl mætir fyrir lok gluggans. Það er næstum því hálft tímabil eftir og við eigum eftir að vera í algjöru rugli ef einhverjir af þessum 5 lykilmönnum í vörninni detta lengi út.

  63. ef við fáum einhvern miðvörð vil ég fá einhvern sem getur stjórnað vörninni. Mér finnst bara einn maður geta það af núverandi miðvörðum og það er Carragher

  64. Ég er sammála því að Coates og Robinson áttu arfaslakan dag. En það er nú þannig að mestu ábyrgðina eiga að taka á sig þeir sem reynslumestir eru. Í þessu tilviki vorum við kannski með of fáa reynslumikla menn inná. En þeir sem áttu að draga vagninn í gær voru menn eins og Suarez, Skrtel, Sturridge, Henderson, Allen, og Borini – enginn af þeim er neinn þungavigtamaður þegar kemur að reynslu í samanburði við menn eins og Gerrard eða Giggs, en þeir eiga allir töluvert fleiri alvöru leiki en þeir menn sem mest eru gagnrýndir eftir þennan leik. Downing og Gerrard fá kredit fyrir að reyna eftir að þeir mættu á svæðið.

    Auðvitað má gagnrýna þá ungu og óreyndu, en það eru ekki þeir sem eiga draga vagninn og það eru ekki þeir sem eiga að vinna leikina uppá eigin spýtur.

  65. Liverpool liðið virðist einfaldlega ekki geta spilað gegn liðum sem pressa ofarlega á vellinum og beita háum og löngum sendingum. Það er augljóst ef horft er á spilamennskuna gegn Oldham í gær og Stoke fyrir skömmu, svo dæmi séu tekin. Þetta er að mínu mati sérstaklega slæmt þegar Joe Allen er í liðinu.

    Hugarfar leikmanna er svo sér kapítuli, alveg augljóst að þeir voru engan veginn tilbúnir í svona slag eins og í gær. Oldham er þessa dagana eins og sært dýr, liðið er í miklum fjárhagserfiðleikum, að mér skilst, og í basli í sinni deild og því var það á hreinu að þeir myndu ekki leggjast niður og leyfa Liverpool að valta yfir sig. En því miður féllu okkar menn rækilega á prófinu.

    En Brendan vinur okkar getur ekki skellt skuldinni á leikmennina eina, það er hann sem velur liðið og leggur leikinn upp, það er hans að mótivera menn og hann þarf að líta í eigin barm.

    Þetta er ekki beinlínis til þess að fylla mann bjartsýni fyrir næstu tvo deildarleiki, en nú fáum við að sjá úr hverju BR er gerður, nú reynir á.

    YNWA

  66. @70 Peter Beardsley.

    Kappinn er orðinn jafn breiður og Agger, Skrtel og Coates til samans, lokar öllu miðsvæðinu eins og það leggur sig, þetta getur ekki klikkað.

  67. Virkilega ósáttur við Coates. Ekki bara tapaði hann skallaboltanum í fyrsta markinu (þar á hann auðvitað að stíga fram og sækja boltann ofar í loftinu) heldur var hann líka ótrúlega staður á boltann. Ég var farinn að fá andköf þegar hann fékk boltann og fékk pressu á sig. Ætli ég verði ekki að éta ofan í mig þetta mikla álit sem ég hafði á honum. Á sama tíma er ég viss um að hann myndi verða frábær varnarmaður hjá liðum eins og Juventus, Inter eða jafnvel á Spáni. Spurning hvort hausinn á honum sé farinn, hann vill örugglega fara að tryggja sig í landsliðið aftur og spila reglulega. Þá er einfaldlega kominn tími á hann.

  68. Er ekki hægt að skella opnum þræði eða einhverju hérna efst, t.d. Til hamingju með daginn Carra og stóra mynd með. Mér er orðið illt á að sjá Oldham 3 – Liverpool 2.

  69. Þessi leikur var skita frá upphafi til enda. Þýðir ekkert að vera að skýla sér á bak við að einhverjir leikmenn sem sitja venjulega á bekknum séu að koma inn í liðið. Þegar menn fara að rauðu treyjuna þá eiga menn að gera betur en í gær. Miklu betur!

    Þetta andleysi sem kemur oft upp í liðinu er farið að valda mér töluverðum áhyggjum. Svo virðist sem að liðið detti gjörsamlega niður ef mótherjarnir hugsa svo mikið sem að setja pressu á leikmenn okkar. Þetta var augljóst í leiknum í gær, á móti Stoke, Aston Villa, United, Swansea (í hinum bikarnum) og fyrsta leiknum á móti WBA.

    Svo er þetta orðið hálgert grín með hann Joe Allen blessaðan. Menn þurfa nú ekki mikið meira en að horfa í augun á honum þá er hann annað hvort búinn að tapa boltanum eða hreinlega gefa hann á andstæðingin.

    Rodgers verður nú að fara að taka sig saman í andlitinu með þetta liðsval alltaf hreint. T.d. ef Suarez á að spila í holunni þá verður hann að hjálpa miðjumönnum okkar að verjast.

    Knattspyrna er liðsíþrótt og snýst um að skora mörk. Í því voru Oldham bara miklu betri en Liverpool um helgina. Sama hversu margar sendingar Allen, Wisdom, Skrtel, Coates og Robinson gáfu á milli sín og á Jones í markinu.

  70. Er verið að bíða eftir vegabréfsáritun fyrir Coutinho? Sum blöð segja að búið er að samþykkja kaupin fyrir 8.5 milljónir.
    Gaurinn var keyptur á 3.5 milljónir til Inter árið 2008 og þótti eitt mesta efni í boltanum. Hann hefur ekki alveg staðið undir væntingum og þokkaleg áhætta að kaupa hann en Inter vantar pening og kannski er Coutinho maðurinn.

  71. Það að taka Coates og Wilson af lífi eftir þennan leik finnst mér full langt gengið. Þessir drengir hafa ekki spilað alvöruleik í einhverja mánuði. Síðan er þeim hent í djúpu laugina gegn dýrvitlausum leikmönnum sem eru að spila leik lífs síns. Völlurinn var erfiður, skítaveður og vörnin skipuð mönnum sem hafa ekki haft neitt tækifæri til að æfa saman. Við hverju bjóst Rodgers? Hann verður að taka einhverja sök. Hann hefur til dæmis ekki treyst Coates í deildinni og sennilegt er að það hafi haft einhver áhrif á sjálfstraustið hjá honum. Drengurinn verður að fá að spila og hér eru flestir sammála um að hann komi til með að standa sig – bara ekki í enska boltanum. Ég held að hann geti vel staðið sig þar en hann þarf leiki. Það er ekki bara það að ég hafi áhyggjur af leikmannakaupum Rodgers heldur hef ég einnig áhyggjur af stjórnunarhæfileikum hans. .Menn hanga inni í liðinu endalaust þótt ekkert gangi og aðrir detta út og eiga engan.

  72. Tessir fringe players åttu bara slæman dag gegn baråttugòðum oldham karlmönum. Varðandi vörnina. Ef å ad benda à einhvern sem var ekki skila sìnu tå ætti fòlk fyrst setja ùt à skrtel. Hann åtti stjòrna vörninni ekki menn sem hafa ekki spilad reglulega. Persònulega finnst mèr tiki taka kerfið mòti kick & run. Bakverðirnir eru hålfpartin sòknarvæng menn tegar við erum með boltann. Finnst bara 2 miðverjarnir bara undirmannaðir i vörn. Èg veit lucas eða allen å hjålpa teim en stundum mòti àkveðnum liðum sem nota hàpressu og kick&run tà skitum við å okkur. BR tarf finna lausn å tessu með teknìskun breytingum og ekki kenna kjúklingunum eingöngu. Ég hafði bara byrjað með klasìsku 4-4-2 mòti oldham, mansfield og stoke. My 2 cent.

  73. Æji thetta for i rauninni a versta veg og eg hafdi miklar ahyggjur af thessum leik. Mansfield-ævintyrid var nægilega mikil advørun, ekki satt?

    EN sem betur fer eru bara 2 dagar i næsta leik og menn hljota ad mæta øskuillir i thann leik!

    YNWA!

  74. Það er alltaf jafn vandræðalegt að renna yfir kaup-sögu okkar. Scouting kerfið okkar hlýtur að fá falleinkunn.

    £10.5m fyrir Fabio Borini!?! Hvernig í ósköpunum getur þessi leikmaður hafa kostað svona mikið? Í samanburði við aðra “áður óþekkta” leikmenn þá kostaði Demba Ba 7m og Javier fokking Chicharito 7m

  75. Ég skil ekki alveg afhverju þessir peyjar eru teknir af lífi eftir þennan leik. Það var alveg ljóst að Coates var ekki að fara að spila góðan leik þar sem hann hefur ekki ennþá spilað góðan leik fyrir Liverpool, eins var vonlaust fyrir Jack Robinson að spila góðan leik miðað við hve reynslulítill hann er og miðað við þá litlu hjálp sem hann fékk á kantinum. Ef að Brendan Rodgers hefur skoðað eitthvað af leikjunum í vetur þá ætti hann að vita að stærsti varnargallinn í byrjunarliði Liverpool er Martin Skrtl, hann virkar ekki nema að Agger sé til staðar eða Carragher til að éta upp out of position tendensinn hans. Svo er það Wisdom sem hefur virkað þannig í vetur að hann hefur spilað annanhvern leik ágætlega og restina illa. Svo hvernig átti þessi vörn að virka???? Siðan var það miðjan. Joe Allen hefur ekki getað stjórnað miðju á eigin spýtur síðan hann kom til Liverpool, auk þess sem hann er alltof alltof lágvaxinn til þess að eiga að vera þungamiðjan á miðjunni. Þessi maður þarf góða menn í kringum sig til að virka. Sterling hefur ekki átt góðan leik í cirka 10 leiki í röð. Suarez var látinn sinna miðjuhlutverki því að miðjan var geld sem skildu eftir Borini og Sturridge frammi. Borini hefur ekkert sýnt í vetur og mun ekkert sýna því hann bara skortir gæði og Sturridge er alltof takmarkaður leikmaður til að sinna forward hlutverkinu einn. Brendan hugsaði þetta sem 3ja manna sókn en þegar miðjan er jafn veik og hún er þá hefur 3ja manna sókn ekkert að gera á vellinum ef ómögulegt er að koma boltanum á þá. Því er það alveg ljóst að Brendan Rodgers verður að taka þetta tap á sig. Allar vísbendingar voru til staðar um að þetta myndi ekki ganga upp. Ljóst er einnig að Coates var valinn á undan Carragher vegna þess að Coates er á sölulista sem gerir valið ennþá verra því þannig er einn maður valinn fram yfir liðið. Allavega hefði ég aldrei treyst þessum mönnum í verkið útfrá því sem þeir hafa sýnt í leikjum í vetur og ekki er það leikmönnunum að kenna að þeir byruðu inná.

  76. Sælir drengir og stúlkur (Sirrí)

    Langaði aðeins að taka upp hanskann fyrir Borini. Ég er alveg sammála því að hann hefur ekki náð sér á strik meðan hann hefur verið hjá klúbbnum. En vissulega er ekki hægt að horfa fram hjá því að hann hefur verið meiddur mestallan tímann og í upphafi var liðið ekki að spila sannfærandi enda rétt að ná tökum á nýjum leikstíl undir nýjum þjálfara.

    Það sem mig langaði að benda á er að mér hefur fundist hann skilja vel hlutverk sitt og hafa ágætis skilning á kerfinu sem BR vill spila. Hann hleypur oft á tíðum alveg hárrétt hlaup þá annað hvort til þess að koma sér í færi eða til þess að draga athygli að sér og opna fyrir aðra. Mér hefur fundist þetta gerast nokkuð reglulega þegar ég sé hann spila þó svo að stundum hverfi hann vissulega líka.

    Hann hinsvegar verður að nýta færin sín ef það eiga að vera not fyrir hann innan klúbbsins, það er á hreinu.

  77. Deus 91

    Allt sluður sem eg les hingað og þangað sevir að coutinho fari i læknksskoðun i kvold

  78. Þótt að það sé spennandi að fá unga, hæfileika leikmenn á borð við Coutinho til okkar að þá er það kannski ekkert alveg það rétta í stöðunni í dag. Liðinu vantar sárlega fleiri eldri leikmenn sem að hafa haus í það að takast á við erfið verkefni. Ég er ekkert eingöngu að tala um að mæta utd á old trafford eða city á ethiad stadum heldur einnig menn sem eru tilbúnir í leiki þar sem að þetta snýst ekkert endilega um að vera betri fótboltamaður heldur að hafa haus í verkefnið. Við munum flest hvað Gary McAllister gerði fyrir okkur á sínum tíma og hvaða áhrif hann hafði á aðra leikmenn í kringum sig.
    Við erum búnir að safna mikið af ungum, hæfileikaríkum leikmönnum í okkar lið en lið sem væri samansett af 11 efnilegustu leikmönnum í heimi myndi aldrei ná neinum árangri í sterkri deild. Við þurfum leikmenn/leikmenn sem að hafa reynsluna og karakterinn til að styðja okkar ungu leikmenn og í leiðinni taka smá álag af Gerrard sem er, sama hvað hver segir, sá sem lætur hlutina tikka inn á vellinum.

  79. Talandi um Steven Gerrard hann á náttla að hringja í vin sinn Frank Lampard
    Og segja þessum West ham manni fyrst Chelsea ákvað að þakka honum fyrir góð störf í þágu félagsins og sparka í rassgatið á honum. þá á hann náttla að bjóða honum velkominn til Liverpool og vera þáttakandi í spennandi verkefni að koma Liverpool Fc aftur á meðal þeirra bestu.
    Þeir félagar gætu smitað frá sér ótrúlegri reynslu til yngrileikmanna.

    Annars er alltaf hægt að fá Gary McAllister aftur 😀 hann kann þetta örugglega ennþá hehe…

  80. Hvernig finnst mönnum forgangskaup Brendan Rodgers, þeir Joe Allen og Fabio Borini?? 26M punda!!!! Carrol lánaður???? Er heil brú í þessu???

  81. Coates átti prýðisgóðan leik á móti man city á Anfield.Síðan ekki söguna meir.Er það honum að kenna eða þjálfurum veit ekki en ég las það á dögunum að Steve clark vildi fá hann lánaðann,held að það sé best fyrir hann og hver veit kanski fáum við nothæfan leikmann til baka,er ekki til í að afskrifa hann.Vonandi vinnum við the f++++++ gunners þá lítur þetta allt betur út.

  82. Hérna kryfur Rodgers frammistöðuna og er ekki enn unnin reiðin 2 dögum seinna.
    Brendan Rodgers youngsters.

    Kemur þarna inná margt sem við erum stanslaust að tala um. Músarhjörtu, skortur á hraða og líkamlegum styrk o.fl. Alveg ótrúlegt ef það er satt að þessi Smith sem skoraði 2 mörk gegn okkur hafði ekki skorað á heimavelli Oldham í 2 ár en brillerar svo auðvitað gegn Liverpool. Rodgers telur einnig upp Benteke sem rústaði okkur á Anfield nýlega en hvarf svo og gat fullkomlega ekkert ótal leiki á eftir.

    Það er fræg mýtan að allir markmenn eigi leik lífsins gegn Liverpool, nú er búið að bætast við að allskonar rusl Strikerar geta frábæra leiki gegn Liverpool ef þeir bara nenna að bully-ast smá í varnarmönnum okkar. Endurtek og tek undir með mörgum að Martin Skrtel sé alveg hræðilegur til að stjórna vörninni okkar og að mínu mati einfaldlega bara ekkert nógu góður varnarmaður fyrir top 4 klúbb.

    En fínt að Rodgers sé ennþá svona pirraður löngu eftir leik. Það sýnir að honum sé sama og viti af einu stærsta vandamáli liðsins. Hugarfarinu og að við þurfum meiri hraða og líkamlegan styrk.

  83. “For some players their power and strength is in their brain. Otherwise you would have basketball players throughout your team.” (Brendan)

    Ég spái því að hávær kvörtun berist frá breska körfuboltasambandinu 🙂

  84. Hmm er ekki alveg til í að afskrifa Skölta kallinn eins og sumir hérna.
    Hann er að virka mjög vel með mönnum sem stjórna vörninni og það er allt í lagi. Við vitum þá hvað hann gerir vel og hvað hann gerir ekki vel. Algjör óþarfi að henda honum eitthvört.

  85. jæja má ekki fara að setja eitthvað annað hérna inn á síðuna svo maður þurfi ekki að horfa á þetta í hvert skipti sem að maður opnar kop.is 🙂

    t.d Arsenal – Liverpool upphitun ?

    kveðja óþolinmóði gæjinn sem opnar kop.is 100 sinnum á dag 😉

  86. Af hverju reyna Liverpool menn ekki að ná í Chris Samba varnarmann Anzhi.
    Þarna erum við að tala um nagla sem ætti að fitta vel með Agger. Nautsterkur í föstum leikatriðum og fínasti leikmaður.

  87. Mér finnst menn fullharðir að rakka menn niður sérstaklega Cotes og Robinson en ég held að þetta séu framtíðarmenn Liverpool. Cotes hefur nánast ekkert spilað í enskudeildinni í vetur. Hann hefur spilað nokkra leiki í litla bikarnum og í evrópudeildinni og þá gamla jaxlinn Carra sér við hlið sem er stöðugt að peppa menn og reka áfram og þar var hann oft að sýna fína takta. En einhvern veginn finnst manni Cotes og Skertel aldrei ná saman og verður því að skrifa eitthvað af mistökunum á þá báða. Menn eru líka að tala um að Cotes hafi verið staður og seinn að gefa boltann sem er ekki skrítið því hreifingin á liðinu var engin sem sérst líka vel á því hvað almennt var mikið um misheppnaðar sendingar hjá öllu liðinu. Robinson er nátturlega fyrst og fremst mjog ungur og lítið spilað í topp boltanum og vanta meiri reynslu.
    Það sem mér fannst fyrst og fremst að var uppstillingin á miðjunni því þegar við mætum svona liði þá mátti vita að þeir myndu mæta dýrvitlausir og berjast um hvern einasta bolta á miðjunni. Svo voru Boringi og Stelli stubbur ekki að hjálpa mikið til aftur og Henderson, Allan og ÖLL VÖRNIN í stöðugum vandræðum. Hefði viljað sjá Shelvey byrja en Brendan hefur verið með hann á frosti síðustu vikur. Hann hefði skilað meiru þarna því þetta er svoldið hans bolti að fá að taka nokkrar tæklingar upp í stúku.

    Nú er bara næsti leikur og hann verður helst að vinnast svo við gleymum þessum sem fyrst.

Byrjunarliðið gegn Oldham í 4.umferð FA cup

Arsenal á morgun