Liðið í kvöld + Coutinho kominn (staðfest!)

Þá hefur byrjunarliðið verið staðfest og er það sem hér segir:

Reina

Wisdom – Carragher – Agger – Johnson

Gerrard – Lucas – Henderson

Downing – Sturridge – Suarez

Bekkur: Jones, Enrique, Skrtel, Shelvey, Allen, Borini, Sterling.

Sterkt lið. Carra heldur Skrtel úti, Pepe Reina er orðinn heill og kemur sem betur fer inn eftir martröð Jones um helgina og Enrique er heill á bekkinn en ekki í byrjunarliðið eins og orðrómurinn sagði fyrir um fyrr í dag. Engu að síður sterkt lið og nú er að vona að þeir geti staðist pressuna á Emirates í kvöld.

Færslan um Coutinho er hér fyrir neðan. ÁFRAM LIVERPOOL!


Liverpool FC hefur staðfest kaup á brasilíska ungstirninu Philippe Coutinho frá Internazionale á 8,5m punda. Hér tjáir Ian Ayre sig um nýja leikmanninn og hann verður í treyju nr. 10 og gerir henni vonandi betri skil en sá sem bar hana síðast.

Hér er svo mynd af kappanum á Melwood í dag:

coutinho01

108 Comments

  1. Skandall að Coutinho byrji ekki leikinn.

    En mér líst alveg gríðarlega vel á að Enrique sé kominn aftur, ekki síður vegna þess að það hleypir Jhonson í sína stöðu.

    Spennan er að fara með mig. leikurinn fer 2-2

  2. Coutinho nr. 10 líst hrikalega vel á það. Það á greinilega að smella honum beint í byrjunarliðið fyrir aftan Suarez. Sturridge og Sterling vængmenn. Núna held ég að Rodgers sé loksins farinn að sjá lið eins og hann vill sjá það.

  3. Væri gríðarlega sáttur með þessa liðsuppstillingu. Carragher er allan daginn betri en Skrtel og að Enrique komi inn aftur er snilld því þá fær Johnson að njóta sín í sinni stöðu. Áfram Liverpool!!!

  4. Þetta er sennilega sterkasta liðið sem völ er á @the moment. Kannski spurning um Carra/Skrtel og Henderson/Suso/Coutinho. Annað get ég ekki séð sem getur bætt liðið.

  5. Talaði Rodgers ekki um á einhverjum fundi um daginn að það vantaði 10 í liðið? Strax búinn að finna hann.

  6. Sælir félagar

    Mér líst gríðarlega vel á þessa uppstillingu. Nýjustu kaupin ánægjuleg og gefa vísbendingu um hvarnig fótbolta BR vill spila. SAMBA!!!

    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Lýst vewl á uppstillinguna og ekki síður kaupin á Coutinho. Var alltaf mun spenntari fyrir honum en t.d Snjeider. Hlakka gríðarlega til að sjá tíuna á stjá á ný 🙂

  8. Svakalegt krútt hann Coutinho (krúttinho) vona innilega að hann hafi drápseðlið og allt sem til þarf til að standa undir tíunni. Hlakka til að sjá hann spila.

    Eigum við ekki að segja 0:1 í kvöld í hörkuleik!

  9. Ef til vill væri þetta sterkasta liðið, jafnvel þó að Downing feli sig oftast í svona stórum leikjum.

  10. Frábær tíðindi. Coutinho ætti að smella inn í þetta lið. Spurning hvort það taki hann langan tíma að aðlagast deildinni og liðinu. Ég veit ekki hvort ég vilji frekar Carra heldur en Skrtel svona fótboltalega séð. Honum hefur nú verið slátrað hérna á síðunni og gefið dánarvottorð í liðinu og gegn snöggum og klókum leikmönnum Arsenal gæti Skrtel alveg virkað betur. En hvor sem verður valinn fær nóg að gera og þarf að sanna ágæti sitt. Öðru hef ég litlar áhyggjur af, helst Enrique og Reina sem eru tæpir. Ef Henderson verður jafn öflugur og hann hefur verið í síðustu deildarleikjum verður miðjan góð.

  11. Að mínu mati frábær gluggi. Cole og Sahin sem ekkert spiluðu út fyrir Sturridge og Coutinho. Tveir ungir sóknarmenn. Það er ekki hægt að kvarta mikið að mínu mati.

  12. Thegar Coutinho spilar fyrsta deildarleikinn sinn verdur hann buinn ad spila brasilisku,itølsku, spænsku og ensku deildunum. Thad eru varla margir sem hafa gert thad tvitugir.

  13. Hver var með númer 10 áður? Líst rosalega vel á Coutinho.Hef tröllutrú á þessum dreng.

  14. Sælir félagar

    Og til hamingju með nýju kaupin!!!!!! hvar er gott að horfa á leikinn og fá sér að borða í hinni fögru Reykjavík??
    smellum svo einum léttum sigri á kvöldið barátta barátta 2-3;)

  15. Nr 15
    Held að Voronin hafi verið síðast nr 10 og Luis Garcia þar á undan. Nema það hafi verið einhver annar sem ég er að gleyma.

  16. Var ekki Joe Cole númer 10 tökum leikinn létt 1-2 er í fyrsta skipti að koma inná þessa síðu vissi ekkert um hana en líður núna einsog ég sé kominn á Anfield

  17. Líst vel á þessi kaup hjá Liverpool. Nú er liðið að verða komið með ákveðinn kjarna sem þíðir að ekki þarf að kaupa endalaust 3-4 miðlungsmenn per glugga heldur 1 klassa leikmann á hverju sumri…

  18. The Reds team in full is: Reina, Johnson, Agger, Carragher, Wisdom, Lucas, Gerrard, Henderson, Downing, Suarez, Sturridge. Subs: Jones, Enrique, Skrtel, Shelvey, Allen, Borini, Sterling.

  19. Svona er staðfest lið Arsenal manna í kvöld.

    Szczesny,
    Vermaelan Koscielny Gibbs, Jenkinson, Wilshere, Diaby, Cazorla, Podolski, Walcott, Giroud.

  20. Nr 20 Til lukku lífið blasir við þér núna, er sammála þér að við vinnum skytturnar 1-2

  21. Þó svo að ég sé ekki sérstaklega bjartsýnn á að hafa Carragher í vörninni þá verður samt að láta þessa menn (Skrtel) vita af því að léleg frammistaða þíðir bekkjarseta í næsta leik.

  22. Væri gott að eiga kanntmenn í dag, bakverðir Arsenal ekkert það besta sem ég hef séð. Vonandi á carra eftir að eiga stórleik og sýna gamla takta eins og mót Chelsea. 1-3 Suarez með 2 og Gerrard eitt.

  23. Líst vel á uppstillinguna fyrir kvöldið – góður bekkur í þokkabót!

    Ætla hafa sem fæst orð um kaupin á Coutinho, veit ekkert um þennann leikmann, en ef hann hefur spilað fjórum deildum og þar af 3 af þeim sterkustu í heimi einungis 20ára eru ekkert endilega meðmæli.

    Læt tímann og maninn sjálfinn dæma um kaupinn.

  24. 24 ég vil sjá kantana hjá Liverpool nýtta á móti þessu Arsenal liði. Bakverðirnir þeirra verða að teljast veikustu hlekkir liðsins og kantmennirnir mjög sóknarsinnaðir svo það ætti að gefa okkar mönnum sénsa

  25. Hef töluverðar áhyggjur af vörninni og þá sérstaklega að hún komi til með að sitja aftarlega og eiga í basli enn einn ganginn með stóran sóknarmann andstæðinganna. Lýst ekkert verr á það að láta Carragher eiga við það heldur en Skrtel eins og hann hefur spilað undanfarið og hvað þá Coates.

    Fúlt líka að hafa ekki Enrique 100% í dag því liðið funkerar allt miklu betur með Johnson á sínum stað og Enrique í vinstri bak.

    Varðandi leikmannagluggann þá er hann mjög jákvæður so far og allt aukalega væri fínn bónus. Væri frábært að fá inn varnarmann sem styrkir liðið og eins væri kaup á Tom Ince spennandi ef það er ennþá on.

  26. Ég get a.m.k. ekki verið ósáttur við þetta liðsval Rodgers, hefði verið eins hjá mér, og eflaust flestum, m.v. form á leikmönnum undanfarið.

    Vona að Lucas eigi góðan dag. Komnir með Agger og Johnson í vörnina, Gerrard á miðjuna og Suarez fram. Ef þessir, og Reina, gera það sem þeir geta þá eigum við séns á sigri, þótt það fari líka eftir því hvaða Arsenal-lið mætir í kvöld. Tap í þessum leik þýðir að maður getur hætt að blekkja sig á því að eiga einhverja von á 4. sætinu (já fjandinn, ég ber enn þá veiku von í brjósti…) og þar með er tímabilið orðið frekar súrt nú þegar í janúar. Fyrirfram eru Arsenal líklegri, aðallega vegna þess að þeir eru á heimavelli.

    Gott að Coutinho er kominn, sá sem fær 10-una er náttúrulega nógu góður til að fara beint í byrjunarliðið, eða er ég bara svona gamaldags… Það er heldur ekkert verra að nafnið byrji á “Kát”.

  27. Vá hvað þetta var eitthvað klaufalegt mark, en mark engu að síður.

    SUAREZ <3

  28. Bloodseed með massa góðan straum eins og ávalt. Frábær byrjun á leiknum en þó svo að við værum 2-3 mörkum yfir þá er Arsenal bara þannig lið að þeir geta alltaf komið til baka. En þeir eru voðalega seinheppnir eitthvað eins og er, sem betur fer 🙂

  29. Mikið svakalega erum við lélegir undir pressu, það er ekki einu sinni smá fyndið.

  30. Það er fínt jafnvægi í liðinu núna, vörnin kannski smá shaky en að vera með bæði suarez og sturridge þarna frammi gefur okkur þvílíka sóknaburði allt í einu að þetta er eins og púsluspilið sem alltaf hefur vantað í heildarmyndina. Núna vantar bara nokkra supersubs og fleiri svona creative leikmenn sem eru matchwinners og þá fer að verða gaman aftur í Liverpoolheimum

  31. Þetta er greinilega dagskipunin, verjast og beita skyndisóknum sem meikar fullkomið sens miðað við hættulega sókn Arsenal og lélega vörn.

  32. Þetta er bara vel gert hjá okkar mönnum. Vel skipulögð vörn, Suarez bara fanta góður í vörninni fyrir framan Johnson og svo gott flæði þegar liðið fær boltann. Mér lýst vel á þetta, það jókst sjálfstraustið í liðinu eftir því sem leið á leikinn og ég er sáttur.

    En Arsenalmenn verða þéttari í seinni og það má búast við þeim dýrvitlausum þá. Þá ríður á að halda haus og verjast almennilega og klára þá svo með skyndisóknum

  33. Henderson er búinn að vera mjög góður að mínu mati. Þvílik vinnsla í honum, hann lagði einnig upp markið á Suarez, en að sjálfsögðu hefði hann átt að gera betur þegar hann chippaði yfir.

  34. Ætlað að spá því að þeir jafni fljótlega en við stelum þessu svo með skyndisókn í lokin.

    Mér finnst liðið mætti vera örlítið meira sókdjarft og ekki svona svakalega hræddir að sækja aðeins meira.

    Svo fæ hjartaflökt í hvert skipti sem Wisdom er með boltann.

  35. Ég vissi ekki að Sturridge hefði verið keyptur til að Suarez gæti farið í vinstri bak. Skil ekki af hverju menn tala um að ball posession vinni leiki þegar það á bara við í stöðunni 0-0 ?? Leikurinn er eingöngu að fara að vinnast á heppni með því leikskipulagi sem menn settu í gang þegar við komumst yfir…og það vont.

  36. Reina búinn að vera frábær og hefðum getað með smá heppni verið komnir í 0 – 2

  37. Draumur um þrennu í kvöld 🙂
    Draumur um þriðja sæti 😉
    Draumur um 3ja snillinginn fyrir 31 jan :}

    Og hver segir ekki að 2013 verðið árið okkar, verum jákvæðir og við munum sjá okkar menn gera frábæra hluti.

    Áfram LIVERPOOL

  38. Mér finnst við hafa bara verið ágætir í þessum leik. Erum alltof opnir varnarlega og tel ég að við verðum að loka svæðum miklu betur(sá reyndar batamerki síðustu 10 mín).
    Suarez er að vinna vel en hann og Glen þurfa að passa sig að vera ekki báðir of hátt uppi þegar við missum boltan. Það gerðist 3 sinnum í fyrihálfleik og má ekki gerast í þeim síðari.
    Agger blokaði glæsilega skot hjá Arsenal og Carragher hefur verið stórkostlegur og er gaman að sjá gamla kallinn ná að hreina trekk í trekk úr hornspyrnum(enda ekki stæðstur þarna).
    Suarez og Sturridge þurfa aðeins tíma til þess að ná saman en þetta lofar góðu.
    Henderson búinn að vera duglegur en maður vill sjá hann gera aðeins betur þegar hann nálgast mark andstæðingana.
    Besti maður liverpool fyrstu 45 mín er Steven Gerrard, þvílík vinnsla og dugnaður hefur maður ekki séð hjá honum í langan tíma. Hann er með fyrstu að koma með í sóknina og svo er hann mættur alveg aftast til þess að hreinsa.
    Ég spái því miður að við náum ekki að halda þetta út og fáum í mestalagi stig úr þessum leik en ég sé að liðið er að bæta sig og á bara eftir að verða betra og betra.

  39. Aldrei fær Liverpool víti þó það far tvisvar í hendina á honum og hann endi á því að kýla hann í burtu.

  40. Suarez greinilega getur allt, hann er buin að spila eins og bakvorður allan þennan leik og er að pakka sagna saman, þvilik vinnusemi i drengnum

  41. Frábært að fá Reina aftur í liðið. Og líka að sjá Enrique vera að lagast úr meiðslunum. Síðan finnst mér Sturridge og Suarez minn uppáhaldsframherja vinna frábærlega saman á framlínunni. Koma svo Áfram Liverpool !!!!!

  42. HENDERSON, JESÚS MINN, VÁ. ÞETTA VAR FRÁBÆRT. FOKK HVAÐ ÞETTA VAR VEL GERT.

    Þetta er einmitt ástæðan fyrir þvi að hann á að spila, hann einfaldlega gefst ekki upp. Einhverjir milljón Arsenal menn í kringum hann, en hann hélt bara áfram.

  43. Var ekki einhver sem ætlaði að henda Henderson fyrir að eiga nokkrar óheppnaðar sendingar. Mark og stoðsending er nú meira en allir aðrir inni á vellinu so far..

  44. Henderson var einn í heiminum og hnoðaðist gegnum hálft Arsenalliðið. Snilld.

  45. Stoðsending og mark !!! JH er nú þegar maður leiksins þó leikurinn c ekki búinn !!

  46. Djöf…. ég sem var að fara hrósa því að Carra væri kominn aftur !

  47. Menn sofnuðu alveg á verðinum þarna! Fóru að halda að þetta væri komið.

  48. Vægast sagt barnalegur varnarleikur hjá Agger og Johnson í báðum mörkunum. Skánar þetta aldrei hjá Glen eða? Alltaf útsala hjá honum…

  49. frekar aumt að tapa 2 marka mun á 3 min í leik sem við höfum allt liðið aftan við miðju, það er ómögulegt að koma til baka úr þvi. hugsa að arsenal liggi í sókn restina af leiknum og allt annað en tap er heppni…

  50. Liðið verður eiginlega að fara að þrýsta sér framar á völlinn, það er ekkert hægt að verjast svona í heilann leik.

    Hvernig eiga sóknarmennirnir að gera eitthvað þegar að þeir fá boltann aldrei framan við miðju.

  51. Og já ef Brendan er að spá, þá er það sem Arsenal eru að gera núna: Death by football…

  52. Það er greinilegt að þessi tvö mörk á 3 mínútum hafa virkað svipað á liðið og þegar Carra fékk boltann í solar plexus áðan, allt loft úr þeim. En við erum að jafna okkur og þó svo að við liggjum í vörn eins og er þá þarf Suarez ekki nema eina snilld til að klára þennan leik…vona bar að menn haldi haus í vörninni ahhhhhhhhhh

  53. Hvað er fjandanum er í gangi. Við komumst ekki yfir miðju einu sinni. Þetta er eitthvað sem að stjórinn ætti að vera búinn að finna lausn á, ekki leyfa þeim að pressa svona á okkur í 30 plús mínútur án þess að gera nokkurn skapaðan hlut.

  54. Nauðvörn.is

    Það er ekkert spil og engir tilburðir til þess. Maður verst ekki i 45 mín.

    En meðu Suarez núna frammi er von á kraftaverki.

  55. það er verið að spila tiki taka, bara ekki réttum megin á vellinum 😉

  56. Hvað segiði….verða menn sáttir með jafntefli eftir þennan rússibana?

  57. Vandamálið er að Liverpool liðið er algerlega ófært um að spila sig í gegnum hápressu. Þessu eru andstæðingarnir farnir að átta sig og þetta gerði lélegu liði eins og Oldham kleyft að valda okkur vandræðum.

  58. Djöfulsins aumingjaskapur var þetta.. Henderson maður leiksins. Lucas… það var eins og hann væri með ökklalóð á sér allan helvitis leikinn..

  59. Vid betei i fyrri, en haldid a ketti hvad Arsenal voru godir i seinni. Hefdum getad stolid tessu i lokin. Sanngjarnt jafntefli nidurstadan. Henderson madur leiksins. Turfum ad vera adeins betri en tetta ef vid ætlum okkur ad vinna City.

  60. Eitt besta móment tímabilsins þegar Henderson skoraði en það dugði ekki til.

  61. Ömurlegur seinni hálfleikur hjá Liverpool. Punktur. Svekkjandi og hreinlega lélegt að halda ekki stöðunni betur og hreinlega heppnir að tapa ekki leiknum. Ömurlegt að sjá stjórann taka Sturridge út af í seinni og allt liðið á hælana og allir í vörn. Fast leik atriði og við skulum leyfa besta skallamanni Arsenal að fá frían skalla á markteig.

One Ping

  1. Pingback:

Arsenal á morgun

Arsenal – Liverpool 2-2