FC Zenit – Liverpool 2-0

Það var -6 stiga frost þegar leikur FC Zenit og Liverpool var flautaður á. Þetta var fyrsti leikur Rússana á árinu enda hávetur þar í landi og völlurinn vægt til orða tekið ekki í besta standi. Þetta hafði töluverð áhrif á leikinn sem þó var nokkuð fjörugur.

Lið Liverpool var svona skipað::

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Enrique

Henderson – Allen – Gerrard

Downing – Suarez – Sterling

Bekkur: Jones, Coates, Lucas, Borini, Shelvey, Suso, Wisdom.
Daniel Agger skilin eftir heima, Lucas hvíldur og Sterling settur inn fyrir Shelvey. Sturridge og Coutinho ekki gjaldgengir í þessari keppi þar sem þeir hafa þegar spilað með öðrum liðum.

Fyrri hálfleikur byrjaði með látum og eftir 45.mínútur hristi maður hausinn og velti fyrir sér hvernig staðan væri ennþá 0-0. Heimamenn byrjuðu með látum og máttum við þakka Reina fyrir að vera ekki komin 1-0 undir eftir rúmlega mínútu leik. Hinumegin fékk Suarez ennþá betra færi eftir sendingu frá Johnson, hann lék á varnarmanninn sem réð ekkert við hann en skaut framhjá.

Reina varði síðan frábærlega frá Hulk á 5.mínútu eftir sofandahátt hjá Skrtel í vörninni.

Suarez virtist ætla að brjóta ísinn (bókstaflega) á 15.mínútu er hann komst inn í sendingu frá Lombrats í vörn Zenit og komast aleinn í gegn en klúðraði því að leika á markmanninn og Lombrats náði að komast fyrir hann. Mjög mjög illa nýtt færi hjá Suarez.

Zenit tók völdin eftir þetta og áttu sérstaklega auðvelt með að stjórna miðjunni, Joe Allen var að spila í stað Lucas og var á tíma eins og hann væri frosinn við völlinn. Reina varði 1-2 vel og náði að halda búrinu hreinu. Bilið milli varnar og sóknar oft á tíðum glæpsamlegt.

Það var engu að síður Suarez sem fékk enn á ný besta færið núna eftir sendingu frá Sterling inn á markteig þar sem hann virtist vera einn gegn markmanni en hælspyrna hans fór framhjá markinu.  Sendingin frá Sterling hefði getað verið betri en engu að síður hroðaleg nýting hjá Suarez í þessum fyrri hálfleik.

Seinni hálfleikur byrjaði með látum er Johnson tók frábæran sprett í gengum miðja vörn Zenit og einn á markmann en náði ekki góðu skoti. Hann klobbaði varnarmann og reyndar markmanninn líka sem fékk boltann í löppina á síðustu stundu og þaðan fór hann framhjá.

Suarez hélt uppteknum hætti á 60.mínútu er hann klúðraði líklega besta færi leiksins (af nokkrum góðum) er hann tók boltann af Downing sem var búinn að taka góðan sprett og opna vörn Zenit. Suarez virtist bara þurfa að planta honum í hornið en hitti ekki markið og ætlaði ekki að trúa því sjálfur. Liverpool var með völdin í leiknum og mun sterkari fyrstu 25.mín seinni hálfleiks.

Það var því alveg eftir handriti að Zenit ætti fyrsta mark leiksins á 69.mínútu eftir að hafa nánast ekkert sótt í seinni hálfleik. Hulk fékk boltann fyrir utan vítateig og hamraði honum upp í bláhornið með viðkomu í Skrtel sem lokaði ekki nógu vel á hann. Alveg dæmigert.

Liverpool fær auðvitað ekki á sig bara eitt mark og voru fljótir að hleypa öðru marki inn á 72.mínútu. Rússarnir komust upp hægri kantinn, sendu fyrir markið þar sem miðverðir Liverpool voru frosnir við völlinn og boltinn barst á hinn 36 ára Semak sem potaði honum inn.

Þar með var búið að brjóta Liverpool liðið alveg sem var dauðuppgefið í restina. Rodgers vildi þó ekki gefast upp… æ jú hann vildi bara halda þessu og setti Lucas inná fyrir Sterling og hafði það einu skiptinguna í leiknum.

Niðurstaðan 2-0 tap fyrir seinni leikinn á Anfield.

Það er óhætt að segja að maður hefur töluverðar áhyggjur af þessu liði og ég set spurningamerki við það hvort Rodgers hafi skipulagt tímabilið nægjanlega vel? Liðið er dauðuppgefið undir lok allra leikja, pressan sem við vorum að vonast eftir að sjá með komu Rodgers er bara til hátíðarbrigða og við brotnum alltaf við mótlæti. Liðið hefur fengið á sig 2 mörk eða meira í 20 leikjum bara á þessu tímabili í rúmlega 40 leikjum. Það er svo langt frá því að vera eðlilegt eða boðlegt að það er ekki einu sinni fyndið. Spilamennskan er á köflum búinn að vera fín undanfarin mánuð en stigasöfnun og gengi í bikar/evrópu er til skammar.

Neil Atkinson sem stjórnar The Anfield Wrap hitti naglann á höfuðið um áhuga Liverpool á að pressa (bæði í þessum leik og síðustu leikjum) er hann sagði að Inzaghi myndi ekki einu sinni fá dæmda á sig rangstöðu gegn Liverpool, svo djúpt sitjum við þessa dagana. Um leið og liðið okkar nær að pressa andstæðinginn náum við að skapa vandræði gegn hverjum sem er og það er skandall að hafa ekki skorað á hæga og óörugga vörn Zenit.

Hvað leikmenn varðar þá var leikurinn heilt yfir ekkert hræðilegur en samt endum við með 2-0 tap.

Suarez er aðal sökudólgur í dag, um það þarf ekkert að þræta. Hann er sóknarmaðurinn í liðinu og hans hlutverk er að skora og þetta var bara lélegt í dag. Hann hefur hitt boltann einu sinni á markið í síðustu 17-18 tilraunum og er kannski merki um hversu þreyttur hann er þessa dagana.

Reina var okkar besti maður og varði nokkrum sinnum mjög vel í fyrri hálfleik. Johnson og Enrique voru að spila miklu betur í dag heldur en gegn WBA og líkari sjálfum sér en voru báðir steinsofandi í seinna marki Zenit. Enrique lokaði ekki á fyrirgjöfina og Johnson var ekki nálægt neinum er boltinn kom inn á teiginn.

Joe Allen átt einn versta fyrri hálfleik hjá nokkrum leikmanni Liverpool á tímabilinu  og réð ekkert við Danny, besta leikmann Zenit. Witsel og Hulk voru mikið að leita inn á svæðið fyrir aftan miðjuna og náðu að skapa hættu þar til Danny meiddist og fór að lokum útaf. Gerrard og Henderson hafa spilað betur en náðu þó betri takti þegar leið á leikinn.

Það kemur voðalega lítið út úr Sterling og Downing á vængjunum. Þeir skora lítið, þeir eiga fáar fyrirgjafir og það er bara ekki nógu gott hjá Liverpool. Ég veit að Sterling er 17 ára og mikið efni en akkurat í dag er þetta ekki nóg fyrir okkur. Eins veit ég að Downing er að bæta sig en sóknarlega er hann ekki að gera sig finnst mér.

Skrtel fannst mér óöruggur í byrjun og hefði kannski mátt loka betur í markinu hjá Hulk en miðvörðunum verður nú að ég held ekkert kennt sérstaklega um þetta tap. Liðið liggur samt rosalega djúpt með Carra og Skrtel eins og við sáum í dag og það er of auðvelt að refsa okkur.

Það er auðvitað ekki hægt að fella stóradóm út frá þessum leik, þetta var tap á erfiðum Rússneskum útivelli gegn mjög góðu liði í -6 frosti. Úrslitin komu mér heldur ekki neitt gríðarlega á óvart enda var spá fyrir leik svona hjá mér.

Óttast að þetta verði mjög vond vika áfram og FC Zenit taki þennan leik 2-0. Ætla samt að spá 1-1 jafntefli gegn sannfæringu minni og set markið á Fabio Borini.

Bara m.v. færin í þessum leik getum við leikandi létt snúð þessu við á Anfield og farið áfram. Við gerum það samt ekki og förum ekki lengra úr þessari keppni. (endilega minnið mig á þetta þegar við vinnum eftir viku 🙂 ).

87 Comments

  1. Reka einhvern! Argh! Gera eitthvað! Eitthvað þarf! Þetta er svakalegt! Eina góða er að við þurfum mögulega ekki að horfa á fleiri fimmtudagsdeildarleiki!!! =S

  2. Er þetta ekki orðið hátt í 50 marktilraunir í tveimur leikjum.
    Fer að verða spennandi að vita hvað við þurfum margar áður en tuðran fer í netið.

  3. SKITA ! !. hjá BR og leikmönnum. En enn og aftur er aðaltriðið að við vinnum í possession, júhú. Þolinmæði, þolinmæði. Djöfull er þetta aumkunnarvert.

  4. Suarez og Rodgers ættu að skammast sín. Suarez fékk 4 dauðafæri sem jafnvel Borini gæti klárað og Rodgers gerði eina skiptingu í leiknum og setti Lucas inn fyrir Sterling í stöðunni 2-0.

    Fáránlegt.

  5. Ég bíð spenntur eftir því þegar Rodgers talar um hvað leikmennirnir spiluðu frábærlega og hvað hugarfarið var gott…

  6. Flottur leikur á erfiðum útivelli. Fengum fullt fullt af færum en lítið hægt að gera þegar menn nýta ekki dauðafæri. Þetta er allt í rétta átt hjá okkar mönnum þrátt fyrir smá niðursveiflu í siðustu tveim leikjum og ég hef fulla trú á Rodgers og co.

  7. Brendan var reyndar búinn að vara okkur við fyrir tímabilið að við gætum átt von á svona úrslitum. Við förum bara að undirbúa okkur fyrir næsta tímabil, þá kemur okkar tími.

  8. Komin með uppí kok af þessu ruggli sumir ættu að fara að hugsa sinn gang þá meina ég eigendurnir þvílik hörmung hef ég ekki séð frá þessu liði, BR skrifast allt á þig takk og bæ

  9. Ég set algjörlega spurningamerki við þjálfarann, að gera bara eina skiptingu og vera undir 2-0 , er ekki hægt að taka eina einustu áhættu? Ég skil alveg að taka sterling út og setja lucas inn, en var ekki hægt að gera líka einhvað annað? Er aldrei einhvernvegin plan b? Æj ég veit ekki..fengum líka færi í fyrrihálfleik til að skora, en svo fór sem fór og hér erum við..En þetta er svosem ekki algjörlega búið..tökum þetta á heimavelli 🙂 YNWA

  10. Rodgers fær falleinkunn hjá mér í dag. Afhverju?
    Jú. Hann lætur liðið spila á þungum velli gegn Zenit í rúmar 70. mínútúr án þess að gera skiptingu. Loks þegar hún kemur í stöðunni 2-0 þá setur hann varnarsinnaðann miðjumann inn á. Afhverju í ósköpunum nýtti hann skiptingarnar ekki betur þegar menn voru sprungnir á því fyrir löngu og hlutirnir ekki að ganga upp?

    Allt liðið olli mér vonbrigðum í dag. Hrein skelfing að Suarez hafi ekki náð að skora í einu af þessum færum sínum.

    Mér er spurn… hvenær er botninum náð?

  11. Alltof mikið af ónýtu sorpi í þessu liði. Get fyrirgefið það að menn eigi lélegan leik en get ekki fyrirgefið þennan risastóra skort á sigurvilja. Vil frekar hafa 11 Titus Bramble inná vellinum með hjartað hans Carragher en þetta „lið“ eins og staðan er núna

  12. Okei fyrst og fremst var þetta ömurlegur völlur (Boltastrákarnir reyndar mjög góðir). Menn voru að spila í öðrum gír allan leikinn. Gerrard ömurlegur og Skrtel og Suarez stuttu á eftir. Ég á eftir að finna flokk fyrir Sterling. Okkur vantar meiri kraft í sóknina. Ég er ekki frá því að ég sakna Carroll MIKIÐ. Downing er mesta kerling sem ég veit um, Sterling er alltof léttur, þó hann fari miklu léttara með það að skýla boltanum heldur en Downing. Og Suarez er bara lítill og nettur þó hann sé mjög klókur þá vinnur hann ekki einn skallabolta. Er orðin þreyttur á þessari þurrkum sem Suarez á það til að taka sér. Allen vantar Lucas.. Enrique hinsvegar var magnaður og hvað er hann ef Hulk er þetta naut?????

    Bless júróköp, erum í þessari markaþurrð og hun stendur yfir næsta leik. Guð blessi okkur gegn Swansea (Þeir eiga stóran framherja)

  13. vá nú byrjar “Rekum BR” kórinn að jarma!!! við vissum alltaf að þetta tímabil myndi verða svona !! gefið þessu tíma!

  14. Er ekki fyndið lengur, skelfileg spilamennska, hægir í öllum aðgerðum og fyrirsjáanlegir. FOKKING FOKK.

  15. Kæru varnarmenn, væruð þið vinsamlega til í að taka einn og einn leik þar sem þið eruð allir vakandi allan tímann? Plís!

    kv.
    Geðheilsan.

  16. Sigrún #12

    BR hefur aldrei verið mikið fyrir plan B. Þegar maður var að kynna sér hann þá las maður það hjá stuðningsmönnum liða sem hann hefur þjálfað að hans helsti galli væri að hann er aldrei með þetta plan B. BR skrifaði síðan undir það þegar hann gaf það út að hann gæti ekki notað Andy Carroll með nokkru móti. Eitthvað sem mundi gjörsamlega koma með nýja vídd í sóknina þegar þess þyrfti

  17. Borini átti að mínu mati að fá sénsinn í síðustu tveimur leikjum sem striker. Rogers fær falleinkunn á hliðarlínunni, bregst ekki við lélegu miðjuspili okkar manna og einföld varnarsinnuð skipting þegar við erum að tapa 2-0 er mér óskiljanleg.

  18. Jæja, þetta var rosalega slæmt!!!

    Suarez lemur sig ábyggielga mjög fast í hausinn í kvöld fyrir það að klára ekki þessi færi sem hann fékk, þetta er alveg skelfilegt. Það þarf alltaf að reyna að gera þetta rosalega flott í staðinn fyrir að setja hann einfaldlega.

    Allen finnst mér verða verri og verri með hverjum leiknum. Engin kraftur almennilega í honum og ef hann er kjötaður einu sinni þá er hann eins og lítill hvolpur sem þorir ekki að koma útúr búrinu sínu!!!

    En gríðarlega stórt spurningarmerki þarf aðs etja við þjálfarateymið að gera einungis 1 breytingu í öllum leiknum. Tvennt sem tengist því sem vert er að gagnrýna:
    1. Það þarf að hafa smá hreðjar til þess að taka áhættu og setja inn jafnvel sóknarmann (Borini) inná fyrir mann eins og Allen sem var skita. Auka hraðann í frammlínunni og láta varnarmennina finna fyrir því.
    2. Við erum að spila 4 leiki á 12 dögum (ef ég man það rétt). Er það ekki næg ástæða til þess að nota allar skiptingar? Koma ferskum löppum í leikinn, líkt og Borini, Suso og Shelvey…

    Þetta er samt sem áður bara ,,same old, same old!”. Alltof sigurvissir fyrir þennan leik held ég…þó svo að þetta hafi verið lið sem komst í Meistaradeildinna, annað en við. Með mann eins og Hulk, Match Winner!, svona eins og Suarez nema hefur gríðarlegan líkamsstyrk og hraða, sem Suarez hefur ekki.

    Magnaður ands**** að þetta lið læri ekki af mistökunum!!! Úff, þetta tímabil verður einfaldlega þannig að við endum ekki í top 5 og Evrópudeildartitillinn er fjarlægur draumur!

    YNWA – Someone step up and take some responsability!!!

  19. Þetta var frekar dapurt og leiðinlegur bolti við leiðinleg skilyrði. Hlakka mikið til að sjá seinni leikinn á alvöru grasi og á Anfield. Þar verður blásið til sóknar og hlutirnir munu detta fyrir okkur!

    Það var algjör óþarfi að leyfa Hulk að fá þetta skotfæri í fyrra markinu. Sá ekki aðdragandann að seinna markinu en það er mikið áhyggjuefni hverngi liðið okkar bregst við þegar mark er skorað á þá! Það er eins og það verði hálfgert panik. Það er eitthvað sem þarf að laga og það strax!

    Í Fowlers bænum, hættið að öskra á þjálfaraskipti þegar á móti blæs, það var vitað að þetta yrði töff vetur og það verða klárlega breytingar á leikmannahópnum í sumar, breytingar sem BR mun gera til að púsla liðinu sínu saman.

    Framtíðin er björt þótt þetta sé hundfúlt!

    YNWA!

  20. Ég neita að trúa að fólk ætli að styðja þetta mikið lengur. Fokk!

    Eigendurnir hafa klikkað illa í tveimur gluggum og kaupa bara unglinga. Eru í slíkri stöðu að 100m punda eyðsla næsta sumar myndi koma þeim aftur á núllið. Eins og staðan er vil ég þá burt og það sem fyrst.

    Stjórinn leggur upp með að stjórna leikjum. Okay, liverpool í dag hefur getu til að gera það gegn svona 50% andstæðinga sinna á heimavelli, 10-20% úti. Samt er ekki til neitt plan B og það sem verst er, við erum ekki einu sinni góðir í plan A. Ef við erum pressaðir hrynur það, sama þó andstæðingurinn er oldham eða fulham. Ef lið stjórnar leiknum gegn okkur veit hann ekkert hvað á að gera og við dúndrum bara fram, samt vill hann ekki sjá það svo varnarmenn spila yfirleitt 2-3 sendingum og dúndra svo fram eða bara missa hann. Kaupin á Borini og Allen eru með þeim verri sem ég hef séð. Svo er auðvitað það sem mest skiptir, árangurinn er ömurlegur. 9-9-8 í deild (sjitt hvað það er ömurlegt) og dottnir út úr öllum keppnum í febrúarbyrjun. Þessi stjóri má fara aftur í swansea mín vegna ef þeir vilja hann þeas.

    Eftirfarandi leikmenn mega fara:
    Jones, Enrique, Skrtel, Agger, Coates, Allen, Borini, Assaidi

    Alveg kominn með nóg af þessu liði. Allsherjar hreingerngu takk fyrir. Everton er mikið betra en við í dag, þið sem sættið ykkur við það getið hrósað stjóranum fyrir að spila þennan rosalega skemmtilega bolta.

  21. Beinlínis sjokkerandi að sjá báða bakverðina okkar í seinna markinu, þeir eru að eiga alveg skelfilega leiki varnarlega undanfarið. Það er bara stundum eins og þeir séu ekki að nenna þessu, skokkandi um gefandi mönnum allt það pláss það sem þeir þurfa.

  22. Róum okkur aðeins í neikvæðninni, það var vitað mál að þessi leikur yrði erfiður fyrir okkur búnir að spila þétta að undanförnu á nánast sama mannskapnum völlurinn var þungur og erfitt að láta boltann rúlla. Það er ýmislegt jákvætt sem að má taka úr þessu ungir leikmenn eru að fá svakalega dýrmæta reynslu og það var vitað mál að það yrði dýrkeypt en einhverntímann þarf að henda mönnum í djúpulaugina og munum við uppskera eftir nokkur ár. Það var vitað mál fyrir þetta tímabil að það yrði upp og niður you win some you loose some , með ungan óreyndann stjóra, með unga leikmenn og nokkrir þeirra með enga reynslu af efstu deild. Framtíðinn er björt erum t.d aðeins búnir að tapa einum leik í u 21 deildinni og margir þar sem að lofa góðu. Varðandi þetta tímabil þá er ég sáttur búnir að losa út marga ofmetna ofborgaða leikmenn sem að voru á leiðinni niður brekkuna, margir af okkar leikmönnum eru enn drengir og eru að verða að karlmönnum. Eftir nokkur ár eigum við eftir að hrósa þessu tímabili þar sem að við tókum áhættu með því að henda þessum strákum í djúpulaugina og þróa þá sem leikmenn. Gefum eigendunum vinnufrið og treystum BR fyrir liðinu okkar þetta er erfitt á stundum en reynum ekki að drekkja okkur í neikvæðni horfum fram á veginn en ekki aftur.

    YNWA

  23. Var ekki King Kenny rekinn fyrir lélegann árangur? Þetta átti allt að lagast með tilkomu Rogers og gerðar hallærislegar heimildarmyndir um það sem koma skyldi, guð minn góður!!!!!!!!!!
    Hvað er þessi hörmung annað en að stuðla að falli Liverpool-veldisins! Sárgrætilegt að þetta skuli fá að halda áfram, er ekki komið nóg!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  24. Hef ekki verið mikið í neikvæðninni en ég er farinn að hallast að því að Allen séu einhver verstu kaup Liverpool lengi.

  25. Ég er búinn að vera Rodgers maður all along en maður er farinn að efast um hvort hann hafi ekki tekið alltof stórt stökk með að fara frá Swansea til Liverpool.

    Ég skil vel ef menn vilja Rodgers burt, ég skil líka vel ef menn vilja halda honum þar sem við erum að reyna byggja upp. Þetta tímabil er búið að vera klúður ofan á klúður:

    LFC lánar Carroll og kaupir engan í staðinn í byrjun tímabils.
    Það eru ein kaup sem eru að skila sér, það er Sturridge.
    Allen og Borini eru leikmenn sem spiluðu með Swansea/Roma og stóðu sig vel þar, en Rodgers kaupir þá fyrir háar summur + Assaidi sem kemst ekki í hópinn.

    Erum dottnir úr öllum keppnum, ég sé okkur ekki komast áfram í Europa league.

    Svo segir hann þetta eftir leik: Brendan Rodgers: “We are very disappointed to have lost the game, we had an almost perfect away performance.”

    Var markmiðið allan tímann að halda hreinu? Af hverju í fjáranum byrjaði Sterling þá?

    Maður er búinn að verja Rodgers út í opin dauða, en það er ekki lengur hægt því maður verður orðinn rökþrota. Ég vill að hann verði ekki rekinn en maðurinn verður að fara sýna að hann sé verðugur.

  26. Ég er bara ekki sammála mönnum sem segja við vissum allir að tímabilið yrði svona. Það er fullt af góðum leikmönnum í liðinu en það er bara ekkert að ganga hjá Brendan. Þetta var bara ömurlegt hjá liðinu og hann ber ábyrgðina. Hann er ekkert heilagur og ef liðið nær ekki betri árangri á vormánunuðum þá vill ég annan þjálfara.

    Það er allt í lagi að gefa tíma og skilning þegar nýr þjálfari kemur inn en það tala allir um að liðið sé ömurlegt. Ef það er ekki hægt að ná meira út úr þessum mannskap heldur en þetta þá verður að gera eitthvað í málunum.

    Hvar í anskotanum voru skiptingarnar? Þetta var kartöflugarður og menn gjörsamlega búnir á því. Næsti deildarleikur mun líklega tapast og þá verður afsökunin…við vorum þreyttir….næst verður það….við nýttum ekki færin….næst verður það….við gerðum einstaklingsmistök….næst verður það….við vorum óheppnir…

    Þetta er bara djók.

  27. Æ plís hættiði þessu væli. “Reka Rodgers, selja alla”. Hættiði að halda að þetta sé FM leikur og raunveruleikinn sé jafn auðveldur og þar. Þetta kemur akkúrat ekkert á óvart, nema kannski með klúðrin hjá Suarez. Hvernig er það Rodgers að kenna að 18 marka (eða eitthvað) maður í vetur klúðrar fjórum, já fjórum dauðafærum í einum og sama leiknum. Þið sjáið bara þegar Sturridge vantar þá vantar helling í sóknarleikinn, en gegn svona liði á það ekki að koma að sök. Þá var völlurinn erfiður og gerði mönnum erfitt fyrir. Allen mun koma sterkari inn á næsta ári alveg eins og Henderson hefur gert á þessu.

    Það þarf einfaldlega miklu meiri breidd í þennan hóp. Okkur vantar fleiri sóknarmenn á kaliberi við Sturridge og Suarez, líka bara til að veita þeim samkeppni. Það þarf ekki að selja einn einasta leikmann úr þessum hóp, heldur þarf að bæta í.

  28. 32 Ívar

    Okkur vantar ekki bara breidd, okkur vantar líka gæði. Rodgers keypti Allen, Borini + Assaidi á um það bil 27m og þeir hafa ekki sýnt neitt.

  29. Ég var nú að vona að Skrtel myndi eiga stórleik á heimavelli svo Zenit keypti hann tilbaka á uppsprengdu verði. Efast að þeir vilji borga meira en 3m punda eftir þessa frammistöðu.

    Skil svo ekki hvað viðkvæmir menn eins og Sterling og Allen er að gera inná á svona lélegum velli. Þeirra knattrak og sendingargeta er ekki að fara telja mikið á svona brasbala. Frekar að setja líkamlega sterka og vinnusama leikmenn eins og Shelvey og Borini í svona leiki. Þetta lið hefði verið hentugra til að vinna WBA en hitt.

    Enn og aftur er Rodgers að gera mistök, sýna reynsluleysi með að mislesa hópinn og víxla hlutum saman. Bara virðist ekki vera að ná jafnvægi með þennan hóp og láta liðið gela saman. Ekki enn. Ekki sérstaklega nálægt því í raun og veru.
    Miðað við hvað maður les á netinu þá er möguleiki að hann missi starfið ef við dettum út gegn Zenit og missum af Evrópu. Þessvegna skil ég ekki afhverju Lucas t.d. var ekki látinn spila frá byrjun og afhverju hann er settur inn á 75.mín þegar við erum 2-0 undir og verðum að skora. 2-1 hefði alveg verið yfirstíganlegt en 2-0 eru bölvanlega vond úrslit.
    Mér skilst að flestar æfingar á Melwood fari í reitabolta og tækniæfingar. Liðið virðist lítið æfa þol því flestir leikmenn eru oftast algerlega sprungnir síðasta korterið og hafa (eins og sást áðan og gegn WBA) lítinn sem engan kraft í lok leikja til að pressa og búa til færi. Bara allir í hægagangi, bombað á Suarez eða Gerrard og treyst á að þeir búi eitthvað til.

    Við höfum núna sennilega ekkert nema stoltið til að spila uppá það sem eftir er af deildinni. Enn eitt árið endar í enn einni meðalmennskunni þar sem leikmenn venjast á að spila áhugalausir og tilheyrandi skaða á liðsheildinni og sjálfstrausti liðsins.

    Mér verkjar í hjartað.

  30. „We are very disappointed to have lost the game, we had an almost perfect away performance.“

    Er þetta eitthvað djók “we had an almost perfect away performance” Hvað er hann þá að meina fyrir utan það að skora ekki og fá á okkur 2 mörk. Eru þá ekki allir leikir sem Liverpool tapar næstum fullkomnir samkvæmt þessum rökum? Þessi maður er bara trúður og ég bara sé nákvæmnlega ekkert jákvætt við áframhaldandi veru hans hjá Liverpool. Ég bara skil ekki alveg hvað pollýönnurar hérna sjá svona Jákvætt við hann. Hann pressaði mikið á að fá 3 menn til liðsins seinasta suma Gylfa sem kemst varla í lið hjá Tottenham. Allen á 15 milljónir punda og hann getur bara gjörsamlega ekki neitt og svo Borini á 12 milljónir punda sem gæti ekki skorað fyrir framan opið mark nema hann hugsanlega kiksaði á boltann. Brendan Rodgers er bara brandari og ég efast um að Swansea myndi taka hann til baka enda komnir með miklu betri stjóra en hann. Bara burt með hann og inn með einhvern sem hefur einhvern smá skilning á því að stjórna knattspyrnuliði.

  31. Vonandi fer peningurinn fyrir söluna á Suarez bara til leikmannakaupa.

  32. Djöfull er þetta niðurdrepandi. BR er ekki að gera neitt meira en KK gerði og hann kom meira segja inní þetta eftir tugi ára frá boltanum. Þó svo einhver strumpur komi með 180 blaðsíður af einhverri Harry Potter sögu þá þarf það ekki að þýða neitt. Ég hafði enga trú á eigendunum, hef ekki enn, en ég hafði trú á BR, sú trú er að fjara út. Held að þetta skref hafi verið of stórt fyrir hann.

    Verður ekki bara Móri að koma og redda þessu ?

  33. brói segir:
    14.02.2013 kl. 18:57
    Þetta lið hefur ekkert að gera í meistaradeildina næstu árin

    Enda lengra frá því að komast þangað en wba og swansea…

  34. Maður þarf virkilega að halda aftur af sér að bíta ekki tungu og putta af sér í pirring og vonleysi núna. En eins og 22 síðustu tímabil finnur maður alltaf einhverja smugu til að vera bjartsýnn á að eitthvað jákvætt sé í gangi hjá klúbbnum, og allt geti þetta nú blessast á endanum.
    En djöfullinn hafi það, þetta er að gera mann snar geggjaðan!
    Hvernig væri að hætta þessari drullu í eitt skipti fyrir öll og hundskast til að tapa ekki leikjum sem á að vinna. 🙁

  35. Ég svona án djóks vill frekar sjá Hodgson taka við aftur heldur en að sjá fíflið hann Mourinho taka við því.

  36. Kommonn, þetta er svo obvious, Sturridge er með 4 mörk í 6 leikjum. Liðið hefur vaðið í færum í síðustu tveimur leikjum en ekki náð að skora. Af hverju? Jú, það vantar réttan mann í boxið til að klára. Og hann kemur í næsta leik til að klára Swansea.

  37. Ég hreinlega skil ekki þessa skiptingu. Ef leikurinn hefði verið á Anfield og staðan 1-0 fyrir Zenit hefði ég skilið þetta betur þar sem útivallarmörkin geta talið helvíti stórt þegar uppi er staðið. Þess vegna er ég hissa á því að það hafi ekki verið blásið til sóknar frekar og reynt að skora allavega eitt mark, það hefði verið betra að tapa 3-1 heldur en 2-0. Núna þurfum við að skora 3 mörk í næsta leik til að komast áfram og treysta á það að þeir skori ekki, ef þeim tekst það erum við í virkilega vondum málum.
    Brendan Rodgers er ekki fyrsti stjórinn til þess að ná góðum árangri með liði sem er að spila í fyrsta skiptið í efstu deild, flestir enda þeir aftur í næstefstu deild með liðið eða verða reknir á tímabili númer 2. Mér finnst eins og hann hafi ofmetnast rosalega á síðasta tímabili því hann kom inn og byrjaði að tala eins og hann væri Bill Shankly sjálfur, virkaði rosalega flottur í viðtölum en svo virðist ekkert gerast á vellinum. Það versta við þetta er að klúbburinn ofmat hann líka og fékk hann í þetta starf. Reynsluleysið skín gjörsamlega af honum trekk í trekk með uppstillingum, skiptingum og leikmannakaupum og hann reynir endalaust að bjarga sér í viðtölum með blaðri um hversu góðir leikmennirnir voru og blablabla.
    Ég vill ekki að hann verði rekinn, hann er efni í flottan stjóra en það átti að gefa honum lengri tíma í Úrvalsdeildinni áður en hann fengi að stíga svo mikið sem litlu tánni í djúpu laugina. Getið þið ýmindað ykkur hvernig lið eins og Barcelona, Real Madrid, PSG og Dortmund myndu fara með okkur miðað við getu liðsins?
    En fyrst það er búið að ráða hann þá á að halda honum hjá okkur, en mikið rosalega erum við með karakterlaust lið.

  38. Sælir félagar,
    þetta var súrt í kvöld, en ég verð að segja það er ekkert öfundsvert að spila fótbolta við svona aðstæður. það á auðvita við um bæði liðin en andstæðingar okkar í kvöld eru kannski aðeins vanari en við. þessi leikur var þannig að með smá heppni hefðum við geta skorað 2 til 3 mörk og þá væri staðan önnur, en þetta fór eins og það fór. Ég hef smá áhuggjur hvernig sumarið fer ef við spilum ekki í meistaradeildinni eða evrópubikarinum næsta ár varðandi leikmenn eins og Suarez og kannski fleiri að þeir vilji fara, en maður vonar að það gerist ekki. Leikurinn í kvöld og leikurinn á sunnudaginn var voru ömurleigir …………. en það verður betra ég verð að trúa því. Þegar illa gengur þá þurfa menn að fá stuðning og það er það sem við stuðningsmenn Liverpool þurfum að veita þeim, ekkert annað getur hjálpað. ynwa!

    http://www.youtube.com/watch?v=9TC8SF4FrtM

  39. Slökum aðeins á. Þetta einvígi er engan veginn búið. Eigum alveg að geta klárað þetta lið á Anfield. Átti satt að segja von á þeim sterkari. Suarez sefur ekki vel í nótt, dísus, fjögur dauðafæri sem hann klúðraði!

    Það er samt full ástæða til að hafa áhyggjur af liðinu. Það er rosalega brothætt og sjálfstraustið virðist ekki vera upp á marga fiska. Allen er engan veginn að ná sér á strik og ég hef verulegar áhyggjur af honum. Við verðum að kaupa fleiri sóknarmenn. Hvar var Borini í kvöld??

    Nú verður liðið að fara að bíta í skjaldarrendur og rífa sig upp á rassgatinu. Framundan eru erfiðir leikir og gríðarlega mikilvægt að fara að pikka upp stig í deildinni. Því miður þá er ég alls ekki viss um að BR fái að halda áfram með liðið nái það ekki að vinna sig eitthvað upp töfluna. Einnig væri það töluvert áfall fyrir klúbbinn að detta út í 32 liða úrslitum EURO-league. Við þurfum ekki á enn einni hringavitleysunni í kringum þjálfaraskipti að halda.

  40. Ef að Suarez hefði skorað úr einu eða tvem af sínum dauðafærum eða Johnson úr sínu þá væru menn að hrósa Rodgers en ekki að drulla yfir hann.
    Hann er ungur þjálfari sem gerir mistök en þessi einstaklings mistök sem við erum að sjá ansi oft eru ekki honum að kenna.
    Liðið spilar oft ansi góðan fótbolta en það vantar einfaldlega meiri gæði í þetta lið svo að liðið geti spilað eins og hann vill að liðið spili.
    Carrahger er orðinn gamall og lúinn, Skrtel er hrikalega mistækur og Agger er meira að segja farinn að gera sig slæman um mistök.
    Reina er búinn að vera í mikilli lægð og bakverðirnir mikið meiddir á tímabilinu.
    Lucas er búinn að vera að styrkja sig eftir mjög slæm meiðsli og frammi á vellinum hefur Suarez verið okkar eini sóknarmaður allt tímbilið og það er farið að sjást núna mikil þreytumerki á honum.

    Þetta tímabil á aldrei eftir að koma til með að vera nægilega gott enda hefur verið of mikið af vandamalum sem verður vonandi tekið á í sumar.
    Ég hef 100% trú á Rodgers og hans hugmyndafræði þó svo að það sé fáranlega erfitt að horfa á ástandið svona.

  41. Það er til ein lesning fyrir stóran hluta stuðningsmanna Liverpool.
    og Hún er hérna:
    http://is.wikipedia.org/wiki/Ge%C3%B0klofi

    í alvöru talað þetta er orðið brandari að lesa yfir þessa bloggsíðu eftir leiki.
    annað hvort eru menn á gleðpillum eða þunglyndislyfjum.

    hversu stupid er að búa sig undir uppbyggingarstarf og árangri eftir því. og heimta svo hausa eftir alla tapleiki?

  42. @Maggi Allt annað að sjá vörnina eftir að það kom alvöru leiðtogi í hana 8 mörk í 4 leikjum fengin á okkur 🙂

    En svona án gríns þá eru þetta svosem ekki úrslit sem koma á óvart, það var alltaf vitað að þessi leikur yrði gríðarlega erfiður enda Zenit skipað mjög góðum leikmönnum. Leikirnir gegn Arsenal og Man City vissulega vonbrigði að missa niður í jafntefli og WBA virkilega óásættanleg niðurstaða. En einnig margt jákvætt við þróun liðsins á síðustu mánuðum og við skulum ekki gleyma því þó að á móti blási.

  43. Jæja, Liverpool menn mæta brjálaðir á móti Zenit á Anfield og taka þá í kennslustund og ná að klára færin sín. Ég verð í stúkunni að öskra úr mér lungun og hlakka ekkert smá til að sjá strákana vinna Zenit á heimavelli. Suarez verður vonandi hvíldur á móti Swansea og kemur ferskur inn á móti Zenit og hjálpar Gerrard að eiga leik eins og hann átti á móti Napoli og bjargar okkur með þrennu!

  44. Hrikalegur leikur og Suarez klaufi að nýta ekki eitthvað af þessum færum en vörnin hjá Zenit var frekar óstöðug og eigum alveg að geta nýtt okkur það á Anfield og vonandi finnur Suarez markaskóna í þeim leik. Þarf bara að pressa þá strax og keyra á þetta skora snemma þá getur allt gerst. Verður samt hrikalega erfitt að fá á sig mark á anfield.
    Ég hef ennþá trú á Rogders þótt hann klikkaði á skiptingum í þessum leik, hef allavega haft meiri trú á honum heldur en ég gerði á Hogdson og Daglish.
    Held að reka Rogders væru slæm mistök, ég vil ekki að Liverpool byrji enn eitt tímabilið með nýjan stjóra!

  45. Guð minn almáttugur. Það eru fleiri lið með varnarmenn sem ekki er viðbjargandi. Einhver vitleysingur brýtur á Bale rétt fyrir utan teig á síðustu minútunni !! Fáviti.

    En Bale er svo sannarlega að blómstra þessa dagana og er gjörsamlega að bjarga þessu Tottenham liði. ( svipað og Suarez er búinn að vera að bjarga okkur síðasta árið )

  46. Ég sá ekki leikinn en var að horfa á glefsur úr honum á netinu. Miðað við glefsurnar og leikskýrslu Babú virðist þetta hafa verið frostmarks-útgáfan af West Brom-leiknum á mánudag. Liverpool meira með boltann og klúðra færum, þreytast og fá á sig tvö mörk þegar líður á. Rodgers með rangar innáskiptingar og þetta fjarar út.

    Hvað sem því líður, þá held ég að fólk verði að anda aðeins rólega. Já, það er svekkjandi að það séu rúm þrjú ár síðan liðið var síðast í Meistaradeild og litlar líkur á að liðið snúi þangað aftur í bráð. Já, það er svekkjandi að vera betri aðilinn og tapa.

    Hins vegar verða menn aðeins að skoða valkostina. Hvað á að gera í stöðunni?

    Reka Rodgers og núllstilla liðið. Enn og aftur. Eins og þrisvar á tveimur árum hafi ekki verið nóg.
    Gefa Rodgers tíma til að bæta þetta lið. Þetta er ekki slæmt lið, það er ungt og efnilegt og hefur á köflum í vetur sýnt góða frammistöðu. Vandinn virðist vera skortur á stöðugleika, of háðir getu 2-3 leikmanna (Suarez, Gerrard og nú Sturridge) og skortur á breidd og reynslu. Allt eru þetta hlutir sem geta komið með tímanum … en þá þarf að gefa þeim tíma til að gerast.

    Þótt stöku leikir hafi svekkt mig gríðarlega (Aston Villa, Oldham, West Brom) hefur liðið sýnt mér nokkurn veginn það sem ég átti von á frá því fyrir tímabilið. Efri hluti deildarinnar, á svipuðu reki og í fyrra, en spilamennskan talsvert betri og margar jákvæðar breytingar á leikmannahópnum.

    Ef þetta heldur áfram svona út vorið, hvort sem við dettum út gegn Zenit eða komumst lengra (á samt alls ekki von á að þetta lið geti unnið Evrópudeildina) er ég alveg rólegur og hlakka til að sjá framfarir á næsta tímabili. Ef þær framfarir eiga sér ekki stað getum við farið að spyrja Rodgers stóru spurninganna 2014. En ekki fyrr …

    … nema ef liðið hættir að nenna þessu eins og gerðist í fyrra. Rodgers fær alltaf annað ár til að sýna framfarir í mínum huga, nema ef hann leyfir frammistöðunni að fjara út eins og gerðist í fyrra. Hann verður að passa að það gerist alls ekki, með öllum ráðum.

    Ég get gagnrýnt ýmislegt hjá Rodgers og mörgum leikmönnum. Það er hægt að gera margt betur en hefur verið gert í vetur. En ég vil gefa Rodgers tíma til að sýna að hann læri og aðlagist starfinu, og ég vil gefa honum tíma til að sýna að hann geti smám saman fækkað göllunum í leikmannahópi okkar, hvort sem þeir gallar eru skortur á breidd eða vonlaus leikmaður eða tveir. Eða fjórir. Eða sex.

    Hinn valkosturinn finnst mér óhugsandi. Skipta um stjóra? Aftur? Og reyna að spara peninga um leið og hann núllstillir liðið, rétt eins og Rodgers lenti í í fyrrasumar? Kommon. Það skilar engum árangri og við verðum bara í sömu stöðu eftir ár, rétt eins og við vorum í fyrra með Dalglish og nú með Rodgers: biðlandi til FSG um að gefa ríkjandi stjóra meira en ár til að bæta liðið.

    Þannig að ef við útilokum möguleikann á að reka Rodgers finnst mér tilgangslaust að æsa sig yfir tapleikjum. Liðið er meingallað og stjórinn er að gera mistök. Gefum þeim tíma og sjáum hvort næstu 1-2 gluggar laga ekki galla liðsins og hvort mistökum stjórans fækkar ekki með tímanum.

    Slökum aðeins á.

  47. Ef stuðningsmenn hér á spjallinu kunna ekki að taka tapi liðsins þá kunna þeir ekki að fagna með liðinu hér þeir sigra leiki, annað hvort ertu stuðningsmaður eða ekki, ekki bara fagna þegar liðið vinnur leiki eða bikara, það er allur pakkinn eða ekkert.

  48. Ég veit ekki hvort það eigi að halda Rodgers eða að reka hann. Er á báðum áttum. Ég skil vel að menn vilji ekki að það sé endalaust verið að hringla með framkvæmdastjóra ár eftir ár, en þetta getuleysi sem að hefur verið í boði undanfarinn ár og misseri er ekki að gera sig. Þetta er Liverpool sem að við erum að tala um! Ekki Sunderland eða WBA, með fullri virðingu fyrir þeim liðum, þar sem að við fá bara efnilegan óreyndan manger sem að fær endalaus tækifæri til að læra á starfið og prófa sig áfram.
    Mér finnst að menn megi alveg hafa efasemdir um Rodgers því hann hefur í raun enga ferilskrá, efnilegur en ekki meira en það. Ég skil ekki þegar fólk stekkur upp á nef sér hér á þessu spjalli þegar verið er að efast um ákvarðanirnar hjá honum. Það er ekki eins og hann hafi unnið eitthvað fyrir okkur, eins og Rafa gerði, eða sé goðsögn eins og Kenny. Við erum í rauninni með algeran nýgræðing sem stjóra, og þá sérstaklega til að stjórna svona stórun klúbbi eins og Liverpool er.
    Greinin sem að tomkins skrifaði og einhver benti á í öðrum þræði finnst mér vera spot on og í raun segir þetta miklu betur heldur en ég gæti nokkur tíman gert. Þar er hann einmitt á báðum áttum með Rodgers.
    Það eina sem að er klárt í mínum huga að ef að tímabilið er að fjara út eins og það gerði í fyrra eftir Arsenal tapið, að þá er Rodgers ekki rétti maðurinn í þetta starf og það verður að láta manninn fara.
    Ég vona þó innilega að hann nái að snúa þessu við og reki þetta allt ofaní mig, en ég er með miklar áhyggjur af því hvernig þetta lítur út núna og hvernig liðið er að spila.

  49. 56… á maður þá bara að halda kjafti og ekki að gagnrýna liðið neitt þegar það skítur hvað eftir uppá bak? Ef maður er sannur stuðningsmaður en og þú(samkvæmt þér) þá má maður ekki segja neitt slæmt um neitt í sambandi við liðið?

  50. LeMum segir:

    Hversu langan reynslutíma hafa Bostonbúarnir og BR?

    Bostonbúarnir hafa engan reynslutíma. Þeir eiga klúbbinn og við fáum engu um það breytt, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Getum bara krosslagt fingur og vonað að þeir geri góða hluti fyrir klúbbinn.

    Rodgers á rétt á meira en ári, sé hann ekki alveg vonlaus, rétt eins og Dalglish átti rétt á meiru en einu ári.

    Þetta snýst ekki um að menn eigi að þegja um mistök BR þangað til eftir nákvæmlega 18 mánuði og þá megi menn tala um það sem hann gerir rangt. Það er ekkert að því að gagnrýna manninn. Hann er hins vegar búinn að vera með liðið í átta mánuði og hefur þurft að glíma við gríðarlegt mótlæti á þeim tíma. Að öskra „nóg komið! rekum manninn“ í hvert skipti sem liðið tapar er fáránlegt á þessum tímapunkti.

  51. Við fengum alveg færin til að skora þetta mikilvæga útivallarmark og ég verð að segja eins og er að ég var brjálaður þegar Suarez reyndi hælspyrnuna fyrir opnu marki. Fáránlegt egótripp hjá honum, gat auðveldlega sett hann án svona helv… krúsídúllutakta. Mark á þeim tímapunkti hefði skipt öllu máli. Völlurinn þungur og stór mínus á Rodgers að nýta ekki skiptingarnar. Eftir að fyrra markið kom þá gáfust menn upp, kannski þreyta, kannski engin trú á verkefninu? Lykilmenn eru að klikka og eins og hefur sést margoft í vetur verðum við undir í líkamlegri baráttu, enda allt of margir í léttvigt í þessu liði.

  52. Ég ætla að bíða þar til tárin eru hætt að renna, þá get ég kannski sagt eitthvað af viti. Ég er samt nokkuð viss um að mín líðan er góð miðað við strákana okkar.

    Sorglegur endir …en það kemur leikur eftir þennan leik og leiktíð eftir þessa leiktíð.

    Þangað til næst
    YNWA

  53. Ef menn hafa einhverntíman staðið í því að taka við fyrirtæki sem er í lægð, eða staðið í því að reyna að þjálfa lið sem vinna á tittla, vita menn að það tekur meiri tíma en eitt ár. Á þessum tíma munu menn verða bjartsýnir á að hlutirnir séu orðnir nokkuð klárir en svo koma yfirleitt slæm tímabil inn á milli og öllu sem hefur áunnist eða hefur verið breytt virðist hafa verið rangt. En aðeins staðfesta, vilji og framtíðarsýn mun duga til að byggja upp langtíma árangur. Fyrirtæki, lið og stofnanir verða ekki betri en heildin og heildin byggist upp á einstaklingum sem allir þurfa að læra að ganga í takt, þetta tekur tíma og ekki bara smá tíma. Það skiptir ekki máli hvað þú ert með hæfileikaríka einstaklinga því á heildin er mikilvægari en einstaklingarnir.

    Viljið þið niðurrifseggir því hugsa ykkar gang og koma með uppbyggilega gagnrýni og gefa þessu þann tíma sem þarf. Við munum áfram sjá lægðir þótt við rekum ekki stjórann, þær verða bara verri ef við rekum hann alltaf áður en stöguleiki næst.

    Ég er einn af þeim sem trúi á langtíma árangur og hef óbeit á fólki sem heldur að árangur komi með sakmmtíma hugsjónum einum saman.

  54. Sá ekki leikinn og á hálf erfitt með að ræða hann þar sem ég er ennþá hundfúll út af WBA leiknum.

    Ég tek undir orð Kristjáns Atla að BR þarf meira en eitt ár til þess að sanna sig og við sögðum allir í sumar að þetta tímabil yrði sveiflukennt. Það sem ég óttast er að þessi lægð núna haldi áfram og liðið verði andlaust fram að vori þar rétt eins og gerðist í fyrra og varð KD að falli að ég held. Gerist það þá annað hvort mun BR ekki fá lengri tíma með liðið eða að eigendurnir halda enn frekar að sér höndum með að byggja upp leikmannahópinn……hvort tveggja er slæmt held ég fyrir liðið.

    Ég hef á köflum verið mjög ánægður með spilamennsku klúbbsins í vetur en að sama skapi finnst mér hann hafa dottið niður alltof oft. Ég tel þennan leikmannahóp alveg vera nægjanlega góðan til þess að ná meiri árangri en einhverju dóli um miðja deild.

    Nú er bara engin spurning í mínum huga að menn þurfa að berjast með kjafti og klóm til þess að reyna að sanna að það starf sem hefur verið unnið frá síðasta sumri hafi verið til þess að byggja klúbbinn upp en ekki en ein “hreinsunin” og breytta aðferðafræðin sem verður innleidd hjá okkar ágæta klúbbi án árangurs.

    Líf og fjör.
    alex

  55. Þetta eru mjög áhugaverðar umræður. Auðvitað er það alls ekki góður kostur að skipta um stjóra á þessum tímapunkti. Bara mjög slæmt og við þurfum bara alls ekki á enn einni hringavitleysunni að halda.

    Hitt er svo annað mál að það er í góðu lagi að gagnrýna BR (eins og alla aðra stjóra) en á málefnalegan hátt. Er mjög sammála pistli Tomkins. Veit eiginlega ekki alveg hvað mér finnst um BR enn sem komið er. Liðið oft að spila flottan fótbolta, en svo gera þeir upp á bak þess á milli. Er samt 100% þeirrar skoðunar að hann eigi að fá annað tímabil með liðið.

    Er sammála Kristjáni með að það versta sem gæti gerst væri að liðið myndi gefast upp og fjara út á þessu tímabil. Það má alls ekki gerast!! Næstu 90 dagar eru algerlega crucial fyrir BR. Nái hann ekki að rífa liðið upp á þeim tíma þá er hann alls ekki öruggur um að fá að halda starfi sínu, hvort sem okkur líkar betur eða verra. Hvað sem öllum þjálfarapælingum líður þá er alveg kristaltært að styrkja þarf liðið verulega. Allt of mikið af léttvigt þarna inni.

    Já og þið sem eruð að tala um losa okkur við Kananna sem stjórna klúbbnum. Newsflash! Þeir eiga klúbbinn og geta gert það sem þeim sýnist við hann. Við skulum heldur ekki gleyma því að þetta eru mennirnir sem björguðu klúbbnum “okkar” frá gjaldþroti fyrir nokkrum árum.

  56. Fyndið hvað það eru margir að skrifa um lélegar skiptingar Rodgers. Hvað á maðurinn að gera? Við höfum enga breidd.

    Og fólk sem skrifar hérna inn í neikvæðum tón, en sá ekki einusinni leikinn – getið þið ekki bara sleppt því að skrifa hérna? Þetta er leikskírsla, þar sem maður ræðir leiki, ekki staður til að heimta að þjálfarinn verði rekinn.

    Þetta kemur allt saman, ef við værum með Sturridge og kanski Coutinho í EL er ég viss um að við hefðum unnið þennan leik, og þess vegna hef ég engar á hyggjur af næsta tímabili. Við vorum að spila í -6 stiga kulda, sumir af leikmönnum okkar hafa aldrei spilað fótbolta í svona kulda, og enginn er vanur því. Ég vona að sjálfsögðu að við vinnum seinni leikinn 3-0 og spilum aldrei við rússa aftur. Bikar væri velkominn í skápin í ár, en vissum við ekki öll að þetta tímabil færi bara í að spila hópinn saman og sjá hvað er hægt á næstu árum?

    Að reka Rodgers væri algjörlega fáránlegt á þessum tíma.

  57. Það er eitt jákvætt við lélegt gengi liðsins og það er að þá hljóta eigendurnir að sjá að liðið er hvorki fugl né fiskur og setja meiri pening í leikmannakaup.

    Núna hafa einungis verið keyptir unglingar undanfarið sem verða kannski góðir einhvern tímann. Ef að það er stefnan, nú þá skilur maður að þetta síson er skita og flokkað sem uppbyggingarstarfsemi.

    Alveg gott og vel að kaupa til framtíðar en liðið er ekkert að skora og hefur ekki gert í nokkur tímabil. Hefði ekki verið nær að redda því í staðinn?

    Leikurinn í gær var spilaður svona 10 sinnum í fyrra þar sem Suarez er bara í ruglinu fyrir framan markið og enginn annar líklegur að koma honum til hjálpar.

    Eru það framfarir? Eru menn ekki að sjá hvað er að í liðinu? Tekst mönnum ekki að laga það sem er að? Hvað er eiginlega að? Brendan er kominn með einhverja 30 leiki eða eitthvað, hann er ekki búinn að finna lausnina ennþá.

    Núna eru allir sammála um að Sturridge er svarið. Hann er alveg á mörkunum að vera í Liverpool klassa að mínu mati en þar sem enginn annar framherji er í liðinu þá er hann náttúrulega í VanPersie klassa.

    Ég veit ekki hvort Borini, Coutinho, Downing, Shelvey, Sterling og hvað þeir heita allir eigi eftir að hjálpa nokkuð við markaskorunina þannig að kannski kemur ekkert á óvart að liðið tapi fyrir Oldham, æfingalausu Zenit liði og er í 9.sæti í deildinni.

    Þetta er ógeðslega pirrandi

  58. Svona svona félagar.

    Við verðum að vera rólegir, við erum að byggja upp til framtíðar og þjálfarinn og co. eru með góðar hugmyndir.
    Við erum klárlega að fara taka þetta næsta tímabil ….

    Ps. Ég hef heyrt þetta áður … síðastliðin 20 ár !

  59. Sælir félagar/þjáningabræður
    Hef gríðarlegt yndi af þessari síðu, kem hér inn oft í viku og öll vinna hér til fyrirmyndar. Líkt og þið flestir er ég grjótharður Liverpool maður og hef verið síðustu 30 ár eða svo. Síðustu ár hafa verið erfið og síðustu tvö hafa gjörsamlega riðið manni að fullu. Okkar ástkæra lið er með meistaragráðu í að gefa manni smá vonir en skjóta þær svo jafnharðan niður. Við sjáum á köflum okkar lið yfirspila bestu liðin en gera svo uppá bak gegn slökum liðum. Jafnvel þó svo við yfirspilum lið vinnum við ekki leikina og eftir sitjum við stuðningsmenn með sárt ennið. Rússíbanareiðin sem okkur er boðið uppá er farin að taka sinn toll því á meðan okkur gengur herfilega gengur okkar keppinautum allt í haginn. Þarna er ég að tala um Manchester United sem eru nú (nema stórslys gerist) að landa 20 meistaratitlinum. Þegar ég byrjaði að halda með Liverpool vorum við amk 10 titlum á undan, ég sá það ekki fyrir mér á minni lífsleið að United gæti komist yfir Liverpool. Raunin varð önnur og það er mikið óbragð í munni þessa dagana að fylgjast með ólíku gengi klúbbanna. Ég meira að segja klæddi mig í Real treyju sonarins yfir leiknum á miðvikudaginn og stökk hæð mína er erkifíflið og puntdúkkan hann Ronaldo smellti honum. Nú hef ég bara stórar áhyggjur að sjá klúbbinn minn bara aldrei ná þessum hæðum aftur. Svartsýni segja eflaust margir því þetta er Liverpool FC sem ég er að tala um, sigursælasta félag Englands (amk ennþá) og eitt mesta félag í heimi. Svartsýni mín byggir einfaldlega á því að eigendur liðsins horfa ekki þannig á málin. Þeir eru alls ekki að reyna að koma liðinu í fremstu röð og gera það sem til þarf. Klúbburinn er að þróast í meðalmennsku en við þráumst ennþá við að lifa í draumi og gera þá kröfu að lið okkar sé á toppnum eða í toppbaráttu. Í dag er bara klúbburinn á engan hátt í stakk búinn til þess að standa undir þeim væntingum, því er nú ver og miður. A) Hópurinn okkar er þunnur og allt of lítið af world class leikmönnum. B) Stjórinn okkar er ekki world class, því miður. C) eigendur liðsins eru ekki að þessu til þess að ná árangri (þeir sem mótmæla því skoðið gjörðir þeirra síðan þeir tóku við, berið saman við eigendur stórliðanna)

    Við verðum að sætta okkur við þetta, þá er svekkelsið bara minna þegar við erum að tapa gegn WBA heima eðarússnesku meðalliði í B-evrópukeppninni. Liverpool er í dag bara á þeim stalli að við getum ekki gert meiri kröfur. Það er sárt en raunveruleikinn eins og hann er í dag. Eg bind vonir við að eigendur okkar taki hausinn úr rassgatinu og stefni eitthvað með liðið. Sl vor var KING Kenny rekinn…. skotmörkin til að taka við voru þjálfarar Wigan og Swansea. Þarf að segja meira.

    Góða helgi

  60. Jæja félagar.

    Þá eru tárin hætt að flæða og við tekur bjartsýni og gleði að nýju, enda ekkert annaði í boði. Maður vinnur aldrei neitt í fílu.

    Ég ætla að gefa Brendan séns ég held þetta komi hjá honum það tekur smá tíma en þetta kemur. Þeir sem vilja vinna með Liverpool og hafa trú á liðinu þeir eiga heima í liðinu hinir geta fundið sér nýja vinnu.

    Ég hef fulla trú á því að það verði hrist upp í liðinu í sumar og jafnvel keyptir inn nokkrir góðir menn. Ég hef líka fulla trú á því að við eigum eftir að þokast aðeins ofar í deildinni áður en henni lýkur.

    Ég trú því líka að við vinnum Zenit 5-1 heima á Anfield og komumst áfram í næstu umferð. Ég hef nefnilega ekkert annað lið til að trúa á og hef bara ekki áhuga á að trúa og treysta öðru liði.

    Gröfum nú stríðsaxirnar og styðjum strákana okkar fram í rauðann dauðann.

    Við að sjálfsögðu vinnum næsta leik með fleiri mörkum en andstæðingurinn.

    Þangað til næst
    YNWA

  61. ‘Sigríður’, þú ert einhver besti WUM sem ég hef séð lengi 😀

    Samt magnað að það er til fólk sem heldur með Liverpool og hugsar svona. Það er ein af stærstu ástæðunum fyrir því að Liverpool hefur ekki unnið titilinn í 23 ár.

    Keep it up!

    Glory glory Man United!

  62. Hér segja menn að það þurfi þolinmæði, hópurinn sé þunnskipaður, það þurfi fleiri leikmenn og ef fleiri leikmenn fáist þá verði allt eins og blómstrið eina næsta tímabil.
    Miðað við það hvernig ástkær stjóri okkar hefur keypt inn þá get ég ekki séð að það gerast. Hér halda menn ekki vatni yfir Daniel Sturridge en hann er bara búinn að spila fjóra eða fimm leiki. Eigum við ekki aðeins að sjá hvernig gengur hjá honum ákveðum að hann sé lausnin? Aðrír leikmenn sem keyptir hafa verið hafa ekki gert neinar rósir, satt best að segja.
    Sem sé ef Rodgers fær að eyða peningum í meira rusl þá verður allt í fína lagi.
    Ef það er eins og Paul Tomkins segir að lítil áhersla er lögð á vörnina á æfingavellinum þá er kannske ekki furða að liðið hafi fengið á sig að meðaltali tvö mörk í leik undanfarna leiki.
    Kaupstefnan virðist svo vera sú hjá Rodgers að kaupa leikmenn sem hann þekkir eða eru helst ekki mikið stærri en hann. Þar með komum við til með að eiga í basli með lið eins og Oldham og Stoke með hávaxna framherja og hann virðist enga lausn hafa á því vandamáli.
    Kristján Atli sagði hér á undan að það síðasta sem ætti að gera væri að skipta um stjóra. Ástæðan væri sú að þá kæmi nýr maður með nýjar áherslur. Eins mikið álit og ég hef á Kristjáni Atla þá verð ég að segja að ég kaupi þessa röksemdafærslu. Ef stjórinn er ekki að standa undir væntingum (sem hann virðist ekki vera að gera) þá er eins gott að reyna að lágmarka skaðann. Ég sé til dæmis ekki að lið eins og Swansea, WBA og Tottenham hafi skaðast við stjóraskiptin í sumar – nema síður sé.
    Við getum auðvitað sett Pollýönnuna á þetta og vonað að næsta tímabil verði betra og þá hafi Rodgers “lært fagið”. En á meðan að hlutirnir versna ( jú við spilum flottan bolta oft – en ef planið gegnur ekki upp þá er ekkert plan B) þá er engin ástæða til að ætla að hlutirnir verði eitthvað betri þá.
    Ég hefði óskað – og vonaði að Rodgers væri maðurinn til að leiða okkur inn í framtíðina en það lýtur út fyrir að hann tali flott þegar hann talar um þessa svo kölluðu hugmyndafræði sína en afraksturinn er hreinlega ekki í samræmi við það. Það er ekki nóg að tala og búa til flottar glæru ef árangurinn er ekki viðunandi.

  63. Kæri nr “72”

    Ég þakka fyrir en því miður veit ég ekki hvað WUM er …ef það er gott þá er ég stolt af því en ef það er eitthvað neikvætt …já þá ætla ég bara að halda áfram að vita það ekki. Endilega fræddu mig um málið.
    YNWA

  64. Freddy #72.
    Thad tekur tima ad byggja upp nytt model og eg veit nu ekki betur en thegar Fergie tok vid Manju ’86 ad tha var lidid i tviliku rugli og i næstnedsta sæti. Hann vann fyrsta PL ’93 thannig ad hann fekk tima til ad koma sinni vinnu ad og sinum hugmyndum.
    En vissulega er sorglegt hvernig hefur farid fyrir klubbnum okkar, Gillet og Hicks skuldsettu klubbinn upp i rjafur og tad tekur tima ad byggja thetta upp. Mer finnst tad ganga nokkud vel midad vid allt saman!

  65. Kæri Freddi Red Devil…

    Þrátt fyrir margar fyrirspurnir hefur enginn íslenska þýðingu á þessu orði WUM en af skrifum þínum má lesa að þetta er ekki eitthvað gott og það að vera þetta er þess valdandi að Liverpool hefur ekki unnið deildina í 23 ár…..Úff…ég hef mikið á samviskunni. En gengi minna manna er nú ekki alltaf alslæmt 2005…manstu eftir því ári þegar Liverpool vann meistaradeildina ég var þá líka svona “WUM” í fyrra 2012 þá unnum við 1 bikar. Reyndar sagði leiðtogi þinn þá að hann væri svo ómerkilegur að það tæki því varla að reyna að vinna hann…:) ég var líka svona “WUM” þá.

    Eina ástæðan fyrir því að við erum öll enn stuðningsmenn Liverpool eftir að hafa ekki unni deildina í 23 ár er sú að við eru stuðningsmenn Liverpool og verðum það alltaf við styðjum liðið gegn um súrt og sætt og skiptum ekki um lið þó illa gangi. Við, alla vega ég hef það fyrir reglu að sýna stuðningsmönnum annarra liða virðingu og nýt þess að eiga innihaldsrík samtöl við þá á málefnalegum nótum. Ég myndi aldrei fara inn á síðu Man.Utd. til að lesa hana hvað þá að kommenta nema til að hrósa ekki niðurlægja sem mér finnst þetta orð þitt gefa í skyn.

    Endilega kíktu á okkar frábæru síðu og drekktu í þig þann fróðleik sem síðuhaldarar bjóða uppá því ég efast um að þú sjáir svona frábæra síðu annars staðar, kommentaðu ef þú hefur eitthvað málefnalegt að segja…ef ekki þá VERTU ÚTI

    Þangað til næst
    YNWA

  66. 75% af commentunum hér eru um að “gefa BR séns”.

    Meira að segja síðuhaldarar (sérstaklega eftir WBA leikinn) missa sig í skrifunum og segja hann ekki eiga inneign fyrir mikið fleiri mistökum – en reyna svo að predikera þolinmæði daginn eftir. Frekar skondið.

    Þetta er verra en nokkur barnalandssíða – halda menn að við séum svona rosalega klárir og með svona rosalega góðan hóp sem er bara “undir-mótiveraður”, ef það er orð, ár eftir ár. Það vanti bara einhvern inní búningsklefann sem les yfir þeim pistilinn. Ekkert af hinum 19 liðunum í deildinni er að reyna að bæta sig, við eigum að fara inní tímabil eftir 8 sæti og form sem var falllykt af það sem af var árs 2012 og skáka öllum öðrum og hirða CL sætið eftirsótta.

    Og þetta tal um hreðjar, að vera með eða ekki vera með pung er vandræðilegt í besta falli – sérstaklega þegar það kemur frá sófaspekingum, flestir hverjir í skjóli nafnleyndar.

    Við erum í uppbyggingarstarfssemi, eitthvað sem allir virtust gera sér grein fyrir í júlí / ágúst og jafnvel september. Eru menn hérna svona illa gefnir yfirhöfuð eða bara með óraunhæfar væntingar ? Hvaða uppbyggingastarfsemi eftir innanbúðarkjarnorkusprengju og korteri frá gjaldþroti tekur 3/4 af tímabili ? Ég myndi skilja þessa móðursýki ef þetta væri staðan eftir 3-4 tímabil, en febrúar er hálfnaður. Common.

    Svo ég haldi áfram með þetta hallærislega hreðja tal, grow a pair. Þetta tekur tíma, ef þið hafið ekki tíma skiptið þá yfir í ManUtd eða City og í guðanna bænum hættið að eyðileggja þessa frábæru síðu. Maður er hættur að nenna hérna inn.

    Sigurleikir – 40 comment á 2 dögum.

    Tapleikur, 90 comment á klst.

    Sorglegt.

  67. hlustið á Carra : Carra: “It’s not been Brendan Rodgers’ problem, consistency has been a problem here for a few years now.”

  68. Við höldum með fallegasta og besta liðinu og við verðum að styðja það á jákvæðan hátt þannig komumst við frekar aftur á toppinn. Verðum að styðja BR og liðið alla leið þangað til að við verðum meistarar eða hann rekinn. Það eru jú fyrst og fremst eigendurnir sem taka ákvarðanir um hver stjórnar.

    Við skulum vera betri aðdáendur okkar liðs heldur en annara liða og vera öll jákvæð.
    Okkur líður líka bara betur í sálinni.

    YNWA

  69. Það vekur athygli mína að mest þumluðu athugasemdirnar eru þær jákvæðu. Hins vegar eru flestar athugasemdirnar á spjallinu af neikvæðum toga en flestar eru þær með 0-5 þumla. Svo segja menn að á þessari síðu séu bara röflarar?

    Mín kenning er sú að þeir sem eru spakir og þolinmóðir. Þeir láta sér nægja að öskra á hundinn heima eða smyrja sér reiðisamloku. Fara svo hér inn, lesa yfirleitt frábæra leikskýrslu, læka jákvæðu commentin og fara svo út að leika sér.

    Mér sýnist þetta vera hávær en lítill hópur innan stuðningsmanna okkar liðs sem vilja afhausa allt og alla eftir hvern tapleik. Verum spakir. Trúum og treystum á Rodgers og okkar menn. Þetta kemur allt með kalda vatninu. Gefum þessu a.m.k. eitt og hálft ár í viðbót.

  70. Carra: „It’s not been Brendan Rodgers’ problem, consistency has been a problem here for a few years now.“

    Ef þetta er raunin, ætli það sé þá ekki best að losa sig við helminginn af liðinu?

  71. Það væri forvitnilegt að sjá hvað það væru margir ManU aðdáendur eftir á Íslandi ef þeir myndu ekki vinna deildina í 23 ár…

  72. Ef þetta er raunin, ætli það sé þá ekki best að losa sig við
    helminginn af liðinu?

    Víst þú segir “ef” þá geri ég ráð fyrir að þú hafir tekið þér pásu frá því að fylgjast með Liverpool ehtímann uppúr 1990.

    Það er verið að gera það, á vissan hátt, en ef þú ert ekki í FM eða með olíupeninga á bakvið þig þá tekur það tíma. Flestir hérna virðast halda að það taki 20-25 leiki eða svo að umbreyta liði og rekstri, en það er ekki raunin, því miður.

    Þakka guði fyrir að þessir spekingar hér séu ekki í lykilstöðum hjá klúbbnum okkar og bið til Fowlers að núverandi eigendur séu ekki jafn veruleikafirtir.

  73. WUM er einfaldlega ‘Wind-Up Merchant’ ‘Sigríður’. Þú ert einn sá besti á landinu, ég fer ekki ofan af því, sést best á öllum þumlunum sem þú færð alltaf 😉

    Við erum nú enn nokkrir hérna Hlynur Aron og þó tók það okkur fleiri en 23 ár að vinna titilinn stóra.

    En flott hjá ykkur, haldið endilega að þið séuð á réttri leið 😀

  74. Við erum nú enn nokkrir hérna Hlynur Aron og þó tók það okkur fleiri
    en 23 ár að vinna titilinn stóra.

    En flott hjá ykkur, haldið endilega að þið séuð á réttri leið 😀

    Ég ætla að skjóta á að þú hafir ekki verið fæddur þegar Liverpool vann titilinn síðast og þekkir því ekki annað en sigurgöngu þíns liðs, sem var einmitt ástæða þess að þú fórst að halda með þeim.

    Ef það er rangt hjá mér þá vorkenni ég þér að vera á </> fertugsaldrinum að “wind-up-a” púllara á Liverpool bloggi , marga hverja á fermingaraldri.

    Either way, class act.

Liðið gegn FC Zenit

Swansea á morgun