Swansea á morgun

Voðalega er erfitt að gíra sig upp í þennan leik gegn Swansea, hefði helst viljað vera að mæta Everton þessa helgi í FA bikarnum. En við Poolarar ættum að vita það manna best hversu sveiflurnar geta verið gríðarlegar þegar kemur að stuðningi við fótboltalið. Þetta fer upp í hæstu hæðir og svo niður fyrir sjávarlínuna. Eins og það var nú svekkjandi að sjá okkur tapa gegn WBA, þá vorum við þó allavega að spila mjög vel. Í gær fannst mér við bara einfaldlega slakir. Brendan Rodgers bíður erfitt verkefni fyrir leikinn á morgun, hann verður að berja þetta lið saman og menn verða að sýna dug og þor. Við vissum það vel fyrir þetta tímabil að það myndi verða talsverður mótbyr, kannski ekki svona mikill, en engu að síður sterkur mótvindur. Ég skal fúslega viðurkenna það að ég er bara þannig þegar kemur að boltanum að ég sé glasið yfirleitt hálf fullt, fremur en hálf tómt. Ég hef ekki misst trúna, ég vona að það sama sér uppi á teningnum hjá leikmönnum Liverpool Football Club.

Við erum að mörgu leiti með fínan mannskap, en það sem maður setur stærsta spurningamerkið við þessa dagana er andlega hlið leikmannanna. Ég efast ekki um að margir af þessum strákum eru alveg stútfullir af hæfileikum, geta gert alls konar hluti með boltann. Það er bara þessi bölvaði einbeitingaskortur sem er gjörsamlega að fara með þetta lið, og þá skiptir engu máli til hvaða stöðu á vellinum er horft. Við höfum sé Pepe þannig í markinu, varnarlínan hefur virkað mjög sterk, en svo gleyma þeir stað og stund og ákveða að hleypa inn mörkum. Sama á miðjunni, menn að missa bolta á kæruleysislegan hátt og frammi hafa menn svo verið að klúðra alveg ótrúlegustu færum. Svei mér þá, ég held að það þurfi að ráða öflugan sálfræðing til liðsins, því ekki vantar að menn geta spilað saman og sýnt af sér fyrirmyndar spilamennsku úti á vellinum. Nei, alltaf þetta einbeitingarleysi sem er að fara með þetta tímabil.

Lið Swansea hefur haldið áfram að koma á óvart í vetur, skemmtilegt lið sem spilar fínan bolta. Laudrup hefur tekið upp þráðinn þar sem Brendan skildi við hann og byggt ofan á það sem fyrir var. Kaupin á Michu virðast hafa verið algjör kjarakaup og hefur hann svo sannarlega látið stuðningsmenn Swansea gleyma Gylfa nokkrum Sigurðssyni, hratt og örugglega. Held að menn séu ekki ósáttir í dag með að hafa keypt þennan á 2 milljónir punda, í stað þess að kaupa Íslendinginn á einhverjar 8 milljónir punda. Swansea eru eins og staðan er í dag, í sjöunda sæti deildarinnar, með stigi meira en okkar menn. Þeir hafa verið eins og við, frekar rokkandi og eini stöðugleikinn er óstöðugleikinn.

Það er morgunljóst að menn þurfa að hafa gætur á Michu, hann hefur sett hvorki fleiri né færri en 15 kvikindi í deildinni á tímabilinu. Við erum svo sem með 17 marka mann líka, en maður hefur það alltaf á tilfinningunni að hann þurfi að hafa meira fyrir því að skora sín mörk heldur en andstæðingar okkar. Þeir fá þetta oftast bara upp í hendurnar, og ef við gerum slíkt fyrir Michu, þá refsar hann, ja í rauninni virðast allir geta refsað okkur þegar við erum í jólagjafaleiknum okkar. Það væri kannski ráð að bjalla þarna út og koma þeim skilaboðum til liðsins að jólin séu formlega búin? Við þurfum svo sannarlega að vera á tánum, því þetta Swansea lið býr yfir snöggum og kvikum leikmönnum í flestum stöðum, hreyfanleiki mikill og það þýðir ekkert að ætla bara að horfa á og vona það besta. Við þurfum að ná upp sama góða spilinu og við höfum verið að gera svo oft í vetur, plús það að koma bévítans tuðrunni í netið.

Manni skilst að það séu engin ný meiðslavandræði hjá liðinu, aðeins Martin Kelly frá vegna meiðsla og hefur verið lengi. Agger er heill heilsu á ný og sömu sögu er að segja af Daniel Sturridge. Hann var ekki löglegur í leiknum gegn Zenit, ekki frekar en Coutinho. Mikið væri nú gaman að sjá þá báða koma inn í liðið gegn Swansea. Við erum jú á heimavelli og eigum að geta sótt fast á þetta lið. Skrtel var ekki að heilla mig gegn Zenit, reyndar ekkert frekar en margir aðrir í liðinu. Ég reikna því með að Agger komi aftur inn í liðið fyrir hann, því form eða ekki form, Agger er einfaldlega okkar besti varnarmaður. Sem sagt, Johnson hægra megin, Jose vinstra megin og CarrAgger í miðvörðunum. Joe Allen er þessa dagana algjörlega sneyddur öllu sem heitir sjálfstrausti og á í mesta lagi að komast á bekkinn. Ég hef ennþá trú á þessum strák, þetta er erfiður kafli hjá honum og á meðan svo er, þá á hann ekki að spila. Lucas og Stevie eru sjálfvaldir á miðjuna, Sturridge á toppnum og líklegast verður Luis fyrir aftan hann frekar en úti á öðrum hvorum vængnum. Þá á bara eftir að manna 2 stöður. Sterling er bara ekki með þetta þessa dagana, best geymdur á bekknum og betri að koma inná en að hefja leikina. Ég hef það á tilfinningunni að Coutinho byrji þennan leik og því spurning hver það verður sem verður á hinum kantinum (eða fremst á miðjunni). Ég ætla að tippa á að Downing missi sæti sitt og Henderson haldi sínu.

Liðið er svona:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Enrique

Henderson – Lucas – Gerrard

Suárez – Sturridge – Coutinho

Bekkur: Jones, Skrtel, Allen, Borini, Shelvey, Downing, Sterling.

Lið sem á klárlega að geta lagt þetta Swansea lið að velli og mikið hrikalega ferlega hroðalega vona ég að þessi leikur verði nú þannig að hann komi okkur á sigurbraut þannig að tímabilið verði nú klárað með sæmd, í hvaða sæti sem við lendum svo sem í. Einbeitningu, einbeitningu og einbeitningu takk fyrir. Þessi sóknarlína sem ég stilli upp að ofan gerir mig hreinlega spenntan, allt virkilega öflugir leikmenn sem geta tekið mann og annan á. En nú þarf bara að hætta að tala, sleppa allri umræðu um þetta fjórða sæti og láta sjálf verkin á vellinum tala. Það þarf að pressa þetta Swansea lið hátt á vellinum, þeim finnst gaman að dúlla með boltann aftarlega og við þurfum að nýta það með góðri hápressu. Takist það vel, þá getum við alveg slátrað þessu liði.

Ég ætla að vera bara assgoti bjartsýnn og spá því að við höldum hreinu, aldrei þessu vant og setjum þrjú kvikindi á þá. Eigum við ekki að segja að Sturridge komi sjóðandi tilbaka, Luis bæti öðru við og Gerrard klárar svo leikinn. Ekkert voðalega frumleg spá varðandi skorarana, en svona er þetta nú bara.

41 Comments

  1. Djöfulli er pirrandi að lesa þessa upphitun og headline er “Swansea á morgun” en átta sig svo á því að það er komið yfir miðnætti og leikurinn er á sunnudaginn 🙂

    En já það tekur á að vera stuðningsmaður þessa liðs og ég sé glasið yfirleitt hálffullt líka og þá verða sveiflurnar held ég enn erfiðari. Ég vona að Agger girði sig í brók miðað við frammistður hans í síðustu leikjum, en menn hafa keppst um að rakka hann niður. Það lenda allir leikmenn í svona sveiflum, hann hefur sýnt það síðustu ár þegar hann hefur haldist heill og nær leikæfingu að hann er þrusu leikmaður.

  2. Enga ástæðu sé ég fyrir því að Downing verði ekki í byrjunarliði. Frammistaða hans hefur verið með miklum ágætum undanfarið. Vonandi fáum við að sjá að Coutinho verði teflt fram snemma í seinni hálfleik.

  3. Erum ekki ad fara tapa 3 leikjum i rod , ekki sjens byst vid skemmtilegum leik enn vid vinnum

  4. Takk fyrir þetta sstein.

    Ég veit ekki hvernig þetta fer en það verður átak að rífa sig upp eftir erfið úrslit og langt ferðalag.

    En þar sem ég spila þennan leik ekki og hef ekkert með það að gera þá ætla ég að senda þeim jákvæðar hugsanir þannig held ég að við getum stutt okkar frábæra lið til sigurs 😀

  5. Takk fyrir!

    Vid tøkum thetta og komum okkur a sigurbraut a nyjan leik, sigurbraut sem mun haldast ut timabilid. Hef mikla tru a BR, strakunum hans og eigendum lidsins okkar.

    YNWA!

  6. Ég var að vonast eftir rönni eftir Ars og City.

    En í staðinn fær maður það á tilfinninguna að fyrstu 14 í hóp séu bara dauðþreyttir eftir tímabilið sem skelfilegt inn í lokakaflann.

    Ætli þessi possession sé að taka það mikinn toll af mönnum að þeir hlaupi á klumpum síðasta hálftímann.

    Stráklingar sem koma svona inn og í raun spila mikið miðað við fyrsta tímabil verða einfaldlega bensínlausir og það tekur tíma að hrista slíkt af sér og ná ferskleika aftur.

    En þetta lið hefur kraftinn í 60 mínútur og þarf bara að nýta færin sín til að lifa af síðasta korterið.

    Það er ljóst að besta leiðin til að vinna Liverpool er að liggja til baka og láta okkar menn hlaupa með boltann út og suður og koma svo uppúr skotgröfunum síðustu 20 mínúturnar.

    Kosturinn við Swansea er að það er ekkert víst að þeir kunni það og verði jafnmikið út um allan völl og við. Ef við náum að setja tvö í fyrri þá hefst þetta með því að setjast í seinni. Við getum ekki sótt allan leikinn.

    YNWA

  7. Erfitt að átta sig á hvaða mönnum veðrur spilað, augljóslega finnst manni þörf á að nýta breiddina þar sem töluverð þreyta virðist vera hjá lykilleikmönnum.

    Ég held að Sturridge og Coutinho verði í byrjunarliðinu (allavega Sturridge). Einnig vona ég að Borini verði í liðinu, hann þarf að fá leiki til þess að komast í leikform og vonandi ná að sína að hann eigi heima í þessu liði.

    Ég veit að BR talar um að Suarez þurfi að spila mikið en kannski er ekkert vitlaust að leyfa honum að byrja á bekknum og senda hann svo dýrvitlausan inn á í seinni hálfleik, við verðum líka að muna að við þurfum á honum að halda ferskum í seinni leikinn á móti Zenit.

    Þrátt fyrir að Downing hafi verið líflegri síðustu vikur þá finnst mér pínu dýrt að halda honum inn á í svona mörgum leikjum án þess að hann skili nægjanlega mörgum stoðsendingum eða mörkum…..en hinsvegar eru kannski ekki miklir kostir í stöðunni, Sterling er mjög þreyttur eftir að hafa verið keyrður út fyrri hluta tímabilsins.

    En ég held allavegana að þessi leikur geti orðið bráðfjörugur, ég óska eftir karakter og menn berjist eins og ljón og sýni að það sé meira jákvætt en neikvætt við þetta lið sem verið er að byggja upp.

  8. ég held hann haldi sig við að hafa suarez í holunni og hedo á kantinum, ég held að suarez væri betri á kantinum og allir vita að heldo á að vera á miðjunni en ég er samt bjatýnn fyrir leikinn, málið er að Rogers vill hafa framlínuma fjótandi og breytilega og undir þannig skipulagi blómstra Hendo og suarez og Sturage virðist vera ókabarnið sem getur ekket gert rangt, voonandi skorar hann meira en ég vill þrennu frá Suarez því maður er með óbagð í munni á meðan bitchy van pussy er markahæstur

  9. Þetta er búið að vera erfitt en góð lið sýna það þegar á móti blæs þá koma þau til baka – Liv. er þannig lið.

    YNWA

  10. @ 10

    Kannski væri líka sterkur leikur að fá stjóra með reynslu og karekter í sumar !

  11. Ef við fáum mark á okkur úr hornspyrnu þá raka ég mig sköllótann eða kýs Vg í næstu kosningum.

  12. Liverpool verður að læra að skora og hætta að skjóta í varnarmennina eða beint á markmann. Þetta er bara ekki hægt að óvinaliðið eigi 3-4 skot að marki og skora1-2 mörk á meðan Liv, á 10 skot og geta ekki skorað, það er eitthvað mikið að, svo eru þeir líka ansi seinir að hlaða í skotið en mega eiga það að þeir spila vel fram völlinn en svo strandar allt við markið.

  13. það hefur ekki gengið vel á móti Swansea í síðustu leikjum, sé ekkert sem ætti að breyta því og spái 1-3 fyrir Swansea (gæti ekki verið meira sama hverjir skora)

  14. Mjög erfitt að vera eitthvað bjartsýnn eftir niðurgang hjá BR og leikmönnum í síðustu tveimur leikjum. Vona það besta, en er viðbúin hinu versta. Lágmark við við náum til að drullast til að halda hreinu. Getur BR ekki verið með SC í símanum allan leikinn, til þess að kenna honum að láta lið verjast.

  15. Hvað þarf marga Liverpool menn til þess að skipta um ljósaperu??
    Svar: Engan, þeir setjast allir niður og ræða um hve gamla ljósaperan var góð.

    ef allah lofar þá náum við kannski að pota inn 1-2 mörkum.

  16. Sá einhversstaðar að Swansea hafa ekki skorað í síðustu fjórum útileikjum, það er þá geirneglt að þeir skora á morgun, líklega 2 mörk, það er normið í síðustu leikjum hjá þessari ömurlegu vörn okkar.

  17. Við getum huggað okkur við það að það eru fleiri lið í ruglinu en við. Þetta er tekið af BBC vefnum í umfjöllum um Arsenal Blackburn, sem Blackburn var að vinna þrátt fyrir látlausa sókn Arsenal manna í leiknum ; )

    Will, Woking on text: “Not surprising in the slightest. Arsenal dominate these kind of games and end up losing. Appalling.”

    James on text: “How Arsenal can be so useless from corners I don’t understand. We need to spend some time on the training ground.”

    Doug on text: “Classic Arsenal. Enough chances to win by 3 goals, but pathetic finishing means we leave disappointed again.”

    Timo Burbidge: “Wenger has got his tactics horribly wrong. Chance of winning the CL? No. Chance of winning the FA Cup? Maybe. Poor selection.”

    Paul Clarkson: “Is this the beginning of the end for Wenger!? So many fans I know have had enough. Done a good job but time to move on.”

  18. Æðisleg urslit i bikarnum. Liverpool er langt fra þvi ad vera eina lidid sem er i basli. Arsanal geta allavega ekki borid fyrir sig ad þad se nyr stjori og nytt model i vinnslu. Þeir hafa ekki unnid titil i 6ar og virdast ekkert liklegir til þess. Eg hef mikla tru a BR. Þetta tekur sma tima. Rom var ekki byggd fyrir hadegi!

  19. Okkar menn eiga eftir að rúlla þessu upp á móti Swansea tippa á 5-1.
    Downing 2
    Agger 1
    Henderson 1
    Suarez 1

    og síðan potar Michu einu fyrir Swansea úr horni

  20. frekar þreytandi þetta róm var ekki byggd á einum degi, ég heimta sigur á morgun Brendan.

  21. Fylgist vel með Ashley Williams því að rodger ætlars víst að kaupa hann í sumar.

  22. Það verður forvitnilegt að sjá hvern við kaupum í staðinn fyrir JC held að Ashley Williams sé ekki málið þar, ég hef mikla trú á því að M Kelly eða A Wisdom geti tekið þessa stöðu og pakkað henni saman. Þegar að JC byrjaði þá var hann fyrst settur á miðjuna og svo róterað á milli í vinsti og hægri bak og síðan þegar að hann var búinn að þroskast fór hann í miðvörðinn. Bæði M Kelly og Wisdom eru miðverðir að upplagi og held ég að þeir eigi eftir að blómstra það og vona ég að þeir fái tækifæri á því að sanna sig þar. Mín skoðun er sú að ef að við höldum þessum leikmannahóp næstu 3-4 árin að þá verðum við með stórkostlegt lið Henderson á eftir að vaxa þvílíkt á næstu 2 árum og mun taka við hlutverki SG og síðan er liðið fullt af hæfileikaríkum strákum sem að eru í liðinu og aðrir sem að eru að spila með u21 liði sem að er aðeins búið að tapa 1 leik í vetur. Þetta tímabil er rosalega dýrmætt vegna þess að þessir drengir eru að fá uppeldi og að vaxa úr því að verða drengir í að verða menn og eigum við eftir að uppskera.
    YNWA

  23. Dolli eru menn fljótir að gleyma ? Liverpool vann síðast titill árið 2012.

  24. Mjög góð pæling hjá Tom hjá Teamtalk – tek undir þetta hjá honum. Rodgers er að gera kröfur til liðs/leikmanna sem þeir geta ekki staðið undir, að minnsta kosti sem stendur.

    The high pressure and fluid game that Rodgers prefers hasn’t quite taken off in the way he would have liked or expected and the club are stuttering in the Premier League and Europe.
    The playing style in theory is simple and it’s surprising that more clubs haven’t cottoned on or tried it. You win the ball (ideally) as high up the pitch as possible. Or, force your opponents through pressure, into a mistake. Once you have won possession the idea is that you keep the ball in an advanced position until you create a chance.
    Now, playing such a way is great if you are Barcelona or have the players to carry it out. Swansea for example, under Rodgers, delighted their supporters last season with their ability to win the ball all over the pitch and almost pass the opposition into submission. It was refreshing to see a club who had just gained promotion play with such a unique style.
    The approach also requires your players to have a certain amount of tactical nous about them as well as immense levels of physical fitness because they are required to constantly hunt the opposition down around the pitch in search of the ball.
    Unfortunately for Rodgers and Liverpool they have tried but haven’t quite grasped the concept. The players are not capable of playing in such a way and therefore the clubs period of transition appears to be heading into another season.
    So who is to blame? And, more importantly from a Liverpool perspective, what can be done?
    The blame starts and ends with the manager. Rodgers insists on putting his players into positions and roles that only experienced players, or, players who are used to such a system can master. Time too is also against him. Rodgers first introduced the changes in pre-season and the ‘getting used to it’ period has passed. He needs results and quickly.
    Ultimately, Rodgers’ persistence in sticking with his style of play has cost Liverpool valuable points and if he continues it will eventually cost him his job. It IS possible to play the ‘Liverpool way’ a different way.
    At the moment Liverpool are pressing sides when they don’t have the ball. The trouble is that too many of their opponents are managing to work a way through the Liverpool lines or play it around them. Because of this pressing, the Liverpool players not only find themselves dragged out of position in pursuit of play, but by doing so, they are leaving space in other areas of the pitch for the opposition to exploit.
    Of course, from time to time it will result in a goal or two for Rodgers’ side. It has already this season. But, it’s currently harming the clubs chances of progression rather than helping.
    The solution is simple. Go back to basics. In the current system Luis Suarez works superbly through the middle, more or less on his own. His goal-scoring record speaks for itself. So, don’t change it.

    Þar að auki finnst mér sorglegt hvað hugmyndafræði og val á mannskap er fátækleg þegar kemur að því að keppa við ´lélegri´ lið sem byggja á líkamlega sterkum leikmönnum. Það þarf ekki að fara lengra aftur í tímann en til síðasta deildarleiks á móti WBA, þegar hann skipti kjúklingunum inn á og tapaði leiknum fyrir fullt og allt. Eins þegar við duttum út úr bikarnum.
    Í báðum þessum leikjum var mér hugsað til leikmanna á borð við ANDY CARROLL sem nýtist vel gegn svona liðum. Sérstaklega þegar stjórinn teflir djarft, setur fram hægan miðvörð og þvingar þannig liðið til að liggja aftar og þá þarf að hafa þann möguleika að geta sent boltann fram völlinn, halda honum og bíða eftir liðinu. Það er ótrúlega dapurt að horfa á þetta, vitandi að það þarf fleiri mögueika til að eiga möguleika í deild og bikar þar sem andstæðingarnir geta brugðið sér í allskyns gervi og ólíkindatól.

  25. Ótrúlegt hvað menn eru alltaf til í að skjóta.

    Nr. 28 og 29 ég var að leiðrétta Svavar nr 19.
    Það væri nú eitthvað farið að heyrast í okkur ef við værum ekki búnir að vinna einn bikar síðan 2005 eins Arsenal 8 Ár sem er ótrúlegt meðan við mannskapinn þeirra og alltaf i C.L

  26. The team in full is: Reina, Johnson, Enrique, Agger, Carragher, Lucas, Gerrard, Coutinho, Downing, Sturridge, Suarez.

    Subs: Gulacsi, Skrtel, Henderson, Shelvey, Sterling, Allen, Borini.

  27. Óhætt að segja að þetta sé býsna sókndjarft – verður líklega ekki leiðinlegur leikur í það minnsta.

FC Zenit – Liverpool 2-0

Liðið gegn Swansea