Liðið gegn Swansea

Mikið djöfull er erfitt að peppa sig upp fyrir leikinn í dag eftir hræðileg vonbrigði í leikjum vikunnar. Það er einsog allt loft sé farið úr manni við þessi tvö töp.

En vonandi að okkar menn séu hressari en við margir stuðningsmennirnir og klári Swansea í dag.

Liðið er svona:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Enrique

Downing – Lucas – Gerrard

Suárez – Sturridge – Coutinho

Bekkur: Gulacsi, Skrtel, Henderson, Shelvey, Sterling, Allen, Borini.

Semsagt, Coutinho fær sinn fyrsta sjens í byrjunarliðinu, sem er gleðiefni. Þetta er allavegana sókndjörf liðsskipan þó ég viti ekki hvar menn munu raða sér.

77 Comments

  1. Ég held að Lucas og Gerrard séu á miðjunni með Coutinho fyrir aftan Sturridge og Downing og Suarez á köntunum.

  2. Krefjumst þess að menn sýni pung í þessum leik. Enginn Michu hjá Swansea :). Vinnum 2-0 og Coutinho með annað. YNWA

  3. Hugsa að við vinnum þetta og jafnvel nokkuð stórt, förum svo að tala um 4. sætið og drullum á okkur í næsta leik.

  4. Ég myndi halda að Downing haldi sig mest hægra megin og Suarez og Coutinho verði róterandi fyrir aftan Sturridge. Ég lýsi samt vonbrigðum mínum með það að Henderson sé ekki valinn fram yfir Downing. En það verður spennandi að sjá hvort Coutinho nái að hafa jákvæð áhrif á liðið.

  5. Grunar að Coutinho komi bara beint inn fyrir Henderson fremstur á miðjunni, það er hans besta staða er sagt. LFC TV setti hann samt á kantinn og Suarez fyrir aftan.

    Verður allavega spennandi að sjá hann spila þó ég sé á því að Henderson eigi að spila alla okkar leiki um þessar mundir.

  6. Núna er bara að sjá hvort liðið er betra að spila taktíkina hans BR. Liðið sem BR er með, eða liðið sem BR var með.

  7. Sammála Einari að það er voðalega erfitt að vera spenntur og bjartsýnn fyrir þennan leik. En núna erum við með vel hvíldan Sturridge og nýja brassann sem virkaði mjög leikinn og spennandi miðað við það sem sást af honum í WBA leiknum. Í raun er þetta mjög nálægt því að vera besta útgáfan af liðinu okkar núna. Swansea eru að fara í bikarúrslit í næstu viku og uppstillingin þeirra virðist miðuð soldið við það og við skulum vona að hugur þeirra sé þar líka.

    Þannig að það eru ljósir punktar, heimavöllurinn og allt það og við eigum að geta unnið þennan leik. Nú er bara að klára verkefnið með stæl, skítsama hvernig, bara VINNA þetta helvíti!!!!

  8. Er nú ekkert allt of bjartsýnn, finnst eins og mörgum hérna að hugarfar okkar manna sé vandmál. Auðvitað er það eitt af aðalhlutverkum knattspyrnustjóra að mótivera leikmenn fyrir leiki og því augljóst af hverju BR hefur fengið hressilega gagnrýni frá mörgum á kop.is.

    Hlýtur samt að vera plús fyrir okkur að Monk og Bartley eru miðverðir hjá Swansea í dag.

  9. Fyrsta skipti í ca 30 ár sem ég heyri öskrin í leikmönnum á Anfield. Það segir sitt um stemmninguna í kringum LFC þessa dagana.

  10. 11 skot að marki, 1 á markið og auðvita ekkert inn,, sagan heldur áfram. Þarf að fara að stilla þessi skot á ramann

  11. Þetta hlýtur að fara að koma, bara að stilla miðið og hitta svo á helv. rammann 🙂

  12. Getur einhver útskýrt mér af hverju þetta var ekki víti?

  13. Það er alveg rosalegur gæðamunur á þessum liðum. Hvernig getur Liverpool verið 1 stigi fyrir neðan Swansea í deildinni?

  14. Jæja við fengum víti núna eftir að það var augljóst víti á brotið á Sturridge áðan.

  15. Hvernig getur staðan ekki verið orðin 3 -0 !
    Úff hvað þeir eru að fara illa með góð færi þarna.

  16. Sturrige farinn að sýna sitt rétta andlit, þ.e.a.s. hann gefur ekki boltann!

  17. Hættiði þessari andskotans neikvæðni alltaf hreint, LFC er að spila frábæran fótbolta, gjörsamlega sundurspila andstæðinginn, unun að horfa á þetta. Auðvitað mættu mörkin vera fleiri en við erum að horfa á fræbæran fótbolta

  18. Yfirburðir og liðið að halda boltanum vel. En færanýtingin heldur áfram að vera alvarlegt áhyggjuefni.

  19. Vá, erum við virkilega í sömu deild og þetta Swansea lið?! Þvílíkir yfirburðir, staðan ætti að vera 4 – 0 núna. Flottur bolti hjá okkar mönnum. Nú er bara að slátra þeim í seinni hálfleik.

  20. Sammála isloga – fallegur bolti sem er verið að spila í þessum leik og unun á að horfa.
    Ekki að segja að ég sé pollrólegur en hef mjög gaman af því að horfa á okkar menn þessa stundina.

    Tökum þessi 3 stig sem eru í boði.

  21. 22 marktilraunir í fyrri hálfleik á móti tveimur hjá Swansea. Varalið swansea á alveg möguleika á að ná jafntefli út úr þessum leik. Liverpool þarf um 20 til 25 marktilraunir til þess að ná einu marki.

    Ég man ekki eftir jafnlélegri stemningu á Anfield eins og er í dag. Það er eins og þetta sé bara einhver ómerkilegur æfingaleikur spilaður í usa.

  22. Nenni ekki að spá í fyrri eða komandi leikjum, þessi er allavega skemmtilegur og við erum að vinna og best að njóta þess. Suarez bestur, downing næst bestur.

    Koma svo, jörðum þetta lið með 5 mörkum til viðbótar.

  23. Þetta er auðvitað algjör yfirspilun hérna. Við þurftum samt víti til að skora og það er áhyggjuefni. Það er líka áhyggjuefni að vera aðeins einu marki yfir eftir slíka og þvílíka upprúllun og það er alveg rétt að Swansea getur hæglega komið sér inn í leikinn aftur. Vonum að þetta haldi áfram í seinni hálfleik, við fáum 1-2 mörk snemma sem gera út um þetta.

  24. Ef það er ekki hægt að drulla yfir liðið er drullað yfir áhorfendur. Þetta er hér með orðið verra en kommentakerfið á DV !

  25. hvað er að mönnum, við erum svo að yfirspila swansea og neyðum þá til að sleppa því til að spila sinn bolta

  26. Í einu orði sagt frábær leikur hjá okkar mönnum og þeir sem eru að segja annað og að stemmningin sé léleg ættu að leita sér aðsoðar hjá sálfræðingi.

  27. nú er maður eins og Ragnar Reykás
    Skiptir um skoðun og elskar Rodgers og Liverpool
    Seinustu daga var allt að fara til helvítis en núna erum við besta liðið enska boltanum

  28. @Islogi …
    Er stuðningsmaður fram í rauðan dauðan, en menn verða að nýta færin betur og koma með beittari skot á markið. 22 marktilraunir eða hvað það nú var í fyrri hálfleik og eitt mark úr víti er ekki nógu gott, sorry.

  29. Coutinho! Enrique!

    Menn eru eitthvað ruglaðir ef þeir finna bara eitthvað neikvætt til að tuða yfir útaf frammistöðunni hingað til í dag. 3-0 og við erum fullkomlega að yfirspila þetta Swansea lið þrátt fyrir að hafa farið í mjög erfitt ferðalag í miðri viku.

    Ekkert nema jákvætt við þetta. 🙂

  30. Ensku lýsendurnir voru að segja að Swansea séu með “best away defence in the PL so far this season ” .. Það skal ekki vanmetið að LFC sé að skora 4 mörk á þá..

  31. ekki að vera með nein leiðindi hérna en svakalega hefur Sturridge fengið mörg dauðafæri.

  32. Vá, marktilraunir í augnablikinu 34 hjá Liverpool á móti þremur, þvílíkur munur að hafa Sturridge í liðinu.

  33. Possession 61% á móti 39%, æðislegt þegar að allt gengur svona upp.

  34. Borini var að meiðast á öxl .. farinn inn í klefa.. LFC klára leikinn m 10 menn.. 5 mín eftir

  35. Howard Web hatar Liverpool, af fjórum vítum sem við höfum fengið á þessari leiktíð hefur Web dæmt þrjár

  36. Fyndið að lesa kommentin úr fyrri hálfleik þegar maður veit hvernig þetta fer

  37. Beið eftir þessari hallærislegu fyrirsögn hjá fotbolti.net
    England: Liverpool valtaði yfir slakt lið Swansea
    Eru ekki öll lið slök sem tapa 5-0? Er ekki bara hægt að benda á að Liverpool liðið hafi spilað stórkostlega og uppskorið eftir því? Pakk.

  38. Howard Web dæmdi nú reyndar ekki fyrra vítið, það var línuvörðurinn sem flaggaði víti. Það er samt undarlegt að Swansea sé að stilla upp hálfgerðu varaliði til þess að spara mannskapinn fyrir úrslitaleikinn í deildarbikarnum á móti Bradford sem er eftir viku. Þeir höfðu engan áhuga á því að vinna þennan leik og gátu ekki neitt, ekkert sérstakt afrek að vinna þetta varalið Swansea! ekki fara að tala um þetta fjórða sæti aftur, það er löngu farið.

  39. Ég sé bara ekkert að þessari fyrirsögn. Meira tuðið alltaf í fólki gagnvart þessum fréttasíðum…. Þeirra game er að gera headlines sem að fólk tekur eftir og endar á að smella á . Því fleiri sem að skoða, því meira er hægt að rukka fyrir auglýsingar…..

    njóttu þess bara frekar að liðið okkar vann í dag 🙂

  40. Ég verð bara að segja að þessi stórstjarna sem kom til okkar frá inter hann verður kaup ársins…RVP fucking hvað ! Ég bara skil ekki afhverju við erum ekki ofar með þennan rosalega mannskap sem við erum með. það er lélegra lið en við með 12 stiga forystu á toppnum. þar reyndar hægt að þakka dómurunum um svona 11.
    YNWA

  41. Elli var ekki Liverpool bara að vinna einn leik í dag sem gerir samtals 10 sigurleiki á tímabilinu. United er búið að vinna 21 leik hvernig getur þú fengið það út að United sé með verri mannskap. Til hamingju með sigurinn en come on hefur ekkert með United að gera!

  42. Farðu yfir leikmannahópana bara að þá sérðu að united er one man team. eina sem vantar hja lfc er að nýta færin betur. svo höfum við ekki verið heppnir með meiðsla og utanaðkomandi ákvarðanir.

  43. ef að þú segir að United sé one man team hvað erum við þá ? ekki vera heimskur og láta okkur líta illa út.

  44. Skynja örlitla kaldhæðni í þessu hjá honum Óskar minn. Ætla rétt að vona það. Menn misstu sig eftir skitu á móti WBA og Zenit og vildu fá hreinsun í klúbbnum og núna erum við með þennan “rosalega mannskap” útaf við slátruðum næsta leik.

  45. Sææææælll. Bað Coutinho að setja eitt og menn að sýna pung, mér sýnist þetta vera meira eins og pungsig 🙂 frábær dagur 🙂
    YNWA

  46. Samgleðst en þið talið um eftir sigurleiki að þið séuð með besta lið Englands og eruð með hroka gagnvart öðrum liðum. Svo þegar þið tapið næsta leik eruð þið brjálaðir yfir því að þið hafið farið fram úr ykkutr!

  47. Óskar, mér sýnist að Elli sé sá eini hérna sem heldur því fram. “Þið” er fleirtala. Það vita allir menn með eitthvað í toppstykkinu að LFC er ekki með besta liðið í deildinni. Erum í 7. sæti. Kíkirðu alltaf á kop.is eftir hvern sigurleik hjá LFC til að leita eftir athugasemdum í þá átt?

  48. Nei reyndar ekki tiltölulega nýbúinn að uppgötva þessa síðu ætlaði aldrei að tjá mig hér og skal ekki gera það aftur.

Swansea á morgun

Liverpool 5 – Swansea 0