Byrjunarlið gegn Wigan

Komið…

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Enrique

Gerrard – Lucas – Allen

Downing- Suarez – Coutinho

Bekkur: Gulacsi, Wisdom, Shelvey, Assaidi, Henderson, Coates, Suso.

Semsagt, Skrtel og Sturridge ekki tilbúnir í þennan leik og sennilega sjáum við því meira til Brassans góða í dag.

Uppfært

Of snöggur að grípa fyrstu twitterfærslu, Allen auðvitað að byrja en ekki Hendo. Sterling virðist hvíldur miðað við twitter…

KOMA SVO!!!!!!!!!!

36 Comments

  1. Reyndar byrjar Allen og Henderson á bekknum.
    Hefði viljað sjá það öfugt. En þetta verður skemmtilegt.
    YNWA

  2. Já ég verð að segja ég skil ekki alveg að byrja með Henderson á bekknum. Hann á það svo skilið að byrja

  3. Sturridge meiddur (thigh knock) og Skrtel víst ekki í hóp vegna ósættis við BR.

  4. Skil ekki afhverju Allen kemur inn fyrir Henderson en vona að hann sýni eitthvað af viti í dag. Núna er hann a.m.k. að fá að spila með Lucas og Gerrard og með góða bakverði með sér.

    Coutinho slær vonandi eitthvað á sársaukan við að missa Sturridge út í dag en við gátum unnið þetta lið af öryggi fyrr á tímabilinu án þeirra.

    Er Skrtel meiddur eða er einhver með link á frétt um rifrildi við Rodgers?

  5. Þetta lið á að vera nógu gott til þess að vinna óútreiknanlegt lið wigan, en hvað veit maður. Liverpool er lika óútreiknanlegt.

  6. Vonandi sjáum við Liverpool í góða gírnum, þegar við erum þannig stemmdir rúllum við yfir lið eins og Wigan. Eigum samt eftir að sakna Sturridge, hann og Suarez að mynda eitrað par.

  7. Vil sjá Henderson!!! Maður fær víst ekki allt… en ég mæli sterklega með að menn prófi Bloodzeed í AceStrem. Nýtt líf!!!

  8. Hvernig reddar maður Bloodzeed í AceStrem Bjöddn??

  9. COUTINHO MEÐ ANNAÐ ASSIST FYRIR SUAREZ. Þessi Coutinho kaup voru liggur við þjófnaður of okkar hálfu. Vá. Mig grunar sterklega að þessi gæi verður eitthvað ‘special something’ hjá okkur.

  10. Verð bara að segja það að Suarez er yfirnátturulegur, ekkert annað…

  11. flottur leikur hjá Liverpool.
    langt síðan ég hef verið svona glaður að horfa liverpool spila.
    Allt að ganga upp
    skorum mörk
    Reina að verja vel

  12. Mér finnst að það eigi að nefna næst besta mann leiksins svo að það sé sanngjarnt.
    Það er ekki hægt að keppa við Suarez í þessu formi.
    Rosalega elska ég að horfa á þetta lið spila svona fótbolta.

  13. Rétt hjá Steina að við fáum markaleik.
    Reina tók fram sparihanskana fyrir leikinn, annars væru fimm mörk komin.

    Mér finnst við geta skorað allan daginn en á ekki von á því að við höldum hreinu.

  14. Ok var að detta inn í leikinn núna en tók stöðuna á mörkunum á 101 greatgoals, eruð þið að grínast með Coutinho??? Þetta eru að verða bestu janúarkaupin ef að drengurinn heldur svona áfram!

  15. Þorri, nei, bestu janúarkaup allra tíma eru kaupin á Suarez.

  16. Coutinho er að detta rosalega vel inn virðist vera fanta góð kaup þarna hjá Rodgers eins og sturrige

  17. Eru nokkur takmörk á að kaupa fleiri leikmenn frá S-Ameríku? #samba#léttleiki

  18. Bæði Stuuridge og Coutinho hafa verið að koma sterkir inn og vonandi halda þeir því áfram. Það hefði verið virkilega gaman að sjá Sturridge inná í dag í staðinn fyrir Allen sem að má bara fara að fá sér sæti á varamannabekknum.

    En virkilega skemmtilegur leikur í gangi og vonandi halda menn áfram á þessari braut og halda hreinu, og sáu menn þessar 3 vörslur hjá Reina ? Ef að kallinn kemst í gang þá verð ég vel sáttur.

  19. Hahaha… það er stórkostlegt Ívar.

    Hins vegar myndi ég vilja sjá aðeins meiri skiptingagleði hjá Rodgers þegar 15 mín eru eftir. Assaidi t.d. inn fyrir Allen og Henderson niður á miðju. Vonandi kemur það fljótlega.

  20. Ef Suarez væri ekki búinn að eiga þennan stjörnuleik þá væri Reina klárlega að gera tilkall til þess. Búinn að eiga gríðarlega mikilvægar vörslur og passa uppá Wigan hefur ekki komist inní leikinn.

  21. Ég skil ekki af hverju hann gefur ekki Assaidi og Suso tækifæri í svona þægilegum leik.

  22. Reina og Suarez frábærir. Joe Allen, Lucas og Gerrard flottir á miðjuni, Coutinho ekki í standi í 90 mín en átti tvær frábærar stoðsendingar, Downing með flott mark og maður bara ánægður með alla í þessum leik.

Wigan á morgun

Wigan 0 – Liverpool 4