Tottenham á morgun

Af tíu síðustu leikjum þessa tímabils er leikurinn á morgun líklega sá erfiðasti. Liverpool hefur oftar en ekki gengið alveg bölvanlega með Spurs og í fyrri leik liðanna á þessu tímabili afgreiddu þeir hann bara strax í byrjun og leyfðu okkar mönnum svo að rembast við að komast aftur inn í leikinn án árangurs.

Liverpool spilaði reyndar mög vel á löngum köflum í þeim leik (eftir að Spurs bakkaði) og líklega erum við með töluvert betur samansett lið núna og hættulegri framlínu sem og Lucas Leiva sem vantaði hrikalega í fyrri leiknum. Á móti er Tottenham með mjög gott lið og eru að spila gríðarlega vel um þessar mundir, ný búnir að taka Arsenal nokkuð sannfærandi og rústa Inter Milan 3-0 sem var síst of stór sigur.

Rodgers ætti að geta valið úr nánast öllum hópnum fyrir þennan leik fyrir utan þá sem eru að glíma við langtímameiðsli, Sturridge og Skrtel koma til baka úr meiðslum

Það er engin pressa á liðinu og því síður leikjaálag og því er í raun bara óvissa um 2-3 stöður. Carragher verður líklega áfram í liðinu á kostnað Skrtel, Downing byrjar líklega frekar en Coutinho og Allen fær líklega sénsinn frekar en Henderson. Þó að ég öllum tilvikum myndi ég vilja hafa þetta á hinn veginn.

Set þetta svona upp

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Enrique

Gerrard – Lucas – Allen

Downing – Sturridge – Suarez

Þetta er öllu meiri breidd en við höfðum síðast þegar við mættum Spurs. Vörnin er það sem ég hef lang mestar áhyggjur af enda eiga varnarmenn Liverpool í dag ákaflega lítið í hraða sóknarmanna Tottenham. Orðum þetta svona að ég henti Bale í fantasy liðið mitt fyrir þennan leik (til að slökkva á honum).

Það á eftir að koma í ljós hvort það er gott eða slæmt að Tottenham hefur verið í stífu prógrammi undanfarið en þeir ættu að vera eins klárir í slaginn og þeir hafa verið allt þetta tímabil enda á mikilli siglingu. Sigurinn á Arsenal var einn sá sætasti hjá þeim í mörg ár og rústið á Inter ein flottustu úrslit Tottenham í sögu félagsins þó þetta hafi nú að mínu mati verið Inter light.

Alveg eins og ég hef áhyggjur af varnarmönnum okkar þá eigum við alveg eins og þeir hættulega sóknarkmenn og vörnin þeirra er ekkert sú traustasta í boltanum. Baráttan á miðjunni verður lykilatriði og þar hef ég miklar áhyggjur af hinum sterka Dembele, það er nákvæmlega tegundin af miðjumanni sem ég væri til í að fá til Liverpool. Eins væri alveg eftir því ef bölvaður vinstri kantmaðurinn þeirra taki upp á því að skora í þessum leik. Hann hefur loksins verið að finna sig aðeins hjá Tottenham undanfarið og nær frábærlega saman með Bale.

Spá:
Aldrei bartsýnn fyrir leiki gegn Tottenham, ætla samt að spá því að okkar menn rífi sig upp fyrir hann Bjartmar frænda minn sem verður á leikum og afgreiði þetta 2-1. Suarez og Gerrard með mörkin og Bale fyrir Spurs. (Tímamóta spá um markaskorara alveg).

26 Comments

  1. Afsakið hvað þetta kemur seint inn, gleymdi mér aðeins og hef verið slappur í dag, flökurt, með hausverk og voðalega þyrstur eitthvað…botna ekkert í þessu 🙂

    En þó ég hafi ekki sett þetta í skýrsluna þá langar mig að benda á góðan pistil á Daily Fail.
    Ekkert þarna sem við höfum ekki oft sagt en gaman að sjá svona tón til tilbreytingar í bresku pressunni.

  2. Það er bara þannig að á morgun eru að mætast 2 frábær lið sem spila flottan og skemmtilegan fótbolta og eiga leikmenn sem geta klárað leikina uppá eigin spýtur.

    Þetta er stórt próf á okkar lið og vonandi að menn mæti með hausinn í lagi og leggja sig 120% fram því öðruvísi fer þetta illa. Spurs hafa verið á glimrandi siglingu og ég óttast að hafa Carragher í vörninni á móti Bale og Lennon, snöggustu kantmönnum í deildinni.
    En ég ætla að hafa trú á því að við náum að klára þennan leik og ég held að þetta merki markaleikur og spái þessu 3-2.

  3. Vonandi verður byrjunarliðið svona

    Sturridge Suarez
    Coutinho Gerrard Henderson
    Lucas
    Enrique Agger Skrtel Johnson
    Reina

  4. Sennilega tvö best spilandi liðin í dag að mætast í deildinni.
    Er með nokkuð góða tilfinningu fyrir leiknum þar sem liðið er mun betra í dag en fyrir 4 mánuðum. Vona að Coutinho verði frammi með essunum tveimur.

    Spái 2-2

    Vona að við vinnum 7-0 🙂

  5. ég vona að liðið verði svona

    brad jones
    kelly coates carragher robinson
    shelvey henderson allen
    downing morgan ibe

    ef liðið verður svona vinnum við 2-0
    EF EKKI (sem ég stórefa) töpum við

  6. Nr. 5
    Vona að LFC mæti aðeins jákvæðari til leiks á morgun en þú ert í augnablikinu.
    Tökum þetta með jákvæðni og ekki með hangandi haus.
    3-1

  7. Veit einhver hvort leikurinn se sýndur a einhverjum stað hérna a húsavík ?

  8. Merkileg grein sem Babu linkar á. Þetta er með ólíkindum hvernig farið er með útlendinga líkt og Suarez í ensku pressunni á meðan gullkálfar líkt og Bale er hampað óspart og ekki mikið verið að minnast á svona óþægilegar staðreyndir eins og 6 gul spjöld fyrir dýfur.

    Er annars frekar bjartsýnn á leikinn á morgun. Tökum þetta 2-1. Sturridge setur bæði en Gylfi skorar fyrir Tottenham.

  9. Leikurinn á morgun er gríðarlega mikilvægur. Hann hefur ekkert með þetta margumtalaða 4. sæti að gera, það eru hvort sem er nánast engar líkur á að það náist. Það er bara svakalega mikilvægt að við vinnum þennan leik upp á sjálfstraustið að gera. Við virkilega þurfum á sigri að halda á morgun. Þessi leikur snýst ekki bara um þetta tímabil, þetta er hluti af undirbúningi fyrir næsta tímabil. Við bara verðum að fara að vinna þessi lið sem við viljum máta okkur við. Þá fara þau að hræðast okkur og við fáum í leiðinni blod pa tannen.

    Erum með mun sterkara lið en þegar við mættum þeim á White Hart Lane fyrr á tímabilinu. Núna höfum við Sturridge og Coutinho. Við eigum að taka þá á Anfield, málið er ekkert flóknara. Er ekki alveg sammála Babu með byrjunarlið. Ég vil Henderson, alls ekki Allen á miðjuna. Einnig hef ég áhyggjur af gamla Carragher þarna í vörninni. Vil að Skrtel byrji þennan leik þar sem vörnin liggur full aftarlega með Carra er inn á, búið að refsa Skrtel nóg í bili. Er hins vegar sammála með úrslitin. Tökum þetta 2 – 1, Suarez og Henderson skora og Gylfi fyrir Spurs.

  10. Við erum að fara að vinna þennan leik 3-1 Suarez með þrennu og gylfi með 1

    og Fyrirsagnirnar í íslensku pressunni verða “Gylfi með stórleik í 3-1 tapi gegn Liverpool”

  11. Er nú ekki mjög bjartsýnn fyrir þessum leik á morgun enda Tottenham búnir að vera með eitthvað tak á Liverpool síðustu ár. En djöfull væri það ótrúlega ljúft að vinna þá með Suarez tvennu á morgun.

  12. Nr. 9

    Ég er nú reyndar sammála þér og sagði það í skýrslu. Byrjunarliðið er hinsvegar það sem ég býst við að Rodgers tippi á.

  13. Hörkuleikur fer 3-1 parker með eitt, glenda 1 ,henderson 1 og Carra laumar einu inn bara til að laga tölfræðina hjá sér

  14. Sælir félagar nú myndi ég segja að þetta er einn stærsti leikur BR hjá okkar ástkæra klubb hinga til stór prófraun ef hann vinnur þennan leik sýnir hann að hann geti stýrt liðunu gegn (stór) liði sem er á góðri sillingu og í fanta formi
    Eins og ég hef sagt síðan að BR var ráðin þá tel ég hann ekki rétta manninn í þessa stöðu tel hann allt of reynslu litlan hann kemur ekki til með að draga til sín reynda og þekkta leikmenn í klubbinn hefur bara ekki nafn til þess og fl. En ég hef jafnframt sagt að ég voni alveg innilega að ég þurfi að éta þetta allt saman ofan í mig en ég er alveg afskaplega hræddur um að ég þurfi ekki að gera það en ef þessu leikur vinnst þá verð ég að byrja að smjatta á einhverju sem ég hef sagt sem ég vona (þó ég eigi erfitt með að viðurkenna að ég hafi vitlaust fyrir mér)

    Meigi þið LFC menn eiga góðan dag með von um góðan sigur
    Áfram LIVERPOOL

  15. Reina
    Johnson – Carragher – Agger – Enrique
    Gerrard – Lucas
    Suarez
    Downing – Sturridge –Coutinho
    suarez með two Coutinho eitt og Sturridge annað, bale fiskar viti með fáránlegri dífu þar sem eina mark tottenham kemur og fær mikið lof fyrir í enskum fjölmiðlum.

  16. Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur í dag. Tottinham hafa verið á góðu skriði undanfarið og með sjáfstraustið í góðu lagi, langar frekar að sjá Henderson byrja inn á kostnað Allen. Held samt að við merjum þetta 1-0 og það verður hin danski Agger sem skori markið anna hvort með þrumufleyg eða með skalla.

    Koma svo okkar menn.
    YNWA

  17. Sá þetta á rawk:
    Joseph Musker ?@Musker_LFC
    Team for today: Reina, Johnson, Carragher, Agger, Enrique, Lucas, Gerrard, Suarez, Downing, Coutinho, Sturridge. There may be a nice surprise on the bench too.

    Það eru nokkrir þar sem virðast vita liðið með fyrirvara, hvort þetta er einn þeirra veit ég svo sem ekki.

    En ef við ætlum að vinna í dag verðum við að vinna miðjubaráttuna. Ég hræðist sóknarmenn Spurs lítið en miðjan þeirra er rosaleg og þar tel ég Dembele mikilvægastan, ekki Bale.

  18. Spái 2-1 Suarez og Gerrard

    Held að Johnson og Lucas sjái um Bale
    Megum alls ekki hleypa þeim inní leikinn

  19. Byrjunarliðið skv.Facebook Suso.
    Reina
    Enrique-Agger-Carra-Johnson
    Lucas-Gerrard-Coutinho-Downing-Suarez
    Sturridge

  20. Mér finnst nú mikið sagt að það hafi gengið “bölvanlega” með Tottenham. Það er rétt að þeir hafa alltaf verið erfiðir heim að sækja.

    En á Anfield hefur LFC yfirleitt haft betur, og 2-1 mjög algeng úrslit. Eitt eftirminnilegt skipti var þegar Jamie Redknapp mætti, nýstiginn upp úr meiðslum og dúndraði einu feitu kvikindi rétt fyrir leikslok.

    Ekkert nautakjöt í nautabökum, engin hryssa í Nizza og ekkert ???? í Tottenham….

Opinn þráður – Módel til að einfalda leikmannakaup

Liðið gegn Tottenham