Byrjunarliðið er komið og kemur engum á óvart.
Reina
Johnson – Carragher – Agger – Enrique
Gerrard – Lucas – Henderson
Downing – Sturridge – Coutinho
Bekkur: Jones, Coates, Skrtel, Wisdom, Suso, Shelvey, Borini.
Daniel Sturridge er með nákvæmlega enga pressu á sér, hann þarf bara að fylla skarð Luis Suarez. Hann kom til Liverpool til að fá meira traust og meiri spilatíma, hér er svo sannarlega tækifærið sem hann hefur óskað eftir til að sanna sig.
Það helsta sem kemur á óvart í dag er að Fabio Borini er kominn í það gott standa að hann er á bekknum í dag, vonandi að hans meiðslavandræði séu nú að baki og við förum að sjá afhverju þessi strákur kostaði svona mikinn pening í fyrrasumar.
Ekkert annað en sigur í boði í dag, 1-2 með mörkum frá Gerrard og Sturridge.
1-1 🙁
Já kemur á óvart með Borini, hélt hann hefði byrjað að æfa með liðinu bara fyrir stuttu.
En flottir linkar hér. http://www.wiziwig.tv/broadcast.php?matchid=195988&part=sports
Sérstaklega Delvey sop
1-2
jahérna….. 0:2 😉
Það virðist vera nægt bit í sókninni!
Er það vitleysa í mér eða erum við öflugri án Luis en með honum eða eru Newcastle bara svona hörmulegir?
Frábær byrjun!!
Nú er bara að pakka í vörn! 😉
Hefði Suarez gert þetta sem Johnson gerði rétt í þessu þá væri það sennilega í blöðunum á morgun. Jón, Séra Jón osfr
Frábær leikskilningur hjá Coutinho, hann splundraði vörninni með því að senda á Sturridge en ekki Henderson þó það virtist augljósi kosturinn.
Ummm…An Suarez spilar LFC eins og lid…Og hefur ekki spilad betur a thessu timabili…Kannski thad se ekki besta adferdin ad spila boltanum alltaf a Suarez…Tho hann se godur….
Flotttir oftast, verða sennilega bara 10 í hvoru liði ef þetta heldur svona áfram.
En vá hvað svipurinn á Carra þega Newcastle brenndu af haha
Það hefur oft verið þannig að þegar “stjörnu liðsins” nýtur ekki við, verður heildin sterkari fyrir vikið.
Þetta höfum við oft séð þegar Gerrard er meiddur t.d. eða þegar Suarez tók út bann síðast.
Nú er bara að halda áfram að valta yfir Newcastle í seinni hálfleik.
Athyglisverður punktur hjá 9. Við skulum samt alveg vera með það á hreinu að við eigum eftir að sakna Suarez hrikalega. Hitt er svo annað mál að ég hef verið lengi þeirra skoðunar að leikmenn eru oft allt of mikið að leita af honum til að gefa á hann og fyrir vikið erum við oft ansi fyrirsjáaanlegir og aðrir leikmenn taka ekki af skarið og njóta síns sem skildi. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvaða leikmenn eiga eftir að stíga upp næstu 10 leiki. Coutinho er búinn að vera frábær í þessum leik. Ekki samt blekkja okkur. Þetta Newcastle lið er búið að vera skelfilegt enn sem komið er…….og leikurinn er alls ekki búinn.
Fyndið að eins og það var drullað yfir sumum kaupum King Kenny á leikmönnum eins og Henderson, Downing, Enrique, Johnson, Carroll og Suarez þá eru þetta allt byrjunarliðsmenn í dag nema Carroll sem er búinn að skora 7 mörk fyrir West Ham þrátt fyrir að hafa verið mikið meiddur….
Þannig að maður á ekki að dæma menn of fljótt, en ég verð að segja að Brendan er að gera flotta hluti, liðið er að spila mjög flottan bolta og á bara eftir að verða betra á næsta ári…. YNWA…..
Djöfull er Coutinho góður. Held að hann verði okkar stærsta stjarna í framtíðinni.
Coutinho kaup ársins
Skulum vera rólegir,það er ekki eins og newcastle hafi verið ð brillera á sísoninu!!!
Rosalega góð spilamennska og frábært að sjá liðið taka svona við sér eftir þessa erfiðu viku.
Allir leikmenn að spila vel, en tveir leikmenn sem eru svo sannarlega að sanna mikilvægi sitt og það eru Coutinho og Henderson. Hæfileikar Coutinho sóknarlega eru ótvíræðir og krafturinn og viljinn í Henderson eru að hrífa mig alveg gríðarlega.
Áfram svona!
það er heldur ekki eins og við höfum verið að brillera á móti lélegri liðunum, en FUCK, við erum ekki að spila ver án Suarez…… FRÁBÆR spilamennska…
Þeir eru að gera grín að njúkastel!!!
Nr. 16
Það er sko í góðu lagi að gleðjast þegar vel gengur! 🙂 Brostu!!
30mín eftir af leiknum og Newcastle aðdáendur farnir að yfirgefa völlinn, það er ánægjulegt að sjá. Það þýðir aðeins það að Liverpool er að rústa þessu! 🙂
Magnað,,,,gæti alveg vanist þessari spilamennsku!
hahaha ég var að lýsa leiknum í röngum þræði. Þokkalegur Hómer í gangi
Nr. 20.
Trúðu mér ég er ofsaglaður!!!
Coutinho er með svakalegt auga fyrir þessum “Killer Balls”.
Jæja krakkar 0:4 !!!
Sturridge með tvö mörk og stoðsendingu!!!
Strákurinn er heldur betur að svara kallinu og stíga upp. Coutinho er náttúrulega bara frábær leikmaður, Alonso hvað 🙂
En allt liðið er að spila mjög vel, núna er bara að halda hreinu til að setja kirsuberið á toppinn….nú nú, Borini að koma inn á!
þær verða ekki flottari skyftingarnar en þetta , jeah baby jeah….
jahááá….Borini búinn að vera inná í 1 mínútu þegar hann skorar !!!!!
0-5!!!!
FUCK !!!
Ég held að þetta sé besti leikur sem Liverpool hefur spilað í nokkur ár.
Nei ég meina 0-6!!!!
… hvaða lið er þetta?
0:6 ……hvar endar þetta 🙂
Svona á að svara þessu FA fokki!
Vel gert! Færanýtingin að skána.
Það er að taka sig upp gamall fótbolti hjá Liverpool!!!
6 er alltaf gott
ekki Shelvey, frekar Suso inn á !!!
Besti leikur Liverpool í X mörg ár!!!
Vil minna okkur a ad tetta er bara einn leikur, ekki fara fram ur okkur. Manu er buid ad vinna motid med 4 leiki eftir og vid erum tugi stiga a eftir teim, mikil vinna framundan. samt godur dagur.
nice, suso fer inn, þarf að koma inna á i góðum leik
Nr. 41
Slakaðu á maður,ég er svartsýni gaurinn og ég er í skýjunum!!!
Er ég sá eini sem vil sjá þá fagna með því að bíta í sinn eigin handlegg ?? :))
Verst að viðkomandi leikmaður eða menn myndu eflaust fá leikbann 😉
Frábær frammistaða í dag
Hvaða bull er þetta í Inga #41
Bara einn leikur, Jú jú enn þetta er leikurinn í dag og endileg að gleðjast og fagna þessum frábæra sigri okkar ,,, það er aldrei hægt að gleðjat og sjáldan eða lítið yfir góðu gengi okkar,,,,YNWA
Synd að Suso komi inn á, taki þeir báða gaurana út af sem hugsa og spila svipað og hann
Sæl öll…..
Meira að segja eftir 6-0 sigur koma hingað inn menn sem segja að við megum ekki missa okkur í sigurgleðinni, að Newcastle sé nú ekki gott lið og jarí jarí jarí…
Við megum bara víst MISSA okkur í sigurgleðinni því við höfum tapað eða gert jafntefli við lélegustu liðin, man einhver eftir jafnteflinu við Reading sem er í neðsta sæti. Eftir áföll síðustu viku skulum við sko gleðjast eins og við höfum unnið Englandsmeistaratitilinn, við sýndum þessum FA mönnum að Liverpool berst fram í rauðan dauðan.
Farin að fagna sigri alveg ógurlega… og því að þessar kosningar skuli loksins vera búnar.
Þangað til næst
YNWA
Mér finnst merkilegt að þegar LFC vinnur flottan sigur eins og núna þá koma alltaf einhver komment sem segja að þetta sé útaf lélegri frammistöðu andstæðingsins.
Hvers vegna má ekki hrósa frammistöðu LFC frekar en að gera lítið úr sigrinum með því að segja að andstæðingurinn hafi verið lélegur?
Að missa sig í gleðinni? já og nei. Það er bara hressandi að fá svona stóra sigra stöku sinnum 🙂